Lögberg


Lögberg - 03.01.1935, Qupperneq 4

Lögberg - 03.01.1935, Qupperneq 4
4 LÖGBBRG, FIMTTTDAGINN 3. JANÖAR 1935. Högljcrg OeílB út hvern fimtudag af T M S C O LV M B I A P RE B B L I M 1 T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utan&skrift ritstjðrans: BOITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verfi 13.00 um áriS—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE S6 32' Góður fengur Svo virðist oss sem jafnan megi réttilega telja þaÖ góÖan feng, er til vor berast boll- straumar aÖ heiman, hvort heldur þeir ryðja sér farveg í stuðluðu eða óstuðluðu máli; með því treystast tengitaugar við sáttmálsörk vors eigin uppruna, ísland, auk þess sem haráttan í einangrun erlendis verður greiðari ger. Hérna á dögunum barst oss í hendur Arbók Mentaskólans á Akureyri, 1933-1934, eftir Sigurð skólameistara Guðmundsson; er bók þessi fyrir ýmissa hluta sakir fástæð í sinni röð; flytur hún auk sjálfsagðra upplýs- inga um þessa ungu, en glæsilegu mentastofn- un Hólastiftis hins forna, sagnir um stúdenta- leiðangra undir forustu skólameistara um hin og þessi héruð landsins, þar sem svo ljóst er skýrt frá, að líkja má við lifandi myndir, að ógleymdum djúpúðgim hugsun- um um þjóðfélagsmál svo sem jieim, er fram eru bornar í 'hinu rameflda ávarpi hans tii gagnfræðinga 1934 og kafli sá, sem hér fer á eftir, er hluti a^ Mun það ekki ofmælt, að Sigiurður skólameistari standi framarla í hópi þeirra manna, er einna þyngst leggjast á árar í mentamálum íslenzku þjóðarinnar um þessar mundir; hann er með gagnorðustu alvöru- mönnum sinnar samtíðar og að stílþrótti til standa. honum fáir á sporði. Kaflinn úr ávarpi Sigurðar, því, er að ofan var nefnt, er á þessa leið: “Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá,” —skóla eigi síður en einstaklinga. Það væri skólanum mikil hamingja, ef lionum hefði tek- ist að glæða í yður tillit til annarra, ekki ein- göngu til skólabræðra yðar, heldur einnig til allra þeirra, er þér eigið nokkur mök við, hvort sem þér eruð staddir úti á yztu ann- nesjum lands vors eða í fjarlægustu álfum. Hvar sem þér komið, búið eða starfið, er heimavist að því leyti, að alstaðar þarfnast mennirnir, að gætt sé tillits til sín, tilfinninga sinna og þarfa, ástæðna og hneigýia. Slík hliðsjón á öðrum er hold og hjarta í allri kurteisi, í allri “ séntilmennsku, ’ ’ í allri mann- úð og drengskaparlegri menningu. Slík hlið- sjón er og líftaug alls lýðræðis, sál þess og megin-mið. Lýðræði krefst þess, að vér gef- um gaum hver að annars skoðunum, áhuga- efnum og trú. Lýðræði fær eigi staðist án nokkurs umburðarlvndis, nema vér \úrðum hver annars tillögur og kröfur. Eg veit vel, að það lætur illa í sumra eyrum, sem ég segi nú. Þótt aldrei hafi orðið stórfeldari fram- farir vor á meðal en á árum lýðræðis vors, er því kennt það, að margt fer hér nú öfugt, að ýmsa örðugleika er nú við að etja. Rétt- ara væri að kenna brestina-—að svo miklu leyti sem vér eigum sjálfir sök á þeim—því, að vér höfum eigi kunnað að fara með lýð- ræði vort. En því síður verður með þjóð vorri fundinn stjórnmálamaður, sem betur kunni með einræði að fara, svo óholl áhrif sem mikil völd hafa á þá, sem þau eru veitt eða falin meðferð á þeim. Ungir menn kunna eigi að meta hlunnindi lýðstjórnar, t. d. mál- frelsið, er veitir einstaklingum og stéttum þau hin dýrmætu réttindi, að mega í alþjóða á- heyrn kvarta nm vandræði sín, endalaust gagnrýna stjórnarfar og stjórnar-ráðstafan- ir, skjóta þannig máli sínu til almanna dóms, ef einhver, þegn eða stétt, þykist rangindum beitt. Hvernig verður betur tryggt, af stjórnarsiða og stjórnlaga hálfu, að vér liöf- um í stjómmálum hliðsjón hver af annars þörfum og hag? Fæstir vita, hversu