Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 7. JÚNl, 1934 Húsagerð Útvarpserindi flutt í desember 1933. Eftir Sigurð Guðmundsson, húsameistara. (Úr Tímariti Iðiiaðarmanna) , (Framh.). Annars er ekki hægt að setja fast- ar reglur um þessa hluti. T. d. ber að líta á það, hvernig nágrannahús fara saman. Tökum til dæmis Þjóð- leikhúsið nýja og Safnahúsið. Á Þjóðleikhúsinu er múrhúð mjög dökk, en Safnahúsið er ljósmálað. Þetta fer herfilega saman og mundi mikið bæta um að mála Safnahúsið dökkgrátt, enda færi það vafalaust sjálfu húsinu betur, af þvi að gluggahúsin eru stór og djúp og saxa heildina sundur. Á einstök hús á bersvæði, eink- anlega timburhús má að jafnaði nota sterkari liti en á sambygð hús við götu. En þetta fer sem sagt mjög eftir gerð hússins og eftir lögun og lit umhverfisins. Hvít Valhöll og sætbleikar villur eiga t. d. ekki við Þingvelli. Það er enginn brjóstsykurskeimur að náttúrunni þar. Kringum kirkjuna á Hólum i Hjaltadal var einhverntíma gerður myndarlegur garður hvítkalkaður eins og kirkjan. Eg sá þetta langt til og mér enn það enn þá minnis- stætt hvað þetta truflaði allan stað- inn. Þetta er smá yfirsjón, sem norðlenzku hriðarnar geta vafalaust þvegið burtu. Margir hafa gaman af því að mála bönd og bekki og gróp með á- berandi litum. Þetta er vandmeð- farið og venjulega leiðigjarnt, eink- anlega á steinsteypuhúsum, þar sem efni og samsetning hússins réttlætir sjaldnast þessa meðferð. Litur á gluggarömmunum getur haft ótrúlega mikil áhrif á heildar- svip hússins. Tökum til dæmis Kvennaskólahúsið hérna i Reykja- vík. Húsið er hvítt fyrir ofan kjallara. Gluggarnir margir og fremur stórir. Þeir eru dökkmál- aðir. Áður fyr voru gluggarnir ljósleitir og var þá húsið miklu á- sjálegra. Þetta kemur af því að hin ljósa grind i glugganum er sýnileg svo að grind og veggur tengjast saman íeinn flöt. Dökkar grindur renna saman við dökkar rúðurnar, og hvorttveggja sýnist eitt stórt op. Þessi grófgerða skifting sýnir hús- hliðina sundurlausari og minni. Þar kemur samanburður stærðanna aft- ur til greina. Kjallarinn er dökkur. En á múrinn hafa verið málaðir hvitir rammar kringum gluggana. Þetta gerir það mjög áberandi að gluggarnir eru óreglulega settir. Þar sem gluggaop eru fremur lítil og fara vel á vegg, en rúðuskifting ljót, getur verið heppilegt að mála grindurnar dökkar. Réttast er að fara nokkuð eftir efninu þegar mál- aðir eru húsveggir. T. d. að stein- hús hafi lit, er ekki sýnist mjög fjarlægur steinlit, og beri ekki mik- inn keim af öðru efni, en sneiða heldur hjá því að gera þau t. d. fjólublá, rauð, rjómalituð eins og smjörskökur i gróandanum eða grasgræn, þó að þetta geti verið fallegir litir út af fyrir sig. II. Ef til vill hefði þótt vel við eiga að gefa eitthvert yfirlit yfir helstu stiltegundir. En bæði yrði það of langt mál og árangurslítið, þar sem ekki er hægt að sýna myndir um leið til skýringar,—þær getur útvarpið ekki flutt ennþá. Stílsaga án mynda yrði álíka skilmerkileg eins og kort- laus landafræði. Og svo er um fleira, er hér þyrfti að segja. Þegar stílleysi aldarinnar sem leið hafði náð hámarkinu, var reynt til þess að hverfa aftur að hinum g'ómlu stíltegundum. Skólarnir lögðu aðaláhersluna á hið ytra form, í fornum anda. íbúðarhúsin, sér- staklega einbýlishúsin eða “villurn- ar” urðu nokkurskonar dverghallir, utan frá séð. Verksmiðjuhús, brautarstöðvar og jafnvel geymslu- hús urðu að ytri búningi eins og ráðhús eða kirkjur í “klassiskum” stil o. s. f. Menn komust þó smámsaman að raun um, að þessi uppvakning hinna gömlu stíltegunda gat ekki fullnægt kröfum nýja tímans. Lifnaðarhætt- ir fólksins voru ekki lengur þeir sömu. Byggingarefni og byggingar- aðferðir höfðu breyst og tekið mikl- um framförum. Menn gerðu kröf- ur til nothœfari húsakynna og meiri þæginda—fyrir minna verð.