Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 5
LÖGBEŒiG, FIMTUDAGINN 14' FEÍBBÚAE, 1935. 5 Minning Guðbjargar konu minnar Bftir Sigfiis Paulson. Þó viki'Ö sé meö því að einhverju leyti út frá viÖteknuni venj- um, þá hefi eg nú afráÖið, að minnast með eftirgreinum orðum minnar ástríku eiginkonu, Guðbjargar, í stað þess að láta einhvern annan gera það, og orsaka með þvi ef til vill enn lengri drátt; hefir þetta þó dregist full lengi. Guðbjörg kona mín var í heim þennan borin þann 24. dag maí mánaðar árið 1882, í Hornafirði í Austur-Skaftafellssýslu; var hún aðeins tveggja vikna gömul er hún misti móður sína. Foreldrar Guðbjargar voru þau góðu hjón Vigdis Jónsdóttir\ og seinni maður hennar, Einar Þorsteinsson, kominn af gáfu- og merkisfólki í því héraði; voru þeir systkina synir Benedikt faðir séra Gunnars sagnaskálds, höfundar sögunnar “Við þjóðveginn,” og Einar faðir Guðbjargar. Vigdís, móðir Guðbjargar, var dóttir Jóns Jakobssonar, er uppalinn var í Skaftafellssýslu, en kyn sitt rakti til Rangæinga og Gunnafs Hámundarsonar á Hlíðarenda. Kona Jóns Jakobssonar var Guðrún Bergsdóttir, prests í Bjarnarnesi, en móðir hennar, kona séra B>ergs, var Katrín, dóttir séra Jóns Steingrímssonar og fyrri konu hans, dóttur Steins biskups ; var séra Jón Steingrimsson, sem kunnugt er, einn af ágætustu mönnum sinnar aldar, og þjóð- frægur fyrir eldmessuna á tímum Skaftáreldanna. Við útför Vigdísar tók Guðbjörg föðuramma konu minnar nöfnu sína til fósturs hálfsmánaðar gamla, og ól hana upp með að- stoð Þorsteins Þorsteinssonar, sem stóð þá fyrir búi með móður sinni; er Þorsteinn búsettur i grend við Leslie þorp í Saskatche- wan, en gamla konan látin fyrir mörgum árum. Þegar Guðbjörg mín mun hafa verið eitthvað fjögurra ára gömul, flutti fólk þetta burtu úr Hornafirði og austur í Hjalta- Staðaþinghá í Norður-Múlasýslu; þar mun það hafa dvalið fram að árinu 1892, er flutt var til Vesturheints; var fyrst staðnæmst í Winnipeg. Guðbjörg mín var þá 10 ára að aldri; fór hún skömmu Seinna í enska vist, en Þorsteinn fóstri hennar flutti til Leslie eins og þegar hefir verið skýrt frá. Oft mintist Guðbjörg mín á það, hvað fólk þetta hefði verið sér gott i uppvextinum, bæði Þorsteinn föðurbróðir hennar, Signý föðursystir hennar og blessuð amman. Þá vék hún jafnframt oft að því, hve Rafnkell frændi hennar Bergsson hér í borg, hefði reynst trúr vinur og vænn. Af vinkonum Guðbjargar heitinnar, þeim er handgengnastar voru henni, vil eg einkum og sérílagi til telja þær Katrínu systur 'Tiína, sem dáin er fyrir alllöngu; Ágústu Olson við Westfold (er- um við systkinabörn), og Mrs. Ráðu Bateman, er heima á í Mani- tou Apartments hér í borginni. Tvær systur átti Guðbjörg mín, þær Guðrún Hjörleifsson í Riverton og Sigríður uðmundsson í Lramnesbygð í Nýja íslandi; var ástríki mikið með þeim systrum. Sú er mín hjartans bæn, að almáttugur guð blessi alt þetta fólk og launi þvi trygðina, ástríkið og umönnunina við rnína elsk- uðu og ógleymanlegu konu. Guðbjörg var ekkja er hún giftist mev. Hún giftist í fyrra skiftið þann 1. júlí 1905; var maður hcnnar William Allan Carr, af skozkum ættum; féll hann í orustu a Erakklandi þann 15. júlí 1916; þau eignuðust tvíbura, er báðir dóu hálfsmánaðar gamlir. Þann 22. apríl 1926, vorum við Guðbjörg gefin saman i hjóna- band hér í Winnipeg, og hér áttum við heima þar til síðla hausts arið eftir, er við fluttumst til borgarinnar Sán Diego í Californíu- ríki; þar nutum við ástúðlegrar sambúðar fram í mi&jan april, x934- cr við afréðum að hverfa um hríð til Canada, ferðast um fornar slóðir og heilsa upp á vini okkar. Áður en við lögðum upp 1 .