Lögberg - 01.11.1934, Síða 8

Lögberg - 01.11.1934, Síða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBEiR, 1934. Úr bœnum og grendinni + Mannalát *•- - - ■■ .. -...............- G. T. spil og dans, verður (hald- i'S á föstudaginn í þessari viku og þriðjudaginn í næstu viku í I.O.G.T. húsinu á Sargent Ave. Byrjar sturfdvíslega kl. 8.30 að kvöldinu. 1. verðlaun $15x10 og átta verð- laun veitt, þar að auki. Ágætir hljóðfæraflokkar leika fyrir dans- inum.—Lofthreinsunartæki af allra nýjustu gerð eru í byggingunni. — Inngangur 25C.—Allir velkomnir. Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) 1 * Leidd skal athygli á ný, að fyrir- lestri þeim, er Dr. J. S. Bonnell, prestur Westminster kirkjunnar, flytur í Fyrstu lútersku kirkju þann 8. nóvember, næstkcmandi. Umræðuefni hans verður “Búss- land, eins og það kom mér fyrir sjónir.” Fyrirlesturinn byrjar klukkan fimtán mínútur eftir átta. Aðgang- ur 50C. Fólki er vissara að tryggja sér aðgöngumiða í tæka tíð, með þvi að hringja upp Mr. M. Einarsson, 606 Alverstone og vitja þeirra þang- að. Símanúmer hans er 35 984. Vissara er að tryggja sér að- göngumiða nú þegar, þvi eftirspurn er mikil. Mr. Geirfinnur Pétursson frá Hayland, Man., hefir verið í borg- inni undanfama daga. Mr. Skafti Halldórsson frá Nes P.O., Man., kom til borgarinnar á þriðjudaginn. Jóns Sigurðssonar félagið, I.O. D.E., heldur fund á heimili Mf's. J. Thorpe, Ste. 2 Bonweens Apts., Furby Street, á þriðjudagsmorg- uninn þann 6. nóvember næstkom- andi kl. 8 að kveldi. Frú Steinunn Sommerville flytur þar erindi um íslenzkt frumbyggjalíf vestanhafs. Allir velkomnir. •+ Messuboð - Sunnudaginn 4. nóvember mess- ar séra Guðm. P. Johnson í Bræðra- borg kl. 2 e. h. og í Leslie United Church kl. 4 e. h. (ensk messa). Einnig verður ungmennafélagsfund- ur í Westside skólanum kl. 8 að kvöldinu með góðu prógrammi. Allir velkomnir. Séra Jóhann Bjarnason býst við að haga messum í Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 4. nóv., þannig, að hafa morgunmessu í Betel á venjulegum tíma, en síðdegismessu kl. 3, í kirkju Gimlisafnaðar. — Mælst er til að fólk fjölmenni við messu. Sunnudaginn 4. nóv. messar séra Haraldur Sigmar í Gardarkirkju kl. 2 e. h. Allir velkomnir. Hjónavígslur Þau Símon Sveinn Guðmundsson og Norma Pearl Sveinsson frá Ár- borg, voru gefin saman í hjónaband af séra Birni B. Jónssyni í Winni- peg, föstudaginn 26. október. Gefin voru saman í hjónaband þ. 26. október s. 1., þau Mr. Ólafur Vigfússon frá Riverton og Mrs. Rósa Sigurðsson frá Winnipeg. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavísglan fram á heimili hans á Gimli. Heimili þeirra Mr. og Mrs. Vigfússon verður að Óslandi, í bygðinni norður af Riverton. Mr. og Mrs. Connie Jóhannesson brugðu sér loftleiðis suður til De- troit á laugardaginn var, en héldu þaðan með eimlest til Chicago, þar sem þau ráðgerðu að eiga nokkurra daga dvöl. Aðfaranótt síð'astliðins þriðju- dags, lézt á heimili dóttur sinnar á Gilsbakka í Geysirbygð í Nýja Is- landi, Arnbjörg Sigurðsson, 84 ára að aldri, ekkja Jósephs Sigurðsson- ar frá Melstað í Víðinesbygð. Hún lætur eftir sig sex börn, þtjá sonu og þrjár dætur: Josepbínu, konu Jóns B. Jónssonar á Gimli; Sigrúnu konu Guðmundar Gíslasonar á Gils- bakka, og Hólmfríði, gifta Hró- bjarti Helgasyni og Jón Jósephson, giftan Önnu Erlendson, Gimli; Óla, kvæntan