Lögberg - 01.11.1934, Qupperneq 6
6
LÖGBHRGr, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1934.
Heimkomni hermaðurinn
Þegar kallað var á hann til kvöldverðar,
fór 'hann sér að engu óðslega, heldur dragnað-
ist í hægðum sínum upp hinn bugðótta gang-
stíg; hann nam staðar svo að segja við ann-
aðhvert fótmál og leit um öxl á öldurnar, er
léku við ströndina, og hann strengdi þess heit
með sjálfnm sér, að alveg eins og það væri
víst að lýsihnettir hlikuðu á himninum, eins
hlyti hitt að vera óumflýjanlegt, að hann á
sínum tfma kæmi þangað niður og vætti að
minsta kosti fæturna í hinum salta sæ; um
það væri heldur ekki að villast, að fjallið
skyldi hann klífa unz hæsta hnjúknum vrði
náð; þar skvldi hann dvelja fram í rauða
nótt, eða eins lengi og honum gott þætti; hann
ætlaði að láta hugann dvelja við Kyrrahafið,
og virða fyrir sér í tunglsljósinu hinar mörgu
og margvíslegu silfurbrýr þess. Stundum
gat að vísu skollið á aftaka veður með feyki-
legum brimgangi; það var meira að segja
engan veginn óhugsandi að til þess gæti kom-
ið, að brimlöðrið teygði tunguna upp undir
fjallsbrún; óviðjafnanleg ægifegurð hlyti að
vera því samfara, er eldingarnar ryddu sér
veg um náttmvrkrið, og breyttu því í ljóshaf
á einu augnabliki; hann hafði einsett sér að
láta engar hamfarir náttúruaflanna hið nokk-
uð minsta á sig fá, 'heldur sitja á meðan sætt
væri á efstu gnýpunni og bera saman trylling
höfuðskepnanna við umbrotin í sinni eigin
sál. Það gat ekki hjá því farið að áreynslan
yrði launuð, kæmist hann á annað borð upp á
hæsta tindinn. Hann gekk áfram fáein fet,
nam svo staðar á ný, hvarflaði svo augum til
hafsins og gnýpunnar, er minti hann á há-
sæti; vera mátti líka að um raunverulegt há-
sæti væri þar að ræða, þar sem maður gæti
lært að skilja sjálfan sig,—orðið herra sálar
sinnar. Og jafnvel þó maður yrði nú ekki
einvaldur á gnýpunni nema svo sem klukku-
stund, þá væri þó óviðjafnanlega miklu meira
í það varið, en að hafa aldrei haft manflrænu
í sér til þess að láta sig dreyma það hátt.
Jamie settist svo að kveldverðinum, er
Margaret Cameron hafði framreitt handa
bonum; hann fann til sárrar þreytu í fótun-
um, eða að minsta kosti fanst honum það,
eftir gönguna á brattann; hann taldi sér trú
um að heilsunni hefði hnignað frá því hann
kom af sjúkralhúsinu; sennilega var það þó
eitthvað blandað málum. Vitaskuld gat hann
verið þreyttur og nokkuð eftir sig. En hvað
var það borið saman við hitt, að hafa öðlast
nýtt lítsýni og auðgast að andlegum þroska?
Meðan Jamie var að borða, fór Margaret
Cameron úr einu herbergi í annað, lagaði til
gluggablæjur og strauk í burtu rykbletti, er
fallið höfðu á hin fallegu gömlu húsgögn hér
og þar; hún rendi rannsakandi augum yfir
einn og sérlivern mun, til þess að ganga úr
skugga um hvort ekkert hefði færst úr lagi;
hún bar djúpa og varanlega virðingu fyrir
hverjum einasta hlut húsbóndans, er margra
ára umgengni hafði rótfest í huga hennar.
Nú kom hún híálfpartinn hvatvíslega út úr
dagstofunni, og henti sér niður á stól við
borðið ]>ar sem Jamie sat og var að ljúka
máltíð sinni.
