Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 4
4 LöGBBRG, FIMTUDAGINN 14. FEBR.trAR, 1935. Xógtjerg 0«fl8 ðt hvem fímtudag af TBK COLUMBIA PRB88 LIMITMD 69 6 Sargrent Avenue Wlnnlpeg, Manitoba Utan&akrtft ritatjórans. BDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. T*r* »» 00 um áriS—BorgUt fvrirfram The "Lögberg” is prir.ted and published by The Colum- bla Press, Limited, 695 Sargent Ave.. Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Maður og kona Hinni víðlesnu skáldsögu Jóns Thorodd- sen, ^lanni og konu, hefir verið snúið í leik; það hefir gert sonarsonur skáldsins, Emil Thoroddsen; verður ekki annað sagt en hon- um hafi tekist sæmilega til um viðfangsefnið, þó vikið sé nokkuð hér og þar út frá ýmsum atburðum er sagan getur um; mun slíkt og fremur til bóta. Jón Thoroddsen kom að lítt numdu landi viðvíkjandi íslenzkri skáldsagnagerð; það var yngra yfir frásögn hans, en þeirra annara íslenzkra manna, er þreifað höfðu fyrir sér í skáldsagnaformi; þessvegna verður honum sennilega ávalt skipað í brautryðjendaflokk, þegar íslenzk skáldsagnagerð kemur til íhug- unar og gagnrýningar. Frá stranglistrænu sjónarmiði, verða sögur Jóns Thoroddsen að líkindum aldrei taldar til heilsteyptra listaverka; þó hafa þær engu að síður allmikið raungildi, 'og bregða víða upp ljósum og lifandi myndum af íslenzku þjóðlífi, þó eigi séu þær allar fagr- ar, eins og því var háttað í samtíð skáldsins. Leikfélag Sambandssafnaðar réðst í það þrekvirki að æfa leik þennan og sýna hann í vikunni sem leið; fóru sýningar fram í sam- komusal safnaðarins á miðvikudags og fimtu. dagskveld, við húsfylli; verður ekki annað með sanni sagt, en að svo tækist vel til um sýningu leiksins, að til verulegs sóma yrði öllum aðiljum; er þó síður en svo^að hlut- verkin, að minsta kosti sum hver, séu nokk- urt barnaglingur. Höfuðpersónu leiksins, Sigvalda prest á Stað, lék Ragnar Stefánsson. Sigvaldi prest- ur er varmenni; ágjarn undirhyggjumaður, spéhræddur eins og flestir, er þannig er á- statt með, og lætur einkis þess ófreistað, er verða mætti til fjármunalegs hagnaðar, eða maka með því á einhvern hátt síngirniskrók- inn; sé sálarlíf prests grandskoðað ofan í kjölinn, verður það auðsætt að hann hafi ver- ið auðugastur af þeim skapgerðareinkennum, er hverjum manni, og þá ekki sízt leiðtoga andlegu stéttarinnar, verði til lýta talin. Það útheimtir hreint ekkert smáræðis erfiði fyrir vel innrættan mann eins og Ragnar Stefáns- son er, að lifa sig inn í annan eins óþokka og séra Sigvalda, og gera honum í gegnum lang- an leik, slík skil og raun varð á; svo vel náði Ragnar undirhyggjuglotti prests, eins og maður hefir hugsað sér af lestri sögunnar, auk ýmissa geðbrigða, að góðir leikarar að- eins gera. Björn Hallson lék Hjálmar Tudda með ágætum. Þeir eiga það sammerkt Hjálmar Tuddi í Manni og konu og Eiríkur í einu lcófi í sögu séra Jónasar á Hrafnagili, að hvor um sig var óumflýjanlegt áhald til þess að “spýta í prestinn.” Frú Steinunn Kristjánsson lék Þuru, karlægan niðursetning, og tókst prýðilega um meðferð þess vandasama hlutverks. Það var einkennilegt hve margir hlóu meðan á þeirri sýningu stóð, og var hún þó alt annað en hlægileg. Það minti