Lögberg - 01.11.1934, Side 5

Lögberg - 01.11.1934, Side 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBEB, 1934. 5 \ l Baldvin Halldórsson ZIG'ZAG CiGARETTE PAPERS “Fuillkomna bókin” NÝ—þægilega SJÁLFVIRIv vasabók — Betri kaup. Enginn afgangur—Síðasta blaðið jafngott því fyrsta. Hefir jafn- mörg blöð eins og stóru tvöföldu bækurnar. Beztu sigarettu blöð, sem búin eru til Allir eitt Nú er sá tími árs og óværöar er allir keppast við að komast í em- bætti—eitthvert embætti. Allir vilja stjórna öðrum og gjörðum þeirra, þó fæstir kunni að stjórna §jálfum sér og sínum gjörðum. Sumir vilja verða sýslumenn eða oddvitar, aðr- ir hreppstjórar eða hreppsnefndar- menn, aðrir ráðendur eða meðráð- éndur mentamála, enn aðrir héraðs- þingmenn eða ríkisþingmenn, og enn nú aðrir sem vilja jafnvel verðá kóngurinn eða keisarinn sjálfur. Allur þessi skari þeysir fram undir allra handa nöfnum—eða ó- nöfnum, lá mér við að segja—svo lítt er mögulegt að átta sig á, hver sé hver, eða hvað hann vill eða mein- ar, nema maður sé nákunnugur manninum persónulega. Þessi flokkanöfn—ef svo má nefna það —eru sum svo villandi, að i gönur getur leitt sérfróða menn í feðra- tali og ættarfylgjum þessara skrípa- nafna. Fylgja oft þessum glund- roða þau eftirköst, að vitlaus mað- ur kemst i vitlaust embætti, eins og viö komumst svo heppilega að orði á vestur-íslenzku. Og er eg þá kominn að efninu, og skal því byrja á byrjuninni. Það er mesti sægur manna að sækja um bæjarstöður hér i Win- nipeg, og ber þeim flestum saman um eitt, að þeir séu hæfastir að stjórna borgar-gnoðinni og verja hana strandi, og að það gangi glæpi næst, að fela þá stjórn nokkrum öðrum en sér. Margir af þessum mönnum eiga sammerkt við hina áðurnefndu i því, að þeir koma fram undir alls konar nöfnum, og surnir liklega alveg nafnlausir — þykjast vera óháðir öllum og öllu; já jafnvel ábyrgðarlausir fyrir guði og mönnum. Innan um alt þetta moldviðri rekst eg á manninn, er eg helga þessar linur. Að eg vel hann úr hópnum kemur til af tvennu: fyrst, að hann er einn af oss — landi vor —og annað, að hann hefir sýnt og sannað, að hann er fyllilega þvi starfi vaxinn og þeim vanda, er þvi fylgir, að annast hag borgarbúa yfirleitt, og vera sanngjarn i dóm- um sínum og framkvæmdum, þó hugmyndin kæmi úr öðrum herbúð- um en þeim, er hann telst til. Mað- ur þessi er Victor B. Anderson. Victor hefir um nokkur undanfar- in ár sótt um bæjarráðsstöðu hér í Winnipeg, undir merkjum verka- mannaflokksins, og einu sinni sem fylkisjþingmaður i nafni sama flokks. Hann er einn af þeim fáu, sem hægt er um að segja með sanni, að aldrei hafi seilst um öxl sér eftir flokksheiti. Hann er sjálfur hand- iðnarmaður og er þeirra hnútum kunnugastur, enda hefir hann skift sér mest af málum verkamanna um dagana. Framarlega hefir hann staðið í þeirra sveit og þar stendur hann enn.