Lögberg - 19.07.1934, Page 3

Lögberg - 19.07.1934, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚLT, 1934 3 SOLSKIN Sérstök deild i blaðinu fyrir börn og unglinga Hún mamma Hún mamma! Er guðsríkisgatan á jörð, sem greiÖir úr vanda, þá neyðin er hörð. Hún mámma er vitur, hún velur að kynna mér alt sem er göfugt og gott, hún gleðst er það frækorn ber tal- andi vott, að verk hennar vinur einn telur. Hún mamma er vissasti vörðurinn minn, hún vakir og hugsar um barnungann sinn. Ó,mamma! Eitt má eg þó segja, að borga þér aftur alt annríki þitt er ákveðið helgasta lífsstarfið mitt, svo hjá mér þú helst vildir deyja. B. J. Hornfjörð. Æskan Hcyrið hvað merkur blaðamaður segir um æskuna. (Þýtt úr Intern. G. T.) “Æskan er ekkert sérstakt timabil í æfi manns; hún er hugarástand. Hún opinberast ekki sérstaklega í rjóðum kinnum, rauðum vörum eða liðugum hnjáliðum. Hún birtist í viljanum, ímyndunaraflinu, í afli til- finningaseminnar. Hún er endur- ynging lifsupprunans. Æskan er lyndisfarsleg yfirráð yfir þróttleysi i framsóknarþrá og löngun að eiga náðuga daga. Sliks lundarfars verður oft vart hjá mönnum um sextugt ffemur en hjá drengjum um tvítugt. Enginn verð- ur gamall aðeins fyrir árafjöldann. Vér verðum gamlir af þvi að yfir- gefa hugsjónir vorar. í djúpi hjarta þíns og míns er virlaus mót- tökustöð. Eins lengi og hún með- tekur skeyti fegurðar, vonar, gleði, hugrekkis og afls frá mönnum og frá almættinu, svo lengi erum vér ung.” Vissulega getur bindindisfélags- skapur hjálpað þér til að vernda þessa virkilegu æsku. Og þegar þú hefir kosið þetta fyrir sjálfan þig, munt þú finna það skyldu þína að hjálpa öðrum til að njóta þess sama. Ef hvert ykkar gerir sitt bezta, þá er sigur vis, og stór hópur af ung- um drengjum og stúlkum boðin vel- komin í unglingafélög Goodtempl- ara. S. B. B. Skuggi vanrækslunnar (Framh.) “Jú, Ljótunn mín, að sönnu er eg nú það. En þú mátt ekki tala glott- andi um þetta hraparlega tilfelli.” “Nú, hvað svo sem annað. Eg reyni alt sem eg get að gráta við jarðarförina, af því eg sþori eklci annað; en er það ekki voðalegt að þurfa að hræsna svona fyrir henni móður sinni, með að reyna að gráta þegar hún grætur? Og liklega má eg til að hafa rennandi blautan vasa- klútinn minn, svo hún sjái að tárin komi einhversstaðar frá, Já, en að sjá karlinn með annað augað harð- lokað en hitt galopið glóðarauga, eins og í draug. Læknirinn segir að hann hafi fengið krampa þegar hann var að deyja, þessvegna sé ekki hægt að loka öðru auganu. En góða Sigga mín, þú mátt ekki halda að eg sé tilfinningarlaus, þó að eg tali svona; eg bara segi alt eins og mér dettur í hug, við þig, af því þú vissir hvað karlinn var vondur við mig; eg vona að hann sæki ekki að mér í draurni.” “Vertu ekki að þessu rugli, Ljót- unn mín,” sagði Sigga brosandi. “Þú þarft ekki að vera hrædd við neina drauga, þeir eru ekki til, í þeim skilningi, sem fólk heldur. En nú ætla eg heim, því mér er hálf ilt fyrir hjartanu, eins og vant er, þeg- ar mér verður snögglega bylt við.” “Blessuð Sigga mín, fyrirgefðu mér. Eg ætlaði ekki að gera þér ilt við. Ó, þú mátt ekki deyja, þá verð eg svo einmanaleg; þú verður að reyna að lifa fyrir mig. Sigga min. Viltu gera það ?” “Já, Ljótunn mín. það skal eg reyna, því þú hefir verið eini sólar- geislinn minn síðan við þektumst. Nú er mamma að