Lögberg - 28.06.1934, Qupperneq 8
8
LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 28. JÚNÍ, 1934
Úr bœnum og grendinni
G. T. spil og dans, verÖur hald-
iÖ á föstudaginn i þessari viku og
þriÖjudaginn í næstu viku i I.O.G.T.
húsinu á Sargent Ave. Byrjar
stundvíslega kl. 8.30 að kvöldinu.
1. verðlaun $15.00 og átta verð-
laun veitt, þar að auki. Ágætir
hljóðfæraflokkar leika fyrir dans-
inum.—Lofthreinsunartæki af allra
nýjustu gerð eru í byggingunni. —
Inngangur 25C.—Allir velkomnir.
Skuldar-fundur í kvöld (fimiu-
dag)
Sigurður Skagfield, söngvari, fór
af stað til Evrópu á mánudagskveld-
ið. Hann hefir dvalið hér vestra í
ein þrjú ár og heimsótt margar bygð-
ir íslendinga. Hafa margir orðið
hrífnir af söng hans og munu þeir
allir sakna þess að hann er nú far-
inn.
Svanhvít Jóhannesson kunngjörir
að hún hefir fengið leyfi til að flytja
mál fyrir hærri réttum (admitted to
the Bar). Hún tekur að sér hvaða
lögfræðisstöf sem er eftir 1. júlí.
Skrifstofa hennar verður eins og
áður að 609 McArthur Building
með McMurray and Greschuk.
I æfiminningu Hallfríðar Ólafíu
Johnson, í síðasta blaði, er sagt að
móðir hennar hafi verið Kristín
Sigurðardóttir. Þetta er ekki rétt,
á að vera Kristín Jónsdóttir. Einnig
stendur að Stefán Þorlákur, sonur
Guðjóns Johnson, búi að Maitland,
Man., á að vera Maidstone, Sask.
Samkoma, til arðs fyrir Jóns
Bjarnasonar skóla verður haldin í
Gimli Hall föstudaginn 6. júh' kl. 9.
e. h. Estelle Reid verður var með
flokk sinn, sem skemtir með dansi,
söng og allskyns íþróttum. Inngang-
ur fyrir fullorðna 35C og fyrir börn
15C. Dans á eftir — Gimli Old-time
Orchestra.
ÆTTATÖLUR
peir menn og konur, sem af Is-
lenzku bergi eru brotnir geta
fengið samda ættartölu sina gegn
sanngjörnum ömakslaunum meö
pvf að leita til mín um það.
OUNNAR pORSTEINSSON
Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar
heldur fund í samkomusal kirkjunn-
ar í dag (fimtudag) kl. 3 e. h.
Mr. og Mrs. A. C. Johnson og
sonur þeirra, A. V. Johnson tann-
læknir, lögðu af stað í skemtiferð
til Calgary, Alta., fyrir helgina.
Mrs. Th. H. Johnson lagði af
stað fyrir nokkru í skemtiferð til
Toronto, New York og Madison,
Wis., þar sem vinir hennar og kunn-
ingjar búa.
Miss Margrét Björnson, dóttir
Ólafs Björnsonar læknis, er farin
til Hartford, Con., í heimsókn til
móðursystur sinnar, sem þar býr.
Mr. Gísli Ólafsson frá Morden,
Man., er staddur í bænum þessa
daga.
Dr. Rögnvaldur Pétursson fór af
stað til íslands á mánudagskveldið.
Hann býst við að dvelja heima nokk-
urn tíma. Einnig ætlar hann sér
að sitja þing Únítara, sem haldið
verður í Kaupmannahöfn í júlí.
Hann kemur aftur til Winnipeg í
haust.
Mannalát
Á laugardaginn 23. júní s. 1. lézt
að Árborg, Man., Sigurður Eiríks-
son Hólm, 63 ára að aldri. Hinn
látni skilur eftir konu sína Guðrúnu
og f jögur börn. Hann var jarðsung-
inn í Árborg á miðvikudaginn af
séra Sigurði Ólafssyni.
