Lögberg


Lögberg - 03.01.1935, Qupperneq 2

Lögberg - 03.01.1935, Qupperneq 2
9 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 3. JANOAR 1935. ÆFIMINNING Jón Andrés Olson Við frá fall Jóns Andrésar Olson er merkur og mætur ís- lendingur til moldar hníginn. Var hann í röð helztu bænda Markerville-bygðarinnar í Alberta-fylki. Hann andaÖist 31. október s. 1., eftir langvarandi lasleika og var hjartabilun bana- mein hans. Jarðarförin fór fram 4. nóvember, að viöstöddu f jölmenni. Hinn látni var fæddur í Reykjavík, 22. maí 1878. Faðir hans var Wolf Olson, danskur maÖur, er fluttist til Reykja- vikur og stundaÖi þar bakaraiÖn. MóÖir Jóns hét GuÖrún Jónsdóttir, Jónssonar frá Hömrum í Haukadal í Dalasýslu. FöÖur sinn mun hann hafa mist ungur, og giftist móÖir hans i annaö sinn. Hét seinni maður hennar Torfi Sveinsson og var ættaöur úr Dalasýslu. Var þeim hjónum briggja barna auðið er hétu: Mattheus, Kristmann og Ingibjörg. Býr hin siðast- nefnda nú í Edmonton borg, gift enskum manni, W. S. Mc- Naughton að nafni, er stundar þar lögreglustörf. Til Ameríku fluttist Jón árið 1887. Átti hann fyrst heima í Argyle-bygðinni, en fluttist þaðan til Markerville-bygðarinnar. árið 1901. Gerðist hann þar landnemi og ruddi leið sína með árvekni og dugnaði. ÁriÖ 1912 kvæntist hann Sigrúnu, dóttur Kristjáns Sigurössonar, bónda þar í bygð. Bjó Kristján síðast á Grund í Höfðahverfi í Þingeyjarsýslu, en fluttist vestur um haf árið 1882. Jóni og Sigrúnu varð átta barna auðið, tvö dóu í' æsku, en sex eru uppkomin. Regina, gift Pétri Jóhannssyni bónda i bygðinni; Friðrik, giftur Margréti Rempel og búa þau í bygð- inni; Björg Jóhanna, gift Benjamín Dolphin, búa í Red Deer bæ; Kári, Áróra Pearl og Kristín eru enn i heimahúsum. Öll eru börn þessi hin mannvænlegustu. Jón heitinn má telja til annarar íslenzkrar kynslóðar hér- lendis, þó fæddur væri hann á íslandi. Hann kom ungur hing- að til lands og lærði að mæla enska tungu sem innfæddur væri. Eigi raskaði það rækt hans til hins íslenzka, því ættjörð og móðurmáli var hann tryggur til dauðadags. Hið sama má segja um konu hans, og eiga þau hjón þökk og heiður skilið fyrir hvað vel þau stunduðu að kenna börnum sínum íslenzku og innræta þeim rækt við hinn íslenzka arf. Þeir eru alt of fáir, sem þá ræktarsemi sýna i verki, og minning þeirra fáu, er einlægir voru og athafnamiklir, verðskuldar að henni sé á lofti haldið. Islenzka bygöin í Alberta á að baki að sjá þeim manni, sem sann-íslenzkur var i orði og athöfnum, sór sig í ætt til sæmdarmanna íslenzkrar þjóðar. Listrænn var hann og dáði hið fagra og góða í íslenzkum bókmentum. Sönghneigður og raddmaður góður. Um langt skeið mun hann hafa stýrt öllum söngsamkomum bygðarbúa, og er hans sárt saknað á því sviði. Hægfara var hann, en fylgdi þó vel og einarðlega öllum áhuga- málum sinum. Yfirleitt átti hann völ á þeim hæfileikum, sem íslenzkan alþýöumann bezt prýða, miðandi til gengis og gæfu fyrir sjálfan hann og aðra. Bvgð hans saknar ötuls og góðs starfsmanns í öllum fé- lagsmálum. Oft skipaði hann ábyrgðarmiklar trúnaðarstöður, er nonum fórust vel úr hendi. Við dauða hans er þvi höggvið skarð fyrir skildi. Kona hans og börn syrgja ástríkan eiginmann og föður. A lifshimni þeirra er hröpuð svo björt leiðarstjarna. En minningin lifir. O. T. Johnson. Sjóndapri töframaður- inn Þýtt af Mrs. Jakobítiu J. Stefánsson. í borginni Tsang-chow i Kína var frídagur; hún var prýdd á alla vegu, og allir voru sparibúnir. Fjöldi af skrautbúnu fólki var á gangi eftir strætunum, og marglitir, glæsilegir fánar skreyttu búðir