Rósu Thomson, og Sig- mund, kvæntan Margréti Sigurðs- son, einnig á Gimli. Arnbjörg heit- in var hin mesta ágætiskona, er margt lét gott af sér leiða á hinni löngu æfi. Jarðarför óráðstafað er blaðið fer í pressuna. Á föstudaginn var, varð bráð- kvaddur við vinnu á akri sínum i grend við Elfros, Sask., Mr. Arn- ljótur Kristjánsson, ekkjumaður um sextugsaldur. Á laugardaginn þann 20. þ. m., lézt að heimili sínu í Fjallabygð- inni í North Dakota, bændaöldung- urinn Jakob Jónsson frá Munka- þverá í Eyjafirði, hinn mætasti maður i hvívetna. Jakob var fæddur á Munkaþverá þann 27. dag júlímánaðar árið 1848. Til Vesturheims fluttist hann um vorið 1875, og dvaldist fyrst í grend við Kinmount í Ontario fylki, en flutti til Nýja Islands seinni part sama árs. Um vorið 1879 fór Jakob suður til North Dakota og tók sér bólfestu á “öldunni,” 5 mílur suð- vestur af Pembina; þaðn fluttist hann vestur í Fjallabygð vorið 1882, og átti þar heimili upp frá því. Arið T878 kvæntist Jakob og gekk að eiga Önnu Björnsson, systur Dr. Ólafs Björnssonar í Winnipeg( og þeirra systkyna; misti hann konu sína þann 25. október 1928. Hann lætur eftir sig f jögur börn á lífi: Kristínu Moreau, að Tnkster, N. Dak., Pál, búsettan í East Grand Forks, Minn.; Dellu Norum að Shelby, Montana, og Stefán við Milton, N. Dak. Tvær dætur mistu þau hjón Jakob og frú Anna: Ólafíu, dána 9. febrúar 1912 og Ninu Bruce, er lézt 26. júní 1921. Jarðarför Jakobs fór fram á Moun_ tain þann 23. þ. m., að viðstöddu margmenni. Séra Haraldur Sigmar jarðsöng. Mr. Kristinn Goodman frá Lang- ruth var í borginni fyrri part vik- unnar. — ■ 11 ........................... APINN verður leikinn í Winnipeg Mánudagskveldið þ. 5. Nóvember í GOODTEMPLARA HÚSINU (Sargent og McGee St.) LEIKFLOKKUR ARBORGAR kemur til Winnipeg til að sýna þennan fræga leik, til arðs fyrir Jóns Bjarnasonar skóla. Allir íslendingar, ungir og gamlir, notið þetta tækifæri til þess að njóta góðrar skemtunar! LEIKENDUR: Iversen ...................Magnús Sigurðson Margaret (his niece) ... .Hólmfríður Danielson Jómfrú Sörensen............Thorbjörg Jónasson Oli Madsen.....................Gissur Gíslason Lindal ........................Thor Fjeldsted Söngur milli þátta. Byrjar kl. 8.30 Aðgangur 35C E. S. FELDSTED DIAMOND MERCHANT AND JEWELLER (27 years with Dingwalls) INVITES YOU TO THE OPENING OF WINNIPEG’S NEWEST JEWELLERY STORE SATURDAY, NOVEMBER 3rd Mr. Feldsted served for 19 years as superinten- dent of the Dingwall factory and designer of their finest jewellery. He also spent consider- able time in the best factories and designing centres of Europe and the United States. His experience and advice will help you in your jewellery purchases. A NEW AND*EXCLUSIVE SHOWING OF Diamonds - Watches - Silverware China - Novelties Fine Watch Repairing at Lowest Prices Consistent with Quality. All Work Guaranteed. MAIL ORDERS WILL RECEIVE PERSONAL ATTENTION Although quality will not be sacrificed for price—Low overhead enables us to sell the highest grade jewellery at the lowest prices. OPEN SATURDAY EVENING TILL 10 P.M. 447 Portage Ave. ?hePBÍye TELEPHONE 26 224 Full Government Premium Paid in Cash for Old Gold All kinds of jewellery ex- pertly repaired in our own workshop. Jewellery remodelled and individually designed by Mr. Feldsted. Mr. Guðjón Kristjánsson