Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 10.01.1935, Blaðsíða 3
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 10. JANÚAR 1935 3 eg þá geti verið trúrri, nærgætnari, kærleiksríkari og fullkomnari og betri vinur vinanna minna en eg reyndist hér á jörðinni. Styrktu m>g og alla framliðnu vinina mína til þess að við þá af alhug og öllu hjarta höfurn fyrirgefið hvert öðru, alt það, sem út af bar, allan ágrein- inginn, allar yfirsjónirnar, hvort gagnvart öðru hér á jörðinni, eins og við biðjum þig, himneski faðir, að þú fyrirgefir okkur öllum, alt það, sem við höfum brotið á móti þér. Ó, himneski faðir, upplýstu okkur þá og stjórnaðu hugsunum okkar og tilfinningum aö við þá gleðjumst og fögnum samkvæmt þinum vilja, og við dýrðarrika út- sýnið þitt, fögnum hvert öðru og hvert með öðru á samfundastund- inni, en fögnum þó fyrst og fremst í umhugsun, elsku og trausti til þín. og sannri eftirlöngun til að læra að þekkja og gjöra þinn vilja. Heyr þessa bæn mína i Jesú nafni. Amen.” Hún leit á Þjóstólf, og sá að hann vildi eitthvað segja, en þá laut hún ofan að honum og heyrði að hann sagði: “Þetta þykir mér falleg bæn. Þakka þér fyrir Bóthildur min.” Svo nærgætna viöurkenningu hafði hún ekki hlotið af honum, síðan fyrsta hjúskaparárið þeirra. Bóthildur heyrði Þjóstólf segja seinast orða: “Verði á mér viljinn þinn, vertu hiá mér Drottinn minn.” Þá rann aftur upp úr honum blóð, og eftir litla stund var hann örend- ur. Hið ósjáanlega, hugræna áhrifa- skin Drottins, stafar alt af að mönnunum reiðubúið að lýsa þeim út úr villunni, verma þá og endur- næra hvenær sem þeir sjálfir vakna til eftirlöngunar og þrá þá óskeikulu aðstoð; hvenær sem líking Guðs í manninum sjálfur kastar af sér dúðunum, heimsandanum, þráir samkvæmnina og miskunnina. Hið ósjáanlega, hugræna áhrifaskin Drottins, vernn'r og endurnærir náttúruna, umhverfis okkur með afli dagsólarinnar. Pr. Gnðniundsson. Sagnir af Vatnsnesi (Framh.) Jakob á Illugastöðum. Öll voru börn þe'irra Bjarna o Náttfríðar mannvænleg og prýði lega vitiborin. Flest þeirra vor hagmælt, þó að Sigurður væri þa miklu mest. Skal nú víkja nokku að hvoru þeirra fyrir sig. Sigurður var þeirra elstur, f. f april 1841, samkvæmt kirkjubó I jarnarsóknar, en systkini han segja hann fæddan á sumardagin fyrsta. Vísast um hann til frásagr ar Snæbjarnar Jónssonar frama við Hjálmarskviðu. Jakob Bjarnason er fæddur Tungu á Vatnsnesi 6. okt. 184: Merkur samtíðarmaSur hans, Gunr iaugur Skúlason á Geitafelli, hefi Nst honum svo í bréfi til tnín 193C ,‘Jakob var mætur maður, tel han einn mætasta manninn, sem eg hei Uokkur kynni haft af, og einn allr hezta drenginn í hóp þeirra bænc anna, sem honum voru safntímis hé 1 SVe'tinni . . . Jakob var af fátæk fólki kominn og var ungur látin ara að vinna fyrir sér, eins og þ titt um fátækra manna syn ann var fremur seinþroska o rekar veikbygður, en vilji hans o a ugi vakti þegar athygli mann; r*ddist honum betur fé en fles |'ni jafnöldrum hans. Snemm ^°m það í Ijós, að hann var fæddt u^nale^a ^óðri greind, og er hot ej 1 °X a,óur og þroski hafði han Ieik'eC'a °" V3kandi ,dngun til frói °S menningar. Þessi alú fns |>ar þann ávöxt, að hann aflai v'Ótækari fróTSleiks og þekkin^ ka Var títt um menn í har Cr '’ti'lar tilsagnar nutu. F , h°num . ant um að ungmem sem hjá honum voru, fengj p;,m. )ez|a nppfræðslu, og stuðlai nig t’ l,ess.a öðrum bæjum, tc og enda sjálfur nokkur þeirra heimih sitt, til uppfræðingar. I >essu bygðarlagi ól hann alla alclur sinn. Hinn 2I. maí lg kvæntist hann Auðbjörgu Jónsdóí ur a Illugastöðum Arnasonar. « móðir hennar var Ögn Guðmund dóttir, Ketilssonar. Byrjuðu þau búskap þá um vorið í Grafarkoti og bjuggu þar í tvö ár, en fluttust þá að Illugastöðum, að ósk Jóns föður Auðbjargar. Hér