Lögberg - 19.07.1934, Page 4

Lögberg - 19.07.1934, Page 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚLl, 1934 Högijerg 0«ní öt hvern fimtudag af TBK COLUMBIA PRE88 LIMITED 895 Sargrent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórana. BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. v VwrO SX 00 um árið—Borgist fgrirfram The "Lögberg” is printed and pubiished by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Hitler ver gerðir sínar Hitler kallaði saman 'þingið á föstudag- inn var, til þess að lvsa fyrir því ástandinu í landinu og þeim ráðstöfunum, sem stjórnin hefði gert til að vernda ríkið. Sérstaklega ætlaði hann ^ð gefa þingi og þjóð allar nauð- synlegar upplýsingar viðvíkjandi hlóðtökunni í nazista-flokknum um mánaðamótin síðustu. Hitler talaði í næstum tvær klukkustund- ir með þeirri mælsku, sem honum er lagin. Hjengu menn á orðum hans og klöppuðu lof í lófa, þegar ræðunni lauk. Þá var Hitler svo að fram kominn að hann hneig niður í stól og virtist ekki heyra fagnaðarópin. Kanzlarinn sagði þingheimi að Rohem kafteinn hefði verið helzti forsprakki svikar- anna í storm-sveitunum, en Kurt von Schlei- cher hershöfðingi í vitorði með honum. Þess- ir ménn höfðu ætlað sér að taka öll völd í sín- ar hendur, ef stjórnin hefði ekki orðið fyrri til og látið taka þá af lífi. Hilter viðurkendi að 77 menn hefði verið líflátnir og að 13 hefðu framið sjálfsmorð, eða veri skotnir, er þeir sýndu lögreglunni mót- þróa. Ekki hafa nöfn þessara manna verið birt og verður það ekki gert á meðan Hitler fer með stjórn. Yfirleitt var lítið á ræðu Hitlers að græða, sömu stórvrðin og slagorðin voru-end- urtekin, en varla minst á utanríkismálin né fjármálin, sem þó eru í verstu óreiðu. Þá lýsti hann því yfir hátíðlega að hver, sem setti sig upp á móti ríkisvaldinu, yrði tafarlaust líflátinn. Útlendir blaðamenn, sem nú eru í Berlín, segja að Hitler sé mikið að tapa vinsældum, og að vald hans sé nú orðið næsta lítið. Áreið- anlega urðu menn fyrir miklum vonbrigðum, hvað varnarræðu þessa snerti. Þegar á reyndi, sást að Hitler var ekki það mikil- menni, sem margir höfðu ætlað. Það er því ýmislegt, sem -stvrkir þá skoðun, sem Frakkar og aðrir hafa borið fram, að Hitler hafi aldrei verið nema verkfæri í höndum stóriðnaðarmanna, eins og Thyssen. Til þess starfs, sem honum var ætl- að, var Hitler sérlega vel fallinn, vegna frá- bærra ræðumanns hæfileika og þess valds, sem hann gat náð á alþýðu manna. Hitler talaði um niðurlægingu þýsku þjóðarinnar, kúgun hennar af sigurvegurunum, ósamlyndi innan þjóðfélagsins. Loks tókst að sameina stóran hluta þjóðarinnar um stefnuskrá Hitlers. Nazista-flokkurinn samanstóð af öll- um stéttum innan þjóðfélagsins. Þar voru svæsnustu íhaldsmenn, sem vonuðu að með Hitler myndu júnkararnir ná aftur sínum fornu réttindum; þar voru einnig hálfvolgir sósíalistar og leiðtogar verkamannasamtak- anna, og ekki sézt miðstéttirnar, sem hörm- ungar stríðsins og eftirköst þeirra höfðu gert að öreigum. Þannig átti að sameina alla þjóð- ilia. Fyrsta verk flokksforingjanna, eftir að þeim hafði aukist svo fylgi að þeir áttu stærsta flokk á þingi, var það að skella á- byrgðinni af þinghúsbrunanum á kommún- ista. Mönnum var talin trú um að kommún- ista bylting væri fyrir dyrum. Það varð til þess að menn litu á nazista sem eina flokkinn sem bjargað gæti landinu. Hitler og menn hans urðu einvaldir, þeir drápu kommúnista unnvörpum og eyðilögðu að miklu leyti sam- tök þeirra. Næst byrjuðu Gyðinga^ofsókn- irnar, sem mæltust vel fyrir hjá miðstéttun- um. Að því loknu var tekið að leysa upp verðalýðsfélögin, sem orðin voru mjög sterk