Lögberg - 19.07.1934, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JúLl, 1934
7
Sigurmundur Sigurðsson
Fyrrum kaupmaður í Árborg.
Fæddur 12. sept. 1865. Dáinn 19. marz 1934
Sigurmundur SigurÖsson var fæddur á
Stóruvatnsleysu, á Vatnsleysuströnd, í
Gullbringusýslu, ár og dag sem aÖ ofan
er greint.
FaÖir hans var Sigurður Jónsson, út-
vegsbóndi á Stóruvatnsleysu, sjógarjmr
og dugnaðarmaSur, er bjó í mörg ár stór-
búi á hinni ofannefndu jörð.
Kona Sigur'ðar Jónssonar, og móðir
Sigurmundar, var Oddný Hannesdóttir,
bónda frá Hjalla í Ölfusi. Átti Hannes
bóndi fjölda barna og er mikill ættbálkur
frá honum kominn.
Árið 11876 afréðu þau Sigurður út-
vegsbóndi og Oddný kona hans, að flytja
af landi burt, til Vesturheims. En þegar
á átti að herða varð Sigurður afhuga för-
inni. Vildi hætta við að fara. Til þess
var Oddný ófáanleg. Hún vildi freista
gæfunnar í liinni nýju heimsálfu. Varð
út af þessu ákveðinn meiningarmunur. Leiddi þetta til þess, að þarna skildi
með þeim hjónum. Oddný afréði að fara með öll börnin, sennilega í þeirri
von, að Sigurður maður hennar kæmi bráðlega á eftir.
Þau hjón höfðu eignast f jórtán börn alls. Voru níu af þeim á lifi, fimm
piltar og fjórar stúlkur. ,Hugðist Oddný nú að taka þau öll með.sér vestur
um haf, i þeirri von, að vel mundi ungu og upprennandi fólki vegna í hinu
nýja og auðuga landi.
Þegar hópurinn lagði af stað, fylgdi Sigurður bóndi konu sinni og börn-
um til skips.
Þegar konan og börnin voru að fara um borð, fann Sigurður mjög til
þess, hve hann var að verða einmana. Hafði hann orð á því. Þótti honum
ærið ójafnt skift meði þeim hjónum, ef öll börnin færu með móður þeirra, en
hann hefði ekkert þeirra eftir. Er þá sagt, að hann hafi spurt, klökkur í
huga, hvort enginn drengjanna vildi nú verða eftir hjá sér. Jú, einn drengj-
anna, Sigurfinnur að nafni, bauðst til að verða eftir með föður sínum.' Varð
það úr, að hann fór hvergi. Fór hvorugur þeirra feðga nokkurn tíma til Ame-
ríku. Sigurfinnur varð röskleika maður, sjógarpur mikill sem faðir hans, og
atkvæða formaður um margra ára skeið þar heima á æskustöðvum sínum, á
Vatnsleysuströnd.
Mér er enn í minni stormdagur einn á Faxaflóa, þegar eg var unglingur
og var á sjó með formanni af Álftanesi. Gerði ofsarok. Fórust þann dag
einir þrír bátar við innanverðan Faxaflóa. Var einn af þeim áttæringur af
Vatnsleysuströnd, formaður Auðun að nafni. Kom Sigurfinnur þar að sem
áttæringur Auðuns var á hvolfi, og sem næst helmingur skipshafnar á kjöl.
Hinir voru sokknir í djúpið. Fékk Sigurfinnur bjargað öllum, ér enn voru
lifandi. Þótti þ>að rösklega gert og lánlegt atvik um leið. Mun Sigurfinnur
hafa haft friska drengi innanborðs, eins og oftast var hjá afburða formönn-
um á íslandi.—
Börn þeirra Sigurðar Jónssonar og Oddnýjar Hannesdóttur, þau er upp
komust, voru þessi:
(1) Oddný, Mrs. Sylvan. Þau hjón áttu lengi heima i Winnipeg. Er
hún nú látin fyrir allmörgum árum.
(2) Vilborg, Mrs. Christie; er enn á lífi. Mun eiga heima vestur i
landi. *
(3) Sigríður, nú dáin fyrir æðimörgum árum.