What are you going to do when
school is over?
Have you thought of taking a
Commercial Course?
The Columbia Press, Limited, can
place you with any of the following
Commercial Schools of the city.
SUCCESS BUSINESS COLLEGE
DOMINION BUSINESS COLLEGE
ANGUS SCHOOL OF COMMERCE
HOOD BUSINESS COLLEGE
Come in and talk this over with
us for it will be to your advantage
to consult us.
We are offering you a discount of
25% of the regular tuition fee.
The Columbia Press Limited
695 Sargent Ave.
Winnipeg, Man.
Messuboð
FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA
Guðsþjónustur næsta sunnudag,
1. júli, verða með venjúlegum hætti;
ensk messa kl. 11 f. h. og íslenzk
messa kl. 7 að kveldi.
Guðsþjónustur í Vatnabygðum
sunnudaginn 1. júli: í Elfros kl. 10
f. h.; í Wynyard kl. 2 e. h.; i Mozart
kl. 4 e. h., og kl. 7.30 e. h. í Kanda-
har. íslenzk guðsþjónusta í Mozart,
en hinar á ensku. — K. K. Ólafson.
Guðsþjónustur boðast hér með í
kirkju Btetel-safnaðar sunnudaginn
1. júlí og við Amaranth þ. 8. sama
mánaðar. Verð eg tilbúinn að taka
fólk til altaris og vinna önnur störf.
Mig langar til þess að fá að sjá
sem flesta við guðsþjónustur þessar.
—Y. 5. C.
Messuboð í Lundar og Lúters söfn.
Guðsþjónusta í Lúters söfn. kl.
2 e. h., surfnud. 1. júlí og í Lundar
söfn. kl. 8 e. h.
Ferming og altarisganga í Lundar
söfn., sunnud. 8. júlí kl. 2 e. h.
Jóhanri Fredriksson.
Aœtlaðar messur í júlímánuði:
1. júlí, Hnausa, kl. 2 síðd. (altaris-
ganga; 1. júlí, Riverton, kl. 8 síðd.;
8. júlí, Árborg, kl. 11 árd.; 8. júlí,
Framnes, kl. 2 síðd.; 8. júlí, Geysir,
kl. 8.45 síðd.; 15. júlí, Riverton, kl.
11 árd.; 15. júlí, Víðir, kl. 8.45
síðd.; 22. júlí, Árborg, kl. 11. árd.;
22 júlí, Riverton, kl. 2 síðd.; 22.
júli, Geysir, kl. 8.45 siðd.; 29. júlí,
Hnausa, kl. 11 árd.; 29. júlí Geysir,
kl. 2 siðd.; 29. júli, Árbbrg, kl. 7
siðd. 5". Ó. .
Messur í prestakalli séra Guðm.
P. Johnson verða sem hér segir:—
Sunnudaginn 1. júlí í Foam Lake
söfnuði; sunnudaginn 8. júlí í West-
side skóla; sunnudaginn 15. júlí í
Hallgrímssöfnuði, Hólar; sunnu-
daginn 22. júlí í Kristness skóla.
Messað verður i kirkju Melankton
safn. að Upham, N. Dak., sunnud.
þ. 1. júlí n. k., kl. 1 e h Séra Bjarni
A. Bjarnason prédikar. Allir boðn-
ir og velkomnir.
Sunnudaginn 1. júlí messar séra
H. Sigmar í Gardar kl. 11; í Ey-
ford kl. 3 og Mountain kl. 8. Sama
sunnudag messar séra Steingrímur
Thorlakson i Vídalíns kirkju kl. 11
f. h. og í Péturs kirkju kl. 3.