mann hálfvegis óþægi- lega á söguna af stúlkunni, sem spurði um það við jarðarför ömmu sinnar hvernær hún ætti að 'byrja að gráta. Jón Ásgeirsson lék Sigurð bónda í Hlíð; andlegt (ítilmenni, nokkuð við álnir, er skreið fvrir prestinum; hlutverkinu voru gerð við- unanleg skil. Þórdís, kona Sigurðar (Frú Halldóra Jakoibsson), var allvel leikin; eink- um í síðasta þættinum. Eiríkur Þorbergsson gerði Grími með- hjálpara sæmileg skil, þó framburður hans hefði vel mátt vera nokkru skýrari með köfl- um. Egil, son meðhjálpara, lék Tryggvi Frið- riksson; hafi það verið markmiðið að skapa úr Agli alveg óviðjafnanlegt erkifífl, var til- ganginum auðsjáanlega náð. Benedikt Ölafsson hafði með höndum meðferð Þórarins, tengdabróður Sigvalda prests. Benedikt kom drengilega fvrir á leik- sviðinu eins og annarsstaðar og lék—Bene- dikt. Ungfrú Ragna Johnson lék Sigrúnu, fósturdáttur þeirra Hlíðar-hjóna; hún var ágæt í síðasta þætti, og það, sem áherzlum hennar var ábótavant með köflum, bættíst upp með óvenju mildum málblæ. Bjarni á Leiti (Páll S. Pálsson), var al- veg ágætur með köflum. Hafsteinn Jónasson lék Hallvarð engan veginn laklega. Ungfrú Elín Hall lék Guðrúnu, frænd- konu Sigvalda prests alveg ágætlega með köflum. 1 leik þessum höfðu ýmsir leikenda tvö hlutverk með höndum; minni háttar hlutverk annara leikenda, er ástæðulaust að gera að umtalsefni. Jóni Thoroddsen auðnaðist ekki að ljúka við Mann og konu; það varð hlutverk sohar- sonar hans að binda enda á persónulýsingarn- ar, og honum hefir tekist það vel. Friðrik Sveinsson hafði málað leiktjold- in, og báru þau auðsætt vitni um listnæmi hans og lægni. Salurinn, þar sem leikur þessi var sýnd- ur, er alt annað en ákjósanlegur, þegar um er að ræða leiksýningar, er standa yfir í langan tíma, eins og raun varð á í þetta sinn. Leikfélagið ýerðskuldar óskifta samúð Vestur-lslendinga. Aðsóknin að leiknum hlýtur að minsta kosti að færa mörgum mann- inum heim sanninn um það, hve enn er gljúp- ur og frjiór jarðvegur fyrir ram-íslenzkar skemtanir meðal fólks vors í Vesturvegi. Tvær ritfregnir Æfi Hallgríms Péturssonar og Saurbœr á Hvalfjarðarströnd. Vigfús Guðmundsson tók saman. Útgefandi Snæbjörn Jónsson, Reykjavík, 1934. Hjálmar og Ingibjörg (Hjálmars- kviða). Eftir Sigurð Bjarnason. Fjórða útgáfa. Útgefandi Snæ- björn Jónsson, Reykjavík, 1934. Rit þetta um séra Hallgrím og Saurbæ er tileinkað Hallgrímsnefndunum, sem vinna að því um gjörvalt Island, ‘ ‘ að viðhalda minn- ingu og verki” vors ódauðlega sálmaskálds, og er því þáttur í hinni heílsýnustu og þakk- arverðustu starfsemi. Höfundurinn, auðsjá- anlega þjóðrækinn og víðlesinn fróðleiksmað- ur, er áður kunnur af ritinu “ Saga Odda- staðar” (1932). “Lim iiann hefir fátt verið skrifað, sem verðugt sé minningu hans,” sagði þáverandi kirkjumálaráðherra, séra Þorsteinn Briem, um Hallgrím Pétursson í snjallri ræðu á há- tíðinni að Saurbæ sumarið 1933. Má þau orð til sanns vögar færa. Yfirgripsmesta og merkasta rit, sem enn hefir samið verið um hann og sálmaskáldskap hans er á dönsku:— bók Arna Möllers ‘‘Hallgrímur Péurssons Passionsalmer” (1922). Á íslenzku hefir kð vísu margt fagurt og eftirtektarvert verið um Hallgrím ritað, en mjög er það