og áttu langá sögn að baki. Pólitísk samtök þeirra voru leyst upp. Til að koma þessu í framkvæmd var skoðanafrelsi og málfrelsi bannað. Allir urðu a játast undir skoðanir nazista og enginn mátti mótmæbi gerðum þeirra. Eins og nærri má geta átti eitt yfir alla að ganga, ríka jafnt sem fátæka. Allir áttu að vinna fyrir ríkið. Brátt varð þó sýni- legt að stóriðjuhöldarnir fóru sínu fram- 1 stærstu iðnaðarsvæðum landsins, eins og í Ruhr héruðunum, hafa verkamenn mist öll sín réttindi; kaup hefir verið lækkað og lífs- kjör verkafólks nú mun verra en áður. Enginn vafi er á því að þessi óánægja innan flokksins, sem kæfð var í blóði á dög- unum, var að mestu leyti sprottin af því, að rerkalýðurinn var farinn að sjá að nazistar höfðu svikið hann. Þegar miðstéttin kemst að sömu niðurstöðu, er búið með Hitler. Enginn má samt ætla að vandamál Þýska- lands hverfi þótt Hitler fari frá. Að lík- indum tekst með herafli áð stjórna landinu fyrst um sinn og verða það júnkarar og ka- þólski miðflokkurinn, sem mestu ráða. Ef svo verður, má ætla að ófriðarhættan í Evrópu aukist fremur en hitt. Stjórnmála- menn á Póllandi liafa látið svo ummælt, að þótt Hitler hafi verið erfiður viðureignar, þá verði þó júnkarar hálfu verri, ef að'þeir fá völd í sínar hendur. Hitler tókst, eins og menn muna, að jafna að einhverju leyti deil- urnar um hinn svonefnda “Polish Gorridor” í Austur-Prússlandi, en nú gæti svo farið, að vandræði hlytust af því máli aftur. Hernaðarstefna Þýskalands verður jafn ákveðin, hvort sem Hitler missir völd eða ekki, og mjög er það vafasamt hvort sú breyt- ing vrði til batnaðar þó að Wilhelm Göring tæki við embætti Hitlers. Það eina, sem leitt gæti til góðs væri það að skynsamari og gætn- ari menn innan kaþólska flokksins fengju meira að ráða en verið hefir, og gætu þannig haft taumhald á ofstækismönnunum. Ardís Arsrit Bandalags lúterskra kvenna. II liefti. Winnipeg 1934. Bandalag lúterskra kvenna, sem starfað hefir nú í tíu ár, réðist í það í fyrra að gefa út ársrit, þar sem birt væru þau erindi, er á þingum eru flutt og það annað, sem varðar sérmál kvenna. Annað hefti ritsins er nú komið út. Það er að ytra frágangi og stærð með svipuðu móti og fyrsta heftið. Fremst í ritinu er smákvæði, mjög fall- egt, eftir Jakobínu Johnson. Kvæðið heitir “Fjólur.” Þá eru birt fimm erindi, sem flutt voru á þingi. Bandalags lút. kvenna, sem haldið var á Gimli í fvrrasumar. Þau eru þessi: “Nýjar loiðir,” Mrs. Hóbnfríður Danielson, Árborg, Man.; “Friðarþing,” Miss Kristbjörg Krist- jánson, Edinburgh, N.D.; “Borgararéttur,” Mrs. Sarali Schultz, Pilot Mound, Man.; “Ungmennafélagsstarfsemi,” Mrs. Guðlaug Jóhannesson, Grund, Man.; “Oxford Group Movement,” Miss Salome Halldórson, Win- nipeg, Man. Tvö erindi flutt á þingi kvenna, sem haldið var í Argvldbvgð í sumar, eru einnig í ritinu, “Of eða van”, Miss Svanhvít Jó- hannesson, Winnipeg, og “Friðarmál” Mrs. Margrét Stephensen, Winnipeg. “ Foreldrar . sem kennarar” htjitir rit- gerð eftir Mrs, Doru Lewis, Séattle, Wasli. Erindi þetta var lesið á þinginu í fyrra, þar som höf. gat ekki komið til þess að flytja það. Þá er ávarp forseta, Mrs. Finnur John- son. Er þar gefið stutt yfirlit yfir starf kvennasambandsins, og bent á það helzta, sem Bandalagið gæti til leiðar komið. Næst er skýrsla yfir starf sunnudags- skóla starfsemi Bandalagsins. Síðastliðin fimm ár hefir það gengist fyrir því að kenn- arar væru sendir til hinna ýmsu héraða, sem prestlaus eru að mestu. Þessir kennarar hafa dvalið að jafnaði um tvær vikur á hverjum stað og uppfrætt börnin. t ritinu eru einnig tvö kvæði eftir Guð- björgu Elías-son. Fyrra kvæðið er