—Til að fyrirbyggja all- an misskilning, skal eg taka það fram, að Victor er enginn einhliða flokksmaður, hann hefir sýnt það hvað í senn, að hann hefir látið sig það litlu skifta hvaðan gott kom, og ætíð léð þvi fylgi, sem heildinni var fyrir beztu, að hans áliti; enda er maðurinn gagnkunnugur öllum þeim málum, sem snerta landsins gagn og nauðsynjar, og mun leitun á jafn fróðum manni um landsmál yfirleitt ■\em Victor er, þeirra er aldrei haf " haft annan tíma að fræðast og menta sig en kveldstundirnar einar. Fyrir tveimur árum náði Victor kosningu í bæjarráðið hér í Win- nipeg, og nú hefir hann enn verið útnefndur af sínum flokki, sem merkisberi þeirra í sömu kjördeild og í hittiðfyrra. En svo heppilega vill til, að það er einmitt þar, sem flestir fslendingar búa í þessum bæ. Hvernig menn yfirleitt líta á starf og framkomu Victors í bæjarstjórn- inni þessi tvö ár, sem hann hefir átt þar sæti, er mér ekki kunnugt, en eitt er víst, að engan hefi eg heyrt hallmæla þeirri frammistöðu, og er þá mikið sagt, því flestum mun sá eiginleiki meðfæddur, að sjá og tala um flísina í síns bróður auga. Og hitt mun einnig satt, sem fullyrt er, að aldrei hafi hann komið fram á móti málum verkamanna, heldur ætíð verið boðinn og búinn að veita í þínu ljóði’ ei marks er mist, mjúkt er óður spunninn. Djúpt var þjóðar þroski og list þér i blóðið runninn. I. Breytast sköp í skyndi Skelfur lif á þræði. Visin blöð í vindi veina á nöktu svæði. Fjör er lagt í læðing. Lífinu fölnar bráin. Breyttur er blær í næðing. Baldvin skáld er dáinn. II. Háttar líf á hausti húmsins undir væng; ljóss í ljúfu trausti leggst í búna sæng. Hvi mun hugann lcala? Hefur ei vonin skjól? Fræ í djúpum dvala dreymir vor og sól. III. Örbirgð upp þig fæddi útlægan frá skólum. þeim lið bæði ljóst og leynt, er sam- vizka og sanngirni leyfðu honum það. Victor er að eðlisfari ósérhlíf- inn og greiðugur, enda mun hann hafa hlaupið margt sporið, þessi síðustu tvö ár, í þarfir þeirra, sem til hans hafa sótt um liðsinni, og fáir munu þeir vera, er gengið hafa bónleiðir til búða af þeim fundum. Langflestir íslendingar hér í borg eru verkamenn—verkamenn í orðs- ins fylsta skilningi—og það er Vic- tor Anderson líka, eins og áður er að vikið. Hefir hann unnið að iðn sinni um mörg undanfarin ár hjá sama félaginu sem formaður í verksmiðj- unni. Félag þetta samanstendur af þeim Vestur-íslendingum, er drjúg- an þátt hafa tekið í ýmsum opinber- um málum og áunnið sér heiður og viðurkenningu hérlendra manna eigi síður en landa sinna. Aðalráðsmað- ur félagsins hefir um mörg ár verið sá maður, sem telja má einn hinn skylduræknasta mann, sem völ er á meðal vor, jafnt við sjálfan sig sem aðra, og mun óhætt að fullyrða,—þó hann sé enn á lífi—að hann megi ekki vamm sitt vita í neinu. Fyrir og með þessum mönnum hefir Victor unnið, eins og áður var sagt, og ætti það að vera næg sönnun þess, að hann sé góður verkmaður, og þeim vanda vaxinn, að kunna að segja fyrir verkum og stjórna öör- um, eigi síður en hinu, að hann komi sér vel við yfirboðara sem undir- gefna, enda er maðurinn samvinnu- þýður mjög og prúðmenni í allri umgengni, þó hann sé fastur á fneiningu sinni við hvern sem i hlut á. Það er skylda hvers íslendings hér í landi, að hlúa að þeim lönd- um sínum og hjálpa þeim með at- kvæði sínu og umtali, er virðast vera hæfilegir að geta tekið þátt í stjorn og störfum lands og sveita- mála, er þeir gefa kost á sér i opin- berar stöður; en eigi verður skyld- an minni er þeir landar eiga í hlut, sem hafa sýnt og sannað, að