Lögberg - 03.01.1935, Síða 3

Lögberg - 03.01.1935, Síða 3
LÖGBBRGr, FIMTUDAGINN 3. JANÚAR 1935. 3 Þjóstólfur Eftir Fr. Guðmundsson. (Framh.) Aðra stundina vildi hann að hún færi yfir til Sölva nágranna þeirra, en það var meira en míla vegar, og fá hann til að sækja lækni, eða helzt af öllu að fá hjá hontun meðal við þessu sára taki, sem hann hafði i gegnum sig. Hina stundina treysti hann sér ekki til að vera einn á með- an hún væri burtu, þóttist líka vita að hún kæmist ekki úr sporunum og líklega rataði ekki í myrkrinu. Hún tók það fram, að nú hefði verið gott að hafa talsíma. Henni fanst að hann mundi með sjálfum sér minnast einhverrar yfirsjónar í sambandi við það, því hann hafði aldrei mátt heyra símann nefndan; hann væri aðeins til þess að eyða peningum og tima, og hafði hann löngum innsiglað sitt stranga vald með því, að aldrei skyldi sá óþarfi fá sæti á sínu heimili. Með sjálfri sér þorði hún ekki að yfirgefa hann, því farið var að bregða fyrir óráði í orðum hans annað slagið, en þó hugsaði hún alvarlega um það að ná til manna, og- ætlaði sér strax, þeg- ar birta færi af næsta degi, að festa flagg á háa stöng, sem skyldi benda á, að þau vildu hafa tal af mönnum, hverjum, sem fyrst kæmi auga á það. Þá víkur sögunni til nágranna- hjónanna, Sölva og Önnu. Þau voru fremur fátæk að landaurum, og stóðu því löngum hlífðarlaus í jökulköldum dragsúgi peningavalds- ins, fyrir þá sanngjörnu tilhneigingu sina að vilja njóta jafnréttis í sam- félaginu um lífsnauðsynjar rnann- anna, þegar þau hinsvegar af fúsum vilja beittu allri útsjón og atorku tii sjálfstæðis með barnahópinn sinn í öllum tröppum þekkingarþroskans. Hins vegar voru þessi hjón vin- sæl og vel liðin í sínu nágrenni, fylgdust vel með tímanum og voru skemtileg heim að sækja. A'drei áttu þau svo annríkt, eða svo hart leikin af dagsönnunum, að þau gæfu sér ekki stund á hverju kvöldi til að lesa blöð og bækur, sem þeim bárust í hendur, og var sem þeim fyndist það jafn nauðsynleg rftering, eins og maturinn. Þetta sama kvöld sem Þjóstólfur veiktist, hafði þeim hjón- um næstum venju fremur tafist við sögulestur, sem þau voru hrifin af. en svo mátti þó ekki lengur til ganga, klukkan var farin að ganga 12; þau lögðu frá sér bókina og slöktu ljósið, sem stóð á borðinu rétt hjá rúniinu þeirra, en í sömu svipan heyrðist þeim báðum að það vera eins og strokið með hendi þvert yfir gluggann. Þau litu upp og sáu ekkert. Hann sagði að það hlyti að hanga leppur á veggnum úti, sem veðrið hefði dregið eftir gluggan- um; hún sagði það væri ekki til, en spurði livort ekki gætí verið einhver laus skepna úti, sem hefði gengið svo nærri glugganum. Hann neitaði því, að nokkur skepna kæmist inn að húsinu þegar hliðið væri lokað, og hefði hann gengið frá því. Og steig hann þá um leið ofan á gólfið, til að líta út um gluggann, livaða lik- ur yrðu leiddar að þessu, eins ljóst °g það hefði þó verið. Hann sá ekkert þessu til skýringar, en það vakti straþ undrun þeirra beggja, að hann sá ljós í glugga hjá Þjóst- ólfi, á þessum tíma nætur. Þau væru þó ekki að lesa, og allra sízt eftir klukkan io á kvöldin, og það brygði nokkuð nýrra við, ef þar væri næturgestir, sem Þjóðstólfur léti trufla sig i tímatalinu. Nei, hér blaut eitthvað nýtt að liafa borið við. Þeim kom saman um að hann yrði að skreppa yfirum til að ganga úr skugga um hvað hefði komið fyrir. Sölvi var enn þá spölkorn frá ofa Þjóstolfs, þegar hann heyrði þjaningarstunurnar; hann hraðaði fæt' °S gekk hi'klaust inn í húsið. >ot i dur mætti honum feginshug- 3ry öyrnar og sagði sína sögu; gekk þa Sölvi rakleiðis að rúmi sjúklmgsms og heilsaði upp á hann “Þú kominn,” sagði Þjóstólfur, “eg bað þig ekkert að koma, sagði ekki orð, en strauk hendinni yfir glugg- ann til að láta ykkur vita að eg væri á ferðinni.” Það