góð heilsa er mikils virði, fyrr en hana tekur að bila, eða þeir hafa misst hana. Eins kunna sumir, sem aldir eru upp við lýðræði, eigi að meta það, fvrr en þjóð þeirra hefir glatað því, annaðhvort af ofsa stjómmálamanna sinna, skrílæði eða fávísi þjóðarinnar eður af öllum þessum sökum. Þótt miklir gallar loði óneit- anlega við lýðræði vort, og frelsi þess sé vá- veiflega misnotað, ekki sízt málfrelsið, mun það sannast á gröf þess, að margur veit þá fvrst hvað átt hefir, er “misst hefir.” Hygg- ið að, hvernig yður myndi líða hjá húsbónda, sem löngum virti vilja yðar og langanir að vettugi og héti yður afarkostum, ef þér dirfð- ust, að mögla um slíkt. Þér hafið nú hlýtt á rækilegt erindi og merkilegt um trúargildi, einkum um gildi kristilegrar trúar. (Það flutti, samkvæmt til- mælum mínum, séra Benjamín Ivristjánsson). An efa verpur það virðuleik á líf vort, ef vér trúum því, að í oss búi ódauðleg sál, og líf vort sæki að miði handan við jarðneska ver- önd vora og veröld. En margar athugasemd- ir mætti samt gera um slíkt, sem eg sleppi hér. En sjaldan hefir verið örðugra að trúa á guðlega handleiðslu en á vorri blóði sollnu grimdar- og hörmungatíð. Oss er ekki öllum gefin slík trú. Hún er—sem sagt hefir verið —náðargjöf. Markmið lífs vors fáum vér naumast nokkru sinni vitað til víss, hvort því er ætlað nokkurt mið, eða hvert það mið er, ef slíkt er því sett. Vér fáum eigi vitað hvernig háttað er þeim raunveruleik, sem sjónar- og heyrnar-heimur vor á einhverja lupd er mvnd af. Yér getum eigi rannsakað, hversu þekking vor á hlutunum samsvarar I .sjálfum hlutunum. Vér fáum eigi borið skynjanamyndir vorar af hlutunum saman við sjálfa þá, eins og vér getum borið ljós- mynd af vini vorum saman við sjálfan hann og skorið úr, hve lík hún er. Oss verður því altaf dulið, hvernig verönd og hlutir eru í sjálfum sér, ef þau eru ekki á neinn hátt lituð eða roðin skjmjunum vorum og vitund, hugs- unum og reikningum, bera ekki, á nokkura vísu, blæ af þeim. En eitt fáum vér vitað til víss: Vér fáum eigi efazt um raunveruleik mannlegrar þjáningar og mannlegra sára. Þjáningin vofir sem voða-gammur yfir öllu lífi, og hún hefst við innan í öllu lífi, og þess vegna fáum vér eigi forðazt hana né flúið. Það er einnig víst, að vér þráum allir linun á þjáning vorri, í hverju gervi sem hún mæðir oss. Vér þráum allir raunabót og sárabót. Af þessari miklu staðreynd, óvefengjanlegri sem úauðinn, virðist mér lyiða eitt boðorð, sem eigi verður rengt né efað, að hlýða ber: Séra Matthías kom eitt sinn, í viðræðu við ungan skólapilt, að líkindum á svipuðu reki og þið, einfaldlega og eftirminnilega, orðum að þessu mikla lífsboði. Sveinninn sýndi honum kvæði eftir sig. Skáldið lét lítið yfir Ijóðunum. 1 stað þess bað hann piltinn að vanda vel allt, sem hann setti saman, og vanda líf sitt. Og hann bætti við: “Því að þú ert fæddur til þess að fækka tárunum í veröld- inni.” Það verður ekki efað, að rétt sé stefnt, er vér keppum allir eft.ir að gerast læknar “lífsins meina,” líkt og séra Matthías kvað. Á því leikur ekki vafi, að það er eitt markmið göfugrar lífslistar, að gefa næman gaum að ástæðum og tilfinningum annara, gæta framkomu vorrar við þá, bæði beinlínis og óbeinlínis, svo að hún særi þá sem minnst og baki þeim sem minstar raunar, hvort sem þeir eru fyrir neðan oss eða ofan oss í stöðu eða stétt, sem kallað er. Að vísu er mannlegt líf svo grálynt, að oft neyðir það oss til að veita sár, nema því aðeins að vér bregðumst skyldu vorri við þjóðfélag og lög, heilbrigða menning, fegurð og prýði. Þessum rauna- legu sannindum til skýringar hefir merkur siðfræðingur talið það dæmi, að söngstjóri verði að vísa úr raddliði sínu þeim maiini, er skorti hæfa