Lögberg - 13.09.1934, Side 7

Lögberg - 13.09.1934, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. SEPTEMBBR, 1934 7 Þuríður Indriðadóttir Long Fædd 21. júní 1859; dáin 13. júní 1934 Hún var stór og sterk í flestu, störfum sínum brást hún eigi.” Grímur Thomsen. Árstíðirnar vekja mismunandi tilfinningar. Vorinu fylgja vaknandi vonir; sumrið flytur sigrandi starfsþrá; haustinu er samfara djúp og dulræn viSkvæmni. Á vorin vaxa laufin á limi skógarins og þéttast smátt og smátt dag frá degi þangaÖ til hann er orðinn allaufgaður. Þannig stendur hann lífrænn og limprúður þangað til fyrstu laufin falla—og svo falla þau hvert af öðru—þá er' komið haust. Þegar farið er eftir kenningu Einars Benediktssonar og augun látin aftur til þess að geta séð betur, og þannig litið yfir liðna æfi vor íslendinga hér i álfu, þá hljóta að vakna hjá oss sams konar tilfinningar og þær, sem árstíðirnar skapa. Þegar vér fylgjum til grafar einum samferðamannanna, sem vér höfum þekt lengi—og þegar vér jafnframt íhugum hversu tíðar þær grafargöngur hafa verið síðustu árin, þá minnumst vér þeirra vordaga þegar starfið var hafið með vakn- andi vonum; vér sjáum sumaræfi frumbyggjanna með hinu sigursæla þreki—og svo horfum vér nú á fallandi blöð hinna bliknandi runna, þar sem innan skamms standa aðeins eftir örfá hinna fyrstu trjáa. Og hjá því er ekki hægt að sleppa að söknuður fylgir falli “frumskóganna,” jafnvel þótt aðrir enn þá fegri rísi upp af rótum þeirra; því það er sígildur sannleikur, sem Guðmundur skáld Guðmundsson sagði að: “Sama rósin sprettur aldrei aftur, þó önnur fegri skreyti veginn þinn.” Þuríður Indriðadóttir Long var fædd 21 júní árið 1859, í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu á íslandi. Foreldrar hennar voru þau Indriði bóndi Davíðsson og Friðbjörg Einarsdóttir kona hans. Ólst hún upp hjá þeim þangað til hún var 14 ára; þá misti hún föður sinn. Dvaldi hún eftir það hjá Þórði Guðjóhnsen á Húsavík um nokkurn tíma, en fluttist þaðan fyrst til Mývatnssveitar og síðar til Hólsfjalla. Árið 1889 flutti hún til Vesturheims, en hafði þá verið um tíma i Reykjavík hjá Pétri biskupi Péturssyni. Kom hún beint til Winnipeg og átti þar heima alla æfi síðan. Á jóladaginn 1897 giftist hún eftirlifandi manni sínum Bergsveini Matthíassyni Long; er hann ættaður úr Reyðarfirði í Suður-Múlasýslú. Bjuggu þau hjón fyrst á Elgin Ave., síðar á Maryland St. og síðast um Iangan tíma á Alverstone St. Bergsveinn er listasmiður og smíðaði sjálfur öll húsin, sem þau bjuggu í; áttu þau hjón jafnan hið prýðilegasta heimili. Þeim varð þriggja barna auðið; það fyrsta, sem var drengur, mistu þau, en tvö eru á lífi: Georg Frímann verk- fræðingur í Chicago, kvæntur hérlendri konu, og Friðbjörg Jóhanna, gift Victor Jónassyni, er hann sonarsonur Jónasar Helgasonar tónskálds; þau lijón eiga nú heima í húsi foreldra hennar á Alverstone stræti og er faðir hennar þar hjá þeim. í>rjú systkini hinnar látnu eru á lífi: Mrs. Jóhanna Ólafs- son í WSnnipeg, Mrs. Hólmfríður Friðriksson í Blaine og Sig- tryggur Indriðason í Árborg, Man. Árið 1918—inflúenzuárið—veiktist Mrs. Long alvarlega, og fékk aldrei fulla heilsu eftir það. Hún lézt