sígur að honum svefn, og þá talar hann óráð þegar hann hrekkur aftur upp,” sagði Bóthildur. “Já, við skulum skilja það þannig,” svaraði Sölvi, en hugsaði þó fleira. Og svo bætti hann við: “Eg hefi nú séð og skilið ástæðurnar hér, svo skrepp eg nú heim og sæki önnu mína þér til að- stoðar og skemtunar, og svo fer eg að finna læknirinn.” “Það er nóg að hann sendi meðöl; hann þarf enga ferð að gjöra sér hingað,” sagði Þjóstólfur. En Sölvi svaraði þvi einu, að siálfsagt væri að láta lækninn sjálfan ráða þvi, eftir að hann hefði lýst fyrir honum ástand- inu, og svo gekk hann út aftur. Þegar þau voru aftur orðin ein hjónin, sagði Bóthildur: “Eg ætla að biðja þig bónar Þjóstólfur, en það er að gefa honum Sölva það sem þú telur þig eiga hjá honum.” “Ertu vitlaus orðin?” svaraði hann. “Skárri væri það nú skenkurinn, 500 dollara, sem eg á hjá honum, fyrir utan þessa árs rcntu.” “Eg veit hvað þú lánaðir Sölva í fyrst- unni, og við skulum tkkert meira tala um það, en hugsaðu nú samt um þetta,” sagði Bóthildur, en hann svaraði því einu, að Sölva væri nær að nenna að vinna dálitið harðara, og standa svo í skilum við þá sem hjálpuðu honum. Eftir litla stund skilaði Sölvi konu sinni til Bóthild- ar, en hélt sjálfur hiklaust áfram til að finna lækninn. Alt umhverfis er kvef og kvilli i tiöaumskiftunum á vorin, ekki sízf þegar náttúran ryðst að með ólög- um og yfirgangi, sólin skín daglega á heiðum himni og lofar öllu fríðu og fögru, en ískaldir pólvindarnir troða sér á milli hennar og mann- anna, og spilla friði og farsæld, lieilsu manna og ákjósanlegum und- irbúningi fyrir sumarið. Þegar Sölvi kom að húsi læknis- ins var lionum sagt að hann væri ekki heima, hefði aldrei frið á nóttu né degi um langt skeið, vegna kvilla í héraðinu. Það var komið fram undir hádegi næsta dag, þegar loks- ins læknirinn kom til Þjóstólfs. Hann leyndi því ekki að karlinn hefði lungnabólgu, en gaf annars lítinn úrskurð yfir veikina, sagði að- eins fyrir hvernig honum skyldi hjúkrað. Það var liðinn mánuður; dagarnir voru hógværari og hlýrri, og frost- nóttunum fækkaði. Sólin hafði með góðu einu yfirunnið pólvind- ana. Þjóstólfur var alt af i rúminu; veikin hafði snúist upp í brjóst- himnubólgu. Læknirinn bannaSi að liann stigi nokkuð í fæturnar, enda var hann stöðugt með háan blóðhita. Sölvi hafði tekið tvö elztu börnin sín af skólanum, dreng og stúlku. Skyldi stúlkan, seni Stína var köll- uð, hjálpa Bóthildi eins mikið og hún þurfti með, en drengurinn skyldi vinna fjórum hestum dag- lega, ýmist á akri pabba síns eða akri Þjóstólfs, eftir því sem þörfin krafðist, við hin vandaminni störf, en Sölvi sáði löndin á báðum búun- um, og annaðist alla vor vinnu hjá Þjóstólfi eins og sitt eigiS. Oft kom hann til þeirra hjóna, og var þá jafnan upplífgandi og glaður í við- móti, jafnvel þó Þjóstólfur væri að gjöra lítið úr verkum hans, og jafn- vel gæfi honum í skyn, að hann mundi nú stundum gleyma að hreinsa kornin úr sáðvélinni, þegar hann færi af sínum akri yfir á heimaland sitt, og ekki gæti hann nú buist við miklu kaupi fyrir dreng snáðann, og væri það þó a1t sem hann hjálpaði sér, en Sölvi tók því öllu vel og sagðist mundi gefa hon- um það í sjálfsvald, eins og oft áð- ur þegar hann hefði léS honum litla hjálp, en ekki mundi hann kannast við að hafa hnuplað neinu af útsæð- inu lians. Allar nætur hafði Bót- hildur orðið að vera meira og minna á fotum til að hjúkra manni sínum. en með þvi sem Stína hafði venð hjá henni stöðugt að undanfömu. þá fékk hún flesta daga einhverja sfund að njóta næðis og sofna blund, en nú var þó komið svo að Þjóstólfur hvað eftir annað kvart- aði yfir þessuni tilkostnaði að fæða stúlkuna öldungis að þarflausu ; það væri ekki svo niikið um sig sint og liann væri heldur ekki svo uppá- stöndugur. Bóthildur