og íveruhús manna. Fagurhtar pappírsluktir á háum stöngum hPbyfðust aftur og fram fyrir hægum aftanblæ; skemti- skútur með blaktandi fánum sigldu fram og aftur á sólbjörtum vatns- fleti Stórasíkis. Mest var þó um að vera umhverf- is háan pall, því þar stóð uppi mað- ur einn og kunngerði borgarbúum að Chang-Lang-Foo, töframaöurinn frægi og enginn annar, mundi nú sýna Iistir sýnar. Þá gekk fram gamall maður, hneigði sig fyrir fólkinu nokkrum sinnum og tók svo að sýna íþróttir sínar. I fyrstu var það hinar vanalegu eldgusur út úr munni hans, afar- langur allavega litur borði raktist út úr pappírsumbúðum og skæðadrífu af smápeningum rigndi niður úr ó- væntum stað. Unglingunum þótti þetta hin bezta skemtun, en eldra fólkið, sem svo oft var búið að sjá þetta, bjóst við meiru af iafn frægum manni og Chang-Lang-Foo. Svo töframaðurinn færðist nú meira í fang, en það var eins og honum brygðist bogalistin i það sinn: honum mistókst hvað eftir annað. Þá varð gamli maðurinn þreytulegur á svipinn, strauk hend- inni yfir augun og reyndi enn einu sinni—og mistókst enn á ný. Fólkið hló fyrst i stað, án allrar græsku, en svo tók því að renna í skap. Mannfjöldinn ruddist að pallinum til að ryðja honum niður. Chang-Lang Foo sá að reiöi þess mundi brjótast út, og þáði þess- vegna handleiðslu eins vinar síns burt af staðnum. “Hamingjan góða!” sagði Chang- Lang Foo. “Nú er eg farinn með öllu. I fleiri mánuði hefi cg fund- ið að hverju fór,—sjónin er orðin döpur. Eg sé að sönnu, en alt eins og í þoku. Kunnáttu minnar nýt eg ekki, því framkvæmdir mistakast, og í dag gekk mér með langversta móti. Brátt verð eg steinblindur, og svo verður hinn mikli Chang-Lang Foo aö útburði meðal manna — fyrirlitlegur betlari.” Hann varpaði mæðulega öndinni, og tók þétt í síðkápu vinar síns. “Vísaðu mér veginn, Sen-Yen,” sagði hann með veikum rómi; “fylgdu mér til herbergis míns; heldur en að verða betlari mun eg sjálfur binda enda á lif mitt.” “Harkaðu af þér, Chang-Lang Foo,” sagði förunautur hans, “mér hefir komið ráð í hug. Hefirðu ekki heyrt getið um vinsæla læknir- inn í Tsang-Chow? Kunnátta hans er jafnvel undraverðari en þín. Þaö var maður í sömu götu og við, sem var aðframkominn af hálsbólgu. Nágrannar hans sendu þá eftir Pan Fai-Fu (hið kínyerska nafn Dr. Arthur Paill). Hann kom tafar- laust. Maðurinn virtist dauður þeg- ar læknirinn kom. Hvað ímynd- arðu þér að hann hafi þá gert? Hann rýmkaði svo til um andrúm mannsins, að hann náði andanum aftur.” “Nei, er þetta mögulegt?” hróp- aði Chang-Lang Foo steinhissa. “Já, það er sannleikur, eg get sýnt þér manninn. “Var hann ríkur maöur?” spurði töframaðurinn. “Ríkur? Nei, eins og eg áður tók fram, þá á hann heima í sömu götunni og við, og þar á ekkert ríkt ’ fólk heima. Pan Tai-Fu gerir eng- ann mismun milli ríkra og fátækra. Hann fer ekki í manngreinarálit. Hann læknar hvern sem er. Fyrir skömmu siðan haltraði betlari einn að clyrunum á sjúkrahúsi þessa út- lenda læknis, og baðst ásjár og inn- töku á sjúkrahúsið; engin lifandi manneskja í allri Tsang-Chow borg hafði nokkru sinni fengist til að snerta við þeim mannræfli, en Pan Tai-Fu leyfði honum inngörrgu, hjúkraði honum með eigin höndum og læknaði hann; þegar hann var kominn til heilsu aftur, þá útvegaöi læknirinn honum atvinnu, svo nú á hann þægilegt heimili.” "Þessi hjáJpsemi er undraverð, Sen ðren; en því fór hann frá sínu ættlandi ti! að gera þetta hér?” “Ó, það er nú undarleg ástæða fyrir því. Taktu nú eftir.” Mað- urinn færði nú Chang-Lang Foo nær sér og hvíslaði að honum: “Þegar fólk leggur fram