frá Hecla, Man., dvelur í borginni um þessar mundir. Mr. Andrés Skagfeld frá Oak Point, Man., var staddur i borg- inni í vikunni sem leið. Mr. H. T. Hjaltalin frá Moun- tain, N. Dak., er nýverið lagði af stað til íslands, biður Lögberg, í bréfi frá Chicago, að skila frá sér innilegri velvildarkveðju til vina og vandamanna. \ "EySiO ekki samúð yöar á þá menn, sem vinna af kaypi; þeir eru hamingjusamir í sjálfu sér." pér getið ekki gengið fram hjá Firth Bros., er til þess kemur að velja alfatnaði eða frakka. Hverjir nema Firth Bros., bjóða svona vildarkjör? Firth Bros. föt og yfirfrakkar eftir máli á $18.50 og $21.50 Hverjir nema Firth Bros. bjóða fram alfatnaði og yfirfrakka úr fyrsta flokks efni og sniðin eftir máli, fyrir aðeins $25.00. Einstöku fatnaðir á $30.00 til $42.50, er borist hafa verzluninni beint frá Trust félagi. Hveríjir nema Firth Bros. hafa á boðstólum nýtizku fatnaði og frakka á $19.50 til $35.00. Hverjir nema Firth Bros. hafa vetrarfrakka, Top Coats og al- fatnaði, sem eru $30.00 virði, fyrir 310.00 og $15.00. Firth Bros. Ltd. 417% PORTAGE AVE. (Beint á móti Power Bldg.) ROY TOBEY, Manager. PHONE 22 282 Dr. Rögnvaldur Pétursson og frú hans komu sunnan frá Chicago í lok fyrri viku, eftir nokkurra daga dvöl þar syðra. Mr. Chris. Thorvaldson gripa- kaupmaður frá Bredenbury, Sask.. var staddur í borginni í byrjun vik- unnar. Þakkarorð. Af öllu hjarta viljum við þakka fyrir þá innilegu samhygð og vel- vild, sem allir Winnipegosisbúar og í nágrenni hafa sýnt okkur í þeirri miklu sorg, sem yfir okkur kom þ. 18. þ. m., þegar við inistum í dauðan á hryggilegan hátt, sex ástvini okk- ar og aðrar þrjár manneskur okkur kunnugar og kærar, og einnig þökk- um við fólki, sem lengra er í burtu, sem hefir sýnt okkur mikla hlut- tekningu. Við biðjum algóðan guð að launa öllu þessu fólki þessa miklu alúð, sem það hefir auðsýnt okkur á all- an hátt. Þessar linur verða aðeins lesnar af Islendingum, en annara þjóða fólk i okkar nágrenni hefir tekið þátt í okkar þungu sorg, lof- samlega, og á okkar hjartans þakk- læti skilið. Winnipegosis 28. okt., 1934. Mr. og Mrs. Agúst Johnson, Wilhjáhnur Johnson, og allir aðrir ástvinir. Mr. Frank Fredrickson, íþrótta- kapinn víðfrægi, lagði af stað áleið- is til Princeton, ásamt fjölskyldu sinni síðastliðinn þriðjudag, og til vetrardvalar. Gegnir Mr. Frerick- son þar samskonar stöðu og í fyrra, sem yfirkennari í hockey-æfingum. Kvenfélög Fyrsta lúterska safn- aðar eru að búa undir “Silver Tea”, sem halda á í Assembly Hall á 7. lofti í Eaton’s búðinni laugardag- inn 3. nóv. eftir hádegi. Vandað verður til þessa vinamóts og skemt með hljóðfæraslætti. Óskandi er að allir vinveittir söfnuðinum, kvenfé- lögunum og eins kunningjar og vin- ir félagsmeðlima heimsæki félögin við þetta tækifæri. Mr. J. B!. Johnson frá Gimli, var staddur í borginni á þriðjudaginn. Mr. Björn B. Johnson frá Gimli, Man. til borgarinnar snöggva fefð síðastliðinn þriðjudag. Mrs. Ing. Árnason, Wellwood, Man., og systir hennar, Mrs. Monty, er dvalið hafa um hríð í heimsókn hjá bróður sínum, Mr. A. Free- man, að Quill Lake, Sask., eru nú nýkomnar heim úr sérlega ánægju- ríku ferðalagi. Mr. Júlíus Jensson frá Wynyard, Sask., lagði af stað til íslands i gær, ásamt konu sinni. Munu þau hjón hafa dvalið hér vestra um fimtán ára skeið. Kostaboð Sameining- arinnar Verð