söngrödd, hversu illa sem hlutað- eiganda falli að hverfa úr þeirri listasveit. Þeim nemanda, sem spillir skólalofti og skóla- brag, verður að víkja úr skóla, svo mikill neyðar-kostur sem slíkt þó er. Eln alla slíka uppskurði eða niðurskurði verður að gera eins sárindaJítið og auðið er. Slíku verður að gefa rækilega gaum. Slíkt er frumsann- indi, auðskilin hverjum manni, og verða ekki með nokkuru móti vefengd. Að sama skapi ,sem vér, í framkvæmd og verki, í hversdags- legri framkomu og máli, órlýðnumst þessum miklu lífslögum, eður oss gleymast þau, að sama skapi minnkar í oss sjálf mannúðin. Að sama skapi vaxa þá mannleg óþægindi, mannleg sár og mannlegt böl, hvaða stjóm- skipulag sem vér búum við. Því felst mikil vizka í þessum orðum Stephans G. Stephans- sonar: ‘ ‘ Hann sá, að allt var ógert verk, sem ekki studdi mannúð sterk.” En verður mannúð, sem á var drepið, bet- ur skýrð á annan hátt, en hún sé hluttekning- arsöm gaumgæfð, bæði í orði, viðhorfi og at- höfn, að annarra manna líðan og hag? Það er sennilega aðalmein vorrar aldar, að hún gefur ekki nægilega gætur að þessum sannindum. Slíkt* stafar aftur af lítilsvirð- ingu á lífi einstaklingsins og líðan hans. AF AVÖXTUNUM SKULUÐ ÞflR ÞEKKJA ÞA— I kosningahríðinni 1930, fjasaði Mr. Bennett og fylgifiskar hans mikið um það, hve illa King-stjómin hefði staðið í stöðu sinni atvinnumálum þjóðarinnar viðvíkjandi, og hét því að binda enda á atvinnuleysið jafn- skjótt og hann kæmist til valda. Mr. Bennett komst til valda, er enn við völd og enn livílir myrkur yfir djúpinu, hvað atvinnumálin á- hrærir. Árið 1930 nutu 998 fjölskyldur styrks af því opinbera í Toronto. Frá því Mr. Bennett tók við stjórn, hefir málum þannig skipast til í Toronto að nú eru þar 26,818 fjölskyldur á sveitinni. Hliðstætt þessu er ástandið víða annars staðar í landinu. I meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills veriS viðurkendar rétta meðaliS við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjflkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2,50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Þjóstólfur Framh. frá bls. 3 ■I “Nú, sjáið þið,” sagði gamla konan svo innilega hrifin, slíka fegurð hefi- eg aldrei handleikið. En hvar get eg geymt þetta metfé? Það er nokkuð hjáleitt að láta þennan kassa standa á kommóðuskriflinu, og þó er það líklega eina athvarfið. Þá kom hún auga á ofurlítið lauf fram- an á kassanum og þegar hún sneri því þá opnaðist hann. Efst í kass- anum var dálítiö kver, með úrval af ljóðum og fögrum versum, einkum ætlað börnum, þá var og nokkuð af umslögum og pappír, svo framúr- skarandi finlega og vel um búið, þá var og í öðrum enda kassans bréf- poki bundinn yfir með bláu silki- bandi, í honum var nokkuð af brjóstsykri, margar tegundir. Bót- hildur fór með pokann að rúminu og bauð manni sinum að fá sér mola, það mundi evða veikindabragðinu ur munni hans að láta hann bráðna uppi í sér, en hann sagði henni að fara með þenna fjandans óþokka frá augunum á sér, og alt þetta svi- virðilega glingur úr hcrbergiiu. “Gagn og gaman væri fyrir mig að vita í hverju þú ætlar að njóta líts- ins af peningum þínum,” sagði hún. “Ekki er það gjafmildin, ekki er það fegurðin, ekki er það sælgætis nautnalöngunin, ekki klæðaburður- inn eða húsaprýðin? Náttúran breiðir út bliðufaðminn, og gróður- ilm jurtanna leggur inn í hrevsið okkar, við fáum ástúðlegt bréf frá f jarlægri dóttur okkar, og sem okk- ur er kunnugt um að stríðir við sár- ustu fátækt með tvö börn á hönd- unum, af glöðu hjarta og fyrir kær- leikans sakir, getur hún sent okkur vináttu sína og elsku i fallega kass- anum þarna, en alt þetta fyrirlítur þú, og skipar mér að fara með það frá augunum á