á víð og dreif í blöðum og tímaritum. Var því ekki vanþörf á, að samin væri samfeld saga skálds- ins, og hefir Vigfús færst það í fang með þessari bók sinni. Skal nú stuttlega bent á, hvernig hann hefir leyst af hendi verk sitt. Efnisskipun er einkar skilmerkileg, og er það mikill kostur á hverri bók, ekki sízt fræðiriti. Eins og rökrétt er og vænlegast til skilnings og sanngjarns mats á skáldinu, bvrjar höfundur greinargerð sísa um hann með því, að lýsa jarðveginum, sem hann spratt upp úr, þjóðfélagslegu og andlegu um. hverfi hans, atvinnulífi, hugsunarhætti og trúarlífi þjóðar vorrar á 17. öld. En seinni hluti þeirrar aldar var að mörgu leyti einhver ömurlegasti kaflinn í sögu lands vors, því að þá komst galdraofstækið í algleyming í flest- um landshlutum. Þurfti meira en lítið and- legt sjálfstæði til þess, “að 'hefja sig upp úr hindurvitnamuggunni” (eins og dr. Þorvald- ur Thoroddsen orðar það heppilega á einum stað í “Landfræðissögu” sinni); en Vigfús telur ráða mega af ljóðum Hallgríms, að hann hafi “verið laus við hindurvitni og galdra- trú.” Væri hann fyrir það eitt verður aðdá- Unar vorrar. 1 næsta kafla ritsins (“Siðabreyting”) er lauslega lýst meginþáttunum í víðtækum áhrifum siðaskiftanna þýðingum og bókaút- gáfu Guðbrandar biskups og eftirmanna hans, endurvakning fornra fræða íslenzkra innan lands og kirkjulegum umbótum. Hefir þá sviðið verið tjaldað, og rekur höfundur nú æfisögu Hallgríms, að mestu eftir frásögn Vigfúsar Jónssonar prests í Hítardal (d. 1776), sem talinn mun hinn á-> reiðanlegasti heimildarmaður, en bætir jafn- framt ýmsu við annarsstaðar að. Gerir hann sér réttilega meira far um, að fylgja “áreið- anlegum fróðleik og skjalfestum heimildum,” heldur en munnmælum og þjóðsögum; þó því sé ekki að neita, a?f hinar síðarnefndu geymi stundum sannindi, sem sjálfum sagnaritur- unum sézt yfir. • Þá lýsir höfundur sálmakveðskap Hall- gríms, og ber haim saman við eldra sálma- kveðskap frá siðabótartímabilinu. Sýnir sá samanburður greinilega, þó ekki sé ítarlega í sakir farið, hve stórum sálmar Hallgríms bera af þeim eldri sem gull af eiri, að andríki, lipurð og smekkvísi. Lýkur svo fyrri hluta bókarinnar með skrá yfir helstu rit skáldsins og útgáfu- fjölda þeirra og stuttri lýsingu á þeim. Er það talandi vottur um vin- sældir og áhrif “Passíusálmanna,” að þeir hafa komið út í 48 heildar- útgáfum á 263 árum (1666-1929), eða að meðaltali með tæplega fimm og hálfs árs millibili. Annað rit skáklsins, “Andlegir sálmar og kvæði” hið svonefnda “Hallgríms- kver,” hefir einnig orðið vinsælt með afbrigðum, komið út 14 sinn- um á 176 árum (1755-1931), eða að meðaltali á tólf og hálfs árs fresti. (Srribr. dr. G. Finnbogason, “Hallgrímsminning” I. 1933, bls. 32). Síðari hluti bókarinnar segir frá Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, þeim stað, sem séra Hallgrimur hefir dýr- legan gert með örlagaþrunginni dvöl sinni þar og blessunarríkri andlegri iðju. Byggir höfundur hér á mál- dögum, visitatíum, og öðrum rit- uðum skilríkjum; meðal annars lýs- ir hann kirkjum staðarins og kirkju- munum all-ítarlega. Þá eru æfiá- grip Saurbæjarpresta frá því á tið Hallgríms til vorra daga. Loks er heimildaskrá, sem