þessa .spurningu, þá brosir Pan Tai-Fu og segir að Jesú, er hann trúir á, hafi boðið þeim er honum fylgja að framkvæma þessi og önnur eins vcrk.” Gamli maðurinn hrökk við. “Svo hann er þá einn af þessu ‘Jesú-fólki’! Ó, Sen Yen, þá er bezt fyrir mann að hafa sem minst saman viö hann að sælda, því mað- ur vill halda við trúna á sina guði.” “Á guðina!” svaraði Sen Yen ^ með fyrirlitningarsvip. “Hvenær hafa þeir hjálpað veikum? Ætli nokkrir af þeirra dýrkendum mundu nokkru sinni hjálpa betlara á þann hátt sem þessi læknir gerði?” “Heldurðu að hann gæti ráðið bót á sjóndepru minni?” “Það mætti undarlegt heita, ef hann gæti það ekki. Þér sjóndapr- j ari menn hafa til hans leitað, og | komið frá honum aftur alsjáandi.” | “Líka mundi mér aö reyna hvers hann er megnugur í þessu efni, en það er svo mikill óhugur í mér.” j “Óhugur! Chang-Lang Foo, við hvað ertu hræddur? Fylgdu mér nú bara eftir. Eg skal fara með , þig nú þegar til spitalans þar sem ' læknirinn er; það er hinum megin : við Síkið, rétt hjá ferjunni.” Þegar þeir komu til spítalans, athugaði vinsæli læknirinn mann- inn vandlega og það kom á hantt meðaumkunarsvipur. “Aumingja maðurinn,” sagði hann, “það er ekki von að þú getir stundað atvinnu þína, úr því sjón þin er oröin svona döpur; það skil eg vel.” “Er nokkra bót hægt að ráða á þessari sjóndepru?” spurði Chang- Lang Foo áhyggjufullur mjög. “Það er eins víst að það væri hægt, ef þú vilt trúa mér fyrir að framkvæma þá lækningaraðferð, sem þar til þyrfti. Viltu trúa mér fyrir þér?” “Já, læknir góður, eg treysti þér,” svaraði Chang-Lang Foo. . I Nokkrum mánuðum síðar setti Chang-Lang Foo upp sýningarstöð sina á strætishorni einu í borg nokkurri fjarri Tsang Chow bæ. Meðan hann var aö undirbúa það, er til þurfti, safnaðist þegar þar að, fyrir forvitnissakir, allmikill mann- fjöldi. “Hvaða maður er þetta?” spurði einhver í mannþrönginni þann sem næstur honum stóð. “Veiztu það ekki? Það er Chang- Lang Foo.” “Chang-Lang Foo, töframaðurinn frægi. Nú, við heyrðum sagt að hann væri orðinn blindur fyrir nokkrum mánuðum síöan.” “Það var sannleikur, en hefirðu ekki heyrt um hvað hefir komið 1 fyrir síðan?” “Nei.” “Þú færð þá brátt að heyra það, því, líttu á,—nú er Chang í þann veginn að byrja sjónhverfingaleik sinn, en á undan segir hann ætíð söguna um hvernig hann fékk sjón- ina aftur. Hlustaðu, hann er að byrja ræðu sína.” Gamli maðurinn gekk nú fram á pallinn og heigöi sig nokkrum sinn- um fyrir fólkinu, og bað sér síðan hljóðs. Síðan hóf hann máls á þessa leið. “Góðu vinir! Hlýðið nú rólegir á mál mitt nokkra stund. Svo árum skiftir hefi eg ferðast aftur og fram um landið til að sýna íþróttir mínar og kunnáttu, og orðið nokkuð nafnkunnur fyrir þessa ófullkomnu viðleitni mína; en aö lokum fór svo að sjón mín varð döpur og höndin ekki lengur hög. Vegna sjónleysis urðu hjá mér mis. tök—alvarleg mistök. Að lokum mistókst mér algjörlega sýningin einn dag í Tsang-Chow borg. Fólk skopaðist ] )á að mér og sagði: ‘Chang-Lang Foo kemur ekki fram á sjónarsviðið aftur.’ Það sama hélt eg sjálfur. En í Tsang-Chow ér undralæknir einn, útlendur. Til hans fór eg, þó með litla trú og enn minni batavon. Hann tók mér mjög vel og með ó- viðjafnalegri snild tókst honum að nema burtu auka-himnuna á auguru mínum, sem olli sjónleysinu. Enn finst mér eg finna hin hlýju hand- tök hans, þegar hann setti á mig umbúðirnar og leiðbeindi mér með alúð og nærgætni inn í hálfdimma herbergið, þar sem eg beið marga daga milli vonar og ótta. Á hverj- um morgni og hverju kveldi kom læknirinn til mín, og sagði mér frá mörgu og fræddi mig um svo mörg þekkingaratriði, sem eg var algjör-' lega ófróður um áður. Að lokum kom að þeim degi að hann tæki umbúðirnar frá augunt mínum. Ó, þvílík undrun ! þvílíkur mismunur! Nú sá eg alt svo skýrt, svo greinilega. 