Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 14.02.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Rutnfe ited For Service and Satisfaction 48. ARGANGUR WINNIPE)G, MAN.. FIMíTUDAGINN I4.FEBRÚAR 1935 NÚMER 7 Merkur Islendingur látinn MAGNUS PETERSON, skrifstofustjóri Winnipegborgar. SíSastliSinn mánudag lézt í borginni Los Angeles í Cali- forníu ríki, Mr. Magnus Peterson, skrifari Winnipegborgar, eftir langvarandi heilsubilun, þó áhugi hans og skyldurækni héldu honum vifi starf fram til tiltölulega skamms tíma, er hann, samkvœmt áeggjan bæjarstjórnar, tók sér hvíld, ef vera tnætti aS honum auSnaSist aS ná aftur heilsu sinni. Magnus Peterson var fæddur í Wlinnipeg þann II. dag júlímánaoar árið 1883. Voru foreldrar hans þau Pétur Magn- 1 Og kona hans; ættuS af ísaíiröi, er ]>á voru svo aS segja nýkomin afi heiman. MóSur sína misti Magnús er hann var barn aS aldri, en ólst upp hjá föSur sínum og stjúpu, þar til faSir hans lézt 1894. Frá ellefu ára aldri spilaSi Magnús jafn- an upp á eigin spýtur og komst snemma til mannvirBinga, Hann átti ungur því láni að fagna, aS komast í kynni viS ágætan mann, þáverandi borgarskrifara, Mr. Brown, er tók við hann miklu ást- fdfstri og kom honum aS sem vikadreng á skrifstofu sinni. Upp frá því hækkaSi þessi hógværi, dagfarsgóSi maSur jafnt og þétt í mannvirðingarstiganum, unz þar kom, aS viS lát Mr. Browns 1926, var honum veitt borgarskrifara-sýslan; þótti hann sjálfkjörinn í þá stöSu, sakir frábærrar árvekni og sam- vizkusemi í því öllu, er aS skrifstofustjórn bæjarmála laut. ASstaSan í lífinu hagaSi því þannig til, aS Magnus gat ekki tekiS mikinn almennan þátt í félagsmálum íslendinga. En liann var íslendingur í hjartanu eigi aS síSur. Magnus Peterson var drengilegur maSur í fasi og sór sig mjög í ætt viS hinn norræna stofn: út frá honum stafaSi hrein. skilni drenglundaSs manns. ÞaS er holt hverju þjóSfélagi, aS eiga slíka menn sem Magnus Peterson var, og taka þá sér til fyrirmyndar. Magnus Peterson lætur eftir sig konu og fimm börn. Hinn látni skrifstofustjóri hafSi mikiS yndi af íþróttum, einkum "curling," og rétt áSur en hann dó var hann gerSur aS heiSurs- félaga í Manitoba Curling Association. VOLDUOT LOFTFAR SEKKUR Þann 12. þessa mánaSar sökk, skamt undan ströndum Californíu, amerískt loftfar, geysistórt, úr 2,500 f eta hæS. Áttatíu og þrír menn voru a pessum mikla loftdreka og björg- uSust þeir allir aS undanteknum tveimur. Loftdreki þessi var met- inn á f jórar miljónir dala. DREGUR SIG SENNILEGA IHLÉ Samkvæmt símfregnum frá Ot- tawa þann 12. þ. m., mun mega telja "okkurn veginn víst, aS Mr. J. H. Stitt, núverandi þingmaSur Selkirk kjördæmis, dragi sig út úr stjórn- málunum og leiti ekki endurkosn- ingar til Sambandsþings. Fr þetta bygt á þvi aS í ræSu, sem Mr. Stitt flutti í þinginu síSastliSiS mánu- dagskveld, komst hann meSal ann- ars þannig aS orSi: "Þetta getur orSiS síSasta ræSan, sem eg flyt á Þingi." Fullyrt er aS Mr. Stitt haf i þegar fengiS loforS fyrir fastri stöSu í þjónustu Sambandsstjórnar. UATOLLASTEFNAN FORDÆMD UtanrikisráSgjafi Bandarikjanna, Cordell Hull, hefir nýveriS komiS fram meS þá uppástungu, aS kvatt verSi til alþjóSa fjárhagsfundar í Washington á næstunni, meS þaS fyrir augum, aS reyna aS rySja úr vegi aS einhverju leyti þeim höml- um, er standi alþjóSa viSskiftum um þessar mundir einna tilfinnan- legast fyrir þrifum: vék hann í þessu sambandi all-óvægilega aS tollmúrum hinna ýmsu þjóSa, bæSi sinnar og annara, er yrSi þegar öllu væri á botninn hvolft öllum aSilj- um til ógagns og ætti rót sína aS rekja til þjóSernislegs þröngsýnis. FRJALSLYNDIR KJÓSEND- UR IIALDA FUND Á miSvikudagskveldiS þann 7. þ. m., héldu fylgismenn frjálslynda flokksins í NorSur-Winnipeg f jöl- sóttan fund í Harrison Hall. MeSal þeirra, sem fluttu ræSur, voru J. T. Thorson, K.C., þingmannsefni frjálslynda flokksins í Selkirk kjör- dæminu, og