þér, eins og þú sért hafinn yfir alt það fegursta og bezta sem lífið hefir að bjóða. Eg skil ekki þínar skoðanir og tilfinn- ingar.” Þjóstólfur brosti í gegn- um þjáninga grímuna, og var auð- séð á andliti hans að honum líkaði þessi fyrirlestur vel, fanst að kona sín hefði skilið sig rétt, og að þessar lyndiseinkunnir væru það hrósverð- asta í fari hvers manns. Með sjálf- um sér hafði hann æfinlega hrokast af ráðsnild sinni og yfirburðum, þegar hann hugsaði til þess að hafa komið eignalaus til Ameriku fyrir 45 árum síðan, og að hafa svo aur- að saman nokkurnveginn þúsund dollurum til jafnaðar ár hvert, þeg- ar löndin og allar skuldlausar eigur væru taldar. Hans eigin meðvit- und hafði alt af talið honum ] etta til gildis, og gefið honum leyfi til að ganga vel uppréttur og brattur fram hjá mönnum og heimilum, sem liðu skort. Hann var að vísu alt af til með að lána peninga, ef neyðin bað um lánið, lagði til trygginguna, og nógu háar rentur. Honum var sá hugsunarháttur runninn í mcrg og bein, að peningarnir einir gæfu mönnum gildi. Hann var ungur þegar hann sá það, hve ógnar mikla þýðingu, metorð og virðingu að auð- urinn lagði mönnum til, hann hafði séð og skilið það að ríkustu menn- irnir í sveitunum heima voru allra helst erindrekar yfirvaldanna, hvað sem vitsmunum þeirra leið. Það væri ekki mikið að marka þó hún Bóthildur talaði um auragirnd, og segði að hún tefði fyrir mönnum að hugsa um það eina nauðsyillega —já, það eina nauðsynlega. Hann kallaði upp og sagði: “Það var skrítið sem mig dreymdi í nótt, Bót- hildur. Eg held það sé nú fyrir því að eg fari að komast á lappirn- ar aftur.” “Viltu segja mér drauminn þinn,” sagði Bóthildur. “Já. Eg þóttist koma inn í bankann í kaupstaðnum hérna, þennan, sem eg skifti mest við. Inni í bankanum var enginn aðkomandi. Mér þótti bankaþjón- arnir allir vera niðurlútir, eins og þeir væru vant við komnir, en eg átti ekkert erindi við þá, en sneri mér strax að einkaskrifstofu banka- stjórans; eg sá inn um glerið í hurðinni að hann var einn og fyrir framan hann á skrifborðinu lá bók, sem hann virtist vera að lesa i. Eg sá að þetta var gamli bankastjórinn, sem er dáinn fyrir mörgum árum síðan, en um það vissi eg ekkert í svefninum. Það var undur bjart yfir honum og andlitið góðmann- legra en nokkurn tima áður. Þá gekk eg rakleiðis inn til hans og heilsaði honum djarflega eins og eg er vanur. Hann leit snöggvast á mig, en eg heyrði hann ekki segja neitt, en það leyndi sér ekki á svipn. um að hann kendi ákaflega í brjósti um mig. Eg kunni illa við það, en þóttist vita að hann hefði frétt að eg væri veikur, og þætti eg framúr- legur. Eg sagði honum að eg hefði verið skolli illa haldinn, en væri nú albata, og mundi fljótt ná mér. Það var eins og hann væri því ekki sam- þykkur, en eg sagði honum að nú hefðum við öðrum málum að sinna. Þá þóttist eg taka upp úr vasa mín- um lista yfir þá menn, sem skulda mér ásamt skuldarupphæð þeirra, og bað eg hann að hafa listann og minna skuldhafana á að borga á réttum gjaldtíma. Hann sagðist ekkert hafa með þessháttar störf að sýsla, það væri nokkuð annað fyr- irkomulag á bankanum en eg hefði vanist. Hann sagðist ekki vera neinn f jármáíastjóri, en öllu fremur skriftafaðir þeira manna, sem héldu að bankar væru undirstaða allrar framkvæmdarsemi, en sannleikurinn væri sá að ekkert tefði mennina meira en kvíðinn og hrokinn, sem auðurinn legði á hugann óg hiartað, og á hina síðuna kvíðinn, sem skuld- irnar orsökuðu, og sem lamaði von- ina, gleðina og framkvæmdarvilj- ann. Hann sagði að bankarnir væru viggirtir hernaðarkastalar heims- andans. Eg væri brjóstumkenna i- legur, þvi eg sæi ennþá ekkert nema í villuljósum. Þá þóttist eg vita að hann væri genginn af göflunum, og að eg yrði að hliðra til við hann, svo eg ylli engu uppþoti. Eg ,?