mjög snot- urt. Aftast í ritinu er samandreginn fundar- gerningur þingsins í fvrra. Hér hefir aðeins verið minst á það, sem í ritinu er, en einstakar ritgerðir ekki verið teknar til umsaghar. Allar eru þær vel úr garði gerðar og margar hverjar mjög fróð- legar og skemtilegar. Ritið er í alla staði hið eigulegasta. Dollfuss kanzlari í Austurríki á í sífeldri baráttu við nazista annars vegar og sósíalista hins vegar. Svo að segja á hverjum degi ber- ast hingað fréttir af hryðjuverkum, sem þar eru framin. Síðasta uppátækið er að senda sprengjur í póstbögglum. Þessar sprengjur hafa orðið mörgum að bana. Þá er stöðugt verið að eyðileggja opinberar byggingar, brýr og járnbrautir. Nazistum er kent um flest þessi afbrot, en vel getur verið áð kommún- istar og sósíalistar eigi einhvern þátt í þeim. Vorkalýður Austurríkis hefir enn ekki glevmt byltingunni í vetur. Rlóðsúthellingarnar í Þýskalandi hafa vakið mikla andstvgð í Austurríki I’rince Starhemberg, foringi varnarsveit- anna austurrísku, lét svo um mælt að slíkir monn, sem nú væru við völdin í’ Þýskalandi mvndu ahlrei geta bjargað gormanskri monn- ingu. Það sagði hann hlutvork austurrísku stjórnarinijar. Ekki bætir það samkomulagið að útvarp- ið or notað til þess á Þýskalandi að segjavDoll- fuss til syndanna, on gerðir Hitlers eru dáð- ar við hvert tækifæri sem gefst. o 'll'IISfllfe Jarðskjálftarnir á Islandi Fréttir hafa borist frá ættjörðu vorri um það að jarðskjálft- ar hafi gjört geysimikinn skaða þar á vissurn svæðum. Svo mikil brögð hafa orðið af því að fjöldi fólks er húsnæð- is- og heimilislaus og stendur uppi allslaust í mikilli neyð. Jarðskjálftar þessir munu hafa aðallega gjört stórskaða í sex sveitum eða hreppum. Fjöldi húsa í þorpum og bændaheimili alveg gjöreyðilagst og enn þá langtum fleiri orðið fyrir meiri eða minni skemdum. Þessi mynd, sem þér sjáið hér, er ein af mörgum þeirra, sem borist hafa hingað vestur frá jarðskjálftasvæðunum. Tíu mínút- um áður en jarðskálftinn kom, fæddi kona barn í þessu húsi, nú er hún og barn hennar heimilislaus, og líkt stendur á með fjölda marga aðra. Eigum vér að sitja hjá ? vera hlutlausir áhorfendur ? eða eigum vér að gjöra eitthvað? Landstjórnin á íslandi hefir álitið málið svo alvarlegt, að hún hefir skrifað sýslumönnum sínum og falið þeim að gangast fyrir framkvæmdum til almennra samskota og líknarstarfa. Biskup landsins hefir skrifað prestum sínum samskonar hvatningarbréf, og alment er svo að sjá sem öll þjóðin sé samtaka í því að hlaupa undir bagga með þeim, sem fyrir tjóninu hafa orðið. En þrátt fyrir allar þessár ráðstafanir hrökkva samskotin heima fyrir hvergi nándar nærri til þess að bæta úr bráðustu nauðsyn og gera heimilin vistleg fyrir veturinn, því síðustu fréttir að heiman segja skaðann nema.yfir eina miljón króna. Þegar um einhver mikilsverð mál hefir verið að ræða, heima á ættjörð vorri, hafa Vestur-íslendingar ætíð tekið höndum sam- an til stuðnings. Þannig var það með Jóns Sigurðssonar varðann, eimskipamálið, ekknastyrkinn, Akureyrarspítalann og fleira. Nú er það áreiðanlegt að ekki hefir dáið né dofnað samúðin meðal vor þegar hörmungar dynja yfir heimaþjóðina. Það er víst að í þessu tilfelli vilja menn alment eitthvað hjálpa. Nú er þörfin brýn og þolir litla bið. Leyfir því klúbburinn Helgi magri sér að skora á íslendinga vestan hafs að efna til almennra samskota eða fjárframlaga þeim til líknar, sem fyrir tjóninu hafa orðið. Vér vitum það öll að erfiðleikarnir eru miklir hér í álfu nú sem stendur, en sennilega munu fáir svo illa staddir að þeir geti ekki sint þessu rnáli að einhverju leyti. Eins og það er víst að f iárhagsástæður