^er®'na, héldu íslendingar í San Diego og National City okkur fjölment og yndislegt kveðjusamsæti. Mælti Guðbjörg mín þar fram nokkur þakkarorð til hinna mörgu, viðstöddu vina; ógleym- andleg verða mér þau orð hennar, er lutu að sambúð okkar hjóna; en þau voru á þá leið, að hið síðara hjónaband sitt hefði verið einn óslitinn sólskinskafli. ^ ið hjónin hugðum gott til heimsóknarinnar i Canada, og nutum þar margra ánægjustunda, þó styttast tæki sambúðin úr því. Snemma i júlí tók sig upp í Guðbjörgu veiki, er hún hafði oft áður fundið til, þó eigi þjáði hún hana mjög að jafnaði. Upp frá því fóru líkamskraftarnir smám saman að þverra, unz þar kom að Guðbjörg min kvaddi þetta jarðneska líf á sjúkrahúsi i Dauphin þann 3. ágúst síðastliðinn, eftir tæpra fimm sólarhringa legu. Var hún jarðsungin í grafreit íslendinga í Reykjavíkur pósthéraði við Manitobavatn 8. ágúst af séra Guðmundi Árnasyni, að viðstöddu flestöllu fólki bygðarinnar. Sambúð okkar Guðbjargar var ekki löng; aðeins rúm átta ár; en engu að síður var hún okkur dýrmapt og auðug að varanlegu g' di. Guðbjörg mín var stjórnsöm húsmóðir og vel að sér til munns og handa; hún var glaðlynd, brjóstgóð og nærgætin í um- gengni*við alla. Ef svo bar til að eitthvað gekk að mér, jafnvel hvað lítið, sem það var, tók það hana ekki lengi að komast að því og leggja yfir mig líknandi hönd. Og nú þegar hún er horfin af sjónarsviðinu, skýrist það æ betur og betur í huga mínum, hve óendanlega margt og mikið eg átti henni upp að unna. Eg hugga mig nú við það, að guði þóknaðist að leggja skiln- aðarkrdssinn á herðar mínar, því eg veit að hann hefði orðið henni því nær óbærilega þungur. Hafðu þökk fyrir alt og alt, og drottinn blessi okkur öllum minningu þína. Ræða (Framh. frá bls. 4) ir með það meira fyrir augum að útvega markað fyrir afurðir bænda en að auðga sjálfan sig. Sannanir fyrir ]iví eru auðfundnar og þarf ekki langt að leita, ef litið er með sanngirni æjöll þau góðu fyrirtæki, sem hann nefir stutt með ráði og dáð. Og nú á þessum síðustu kreppuárum, ekki sízt, hefir hann reynst trúr og hollur bjargvættur margra þeirra, sem hjálpar hafa orðið að leita. Nú er svo komið að I bygðin hans er ein sú farsælasta bygð í Vesturlandinu. Tvær járn- brautir liggja nú þangað n;eð aðeins tíu mílna millibili. Brautir hafa tekið stórum framförum þessi síð- ! ustu ár og á hann í því drjúgan I þátt. En í því sambandi langar mig til að minnast annars manns, sem einnig var Ný-íslendingur, og barð- ist um langt tímabil vel' og drengi- lega fyrir okkar velferðarmálum. Maðurinn var Ingimar sál. Ingjalds- son, sem Ný-f slendingar mega lengi minnast sem eins af sínum ágætustu mönnum., Og það vildi svo til að þessir tveir menn unnu saman vel og dyggilega að velferðarmálum Nýja íslands, um margra ára skeið. Bygðin er því í stórri þakklætis- skuld við báða þessa menn. Og við