• (4) Sigurný Guðlaug, Mrs. Currie; nú ekkja, á heima vestur i Sas-
katchewan.
(5) Kristján Lífmann, átti lengi heima á Gimli. Var hann jafnan
nefndur báðum nöfnum í tali manna á milli. Fór svo, að Lífmanns nafnið
var tekið upp sem ættarnafn. Uppeldissonur hans er Thór Lífman, í Árborg,
nú sveitar-oddviti í Bifröst-sveit.—Kristján er látinn fyrir mörgum árum.
(6) Hannes. Dáinn fyrir löngu siðan.
(7) Jón. Sömuleiðis dáinn fyrir löngu.
(8) Sigurfinnur, áður nefndur. Fór í sjóinn á endanum, eins og marg-
ir aðrir sjógarpar Islands.
(9) Sigurmundur. Hann var næst yngstur allra systkina sinna, og
yngstur þeirra, er fluttu vestur með móður sinni 1876.
Landnámsjörð Oddnýjar Hannesdóttur var í Árnesbygð, í Nýja íslandi,
rétt við Winnipegvatn. Var þar nefnt á Oddnýjarstöðum og heitir svo enn.
Bjó Oddný þar með börnum sínum i mörg ár. Fóru þau smátt og smátt í
burtu, giftust og fóru að eiga með sig sjálf, eins og gerist. Þegar Sigur-
mundur var orðinn fulltíða maður, og hin systkinin flest eða öll farin í burtu,
tók hann við búsforráðum hjá móður sinni. Bjó hann fyrst á Oddnýjar-
stöðum, en síðar á eigin landnámsjörð sinni, í Geysisbygð, vestanverðri, er
hann nefndi á Hvítárvöllum, rétt norðanvert við Islendingafljót. Þaðan
flutti hann loks til Árborg, og setti þar upp verzlun, þá er járnbrautin frá
Winnipeg var lengd þangað norður. Þar andaðist Oddný hjá syni sínum og
tengdadóttur, í góðri elli, fyrir allmörgum árum.
Sigurmundur Sigurðsson var tvígiftur. Var fyrri kona hans Sigþrúður
Guðmundsdóttir, frá Litlasandi á Hvalfjarðarströnd. Þau giftust 2. apríl
1891.
Börn þeirra hjóna urðu fimm alls. Mistu þau eitt þeirra í æsku. Fjögur
eru á lifi. Þau eru sem hér segir:
(1) Sigurður. Kona hans er Clara Tirchmann, af þýzkum ættum.
Þau búa að Seven Sisters Falls hér í fylki.
(2) Páll. Á fyrir konu Sigríði Sigfúsdóttur Einarssonar, bónda á
Ljósalandi í Breiðuvík. Þau hjón búa einnig að Seven Sisters Falls, þar sem
þeir bræður hafa timburverzlun og sögunarmylnu.
(3) Margrét Guðmundina. Á fyrir mann Sigurð Torfason. Hann
stundar múraraiðn. Þau hjón eru búsett á Gimli.
(4) Emily Oddný. Maður hennar er Matthew Gretchen. Stundar
rakaraiðn. Þau eiga heima í Winnipeg.
Eftir níu ára sambúð misti Sigurmundur Sigþrúði konu sína, árið 1900.
Voru drengirnir þá enn á unga aldri og stúlkurnar kornungar.
Nálægt fimm árum síðar giftist Sigurmundur í annað sinn. Er seinni ?
kona hans Svanbjörg Sigfúsdóttir bónda Jónssonar, frá Blónísturvöllum í
Gfeysisbygð. Þau giftust þ. 30. júlí 1905.
Börn þeirra Sigurmundar og Svanbjargar, seinni konu hans, urðu átta
alls. Mistu þau tvö í æsku. Hin sex eru á lífi, fjórar stúlkur og tveir
drengir. Þau eru sem hér segir, talin eftir aldri, að því er eg bezt veit:
(1) Pálmi. (2) Svanbjörg. (3) Oddný. (4) Sigurmundur Óskar.
(5)Helga Guðrún, og (6) Sigrún.