ber það með sér, að Vigfús hefir viðað að sér efn- inu úr sem flestum áttum, óprent- uöum ritum, sem prentuðum. Jfók hans hefir einnig óneitanlega mikinn fróðleik að færa, skipulega flokkaðan, éins og fyr segir. En mjög er hér víða fljótt yfir sögu farið, enda gefur höfundurinn sjálf- ur oftar en einu sinni í skyn, að svo sé, tíðum stiklað á hæstu hnjúkum, en ekki fylt í skörðin að sama skapi. T. d. er litið stm ekkert minst á ver- aldlegan skáldskap Hallgríms, sem ; þó var stórmerkur þáttur ritstarfa hans. En þó nokkur anriálsblær sé | þannig allvíða á frásögninni, er hún j yfirleitt hreint ekki óskemtileg af- ; lestrar, enda efnið hið hugðnæmasta. Verður því að játa, þó ýmislegt sé vel um þessaþók Vigfúsar, að ítar- leg saga Hallgrims og bókmenta- legrar starfsemi hans, sambærileg við þess konar rit um jafn merka andans leiðtoga með öðrum þjóðum, er enn órituð. Engu að síður eiga höfundar og útgefandi umræddrar bókar þakkir skilið fyrir hana. A8- dáendum skáldsins og öðrum þeim, sem unna sögulegum fróðleik, mun þykja hún góður fengur. En sam- boðið hlutskifti væri það einhverj- um hinna lærðu sagnfræðinga vorra, að taka við þar sem hér brýtur og semja fullkomna æfisögu Hallgríms Péturssonar. Að frágangi er bók þessi snotur, vel prentuð, og ekki dýr eftir því, sem nú gerist, kr. 8.30 óbundin, en í vönduðu bandi kr. 5.50. Alþýðuskáldin íslenzku hafa mörg hver verið merkilegir menn og ein- stæðir. Á fjölsetnum bekk þeirra í Bragahöll skipar Húnvetningurinn Sigurður Bjarnason (frá Katadal) heiðurssess, þó hann félli i val um dagmálaskeið æfi sinnar, ekki hálf- þrítugur (f. 1841, d! 1865). Mun það í engu ofmælt, er segir í inn- gangsritgerðinni að þessari útgáfu Hjálmarskviffu, að vornóttin bjarta og hlýja, sem sá Sigurð hníga í vota gröf, “hafi flett síðasta blaðinu í æfisögu eins hinna snjöllustu og ást- sælustu alþýðuskálda, sem ísland hefir alið.” Hitt er ekki ómerki- legra til frásagnar, að samkvæmt vitnisburði þeirra, er kunnugastir voru fjigurði, fóru saman hjá hon- um sjaldgæft andlegt og líkamlegt atgjörvi og miklir .mannkostir. Hann var óvenjulega bráðþroska, orti þegar á fermingaraldri vel kveðnar vísur og fallegar, eftir því sem alþýðukveðskapur gerist; og var að sama skapi frjósamur í ljóða- gerð. Auk ýmsra ein^akra kvæða og lausavísna eru eftir hann á prenti tveir rímnaflokkar og ríriia sú, sem hér er gerð að umtalsefni, en í hand- riti einn rímnaflokkur og ríma tí- ræð, að smærri ljóðum ótöldum. Er Sigurður eflaust kunnur sumum hinna eldri íslendinga hér í landi fyrir kveðskap sinn, því að tvö rit hans hafa prentuð verið vestan hafs, Hjálmarskviða (3. útgáfa, Wyn- yard, 1911) og Rímur af An boga- sveigi (Winnipeg, 1919); stóð Læknar verki, bólgu og blóðrás af PILES (HÆMORRHOIDS) læknast með Zam-Buk Ointivent 50c. Medicinal Soap 25c skyldfólk hans hérlendis að þeim útgáfum, en hingað fluttust snemma á landnámstíð (1874) Bjarni faðir hans, þá nokkuð við aldur, óg f jögur systkini hans. Ekkert af þessu nánasta ættfólki skáldsins er nú á lífi, en margt annara ættmenna á hann vestur hér. Um ættfólk Sig- urðar í heild sinni, einkum heima á íslandi, má annars vitna til hinnar ítarlegu og • fróðlegu ritgerðar Theodórs