The Watch Shop
Diamonds - Watches - Jewelry
Marriage Licenses Issued
THORLAKSON & BALDWIN
Watchmakers & Jewellers
699 SARGENT AVE., WPG.
KOMIÐ TIL OKKAR
Góðir, ootaðir, Bílar
Við höfum mikið úrval með
lágu verði.
Chevrolet of Oldsmobile
umboðsmenn.
CONSOLIDATED MOTORS LTD
235 MAIN ST., Sími 92 716
Moldi
(Framþ. frá bls. 2)
það var hversu hann var minnugur
á áningarstaði. Það vildi oft til, að
hann tók af mér ráðin og þaut út úr
götunni, þegar hann sá staði, þar sem
við höfðum áð einhverntíma fyrir
mörgum árum.
Alloft hefir það legið við borð,
að við Moldi brytum í okkur beinin,
því að klárinn fór svo að segja á
hvað sem var, og stundum sá hvor-
ugur torfærurnar fyr e'n um seinan.
Þá var það venjulega eina ráðið að
renna sér yfir ef unt var, og á þeim
stundum vórum við áreiðanlega
samhuga. Moldi var líka snillingur
að stökkva. Því miður hefi eg aldrei
mælt langstökk hans. Eg heyrði
sagt að það hefði verið mælt einu
sinni af mönnum, sem sáu til okk-
ar álengdar, en ekki vissi eg hvað
það reyndist. Oft kom mér það vel,
að Moldi var áræðinn. Man eg ein-
kannlega eftir einu atviki í því efni.
Eg var á ferð ofan úr Mývatnssveit
ásamt fleirum. Það var sumarið
1919. Við riðum norður frá Hellu-
vaði. Það var á dálitlum kafla upp-
hlaðinn vegur, nýlegur, og lá þráð-
beint norður og var töluvert undan-
hald. Moldi var glöggur á góðan
veg, og þarna kom okkur saman um
stökkið. Samferðamennirnir voru
alllangt á eftir. Þegar spretturinn
mundi um það hálfnaður komum
við að opnu ræsi, sem lá þvert yfir
veginn, og voru veggir hlaðnir úr
grjóti. Kastið var svo mikið á hest-
inum, að nú varð að fara, sem fara
vildi. Allra snöggvast lagði klárinn
sig hér um bil niður að jörðu, en
hóf sig upp á augabragði og tókst
þá á loft. Auðvitað flaug hann yfir
og kom hvergi nærri ræsinu. Hefði
Moldi stöðvað sig á ræsisbrúninni,
þá hefði eg líklega háttað þarna hjá
steinunum og samleið okkar lokið
að fullu.
Tvisvar hefir Moldi runnið í leir-
flögum að haustlagi. 1 bæði skiftin
á harða stökki. Þá hefi eg kastast
langt fram af honum. Einu sinni
hljóp hann með mig á kaf í dý. Það
þótti mér ilt, þvi að þar var nóg
rúm fyrir okkur báða. í fjórða
skifti var hann á harða stökki með
mig í þýfðum viðarmó. Það var
snemma að vorlagi. Þá varð alt í
einu heldur rótlítið undir framfót-
unum og er ekki að orðlengia það,
að klárinn steyptist þarna. Þá
hrökk reiðinn í sundur og gjörðin
líka, og mér sýndist fljúga stór
hrafn fyrir ofan mig í loftinu, en
það var aðeins hnakkurirtn. Þegar
eg leit svo upp aftur, þá var klár-
inn þotinn sína leið með beizlistaum-
inn uppi á makkanum. Það, sem
hjálpaði mér ætíð, þegar svona vildi
til, var það, hvað Moldi var með af-
brigðum líkamaléttur, jafn knár
hestur. Þess vegna var fallið alt
af svo létt.
Aldrei hefi eg lánað Molda—þar
hefi eg staðist allar freistingar—og
örsjaldan hefi eg lofað manni á bak
honum, án þess að eg vissi annað, en
það væri alveg óhætt. Enda hefir
hann aldrei orðið valdur að slysi.
