Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 07.06.1934, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 7. JÚNl, 1934 3 SÓLSKIN Sérstök deild i blaðinu fyrir börn og unglinga Gamla hríslan ÞaÖ var komiÖ haust. Skógurinn, sem hafði veriÖ svo ljómandi fall- egur um vorið og sumarið, var nú orðinn ber og hrörlegur. Fallega græna laufið hans hafði fölnað í haustfrostinu og vindurinn hafði feykt því burt. Hann lék sér nú að j>ví og þyrlaði því stundum í háa loft; öðru hvoru slepti hann því og lét það detta niður. Svo tók hann það aftur þegar minst varði—og þetta gekk lengi. Og það var eins og einhver hrygð- arsvipur hvíldi yfir skóginum. Það var eins og honum sárnaði að sjá vindinn fara svona illa með sumar- fötin sín fallegu—og sjálfur skalf hann af kulda. Það var mikið um dýrðir meðal barnanna um þetta leyti. Það átti að halda skemtisamkomu handa öll- um börnunum i Goodtemplararegl- unni, og þau fengu leyfi til þess að bjóða með sér einu barni utanfélags, hvert um sig. Gvendur og Sigga í Gerði höfðu lengi reynt a'ð fá Dóra og Önnu, leiksystkini sin á Brú til þess að ganga í félagið, en þau voru treg til þess. Að mega ekki blóta, ekki bragða vín og ekki reykja, það þótti Dóra ekkj aðgengilegt. En Anna vildi ekki fara nema hann kæmi líka. Þeim kom aít af vel saman, því þau voru góð sytkini; þar sem ann- að var, þar vildi hitt alt af vera. Dóri hafði nokkrum sinnum bragðað vín og þótti það gott. Hann reykti á hverjum degi, þótt hann væri ekki nema tólf ára gamall, stundum úr pípunni hans pabba síns, en stundum vindla, sem félagar hans gáfu honum—og hann blótaði mjög oft. Honum fanst það ómiss- andi að hafa ýmisleg ljót orð til á- herzlu, þegar hann talaði—og hann hélt að það gerði svo sem ekkert til. Að ganga í barnastúkuna og hætta öllu þessu, það gat hann ekki lagt á sig. Mamma hans og pabbi voru held- ur ekkert áfram um það. Pabba hans hafði þótt gott að fá sér í staupinu, og hann hafði oft verið dauðadrukk- inn, en hann hataði bindindi — og mamma hans gerði það lika, þótt undarlegt væri. “Nú skulum við bjóða þeim syst- kinunum, Dóra og Önnu á Birú!” sagði Gvendur við Siggu. “Skemt- unin byrjar með því að hann séra Arni segir sögu; og enginn segir eins vel sögur og hann séra Árni. Hver veit nema Dóri fáist til þess að koma i félagið þegar hann er bú- inn að hlusta á hann.” Svo stukku þau heim að Brú og buðu þeim að koma á laugardags- kveldið klukkan 8. Dóra þótti gaman að skemtunum og varð því glaður við boðið. Þau hlupu bæði systkinin til pabba og mömmu, sögðu þeim frá þessu og báðu þau leyfis að mega fara. , Þau fengu það; og hún Magga gamla vinnukonan, sem hafði verið hjá þeim i tiu ár, var látin fara með þeim. Það lá heldur en ekki vel á þeim á leiðinni. Það var nokkuð langt þaðan, sem þau áttu heima, til sam- komustaðarins, og þau vildu helzt alt af hlaupa. , Þeim þótti verst hvað hún Magga gamla fór hægt; hún var orðin lúin og gigtveik, gamla konan. Dóri var laglegur og myndarlegur í nýju fötunum sínum, með nýju húfuna og í nýju stígvélunum, með hvíta brjóstið og slifsið með gull- nálinni, sem hann hafði fengið í af- mælisgjöf. Og Anna hljóp og hoppaði í kring um hana Möggu gömlu. Hún var alveg eins og snjóhvítur fugl, í hvít- um kjól og hvítum sokkum. Svo komu þau á samkomuna. Þar var f jöldi af börnum, sem þekti þau og tóku á móti þeim með fögnuði. Samkoman var í stórum sal; þau höfðu aldrei komið þangað áður. Veggirnir voru prýddir með mörg- um fallegum myndum. Á þilinu beint á móti dyrunum hékk mynd af Jóni Sigurðssyni. Hún var í stórum gyltum ramma og hallaðist fram. Andlitið var tignar- legt og góðlegt og það var eins og hann byði alla gestina velkomna. Þið vitið náttúrlega öll hvaða maður Jón Sigurðsson var ? Ef eitt- hvert ykkar veit það ekki, þá ætti það að spyrja pabba sinn eða mömmu sína að því. Allir íslend- ingar allstaðar og alt af verða að þekkja Jón Sigurðsson og vita hver hann var—vita alt um hann. Öðrum megin á veggnum voru myndir af konunginum og drotning- unni, en hinum meginn beint á móti var stór mynd í svörtum ramma, sem Dóra og Önnu varð starsýnt á. Á myndinni sáust tveir menn, sem voru að bisa við að rétta gamla hríslu, bogna og kræklótta; þeir höfðu vafið um hana böndum, rekið niður staura, vafið böndum líka um þá og toguðu svo í af alefli. En skamt frá þeim (á myndinni) stóð fullorðinn maður og drengur, og það var auðséð að maðurinn var að segja drengnum eitthvað um hrísl- una og mennina. Myndin var svo glögg og greini- leg og svo skrítin, að Dóra