Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. FEBRÚAR, 1935. Ur borg og bygð GleymiÖ ekki spilakvöldun- um í Goodtemplara húsinu á þriðjudögum og föstudögum. Góð verðlaun; gott músík. Inngangur 25c. Allir velkomn- ir. Heklufundur í kvöld (fimtudag). Ákveðið mun vera, að söngkonan góðkunna, ungfrú Rósa Hermanns- son, haldi concert i Fyrstu lútersku kirkju hér í borginni á fimtudags- kveldið þann 14. marz næstkomandi. Frá tilhögun verður vafalaust nán- ar skýrt síðar. Mr. Thorleifur Hallgrímsson, fiskikaupmaður. frá Riverton, var staddur í borginni um miðja fyrri viku. Mr. Jóhannes Pétursson frá Wyn- yard, Sask., kom til borgarinnar í vikunni sem leið og dvaldi hér nokkra daga. Mrs. P. S. Bardal, er nýíega kom. in heim úr kynnisför til sonar síns, Dr. Sigurgeirs Bardal í Shoal Lake. Mr. J. G. Stephanson frá Kanda- har, Sask., var í borginni í vikunni sem leið. Sá félagsskapur, er Jón Bjarna- son Ladies’ Guild nefnist, og starf- ar skólanum til stuðnings, efnir til skemtisamkomu í skólabyggingunni á föstudagskveldiS þann 15. þ. m. Verður þar til skemtunar spil og dans, á samt ýmsu fleiru. Mrs. A. S. Bardal er forseti þessa félgas- skapar. Mr. Adolph Jóhannsson, Ste. 6 Elsinore Apts., er nýlega kominn heim sunnan frá South Bend í Ind- iana ríki, þar sem hann stundaði nám um hríð í því ýmsu, er að bila- viðgerðum lýtur. Mr. Jóhannsson fékk, sem kunnugt er verðlaun í haust fyrir framúrskarandi leikni í iðn sinni, til þess að stunda nám við sérfræðiskóla í greindum bæ syðra, ásamt fríum ferðakostnaði báðar leiðir. Deild No. 2 kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, heldur útsölu á heimatilbúnum mat, svo sem rúllu- pylsu, lifrarpylsu og margskonar öðru góðgæti á föstudaginn þann 15. þ. m. í samkomusal kirkjunntfr. þ. m. Salan hefst klukkan þrjú sið- degis. Þarna veitist fólki einnig kostur á að fá sér kaffi með sjóð- heitum kleinum fyrir aðeins 10 cents bollan. Vænta má að útsala þessi verði fjölsótt. Mr. Kristitm Einarsson frá Gimli, kom til borgarinnar um miðja fyrri viku. Mr. Björn Matthews frá Oak Point, var í borginni í vikunni sem leið. Mr. P. N. Johnson frá Mozart, Sask., var í borginni um 'síðustu helgi. John J. Arklie, gleraugna sérfræð- ingur verður á Lundar Hotel á föstudaginn þann 22. þ. m. Frá lslendingadagsnefndiwni Á mánudagskveldið þann 11. þ. m. hélt íslendingadagsnefndin fund og skifti með sér verkum. í embætti voru kosnir eftírgreindir menn; G. S. Thorvaldson, forseti; Gísli Magnússon, ritari; Friðrik Sveins- son, vara-forseti; Jochum Ásgeirs- son, féhirðir. í dánarfregn Sigurðar Eyjólfs- sonar fyr bónda í Víðir, er birtist í Lögbergi nýlega láðist að geta um bróður hins látna manns, Þorstein bónda Eyjólfsson á Hóli við RiVer- ton; er beðið velvirðingar á þeirri vangá, og hún hér með leiðrétt. S. Ó. íþróttafélagið Fálkinn stofnar til skautamóts fyrir alla, tvö næst- komandi föstudagskvöld á skauta- hringnum á Simcoe og Sargent. Þess er æskt að hinir eldri skauta- menn íslenzkir færi sér þetta í nyt og hitti þar gamla og nýja vini og gleðjist með þeim í sameiningu. Þetta er óekypis skemtun fyrir alla. íslendingar! Sérstök merkispré- dikun í Wesley Church, William og Juno Street, á fimtudaginn og föstu- daginn kl. 8. Auk þess tvær mess- ur á