þetta tækifæri er eg þess fullviss, að hún vildi geta sýnt Sveini Thor- | valdssyni einhvern vott þakklætis fyrir þann stóra og hamingjuríka þátt, sem hann hefir ávalt tekið i velferðarmálum hennar. Vil eg nú leyfa mér að fara fáum orðum um þenna mann, og leitast við að lýsa honum eftir þeirri viðkynningu, sem eg hefi persónulega af honum haft þessi 19 ár, sem eg hefi dvalið í Nýja íslandi. Viðurkenning sú, sem á var minst er í því fólgin að hans hátign kon- ungi vorum hefir þóknast að gera Svein Thorvaldsson að félaga í reglu hins brezka rikis (O.B.E.). Er þetta sá heiður, sem aðeins þeir menn hreppa, sem hafa sýnt og sannað að þeir eru mikilsverðir. Þegnhollustan ein, þó hún sé sjálf- sagt skilyrði, nægir ekki; heldur verður maðurinn að hafa sýnt fram- úrskarandi hæfileika og framtaks- semi á einhverju sviði. En eg er því miður ekki þeim vanda vaxinn að rekja öll tildrög til slíkrar viður- kenningar. Þar kemur ef til vill til greina ekki einungis maðurinn sjálfur, heldur og ýmsar sögulegar rætur aftur í gleymda og ógleymda fortíð. Það er á allra vitund, sem sögu vora þekkja, að í henni má finna mörg fögur dæmi þess mann- dóms, sem nú á tímum einkennir vora beztu menn. Hvort það er Iífs- skoðun Hávamála eða kristindóms- ins, sem hefir mest og bezt tnótað hugarfar íslendinga skiftir ekki máli hér. Ef til vill hefir þetta hvorttveggja lagt þar til nokkurn skerf. En þó lífsreglur Hávamála ætti margar við, einungis á þeirri öld, þegar hnefarétturinn réð lof- um og lögum, þá er margt hægt að finna þar, sem við á, á þvaða öld sem er. “Hinn er sæll er sér of getur lof og líknstafi” og “Sá er sæll er sjálfur um á lof og vit með- an lifir.” Hvorttveggja þetta þýð- ir eigi annað en að vera sjálfráður, frjáls sinna verka. Skilyrði þess að vera sæll, var að vera frjáls, og þar næst eru “líknstafir” eða vit samfara þekkingu, og er sú lifsspeki enn viðurkend nauðsynleg fyrir hvern og einn. Aðaláherzlan er hér lögð á heilbrigt líf sem stjórnast af vitsmunum hins frjálsa manneðlis og getur sér “orðstír, sem aldrei deyr hveim sér góðan getur.” Eftir þeirri viðkynningu, sem eg hefi haft af Sveini Thorvaldssyni hygg eg að lífsskoðun hans eigi að einhverju leyti rætur í þessum jarð- vegi. Hinn glaðværi maður, hinn framsækni athafnamaður í hinu nýja landnámi íslendinga, sver sig í ætt við suma bezu menn fornald- arinnar. Vil eg benda á Vatnsdæla sögu í þessu sambandi. Það er sagan af Ingimundi gamla á Hofi í \ratnsdal. Hann fór ungur í víking og var hvarvetna sigursæll. Sagan lýsir honuni á þann hátt að hann var djarfur í framgöngu og dreng- ur góður, hraustur til vopna og harðfengur, vinhollur, drenglyndur og góðgjarn og fastnæmur við vini sína. “,Ok svo mátti höfðingja bezt fariö sem honum var, í fornum sið.” Dr. Guðbrandur \rigfússon lýsti Ingimundi einnig á þessa leið: “Betri maður og meiri öðlingurlief- ir varla til íslands komið.” Viðskifti Ingimundar við Harald konung hárfagra voru þannig, að höfðingsskapurinn var þar jafn á báðar hliðar. Hann bauð konungi liðveislu í þeirri orustu (Hafurs- f jarðarorustu) sem gerði úrslit á framtíð Haraldar i Noregi. Gerði hann þetta þrátt fyrir það þó Sæ- mundur fóstbróðir hans neitaði að fylgja honum að málurji. Með þessu ávann hann sér