á hinsvegar að það var hættulegt að eiga nokkuð inni á þessum banka, og sagði því við hann að nú V - fti eg að halda á þeim peningum, sem eg ætti inni á bankanum, og yrði því að fá mína peninga úttalda. Þcssi banki borgar ekkert, sagði hann, og gull er honum einkis virði, hann er aðeins ímynd þess banka, sem þú býrð yfir í huganum. Mér öldungis blöskraði, og afréð með sjálfum mér að ganga yfir til lögmannsins til að vita hvað ætti að gjöra í þessu tilfelli, þó eg yrði að borga eitthvað fyrir hans aðstoð. Eg hélt á skulda- listanum, sem hann ekki vildi taka við, eins og hann væri hræddur um að hann brendi sig, eg fór því að brjóta listann saman og ætlaði að láta hann í vasa minn. Það stafar geisli á listann þinn, segir hann, þó ekki frá þínu eigin hugskoti, heldur átt þú líklega konu, sem vill gefa þarna eina skuldina, geislinn stafar á nafnið Sölvi. Hvernig getur þú séð þetta þegar listinn er samanbrot- inn? sagöi eg. Það skilur þú betur seinna, sagði hann. Eg skundaði út og yfir á lögmannsskrifstofuna. Þar sat maður við skrifborð, en hann þekti eg ekki. Hvar er lögmaður- inn? sagði eg. Eg er lögmaðurinn. sagði hann, og svo bætti hann við: Þinn gamli lögmaður er ekki kom- inn ennþá. Já, hvar er hann? sagði eg. Hann er heima hjá sér, sagði hann. Maðurinn var undur góð- mannlegur, og eg sá að hann kendi sérstaklega mikiö í brjósti um mig. Fyrir framan hann á borðinu voru metaskálar eins og þær væru af postulíni gjörðar. Nokkuð hátt á veggnum fyrir ofan skrifborðið stóð með skýru, fögru letri: Stjórn- arskráin. Elskaðu Guð af alhug, og náunga þinn eins og sjálfan þig. Þá sagði eg við hann: Hér innan- húss hefir ýmsu verið breytt, síðan eg kom hér seinast. Líklega hefir þú aldrei komið hér fyr, sagði hann, og hér ert þú aðeins i draumi. Strax greip mig sú skoðun að hann væri lika vitlaus. Eg sé erindi þitt, seg- ir hann, og tók um leið ofurlítið sandkorn úr öskju, sem hann hafði á borðinu hjá metaskálunum, og lét það á aðra metaskálina. Þó kornið væri lítið þá hölluðust metin mikið. Láttu nú listann þinn á hina skál- ina, sagði hann, þá vissi eg að hann hafði séð ofan í vasa minn og þótti réttast að hlýða honum. En metin rótuðust ekki. Þá sérðu nú hvers virði að útlánin þín eru, sagði hann. Ákveddu nú að gefa Sölva það, sem þú telur þig að eiga hjá honum, og settu vel á þig hvað metaskálin gjör- ir þá. Eg afréði ekkert, en langaði þó til að sjá hvert það hefði nokkur áhrif á metaskálirnar, hvað eg hugs- aði, og strax fóru þær að kvika samkvæmt hugsun minni, en hann brosti undur góðmannlega. Horfðu á lögin á veggnum og láttu listann liggja kyrran, þangað til þú ert bú- inn að átta þig, sagði hann. Eg ætlaði að segja að hann hefði mig ekki fyrir giijningarfífl, um leið og eg klappaði á herðar hans, en þá lék hendin mín í tómu lofti. Hér var enginn maður finnanlegur, og mér sýndist hann brosa framan í mig eftir að eg var glaðvaknaður. Framh. RAFMAGNSSTiFLA SPRJNGUR Osló 3. des. Aðfaranótt laugardags sprakk stifla náiægt Saustadfossen-aflstöð- inni, Borge, I-ofoten, og er stöð þessi ný smíðuð. Þegar stíflan sprakk vgr kjaftur- inn á vatninu svo mikill, að ekkert stóðst fyrir, og tók stöðina, gripa- hús og annað útihús og reif með sér og æddi því næst vatnsflóðið niður dalinn og reif með sér svo mörgum smálestum skifti af grjóti og mold og dreifði út um allar jarð- ir, en nokkrar skepnur sem úti voru fórust. Aðeins mánuður var liðinn frá þvi stöðin var opnuð. LIMITED EATON C9 extends to' The Icelandic Community of Winnipeg Beát Wishes for a Happy and Prosperous New Year i i i i i i i

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.