1 Þessum góða lækni á eg það að þakka að eg fékk sjón- ina aftur, og hver haldið þið hann sé? Hann er Jesú maður. Já, vinir góðir! Eg veit mikið vel að þið hafið þá skoðun, sem eg hafði einu sinni, að það sé mikið ilt, en ekkert gott við þessa Jesú-trú. Eg hefi nú fengið töluverða þekk- ingu í því efni, og eg er undrandi yfir heimsku þeirra, sem fordæma hana. Eg er betur kunnugur út- lendingunum, sem þessari trú fylgja, því eg hefi verið á meðal þeirra Þeir lifa ekki fyrir sjálfa sig, heldur fyrir aðra, því til þess ætlast Jesús. Þessi breytni þeirra veitir þeim sjálfum ánægju, og farsæld þeim, sem þessa mannkærleika verða að- njóandi. Góða fólk- Þetta er minn vitnis- burður. Hvar sem eg er staddur gef eg þenna vitnisburð af þakk- lætistilfinningu og með glöðu geði. Hvert eitt einasta orð í frásögn minni er sannleikur. Efi nokkur orð mín, þarf hann ekki annað en að fara til Tsang-Chow borgar, og sjá fyrir sig sjálfur.” Chang-Lang Foo þagnaði. Þegar fólkið var búið að jafna sig aftur eftir udrunina yfir þessari frásögn, þá sá það að gamli maðurinn var tekinn til síns vanaverks, að sýna listir sínar með sinni alkunnu snild. En ekki var það nú samt sá þáttur- inn, sem fólkið mundi bezt, heldur var það miskunnarverk vinsæla lækisins í Tsang-Chw, og nýtt ljós á Jesú-trúna. BLADAOTGAPA I ÞÝSKA- LANDI Fjöklamörg þýzk blöð hafa hætt að koma út síðan er stjórn þjóðern. isjafnaðarmanna komst til valda, eða alt að tvö á dag. Frá 30. jan. 1933 hafa yfir 1000 blöð hætt útkomu í landinu, annaðhvort vegna þess að ríkisstjórnin hefir bannað útkomu þeirra, eða þau hafa neyðst til þess að hætta, vegna þess að rekstur þeirra bar sig ekki. Meginhluti þessara blaða eru vitanlega blöð socialista og kommúnista, sem rík- isstjórnin lagði útgáfubann á. Þá eru mörg kunn blöð, sem mistu svo marga lesendur og svo mikið af aug- lýsingum, eftir stjórnarskiftin, að um ekkert annað gat verið að ræða The lioyal Bank of Ganada General Statement 30th November, 1934 SKULDIR Capital Stotk I’aitl up ....................................... Keserve Cund .................................................. $20,000,000.00 Italance of Proflts carried forward ........................... 1,500,804.90 $35,000,000.00 Di vidends Unclaimed ........................... Dividend No. 189 (at 8% per anntim) payable lst December, 1934 ................................. $21,500,804.99 12,190.39 700,000.00 22,218,995.38 Deposits by antl balances due to Domlnion Clovernment.... $ 3,059,841.78 Deposits by and ImlanceH due to l'rovlncial Govemments 11,072,429.62 Deposits by the public not bearing: interest.................. 124,452,970.70 Deposiis by the publlc bearing interest, including: interest accruetl to ílate of Statement .✓......................... 488,120,483.20 Deposits by and Imlances due to other Kanks in Canada 1,286,381.70 Deposits by and balances due to llanks and llanking: Correspondents elsewhere than in Canada .................. 8,881,103.56 $57,218,995.38 Notes of the Itank in circulation ........................... Advances under the Finance Act .............................. liills I'ayable ............................................. IJabilities to the puhllc not included under the foreKoinjf heails .................................................. Fetters of Credit Outstanding: .............................. 