þeir eru fyrirmynd annara í ráðdeild og stjórnsemi opinberra verka, og sem hafa komið fram sjálfum sér og sínum til sóma í hvívetna. Einn þeirra landa okkar er Victor B. Anderson. Jæja, eg slæ þá botninn í, með þeirri ósk og von, að landar mínir í annari kjördeild noti allir atkvæð- isrétt sinn við næstu bæjarstjórnar- kosningar og greiði allir Victor B. Anderson atkvæði númer eitt. Amen—það er útlagt: já, já, svo skal vera. Sveinn Oddsson. Innanríkisráðherrann í Ungverja- landi hefir gefið út reglugerð, sem bannar stúlkum undir 17 ára að aldri að koma á opinbera dansleiki eða veitingahús nema einhver eldri og ráðsettari kvenmaður sé með þeim. Æsku útþrá næddi oft að baki hólum. Stopul gerðust gæðin, gott var þó á milli, þar hafa þjóðleg fræðin þroskað vit og snilli. Villugjörn er vistin, varð í heimþrár skugga útilegu listin ljós mér setti í glugga. Götuna geisla-beinu gekk eg huga fúsum. Færra er nú einu af þeim sæluhúsum. Stutt en kær var kynning, kveðið margt af ljóðum. Geymi eg mæta minning af manni og vini góðum. Hér þó slitni slóðin slitna ei óskaboðin: Ljúfmenskuna og ljóðin launi þér heilög goðin. Skuggar allir yfir grund, austur falla héðan. Vonin kallar vina fund; vertu sæll á meðan. Árið 1909 átti eg heima hér í Reykjavik, en var um sumarið boð- ið að koma norður að Ási í Hegra- nesi. Þar bjó þá frændi minn, Guðumndur Ólafsson, ásamt Jó- hönnu konu sinni; voru þeir bræður Guðmundur og Björn augnlæknir. Þegar eg hafði dvalið um hríð í Ási, kom þangað Trausti bústjóri á Hólum í Hjaltadal, og bað mig að koma til sín i kaupavinnu. Varð það að samningum, að eg fór að Hólum. í dvalartima mínum þar, sem mér leið ágætlega vel eins og í Ási, kom það fyrir, að sóknarprest- inn, séra Guðbrand Björnsson i Við- vík, vantaði stúlku til heyverka. Vildi bústjóri hlaupa undir bagga, og lána þangað’ stúlku, en er hann nefndi þetta við hinar stúlkurnar neituðu þær allar að fara. Varð þá úr, að eg færi að Viðvík litinn tíma, og leið mér þar ágætlega. Iðr- aði mig ekki, að hafa orðið við þess- um tilmælum bústjóra, er sízt vildi þó biðja mig um að fara, sakir þess, að eg var öllum ókunnug í sveitinni. Þessar vikur, sem eg var í Við- við, eignaðist eg nýjan vin. Það var hestur, og aldrei nefndur annað en Sörli gamli. Átti hann mjög virðuleg kona, sem Þórey hét, Árnadóttir frá Kálfsstöðum, og var hún þá í húsmensku í Viðvík; mesta mannkosta kona og einstakur dýravinur. Eitt sinn hafði eg orð á þvi við Þóreyju, að mig langaði til að skreppa fram að Víðivöllum i Blönduhlíð; þar átti eg frændfólk og heimboð hjá því. Þórey bauð mér þá Sörla sinn; sagðist sjá að eg væri dýravinur og mundi þvi ekki misbjóða honum. Sörli var þá á tuttugasta árinu, mikill og fríður á velli, svo að mjög var eftir honum tekið; vel keppinn í samreið, og góður skeiðhestur. Eg lagði af stað á Sörla, og gekk ferðin ágætlega. Hafði eg langa stund samfylgd af mörgu fólki. sem var vel ríðandi. Var þvi farið all- geyst með köflum, en ekki var Sörla gamla um að vera á eftir, og var það ekki. Þótti mér þá of mikið á hestinn lagt og gisti á leiðinni. Þetta var síðari hluta stimars, og dimt um nætur. Segir svo ekki af þessari ferð minni fyr en eg héh