“Þér skilst það væntanlega,>’ sagði hún,
“að eg hefi fengið mig meira en fullsadda
af áhyggjum og erfiði í dag; áhyggjum, er
beinlínis við kom koma mér sjálfri Pig á eitt
barn; eina dóttur, er ávalt var góð stúlka;
'henni gekk vel í skóla, og hún lauk kennara-
prófi sínu með ágætum vitnisburði; hún hefði
vafalaust fengið lífvænlega stöðu einhvers-
staðar hér í grendinni; eg á örðugt með að
gera mér grein fvrir því hversvegna hún
heldur kaus að leita sér atvinnu í fjarlægð
en í nágrenninu, og geta búið heima. Vera
má að henni hafi fundist heldur þröngt um
sig á litla heimilinu okkar, og að henni hafi
þótt nóg um Ihinar ströngu siðvenjur gömlu
konunnar og þrálátt umtal hennar um það,
livernig unga kynslóðin væri að fara í hund-
ana; eg er samt ekki viss um hvort það var
mér að kenna að hún fór í burtu; hygg miklu
fremur að það ha.fi verið Molly frænka henn-
ar, er kom því til leiðar. E|g er heldur engan-
veginn viss um að það sé rétt ályktað að unga
kynslóðin sé að fara í hundana; þó er það víst
alt af sagt mann fram af manni; eg man glögt
eftir því að móðir mín sagði þetta sarría um
stúlkurnar, ]>egar eg var ung; mér er það
ekki enn úr minni liðið er eg fór með elskhuga
mínum, manninum, sem eg giftist, á dans eða
útreiðartúr; þá kvað það venjulegast við að
rínga fólkið væri að úrkynjast eða verða að
ættlerum; hvort nokkuð var hæft í því eða
ekki, skal ósagt látið. Hvað sem því líður, þá
er eg áhyggjufull vegna Lolly; það var engu
líkara en hún byggi yfir einhverju, er hún
með engum hætti treystist til að segja mér
frá. Mér er það ekkert launungarmál, að lifi
býnugnameistarinn ekki af uppskurðinn,
verður dauflegt hér í umhverfinu. Við höfum
átt svo lengi samleið. Eg hefi oft og einatt
skroppið yfir til hans og hjlálpað honum til
þ(‘ss að koma öllu í röð og reglu á heimilinu;
hann hafði líka í staðinn hjálpað mér til við
margt; eg minnist ])ess einnig ljóslega, að
'þegar unga fólkið hafði brugðið sér út og
vakan virtist ætla að verða löng og þreyt-
andi, þá kom hann til mín og við styttum ihana
við samtal og spil. Hann var góður skákmað-
ur, og hafði vndi af því að tefla; þá list gát-
um við þó því miður ekki leikið; til þess
skorti mig íhygligáfu og skerpu. Hann sat
oft við arin minn og las fyrir mig upphátt
úr ýmsum gömlum og góðum bókum.” Nú
þagnaði hún snöggvast og leit til Jamie.
“Heyrðu mér! Hefirðu kjmt þér “De-
votions” eftir John Donnie?” “Já,” svar-
aði Jamie; “það hefi eg lítillega gert; hún
var í safni pabba míns; engum virtist
nokkrU sinni koma það til hugar að halda
bókum hans til haga 'handa mér. Ilann dó
meðan eg var í stríðinu; mamma var farin
nokkru á undan; alt, sem þau áttu var selt;
hvorki flík né Ihúsmunur eftir skilið handa
mér. Og “Donnie’s Devotions” fór sömu
leiðina. Eg veit ekkert hvað um hana varð;
sjálfur var eg veikur og hafði ekki rænu á
að leita hennar, og svo var eg skildingalaus
ofan í kaupið; eg varð að hýrast þar sem em-
l>ættismenn stjórnarinnar ákváðu að hola mér
niður. Eg get samt ljóslega giert mér í hug-
arlund, hvernig býflugnameistarinn muni
hafa verið ásýndum með blikið úr glæðunum
á andlitinu og Donnie’s Devotions” milli
fingranna.”