—Há- tíðarbúningurinn og stássið varð að víkja fyrir hversdagsfötunum, alveg eins og krínóliurnar og hárkollurn- ar og annar hirðstill frá keisaratím- unum. Laust eftir aldamótin fór húsa- gerðin að losa sig úr þessum gömlu skorðum. Xú hefst nýtt tímabil í sögu bygg- ingarlistarinnar. Hinn nýi stíll byggist vitanlega að meira eða minna leyti á gömlum fyrirmyndum og gamalli reynslu. Húsagerð er svo margþætt, að nýr húsastíll kemst ekki í fast horf á fám árum. Hann er lengi að þró- ast og er verk margra manna, sem verða að læra af verkum liðinna tíma og af reynslu sjálfra sin. Hinn nýi stíll—ef hægt er að tala um stíl á þessu stigi—er nýfæddur. En hann er nú í heiminn borinn. Og hann er engin dægurfluga eða tísku- fyrirbrigði, eins og t. d. kjólar kven- fólksins, heldur er hann sprottinn af Pörf. Hinn nýi stíll gerir fyrst og fremst þær kröfur, að húsin séu svo nothœf, sem framast má verða og að öll gerð þeirra og alt form svari til þess hlutverks, sem þeim er ætlað. Að byggingarefnið sé notað rétt og samkvæmt eðli sínu. Ennfremur að hin ytri ásýnd segi sannleikann, en sé ekki dulargerfi til þess að leyna veruleikanum. Hér er ekkert aðalatriði, hvort húsið er með flötu þaki eða risi, póstalausum horngluggum eða venjulegum hliðargluggum, eða hvort það er með breiðum svoíum eða plötum, sem hanga svo að segja í lausu lofti, þó að margt megi gera með járnbentri steinsteypu. Maður getur leyft sér smávegis útúrdúra, sökum útlits. En sé þetta cingöngu til að sýnast, er það sjald- an mikils virði. Það er hættulegt að fara út í öfg- ar í þessu sem öðru. Þegar hið nýja kemur til sögunn- ar og útrýmnir hinu gamla, er hætt við því fyrst í stað, að lengra sé farið en fært er og margur ætli þetta auðveldara en það er. Gerð hússins að utan, skipulag þess að innan og hin berandi “kon- sturktion” eða máttarvirki, verða að vinna saman í öllum meginatriðum og gera eina samfelda og skýra heild. Fyrir öllu þessu verður að gera jöfnum höndum, ef vel á að fara. Það er ekki dæmalaust, að hús- eigandinn geri sjálfur grunnriss, það e^ svo auðvelt, finst honum, og vilja svo fá húsameistarann til þess að gera hliðarnar og dubba svo alt saman upp á eftir! Á þeim grundvelli verður sam- vinnan hæpin og útkoman eftir því. Hinsvegar er nauðsynlegt að hús- eigandinn eða byggjandinn geri sín- ar tillögur og gott er að hann geti skýrt þær með lauslegum dráttum. Eins er nauðsynlegt að hann fylgist svo vel með að ekkert, sem verulegu máli skiftir komi honum á óvart síð- ar, þegar húsið er komið upp. Van- ræksla á þessari samvinnu getur kostað ýmsar óþægilegar upphróp- anir: Er forstofan ekki stærri en þetta? Ósköp er lágt undir loft. Nú er eg búinn að kaupa stórt flýgel í dagstofuna, það kemst .alls ekki fyr- ir. Hvar á eg að hafa útvarpstækið ? Er enginn tengill fyrir símann í svefnherberginu ? Er enginn tengill fyrir ísskápinn? Nú er konan að óska eftir kaminu. Hvar er hægt að koma fyrir reykháfi? Og kolavél er ómögulegt að setja í eldhúsið, o. s. f. Arkitektinn svarar engu góðu til og segir: “Þú mátt sjálfum þér um kenna, góði minn. Við töluðum um þetta alt saman fram og aftur og urðum ásáttir um, að svona ætti það að vera. Ekki vissi eg að von væri á flýgeli í húsið og enginn hefir nefnt fyr kamínu eða ísskáp eða kolavél í staðinn fyrir gasvél. Mér heyrðist kveða við annan tón þá, ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meðal fyrir sjúkt og lasburða fólk. Eftir vikutíma, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst góð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð í sinni röð. Miljónir manna og kvenna hafa íengið af því heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið í notkun. NUGA- TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE,.