Er ein stúlkan gift, Oddný. Maður hennar er Guðjón Ingvar Bergman. s
Foreldrar hans eru Guðmundur J. Bergman og Guðrún Jónsdóttir kona
hans. Þau eru ættuð úr Miðfirði í Húnavatnssýslu, en búa nú, og hafa búið
lengi, í Geysisbygð í Nýja íslandi. ?
Sigurmundur Sigurðsson var maður vel viti borinn. Hann var elju-
maður og dugnaðar. Sístarfandi að þeim viðfangsefnum, er fyrir hendi
■voru. Gat verið þungur fyrir og stífur, ef honum fanst að ganga ætti á
rétti hans, eða ef misbjóða skyldi málefni, er hann hugði gott vera og hann
hafði með höndum. Hann var ágætlega liðtækur í hverju því starfi, er hann
vildi sinna og rétta hjálparhönd. Hann var hinn samvinnuþýðasti maður i
störfum bindindismanna í Árborg og féhirðir stúkunnar þar í mörg ár. Unni J
hann þeirri starfsemi mjög, var æfinlega viljugur að taka á sig kostnað og §
fyrirhöfn í því sambandi, og var manna þassasamastur að sækja fundi og
að rækja vel starf sitt að öllu leyti.
Sigurður var einn með hinum fyrstu er mynduðu samtök til að stofna
rjómabúið í Árborg. Var ráðsmaður þess býsna lengi á fyrstu árunum, '
einmitt á þeim árum þegar sú stofnun var rétt að komast á fastan grundvöll.
Var hann betur staddur fjármunalega en flestir hinir, er í félaginu voru, og
lánaði hann þá oft félaginu peninga, er þess þurfti með í bilif og studdi fyrir- j
tækið með ráði og dáð. Hélt hann ráðsmenskunni áfram fyrst eftir að hann
stofnaði verzlun sina í Árborg, en lét síðan af því starfi. Mun hann þó hafa
haldið áfram að vera meðeigandi í félaginu og í stjórnarnefnd þess lengi á
þeim árum. Hagur rjómabúsins varð snemma þýsna góður, og var í blóma
á þeim árum þegar eg var í Árborg. Vissi eg og, að sumir fremstu og helztu
menn þeirrar stofpunar, svo sem Gestur Oddleifsson í Haga, er. löngum var ;
þar í stjórnarnefnd, og Jón Sigurðsson póstafgreiðslumaður að Víðir, og
fyrrum oddviti í BifrÖst-sveit. er lengi var í stjórnarnefnd og ráðsmaður fé-
lagsins, mintust Sigurmundar jafnan með hlýhug og þakklæti fyrir það hve
vel hann hefði reynst félaginu, og það einmitt á þeirri tíð þegar þvi lá mest á í
og hagur þess og tilvera var í allmikilli hættu.
Ekki var Sigurmundur sjálfur i söfnuði í Árborg, en lét sér vel líka að
kona hans og börn væru þar. Sum af eldri börnum hans og öll yngri börnin
voru bæði skírð og ferm í Árdalssöfnuði. Studdi hann og söfnuðinn eins og
hann væri í honum. Kona hans, sem er hin mesta myndarkona, var jafnan
starfandi í kvenfélagi safnaðarins. Öll börn Sigurmundar, bæði þau eldri
og yngri, eru gott, ungt fólk. Drengirnir allir bráðduglegir, vinnugefnir og
reglusamir. Dæturnar allar góðar konur og stúlkur, og myndarlegar hver
um sig.
Þegar Hudsonsflóa leiðin átti að vera í þann veginn að opnast, hér á
árunum. fekk Sigurmundur fljótt hug á að ráðast í einhver verzlunar fyrir-
tæki á þeim stöðvum. Hann var upplagður athafnamaður, frumherji i lund,
kjarkmaður og úrræðagóður. Réði hann loks við sig að flytja alfarinn til
Churchill og setja þar upp verzlun.