Margaret Cameron kinkaði hljóðlega
kolli. “Já,” sagði hún; “það má nú segja,
að hann dró dásamlegar myndir. Aldrei á
æfi minni áður hefi eg litið mvnd eða mál-
verk, er að efnislegri og andlegri fegurð komi
til jafns við býflugnameistarann . Eig vonast
til að þú dveljirþað lengi hérna eftir að hann
kemur heim, að þér veitist þess kostur að
gerkvnnast hinum andlegu ágætum hans;
það mundi verða þér til ómælilegrar blessun-
ar æfina á enda, að komast í kynni við slíkan
mann sem Michael Worthington, og verða
fyrir áhrifum hans. Dagblöðin eru full af
því, hvernig menn eigi ekki að vera; eg á enga
heitari ósk en þá, að sérhverjum ungum
manni mætti falla það í skaut, að dvelja, þó
ekki væri nema árlangt, hjá öðrum eins
manni og bvflugnameistaranum; læra að
skilja umburðarlyndi hans, víðsýni hans og
traustið á því, er við tæki handan elfinnar
miklu.”
“Hversvegna barðist Ihann þá svona á-
kaft á móti uppskurðinum ? ” spurði Jamie
hálf hikandi.
Margaret Cameron roðnaði snöggvast í
kinnum. “Til þess var að minsta kosti ein
gild ástæða, svaraði hún; liann var bugaður
af sorg, er hingað kom; hann hefir þó aldrei
skýrt mér frá því til hlítar hvernig í öllu lá;
eg hefi að minsta kosti tvisvar reynt að kom-
ast að kjarnanum; það var þegar hann var
að tala við smávöxnu persónuna eða litla
skátann; eg held að barninu sé kunnugt um
ástæðumar fyrir sorg hans; eg held því sé
fvllilega ljóst vegna hvers hann leitaði at-
hvarfs hér og kom hingað svo að segja tóm-
hentur; að minsta kosti ekki með annað hús-
gagna en það allra óhjákvæmilegasta fvrir
svefnherbergið og lestrarstofuna. í svefn-
herberginu er mynd af konu; ekki ósennilega
af konunni hans, og sagði hann mér þó að
hún væri löngu dáin; hann sagði mér enn-
fremur að barnið þeirra va’ri dáið líka; barn-
ið yndislega, er hann hefði elskað út af líf-
inu. En hér er þó líklegast engan vegiun öll
sagan sögð. Dauðinn skoðast ekki óyfirstíg-
anlegur, þar sem um máttuga von er að ræða
á aðra hönd. Vera má að myndin á veggn-
Tim í svefnherbergi býflugnameistarans, tákni
ósigrandi von, hreinleik og hugprýði — þau
megin aðaleinkenni, er konu mega prýða.
Hann hefir mist konuna ; hann hefir mist
barn hennar líka. Eg er þess fullvís, að þegar
þannig var komið, og þegar hans eigin mátt-
ur fékk ekki lengur rönd við reist, hafi hann
fórtiað Ihöndum í bæn og falið Drotni alt sitt
ráð. ”
Þau höfðu talað saman fram í rökkur.
Eftir að matarleyfunum hafði verið komið
fyrir í skrínu, lagði Margaret Cameron af
stað heim; hún bað Jamie að muna sig um
það, að líta inn til sín ef hann fyndi til leið-
inda; hún bauðst til þess ennfremur að hjálpa
honum til við morgunverkin, en brýndi jafn-
framt fyrir honum að gæta fullrar varúðar
er til þess kæmi að vatna blómunum; mismun-
andi aðferðum yrði að beita við rósir og
pálma og þar fram eftir götunum. Jamie
skildist það nú betur en nokkru sinni fyr, hve
ómetanlegt honum var að njóta aðstoðar
hennar og umönnunar í sambandi við þau
.störf, er skvldan bauð honum að inna af
Ihendi.