á Almenna spítal- anum í Winnipeg 13. júní 1934, og var þá rétt 75 ára gömul. Þuríður Long var sannkallaður kvenskörungur og auk þess “drengur góður” eins og sagt er um Bergþóru konu Njáls. Hún var gædd frábæru þreki og starfskröftum, sem hún beitti bæði í þarfir heimilis síns og þeirra málefna, sem hún tók ástfóstri við. Var það fyrst og fremst bindindismálið. Hún var starf- andi og leiðandi i stúkunni Heklu um f jörutíu ára skeið og má ýkjulaust fullyrða að þau hjón hafi átt sér fáa líka að einlægni, áhuga og dugnaði í þeim málum. Auk þess var Mrs. Long ' starfsöm mjög i Skjaldborgarsöfnuði meðan hann var við lýði, undir umsjón hins vinsæla kennimanns séra Rúnólfs Marteins- sonar. En þótt hún tæki mikinn þátt og góðan í þessum málum vann hún samt aðallega heimilinu og lagði fram krafta sína því til heilla; fylgdist þar að dugnaður og ráðdeild, og var heimilið hið allra myndarlegasta. Áttu þar margir hinna yngri athvarf um skemri eða lengri tíma, bæði piltar og stúlkur—sérstaklega námsfólk, sem var þar ár eftir ár. Leit Mrs. Long eftir hag þess og þægindum eins og hún væri móðir þess. Hin látna var bókelsk kona og hafði lesið ósköpin öll af íslenzkum ljóðum, sem hún'kunni mörg utanbókar; áttu þau þar sammerkt hjónin, því Bergsveinn er hinn mesti bókavinur, eins og alt hans fólk. Mrs. Long var samhent manni sínum í hvívetna, og þegar hann misti heilsuna, fyrir nokkrum árum, stundaði hún hann með hinni mestu alúð og nákvæmni, þangað til kraftar hennar voru með öllu þrotnir. Hér hefir vissulega horfið úr hópi íslendinga vel gefin kona, gædd kjarki hinna íslenzku fornkvenna og auk þess góð móðir og trú eiginkona. Sig. Júl. Jóhannesson. l|llilii.liiii|i""^niii,i:. .,liiii,.,ii;iiiiiiiiii]iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii;iiiiiiiiiiiiii!iiiiii;iiiiiiiiiii;iiiiiiiiii;ii;iiiiiiiii ...iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRT AVENUE AND AEGTLE STREET. WINMPKG, MAN. PHONE 95 551. Safnað af G. Hjartarsyni, Steep Rock, Man. O. J. Olson, $6.00; Sigriður Rob- Ferðasaga (Framh. frá bls. 2) með að halda tárunum til baka. Um kvöldið keyrði hún mig til Olsons og sótti töskuna mína. Næsti dagur var 23. desember, og var sannkallaður happadagur. Eg mætti úti á götu stúlku, sem eg hafði aðeins kynst í Rochester, og bauð hún að lána mér 5 dali, sem eg með gleði þáði, helst vegna þess að mér var mjög mikið áhugamál að borga Mrs. Olson næturgreiðann. Seinna þennan sama dag gekk eg niður i búð og sé eg þá hvar svertingi kem- ur eftir götunni. Eg tek eftir þvi að hann ber þósttösku. Eg gaf mig á tal við hann. Hann sagðist þekkja íslenzka fjölskyldu þar skamt frá, en sér væri ekki leyft að gefa neinar upplýsingar um verustaði fólks. Hann hefir víst séð undrunarsvip- inn, sem kom á andlit mitt, því hann bætti við: Það er á móti lögunum hér. — Ekki vil eg að þú brjótir lögin mín vegna, sagði eg og gekk á burt. Eg var aðeins komin nokk- ur skref, þegar hann kom á eftir mér og spurði hver væri ástæðan til þess^að mig vantaði að finna ís- lendinga. Eg sagði honum eins og var. Þá benti hann mér á stórt hús sem stóð uppi á hæð þar skamt frá, og segir: í þessu húsi búa áreiðan- lega landar