Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGBBRGr, FIMTUDAGINN 14. FBBRÚAR, 1935. Heimkomni hermaðurinn Jamie sat steinþegjandi um stund í þung- um þönkum; nú skildist honum alt í einu við hvað býflugnameistarinn hafði átt, er hann brvndi fyrir honum hve ósegjanlega mikil- vægt það væri að veita viðtöku hinum smæstu gjöfum með þakklátu hjarta eins og náðar- gjöfum himnaföðursins. Það var ekki um að villast að býflugnameistaranum hafði skil- ist auðsæilega hvað í aðsigi var, og að hann hafði kosið þessa leið til þess að búa Jamie undir þau tíðindi, er honum höfðu nú verið opinberuð, að búgarðurinn, eða að minsta kosta helmingur hans, ætti að verða hans eign, ásamt býflugnabúinu og ýmsu þvf, er til þess taldist. Alt f einu kom nafnið Jean Meredith fram á varir hans, án þess þó hann væri nokrku nær. Jean gat verið piltur engu síður en Stúlka. Honum varð nú litið hvat- lega á Dr. Grayson. “Hefir Jean Meredith nokkra vitneskju um þessa ráðstöfun?” spurði Jamie. ‘ ‘ Býflugnameistarinn fékk mér símanúm- er, er hann hað mig að hringja upp,” sagði Dr. Grayson; eg gerði það samstundir, eða réttara sagt þá talaði eg við foreldra barns- ins í símann. Já, Eg get fullvissað þig um að hinum litla vini býflugnameistarans er kunnugt um alla málavöxtu.” “Skildist þér að foreldrarnir mundu veita viðtöku þessari gjöf fyrir hönd barns- ins,” spurði Jamie. “A því er enginn vafi. Og hversvegna hefði 'heldur öðruísi þurft að veraf” “Mér var ekki kunnugt iim að bý- flugameistaranum þætti jafnvænt um nokkra lifandi mannveru og smávöxnu persónuna, eða hinn litla félaga sinn, eins og hann stund- um kallaði hana.” “Býflugnameistarinn var barnlaus sjálfur og ldaut að vera það í sjálfs- vald sett hverjum hann ánafnaði eigur sín- ar. *Það var margt, sem mælti með því, að hann léti þann mann, er sýnt hafði mesta ár- veknina og mestu trúmenskuna við búsforráð á hinu litla en fagra býli hans, erfa hann að einhverju leyti, sem og hitt að barnið, eða smávaxna persónan, er ef til vill hafði öllum öðrúm mannverum fremur varpað sólskini á veg hans yrði einhvers aðnjótandi. Eg fæ ekki 'betur séð en býflugnameistarinn hafi gert 'hinar síðustu ráðstafanir sín- ar eins og vera bar, á viturlegan og mannúðarlegan hátt. En það er eitt, sem mér láðist að leiða athygli þína að, er eg fyrst gerði þér kunnugt um erfðaskrána og inni- hald hennar, en það laut að því hvemig innan- stokksmunir höfðu verið flokkaðir niður með tilliti til þess hvemig þeim yrði skift milli vkkar tveggja. Litli skátinn fær alt, sem er í dagstofunni og bókasafnið þar að auki; hitt fellur undaptekningarlaust í þinn hlut.” Jamie reis á fætur og rétti Grayson lækni ‘hendina. “Eg verð að komast út í farska loftið og fá mér dálítinn göngutúr, til þess að geta hugsað; eg get enn ekki komið því inn í mitt ferkantaða höfuð að þessi erfða- skrá yrði tekin gild í skiftarétti; hún var sam- in af sjúkum manni og aðfram komnum.” “Þú ferð vilt í þessu, góðurinn minn,” sagði Grayson læknir. “Dómgreind hins framliðna var engu óskýrari en okkar eigin dómgreind; honum var fullljóst að hverju hann stefndi með