Jamie gekk inn í dagstofuna; það var
ekki betur en svo að honum gæti talist sæmi-
lega hlýtt; hann hafði óhreint blóð og liæg-
fara blóðrás; nú brá hann upp eldspýtu og
kveikti upp í eldstæðinu. Hann virti lengi
fvrir sér stól, er stóð þar vitund til hliðar.
í liuga hans brá upp mynd af tígulegum öld-
ungi með hátt enni, silkimjúkt hár og skegg,
og laðandi fögur augu; manni, sem var
hvorttveggja í senn, býflugnameistari og
meistari á Iheimilinu. Gmótstæðileg lotning
greip tökum á Jamie; í þenna stól mátti hann
undir engum kringumstæðum setjast; það
gat ekki komið til nokkurra mála; hann vék
honum því vitund úr vegi og fékk sér annan
stól. Svo opnaði hann bókaskápinn ofan við
.skrifborðið og tók þar út eina af þeim bókum,
er smávaxna persónan hafði vakið athygli
hans á; bókin opnaðist eins og aif tilviljun;
á þeirri blaðsíðunni, er fyrir honum fyrst
varð, stóðu meðal annars þessar setningar:
Tvennskonar forusta viðgengst meðal bý-
flugna; flciri tegundir fyrirliða. þrífast þar
ekki. Þær búa til undurfínan kamb, og geyma
þar í afkvæmi sitt; er hann í tengslum við
munn þeirra. Vaxið er búið til úr blómum,
en hunangið drýpur úr loftinu þegar stjörn-
urnar koma upp og regnboginn nemur við
jörðu.—
Jamie ypti öxlum að loknum lestri, og
tók að laga til í eldstæðinu.
“Eins og til hagar fyrir mér,” sagði
liann við sjálfan sig, og eins og starfi mínu
við býflugnagæzluna er farið, ætti eg að réttu
lagi að fara á lestrarstofuna, og velja mér
þar til afnota þær bækur, sem ætlaðar eru
byrjendum, og komast þannig af sjálfsdáðum
ofan í eittJhvað a'f ])ví, sem litli skátinn hefir
verið að útskýra fyrir mér, ein.s og til dæmis
það, að læra að skilgreina drotningu frá
þjóni og sjúkling frá hjúkranda. Eg efast
ekki um að eg fyndi til nokkurs sjálfsmetn-
aðar, ef eg yrði það viss í minni sök, að geta
dæmt um það í sjónhending hvort heldur það
væri drotning eða vinnufluga, sem klifraðist
eftir þessari og þessari rósinni. Ætli smá-
vaxna persónan kunni á slíku full skil?
Jamie starði um hríð í eldinn.
“Þetta ætti ekki að undra mig nokkra
minstu vitund,” sagði hann við sjálfan sig.
‘ ‘ Það er auðskilið, að fyrst verður maður að
kynna sér hina hagkvæmu alvöruhlið á bý-
flugnaræktinni; rómantísku hliðinni kynnist
maður seinna. Um það verður ekki vilst, að
lestur um slík efni hljóti að vera lokkandi.”
Jamie færði lampann nær sér og kastaði
iþví næst nokkrum eikarbútum á eldinn; hann
hagræddi sér vitund í stólnum og hélt svo á-
fram lestrinum þar til augun voru farin að
verða kveljandi þreytt; þá fór hann að hátta
og sofnaði útfrá öllu saman.
Þegar hann vaknaði morguninn eftir úr
löngum og værum svefni, var hann eins og
nýr maður. Hann tók sér bað að venju, og
bjó sig eins og starf hans útheimti; hann
steingleymdi sári sínu í augnablikinu, sem og
því hvort það mundi nokkru sinni gróa til
hlítar, eða þá á sínum tíma gera út af við
liann að fullu; þeirri hugsun skaut jafnframt
upp í huga hans hvort smávaxna persónan
myndi lieimsækja hann þann daginn eða ekki;
liann hugsaði einnig um það, hvort máttur
hans, að loknum önnum dagsins, mundi leyfa
göngu niður til strandarinnar til blómanna
yndislegu og hinna töfrandi Ránardætra; ekki
fékk hann heldur varist umhugsuninni um
hunangsregnið, er frá alda öðli hafði blessað
‘býflugumar eina kynslóð af annari; hann
hugsaði helzt um alla skapaða liluti milli him-
ins og jarðar,—alt, nema sig sjálfan, en slíkt,
hafði áreiðanlega ekki hent hann í síðastlið-
in tvö ár.