heimleiðis. Frá Víðivöllum fór eg um kveld, og ferðinni heitið að Ási í Hegranesi; ætlaði eg að gista þar um nóttina, en þangað liggur leiðin yfir eystri Héraðsvötnin. Eru þar í Vötnun- um eyjur nokkurar og vaðlar á milli, sem vandratað er yfir. Þegar eg kom á eyju eina, sem heyjuð er frá Ási, var svo dimt, að eg viltist, og vissi lítið hvert halda skyldi. Eg réð þó ferðinni, og reyndi að halda áfram eftir beztu getu. En Sörla var vist um og ó að hlýða mér, því að mjög tregur var hann að fara þangað, sem eg beindi honum. Var eg og sjálf all-mjög kvíðandi um að hitta vaðið vestur yfir vaðlana. En brátt hvarf sá kvíði, því að Sörli gamli tók til sinna ráða, reif af mér tauminn, og lét eg hann þá með öllu sjálfráðan. Þar var Og ekki neitt hik á framkvæmdum, lagði hann ótrauður í Vötnjn, og farnað- ist vel. Hafði eg fyrir satt, að hann hefði fundið vaðið, þó að eg hefði enga hugmynd um hvar þess mundi að leita. Mér kom og ekki til hugar að taka af honum ráðin, er upp úr Vötnunum kom, enda leið ekki á löngu unz hann hafði skilað mér heim að Ási. Þar voru allir gengnir til náða fyrir góðri stundu, en þó gat eg gefið Sörla gamla góða töðu- tuggu. Þakkaði eg honum með mörgum og hlýjum orðum og klappi, hve giftusamlega honum hafði tekist að bjarga mér yfir Vötnin, er svo var komið fyrir sjálfri mér, að eg vissi ekki hvert halda skyldi. Sennilegast þykir mér, að Sörli gamli hafi skilið orð mín, er eg kvaddi á Víðivöllum, og sagði að eg ætlaði ekki lengra þá um kveldið en að Ási og gista þar. Hefði leið min legið krókalaust frá Víðivöll- um og út að Viðvík, hefði mig ekk- ert undrað vitsmuni hestsins og rat- vísi. En þar sem vegurinn að Ási lá þvert úr leið yfir vötn og vaðla, verð eg að álíta að Sörli gamli hafi sýnt frábæra vitsmuni, að halda ein- mitt að Ási, er hann fann, að hann var algerlega sjálfráður um stefn- una. Ólafía Klemensdóttir, Revkjavík^ —Dýraverndarinn. A morgun göngu Úti’ í haga einn eg geng, ekkert hug minn bindur. Leikur um minn ljóðastreng léttur sumar-vindur. Með sínu lagi Sólarljóð syngur blessuð Lóan,— þó skortir tóna í þann óð: ennþá vantar Spóann. Sál mín grípur söngva-feng hjá sunnanvindum þöndum, sem farið sé um fiðlu-streng fimum snillings-höndum. Sástu dýrri söngva-höll, söngsins mestu landa,— þar sem okkar fögru fjöll sem feiknar súlur standa? Þakka ykkur ljúflings-lag, loftsins farar góðir. Veit eg bezt að vera i dag vinda’ og fugla-bróðir. Eg vil elska fugla’ og fjöll og foldarblóm sem anga, verður þá min æfi öll eins og morgun-ganga. Kjartan J. Gíslason, frá Mosfelli. —Dýraverndarinn. Framfarir: Blekking virkileiki Brot úr ræðn eftir Henry Emerson Fosdic'k. “Vér höfum látið blekkjast af- hillingaljóma framfara-mikilæðis, ytri þæginda, mati á gæðum og dugnaði og óteljandi vísindalegum uppfyndingum. Vér höfum látið gabbast til þess að trúa þvi, að þetta væru framfarir, en það er ömur- leg blekking. Að hvaða gagni kem- ur það manninum eða þjóðinni, að eignast heilan heitn af slíkum hlut- um, en glata sálu sinni—sjálfum sér. Hve hátt gnæfa þau, þessi orð Krists, á slíkum tímum, sem nú er um að ræða.” “Ó, Meistari, það var einmitt, er þú heyrðir lærisveina þína tala um stórræði—hver þeirra væri