vinfengi kon- ungs, sem hann hélt til dauðadags. En Ingimundur sýndi þá einnig bezt hver maður hann var. Hans fyrsta verk að aflokinni orustunni var að fara á fund Sæmundar og tjá hon- um reiði konungs, og að bezt myndi vera fyrir hann að fara út til ís- lands eins fljótt og unt yrði. Fór þá Sæmundur til íslands og nam Sæmundarhlíð í Skagafirði, það landnám þar sem heiðursgesturinn er fæddur og uppalinn. Telur Sveinn Thorvalds^on ef til vill ætt sina til Sæmundar. Er þar að finna margt stórmenni eins og þá bræður Einar Þveræing og Guðmund ríka á Möðruvöllum, Sæmund fróða og aðra Oddaverja. Sveinn Thorvaldsson kom ungur til þessa lands, og var fyrst lengi framan af fyrirvinna á heimili for- eldra sinna í þeirra nýja landnámi hér. Saga fyrstu landnemanna er svo mörgum kunn að hennar þarf ekki að minnast hér. En mér kem- ur til hugar að likt muni hafa verið ástatt fyrir Sveit^i Thorvaldssyni þá, og Dr. Sigurður Nordal lýsir í ritgerð, sem hann eitt sinn skrifaði um St. G. St., og nefndi “Alþýðu- skáldið.” Vil eg leyfa mér að minna á nokkur atriði úr frásögn Dr. Nor- dals, sem eg hygg að eigi einnig við hér. Hann lýsir þar ungling, sem gætir fjár föður síns þar sem landið er fagurt og fjöllin blá. Jafnaldrar hans eru á leið t höfuðstaðinn til náms í æðstu mentastofnun lands- ins. Þeir eru glaðir og reifir og syngja latneska söngva sér til skemtunar. En smaladrengurinn- fátæki, sem útilokaður var frá allri æðri mentun, sem kallað var, hlaut að sitja heima ög reyna það næst bezta; að afla sér allra þeirra bóka, sem hann gat náð í og leitast við Vi þann hátt að fullnægja sinni menta- löngun. Um síðari part æfi hans er oss kunnugt. Vér vitum að hann varð þjóðkunnur maður; og loks eftir 50 ára útivist var hann boðinn heim til ættjarðar sinnar til þess að ungu mennirnir, sem hann heyrði í æskunni syngja latnesku söngvana gæti hver í kapp við annan heiðrað hann sem eitt mesta skáld þjóðar- innar. Og Dr. Nordal hefur upp orð Stephans á þessa leið: “Það er satt að mentun mín er i molum og hrifsuð upp á meðan Iú- inn makrátt svaf og meðan kátur lék sér. Ef hún er borin saman við hámarkið, er hún næstum engin.’ En það er víða vondur brestur í keri. Vér virðum vora hámentuðu lær- dómsmenn, sem eru þó kannske ekk- ert annað en andleg ígulker ótal skólabóka. En það þarf annað og fleira til mentunar en að troða út höfuðið. Það þarf hvassan skiln- ing, haga hönd, hjartað sanna og góða. Þetta leiðir þá að því, sem höf- undur Hávamála telur - mest til manngildis hvers eins. Og það minnir einnig á hjartað sanna og góða hans Ingimundar gamla á Hofi, sem í stað þess að hvetja sonu sina til hefnda, lét aðvara banamann sinn. Þetta er undirstaða allrar sannrar menningar i dag. Fornöld- in og nútiðin haldast í hendur. Alt, sem hafði mest gildi fyrir mennina fyrir 1000 árum, er í dag haldbezta undirstaða allrar menningar. En með þvi verður áldrei talið neitt það, sem brýtur í bága við “lof og líknstafi” eða frjálsræði manns- andans og vitsmuna þroska. Það þarf hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða, sagði sá maður, sem manna bezt braut þessa hluti til mergjar. Og svo vill nú til að heiðursgesturinn hafði i æsku líka sögu að segja frá sínum skólalærdómi og einnig líka sögu hvað