minti hann á það, að einn yrði hann að vera kvöld og morgna meSan hún mjólkaði kýrnar, ef Stína væri látin fara, og þá væri eins og áður ekkert til að grípa, ef einhvers þyrfti með að næturlagi. Hann gjörði hinsvegar ekkert úr því. Það var því látið heita svo að Stina færi heim, en flesta daga var hún þó hjá Bót- hildi eftir sem áður, þó hún svæfi heima. Skáldin kalla náttúruna móður vor mannanna. Mér finst það vera réttmætt og fagurt hugtak. Ekkert er úr faðerninu dregið, þó náttúr- an sé nfóðirin. Við þaS er alment kannast að hún hlýði alstjórnarand- anum, guði sjálfum. Náttúran skín og rignir á víxl, yfir vonda og góða, í hana eru orsakirnar lagðar, og af- leiðingunum úthlutar hún. Þegar barnið bítur brjóstið, er það tekið af þvi, og borin á það sú beiskja, sem það ekki fellir sig við. Náttúr-1 an agar og umfaSmar eins og bezt á við til samkvæmni við tilgang cg vilja föðursins, og eins og sein- teknum skilningi mannanna hentar bezt á ókomnum öldum. Það var komið fram í miðjan júnímánuð þegar náttúrunni loksins leiddist óralætin í norðan og vestan vindunum, og var þá eins og hún vaknaði af draumi, til að koma auga á alt sem þeir voru búnir aÖ skemma, og þá líka rak hún þá umsvifalaust burt af leikvellinum, og afhenti logni og bliðu alla yfirumsjón í norðvest- urlandinu, fram á haustnætur. Jafn- vel þessum góðu umskiftum tóku mennirnir misjafnlega vel; það var eins og sumir vildu ekki nýta bliSu- atlotin, fremur en matinn, þegar þeim þykir hann koma of seint. En húh Stína hans Sölva var ekki í þeirra hópi. Það hafði komið bréf og böggull með póstinum rétt um háttatímann kvöldinu áður, til þeirra hjónanna Þjóstólfs og Bóthildar. Það þótti þá ekki ólíklegt að þau væru sofnuð og þess vegna réttast að færa þeim það ekki fyr en snemma næsta morgun, og auðvitað var Stína sjálfsögð að skreppa með þcnnan póst, og hvaö það mundi gleðja hana Bóthildi, og máske kárl- inn líka. Hún gat svo sem ekkert sofið um nóttina hún Stína, hún hlakkaði sjálf svo mikið til að gleðja hana Bóthildi; hún fékk ekki póst á hverjum degi. Og hvað skyldi svo vera i bögglinum? Fyrir allar aldir fór hún á fætur, og það var engu líkara en að náttúran ætlaði líka að taka þátt í þessum viðburði, lognið og blíðan og fegurðin að koma í ljós á allar síður. Hlæjandi og hlaupandi óð hún inn að stónni til Bóthildar, og gleymdi að heilsa “Bréf og böggull til ykkar! Sjáðu !” Þeir leyndust engum gleðigeislarnir, sem runnu upp á föla og þreytulega andlitinu á Bóthildi gömlu. “Bréfið er frá Siggu minni,” sagði hún, en hún hafði nokkur ár verið gift kona í fjarlægu héraði. Bréfið var stíl- að til beggja hjónanna. Bóthildur gekk því inn í svefnherbergið t.l þess að lesa manni sínum bréfið, sem sagði óðara að það væri náttúr- lega eitthvert fjárbónastagl. En bréfið var aðeins ástúðleg nærgætr.i og hluttekning í kjörum þeirrn for- eldra hennar, þar sem hún sagðist hafa nýskeð frétt að pabbi sinn væri lengi búinn að vera hættulega veik- ur, en væri þó máske í afturbata. Hún fékst um það, að vera elcki nærstaddari til að geta léð líknandi hendi og hvílt mömmu sína, sem hún skildi svo vel að mundi leggja á sig meira en hún væri maður tii. Hún sagði sig Iangaði til að sjna þeim einhvern kærleiksvott, senda þeim eitthvað, sem minti þau á litlu, draumgjörnu og listelsku stúlkuna þeirra, en hún vissi ekkert hvað til þess hentaði, og sagðist fyrirfram biðja þau að fyrirgefa barralætin sín, sem hefðu raðað ofan í með- fylgjandi kassa í von um að þau tækju viljann fyrir verkið. Hún sagði sér skildist líka að þau hlytu aftur að vera orðin börn, og þá unna því sama og æskan. Að Iok- um bað hún þeim allrar blessunar. Þjóstólfur sagðist ekkert kæra sig um svona kjass, það væri aðeins PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PIIYSICIANS