því eftirliking- ar eru árangurslausar. þegar alt átti að spara. Eftir þessu er húsið of lítið. En það mátti ekki kosta meira.” "Já, þetta getur nú verið satt. En til hvers heldurðu að arkitekt sé, ef hann getur ekki gert húsið rúmgott innan, þó að það sé ekki stórt um sig!” Þessi misklíð milli arkitektsins og húseigandans var nú dálítill útúrdúr. En þetta er lærdómsríkt fyrir báða. Nú ætla eg að leyfa mér að taka dæmi um útlit húsa, sem nokkuð margir kannast við. Þeir, sem farið hafa milli Hafn- arfjarðar og Reykjavíkur hafa ef- laust séð fiskhúsin við Hafnarfjarð- arveginn. Þau eru ekki annað en fiskhús og sýnast ekki vera annað. Fyrir mínum sjónum eru þau miklu fallegri en mörg íbúðarhúsin. Sama mætti segja um timburgeymsluhúsið við lækinn. Lítum svo á íshúsið hérna við tjarnarbrúna. Til þess að það sæmdi sér þarna átti það að líta út eins og íbúðarhús. Þetta var að sögn bein- línis heimtað. Þessvegna voru málaðir á það margir gluggar og ekki þar með nóg, heldur settar á það útskornar vindskeiðar og alls- konar stáss, svo að ráðherrahúsið, nágranni þess, jafnaðist tæplega við það að skrauti. Að vísu vantaði ís- húsið sólbyrgisgluggana, þessa marg- litu. Aftur á móti er utan á því prýðilegar myndir af íbúunum. En íbúar þessa skrautlega’ húss eru þorskar, bókstaflega talað! Þetta minnir helst á senu í “Reykjavíkurannál.” í rauninni er þetta alveg rétt mynd af ástandi byggingarlistarinnar í landinu, um' þær mundir. Þetta er aðeins eitt dæmi af fjölda mörgum, stórum og smáum, þó þau séu tæplega jafn á- takanleg. Eitt lítið dæmi: í nýju stórhýsi hérna í bænum er herbergishurð, sem af einhverjum ástæðum varð að vera alveg slétt. Þessi hurð þótti svo ósæmileg, að hún var máluð og strykuð af mikilli list, svo að hún sýndist, í ljótu bragði, yera spjaldahurð, þó var ekkert þar inni, er gæfi tilefni til þessarar fölsku viðhafnar. 1 "kaupstaðarhúsinu” í sveitinni voru innanstokksmunirnir og stofu- stássið einnig úr kaupstaðnum. Oft- astnær lélegur varningur, með sömu fordildarmerkjunum. í staðinn fyrir hina traustu og tilgerðarlausu handavinnu bóndans eða smiðsins á sveitaheimilinu kom útlent gljásmíði með allskonar kroti og píláraverki: Pluss-sófi með örmum, sem ganga úr liði og rendum hnúðum, sem týnast, sligaðir stólar og borð og skjögrandi hillur, fullar af allskon- ar ófélegu búðarglingri og ryki, sem enginn annar að þrífa. Á veggjunum hanga forgyltar dýrlingamyndir (verksmiðjuverð 13 aurar?) og sætar sólsetursmyndir af ástföngnum stássmeyjum á gljá- pappír. En rammarnir svo stórir og skjallagyltir að þeir yfirgnsgfa alt—og miklu dýrari en myndirnar sjálfar. Þegar þessi skriflabúð er orðin verulega fín, er svo mikið safnið, að ekki verður þversfótað, og fínheitin svo mikil, að enginn heimamanna þorir að stíga þangað fæti sínum, nema þegar heldri mönn- unum er boðið til stofu. Svona er stáss-stofan. Oft er hún ofnlaus og ekki líft fyrir kulda þó að þettá sé besta herbergið í húsinu. Fátækleg voru að vísu húsgögnin áður, en þó í betra samræmi við húsakynnin og daglega notkun. Víðá voru útskornar rúmfjalir og rúm- bríkur og glitofnar ábreiður. Ýmsir efnaðri bændurnir áttu mjög eigu- legar hirslur, gömul “skatthol” og skápa af eik eða öðrum góðum viði og marga góða gripi aðra, sem gengu að erfðum og eigendurnir héldu trygð við. R-1 Ol (Stærsta loftskip heimsins fórst 5. okt., 1930) Auður og frægð!