Seinnipart dagsins, eftir að hinum venju-
legu störfum var lokið, og hann hafði tekið
sér dálítinn dúr, staulaðist hann niður að
ströndinni og skelti sér ílötum beinum í heit-
an og mjúkan sandinn. Aldrei haifði hann
fyr á æfinni orðið aðnjótandi jafn undur-
samlegrar blóma-anganar, og aldrei hafði
hann þvílíkt f jölgresi séð, þar sem það glóði í
bjarma hinnar hnígandi sólar. Nú einsetti
hann sér að leita gaumgæfilega í safni bý-
flugnameistarans að bók, sem frætt gæti hann
að fullu um töfrafegurð þessara einkennilegu
blóma. Svo gekk hann vitund hærra upp;
]>aðan var "gott útsýni yfir hið svala liaf og
bergið, eða bergsgnýpuna, þar sem hásætið
var; honum skildist að innan viku eða svo,
yrði liann fær um að leggja af stað í bjarg-
göng’una, ]>ví nú væri honum þó nokkuð farið
að batna í fótunum, vöðvamir yrði ])róttmeiri
eftir stöðuga böðmi í hinum salta sæ; ihann
fann heldnr ekki til beinverkja nú orðið, nema
þá einstöku sinnum.
Klukkan sex um kvöldið hringdi síminn;
það var Grayson læknir, sem kallaði upp;
kvað hann býflugnameistarann kominn úr
uppskurðarstofunni til herbergis síns; hann
sagði enn fremur að hann hefði fulla með-
vitund. Eitt með því fyrsta, eem liann spurði
um var það, hvort- engin skilaboð lægi fyrir
honum í sambandi við býflugnabúið; læknir-
inn sagði honum að alt væri heima fyrir í röð
og reglu, að því er hann vissi bezt. Jamie
staðihæfði að alt væri eins og það ætti að vera
hvað vötnun blóma og býflugna áhrærði, og
spurði að því jafnframt hvenær liann mætti
heimsækja býflugnameistarann.
Grayson læknir svaraði á þessa leið:
“ Býflugnameistarinn gerir sér þess enga
grein hversu veiklaður hann er; en eg get
hugsað mér að ])ú getir veitt honum þína
fyrstu heimsókn innan tíu daga eða svo.
Hvað er svo af sjlálfum þér að segja og þinni
eigin líðan?” bætti læknirinn við.
Það var engu líkara en kökkur kæmi upp
í hálsinn á Jamie; honum varð ógreitt um
svar, og áður en hann fékk stunið því upp,
er hann ihafði ásett sér að segja, greip lækn-
irinn fram í á þessa leið: ‘ ‘ Meðan líf bý-
flugnameistarans var í hættu, vanst' vitanlega
ekki tími til að veita þér mikla, persónulega
athygli; mér hefir litist svo á þig, sem ekki
væri alt með feldu um Ibeinin í þér; að þau
væri einhversstaðar bækluð, eða þar fram
eftir götunum; mér liefir jafnframt flogið
það í hug, hvort starf það, er þú nú gegnir,
væri þér ekki í raun og veru ofvaxið; mér
væri ]>að sönn ánægja að veita þér einhvern-
tíma nákvama læknisskoðun þegar þérvinst
tími til; fáðu þér ritblý og skrifaðu niður
leiðbeiningar mínar um áttir og samgöngu-
tæki til sjúkrahússins, því vera má að þú sért
ekki sem kunnugastur á þeim slóðum. Jamie
játti ]>ví að hann væri ókunnugur í þessu
bygðarlagi, og taldi sér vera gerðan með því
góðan greiða, að fá að vita um livar sjúkra-
húsið var, sem og það, hvernig auðveldast
vrði komist þangað; það yrði sér með öllu
ógleymanlegt ef hann mætti í heimsókn sinni
til býflugnameistarans, líta inn til læknisins
líka.