manna eru takmarkaðar, eins er það einnig víst að samúð vor og vilji til bjargar, er takmarkalaus og því er það að klúbburinn Helgi margi hefir farið af stað með þessi samskota- tilmæli. Klúbburinn hefir ráðstafað að peningagjafir sendist til for- seta klúbbsins, herra Soffanías Thorkelssonar, 1331 Spruce St., Winnipeg, Man., og verður kvittað fyrir hverja upphæð í báðum íslenzku vikublöðunum í Winnipeg. Helgi magri. Oxford hreyfingin STARF OG STEFNA Sú trú, sem Oxford Hópurinn vinnur í, er ekki hugsjóna þoka, heldur reglur til að fara eftir, sem hver og einn getur hagnýtt sér, ef hann eða hún vill fela Guði alt sitt líf, afdráttarlaust, hvort sem þrótt- legt kann að vera eða þýðingarlítið, skemtilegt eða dauflegt. Þó vér þannig gefum Guði líf vort, er eng- in ástæða til að vér verðum fróm dauðyfli eða guðhræddir daufingj- ar. Alls ekki skyldi það leiða til þess að vér skjótum oss undan rétt- mætum kröfum og skylduverkum. Því fýlgir ekki annað en þetta, að vér felum Guði alt sem aðskilur Hann og oss. Oxford Group hefir fjögur at- riði, sem eru lykill að því andlega lífi. Hann vill að vér lifum. Þau eru: 1. Algjör ráðvendni 2. Algjört hreinlifi 3. Algjör ósérplægni 4. Algjör kærleikur. Þeir, sem hafa ekki skift um líf- erni gera eins og fólk gerist, spyrja strax: “Hvernig get eg, eða hver sem er, verið algerlega ráðvandur, hreinn, ósérplæginn eða kærleiksrík- ur í annari eins veröld og þessi er?” Jesús Kristur hélt þessi fjögur boð afdráttarlaust. Sá maður átti hvergi heima, átti ekkert tré, var engum jarðneskum böndum bund- inn. Því nær sem vér lifum hinu alfullkomna í þessum fjórum atrið- um, því nær erum vér Kristi, hvort sem í því felst að vera heimilislaus, eignalaug, ábyrgðarlaus um jarðnesk efni eða ábyrgðarfullur. Drottinn veit hvernig vér beitum oss til að berjast fyrir lífi á þeim grundvelli, sem Kristur setti. Hann veit hve kringumstæðurnar eru erfiðar og hverju umhverfið orkar á hvert fót- mál hins sannkristna, og með því að Honum er fullkunnugt um ein- lægni vora, þá tekur hann ekki hart á hrösunum vorum. Vér höfum ekki nóga þekkingu til að dæma um hvort manni eða konu hefir tekist að lifa fullkomlega því lífi, sem Kristur ætlaði þeim, en Oxford hópurinn veit fyrir vist, að með því að gera þessi fjögur óhjákvæmilegu atriði kristilegs lífernis að óháðum sókn- armiðum, er Kristur sjálfur settur til afdráttarlauss eftirdæmis, sem vér getum sótt eftir að ná til, með aðstoð Drottins. Þessi fjögur atriði eru undirstaða fagurra hugsana, fagurra orða og fagurra verka. Vera má, að þau séu ekki svo torsótt sem oss virðist, en þeir eru næsta fáir, sem geta lifað eða hafa lifað við algerða ráðvendni, fullkomið hreinlífi, óskoraða ósér- plægni og elsku. Því að allir hafa syndgað og ná ekki að jafnast við dýrð Drottins, segir oss postulinn Páll. Það er jafnvel vafasamt, hvort leysingi eða dýrlingur, sem ver æfi sinni til guðrækilegra hugleið- inga, lifir afdráttarlaust því lífi, sem þessi fjögur atriði heimta. Það er ekki fullvist, að sá, sem firrir sig timgengni við aðra menn, beri óskor- aða elsku til þeirra; sá, sem er ó- reyndur í því efni, hlýtur að líta svo á, að slíkt sé sjálfselska í neikvæðu gerfi. Heilagir eru þeir í þessari veröld, og hafa verið, sem lifa svo, að þeir verða öðrum að liði og berj- ast jafnframt látlausri baráttu við sinar freistingar og hörmulegar af- leiðingar af annara syndum. Þessir menn eru líkir St. George, keppast sífelt við að drepa syndarinnar dreka, sem vill ekki leggjast fvrir og deyja með góðu. Daglega sviðna þeir af þeirri eisu, sem stendur af drekans gífurlega gini og kremjast undir hans digra