Arnbjörnssonar “Sagnir af Vatnsnesi,” sem undanfarið hafa verið endurprentaðar hér í blaðinu úr “Lesbók Morgunblaðsins.” Ríman Hjálmar og Ingibjörg (Hjálmarskviða), sem hér er gefin út í fjórða sinni, hefir orðið víð- fleygust og ástsælust af kveöskap Sigurðar, enda haldast þar í hendur skáldlegt yrkisefni—sagan um ást- ir Hjálmars og Ingibjargar og um viðureign hans og Angantýs á Sáms- ey—og bragarháttur, sem fellur vel að efninu, hreimfögur hringhenda. Efnið er sótt i Örvar-Odds sögu og Hervararsögu ; en eins og dr. Björn Karel Þórðarson, sem óhætt mun mega telja vorn mesta rímnafræð- ing únlifandi, hefir bent á í ritdómi (Eimreiðin, TTI. 1934). er ríma þessi ekki að öllu leyti samhljóða nefndum sögum. og þykir honum því líklegt, að hún sé kveðinn eftir þætti, sem soðinn hafi verið upp úr sögunum. Er það alls ekki ósenni- leg tilgáta. Hjálmarskviða er ekki gallalaust verk; engu að síður ber hún, þegar alls er gætt, bott vitni smekkvísi og lipurri skáldgáfu hins kornunga höfundar hennar, er orkti hana að eigin sögn nítján ára gamall; þar er mörg vísan prýðisfögur og snjöll. Og sé ríma þessi borin saman við samskonar kveðskap frá þeirri tíð— og það er auðvitað eini sanngjarni mælikvarðinn á bana — þá verður henni ekki réttilega til rúms vísað á hinum óæðra bekk. Hér eru nokk- ur sýnishorn af bragfimi höfundar og efnismeðferð: “Ástin varma valda má vaxa harmar mínir, aftanbjarma æfi strá eldar hvarma þínir.” “Vopnin hlógu himinblá hita glóuð boða, grænar skógargrundir á gullnum slógu roða.” “Svip um drósar brosi brá —bezt er hrósa vinnum— sprikla rósir rauðar á röðul-ljósum kinnum.” Stúrnir gengu höldar heim, harðri þrenging bleikir; urðu lengi lífsins þeim -lukku strengir veikir.” í inngangsritgerð sinni “Um rim- una og höfund hennar” rekur útgef- andinn, Snæbjörn bóksali Jónsson, í aðaldráttum sögu skáldsins einkar skilmerkilega, með sanngirni og samúð, eftir hinum beztu heimild- um. Einnig ræðir hann að sjálf- sögðu um skáldskap Sigurðar, og óá sérstaklega um Hjálmarskviðu. Aftan við rimuna eru prentuð nokk- ur styttri kvæði skáldsins og viðauki um eiginhandrit hans af henni, sem ekki kom í leitirnar fyr en hún var fullprentuð; hefir útgefandi borið eiginhandritið saman við texta út- gáfu sinnar (en til grundvallar henni er lögð fyrsta útgáfan frá 1865, með hliðsjón af handritum í Landsbókasafninu), og prentar hann >ann samanburð í viðauka sínum. Til útgáfunnr hefir auðsjáanlega ekkert verið sparað, enda er hún hin prýðilegasta að öllum frágangi. Og ekki þarf verðið að fæla, menn frá að eignast hana; hún kostar kr. 3.50 í einkr fallegu bandi. Útgefandinn hefir því gert sitt til, að heiðra og halda á lofti minningu gáfaðs og ástsæls alþýðuskálds. Hætt er samt við, að sú þakkarverða ræíriarsemi hans falli víða í grýtta jörð. Öll tákn benda til þess, að þeim íslendingum fari nú óðum fækkandi beggja megin hafsins, sem hafa áhuga og þekkingu á rímna- kveðskap, langlifri andans íþrótt og merkilegri í menningar- og bók- mentasögu þjóðar vorrar. En þegar skygnst er ofurlítið dýpra, er slik vanþekking og vanræksla hvergi nærri eins lítið tap og mörgum er gjarnt, að láta í veðri vaka. Dr. Sigurði Nordal geigaði ekki ör langt