Lögberg - 28.06.1934, Page 7

Lögberg - 28.06.1934, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. JÚNI, 1934 7 JAKOB GUÐMUNDSSON fyrrum bóndi á SnæringsstöÖum í Vatnsdal, andaÖist aÖ Gimli þ. g. júní s. 1. Jakob var fæddur í Gilhaga í Vatnsdal þ. 6. febr. 1846. Var því fyllilega 88 ára er hann andaðist. Foreldrar bans voru Guðmundur Gunnarsson og kona hans, Katrín Guðmundsdóttir. Þau hjón bjuggu fyrst í Gil- haga, en síðar í Vatnahverfi á Refasveit. Þar ólst Jakob upp frá tíu ára aldri. Kona Jakobs Guðmundssonar var Sigurlaug Jósefsdóttir, ættuð úr Víðidal. Þau hjón fluttu vestur um haf árið 1886, ásamt börnum sínum, er þá voru á unga aldri. Þegar vestur kom fluttu þau hjón undir eins til Gimli. Var þar þá fyrir Jósef Jósefsson, bróðir Sigurlaugar, allvel stadd- ur, einhleypur maður. Reyndist hann systur sinni og manni hinn ágætasti vinur. Gaf þeim stórgjafir og studdi þau með ráði og dáð í öllu. Fór hagur þeirra hjóna fljótt svo batnandi, að þau komust bærilega af og mátti heita að þeim liði vel. Börn þeirra hjóna, Jakobs og Sigurlaugar, urðu átta alls. Mistu þau fjögur þeirra í æsku, en f jögur náðu fullorðinsaldri, og eru enn á lífi. Þau eru Ingunn, ekkja eftir John Daniel, (enskan mann) ; Ingibjörg, gift Þórði Sólmundssyni í Winnipeg; Jósefína Kristin, kona Guðmundar Hannessonar á Gimli og Guðmundur Jakobsson, bóndi í Framnesbygð, er á fyrir konu Unu, dóttur Gests bónda Oddleifssonar í Haga í Geysisbygð, og konu hans Þóreyjar Stefánsdóttur. Uppeldisdóttir þeirra Jakobs og konu hans er Guðrún Guð- mundína, kona Valda Rafnssonar Johnson á Gimli.— Þ. 5. nóv. árið 1897, v&rð Jakob fyrir þeirri sorg, að missa Sigurlaugu konu sína. Var það mikill harmur bæði honum og börnum hans. Sigurlaug var greind kona, glaðlynd og örugg í allri baráttu. Höfðu þau hjón átt við mikla erfiðleika að stríða á Islandi, en leið miklu betur hér vestra. — Jósef Jósefsson, bróðir Sigurlaugar, lézt árið 1916.— Eftir að Jakob varð ekkjumaður dvaldi hann lengst af á heimili Jósefínu Kristinar, dóttur sinnar, á Gimli og manns hennar Guðmundar Hannessonar. Leið honum þar eins vel og mögulegt var. Hafði hann nálega til hins síðasta góða heilsu, þó blindur væri hann f jögur síðustu árin.— Afkomendur Jakobs eru á lífi, auk fjögurra barna hans, er nefnd hafa verið, fimtán barnabörn og tólf barnabarna börn. Jarðarförin fór fram með húskveðju á heimili þeirra Hannessons hjóna og með útfararathöfn í kirkju Gimlisaínaðar, undir umsjón Bardals, þ. 13. júní s. 1. Sá, er línur þessar ritar, flutti þar kveðjuorðin.— Jóh. B. Frá Seattle Wash. 16. júní, 1934. Snemma á þessu vori, virtist að hér í borginni væri ofurlítið að lifna með atvinnu, sérstaklega smiða og handverksmanna. Margir fóru að hressa upp á heimili sín, mála hús- in og spónleggja á ný, ásamt breyt- ingum og viðgerðum á þeim, sem komið var í vanrækt með að gera, en þoldi ekki lengri bið. Viðskifta- líf og flutningar, sérstaklega til sjávarsíðunnar, virtist einnig vera að örfast að mun. Þetta glæddi hjá mörgum von, að betri tímar væru þá í aðsigi, og alt færi að lagast, og vinnan að koma smátt og smátt til baka. En vonirnar brugðust, í svip að minsta kosti. Þann 9. maí s. 1. gerðu sambands- menn skipabryggjanna (The Long- shore Men’s Union) alment verk- fall sin á milli, sem staðið hefir yfir til þessa. Á slíkt verkfall ekki sinn lika á skipabryggjum Seattle-borgar, að tímalengdinni til; enda er það búið að valda miklu tjóni bæði til lands og sjávar. Það hefir stöðvað og haft lamandi áhrif á mörg önnur félög hér í