mestur —að þú tókst lítið barn og settir mitt á meðal þeirra. Ger þú hið sama upp aftur og einmitt nú. Þess þörfnumst vér, þvi vér höfum til- beðið mikildóm.” “Það sem eg bið um, er almenn- ur, virkilegur siðferðislegur krist- indómur hversdagslífsins. — Hann er búinn að vera, segja sumir. — Einmitt það. Þá er líka siðmenn- ingin búin að bera, því það er ó- mögulegt að tala um sannar og virkilegar framfarir í heiminum, innan uin nútíma vísindalega þekk- ingu og krafta, án hinna grundvall- arlegu lundernisdygða, sem allar kenningar Krists snérust um. Aldr- ei hefir þörf heimsins hrópað hærra á þær, en einmitt nú, og aldrei hefir nauðsyn þeirra verið stærri.” Pétur Sigurðsson þýddi. —Kirkjublaðið. Nýjar símalínur í sumar hefir verið unnið mikið að stækkun símakerfisins og hafa verið lagðar sjö nýjar símalínpr. 1. Aðallína frá Borgarnesi yfir Brattabrekku til Búðardals og það- an héraðslinur upp í Haukadal og til Miðdala (Sauðafells). 2. Lína frá Staðarfelli að Skarði á Skarðsströnd, með álmu að Dag- verðarnesi. . 3. Lína frá Arngerðareyri að Melgraseyri. 4. Lína frá Stóra Fjarðarhorni til Broddaness við Kollafjörð i Strandasýslu. 5. Lína frá Sauðárkróki út að Hrauni á Skagatá. Jafnframt voru aðallínurnar færðar af Kolugafjalli ofan í Laxárdal. 6. Lína frá Egilsstöðum á Völl- um um Hróarstungu til Fossvalla, og þaðan upp Jökuldal til Skjöld- ólfsstaða. 7. Lín’a frá Torfustöðum í Bisk- upstungum að Geysi. Einkasimar hafa verið lagðir til ýmsra bæja, þar ámeðal frá Efra- Hvoli að Keldum og að Odda og Móeiðarhvoli á Rangárvöllum. Enn fremur stendur til að lagðir verði i haust símar til Hjörseyjar og að Straumfirði á Mýrum. Þá hefir landssiminn í sumar tekið við innanbæjarsimakerfinu á Akranesi, reist þar hús og lagt neðanjarðar- sima. Hefir símanotendum þar jafnframt fjölgaö um hérumbil helming, og sími og póstur hefir ver. ið sameinaður þar um leið. Á Siglufirði hefir verið sett upp firðtalsstöð, sem sérstaklega annast samband við fiskiskip, er hafa tal- stöðvar. Sams konar firðtalstöð mun verða sett upp á ísafirði i haust og á Austf jörðum næsta ár. Mbl. 7. okt. Fiskaflinn á öllu landinu var 1. október talinn 61,161,870 kg. miðað við fullverkaðan fisk. Er það nær 6J4 miljón kg. minna en á sama tíma í fyrra. í Sunnlendingafjórð- ungi rnunar einni milj. kg., O/2 milj. í Vestfirðingafjórðungi, 3.8 milj. í Norðlendingaf jórðungi, en um 100 kg. i Austfirðingaf jórðungi. Af öllum aflanum hafa erlend skip lagt á land 281,630 kg. Bókasafn Finns Jónssonar pró- fessors, er hann gaf Háskólanum, er komið hingað heim. Kom það með Brúðarfossi siðast. Einar Ól. Sveinssyni hefir verið falið að koma safninu fyrir i stofu einni i Alþingishúsinu, þar sem áður var bókasafn og lestrarstofa læknanema. Á Einar að gera skrá yfir safnið. En safnstofa þessi verður framveg- is lesstofa og vinnustofa fyrir nem- endur i norrænudeild Háskólans.— —Mbl. 5. okt. Bjarni Erlendsson á Víðistöðum í Hafnarfirði hefir fengið óvenjulega stórt hvítkál úr garði sínum í haust. Einn hvítkálshausinn vóg 4.480 gr. ~--yr - -w w 1 hsi rvi 1 COMMUNITj •* FiHEítf NOV. |SI N ov. löH H. Gtslason. Sörli gamli

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.