Eíkki varð sagt að um mikla tilbreyting
væri að ræða í lífi Jamies um þessar mundir;
einn dagurinn var öðrum líkur; hann vatnaði
blómum og ávöxtum á hinum venjulega tíma,
og blandaði vökvun eða drvkk handa býflug-
unum; ef til vill gerði hann þetta þó vitund
fyr en við hafði áður gengist. Hann hafði
upp á síðkastið farið nákvæmlega að ráði litla
skátans. 1 'hvert sinn og hann vitjaði bý-
flugnanna fór hann í treyju býflugnameist-
arans, sleit í sundur Madonna lilju og nugg-
aði safanum um hendur og hár; hann var nú
farinn að hugsa um það í alvöru hvort ekki
væri eittihvað í því, er barnið sagði, að, bý-
flugur hefði næm skilningarvit og ætti fáa
sína lílca að þefvísi; honum hafði skilist, að
hann í sínum gömlu fötum, kynni að koma
býflugunum ókunnuglega fyrir; þó var þetta
að líkindum aðeins hégilja, er alt kom til alls.
Hann ha'fði búið sig eins svipað því og bý-
flugnameistarinn gerði, og frekast var unt;
hann hafði klætt sig treyjunni hans og-
æft sig í að hvísla “Highland Mary” í sama
tón og hann; þó virtust býflugurnar ekki veita
honum neina sérstaka athygli fyrir það, nema
síður va>ri; hann vildi sem allra minst hafa
saman að sælda við hinar einangruðu bý-
kúpur “svarta þýskarans.” Hann hafði það
einhvernveginn á meðvitundinni, að jafnvel
])ýzka nafnið eitt út af fyrir sig, gæti auð-
veldlega til þess leitt, að hann, ])ó veill væri
að vísu, varpaði þeim í bræði langt út á
Kyrrahaf, hvað sem afleiðingunum liði.
Um leið og liann hengdi trevjuna á snag-
ann, er næstur honum varð, rak liann fing-
urnar í grófa en hlýja flík. Við athugun kom
það í ljós, að þetta voru baðföt, unnin úr ull.
Jamie skoðaði baðföt þessi með hinni mestu
gaumgæfni; hann gekk svo upp á baksvalimar
og horfði löngunavfullum augum á hið djúp-
bláa haf; hann vafði baðfötunum utan um
sig, og var að velta því fyrir sér hvort þau
mundu revnast nægilega víð utan um um,-
búðirnar um sárið; hann var hræddur um að
svo yrði ekki; hann 'hengdi þau upp á ný; þó
ekki á sama stað og þau höfðu verið, hcldur
rétt við innganginn, til þess að ekki gæti hjá
því farið að hann sæi þau hvort heldur hann
kæmi eða færi. Eftir nokkra daga komst
hann að þeirri niðurstöðu, að réttast mundi
að reyna þau á sér og ganga í þeim berfættur
ofan til strandar; það gat ekki komið til
nokkurra mála að hann yrði innkulsa á þeim
tíma 'árs; alt, sem hann mundi gera yrði það,
að dýfa fótunum í hinn salta sæ við klappim-
ar og verða aðnjótandi þeirra töfra, er hann
hafði lengi drevmt um að væri slfku samfara.
Svo gæti hanm])errað sig í heitum sandinum.
Ekki var það óhugsandi að þannig löguð æf-
ing gæti að einhverju leyti örvað blóðrásina.
Gat það ekki skéð að hinn heiti sandur yrði
þess valdandi, að hið þykka og óhreina blóð
fengi greiðari framrás út í fæturnar? Og
gat ekki líka saltvatnið hrakið það til baka.
Yera mátti að slík örvun leiddi til þess að
brenna hurtu sársaukann og óhreinindin, sem
frá sárinu á brjóstinu stöfuðu.