borginni, slegið óhug á allar fyrirætlanir og hindrað verk- legar framkvæmdir og fyrirtæki, sem annars hefðu kunnað að þokast á- fram í endurreisnar áttina, ef verk- fall hefði ekki verið hafið. En eins og nú stendur, má eins vel búast við að öll verkamannafélög og ‘unions’’ i þessum bæ ætli sér að sigla í sama kjölfarið og uppskipunarmennirnir. Það þýðir ekkert að segja meira um þetta verkfall hér í þessari grein, því það er á allra vitund, að verk- fall þetta tók undir sig alla strönd- ina, frá Vancouver, B.C., til Mexico línunnar, strax i byrjun. Hvergi er neitt varanlegt samkomulag komið á enn, en skaðinn við það óútreikan- legur. En þrátt fyrir alt uppistand- ið, verður ekki annað sagt, að fólki hér líði yfirleitt heldur vel, þegar átt er við f jöldann. Vitanlega eru æfin- lega einhverjir í stærri bæjum, eins og þessum, sárt leiknir af ýmsum orsökum, sérstaklega á svona tím- um. En alment er heilsufarið gott, og veðráttan indæl, og hefir það hvorttveggja heilmikið að segja fyr- ir liðan fólks. Vitanlega gengur ekki alt upp í skipið fyrir flestum nú, hvað efni og inntektir snertir, sem ekki er heldur við að búast á slíkum timum. Auðvitað er þessi vellíðan fólks, sem hér er um að ræða, á nokkuð mismunandi hátt við það vanalega, og máske ekki öllutn sem geðfeldast, í það minsta þeitn, sem kjósa miklu fremur að vera sjálfbjarga, en upp á aðra komnir. En það verða þeir hinir sömu þó að sætta sig við nú, i þessum endalausa atvinnuskorti. Öllum, sem ekki hafa haft atvinnu í lengri tíð, og þeir eru margir enn, í þessari borg, er sem framast má, séð fyrir lifsviðurværi af stjórninni, svo enginn líði fyrir skort á því. Er þessi hjálp auðvitað stór þakkar- verð. En margir, sérstaklega þeir yngri, með fullu fjöri, mundu held- ur kjósa að slik hjálp mætti íara að taka enda, og aðrar leiðir að opnast til meiri velsæmdar og vellíðunar manna á meðal. Það mundi öllum vera geðfeldara og fyrir bestu. í miðjum maí s. 1., lést hér á einu sjúkrahúsi bæjarins, Jón Berg, húsa- smiður, um sextugt; einhleypur maður. Þjáður af sjúkleik lengi i síðustu tíð. Hann átti eina dóttur hér í Seattle. Þann 24. s. m. dó hér á Virginia Mason Hospital, Joseph J. Crawford, 46 ára, “Police Lieut- entn,” af hérlendum ættstofm : þjáð^ ist hann af nýrnaveiki í síðustu tíð en var ekki frá verki sínu nema rúm- an mánuð og fór þá á áðurnefnt hospital, fékk síðast “paralytic stroke” og raknaði ekki við úr því. C rawford var maðpr Salinar Jos- ephson (Lóa), dóttir þeirra hjóna Jóns Jósephssonar, nú látinn, og Ingibjargar Arngrímsdóttur (Jos- ephson) hér í bæ. Hjónabands tíð þeirra Crawfords var 14 ára. Varð ekki barna auðið. Hinn látni hafði verið í þjónustu lögreglunnar hér í borg í 21 ár samfleytt, og stóð til að verða kosinn yfir lögreglumaður, chief of police, af hinum nýja borg- arstjóra, Charles L. Smith, sem tók við embætti 5. þ.m., og þótti mikið til mansins koma, enda var hann hin gjörfulegasti ásýndum og álitin bezti drengur. Ekkjan, 4 bræður og ein systir, öll í Seattle, syrgja hinn látna. Ferðafólk: Snemma í Marz s.l. kom hingað íslenzkur trúboði frá Philipine-eyjum, Mr. Alex. Loptsön, hélt hann fyrirlestur í isl. lút. kirkj- unni og sýndi myndir af fólki og trúboðsstarfi sínu þar, um 6 ára þjónustu; var sýning sú hin allra bezta; myndirnar hreinar og skýrar og fyrirlesarinn útskýrði á mjög áheyrilegan hátt á góðu ensku máli. Að lokum sýndi Mr. Loptson glitofna dúka og skrautklæði, KAUPIÐ AVAL.T LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENBY AVENUE AND ARGYLE