sunnudaginn. • Á. Svb. n 1 I Skortur á' phosphate dregur mjög úr mjólk- Dœnaur: urmagni kúahjarðar yðar. Nolifl Animd Buildcr MONO-CALCRJM PIIOSPHATE — Tvær únzur handa skepnunni á dag auka ágóðann. Spurning: Þrífast svín yðarf AN ELEPHANT P.RAND nýtur efnafræðislegs álits. Verðið er lágt - Smálestin með kjörkaupum Upplýsingar hjá CONSOLIDATED SMELTERS LTD. WINNIPEG - CALGARY - REGINA BUSINESS EDUCATION HAS A MARKET VALUE University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course,” as evidenced by our long list of young men and women placed in.local Winnipeg offices in 1934 and 1935. Selective Courses Shorthand, StenoKrapliic, Secreta.rial, Aocount- iiU?, Complcte Office Training, or Comptometer. Selective Courses Shorthand, TypewTlting, Accounting, Business Correspondence, Commercial I .uav, Penmanship, Arithmetic, Spclling, Economics, Business Organ- ization, Money aitd Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Pisher, Burroughs. > Day and Night Classes Call for an interview, write us, or Phone 25 843 Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg (Inqulre about our Courses by Mail) Messuboð Sunnudaginn þann 17. febrúar messar séra G. P. Johnson í Wyn- yard kl. 2 e. h. á íslenzku, svo kl. 8 að kvöldinu, ensk messa. Um- ræðuefni: Skírn og ferming. — Fólk er beðið að fjölmenna við messurnar. Sunnudaginn 17. febrúar messar séra Sigurður Ólafsson í Riverton, kl. 2 e. h. Hjónavígslur Thorsteinn Johnson, frá Cran- berry Portage, og Violet Clara Symons, frá Sturgeon Creek, voru gefin saman í hjónaband af séra Birni B. Jónssyni þann 11. þ. m. Miðvikudaginn 6.-þ. m. voru gef- in saman í hjónaband George Charles Manning frá Atlanta, Ge- orgia, og Norma Evelyn Hall, dótt- ir hjónanna Steingríms K. Hall og Sigríðar Hall. Fór hjónavígslan fram, að viðstöddum nánustu ætt- ingjum og vinum, í Thelmo Man- sions hér í borginni. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi hjónavígsluna. Framtiðarheimili ungu hjónanna verður í Atlanta, Georgia. Mrs. Ágúst E. ísfeld frá Winni- peg Beach, dvelur i borginni um þessar mundir. Mr. Guðmundur Sigurðsson frá Mozart, Sask, dvelur i borginni um þessar mundir. Við útför Hermanns Hjálmars- sonar Hermann, er fram fór á fimtudaginn í vikunni sem leið urð- um vér varir við þetta utanbæjar- fólk: Mr. og Mrs. J. K. Ólafsson, Gardar, N. Dak., Pétur Hermann frá Mountain, Björn Hjálmarsson frá Akra, Björn Thorvaldsson frá Cavalier og Mrs. Halldóru Magnús- son frá London, Ont. íslenzkur spunarokkur óskast til kaups nú þegar. Símið 46 785. Mr. Thordur kaupmaður Thord- arson frá Gimli hefir dvalið í borg- inni nokkra undanfarna daga. Mr. Björn B. Johnson frá Gimli var í borginni seinni part fyrri viku. MEN’S CLUB Come with us on an illustrated 1 lecture tour throug Poland, and Iearn something about the Polish people, who have for centuries fought for freedom and liberty. Mr. B. B. Dubienski, well-known local barrister will lecture for the -Men’s Club on Tuesday, Feb. I9th, at 6:30 p.m. A dinner will be served at a small cost. Come and bring your friends. Mrs. Gísli Hallsson frá Oak View, Man., hefir dvalið hér í borg- inni rúman vikutíma, og fer heim á morgun. Miss Margrét Sigurðsson frá Reykjavík P.O., er í bænum um þessar mundir. Mrs. Rósa