kalla á mig: vertu sæl, Ljótunn mín.” Og þær tókust innilega í hendur og hurfu svo sín í hvora áttina. Eftir þrjá daga fór jarðarförin hans Gísla gamla fram, og var frem- ur fámenn, því fáir syrgja þann, sem lifir aðeins nautnalífi fyrir sjálfan sig. En Snjólaug móðir Ljótunnar syrgði þó eiginmann sinn. einlæglega, af því henni þótti vænt um hann, þrátt fyrir alla hans breytni við hana, enda hafði hann til góða parta, þótt þeirra gætti litið vegna óreglunnar, sem var honum svo eðlileg. Sjö mánuðum eftir að þessi at- burður skeði kom Ljótunn að Gerði og var hennar raunalega erindi að kveðja Siggu stöllu sina. Nú var enginn gleðisvipur sjáanlegur á and- liti hennar, heldur fvltust fallegu, brúnu augun tárum og hún átti bágt með að tala. “Svona er þá heimurinn grimm- úðugur, Sigga min, nú er hann að skilja okkur fyrir fult og alt, lík- lega. Mamma og eg erum að leggja upp á morgun, í aðra sveit, og eig- um að verða vinnukonur,—hugsaðu þér hana móður mína vinnukonu, sem verður að hlýða skipunum hús- bændanna. Eg held hún deyi af þeirri niðurlægingu. En við erum allslausar. Ó-já. ólánið, sem karl- inn flutti inn á heimli okkar mömmu sýnist ætla að fylgja okkur eftir, þó hann sé dauður. En elsku Sigga mín, eg ætla að biðja um levfi að mega koma að sjá þig að ári. og þú mátt ekki gleyma að skrifa mér um alt, sem skeður. Og bráðum verð- um við stórar, og þá skeður margt.” V esalings olnbogabarnið hún Sigga gat ekkert sagt, en hné grát- andi í faðm stallsystur sinnar, sem hún svo kallaði. Var þetta ekki óttalegt; nú átti að svifta hana einu manneskjunni, sem að elskaði hana. Henni fanst að Guð hefði átt að vera mildari en þetta, að taka Ljótunni svona langt i burtu frá sér. “Þú mátt ekki kenna Guði um það, Sigga min, það var ekki nokk- ur Guð til í karlinum, sem lagði á okkur þessa fátækt. Nei, nei,mundu það. Sjáðu hvað sólin er björt, hún skín jafnt á sorg og gleði, og Guð hefir skapað geisla hennar, og þegar hún felst á bak við skýin, þá skulum við samt reyna að varðveita geisla hennar í hjartanu, því þá líð- ur okkur betur, og veistu hvað eg ætla að gera, Sigga? Af því að all- ir segja að eg sé ófrið, þá ætla eg að reyna að láta eins og api svo eg geti glatt einhvern með kátínu minni. Máske það verði að sólargeisla í ein- hvers sál.” Svo tók hún Siggu í fang sér og þurkaði af henni tárin, kysti hana svo marga kossa og skip- aði henni að hlæja hátt og glaðlega, eins og hún gerði sjálf, því að það drægi úr sársauka kveðjunnar. “Eg elska þig ennþá meira, Sigga min. þegar þú verður langt í burtu, því þá verð eg alt af að hugsa um þig.” Með það hljóp hún á stað og vélf- aði hlæjandi hendinni til Siggu. Sigga gat ekki gert að því að brosa í gegnum tárin. þegar hún gekk heim, og þó að mamtna henn- ar skammaði hana fyrir slæpings- skapinn og skipaði henni að, kepp- ast við saumana, sem hún hafði lagt til síðu, þegar Ljótunn kom, þá fanst henni léttara að bera það vegna þessa blíðá hláturs og ástaratlota, sem Ljótunn hafði sæmt hana að skilnaði. Henni fanst sem hvert orð Ljótunnar mundi enduróma í hennar eigin hug alla sína æfi, jafnvel þó hún ætti aldrei eftir að sjá hana framar. En hvernig gekk það nú fyrir Ljótunni? Á leiðinni heim fanst henni alt í einu að hún mætti til með að ganga að Rauða-steini og flytja þar bæn til Guðs. Nú var hún ekkert hrædd við hann, en