búk, en upp spretta þeir aftur, grípa sverð kistilegs líf- ernis, er þeim féll úr hendi, þegar syndin bugaði þá og að hrösun þeirra, af Guðs góða, fyrirgefinni, hefja þeir á ný að berjast til full- kominnar ráðvendni, algjörs hrein- lífis, ósérplægni og kærleika. Til J>ess að endurfæðast og Iifa svo að þessi fjögur atriði vísi oss til lifs vors í Guði, heldur títt nefndur hópur fjórum andlegum athöfnum f ram: 1. Að veita öðru kristnu lífi, guði gefnu, hlutdeild i syndum vor- um og freistingum og að nota íhlut- un (sharing), sem vitnisburð til að hjálpa öðrum, er ekki hafa snúist, til að kannast við og viðurkenna syndir sínar. 2. Að fela líf vort, umliðið, nú- veranda og ókomið, í Guðs vald og forsjá. 3. Að bæta það, sem vér höfum brotið, beinlínis eða óbeinlínis, við alla menn. 4. Að hlýða á, fara eftir og treysta Guðs stjórnar tilvisun og breyta þar eftir í öllu, sem vér gerum, stóru og smáu. Þessar andlegu athafnir hafa dugað óteljandi fjölda manna, er breytt hafa hugarfari og háttalagi, svo að þeir geta ekki án þeirra ver- ið. Þetta eru engar nýjungar eða nýstárleg uppátæki Oxford hóps- ins, heldur einföld fyrirmæli ein- faldrar kristni. Ekki er hópurinn einn, sem kend- ur er við Oxford, heldur mjög margir, stórt safn margra hópa, sem starfa fyrir Krist í ýmsum löndum, óbreytt fólk, rétt eins og gerist, sem hittist þar sem verkast vill i 'dag- legum störfum og umgengni. Þeir líkjast hópum hinna fyrstu kristnu, sem komu saman i felustöðum, þar sem kúgarar þeirra komust ekki að þeim, til þess að halda uppi blysi kristninnar. Oxford hóparnir þurfa ekki að fela sig—enn sem komið er —en þeirra markmið er hið sama og kristinna manna í fornöld, að leysa þegna og þjóðir af synd, halda trúnni vakandi, fyrir hverja Kristur kom á jörð, þjáðist og dó, svo að hver maður, kona og barn í þessari veröld, mætti fá að líta það full- komna fagurlífi,sem vér mundum allir öðlast, ef vér vildum lika verða Kristi líkir. Fundir þessara hópa eru haldnir hvar sem vera skal, í stórum borg- um og smáum þorpum. Með vitn- isburði um hvað Kristur þýðir í líf- erni, er til Guðs hefir snúist, vekj- ast- aðrir til að skynja, hverra kosta þeir eiga von, ef þeir hverfa til nýs lífs. Ráð eru gerð, með Guðs hjálp, til að ná til þeirra, sem sofa and- legum svefni,eða eru andlega volað- ir, og rætt um hverjar leiðir séu greiðastar til að koma þeim ráðum fram, þessum hópum er unun að því að vinna fyrir Krist. Það sem rek- ur á eftir þeim er örugg trú og full- vissa um það, að manninum liggur mikið á að stjórnast af Kristi. Hóp- arnir eru sumir stórir, sumir smáir, en hversu fámennir sem vera kunna, þá eru þeir yfrið áríðandi ljósberar í veröldinni, sem myrkrið er að fær- ast yfir. Á húsþingum eða heimamótum (house parties) er ókunnugum hæg- ast að kynna sér atverka þessara hópa. Þau eru haldin til og frá í ýmsum löndum, með vissu millibili; nafnið er vel valið, því að húsþingin eru alveg ólík trúbragðafundum og æsilegum vakningarsamkomum. Þeir sem sækja mótin meðhöndlast eins og gestir; allir eru jafnir þar, hversu ójafnt, sem þeir kunna að vera sett- ir í veröldinni; þar ber á deyfð ein- göngu að því leyti sem hún fyrir- finst ekki, og á slíkum mótum er oft gaman og glatt á hjalla. Á húsþingum þessum er rætt um Krist og hans kraft, hans líf, hans ráð frýjulaust og frjálslega, svo að þeim, sem cru ókunr.ugir hispursleysi Oxford hópanna, verður hverft við og vita varla hvað þeir eiga að hugsa, þar til löngunin kemur yfir þá, að kanna betur þann holla krist- indóm. Andlegum þörfum einstakra er sint með skynsemi og rögg. Ver-

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.