þínir; og bætir svo við um leið og hann fór—ágætis fólk. Eg verð að geta þess að eg hefi alt af haldið mikið af svarta litnum, enda reyndist hanji mér vel í þetta sinn. Eg gekk rakleitt upp að hús- inu og drap á dyr, og var þeim lok- iö upp af Mrs. J. Þorbergsson. Þarna hitti eg ekki aðeins landa, heldur einnig reglulega, íslenzka gestrisni. Til þessara hjóna var eg alt af velkomin, meðati eg dvaldi í Los Angeles. Þau sögðu mér að skamt þar frá byggi íslenzk kona, sem héti Mrs. Ortner, og vegna þess hve vel kunn og kynt hún væri í borginni, þá væri ekki ómögulegt að hún kynni að geta útvegað mér eitthvað að gera; hún væri ágætis kona og hefði oft hjálpað vinnulaus- um stúlkum að fá atvinnu. Daginn eftir, sem var 24. desem- ber, heimsótti eg Mrs. Ortner, og bauð hún mér strax til sín, og til hennar flutti eg á jólakvöldið. Hjá þeim hjónum var eg til 28. desern- ber, að Mrs. Ortner útvegaði mér vinnu úti í Hollywood, hjá enskum hjónum, og átti eg að líta eftir barni þeirra, tveggja ára stúlku. Hjá þessum hjónum var eg til 4. júní, að eg fekk ferð alla leið til Winni- peg, með systur Mrs. Ortner. 'Einn dag, nokkuð löngu eftir að eg kom í þessa vist, kallaði Mrs. Ortner mig í síma og sagði mér að Mr. og Mrs. A. Thorgrímson, sem væri góðir kunningjar sínir, ætluðu að hafa spila-“party” næsta laugar- dagskvöld, og æsktu eftir að það kæmu sem flestir landar, og gat þess um leið að eg mundi hafa skemtun af að vera með og eg mundi kynn- ast þar löndum. Þangað fór eg og skemti mér ágætlega. Þar var spil- að sungið og dansað og eg er viss um að þaðan fór enginn svangur heim. Á meðal þeirra, sem eg hitti þar voru þau Mr. og Mrs. Skúli Bjarna- son, og buðu þau mér að heimsækja sig áður en eg færi til baka aftur, og það gerði eg. Mr. Bjarnason beið þar sem eg átti að fara út úr sporvagninum, til þess; að fylgja mér heim til sin. Þau hjón eiga indælt heimili rétt utan við Los Angeles. Hjá þeim dvaldi eg allan eftirmiðdaginn og langt fram á kvöld. J5vo fylgdi Mrs. Bjarnason og synir þeirra mér heim, og keyrði eldri drengurinn bílinn. Eg dáðist að hve gætilega hann keyrði, jafn- ungur. Einnig heimsótti eg Tóhann Bjarnason, sem lengi bjó i Winni- peg; hann býr hjá börnum sínum; þau eiga mjög skemtilegt heimili. Þau tóku mér ágætlega vel. Síðustu þrjá dagana dvaldi eg hjá Mr. og Mrs. A. Thorgrímson, þar var eg sannarlega heima hjá mér. Þau hafa sérstakt lag á því, hjónin, að láta manni líða svo ein- staklega vel meðan maður er hjá þeim. Mrs. Thorgrímson og dætur hennar tvær eyddu sínum eftirmið- deginum hvor til þess að fara með | mig um borgina og sýna mér það I markverðasta. Enda eg svo þessar línum með kærri kveðju og þakklæti til allra fslendinga, sem eg kyntist á þessu ferðalagi. Lína- Gillis. ATH.'—Það sem aðallega kom mér til að skrifa þessar línur var það, að gefa litla skýringu til þeirra, sem hafa þreytt heilann á að húgsa um hvaðan eg hafi haft peninga í alt þetta ferðalag.—L. G. LISTI yfir gjafir í jarðskjálftasjóðinn Áður auglýst .............$494.05 Júl. Jónasson og fjölskylda Winnipeg ...................5-°° Mrs. W. Thorsteinsson, Wpg. 1.00 Oddbj. Magnússon, Winnipeg 3.00 Miss H. Kristjánsson, Wpg. 2.00 Agnes Gunnlaugsson, Wpg. 1.00 J. G. Johnson, Winnipeg .... 