bæn- in mátti til að vera fyrir hana Siggu. Já, hvernig annars átti hún nú að vera ? Það var nú vandinn að biðja rétt. Jæja, það var best að byrja. Átti hún að biðja líka fyrir karlinum honum stjúpa sínum dauðum? Nei, það gat hún hreint ekki. Samt þuldi hún upp bænarórðin. sem hljóÖnðu svona, þar sem hún kraup á kné við rauða steininn. “Góði Guð, fyrirgefðu mér þó eg geti ekki beðið fyrir karlinum, en láttu honum samt líða vel, og láttu hann ekki blóta eða drekka brenni- vín. Góði Guð, elskaðu hana Siggu og kendu móður hennar að gera það lika. Og góði Guð, láttu mig verða duglega vinnukonu, og gefðu mér glatt hjarta.” Svo signdi Ljótunn sig um leið og hún stóð upp, og sagði við sjálfa sig. “Hana nú, þetta er sú lengsta bæn, sem eg hefi nokkurn tíma beðið. Skylcli nú Guð hafa heyrt hana?” Næsta morgun kom krossmessu- dagurinn með súld og salla-rigningu en stytti þó upp um hádegisbilið. Vinumaðurinn frá Hvammi var kominn að sækja þær mæðgur. Ljótunn furðaði sig á því að hann skyldi bara koma með einn hest i taumi. “Hver á að ríða gráa hest- inum;” spurði hún Jón vinnumann. “Hún’móðir þin. táta min,” svar- aði hann. “Hvaða hesti á eg að ríða í vist- ina?” spurði Ljótunn aftur. “í vistina?” sagði Jón og hló kuldalega. “Heldur þú að þú sért ráðin sem vinnukona? Þú létta stelpan; veistu ekki að hún móðir þin verður að vinna fyrir mat og kanske svo sem einni spjör handa ykkur báðutn, þetta ár sem hún er ráðin að Hvammskarði ?” “Fæ eg þá ekkert kaup?” spurði hún aftur. “Nei, auðvitað ekki. Þú mátt þakka fyrir að þú ert ekki látin á sveitina, kindin þín,” sagði Jón önugur. “Líklega ætti eg þó að geta unn-' ið fyrir mat,” stundi Ljótunn með gráthljóð í hálsinum. “Eg er þó bráðum þrettán ára.” “Það stendur nú á sama. hann Gunnar gamli gefur nú aldrei lir sér vitið, og farðu nú á bak, stelpa, fyrst þið eruð tilbúnar, þú verður að sitja fyrir aftan hnakkinn minn,” nöldraði Jón. “Ha!” hrópaði Ljótunn æst. “Á eg að tvímenna með þér? Það geri eg aldrei. Eg tvímenni með mömmu heldur. Eg vil heldur ganga.” “Þá getur þá verið hér eftir og séð utn þig sjálf, greyið. Skjóni er sterkur og munar ekki um stelpu- hvolp fyrir aftan mig, en Gráni hefir nóg með kerlinguna, því hann er hálf horaður un^lan vetrinum. skinn- ið að tarna.” í þessu kom móðir Ljótunnar út og spurði hvaða hávaði gengi á. “Það er ekki mikið, kella min. þessi ódæla stelpa þín vill ekki sitja fvrir aftan mig, en hún verður nú samt að hafa það, hróið.” Og um leið þreif hann til Ljótunnar með annari hendi og snaraði henni upp fyrir aftan hnakkinn, stökk svo á bak sjálfur og sló dálítið í Skjóna, sem kipti sér lítið upp við það. Snjó- laug gerði hið sama. Hún steig léttilega upp i gamla söðulinn sinn og tók fast i taumana á grána, sem var líflegur hestur, en þróttlítill að sjá. “Má eg ekki ganga. mamma?” Iirópaði Ljótunn til móður sinnar. “Ó-nei, góða min. Það er best að gera sér gott af þessu í bráð. Seinna skal eg ganga spottakorn og lána þér Grána. Það fer ekki neitt illa um þig fyrir aftan Jón.” “Skárri er það nú skömmin,” tautaði Ljótunn blóðrjóð i íraman af vonsku. “Eg skal ná mér niðri á þessum karl-fausk bráðum.” (Framh.) PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone"21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsfmi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdðma.—Er að hitta kl. 2.30 til 6.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonee 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. 109 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Viðtalstlmi 3—5 e. h. Phone 87 293 Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Office tímar: 12-1 og 4-6 e.h. Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St,—Sími 30 877 Heimili: 102 Home St. Winnipeg, Manitoba Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœðingur J. T. THORSON, K.C. W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON Skrifstofa: Room 811 McArthur Islenzkur lögfrœðingur tslenzkir lögfraeðingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 801 GREAT WEST PERM. BLD. PHONE 97 621 Phone 92 755 Er að hitta að Gimli fyrsta PHONES 95 052 og 39 043 þriðjudag 1 hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. E. G. Baldwinson, LL.B. Svanhvit Johannesson LL.B. Islenzkur lögfrœðingur lslenzkur lögfrœðingur íslenzkur “lögmaður” Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Skrifst. 702 CONFEDERATION Phone 98 013 Portage Ave. LIFE BUILDING (í skrifstofum McMurray & Main St., gegnt City Hall 504 McINTYRE BLK. Greschuk) Sími 95 030 Phone 97 024 Heimili: 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannloeknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 54,5 WINNIPEG Take Your Prescrlption to BRATHWAITES LTD. PORTAGE & VAUGHAN Opp. "The Bay” Telephone 23 351 We Deliver DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR Harry S. NOWLAN PHONE 28 200 Res. 35 719 G. W. MAGNUSSON Optometrist 804 TORONTO GENERAL Nuddlœknir TRUSTS BLDG. ( «»«* yWCIASífí) InAMIMUþ UlTIlD 1 41 FURBY STREET Phone 36 137 Portage and Smith 305 KENNEDY BLDG. Phone 22133 (Opp. Eaton’s) Sfmið og semjið um samtalstfma BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur Ifkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minni3varða og legsteina. Skrifstofu talsími: 86 607 Heimilis talsfmi: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We speciallze in Permanent Waving, Finger Waving, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 v A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- r.eiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 0°RE’S t4jc, * LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving ÍIÓTEL í WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITII STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Dcrum Toum Hotel’’ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miðbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yflr. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Guests HOTEL CORONA 26 Rooms with Bath, Suites with Bath Hot and coid icater in every room Monthly and Weekly Rates Upon Request Cor. Main St. and Notre Dame . Ave. East. J. F. Barrieau, Manager THE WINDSOR HOTEL HOTEL ST. CHARLES M c L A R E N HOTEL J. B. GRAY, Mgr. & Prop. In the Heart of Everything Enjoy the Comforts of a First European Plan WINNIPEG Class Hotel, at Reduced Rates. Rooms $1.00 and up Rooms from $1.00 Up $1.00 per Day, Up Hot and cold running water Special Rates by Week or Month Dining Room in Connection Parlor in connection. Excellent Meals from 30c up 197 GARRY ST. Phone 91 037 It Pays to Advertise in the “Lögberg”

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.