637,479, 33,221, 9,000 294 445, 20,703, 210.62 800.71 ,000.00 ,600.98 »27.02 58.14 $758,423,904.88 EIGNIR Gold and Coin on hand .................................... $11,753,028.82 Dominion Notes on hand ................................... 63,174,883.29 Deposit in the Ceentral Gold Keserves ........t........... 3,000,000.00 l'nited States aml other Foreign Currencies .............. 17,849,226.38 $95,777,138.49 Notes of other Ganadian lianks ............................... $ 1,871,356.17 Cheques on other Ilanks ...................................... 21,994,944.16 lialances due by other lianks in Canada ...................... 2,189.59 lialances due by «lianks and liankiiiK Correspondents else- where than in Canada ..................................... 46,037,403.36 Dominion and Provincial Government Securities, direct and guarantced (maturing: witliin two years, not exceeding: market value ........................................ Other Dominion and I’rovincial Government Securities, direct and icuarnnteed, not exceeding: market value Canadian Municipal Securities, not exceeiling: market value I’uhlic Securities other tlian Canadian, not exceeding market value ........................................ Other Bonds, Debentures aml Stiwks, not exceedlng market value ............................................... Call and Short (not exceeding thirty days) I.oans in Canada on Bonds, Debentures and Stocks and other Securities of a sufficient marketable value to cover. .. í'all and Sliort (not exceeding thirty days) I.oans else- where than in Canada on Bonds, Debentures and Stocks and other Securities of a sufficient marketable value ta cover ........................................ 09,905,893.28 69,832,400 07 56,603,110.24 0,724,973 12 17,487,895.87 12,443,170.98 23,430,645.46 29,907,053.00 $382,172,287.17 Current I.oans and Discounts In Canada (less rebate of interest) estimated loss provided for...................$226,942,028.20 Current I.oans and Discounts elsewhere than in Canada (less rebate of interest) estimateil loss provided for 95,610,158.61 Non-Current I.oans, estimated loss provided for............. 4,224,347.80 326,782,534.73 Bank Premises at not more than cost, less amounts written off.................. 16,833,330.67 Keal Estate other than Bank Premlses .......................................... 2,681,571.01 Mortgages on Real Estate solil by the Bank ......................................... 821,332.72 I.iabilities of Customers under I,etters of Credlt as per contra......... 20,763,758.14 Shares of and I.oans to Controlled Companies .................................. 6,313,081.60 Deposit with the Mlnister of Flnance for the seciurlty of Note Clrculation 1,600,000.00 Other Assets not included under the foregoing heads ................ 456,008 84 $758,423,904.88 NOTE:—The Royal Bank of Canada (France) has been lncorporated under the lavvs of France to conduct the business of the Bank in Parls, and the assets and liabilities of The Royal Bank of Canada (France) are included in the above General Statement. M. W. WIESON, S. G. DOBSON, I'reshlent and Managing Director Genernl Manager. SKÝRSEA YFIRSKOÐUNARMANNA fil Hluthafa Thc Royal Bank of Canada: Við höfum yfirskoöab framanskrAÖa fjArhagsskýrslu þann 30. nóv., 1933, og boriö hana saman viö bækur Royal Bankans & aöal skrifstofu hans og einnlg vott- festar skýrslur frA ötibúunum. ViÖ höfum talltS peninga Og yfirfariö tryggingarskjöl öll A aöalskrifstofunnl í lok fjárhagsArsins, og á árinu