2.00 Olga Sigriður Dalman, New York............... 2.00 Saftíað af Guðna Brynjólfssyni, Churchhridge, Sask. og Jóni Gíslasyni, Bredenbury, Sask. John Gíslason, Bredenbury, $1.00: Björn Thorbergson, Bredenbury, $1.00; Guðgeir Eggertsson, Breden- bury, 50C; Kristján Kristjánsson, Bredenbury, 50C; E. Gunnarsson, Bredenbury, 25C; Mrs. E. Gunn- arsson, Bredenbury, 25C ; Sveinbjörn Gunnarsson, Bredenbury, 25C; E. G. Gunnarsson, Bredenbury, 250; G. J. Markússon, Rredenbury, 50C; T. Thorbergson, Bredenbury, 50C : Mr. og Mrs. G. F. Gíslason, Bredenbury, 50C: K. Johnson, Bredenbury, 50C; Ónefndur í Bredenbury, 50C; Bína Anderson, Bredenbury, ioc; S. Loptson, Bredenbury, 50C; Mrs. C. Thorwaldson, Bredenbury, 25C; H. Loptson, Bredenbury, 25C; H. O. Loptson, Bredenbury, 50C; S. Svein- son, 25C: Ingvar O. Gíslason, Bred- enbury,25c; Séra S. S. Christopher- son, Bredenbury, 50C; Miss G. Christopherson, Bredenbury, 50C; Mrs. Kristín Johnson, Churchbridge, 50C; John E. Johnson, Churchbridge, 25C; Oli E. Johnson, Churchbridge, 25C; Hermann Sigurðsson, Church- bridge, 50C; Mrs. G. Gunnarsson, Churchbridge, $1.00; Ingi Laxdal, Clnirchbridge, 15C; Mr. og Mrs. Th. Laxdal, Churchbridge, $1.25; Mrs. E. Einars, Churchbridge, 250.; Mr. og Mrs. S. Bjarnason, Church- bridge., 50C; Mr. og Mrs. A. John- son, Churchbridge, 50C; Mr. og Mrs. E. A. Eyjólfsson, Churchbridge, 50C; K. Eyjólfsson, Churchbridge, $1.00; Mrs. A. Árnason, Church- bridge, 30C; J. A. Eyjólfsson. Churchbridge, 25C; Gísli Árnason, Churchbridge, 50C; E. Hinriksson, Churchbridge, $1.00; Mr. og Mrs. B. E. Hinriksson, Churchbridge, 50C; G. Sveinbjörnsson, Church- bridge, 25C; Mr. og Mrs. M. Magn- ússon, $1.00; W. Magnússon, Churchbridge, 50C; Mr. og Mrs. O. Gunnarsson, Churchbridge. $1.00; Mr. og Mrs. August Magnússon, Churchbridge, 50C; Mrs. B. Thor- leifsson, Churchbridge, $5.00: R. E. Hedman, Clnirchbridge, 25C: T. S. Valberg, Churchbridge, $1.00; Har- old yalberg, Churchbridge, 25C; Björn S. Valberg, Churchbridge, 25C; Mr. og Mrs. K. O. Oddson, Churchbriclge, 50C; Mr. og Mrs. H. Marvin, Churchbridge, 50C; Mr. og Mrs. Westman, Churchbridge, 30C; ,1. Hinriksson, Churchbridge, $1.00; Mrs. M. Hinriksson, Churchbridge, 50C; A. O. Olson, Churchbridge, $1.00; Mrs. G. S. Breiðfjörð, Churchbridge, $x.oo; Pálína .Tohn- son, Churchbridge, $1.00; G. C. Helgason, Churchbridge. $1.00; M. Sveinbjörnson, Churchbridge, 50C, Mr. og Mrs. G. Sveinbjörnsson, Churchbridge, $1.00; O. Svein- björnsson, Churchbridge, 25C; Ingi- björg Westman. Churchbridge $1.00; T. B. Johnson, Churchbridge, 50C; Mrs. Ingibjörg Rjörnsson, $1.00; Jón Valberg, Churchbridge, $1.05; Magnús Bjarnason, Church- bridge, $1.00; Guðni Brynjólfsson, Churchbridge, $1.00; Karolina Gunnarsson, Churchbriclge, 25C. Alls.............