STREET. WLNNIPEG, MAN. PHONE 95 551. unnið í eyjunum. Maður þessi dvaldi hér um tíma í borginni hjá frændfólki sínu, Mr. og Mrs. George Brown, og er víst að uppruna Canada maður, frá Sas- katchewan. Annar maður var hér um sama leyti, í kynnisför til dóttur sinnar, búsettri hér, Ólafur Jónsson, frá Alberta, Canada. For hann víð- ar hér um ströndina í heimsókn til ættingja og vina, og dvaldi hér vest- ra um mánaðartíma. Sömuleiðis kom hingað til borgarinnar, þ. 2. þ. m., séra Erlingur Ólafssor., frá Juneau, Alaska, þar sem hann hefir verið þjónandi prestur tæp s.l. tvö ár. Kom kona hans með honum til Point Roberts, hvar hún dvelur hjá systur sinni, Mrs. Thorsteinsson. Séra Erlingur hefir tveggja mán- aða frí frá söfnuði sínum þar í Juneau. Þ. 23. s.l. fór héðan í heimsókn til sonar síns í Winnipeg, Mrs. Guðbjörg Kárason, hvar hún bjóst við að dvelja um tveggja mán. tíma; i för með henni var íslenzk kona og sonur hennar frá Blaine, Wash., er dvalið höfðu þar um hálfs árs tíma, og þ. 4. þ.m. tók einn af fyrstu infíýtjendum íslendinga til þessa bæjar (pioneer), Mr. Bogi Björnson, sér ferð til ættihgja og vina í N. Dakota, Manitoba og víðar um Canada, eftir 40 ára burtuveru frá þeim, altaf hér. Mr. Björnson er ekkjumaður og býr hér með dótt- ur sinni og fjórum sonum, alt risa vaxið fólk og vandað að karakter. Stúlkan hefir verið til nokkurra ára í þjónustu lögreglunnar hér (police woman) og rekur þá stöðu prýðilega eftir sögn. Piltarnir sumir hand- verksmenn og hinir uppskipunar- menn. Allir vinir og kunningjar Boga hér, voru glaðir að sjá hann taka sér þessa ferð á hendur, eftir 40 ára heimasetu, og báðu honum farar heilla og heillrar heimkomu aftur. Skólar og samkomur: I síðast- liðin 6 ár hefir lestrar fél. “Vestri” haldið hér uppi íslenzku kenslu á laugardögum, þriggja mánaða tíma hvern vetur. Árangur þeirrar kenslu virðist að vera sæmilega góður; 38 börn frá 6 til 12 ára sóttu skólann í vetur í fundarsal ísl. lút. kirkjunn- ar. Dr. J. Árnason var kosinn for- stöðumaður skólans í þetta sinn, en kona hans, frú Árnason, veitti kensluna í forföllum doktorsins, á- samt séra K. K. Ólafson og hans frú. Sömuleiðis veitti W. A. Al- bert kenslu í söng með aðstoð frú S. Benóní. Sumardaginn fyrsta höfðu þessi börn skemtisamkomu undir umsjón kennara þeirra í sam- komusal frjálslyndu kirkjunnar. Hafði Dr. Jón Árnason undirbúið ágætt prógram með aðstoð Mr. Alberts og fl. Var það hin ánægju- legasta slcemtun fyrir alla, sem heyrðu og sáu; leikir þeirra litlu, ramsögn og.söngur var til umskipta, og vakti alt sérstaka eftirtekt og gleði þeirra eldri að sjá hvað unga þjóðin gerði vel. Það er unaðsríkt að sjá börn koma fram á leiksviði, en það kostar oft mikla fyrirhöfn að búa þau undir það, og þeir sem að því vinna eiga stórar þakkir skil- ið. Hér er einnig talsvert mikið gert af því, af íslendingum, að kenna músík og framsögn. t langa tíð hefir Mrs. Karl Fredrick kent framsögn, og koma hennar nemend- ur i þeirri list, oft fram á okkar skemtisamkomum, sem er vanalega eitt af því bezta á skemtiskránni, og oft kemur Mr. Fredrick þar fram sjálf. Unfrú Victóría Pálmason hefir lagt sig mikið við því i seinni tíð að kenna piano spil. Sjálf er hún hátt standandi i þeirri list. I tvo s.l. vetur hefir hún boðið til “Complimentary Piano Recital” með nemendum sinum, og oftast haft góða aðsókn; þann 18. maí s.l. hafði hún recital með 15 nemendum sín- um, í Calvary kirkju okkar Islend- inga, fyrir fullu húsi; 16 stykki voru á flagskrá og voru öll prýðilega flutt. Margt af annara þjóða