bókhneigð snertir og alþýðu- skáldið. Og þó lífssaga Sveins Thorvaldssonar hafi orðið talsvert á annan veg, þá vita þeir, sem hann þekkja, að hann hefir til að bera einmitt þessa eiginleika, sem skáld- ið nefnir og það i ríkum mæli. En ekki er það ætlan mín að reyna til að fella neinn úrslitadóm um mann- gildi hans, sem hér um ræðir. Eng- inn getur felt réttan dóm í því efni, nema á mjög ófullkominn hátt. Það er hægt að gera sér grein fyrir þeim vanda með þvi að gera ofurlitla til- raun þess að lýsa ytra útliti einhvers manns. Engir tveir myndi lýsa því að öllu leyti eins, og hverri einustu lýsing myndi verða að ýmsu leyti ábótavant. En þegar almannarómur lýkur upp sama munni um eitthvað atriði þá er það venjulega nógu ná- lægt því sanna, til þess að taka það gott og gilt. Nú er það almanna- rómur- að heiðursgesturinn eigi skilið þá viðurkenning, sem honum hefir hlotnast, og þó fyr hefði verT ið. Eru menn því samhuga um að votta hon’um þakklæti Véstur-ís- Iendinga fyrir þann manndóm, sem hann hefir sýnt, og það álit, sem hann hefir aflað sér og fslendingum yfirleitt. Lengi lifi Sveinn Thorvaldsson! 5\ E. Björnsson. VEBKAMENN VINNA KOSNINGU Þann 7. þessa mánaðar fór fram aukakosning til brezka þingsins í Wavertree kjördæminu og lauk henni með sigri fyrir frambjóðanda hins óháða verkamannaflokks. íhaldsflokkurinn gekk klofinn til kosninga. Frambjóðandi stjórnar- innar, Janies Platt, hlaut 13,771 at- kvæði; Randolph Churchill, óháður Leyndardómur mœðra um lœkning sársauka pað er óþarft að stökkva upp á nef sitt, þó eitthvað sýnist aflaga fara i líkamskerfinu. Pekkingin er nú komin á það stgi, að hún léttir undir með náttúrunni í flestum mannlegum mein- um. Hið nýja meðal Royal-Vibor No. 1 Compound, verkar fljótara en allar pill- ur og töflur. Meðal þetta inniheldur aðeins heilnæm jurtaefni en engin deyf- andi eða veiklandi efni. Er það óvið- jafnanlegt ef um óreglu blððs er að ræða. Mrs. F. sagðist hafa haft óreglu- legar tfðir lengi, en læknaðist alveg af þessu meðal eftir 3 daga. Sama hafði Mrs. N. að segja, en varð heilbrgið eftir 5 daga; svo og Mrs. S.. er segir: “Eg þakka meðali þessu mikið, því innan 4 daga var blóð mitt komið í rétt horf.” Pantið þetta meðal nú; helzt með loft- pósti. Venjulegur pakki $3.00. Special Royal-Vibor No. 2, forskrift við þrálát tilfelli, $3.00. Er ekki selt I lyfjabúð- um, heldur beint frá efnastofunni. Á- byrgðargjald 25c að auki. Selt aðeins hjá Royal Eaboratory, 607 Royal Bldg., Box 104 Windsor, Ont. Klippið auglýs- inguna úr blaðinu og sýnið hana vin- um yðar. I íhaldsmaður fékk 10,575 atkvætSi; James Cleary, þingmannsefni verka- manna hlaut 15,611 atkvæði, en Artro Morris, sá, er bau'S sig fram af hálfu frjálslynda flokksins, 4,208 atkvæði. Fyrverandi þingmaÖur þessa kjördæmis fylgdi þjóöstjórn- inni að málum; var hann fyrir skömmu hafinn til lávarÖstignar. Sjónhverfingamaðurinn: Við þessa list þarf eg að nota harðan hatt. Vill ekki einhver írúin, sem hér er inni, lána mér hattinn sinn? Ha2aG00DGARDEN cmdi&L. Aíúnten.! Big Oversize Packefs M'FÁYDEN SEEDS Oeiy 3-4' PER PACKET PAY 54 ANt> McFAYDEN FRÆ KOSTAR LÍTIÐ EN FRAMLEIÐIR MIKIÐ Stærri en venjulegir pakkar af Mc- Fayden fræi—aðeins 3c—4c hver pví að borga 5c og lOc? Mestu