Þó lá nærri einu sinni, og þá yfir-
sást mér illa, því að eg lofaði dreng
um fermingu á bak Molda berbak-
aðan. Það endaði með því, að klár-
inn hristi drenginn af sér, en ekki
urðu meiðslin alvarleg, sem betur
fór.
Einu sinni var Moldi á harða
stökki með mig, og þá varð alt í
einu kind fram undan á veginum.
Það var svo sem ekki um annað að
gera, en að láta hann stökkva yfir
hana, og það tókst líka ákjósanlega.
Eins og áður er sagt, þá hefir
Moldi verið alla æfi sína mjög
styggur. Og það, sem verst var,
að hann forðaðist alt aðhald og alla
mannabústaði. Eg muridi ekki ná
honum frekar en aðrir, nema vegna
þess, að eg þekki hann betur. Þó
hefir hann alt af gert þann mun á
mér og öðrum, að hann lofar mér
Jakob F. Bjarnason
TRANSFER
Annast sreiBlega um alt, tem «6
flutnlmrum lýtur, amáum »8a irtrtr-
um. Hvergrt aanngjamaxa ver8
Heimill: 762 VICTOR STRKET
Slmi: 24 S00
að ná sér, ef hann er með hnakk og
beizli. Lofi hann öðrum það, þá
er það fyrir eitthvað sérstakt. Oft
hefir mér gramist óþægðin í Molda,
en oft hefir mér líka þótt vænt um
hana. Einu sinni bar svo við, að
handsamá átti hann á öðrum bæ, á-
samt fleiri hestum. Hestarnir voru
reknir inn í túngirðingu, og þar var
krept að þeim í kröppu horni. Náð-
ust þeir undir eins allir nema Moldi.
Nú var þrengt að honum með hin-
um hestunum og gættu þeirra þrír
menn, en sá fjórði tók að sér að
læðast að Molda. Við svona tæki-
færi var Moldi jafnan mjög otur-
eygður og svo reistur, að hann sýnd-
ist nærri hálfu hærri en hann var í
raun og veru. Það var þá líkast því,
sem hann logaði allur innan. Nú er
að segja frá manninum, að hann
stekkur í faxið, þegar hann sér sér
færi, en þá stóð ekki á sveiflunni,
og skifti engum togum, að maðurinn
lá á vellinum eins langur og hann
var. Rauf klárinn síðan fylkinguna
í einni svipan og slapp í heiðina.
Maður þessi er hinn mesti liðleika-
maður, stór og handsterkur. Hann
á heima í Húsavík og heitir Helgi
Flóventsson. Moldi hefir aldrei ver-
ið tekinn með valdi. En við það hefi
eg ekki getað ráðið á ferðalögum,
að menn hafi stokkið í faxið á hon-
um, og hefir þá alt af farið á sömu
leið fyrir þeim og Helga.
Hafi stallbræður Molda eitthvað
viljað áreita hann, þá er þar svipað
um að segja, og aldrei hefi eg séð
nokkurn bera hærri hlut, en aftur á
móti séð marga fá illa útreið. Einu
sinni varð eg t. d. að hjálpa hesti,
sem eg gat ekki betur séð en Moldi
væri að bíta á barkann. Þeir voru
heima á túni, tveir einir, og sinn-
aðist eitthvað. Hinn hesturinn var
jarpur að lit og hét Blakkur, rosk-
inn dugnaðarklár, sem mótbýlis-
maður minn átti. Alt í einu berast
óhljóð mikil heim á hlaðið og sé eg
þá að klárarnir eru komnir í hár
saman og bítast af miklum móði.
Þetta var í brekku. Nú rísa þeir
hvor á móti öðrum og lenti Blakkur
í hallanum og steypir Moldi honum
þarna aftur á bak, og kemur Blakk-
ur niður á hrygginn. Lýtur Moldi
þá niður að honum og bítur um
barkann. Þá hljóp eg til og bjargaði
klárnum á fætur, en þá var Moldi
svo reiður orðinn, að hann þreif
kjaftfylli sína í vangann á Blakk,
sem hrein við hátt, og tók á rás sem
harðast, en Moldi fylgdi honum
eftir og slepti ekki takinu.