Sameiningarinnar er einn dollar um árið. En nú bjóðast eft- irfylgjandi kostaboð: Sameiningin eitt ár (borguð fyr- irfram) og Minningarrit dr. Jóns Rjarnasonar ($T.oo) hvorttveggja $1.00. Saineiningin tvö ár (borguð fyr- irfram) og Minningarritið í vönd- uðu léreftsbandi ($2.00), hvort- tveggja $2.00. Sameiningin, þrjú ár, (borguð fyrirfram) og Minningarritið í moraco með gyltu sniði ($3.00), hvorttveggja $3.00. Minningarritið er ein hin vand- aðasta bók að öllum frágangi, sem gefin hefir verið út meðal Vestur- fslendinga. Bæði gamlir og nýir kaupendur geta notið þessa kosta- boðs. Þurfi að senda ritið með pósti, 'greiðir áskrifandi 150 fyrir burðargjald. Sendið pantanir til Mrs. B. S. Benson, 695 Sargent Ave., Winni- peg, eða snúið yður að umboðs- mönnum blaðsins. Oviðjafnanlegt eldsneyti hvernig sem viðrar Við höfum ávalt á takteinum kol og við, er fullnægir þörfum hvaða heimilis, sem er. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. WOOD’S COAL Co. Ltd. 49 1 92 - Símar - 45 262 Brennið Souris kolum og sparið DOMINION Lump or Cobble $6.50 per ton Stove 6.00 per ton PREMIER Lump or Cobble $5.90 per ton Stove 5.50 per ton Phones: 94 309 — 94 300 McCurdy Supply Co. Ltd. Builders’ Supplies and Coal 49 NOTRE DAME AVE. E. Iþróttafélagið Fálkinn byrjar æf- ingar mánudaginn 5. nóv. í I.O.G.T. húsinu, undir umsjón Karls F. Kristjánssonar sem að undanförnu. Gjöld fyrir unglinga 15 ára og yngri 750; fullorðna $2.00. Styðjið félagsskapinn með meðlimagjöldum. Tala drengja innan 15 ára aldurs, síðastliðinn vetur, var milli 35 og 40. Að styrkja þennan félagsskap er íslendingum metnaðarmál. Kaup- ið meðlimaspjöld. Mrs. Sigurbjörn Sigurjónsson frá Brandon var stödd í borginni í fyrri viku. Mrs. Frank Pleasant frá Akra, N. Dak., hélt heimleiðis síðastliðinn mánudag eftir 5 vikna dvöl á Al- menna sjúkrahúsinu hér i borginni af völdum bílslyss, er húri lenti í. Mun hún vera á góðum vegi með að ná sér eftir slysið. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaart greiSlega um alt, »em aC flutningum lýtur, amAum ©Ca atór- um. Hvergi sanngjamara verB Heimili: 762 VICTOR 8TREET Simi: 24 500 89 402 PHONE 89 502 B. A. BJORNSON RADIO SERVICE TUBES TESTED 679 BEVERLEY STREET We carry a complete stock of Tubes The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba The Extra Measure of knowledge and skill conferred by training at The Doininion Business College is what singles one out for promotion in any modern office The movements of business are so rapid and complex that technical training is a matter of necessity, not of choice. Competition demands accurate knowledge. The methods of today must be failure-proof. There is no time to learn as you go. Our policy of superior courses has made possible greater success for our graduates, but it also has the effect of attracting to our school the finest type of ambitious business student. This has inevitably been followed by the patronage of influential firms. Four Schools for Your Convenience On the Mall St. James—Corner College and Portage St. John’s—1308 Main St. Elmwood—Corner Kelvin and Mclntosh At all of them you will find the same efficient individual instruction. Enroll with confidence D0M1NI0N BUSINESS COLLEGE Day and Evening Classes—Open All Year Round ENROLL NOW

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.