frá marki, þegar hann ritði í inn- ganginum að Islenzkri lestrarbók sinni: “Síðan rímurnar tóku að fyrnast, skilur almenningur ekki algengar kenningar og missir við það mikill- ar andlegrar þjálfunar. Þegar Is- lendingar hætta að skilja, hvað er “bjarnar nótt” og “orms bani,” miskunn dalfiska,” “unnar glóð” og “góins vengi”—eru þeir orðnir þjóð að heimskari, svifaseinni innan um fellingar heilans, ef svo mætti að orði kveða.” Rit þessi má fá frá Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar, Austurstræti 4, Reykjavík, eða öðrum íslenzkum bóksölum. Richard Beck...... Rœða haldin í samsœti fyrir Svein Thor- valdson, O.B.E., í Hotel Fort Garry, f 24. janúar 1935. Herra forseti, virðulegi heiðursgestur, heiðraða samsæti! Eg þakka Þjóðræknisfélagsnefnd- inni þann heiður að fá að segja hér nokkur orð, til þess að minnast vin- ar míns Sveins Thórvaldsonar. Hann er, eins og kunnugt er, gestur þessa samsætis, og verður eflaust margt gott um hann sagt, eins og vera ber. En tæplega er við öðru að búast en ræður við svona tæki- færi verði hver annari líkar. Aðal- atriðið hér finst mér vera það, að samgleðjast vini vorum og sam- landa Sveini Thorvaldsyni fyrir þann heiður, sem honum hefir hlotn- ast fyrir vel og dyggilega unniS æfi- starf í hinu brezka ríki. En um leið og eg minnist á æfi- starf Sveins Thorvaldssonar er eg að minnast sögu Nýja íslands fyrstu fimtíu árin af framfarasögu þeirrar nýlendu í Canada, sem nú smám saman er að fá meiri og meiri viðurkenningu meðal nýlenda Vest- urlandsins. Nýja ísland á viðburða- ríka sögu og er það ekki ætlan mín að rekja hana hér að öðru leyti en þvi, sem nafn Sveins Thorvaldson- ar er við hana tengt. Er það ærið nóg og verður aldrei frá öllu sagt. Dr. Rögnvaldur Pétursson getur þess í grein í Heimskr. 14. marz 1934, að þegar foreldrar Sveins Thorvaldssonar höfðu afráðib að / flytja vestur um haf, tóku þau eins konar loforð af þessum syni sínum um að yfirgefa þau ekki, ef þau þyrfti hjálpar hans með þegar vest- ur kæmi, en efla hag heimilisins að því er hann gæti, og leitast við á allan hátt að verða þar sem nýtast- ur maður. Hét hann þvi af öllum huga, og þökkuðu þau honum fyrir þessa skuldbindingu hans. Er þetta atriði eins fallegt og það er óalgengt og sýnir það meðal ann- ars hversu gott uppeldi Sveinn Thor- valdson hefir fengið. Og hann átti eftir að launa það margfaldlega, eins og nú er komið i ljós. Eftir öll þau ár, sem liðið hafa síðan hann kom til Nýja íslands * 1887, er nú loks fengin viðurkenn- ing og almennings lof fyrir óvenju- legan dugnað, fyrirhyggju og fram- takssemi 1 þarfir bygðar og lands. Sveinn Thorvaldsson er framsókn- armaður í orðsins bezta skilningi. Það voru engin öræfa-töfrar, sem heilluðu hug hans á þeim árum, en í hyllingum morgunroðans birtust honum lönd, sem annars lágu fyrir neðan sjóndeildarhring flestra ann- ara manna. Markmið hans varð því að ne'ma þessi lönd með því að ger- ast leiðtogi bygðarinnar, sem hann hafði tekið eins konar ástfóstri við. Hann gerðist þá frumkvöðull að ýmsum góðum fyrirtækjum bygð- inni til hagsmuna. Hann stofnaði rjómabú, sögunarmyllu og verzlan- (Framh. á 5. bls.>

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.