fólki var þarna viðstatt, því ungfrúin kennir eins börnum þess sem íslend- inga. Mörn Mr. og Mrs. Pálma- sons, 5, eru öll músikölsk og söng- hneigð; yngri drengurinn, Edward, er fyrirtaks söngmaður, orðin um 20 ára að aldri, en eldri bróðurinn, \ ictor, er að verða frægur fíólínisti. Sókt er oft eftir þessum þremur nafngreindu systkinum til að singja og spila i kirkjum borgarinnar og öðrum samkomustöðum. Ferming 10 barna og altarisganga, 32, eða sem næst því, framkvæmd; séra Kristinn hér þ. 13. maí, og næsta dag var haldinn safnaðarfundur (auka- fundur við ársfund). I orði var þá að prestur okkar færi bráðlega austur til Canada, og þjónaði söfn- uðum í vatna bygðunum í Sas- katchewan, nokkra mánuði, kom því söfnuðinum saman um á þessum fundi að hafa aungva stöðuga prest- þjónustu hér um sumar tíman, með því líka að hann fann sér ekki kleyft að borga presti launin fyrir óákveð- in tíma, heldur reyna að halda í kirkjuna, sem stór skuld er á móti. Hin langvinna kreppa, hefir sorfið svo að þessum söfnuði að fólk veit naumast livað það á að gera, samt réði fundurinn til þess að halda safnaðarstarfinu í horfið eftir föng- um. Seytjándi maí s. 1. var stór dagur hjá Norðmönnum í þessari borg héldu þeir þá i fertugasta og fimta sinn hér sina frelsis hátið í minn- ing um heima þjóðina og sjálfstjórn hennar. Samkomustaður þeirra í ár var ‘Civic Auditorium.” Pró- gram var þar gott og fjölbreytt og stóð yfir í tvo og hálfan klukkutíma. Aðalræðumaður dagsins var þó ís- lendingur, en íslendingar og Norð- menn eru nokkuð það sama, segja sumir. Séra Kristinn hélt þar snjalla ræðu fyrir þrjú þúsund á- heyrendum er fékk ágætan róm. Otdráttur úr grein ritstjóra Wash- ington Posten, gefið út í þessum bæ, um ræðu séra K. K. Ó., er sem fylg- ir: Séra Kristinn K. Ólafson, sem kynt hefir sig meðal norðmanna i þessum bæ sem frægur mannfunda ræðumaður (folke taler),svar okkar val fyrir aðal ræðumann í þetta sinn. Ræðumaður flutti kveðju frá sonum og dætrum Noregs sem á ís- landi búa, og sem enn í dag eru jafn upp með sér að að vera þeirra af- komendur og þeir vóru fyrir þús- und árum síðan. Margt fleira tal- aði hann í garð hinna mörgu sona og dætra Noregs í þessu landi og minti á rækt þá og kærleika er þeir ávalt höfðu sýnt fósturjörðinni, og aftur á hinn bóginn hvað gamla laddið ‘Norge’ hefði lagt heiminum og sérstaklega þessu landi marga góða sonu og dætur, og hér hefði hið norska fólk reynst á meðal beztu borgara í sínum nýju heimkynnum þessa lands,” o.s.frv., ( Næsta dag þ. 18. maí lagði séra Kristinn á stað til Canada, bjóst hann ekki við að koma til baka fyr en með haustinu. Familía hans er öll hér. Páll sonur þeirra hjóna, sem verið hefir á Firland Hospital (Sanatóríum) hátt upp í 2 ár, er sagður á góðum bata vegi. H. Th. Ferhendur Heima á frónsku feðraláði, fyrrum man eg vorin blíð; vall þá spói og votu spáði veðri upp í f jallsins hlíð. Valur í ströngu vanur að stýra vængjum fjalls að siðunni. Svanir löngum sungu dýra sálma í veðurblíðunni. Á feðragrund í fyrri daga fé var beitt um braunið grýtt. Yar þá oft um vötn og haga vængjablak að heyra títt. M. Ingimarsson. TALA DÝRIN SIN A MILLI? Maður, sem dvalið hefir í Vest- urheimi, segir þannig frá: Fyrir nærri 40 árum síðan dvaldi eg um hríð í norðurhluta Minnesota í Bandaríkjunum. Héraðið var þá enn strjálbygt, bændur fluttir þang- að fyrir skömmu og frumbýlings- háttur á flestu, enda áttu fæstir þeirra lönd þau, sem þeir höfðu tek- ið til ræktunar. Skóglendi var þar nokkurt, aðallega lauf- og barrskóg- ar, og dýralíf