En svo komu alls konar tafir á því að leiðin opnaðist og leyfi fengist hjá
landsstjórninni, að flytja mætti til hinnar væntanlegu, komandi borgar. Gat
varla heitið, að Sigurmundur, kona hans og börn væru fyllilega búin að koma
sér fyrir í Churchill, þegar hann varð að fara í lækninga-erindum til Winni- ’
peg og ganga þar undir uppskurð. Virtist fyrst sem uppskurðurinn mundi
koma að góðu gagni, var allhress og leið bærilega, en þyngdi bráðum aftur 5
og var þá með það sama farinn.—
Jarðarförin fór fram frá kirkjunni LÁrborg á annan í páskum. Stór-
mikill fjöldi fólks þar saman kominn. Kona hans og öll börn hans þar við- (
stödd. Séra Sigurður Ólafsson, og sá er linur þessar ritar, töluðu þar báðir. ;
Eg hafði haft messu á páskadag úti í Mikley, um fjörutíu mílur vegar frá i
Árborg, og taldi næstum ómögulegt, er talað var við mig í síma, að eg gæti
komið til að vera við jarðarförina. Engin hröð ferð væntanleg úr Mikley
til lands, sizt svo fljótt að í tíma væri. En ferðatæki nútímans haía gjör-
breytt öllum gömlum ferðaáætlunum. Snjóbíll var sendur út til Mikleyjar og
var ekið með þægilegum hraða alla leið til Árborg um kvöldið. í
Um ættir Sigurmundar er mér ekki kunnugt að öðru en þvi, er þegar ^
hefir verið tekið frarn. En af vel þektum, nákomnum ættingjum hans, er að
minsta kosti einu hér vestra, sem mér er kunnugt um, það er dr. Sig. Júl.
Jóhannesson. Þeir Sigurmundur og hann voru systrasynir.—
Fyrst framan af árum mínum í Nýja íslandi, þegar eg var að Hnausum
og i Árborg, var viðkynning min við Sigurmund heitinn fremur lxtil. Síðar
bar fundum okkar meira saman. Og þegar við urðum samvinnumenn, bæði
i stúkunni i Árborg og að nokkuru leyti í kirkjumálum, varð viðkvnning
okkar talsvert mikil. Sýndi hann mér frá því fyrsta, að viðkynning okkar
hófst, gott viðmót, en varð sífelt hlýrri í huga og vingjarnlegri, eftir því sem
viðkynningin varð meiri. Gat eg naumast kosið á betri samherja, kurteisari
né vinsamlegri, en Sigurmundur var, í öll þau ár. sem við unnum saman í
stúkunni í Árborg.
Ýmsir þeir. er þektu Sigurmund Sigurðsson á seinni árum hans og voru ■
með honurn í einhverju starfi, munu sjá eftir honum. Kona hans og börn (
syrgja þar látinn ástvin. Og við, sem þektum Sigurmund svo vel og höfðum
notið góðvilja hans og vinsemdar i mörg ár, hefðum glaðst yfir því, að sjá ■!
honum auðnast að hafa líf og heilsu til að ryðja sér og sínum nýja braut, með
sínum alkunna dugnaði og framtakssemi, í einni af hinni nýjustu, væntanlegu
stórborgum heimsins, þeirri stórborg Vesturheims, er á sennilega fyrir hendi
að hafa niikil viðskifti við ísland og verða framtíðar samfundastaður frænda
og vina beggja megin hafsins, um komandi aldir,— Jóhann Bjarnason. j
Þörf á bindindi
Aldrei hefir verið meiri þörf á
bindindi en nú. En aldrei hefir ver-
ið meiri deyfð í bindindismálum en
nú. Það er eins og allir séu hrædd-
ir við eitthvað. Enhvað? Jú, vín-
vinir eru að minsta kosti hálf hrædd-
ir við bindindismenn. Og það er
aðallega við þögnina og svefninn.
Bindindismenn sofa sætt, en hvort
þá dreymir nokkuð, veit enginn, því
þeir þegja. En hvað lengi ætla þeir
að þegja? Ja, það er nú spurs-
málið. Líklega á meðan þeir eru
hræddir.
En við hvað eru þeir þá hræddir ?
Við svo margt. Þeir eru hæddir við
áfengið, áhrif þessá æskuna. Þeir
eru hræddir við vínvaldið. VTið laga-
valdið, sem er á móti þeim. Þeir
eru hræddir við áhugaleysi alþýðu.