var hann kunn- ugur, og hagði frá upphafi aflað sér trausts og virðingar sveitunga sinna, því að hann var vandaður maður og áreiðanlegur í öllu sínu dagfari. Honum voru því brátt fal- in mörg störf í almenningsþarfir. Var hann kosinn í sýslunefnd, hreppsnefnd, sóknarnefnd og sátta- nefnd, enda var hann jafnan ó- trauður styrktarmaður hinnar fá- tæku sveitar sinnar. í búnaði var hann framkvæmda maður og hafði mikinn áhuga fyrir að innleiða þær nvungar, sem horfðu til framfara. Hann kom á fót búnaðarfélagi sveitar sinnar og var formaður þess meðan hann lifði. Fyrstur manna kom hann hér upp vermireit, og sýndi með því hvernig hægt væri að stunda garðyrkju hér á þessum kalda útkjálka. Sem sjómaður var hann hinn fiskisælasti og allra manna kunnug- astur öllum fiskimiðum hér á Fló- anum við Vatnsnesið. Hann byrj- aði ungur formensku og var hinn ákafasti sjósóknari. Þegar hann fór fyrst að róa frá Stöpum, alókunnug- ur öllum miðum, var eg þar lítill drengur, en man þó vel, að oft kom hann seint að af sjónum, ef veður var gott, og með mikinn afla; því þegar hann þóttist afla lítið á lóð- irnar, þá reyndi hann annars stað- ar með færi og fékk þannig oft drjúga hlutarbót. Meö færanotkun- inni fann hann misdýpið í Flóan- um, og muncli vel æ síðan. Hann gaf nöfn öllum fiskimiðunum hér fyrir bæjunum, því hann sótti smám- saman lengra og lengra norður á Flóann, og haldast þau nöfn öll enn. Eftir að hann var seztur að á III- ugastöðum sem bóndi, stundaði hann fiskiróðra haust og vor, hafði “haukalóð” úti á sumrum og aflaði drjúgan á hana, en reyndi fyrir há- karl á vetrum, einkum ef hafís var inni. Þannig stundaði hann sjó og landbúnað jöfnum höndum, af miklum áhuga. Frostaveturinn mikla 1880—’8i var samfrosta ís yfir öllum Flóanum. Vakaði Jakob þá niður fram á fiskislóð, og var nógur hákarl þar fyrir. Kalt var að standa á ísnum að nóttunni, því frost var mikið, en Jakob sagði það væ.ri ekkert þegar “Gráni” (hákarl- inn) væri við; af honum hefði mað- ur hitann. Forsjár var hann urn marga hluti °g gekk ætíð eftir, ef hann sagði fyrir. Síðasta sumarið sem hann lifði, réð hann ekki menn á skip sitt, eins og hann var vanur; sagðist hann ekki búast við að róa um haust- ið, þó að hann lifði fram um réttirn- ar. Á réttardaginn druknaði hann. Síðasta sumarið sem hann lifði sagði hann eitt sinn við son sinn, er þá var stálpaður: “Þú ert of ungur, Hrólfur minn, til að draga mig und- an Geirboðunum.” Þar nálægt mun honum hafa borist á í síðustu sjó- ferð sinni. Oft var Jakobs leitað í sjúkdóms- tilfellum, og hepnaðist honum öðr- um fremur, enda var hann sérlega nærfærinn og hjálpfús að eðlisfari” Umrætt bréf endar Gunnlaugur Skúlason þannig: “Eg hefi góðar heimildir fyrir öllu hér að framan rituðu, og tek ábyrgð á orðum mínum að fullu og öllu.” Annar mætur samtíðarmaður Jakobs á Illugatöðum Jón Eggerts- son á Ánastöðum, skrifar mér þann- ig um hann 1930: ^ “Eg held, þó leiðinlegt sé, að við Vatnsnesingar höfum fyrst farið að gefa því gaum fyrir alvöru þegar hann var farinn, hvað við höfðum mist. Eg man vel að eg heyrði menn nær og fjær minnast svo á fráfall hans, að sveitin hans hefði við það beðið óbætanlegt tjón. Eg man það ósköp vel, að Jakob heit- inn var langt fram yfir aðra menn hér á nesinu, og eg læsi með ánægju, ef einhver gæti látið koma fyrir al- menningssjónir, þótt ekki væri nema ágrip af því, sem hann réö og starf- aði hér í sveit. Treysti eg Gunnlaugi Skúlasyni til þess öðrum fremur, því hann er fram yfir aðra minnug- ur á margt frá fyrri tíð, var alla tið r.