sínum síðustu ráðstöfun- um. Eg kvaddi hann klukkan tíu í gærkveldi og við skildum hvor annan fyllilega; það er ekki til dómstóll í öllu landinu, sem hmndið gæti síðustu ákvörðunum býflugnameistar- ans.” “Skoðun mín er úbreytt,” sagði Jamie; “mér er öldungis um megn að veita svona stórgjöfum viðtöku; eg get ekki undir nokkr- um kringumstæðum mætt í rétti og borið þar fram kröfu í þessu samhandi, eftir alt, sem á undan er gengið. Eg geri það þá fyrir þína hönd; eg get ennfrémur fullvissað þig um það, að Mr. Meredith annast að fullu um mál- ið fyrir hönd barns síns. Þiggirðu ekki gjöf deyjandi vinar, og kjósir þú það heldur, að einhver, sem býflugnameistarinn sízt af öll- um hefði kosið að eftirmanni sínum á þessu litla en ydislega býli, setjist þar að, þá skil- urðu ekki það hugarfar, er til grundvallar lá. Þú getur tekið þér dálítinn umhugsunartíma. En vegna þess hve örðugt þér veitist að ráða ráðum þínum í þessu efni, er að líkindum rétt- ast að eg afhendi Meredith skjalið, það er eng- an veginn óhugsandi að hann leiti samvinnu við þig áður en langt um líður með það fvrir augum að ráða málinu til lykta. Mér er ekki unt að veita nokkru því við- töku, er eg hefi ekki unnið sjálfur fvrir,” sagði Jamie með hálfgerðan hörkuhreim í röddinni. “Fari Skotinn norður og niður,” sagði Grayson læknir með nokkurri þvkkju að því er virtist. “Eg finn til óblandinnar ánægju yfir því að vera Englendingur, og sannarlega læt það ekki um mig spyrjast að eg slái hend- | inni á móti góðri gjöf, jafnvel hvaðan sem 'hún kæmi. Og þú ert undantekningarlaust fyrsti Skotinn, sem hafnar því er fyrirhafn- arlaust berst upp í hendurnar á þér, hvort sem það var gjöf eða ekki. Það stendur öld- ungis á sama hvað það er, sem manninum hlotnaðist; það eru alt saman gjafir að ein- hverju leyti.” Gjafir Guðs eru með öðrum hætti en gjafir frá mönnum, er maður hefir ef til vill þekt skamman tíma. “Það er enginn mismunur til í sambandi við gjafir,” sagði Grayson læknir með á- herzlu, “'þó þær séu ef til vill mismunandi stórar; þær eru gjafir engu að síður; og eg endurtek það, að þú sért erkiflón, ef þú þigg- ir ekki með þakklátu hugarfari þá sjaldgæfu vinargjöf, er þér nú býðst.” Jamie hristi höfuðið og gekk þegjandi út úr skrifstofunni; er heim kom gekk ’hann út í garðinn bláa, er umlukti heimilið, fegr- aðan af ást þeirri og góðhug, er bý- flugnameistarinn lét eftir sig; hann gekk hljóðlega inn í húsið með hattinn í hendinni, eins og hann væri að svipast um eftir stað fyrir hann, er ekki minti of áþreifanlega á býflugnameistarann. Var það ekki öldungis ótrúlegt, þetta, sem í skjalinu stóð? Heil ekra af fagurlega ræktuðu landi með raðir af hvítum býkúpum; heimili, þar sem hann gat hvílst öruggur að loknum dagsönnum; nóg af fötum, sem færi honum vel og þar að auki hreint ekki svo ó- álitlegur skildingur í bankanum. Alt í einu vmrð Jamie þess var, að hann var ekki eins sterkur á svellinu og hann hafði ætlað; hann fann til óstvrks í fótunum og jafnvel til svima líka; heit tár streymdu niður um kinnar hans í stórum dropum, eitt eftir annað; hann var víst í þann veginn að