Þegar hér er komið sögunni þá
áttum við Moldi heima á Héðins-
höfða á Tjörnesi. Þar eru góðir
vetrarhagar fyrir hesta, og er þar
oft margt af gönguhestum. Vetur-
inn 1926-27 gengu þar þrír hestar
alveg af, nema hvað eg tók af þeim
það allra versta og gaf þeim þá
stundum tuggu. Gerði eg það vegna
hestanna en ekki eigandans. Moldi
hefir stundum gengið fram að há-
tíðum, en heim leitaði hann jafnan
þegar harðnaði um. Oft kemur það
fyrir þegar hart er nokkuð, skyrðir
og lækir uppbólgnir og svellað yfir,
að Moldi er kominn einn þangað í
hagann, sem bezt er, og hefir þá
félaga hans brostið áræði til þess að
fylgja honum. Oft hefi eg líka tek-
ið eftir þvi, þegar betri er tíð, að
ef hestaflotinn færir sig eitthvað til,
þá er Moldi ætíð fyrstur af stað.
Sama er á sumrin í heiðahögunum,
en þá er ungviðið oft óhlýðið og fer
í aðra átt, en Moldi vill. Þá stendur
hann oft lengi og biður.
Sjaldan hefi eg orðið þess var að
Moldi væri næmur á veðurbreyting-
Sendið áskriftargjald yðar
fyrir “The New World,” mán-
aðarrit til eflingar stefnu
Co-operative Commonwealth
Federation í Canada.
Aðeins EINN dollar á ári
sent póstfrítt
Útgefendur
The New World
1452 ROSS AVE.
Winipeg, Manitoba
ar, og þó mun svo vera. A. m. k.
tók eg einu sinni greinilega eftir
því, að hann vissi á sig vont veður.
Það var einn dag í góðu veðri og
góðri tíð, aðeins seinna en um miðj-
an dag, að Moldi, sem annars er alt
annað en hússækinn, kemur heim úr
haganum, og var með honum hest-
uririn, sem hýstur var í sama húsi.
Moldi rölti heim að húsi sínu og inn
og hinn á eftir. Eg lét þá sjálfráða
og fór að smala fé mínu, en rétt
þegar eg er kominn af stað, þá skell-
ur yfir illviðri og man eg að eg
blotnaði svikalaust. , ,
Ætla eg nú ekki að segja fleira af
Molda í þetta sinn, þó að margt rif j-
ist upp þennan daginn, sem eg verð
að láta ósagt. Hann er nú orðinn
grár fyrir hærum, en skapið er hið
sama, þegar því er að skifta. Að
visu sýnist mér vera að koma í augu
hans eitthvert vonleysi, en þó ber
hann ellina vel. Líklega er hann
farinn að finna tökin hennar, en er
i vafa um, að sér takist að fleygja
henni á völlinn, eins og Helga forð-
um.
Elli gamla er handsterk og missir
aldrei af taki sínu, enda mun hún
verða hlutskarpari en allir aðtir,
sem stokkið hafa í faxið á Molda
mínum. En illa man eg honum þá
marga yndisstund, ef eg * læt Elli
leika hann hart.
Óskar Stefánsson,
frá Kaldbak.
—Dýraverndarinn.
“Enginn er of gamall til að læra
—ncma hann sé innan við tvítugs
aldur.”
Þetta er það merkasta
Byrjar 4 fimtudaginn hjá
FIRTH BROS. LTD.
Beztu Flannels—2 og 3 pc. léttar
yfirhafnir.
Ágæt Tweeds—hundrað mismun-
andi efni og litir.