æsti nágranni Jakobs og orðinn 24 ára er Jakob druknaði.” (Frásögn Gunnlaugs hefir nú verið tilfærð hér að framan.). Björn Jóhannesson á Sýðri-Kára- stöðum (Björn er enn á lifi, ern og hraustur, þegar þetta er skrifað í nóvemer 1934) réri margar haust- verðtíðir á Illugastöðum, hjá Jakob heítnum. Var hann vinur Jakobs og honum nákunnugur. Hann hefir sagt mér, aS sér hafi oft verið ó- skiljanlegt hvað Jakob réði í margt, sem öðrum var alveg hulið. ' Einu sinni seint á hausti sagði Björn að Jóhannes i (Hindis)vík og Tobias nokkur, einnig frá Vík, hefðu verið á Illugastöðum við sjó- róðra, sinn á hvoru skipi. Einn morgun þegar þeir sjómennirnir fóru að gá til veðurs var logn, og sagðist Björn hafa talið víst að yrSi róið, enda sá hann að Víkurmenn voru aðeins ófarnir. Þótti honutn þá kynlegt að sjá ekkert til Jakobs. Sjómennirnir sváfu í dyralofti, en Jakob inni í baðstofu. Gengur þá Björn inn að vita hverju þetta sætti. Sá hann þá, að Jakob lá i rúmi sínu en spyr Björn strax, hvort þeir séu að róa Víkurmenn. Björn sagðist halda það. Biður Jakob hann þá að vita um það. Fer Björn út og kem- ur að vörmu spori og segir að Tobias sé kominn út á Víkina. “Það veit eg, bölvaður kjáninn,” segir Jakob. “Farðu strax og revndu að ná í Jó- hannes.” Ekki tókst Birni það, því Jóhannes var róinn þegar hann kom niður í vörina. Var svo gott veður fram eftir deginum, en er á leið daginn rauk upp með landsunnan- rok. Var Tobias þá kominn svo nærri landi, að hann átti aðeins fáa faðma upp í Suðursker á Illuga- stöðum. Sáu Illugástaðamenn hvað verða vildi og fóru honum til hjálp- ar, og tókst að bjarga þeim þar upp því ófært var fyrir skerin. Heitir þar enn Tobiasarklauf er skipið var dregið upp. Eitt skip reri af Vatnsnesi þenna dag, auk þeirra Víkurmanna. Var formaður þar Ari Eiríksson á Bergsstöðum. Komust þeir Tóhannes og hann báðir upp undir Ulugastaða- tanga og urðti þá báðir að lileypa undan veðrinu vestur á Strandir. Það hefir Björn einnig sagt mér, að Jakob muni hafa ráðið i það, að hann mundi enda aldur sinn á sjó, og hvar það yrði. Eitt sinn urðu þeir Björn og Jakob samferða út og yfir fjallið. Þegar þeir komu upp á fjallið, settust þeir niður. Segir Björn þá eitthvað á þá leið, að ekki væri'nú árennilegt að sækja sjó þarna norður og vestur, því þá var mikill undirsjór, svo hver boði féll. Samsinti Jakob þessu, en bætti svo við: “Ö-já, Bjössi minn, ekki er eg neitt smeykur þar, en þarna er einhver skuggi,” og benti vestur þangað, sem hann endaði sjóferðir sínar nokkru síðar. Sagðist Björn hafa skilið hvað hann meinti, þó að hann talaði ekki ljósara. Það segist Björn vita fyrir víst að hann hefði vitað hér um bil, hvernig honum nnindi ganga á sjón- um þann og þann daginn, og hvað hann mundi afla. Það er alveg víst, að Björn, og fleiri þeirra, sem reru hjá Jakob, trúðu því, að hann þyrfti ekki eins að sætta sig við blinda hendingu við veiðiskap eins og alnienningur verður að gera. Gömlu sjómennirnir Jakobs trúðu blátt áfram statt og stöðugt á ó- skeikulleika hans sem sjómanns, og eftir að hann var druknaður þá trúðu þeir jafn örugt að gæfa fvlgdi öllum veiðarfærum, sem hann hafði notað, og öllum siðum, scm hann hafði haft. Haustið, sem Jakob heitinn druknaði varð það úr, að tveir gömlu hásetarnir hans reru hjá mér. Það voru þeir Björn á Kárastöðum og Jóhannes frá Vatnsenda, og var það fyrsta haustið sem eg reri frá Stöpum. Vildu þeir þá endilega að eg keypti nýtt haukalóðarefni, sem Jakob hafði keypt um sumarið. Sögðu þeir mér, að gifta mvndi á- reiðanlega fylgja veiðarfærinu fyrst Jakob hefði átt það, og eg get ekki neitað því, að mér datt það sama í hug. Eg keypti haukalóðarefnið og við notuðum hana um haustið. Framan af vertíðinni lögðum við PHYSICIANS cmd SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aö hitta kl. 2.30 tll 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 6 91 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medleal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 21*—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Nuddlœknlr Cor. Graham og Kennedy Sts. ViCtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 21 834--Office tímar 4.30-6 Phone 36 137 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.