verða yfirkominn af þreytu. Nú reis hann á fætur, gekk hljóð- lega út, niður með veginum og alla leið niður að hliðinu; hann gekk ofurhægt eftir hvítum sandtroðningnum er vissi niður að ströndinni. Svo kom hann auga á eitthvað, er kom honum til þess að standa á öndinni af undrun. Þétt upp við klett einn voru tvö börn, önnum kaf- in við að verja sig gegn árás frá einhverju mannveru kríli, er þeytti að þeim mold með hinni mestu ákefð; þegar hér var komið, var helzt ekki annað fyrirsjáanlegt en að litlu hnokkarnir upp við klettinn væri komnir nær dauða en lífi og þrotnir að kröftum. Nú sá Jamie hvernig í öllu lá; litli skátinn var auð- sjáanlega þarna að verki. “Þú ert kominn að því að kæfa börnin, ” sagði Jamie. “Upp- tökin voru hjá þeim,” sagði litli skátinn og sló um sig með skóflunni; ‘ ‘ þau réðust á mig að fyrra bragði; eg kom hingað í mesta grandleysi og áður en eg vissi hvaðan á mig stóð veðrið, sendu þau mér tóninn og köst- uu í mig ónotum.” “Það hafa þau sennilega gert,” svaraði Jamie; “slíkt réttlætir samt ekki það, að þú kæfir þau í mold.” “Eg held þó að mét hafi lánast að kasta að þeim eins miklu, eða jafnvel meiru en þau gátu til sam- ans kastað að mér. ” “Það skiftir nú reynd- ar ekki svo mildu máli,” svaraði Jamie. “Attu skófluna þá arna, eða er hún eign litlu hnokkanna?” spurði Jamie. Þeir eiga hana,” sagði litli skátinn; “eg náði henni af stærri krakkanum, sem er miklú stærri en eg, eins og þú sérð. Þannig stendur nú á því. ” “Eg held þú gerir réttast í að koma taf- axdaust með mér,” sagði Jamie. “Við skul- um ganga upp á klettinn og skygnast þaðan um út yfir hafið. Hvað er lflngt síðan þú fórst að heiman?” “Bg fór út að loknum morgunverði,” svaraði litli skátinn. “Það er langur dagur í dag, eins og þú veizt. Eg kom heim til þín í morgun til þess að hjálpa þér til við býflugna hirðinguna og eitt og annað í garðinum, sem þurfti að taka til handargagns. Þú varst ekki heima og þess- vegna greip eg það ráð að ganga niður í sandinn og vita hvað um væri að vera þar. Eg var ekki fyr þangað kominn, en litlu hnokkarnir veittust að mér með ærslum og ætluðu að kaffæra mig í mold. Eg sá mér því ekki annars úrkosta en að láta hart mæta hörðu eftir því sem kraftar mínir leyfðu.” Jamie gekk í áttina til hásætisins á gnýp- unni, en litli skátinn kom í humátt á eftir. “Svo þú hefir ekki komið heim frá því um morgunverðartíma,” sagði Jamie; “það er orðinn langur tími, eða finst þér það ekki, Jean?” “Hver sagði þér að eg héti Jeanf” spurði litli skátinn hvatskeytlega. “Það var Grayson læknir, sem sagði mér frá nafni þínu; hann sagði lúér það á sjúkrahúsinu í morgun að nafn þitt væri Jean Meredith. “Hafði hann ekki eitthvað fleira að slúðra um,” spurði litli skátinn. Jamie duldist ekki að litla skátanum rann í skap. “Læknirinn sag&i ekki annað en þetta, að því viðbættu, að hann vildi að þú þægir gjöf, er líklegt væri að þér yrði fram boðin.” “Er það hesturf” spurði litli skátinn, | og virtist verða vitund mildari í málrómnum. “Nei, það er ekki hestur,” svaraði Jamie; “gjöfin er nlargra liesta virði og svo langt yfir það. En það er