$43-U Safnað af Jónasi Ólafssyni, Arnes, Man. Mr. og Mrs. Ólafsson, Arnes, $1.00; Pálmi Lárusson, Gimli, 50C; G. Thorkelsson, Nes, $1.00: Fred Johnson, Gimli, 25C; Björn Thor- kelsson, Nes, 25C; H. Thorkelsson, Girnli, 25C; K. Thorkelsson, Nes, 25C; Lítið ítak, Nes, ioc; A. Sig- urðsson, Árnes, 25C; Valdi Jónas- son, Árnes, 25C; Óli Jónasson, Árnes, 25 ; Thorey Jónasson, Árnes, 25C; Ólafur Jóúasson, Árnes, $1.00; Mrs. Anna Helgason, Árnes, $1.00; Lena Johnson, Árnes, 15C; Mrs. Leifi Helgason, Árnes, 25C; Axel Melsted, Árnes, 25C; Mr. og Mrs. F. Helgason, Árnes, $1.00: P. B. Pétursson, Árnes, 50C; Th. Peter- son, Hnausa, 25C; Mrs. G. Johnson, Árnes, 50; Guðm. EUasson, Árnes, 25C; Mrs. Margrét Elíasson, Árnes, 25C; Guðrún J. Thorkelson, Árnes, 5oc; Kristjana M. Thorkelson, Ár- nes, $1.00; Jón J. Thorkelson, Ár- nes, 2$c; Jóna Thorkelson, Árnes, ioc; Mr. og Mrs. S. J. Thorkelson, Árnes, 55C; Metta G. Thorkelson, Árnes, ioc; Guðr. K. Thorkelson. Árnes, ioc; Júlíanna E. Thorkelson, Árnes, ioc; Fríða Thorkelson, Ár- nes, ioc; Sigurjón Thorkelson, Ár- nes, ioc; Kristján H. Thorkelson, Árnes, ioc; Jón Jónasson, Árnes, 25C; Hjörtur Guðmundsson, Árnes, $1.00; H. Sigurðsson, Árnes, $1.00. ertson, $1.00; Ingim. Erlendson, $1.30; John Thorsteinson, $1.00; Mrs. H. E. Snidal, $1.00; Jón Stef- ánsson, $1.00; F. E. Snidal, $5.00; K. N. Snidal, $1.00; G. Hjartarson, $4.00. Alls............$21.30 Alls í sjóði.....$5$9-53 Orð til Sveins Kæri fornkunningi, Sveinn Á. Skaftfeld. Eg las eftir þig mjög skemtilega grein í Hkr. (5. sept.). Við hana langar mig til að gjöra tvær smá-athugasemdir. Önnur er sú að eg “vilji hella úr reiðiskálum mínum yfir vestur-íslenzku skáldin, en lyfta undir Pétur.” Þessi álykt- un þín er ekki rétt. Það eru leir- skáldin, sem eg beini örvyun mínurn að, en þó aðallega aö ritdómurum vorum. Sérstaklega fyrir hlutdrægni þeirra. Hin aths. er viðvikjandi ristj. Lögbergs, Stefáni Björnssyni. Hann hefði aldrei látið frá sér annan eins ritdóm og þú vitnar i. Stefán var ekki i bænum þegar þessi umræddi ritdómur var birtur. Höf. hans var þáverandi aðstoðar- ristj. Lögbergs. En Stefán hlaut að eins heiðurinn af að bera ábvrgð á þessum fagra gimstein íslenzkrar ritvizku. S. B. Benedictsson. Alls.............-$15-25 — - INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS M. Elíason Amaranth, Man .... B. G. Kjartanaon Akra, N. Dakota . B. S. Thorvardson Árborg, Man - Árnes, Man Baldur, Man ■ Bantry, N. Dakota 1 Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Thorgeir Simonarson ! Bredenbury, Sask • Brown, Man J. S. Gillis Cavalier, N. Dakota.... Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask ...» J. G. Stephanson ; Darwin, P.O., Man. ... Edinburg, N. Dakota... Elfros, Sask .. .Goodmundson, Mrs. J. Hi I Garðar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota .... Hayland, P.O., Man. ... Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man I Ivanhoe, Minn Kandahar, Sask Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn [ Mountain, N. Dak S. J. Hallgrimson Mozart, Sask Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Point Roberts, Wash.... Red Deer, Alta Revkjavík, Man Riverton, Man Björn Hjörleifsson Seattle. Wash J. I. Middal ! Selkirk, Man W. Nordal Siglunes, P.O., Man. . J. K. Jonasson ] Silver Bay, Man........ Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðjr, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipegosis, Man.... Finnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.