lá við að hlæja að þvi hvað heimskir mennirnir voru að hugsa sér að það væri mögulegt að rétta hrísluna. Nú byrjaði samkoman. Ungur maður, laglegur og fínt klæddur, steig upp á ræðupallinn, bað sér hljóðs og bauð alla velkomna,—það var séra Árni. “Eg hefi verið beðinn að tala hér nokkur orð í kvöld,” sagði hann: “En af því eg veit að börnin lang- ar til þess að fara sem fyrst að leika sér, skal eg reyna að vera stutt- orður. Eg ætla einungis að segja ykkur hvernig stendur á myndinni þarna á veggnum, að sunnanverðu í húsinu. Eg gaf hana fyrir nokkr- um árum í afmælisgjöf til félagsins og nú ætla eg að segja sögu henn- ar þeim, sem kynnu að hafa gleymt henni, eða þeim, sem ekki hafa heyrt hana áður.” Það gall við dynjandi lófaklapp i öllum salnum. Allir vissu að eng- inn gat sagt sögu eins vel og skemti- lega og hann séra Árni; þess vegna hlökkuðu börnin öll til þess að heyra hann segja söguna af þessari skrítnu mynd. Séra Árni byrjaði sögu sina á þessa leið: “Það var i júnímánuði fyrir mörgum árum,” sagði hann, “að Láki gamli kom heim á prestssetrið skömmu fyrir háttatíma og bað um að lofa sér að vera. Hann var al- þektur þar í sókninni, hann Láki gamli. Hann var roskinn maður, á að gizka um fimtugt. Hann átti hvergi heima, heldur flakkaði manna á milli. Fékk hann sums- staðar allgóðar viðtökur, en margir höfðu horn í siðu hans og var það einkum vegna þess hversu oft hann var drukkinn. Oft hafði það verið reynt að út- vega honum vinnu á einhverjum góðum bæ, þar sem vel gæti farið um hann, því yfirleitt átti hann við engin sældarkjör að búa; hann lá oft úti á milli bæja, sökum þess hve drukkinn hann var. En Láki gamli toldi hvergi degi lengur. Hann hafði alt af átt góðu að mæta hjá prestshjónunum, og þó þeim þætti hann leiðiniegur þegar hann var drukkinn, þá kendu þau í brjósti um hann. I þetta skifti var Láki gamli enn þá drukknari en hann átti að sér. Hánn gerði sig heimakominn hjá prestshjónunum og var ekki sem kurteisastur. Hann fór upp á loft til vinnufólksins og tafði það við vinnuna. Það vildi helzt ekki gegna honum einu einasta orði, en þá varð hann reiður og ætlaði að setja alt í uppnám. Fólkið varð því nauðugt viljugt að gegna allri vitleysu úr honum til þess að hafa hann góðan. Presturinn átti tvö börn, pilt og stúlku; þau hétu Hallgrímur og Þóra. Hallgrímur var dálítið stríð- inn. Hann hafði gaman af því þeg- ar Láki gamli var að slangra á milli fólksins, að glettast við hann á ýms- an hátt. Stundum hafði hann spegil til þess að láta glampa framan í Láka; stundum léði hann honum gömju stígvélin hans pabba síns, stráði síðan vaxspýtum á gólfið og lét hann ganga ofan á þær, en þá kviknaði á þeim og brakaði og snarkaði undir fótunum á Láka, svo hann varð dauðhræddur. En þá hló Hallgrímur. Þetta kvöld hafði honum verið venju fremur uppsigað við Láka og loksins komst í svo hart á milli þeirra að Láki stendur upp og ætlar að berja Hallgrím, en Hallgrímur var fljótur á fæti og stökk undan. Láki eltir hann um alt gólfið, en nær honum ekki. Loksins verður fyrir honum stigagatið og Láki velt- ur niður allan stiga. “Þetta var rétt handa þér!” hrópaði Hallgrímur og skellihló. Láki gamli komst fljótt á fætur aftur. Hann hafði meitt sig dálítið á höfðinu og blæddi úr. Presturinn heyrði þegar Láki féll niður stigann. Hann kom út úr skrifstofu sinni og spurði hvað um væri að vera. Láki gamli sagði honum alveg eins og var: “En það var mér að kenna,” bætti hann við. Presturinn kallaði á Hallgrím og á- taldi hann fyrir það að láta Láka ekki i friði. “Eg held það geri ekki mikið til,” svaraði Hállgrímur, “þó hann hrekk- ist ólukku karlinn, og hætti að koma hingað. Hann er alt af blindfullur, og J>að er leiðinlegt að hafa hann.” “Heldurðu að hann batni við það að fara svona að honum?” spurði presturinn. “Heldurðu ekki að þú ættir að hugsá betur um það hvernig á því stendur að hann er svona? Heldurðu að það sé ómögulegt að þú getir orðið svona líka?” “Eg svona? Eg eins og hann Láki gamli, alt af blindfullur?” sagði Hallgrímur, alveg steinhissa. ‘Þú hefir sagt mér svo mikið um vínið og áhrif þess að mér dettur aldrei í hug að bragða það.” “Jæja,” svaraði presturinn. “Eg ætla ekki að sneypa þig rekar fyrir þetta í kvöld; en við tölum saman á morgun.” Daginn eftir fór presturinn út í skóg með tvo vinnumenn, og kallaði með sér Hallgrím og Þóru Hann bað vinnumennina að hafa með sér sleggjur og kaðla. “Hvað ætlarðu að gera við þetta;” spurði Hallgrímur. “Þú skalt fá að sjá það, þegar við komum út í skóginn,” svaraði prest- ur. Nú komu þeir út í skóg, þar sem ein hrísla var langt frá öllum öðrum. Hún var bogin og kræklótt. Þarna staðnæmdist presturinn. “Taktu nú sleggjuna!” sagði hann við Gísla vinnumann sinn, “og berðu þetta gamla tré með henni eins og þú getur.” Gísli varð steinhissa; en gerði þó eins og prestur skipaði honum. Hann hamaðist eins og hann gat. Börk- urinn hrundi utan af hríslunni í stórum flyksum, og hún marðist öll PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aS hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phonea 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON 1 Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. 