annað margfalt þýðingarmeira, sem eg verð að segjá þér frá. Eg er svo að segja nýkominn af sjúkrahús- inu.” Smávaxna persónan fænði sig vitund fjær Jamie, krepti hendurnar og brjóstið gekk í öldum. “Já, einmitt; hann er þó víst ekki sofnaður þessum dulræna, fagra svefni, sem eg mintist einhverju sinni á við þig?” Jamie þagði um stund og virti fyrir sér víð- feðmi hafsins; hónum varð litið á hið ótta- slegna barn, er nú hafði stokkið upp í fang hans. Nú flaug Jamie það alt í einu í hug, að ef til vill væri það misnefni að nefna klett- inn á gnýpunni hásæti, eins og hann hafði gert; það var engu líkara en kletturinn væri eins konar trúnaðarvinur, er menn leituðu til með sorgir sínar. Ekki alls fyrir lön^u hélt hann þar í örmum sínum konu, sem yfir- komin var af hai'mi og örvæntingu, en nú hvíldi í faðmi hans veiklegt barn, er virtist vera á milli vonar og ótta og titraði eixis og puntstrá í vindi. “Taktu þetta ekki um of nærri þér, barnið mitt,” sagði Jamie. “Eg vil að þér skiljist að um ásjónu býflugna- meistarans lék sama ómælisfegurðin og hvíldi yfir Betu frænku látinni. Umskiftin urðu áð næturlagi án þess að býflugnameistarinn vaknaði; hendurnar voru krosslagðar á brjóstinu; um andlitið lék óumræðilega unáðs- legt bros; það var engu líkara en hinar lok- uðu varir byggju yfir leyndarmáli, er þær einar gætu skýrt, gæfist þeim kostur á því. ” Jamie leitaði á sér eftir vasaklút til þess að þerra með tárin af andliti barnsins; “stöðvaðu nú grát þinn,” sagði hann, “sem bezt þú getur; þú mátt til með að herða þig upp og taka sem hetja því, sem að höndum hefir borið; eg veit með vissu að það væri ekki að skapi býflugnameistarans að þú grét- ir úr þér augun. Manstu ekki eftir því sem þú sagðir mér um Betu frænku, að englarnir hefðu komið fagnandi til móts við hana við hlið himnaríkis og boðið hana velkomna? Siúpaðar viðtökur hafa að sjálfsögðu beðið býflugnameistarans, annað eins valmenni og * hann var. Þú verður að hrista þetta af þér og hætta að gráta; það er ekki þínslegt að gráta, slík hetja sem þú ert; þú hugsar ekki um hann; hugsar ekki um það, að hann sé kominn heim til Maríu og blessaðrar litlu stúlkunnar sinnar. Nú rétti smávaxna persónan snögglega úr sér. Að sjálfsögðu er eg að liugsa um mig sjálfa. Eg veit heldur ekki um hvern eg ætti frekar að hugsa; eg hefi ávalt heyrt fólk tala um þáð, að hver væri sjálfum sér næstur. Eg skil ekki í að aðrir láti það varð sig miklu þó eg finna til verkja endur og eins eða verði fyrir skakkafalli í viðureign við Óla feita. Eg finn ekki til þess að eg sé að ljósta neinu upp þó eg fræði þig á hinu og þessu, sem okk- ur býflugnameistaranum fór á milli; hvernig gerðar voru til þess þrálátar tilraunir að koma honum á kaldan klaka oftar en einu sinni á æfinni; hann lagði samt sem áður ávalt áherzlu á það, að hann væri í sátt við alla menn; mér fanst eg ávalt skilja hann flestum, ef ekki öllum betur, og mig skildi hann auðsjáanlega miklu betur og nákvæm- ar en nokkur önnur mannvera, sem eg hefi komist í tæri við. Og nú, þegar hann er al- farinn, verður það óhjákvæmilega fyrsta spurningin, sem