~Sími 30877 Winnipeg, Manitoba SlmiÖ og semjiö um samtalstima BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœöingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 326 MAIN ST. (á ööru gólfi) PHONE 97 621 Er aö hitta aö Gimli fyrsta miövikud. I hverjum mánuöi, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœöingur E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœöingUr Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 Phone 98 013 604 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug DR. A. V. JOHNSON Drs. H. R. & H. W. Store R. A. McMiilan tsienzkur Tannlœknir TWEED Tannlœknar PRESCRII*TION S Surgical and Sick Room 212 CURRY BLDG, WINNIPEG 4 06 TORONTO GENERAL Supplies Gegnt pósthúsinu TRUSTS BUILDING Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Slmi 96 210 Heimilis 33 328 Cor. Portage Ave. og Smlth St. Winnipeg, Man. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Your Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG Roberts DrugStores Dentist Dentist Limited Royal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m. Sargent and Sherbrooke Sts. PHONES: Dependable Druggists Phones 3-6994. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 51 455 1‘rompt Delivery. Nine Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um öt- farir. Allur útbúnaSur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími: 501 562 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SIIOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialize ín Permanent Waving, Pinger Waving, Brush Curting and Beauty Cuiture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 25 070 J.’J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. JJt- vega peningalán og eldsábyrgC af öllu tœgi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir ■ manna. Tekur að sér aC ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgC og blf_ reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraO samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 oORE’s rAjf ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL 1 WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “Winnipeg's Doxon Toion Hotef' 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinds Coffee Bhoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur hústaöur i miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yflr; meö baöklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlöir 40c—60c Free Parking for Ouests SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison. Prop. ÞHONE 28 411 Corntoall ^otel Sórstakt verö á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG It Pays to Advertise in the “Lögberg” hana inn og vestur frá Stöpum og öfluðum mjög vel á hana, en svo kom okkur saman um, að gaman væri að færa hana norður þangað, sem næst því er Jakob heitinn hafði haft sína lóð áður. Daginn eftir var kominn norðan stormur, sem hélst í tvo daga, svo við gátum ekki vitjað um lóðina. Á þriðja degi gaf okkur á sjó. Er við komum fram, fundum við annað duflið, en er við fórum að draga færið, var það svo þungt, að við bifuðum þvi varla. Loks skaut hinu duflinu upp við borðið, svo að við gátum náð í það, og drógum nú á báðum færum. Lóðin var þarna öll í einum hnút, tveir þungir stjórar og sex full- orðnar fliðrur. Held eg að þetta sé mesti afli á eina lóð, sem eg hefi séð. Var lóðin svo þung á meðan við vorum að draga hana, að okkur datt ekki í hug að færin mundu þola.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.