—Vor menning hröð og há. sú hugsjón lífs, sem bæði er dauf og blind; sem æðir f ram í ægilegri mynd; ágirndar leiftur skin um vargsins brá. Villidýrsæði augans tendrar bál; ábatavonin setur bros á kinn; stór-frægðar montið hvæsir út og inn; Útþrá og list er sett í Bragamál. Flækingar renna gullsins glæstu braut, ginningarfífl, að vinna skrílsins hól, —hundrað-per-centa—allra þjóða þý. Græðginnar mentun—gróðabrallsins naut; geislablik auðsins þeim er eina sól. þó gullið svíki, gefur það von á ný. Auður og frægð!—Að elta skuggan sinn; æðandi fram um lífsins töfrasvið í tryllingsmóð, sem mikið liggi við i mannkyns þarfir,— frægðar leitandinn. Hann verður að svífa hraðara en hinn, að hitta braut, sem áður ei nokkur fór, í blöðum auðs og skríls svo skíni stór hans skripamynd, með sigurbros á kinn. Sú frægð, að vera valdsins hlaupasnati, að vera keyptur þræll ins stóra, ríka, er von ins unga uppvaxandi manns. Að vera stór á lýðsins manndóms mati, þó morð og lygi geri hann einkis líka, er mesta djásn og auðlegð anda hans. Auður og frægð!—I valdsins háfa höllu, við hervalds dýrð og gullsins prakt og yndi, á neyðartimum leikur alt í lyndi, hvar lífsins prakt og dýrð er fyrir öllu. Á neyðartímum, þegar sorgir særa og sortinn blindar dapurt þegnsins auga, og harmatár ins veika, vanga lauga og vonlaus sál ei reynir tungu að bæra, þá glymja f jöllin gullsins sigurljóð, þá gellur harpa skáldsins dýrðaróm, þá syngur lýgin fornan frægðaróð. Og kóngar auðsins biðja um meira blóð og blöðin þeirra hvæsa í fyllri róm, En drukkin starir dáðumvana þjóð. Auður og frægð!—Til austurs loftsins tröll, að ógna þeim, er dauðans angist sker. Indlands, in forna frægð nú dáin er, í f jötur reyrð og sár og blóðug öll. Á austurleið—of Frakka fögru grund flugdrekans skeið í hörmung enda tók; svo frægðin enn á harma heimsins jók og hefti þessa för um nokkra stund. Vort grátið auga ennþá fær að líta afdrif þess kapps er frægðarandinn þreytir, þvi “Titanic” er enn oss ekki gleymd. Hvort mun ei þjóða og þegna böndin slita sú þýdóms lund, er skapadómum breytir og veldur heimi alla lífsins eymd. S. B. Benedictsson. Slysfarir og björgun árið 1933 Slys voru tíðari árið sem leið heldur en nokkrum sinni siðan. Slysavarnafjelag' íslands var stof- nað. Og þrátt fyrir margvíslega aðstoð, hjálp og björgun, sem sjó- mönnum var veitt á árinu, hefir druknana talan ékki komist eins hátt um langt árabil. Urðu sum slysin svo hrapalleg, að engu tali tók, o!g hefði ekki verið auðið að koma í veg fyrir þau með neinum björgunartækjum, þar eð þau bar svo brátt að, að enginn tími var til þess að koma hjálp við, enda þótt fullkomnustu björgunartæki hefðu verið í námunda við slysastaðina. Alls druknaði 81 maður á árinu. Af gufuskipum á fiskiveiðum druknuðu 25 (þar af 13 af “Skúla fógeta” og 9 af “Papey,” einn tók út, en 3 fellu fyrir borð). Af flut- ningaskipinu Gunnar frá ísafirði, sem fórst 27. ágúst, druknuðu 40 menn, þar af 36 af bátum sem fór- ust, 3 tók út og einn fell útbyrðis. Af árabát druknuðu tveir. Sex menn fellu út af bryggjum og dru- knuðu í ám olg vötnumi. Auk þess fórust hjer við land þrír útlendir togarar með öllum mönnum og 2 Þjóðverjar af “Consul Dubbers” druknuðu í lendingu austur á Sön- dum. Bjarganir Á þessu ári var 95 mönnum bjar- gað frá druknum hjer við land, þar af 17 útlendingum; og 78 ís- lendingunum björguðu enskir tog- arar 11 skiphöfnum af tveimur vjelbátum; þýzkur togari bjargaði vjelbát með 4 mönnum af lönu- veiðara, sem sökk við ásiglingu'. 