vaknar hjá mér, hvert eg eigi að snúa mér um leiðbeiningar, og hváð eg eigi að gera af mér.” Jamie tók barnið eins og ósjálfrátt á ný í fang sér og kysti það hvað ofan í annað heitt og innilega á báðar kinnar; honum fanst hann verða var vanmáttar í öllum líkaman- um; sVo sagfói hann með veikri og titrandi röddu: “Þú snýr þér beint til mín, barnið mitt; beint til mín, og annars ekki; þú getur treyst mér til þess að ljósta ekki upp leynd- armálum þínum, ef einhver eru, og komist eg á snoðir um það að þér verði óréttur ger, eiga þeir, er slíku yrði valdir, mér að mæta.” Litli skátinn sleit sig alt í einu úr faðminum á Jamie og starði á hann um stund með því augnaráði, er ekki var viðlit að honum félli nokkru sinni úr minni. “Er þér full alvara, ” sagði litli skátinn. “Það, sem eg hefi sagt, stend eg að öllu levti við,” svaraði Jamie; “eg skal ávalt vera vinur þinn, eg skal vaka yfir öllum þínum leyndarmálum og verja þig að því er kraftar mínir frekast leyfa.” Nú rétti litli skátinn fram hendina. “Taktu í þessa útréttu hendi. Alt, sem þú hefir sagt við mig, get eg endursagt um þig. “Eg ætla að flýja til þín, alveg eins og eg flúði til bý- | flugnameistarans með allar mfnar áhvggjur, allar mínar sorgir. Yið skulunj vera félagar, eins og hann og eg vorum félagar. Eg skal gera mitt ítrasta til að hjúlpa þér á hvern þann hátt, er eg helzt skil að komi þér að verulegu haldi. En viltu nú ekki vera svo vænn og fræða. mig um það, hvað verða muni af býflugunum, eða réttara sagt býflugnabú- inu, garðinum bláa og hinu fallega og skemti- lega húsi hins látna vinar okkar?” rnour a jorðu Saga eftir Selmu Lagerlöf. (Þýtt hefir séra Sigurjón Guðjónsson) Framh. ( Gat það verið, aS þetta væri Urður? Faðirinn spýtir út úr sér með fyrirlitningu langt fram á gólf- ið. Það er eins og hann spýti frá sér hugsuninni. Urður, sem var svo lagleg, ljós og rjóð í kinnum, með glóbjart hár, ung og yndisleg! —Þetta er hungraður kerlingaraumingi ofan af öræfum. —Það er fásinna! Tengdasonurinn hreyfir sig dálítið eins og hann vildi spyrja og húsbóndinn kinkar kolli til samþykk- is. Það er bezt að losna við þenna vesalings fáráðl- ing. Magnhildur getur gefið henni matarbita, og hún getur sofið úti í f jósi, ef hún fer þá ekki lengra. Veðrið er milt, snjólaust, svo að henni verður ekki kalt. Við getum ekki notið helgi hátíðarinnar með- an brjáluð manneskja er á lífi um stofuna. En skipunum föðursins er ekki hlýtt. Magn- hildur gengur til manns síns. —Þekkir þú Urði ekki heldur? Maðurinn kippist við. Það grípur hann geigur. En svo bitur hann á vörina og getur naumast varist hlátri. Þetta Urður! Ef nokkur þekti hana, þá ætti það að vera hann. Fyrir io árum ætlaði hann að giftast henni. Hún hafði horfið viku áður en brúð- kaupið átti að fara fram. Enn einu sinni horfir hann á hana. Þetta var gömul, útslitin mannvera, kengbogin, gráhærð og andlitsbjórinn allur í hrukkum. Hann var forviða á því, að Magnhildur skyldi láta sér detta þetta í hug. En Magnhildur hafði alt af verið hrædd um að systir hennar kæmi aftur. Henni fanst hún vera í sætinu hennar, síðan hún giftist honum. Þó að io ár væru liðin, gat hún ekki trúað því, að Urður væri dáin. — Hvað á eg að gera, þegar Urður kemur aftur og sér að eg er gift unnusta hennar?