þeir eru hræddir við blöðin, sem
flest eru á íuóti þeim. Þeir eru
hræddir við kirkjurnar, sem margar
eru andstæðar, aðrar sem játa sig
með bindindi, gera ekkert nema að
játa að þær séu með. Þeir eru
hræddir við læknana, sem aldrei
segja orð um bindindi, nema með
sárfáum undantekningum. Þeir eru
liræddir við vísindin, sem erú notuð
á móti þeim. Þeir eru hræddir við
sjálfa sig, það er, sína eigin starfs-
menn, sem ekkert starfa og þeir vita
ekki hvort þeim megi treysta. Sann-
arlega hafa því bindindismenn á-
stæðu til að vera hræddir. F.r þá
nokkur sérleg furða, þó þeir sofi.
Máske þeir vakni einhvern tíma.
En hvað óttast þá vínmenn? Fýrst
af öllu sina vondu samvizku, sinar
illu hvatir, sín ljótu myrkraverk og
afleiðingar þeirra á þjóðfélagið. Þeir
óttast vaknandi almenningsálit. Þeir
óttast siðferðisþroska alþýðu, vakn-
andi kærleika, trú á hið góða og
sanna, uppreistaranda vaxandi menn-
ingar. Þeir óttast sanna bindindis-
menn.
Vínmenn eru hræddir við þögn og
svefn bindindismanna. Þeir vita að
eftir langvarandi dauða-logn brestur
á öskrandi óveður. Stundum er það
ógurlegur hvirfilbylur. Svo dreym-
ir sofandi menn vanalega. Hver
veit hvað bindindismenn er að
dreyma? Stundum rætast draumar.
Máske vínf jendur sé að dreyma um
uppreist. Hver veit? Við slíka
drauma eru vínmenn hræddir. Þeir
eru hræddir við það sem þeir vita
ekki hvað er. Óvissan er óttalegri
en vissan.
Upp úr þögninni stigur ein rödd.
Það er enskur prestur í Winnipeg.
Svo koma fáeinar raddir. Svo
hljómar ein rödd i stúkunni Skuld.
Islenzkur læknir talar. Nokkrar
raddir vakna. Fjöldinn þegir, en
blóð tilheyrendanna fer að hreyf-
ast. Það er borin upp tillaga, hún
er þegjandi samþykt. Svona hafa
sumar byltingar byrjað. Úr svona
smárri eldkveikju hefir oft orðið
stórt bál. En er þá næg orsök til að
kyndað sé bál ? Því læt eg bindindis-
menn svara sjálfa. En min skoðun
er sú, að þeir, sem ekkert eldsneyti
eiga i sálu sinni, séu lélegir bind-
indismenn.
Winnipeg góðtemplarar halda
fundi í hverri viku. Þeir halda
bindindisandanum lifandi. Þeir
starfa eftir mætti. Þeir hafa kosið
sér árlega embættismenn, ásamt
stúkum utan Winnipeg. Þessir em-
bættismenn eru nefndir Stór-stúka.
Hvað eru þessir menn að gera ? Má-
ske þeir séu að gera alt sem hægt
er. Einn þeirra er æðstur. Hvar
er hann á fundarkvöldum undir-
stúknanna? Heyrði hann röddina,
sem birtist í dagblöðunum? Því kom
hann ekki á fundi vora, þó ekki væri
nema til að segja oss hvað hann
heyrði ? Er hann að gera skyldu
sina sem stór-templar ? Því svari
hver fyrir sig. En eru allir ánægðir?
Þeir, sem eru ánægðir með starfsemi
ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ
NUGA-TONE er dásamlegt meSal
fyrir ejúkt og lasburSa fólk. Eftir
vikutíma, eSa svo, verSur batans vart,
og við stöðuga notkun fæst góð heilsa.
Saga NUGA-TONE er einstæð í sinni
röS. Miijónir manna og kvenna hafa
fengið af hvt heilsu þessi 45 ár. sem
það hefir verið í notkun. NUGA-
TONE fæst í lyfjabúðum. Kaupið að-
eins ekta NUGA-TONE, því eftirliking-
ar eru árangurslausar.
stór-stúkunnar, eru víst ánægðir með
flest.
Nú er að koma timi til að vakna,
__tími til að tala. Tími til að hrópa.
Það er kominn tími til að blóð
þeirra, sem fallið hafa fyrir eitur-
eggjum vínsins, komi yfir þá seku.