fjölbreytt. Þá kom fyrir atvik í námunda við eitt af þessum nýbýlum, er þótti all-merkilegt. Vormorgun einn sást rádýrshind rölta fram hjá fjósinu, og fór ekki dult, að eitthvað meira en lítið mundi ganga að henni, enda komst hún að- eins fáa faðma, og þar bar hún kálfi sínum. Frumbýlingurinn, sem á þetta horfði, sá að kálfurinn gat ekki svona nýborinn, risið á legg, gekk því þangað, bar kálfinn inn i fjós, en hindin hvarf í skóginn. En hugsið ykkur undrun manns- ins, þegar hindin. móðir kálfsins, kemur tveimur stundum síðar, og í fylgd með henni tveir hirtir, er tóku að róta upp jörðinni og öskra af öllum mætti utan við fjósdyrnar. Létu þeir ekki af þeim látum, fyr en frumbýlingurinft sótti kálfinn og slepti honum til móðurinnar, enda gat hann þá staðið og fylgst með henni. Eftir augnablik var svo öll hersingin horfin inn i skóginn. Er ekki þetta litla atvik óræk sönnun þess, að dýrin geta gert sig skiljanleg hvert fyrir öðru? (Sænski Dýravinurinn) —Dýra verndari n n. MÝS FLYTJA PLÖGG SIN YFIR VATN I Fnjóskadal nyðra var maður, sem Guðmundur hét, og átti heima á NUGA-TONE STYRKIR LÍFFÆRIN Séi: líffæri yðar lömuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NUGA- TONE. pað hefir hjálpað mljónum manna og kvenna í síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll líffærin. Alt lasburða fólk ætti að nota^NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. Végeirsstöðum. Einu sinni um vor, er hann stóð yfir kindum, sá hann það, er hann undraði mjög. Þetta var um það bil, er snjór var í leys- ingu, og var hann að mestu leystur þar um slóðir. Þar nærri var löng læna og djúp, sem snjór hafði legið i, og var nú full af vatni. Hann sér þá, hvar tvær mýs koina og roguð- ust þær með fýsisvepp á milli sín. \'ar hann fullur af muðlingum, sem mýsnar auðsjáanlega höfðu tínt i hann sumarið áður. Þegar mýsnar komu að lænunni með vatninu, settu þær fýsisveppinn niður, tóku þurt og skinið kúahlass og ýttu því út á vatnið, settii á það fýsisveppinn og gengu svo sjálfar á hlassið á eftir. Reru þær svo ineð hölunum og létu hlassið á þann hátt bera sig með ferðapoka sinn yfir vatnið. Og sá Guðmundur það seinast til þeirra, að þær komust heilu og höldnu með farangur sinn yfir vatnið.— —Dýraverndarinn. RF.IPTOG fór fram milli hermanna af brezka herskipinu, sem hér dvelur nú og nokkurra lögregluþjóna á fþrótta- vellinum í gærkveldi. Var reynt i þremur atrennum. Unnu Islending- ar eina, en Englendingar tvær. Leyndi það sér ekki að lögreglu- inennina skorti mjög leikni og æf- ingu í þessari iþrótt á við Englend- ingana, en kraftar mun þá ekki hafa skort.—N. dagbl. 5. júní. j INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS • Arras, B. C Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash ! Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask ...» J. G. Stephanson ! Darwin, P.O., Man Edinburg, N. Dakota.... Elfros, Sask .. Goodmundson, Mrs. J. Hi Garðar, N. Dakota • ■ Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota Hayland, P.O., Man Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Húsavík, Man Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man Leslie, Sask • Lundár, Man Markerville, Alta Minneota, Minn ! Mountain. N. Dakota... Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Seattle, Wash T. T. Middal Selkirk, Man Siglunes, P.O., Man. .. ! Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C • Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man.. Winnipegosis, Man Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.