29 mönnuml var bjargað af opnum vjelbátum, þar af 11 fyrir snar- ræði og hugsunarsemi einnar konu. 24 var bjargað með fluglönutækj- um Slysavarnafélagsins og 2 meó krókstjaka, er félagið hafði kom- ið fyrir á bryggju. Til björgulnar mætti þó telja margt annað, mörgum mannslífum verið bjargað með því, að bátar, sem voru með bilaði vjel úti í hafi, voru leitaðir uppi og dregnir til lands, og fyrir eftirlitsstarf “Þórs” við Vestmannaeyjar á vertíðinni. Skipströnd urðu óvenjulega mörg á árinu. Eru talin strönd 33 íslenskra skipa (aðallega vjelbáta)^ 4 enskra tog- ara (“Sicyion,” “St. Honorius,” “ Bracanmore ” of Margarete Clark”), 3 þýskra togara í“Gustav Meyer,” “Neæfoundland” og “Blu- cher”), 1 frönsk fiskiskúta “Fleur de France,” færeyska fiskiskútan “Budanes,” finska vjelskipið “Su- omon Lokki,” danska síldveiðalguf- uskipið “Niord” og belgiski tog- arinn “Jan Volders.” Eru það þá alls 45 skipströnd á árinu1. , Eftir Árbók Slysavarnafjel. Hún hafði þjáðst af nýrnaveiki í mörg ár En Dodd’s Kidney Pills læknuðu hana aftur. Henni hefir aldrei liðið betur en nú. Bad Heart, Alta., 1. júní, (einkask.) “E!g hefi notað tólf öskjur af Dodd’s Kidney Pills og líður nú á- gætlega,” skrifar Mrs. M. Nerstad, hér í bænUm. “Eg gekk með nýrna- veiki í mörg ár. Eftir að hafa tekið úr einni öskju, fann eg strax til bata og hélt eg áfram að nota úr þeim, þar til eg hafði lokið úr tólf öskjum. Mér hefir aldrei liðið bet- ur en nú.” Heilsan er undir því komin að nýrun séu hraust. Ef þau eru sterk og hraust, hreinsa þau blóðið af allri eitrun. Séu þau vesöl og geti ekki starfað, safnast eitur i blóðinu og manneskjan veikist. Dodd’s Kidney Pills halda nýrun- um hraustum og geta þau þá hreins- að blóðið. Hafið ávalt öskju af Dodd’s Kidney Pills í húsinu. Þér útverðir Hvar munu útverðir íslenzkrar tungu Eiga hér bólstað á komandi öld ? Marvaða treður nú táp hinna ungu Við trygðir á feðranna margrýnda skjöld. Hreggvindar gnauða um lágsléttu leiðin, Landnemans fýkur i hjarngróin spor, Varða er steyptu, svo hrjóstruga heiðin Hlyti þeim greiðfær er brvsti ei þor. Dýrasti arfur úr ættjarðar högum, Endurskygð minninga sýndi þeim lönd, —Og hugdirfðir fundu í forn-kappa sögum, Fyrrum er bygt höfðu snælenska strönd. Að verða ei ættlerar áanna fornu, Né “ylhýra málinu” kasta á glæ, En geyma það ómengað börnum óbornu Var bjartasta stjarnan á framtiðar sæ. Hvar getur auðugri orku frum- mynda, En íslenzkra sagna og framsjóna hæð ? Myndi ei sorglegt þeim helgidóm hrynda í hyldýpi gleymsku og vitsmuna fæð ? Skyldum vér arfþegar “ylhýra máls- ins” /Ettlerar reynast á framandi slóð? Myndi það hollra við styrkmyndun stálsins, Er steypist úr framtíðar kanadisk þjóð? Nei! Kynslóðin unga! ei kinnroða berið Af hvílíkri glópsku um ókomið svið; Hef jið upp merkið og vakandi verið, Veitið ei glundroða kendinni lið! Látið ei alheiminn á ykkur stara Sem afhrök, er gleymt hafið sjálfra kynströnd. Látið ei æskumóðs öldurnar fjara, Né útvarnir tungu, í framandi hönd. Sýniði öðrum af útlenzkum stofni, Enn séu snælenzkar bergfléttur til. Verndiði frumlurnar svo að ei sofni Sannmergjuð drenglund, við nautn- anna spil. Lýsið upp minningu landnemans forna; Látið hans drengfýsni örfa starfs- þor; Kenniði niðjum við eldmóð sér orna “Ylhýra málsins” hvert framtíðar- spor! Jóhatines H. Húnfjórð. BURTVIKNING Á fundi sem stjórn Alþýðusam- bands íslands hélt í fyrrakvöld var samþykt að víkja verkamannafélagi Siglufjarðar úr Alþýðusambandinu. —N. dagbl. 16. maí.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.