Tilsniðin
$19.50 til $24.50
Karlmannaföt með tvennum
buxum
$30 til $35, afbragðs góð föt, nýj-
asta snið. Sparið yfir $10.00.
Hvað mikið sem þið hafið að gera
PU takið ykkur tlma til að heim-
sækja okkur. p& getið þið sann-
færst um það að engir hafa betra
að bjóða.
14 geymdir fatnaðir þessa viku,
Verð $15.00
Buxur við gömlu fötin $5.75
og yfir.
Firth Bros. Ltd.
41714 PORTAGE AVE.
Gegnt Power Bldg.
ROY TOBEY, Manager.
Talslmi 22 282
224 NOTRE DAME AVE.
Winnipeg, Man.
Phonb 96 647
MEYERS STUDI0S
LIMITED
Largest Photographic Organiza-
tion in Canada.
STUDI0 PORTRAITS
C0MMERCIAL PH0T0S
Family Groups and Children
a Specialty
Open Evenings by Appointment
LAFAYETTE H0LLYW00D
Studios Studios
t89 PORTAGE Av. SASKATOON
Winnipeg, Man. Sask.
We SpeciaUze in Amateur
Developing and Printinp
Porflii
Þér fáið aldrei betri fata-
hreinsun fyrir jafn litla pen-
inga, eins og hjá PERTH’S
Smá viðgerðir ókeypis—öll
föt ábyrgst gegn skemdum,
Fötin sótt til yðar og skilað
aftur. Sanngjarnt verð. Alt
þetta styður að því að gera
PERTH’S beztu fatahreinsun-
arstofuna.
• • •
482 & 484 PORTAGE AVE.
Sími 37 266
P.O. Box 608
Reykjavík, Iceland.
10 Þing Bandalags lúterskra
kvenna
verður haldið að BALDUR og GRUND, Manitoba
dagana 6., 7. og 8. JÚLÍ, 1934
Þingstörf byrja kl. io f. h., 6. júlí. Tekið verður á móti skýrsl-
um framkvæmdarnefndar og erindreka og nýjum meðlimum.
KI. 2 e. h.—Erindi flyturMrs. V. Bljarnason, Langruth, Man.,
“Gildi samvinnunnar.”
Kl. 8 e. h.—Erindi flytur Miss Svanhvít Johannesson, L.L.B.,
Wínnipeg, Man., “Of eða van” — Erindi flytur
Mrs. O. Stephensen, Winnipeg, Man., “Friðarmál.”
Laugardaginn 7. júlí, á Grund, Man.
Kl. 10 f. h.—Starfsfundur.
Kl. 2 e. h.—Erindi flytur Mrs. S. Olafson, Árborg, Man.
Kl. 8 e. h.—Erindi samið af Mrs. Dora Lewis, Seattle, Wash.
—Erindi flytur Dr. D. A. Stewart, Ninette, Man.
Á öllum fundum nema morgun-fundunum fer fram söngur og
hljóðfærasláttur. — Sameiginleg guðsþjónusta í Kirkju Frelsis
safnaðar kl. n f. h., sunnudaginn 8. júlí.
^^ll^llln^l)lllllllllnllllllll■^IlIllg^Hl^Hllll^lllllllnllllll«llllllll^lllllllllllllllllllllllllllllnlllIlllllllllllllllllllBB^^lllH^llnlll^ln^lllllnllllllllll^lnl^nmlffillnlllllll[llllllllllnnlnll^^lllml[^llllln[llllllIlll^l^lll^lllll^ll^lllllll^lllllllllllllllnll^lll1lnl[l1^lllMllll[ll^l1lllmm[ll|l^lllI)ll|l|llllll|||l|llll^
I THOSE WHOM WE SERVE |
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING §|
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS =
BECAUSE—
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV-
INQ, PRINTING ANI) PUBUSHING IS PART OF
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER
WE DELIVER.
I COLUMBIA PRESS LIMITED
695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327