höfum vlö gert samskonar skoöun á ýmsum af hinum helztu ötibúum bankans. Vit5 höfum fengiö allar upplýsingar og skýringar, sem viö höfuin æskt, og er þat5 sannfæring vor atS öll v tJ- skifti bankans, þau er viö höfum yfirfariö, séu fyllilega samkvæm bankalögunum. T>aö er áilt vort aö framanprentuö skýrsla sé nákvæm og sýni hag bankans eins og hann í rauninni er 30. nóv. 1934, samkvæmt bökum hans. JAS. G. ROSS, C.A. of P. S. Ross & Sons. W. GARTH THOMSON, C.A. Audltors of Peat, Marwick, Mitchell & Company Montreal, Canada, 24th Decemer, 1934. REIKNINGUR UM AVINNING OG TAP Balance of Profit and Eoss Account, 30th November, 1933 $ 1,383,604.18 Profits for the year ended 30th November, 1934, after making appropriations to Contingency Reserves, out of which Iteserves provision for all Bad and Doubtful Debts has been m«de ................................ 4,398,217.62 ------------- $5,781,821.80 APl'ROPRIATED AS FOLLOWS: Divldend No. 180 at 8% per annum........................ $ 700,000.00 Dividend No. 187 at 8% per annum......................... 700,000.00 Dividend No. 188 at 8% per annum......................... 700,000.00 Dividend No. 189 at 8% per annum......................... 700,000.00 $ 2,800,000.00 Contribution to Officers’ Pension Fund ................. 200,000.00 Appropriation for Bank Premises ........................ 200,000.00 Keserve for Dominion and Provincial Government Taxes.... 1,075,010.81 Balance of Profit and Eoss carried forward ............. 1,506,804.99 -------------$5.781,821.80 M. W. WIESON, President and Managing Director Montreal, 24th December, 1934. S. G. DOBSON, General Manager. en að víkja fyrir “nazista-press- unni.” — Af þeim 100 fréttablöð- um, sem um er að ræða, voru 800 dagblöð, hin vikublöð eða blöð ým- issa stjórnarstofnana, sem sum koma enn út að vísu, en ekki sem fréttablöð. —- Fréttablöðin í land- inu eru nú 3,000 og koma 2,500 þeirra út a. m. k. sex daga vikunn- ar. — Það er mjög áberandi hversu útbreiðsla sumra erlendra blaða hef- ir aukist í Þýskalandi. Þannig hefir svissneskt blað, sem hefir 15,000 á- skrifendur í Sviss, 65,000 áskrifend- ur i Þýskalandi. Blað þetta flytur mjög mikið af fregnum um kirkju- leg mál á Þýskalandi, sem litt eða ekki er getið um i þýskum blöðum. Fjöldi annara erlendra blaða renn- ur út í Þýskalandi og þrátt fyrir alt, sem stjórnin hefir gert til þess að draga úr sölu þeirra eykst eftir- KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 spurnin stöðugt eftir þeim. Er varla nokkurt áhrifamikið erlent blað i álfunni, sem ekki hefir oftar en einu sinni verið gert upptækt í Þýskalandi eða sala á þvi bönnuð um lengri eða skemri tíma. Blaðið “Angriff” — nazistamálgagnið — hefir aðeins 72,000 áskrifendur í Berlín, borg, sem hefir um 4,000,- 000 íbúa. —Vísir. Prá verkalýðsþinginu í Noregi Oslo 3. des. Á þingi verðkalýðsfélaganna s. L laugardag gerði Ingvald Haugen úr stjórn Sambands sjómannafélag- anna grein fyrir tillögu sambands- stjórnarinnar viðvíkjandi fiski- mönnum og hvalveiðimönnum, og skipulagningu þeirra í verkalýðsfé- lagsskapnum. Er lagt til, að félög hvalveiðimanna og fiskimanna séu í sambandi við Norsk sjömandsfor- bund. Ennfremur, að sambands- stjórninni heimilist, að láta sjó- mannasambandið fá alt að þvi 10,- 000 kr. árlega til útbreiðslustarf- semi meðal sjómanna á hvalveiða- skipaflotanum. Þingið samþ. ein- róma samúðarályktun til hinna skipulagsbundnu sjómanna á hval- veiðaflotanum, í tilefni af deilum þeim, sem þeir hafa átt í. —Vísir,

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.