109 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Viðtalstími 3—5 e. h. Phone 87 293 Phone 21 834-Office tlmar 4.30-6 Office tímar: 12-1 og 4-6 e.h. Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.~Sími 30877 Heimili: 102 Home St. Winnipeg, Manitoba Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœðingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 • W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrœðingar 325 MAIN ST. (fi. öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta þriðjudag I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Islenzkur lögfrœðingur E. G. Baldwinson, LL.B. lslenzkur lögfrœðingur William W. Kennedy, K.C., LL.B. Fred C. Kennedy, B.A., LL.B. Kenneth R. Kennedy, LL.B. Kennedy, Kennedy & Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST Kennedy Barristers, Solicitors, Etc. Offices: 505 Union Trust Bldg. Phone 93 126 WINNIPEG, CANADA DRUGGISTS DENTISTS WINNIPEG DRUG COMPANY, LTD. H. D. CAMPBELL Prescription' Specialists Cor. PORTAGE AVE. and KENNEDY ST. Winnipeg, Man. Telephone 21 621 DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG, WINNIPEG Gegnt pósthösinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Take Your Prescriptlon to BRATHWAITES LTD. PORTAGE & VAUGHAN Opp. “The Bay” Telephone 23 351 We Deliver Dr. A. B. Ingimundson Tar.nlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimilis 46 054 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg \ OPTOMETRISTS MASSEUR Harry S. NOWLAN Tel. 28 833 Res. 35 719 G. W. MAGNUSSON Optometrist Nuddlœknir 804 TORONTO GENERAL 41 FURBY STREET Phone 36 137 trusTs bldg. ( «»«* (ÐUMiNnr wittio1 Portage and Smith 305 KENNEDY BLDG. Phone 22133 (Opp. Eaton’s) Slmið og semjið um samtalstíma BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We speeialize ln Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curllng and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hös. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 OPBES T4*, ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and workmanship. Our prices always reasonable. Cor. TORONTO and SARGENT Phone 34 137 að utan. “Þú átt að berja á hlykkina á henni, svo hún réttist,” sagði prest- urinn. Gísli gerði eins og honum var sagt, en hríslan var jafn bogin og kræklótt eftir sem áður. Nú var Gísli orðinn dauðuppgef- inn og svitinn rann af honum. Börn- in stóðu og horfðu á. Fyrst hlóu þau sig alveg máttlaus, en pabbi ]>eirra var alvarlegur; honum stökk ekki bros. Gísli var orðinn illur i skapi yfir þessu og tautaði eitthvað fyrir munni sér við hvert högg— eg held að það hafi verið eitthvað ekki fallegt. “Nú er bezt að hætta, Gísli,” sagði prestur loksins. Gísli lét ekki þurfa að segja sér það tvisvar. Hann fleygði sleggjunni, þurkaði framan úr sér svitann á treyjuerminni sinni og sagði: “Skárri er það nú skorp- (Framh. á bls. 7) IIÖTEL 1 WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg's Dotim Town Hotel’’ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALL, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yíir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Guests HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and cotd loater in everg room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame Ave. East. J. F. Barrieau, Manager THE ' WINDSOR HOTEL HOTEL ST. CHARLES M c L A R E N HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. In the Heart of Everythlng Enjoy the Comforts of a First European Plan WINNIPEG Class Hotel, at Reduced Rates. Rooms $1.00 and up Rooms from $1.00 Up $1.00 per Day, Up Hot and cold running water Special Rates by Week or Month Dining Room in Connection Parlor in connection. Excellent Meals from 30c up 197 GARRY ST. Phone 91 037 It Pays to Advertise in the “Lögberg”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.