Campbell frá Cassel- ton, North Dakota, fósturdóttir Hermanns heitins Hjálmarssonar, er dvalið hefir hér síðan við útför hans, hélt heimleiðis á þriðjudaginn. Leikurinn Maður og Kona Vegna ófyrirsjáanlegra ástæða verður leikuriijn “Maður og kona” ekki sýndur á föstudagskveldið, eins og áður var auglýst. Verður hann sýndur í Selkirk nú á fimtudags- kvöldið þann 14. þ. m., og í Win- nipeg á mánudagskvöldið þann 18. febrúar. Þeir, sem ekki hafa átt kost á að sjá leikinn, eru beðnir að hafa þessa breytingu í huga og koma á mánudagskveldið í samkomusal Sambandskirkju. Mr. Sveinn Thorvaldson, kaup- maður í Riverton, kom til borgar- innar á þriðjudaginn í verzlunar- erindum og fór heimleiðis daginn eftir; kom hann í bíl, og kvað veg- inn að norðan ákjósanlegan sem um sumar væri. Mannalát Mrs. Helga Erlendsson, kona Mr. Finnboga Erlendssonar kaupmanns við Cormorant Lake, Man., lézt á sjúkrahúsi í bænum Pas á laugar- daginn þann 9. þ. m., miðaldra kona væn og vel gefin til munns og handa. Hún lætur eftir sig, auk eiginmannsins, þrjá sonu, Arnold, starfsmann'Royal bankans, William, verzlunarmann og Harald, heima, auk tveggja systra, Margrétar og Winnie. Mrs. E. Erlendson að 706 Home Street, er systir hinnar látnu. Jarðarför Helgu heitinnar fer fram í Langruth. Látin er nýlega í borginni Cava- lier í North Dakota. Valgerður Thorsteinsdóttir, fædd 24. júlí 1857. Hún var tvígift. Fyrri rn^ður henn- ar Indriði Indriðason, en sá síðari Ólafur Stevenson. ✓ ---------------- Þann tuttugasta og fimta janúar andaðist að heimili sínu í Glenboro ! merkismaðurinn Theódór Jóhanns- i son, 74 ára að aldri. Hafði hann | lengi búið rausnarbúi þar sem heitir í Tungunni í Argylebygð. Allmörg siðustu árin hafði hann, ásamt konu sinni, Kristjönu Kristjánsdóttur, átt heima í Glenboro. Auk ekkjunnar lifa hann tvö börn og fjögur stjúp- börn. Theódór var í hvívetna hinn mesti sæmdarmaður. Jarðarförin fór fram 29. janúar að viðstöddu miklu fjölmenni. Tveir prestar ! þjónuðu við útförina, sóknarprest- urinn séra Egill Fáfnis og séra 1 Björn B. Jónsson frá Winnipeg. _ “ JarSrœkt ” (Framh. frá bls. 7) * Af öllum hrygðarmyndunum í “Les Miserables” stjaldra eg oftast við hjá konu á gangi, á misindisveg- um. Hún hefir selt tennur sínar, hár og heiður, barni sínu og síðar sér, til lífsviðurhalds. Hún á einn silkikjólsgarm, til eflingar* óham- ingju sinni og lífsviðurhaldi. En mennirnir kasta á hana óþverra samt. Litla stúlkan hennar kemur til mín i tveimur þáttum. Fyrst ungbarn, klædd silki og fínu líni, borin á örmum móður sinnar, sem þá er ung og hraust, í sólskini hádagsins, svo blá og bólgin í höndum kvalara sinna. Samt er “Les Miserables” saga sigursins. En víða er Victor Hugo vottur mannlegs böls, þar og annarsstaðar, og eigi dregur hann af sér við starfið. “Ströndin,” eftir Gunnar Gunn- arsson er einhver dimmasta bók, sem eg minnist að hafa lesið. Eg held hún hefði gert mér mikið ilt, ef eg hefði ekki gert tilraun til að skrifa um hana. I heild er bókin jafn ósönn fyrir huga mínum, eins og þegar eg las hana. En mér skilst að erindi henn- ar liggi í einstökum atriðum. Afvegaleiðsla Bjargar á Bergi og hálsskurðurinn á sauðfénu. Höf- undurinn gerist þar vottur að hræði- legu böli, sem hann segir alheimi frá hiklaust, jafnvel