Þeir, sem með vopnum vega skulu
fyrir vopnum falla. Hefndin hróp-
ar í himininn. Eða máske ekkert sé
að. Máske tslendingar hafi ekki um
nein sár að binda. Engar ekkjur
drykkjumanna. Engar grátandi
mæður. Engin föðurlaus drykkju-
nxanna börn. Engin harmþrungin
systir. Engin sorgbitin utinusta.
Það er margt fleira að nú á tim-
um, en ofdrykkjan, ]xað er satt.
En skal þá böli bætt á böl ofan?
Læknar eitt böl annað böl? Ekki
mun prestinum, sem talaði liafa
fundist það.
Nú stendur yfir alheims atvinnu-
leysi, hungur og vonleysi. I mörg
ár er búið að vara við þessu ástandi.
Nú er það kornið. Bindindismenn
hafa barist á móti vínsölu og of-
drykkju. Þeir hafa beðið um hjalp.
Þeir hafa beðið löggjöfina, visind-
in, kirkjuna, alþýðuna, en ,enga á-
heyrn fengið. Og svo er þeim bnxl-
að um að bindindi sé gagnslaust og
þeir heimskir draumóramenn. Og
svo hafa sumir þeirra farið að trúa
þvi sjálfir og lagt árar i bát,—bara
leikið sér að málefninu—verið á-
nægðir með að spjátra með merkið
um hálsinn á einlægum ferðalögum,
sjálfum sér til ímyndaðrar dýrðar.
Og alþýðunni til skemtunar.
Nú er hörmunga tíð. Hér selur
stjórnin okkar áfengi i nafni alþýð-
unnar. Á almenningskostnah legg-
ur hún tálsnörur fyrir syni vora og
dætur. Tukthúsin eru full af
drykkjumönnum og glæpamönnum,
sem framið hafa glæpi í ölæði. Og
svo eru þúsundir atvinnulausar og
svelta, en bjórknæpur og ólöglegar
svínastíur eru opnar. Landsstjórn-
in fæðif tugi þúsunda, — hundruð
þúsunda að nafninu til, en selur á-
fengi þeim sem enn hjara án sveitar-
styrks. ]
Þetta er sá tími, sem reynir á þol
manna. Þeir, sem nú geta sofið,
ættu að vera sofnaðir að eilifu. Nú
er ekki timi til að gráta, þó gráts-
efnið sé ærið nóg. Nú er tími til
að hefjast handa. Reyna eitthvað.
Hugsa upp ráð. Ræða málin saman.
Nú gildir orðtakið: allir eitt! Nú er
tími til að spyrja: Hvað myndi
Kristur segja, ef hann stæði xneðal
vor ? Nú er ekki úr vegi að spyrja:
Hvað vill kristinn maður gera? Er
nokkur maður kristinn nú á dögum ?
Hvað er að vera kristinn maður?
Hver vill svara þvi í hjarta sínu?
Hvað megnar heilinn án hjartans?
Er upprisa i nánd? Upprisa mann-
dómlegrar menningar. Tákn tím-
anna benda í þá átt. Annað hvort
verður nú inn manndómlegi maður
að tísa upp eða öll vor menningar-
tilraun er til dauða dænid um alla
eilifð. Þeir, sem ekki sofa vita að
svona er ástandið alvarlegt á þess-
ari stundu. Og án bráðra og rót-
tækra athafna getur engin upprisa
átt sér stað.
íslendingar ! Vaknið nú og hef j-
ist handa; gjörið yðar hlut—alt sem
þér getið. Það er yðar hlutverk.
Ekkert minna en það.
Á. B. Benedictsson.
FJARPEST
geisar nú í Rangárvallasýslu, eink-
um i Landeyjum og hrynja ær niður.
Valda veikinni garnaormar og
lungnaormar. I haust var sýktu fé
gefið inn meðal frá N. P. Dungal
lækni við þessari veiki og virtist því
batna, en i vetur og einkutu i vor
hefir veikin tekið sig upp aftur og
kenna menn nokkuð um lélegum
heyjum.—Mbl. 15. júni.