amd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Offiee tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phonc 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medieal Arts Bldg. Talsimi 26 68 8 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medkal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonea 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Nuddlceknir Cor. Graham og Kennedy Sts. Viðtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 21 834-Office tímar 4.30-6 Phone 36 137 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.—Sími 30877 Winnipeg, Manitoba Simíð og semjið um samtalstlma BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœOingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 756 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á öðru gðlfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. 1 hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. - tslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE. BUILDING Main St„ gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. Svanhvit Johannesson LL.B. tslenzkur “lögmaOur” Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Portage Ave. (I skrifstofum McMurray & Greschuk) Sími 95 030 Heimlli: 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON * Isienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthösinu Sími 96 210 Heimilis 33 328 Dr. Cecil D. McLeod Dcntist Royal Bank Building Sargent and Sherbrooke Sts. Phones 3-6004. Rcs. 4034-72 Winnipag, Man. BUSINESS CARDS IIÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaður i miObikt borgarinnar. Herbergi J.2.00 og þar yfir; meC baSklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltiCir 40c—60c Free Parking for Ouesta CorntoaU l)otel Sðrstakt verS á vilcu fyrir námu- og fiskimenn. KomiC eins og þér eruO klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG It Pays to Advertise in th ie “Lögberg” stílað til að narra út peninga. “Aldrei get eg lært að skilja þig, aumingja maður,” sagði Bóthildur. Vegna brjóstþyngslanna og hita- mæðinnar var málrómur hans breyttur orðinn, mýkri og mildari og stóð því í mótsögn við ógeðslega kæruleysis glottið á andlitinu, þegar liann sagði: “Það er ekki von að þú skiljir mig; þér hefir aldrei dott- ið í hug að líta upp í dagsljósi veru- leikans; þú varst ekki gömul þegar þú fórst að búa þér til vonarstjörn- ur, sem áttu að upplýsa og sykra alt þitt líf, en eg lield þú verðir orðin gömul þegar þær fara að skína á þig. Bóthildur lét þessi önugyrði eins og vind um eyrun þjóta, hún hafði losað umbúðirnar utan af kassanum og kom þá í ljós að hann var hreinasta listaverk, allur póleraður, með engilfagrar myndir á lokinu. Framh. á bls. 4 SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Doum Town HoteF 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FAi.Tj, Manager J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estatc — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Aliur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING P.áRLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize in Permanent Waving, Finxer Wavins, Brush Curtlna and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 A. C. JOHNSON 0obes r4Jr * LTD. 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. 28 333 reiða ábyrgðir Skriflegum fyrir- LOWEST RATES IN THE spurnum svarað samstundis. CITY Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 Furniture and Piano Moving Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESCRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. Phone Your Orders Roberts DrugStores Limited Dependable Druggists Prompt Deliverj'. Nine Stores Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St, PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.