— Ókunna veran er hætt að horfa á stundaklukk- una, en gengur inn i stofuna. Hún gengur fram hjá fólkinu með mestu varúð. Það er greinilegt, að hún vill ekki koma of nærri því, og þreifar sig áfram að rúminu. Hún strýkur hendinni yfir það, þreifar, leitar og dregur andann eins og snuðrandi hundur. Þegar hún hefir gengið úr skugga um að rúmið sé mannlaust, muldr- ar hún eitthvað í óánægju hreim. —Pahbi, það er hún! 'lirópar Magnhildur.— Mamma var veik, þegar hún týndist fyrir io árum. Hún er að gá, hvort hún sé í rúminu. Það er eins og hún viti ekki hvert hún á að snúa sér. Hún átrýkur hárið frá andlitinu til að líta í kringum sig, og nú getur alt fólkið greint ná- fölt og skinið andlit hennar. Gifta dóttirin snöktir hástöfum. Hún hefir alt af óttast þá stund, að Urður kæmi aftur, en því' gleymir hún nú. Hjarta hennar kemst við. Hún luigsar um þær þjáningar, sem hún hefir orðið að líða áður en hún varð svona útlits. Það var ekki hægt að segja, að hún hefði mist vitið með öllu, en það var augljóst, að hún var ekki eins og venjulegt fólk. Það var eitthvað dýrslegt við hana. —Hver hefir farið svona með hana? Hjá hverjum hefir hún verið? Ókunna veran heldur á- fram að ganga um stofuna. Þefar og snuðrar. Hún hefir aftur byrgt andlitið. Magnhildur gengur til hennar, leggur hendina á handlegg hennar og spyr: —Er það þú, Urður? Eg sé að það er þú? Hún hrekkur í kút, hleypur út í horn og kúrir þar. Hún gengur aftur fram á gólfið. Það má sjá, að hún er að leita að einhverju ákveðnu. — Hún gengur frá einu til annars, þefar og þefar, og er eirðarlaus1. Að lokum gengur hún að ofninum, og börnin og gömlu vinnukonurar hrökkva undan henni. Það er eðlilegt. Hún er engri manneskju lík, heldur dýri. Hún fer höndum um ofninn. Hún muldrar aftur óánægjulega, en heldur áfram að leita. Hún þefar enn og kemst að bökunarofninum og lýkur honum upp. Um leið og hún gerir það rekur faðirinn upp óp. Það er vandi að opna hann, en þessari mann- eskju hefir hepnast það strax, eins og hún hefði vitað það áður, hvernig ætti að opna hann. En hvernig gat þetta verið Urður? Hún rétti hendina inn í bakarofninn, og þá heyrist illilegt hvæs innan úr honum. — Gamli kött- urinn kemur fram í ofndyrnar. Hann er í keng og hárin rísa á honum. Hún réttir fram hendurnar og tekur köttinn, strýkur honum og sest niður við reykháfinn með hann í kjöltu sinni. Faðirinn verður alveg forviða, þegar hann heyr- ir að kötturinn fer að mala. Þekkir kötturinn hana? Er það þá Urður? Og svo fer hún að tala við köttinn. Fólkið i stofunni verður svo hissa, að það hrekkur við. Það hefir haldið, að hún gæti ekki talað, a. m. k. ekki svo að það gæti skilið hana. En það er heldur ekki svo auðvelt. Rödd hennar er svo hás og óþjál, að það er eins og hálsinn væri ryðgaður af æfingarleysi. Það heyrir að það er manns mál—orð, en þeim fylgir garg og óp, svo að ómögulegt er að greina einstök orð. Framh.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.