hlunnindin við McFayden fræ liggja ekki I lágu verði, heldur hinu. að hver tegund um sig af reyndu fyrsta flokks útsæði, tryggir mesta og bezta uppskeru, og sendast beint heim til yðar en koma ekki frá umboðssölu hylkjunum I búðunum. Fræ er lifandi vera. pví fyr er það kemur þangað, sem því skal sáð, þess betra fyrir það sjálft, og þann er sáir. KREFJIST DAGSETTRA PAKKA Hverjum manni ber réttur til að vita að fræ það, sem hann kaupir sé lífrænt *>K nýtt. Með nýtízku á- höldum kostar það ekkert meira, að setja dagsetningu á pakkana, þegar frá þeim er gengið. pvl A EKKI DAGSETNINGIN AÐ STANDA? Hin nýja breyting á útsæðislög- unum krefst ekki dagsetningar á pökkunum, en við höfum samt enga breytingu gert. KYNNIST ÚTSÆÐI YÐAR Hver pakki og hver únza af Mc- Fayden fræi, er dagsett með skýru letri. McFayden fræ er vísindalega rannsakað og fult af lífi; alt prðfað tvisvar. Fyrst rétt eftir kornslátt, og svo aftur f Dominion Seed Testing Laboratory. Væri McFayden Seeds sent í búðir í umboðssölu pökkum myndum vér eiga mikið óselt f lok hverrar árs- tíðar. Ef afganginum væri fleygt, yrði þar um slíkt tap að ræða, er hlyti að hafa f för með sér hækkað verð á útsæði. Ef vér gerðum það ekki, og sendum það út f pökkum aftur, værum við að selja gamalt fræ. Pessvegna seljum vér aðsins beint til yðar, og notum ekki um- boðssöluhylkin; fræ vort er ávalt nýtt og með þvf að kaupa það, eruð þér að tryggja árangur og spara. BIG 25c Seed Special I Tfu pakkar af fullri stærð, frá 5 til 10 centa virði, fást fyrir 25 cents, og þér fáið 2 5 centin til baka með fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er að borga með næstu pöntun, hún sendist með þessu safni. Sendið peninga, þó má senda frímerki. Safn þetta er falleg gjöf; kostar lftið, en gefur mikla uppskeru. Pantið garðfræ yðar strax; þér þurfið þeirra með hvort ‘sem er. McFayden hefir verið bezta félagið sfðan 1910. NEW-TESTED SEED Evcry Packet Dated BEIJTS—Detroit Dark Red. The best all round Red Beet. Sufficient seed for 20 ft. of pow. CARROTS—Half Long Chantenay. The best all round Carrot. Enough Seed for 40 t» 50 ft. of row. CUCUMBER--Early Fortune. Pickles sweet or sour add zest to any meal. This packet will sow 10 to 12 hills. LETTUCE—Grand Rapids, Loose Leaf variety. Cool, crisp, green lettuce. This packet will sow 20 to 25 ft. of row. ONION—Yellow Globe Danvers. A splendid winter keeper. ONION—White Portugal. A popular white onion for cooking or pickles. Packet will sow 15 or 20 ft. of drill. PARSNIP—Half Long Guernsey. Sufficient to sow 4 0 to 50 ft. of drill. RADISH—French Breakfast. Cool, crisn, quick-growing variety. This packet will sow 2 5 to 30 ft. of drill. TURNIP—Wh’te Snmmer Table. ' Early, quick-growing. Packet will sow 25 to 30 ft. of drill. SWEDE TURNIP—Canadian Gem. Ounce sows 75 ft. of row. $200°.°Cash PiizessHOOi0 s í hveiti áætlunar samkepni vorri, er viðskiftavinir vorir geta tekið þátt í. Upplýsingar I McFayden Seed List, sem sendur er með ofangreindu fræ- safni. eða gegn pöntun. ÖKEYPIS.—Klinpið úr þessa aug- lýsingu og fáið ókevpis stóran pakka af fögrum blómum. Mikill afsldttur tii felaqn op er frd þvi skýrt í frœskrdnni. McFayden Seed Co., Wimiipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.