á kostnað trú- arinnar. Hættan er fyrir framan Jesanda. Hann verður að gæta sin. Höfundur fer inn í myrkurheima örvæntingarinnar til þess að bjarga meðbræðrum sínum. í “Á refilstigum,” er það konan, næturlangt i þjáningum og hálf- sköpuðu lifandi skepnurnar, í neð- anjarðarhúsum ketsalanna, sem minna mig á Upton Sinclair sem einn hinna miklu votta. “Alt er kyrt á vesturvígstöðvunum” er ein; kanske mest. Þannig er það með Knut Ham- sun. Mér verður hann ógleyman- legastur sem vottur tveggja hjálp- arlausu barnanna. Hjá því siðara virðist öll von úti um vitneskju. Engin greftrunar- Oviðjafnanlegt eldsneyti hvernig sem viðrar Við höfum ávalt á takteinum kol og við, er fullnægir þörfum hvaða heimilis, sem er. Fljót og ábyggileg afgreiðsla. WOOD’S COAL Co. Ltd. 49 1 92 - Símar - 45 262 I BÚJARÐIR TIL SOLU í ÁRBORGARHÉRAÐI SW 22-23-2 Austur SE 17-22-3 SE 18-23-3 RL 50-22-2 SE 15 23-2 NW 9-23-2 NW 23-22-3 SW 21-23-2 NW 16-22-3 NE 5-22-3 Pt. 28-22-3 NE 30-22-1 Skrifið eftir NE 35-22-1 Austur SE 21-23-2 NW 34-25-1 SE 23-24-2 NW 4-24-2 SE 10-24-2 NE 32-24-1 SE 17-24-1 SW 1-24-1 NW 24-24-1 SW 2-24-1 skilmálum til The Manitoba Farm Loans Association 166 PORTAGE AVE. E. WINNIPBG, MAN. viðhöfn. Aðeins slitin rýja og hola í jörðina. Og alt virðist búið þarna. En svo er ekki, því maður með ekl í sál og hjarta bendir á brotin úti í dagsljósinu og gefur þeim styrku tækifæri á að leiða þá veiku. Það er sigurinn, sem logar eins og ljós yfir bókinni, sem töfraði huga minn strax er eg heyrði hana og gerir það enn; og eg harma það, að það var ekki minnar þjóðar mað- ur, sem reit han^. “Jarðrækt” er mikil lyftistöng á vegum lífsins. * Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Minniát BETEL Office Phone Res. Phone 80 677 26 555 B. A. BJORNSON Sound Systems and Radio Service Radio Service, Tube Testing, Tubes and Parts. Sound Systems & Equipment G79 BEVERI.EY ST„ WINNIPEG Sendið áskfiftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federatien í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World erfðaskrám yðar ! Jakob F. Bjarnason TRANSFER A nnaat greiBlegra um alt, aem mM flutningum lýtur, smAum »8a stðr- um. Hvergi sanngjamara verB. Heimili: 762 VICTOR STREET Stml: 24 600 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPQ. BUSINESS TRAINING BUILDS CONFIDENCE The business world today needs Confidence. Too many work- ers attempt to start and hald a position without Confidence in themselves, their emplfyers, or the educational conditions which form the background for their practical lives. The carefully planned business courses offered at the DOMINTON BUSINESS COLLEGE prepare you to meet business with Con- fidence. You know that you are ready to prove your worth and to hold responsible positions. Your training has been thorough, and has made your services doubly valuable by deve- loping your own talents along the right lines. Don’t waste time trying to “find yourself” in business. A consultation with the Dominion Registrar will help you to decide upon the course best suited to you. The BUSINESS COLLEGE On the MALL, and at ELMWOOD, ST. JAMES gnd ST. JOHN’S Residence Classes Mail Instruction Day or Evening With Finishing

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.