Mrs. W. J. Lindal. í ræSu sinni komst Mr. Thorson meSal annars þannig aS orSi: "ÞaS, sem konuiiglega rannsókn- arnefndin í Ottawa hefir dregiS fram i dagsljósiS, ber núverandi tollverndarkerfi þjóSarinnar ófagr- an vitnisburS. ÞINGSETNING SíSastliSinn þriSjudag var fylk- isþingiS i Manitoba sett meS veg- legri viShöfn af hinum nýja fylkis- stjóra, Hon. W. J. Tupper, aS viS- stöddu miklu fjölmenni. Löggjafar nýmæli þau, sem vikiS er aS í stjórnarboSskapnum, eru sjö tals- ins. 1. Stjórnarheimild um aS setja á laggir nauSsynlega framkvæmdar- nefnd meS meS framræslu, í því falli aS hinu fyrirhugaSa framræslu stórvirki Winnipegborgar verSi hrundiS í framkvæmd, og samræma þaS viS önnur slik fyrirtæki í fylk- inu. 2. Breyting á lögum um þjóðvegi, meS þaS fyrir augum aS útiloka bílaárekstur og slys aS svo miklu leyti, sem framast má verSa. 3. Heimild til laga, ef þurfa þyk- ir, í sambandi viS hina fyrirhuguSu löggjöf sambandsþings um atvinnu- leysisstyrk, ellistyrk og ákvæSis- bundinn vinnutíma, í því f alli aS sú löggjöf nái fram aS ganga. 4. Framhaldsstarf viS endurskoð- un og samræming fylkislaga, þann- ig, að innifalin verSi lög um fram- leiðslu mjólkur, lög um barnavernd og lög um lögsóknara krúnunnar. 5. Frumvarp til laga um breyting á launalögum (Fair Wage Act), sveitarstjórnarlögum, ábyrgSarlög- um, skólalögum og lögum um vernd almennings gegn ófyrirleitni ^og brögSum tryggingum viSvíkjandi. 6. Breyting á skuldheimtu og skuldajöfnunar löggjöf fylkisins. 7. Fpumvarp til laga til þess aS koma á fullum jöfnuSi í framræslu- umdæmum fylkisins. TEKST A IIENDUR NÝJA ABYRGÐARSTÖÐU C^) KIRKJAN , C^) FYBSTA LÚTERSKA KIRKJA Sunnudaginn 17. febrúar. 1. Húdegismessa, ensk, kl. 11.—Ræðuefni: Lessons from the Life of an Immigrant Boy (Suggested iby the 65th annivers- ary of the birth of the late Hon. Tliomas H. Johnson). 2. Kvöldmessa, íslenzk, kl. 7.—Séra Jóhann Friðriksson verður staddur í borginni og prédikar við guðsþjónustuna þetta kvöld. Mr. Olivcr G. Hjörnson. Mr. Oliver G. Björnson, sá, er í síSastliSin tuttugu og þrjú ár, hefir gegnt vandasamri trúnaSarstöSu á skrifstofu Royal Bank of Canada hér i borginni, hefir nýlega sagt sýslan sinni þar lausri, en tekist í þess staS á hendur skrifstofustjóra 1 starf í Winnipeg hjá Nesbitt-Thom.' son fésýslufél. viSkunna, er skrif- stofur hefir í flestum megin borg- um þessa lands og gefur sig einkum og sér í lagi aS kaupum og sölum veSbréfa, sem og sölu hlutabréfa í hinum ýmsu fyrirtækjum. Nýtur félag þetta í hvívetna álits og trausts. Þessi fregn er hinum mörgu vin- um Mr. Björnsons óblandiS fagn- aSarefni; hann er dengur hinn bezti, og ábyggilegur í öllum efnum, og hefir tekiS mikinn og góSan þátt í islenzkum mannfélagsmálum. Húsið við þjóðveginn (Þýtt úr enksu) I'að sumum er ljúft að lifa sér —það líf er þeim sjálfsnægð ein— sem stjarna vilja' aðrir skína skær, þars skín ekki önnur nein. TJm firnindi sumir brjóta braut, þar brautir voru' engar fyr. • En eg vil hjá veginum byggja bæ og bjóða þar opnar dyr. Frá húsinu vil eg horfa' á fólk, sem hrekst yfir lífsins veg; eg veit það er bæði vont og gott —já, vont og gott, eins og eg.— Dii eg skal ei hrópa hæðnisorð, sem hann, er með dómsrödd spyr. • Nei, eg vil hjá brautinni byggja hús og bjóða þar opnar dyr. Frá húsinu mínu veginn við —sá vegur er lífsins braut—¦ eg keppa sé fólk með fjör og von— og fólk, sem af þreytu laut. Eg skil þeirra beggja bros og tár —um breytni eg engan spyr.— En eg vil 'hjá brautinni byggja hús og bjóða þar opnar dyr. Eg skil það að framtíð skapar lönd, þar skiftist á grýtt og frjótt; og draumsjónir töfra hvert dauðlegt barn um dagleið — þá tekur við nótt.— Eg gleðst ef eg ferðamann glaðan lít, eg grœt yfir þrautum hans. Eg bý ekki einmana vegdnn við: á vinfylgju sérhvers manns. Frá hiísinu vil eg horfa á fólk, sem hrekst yfir lífsins veg, er viturt og heimskt, er vont og gott, er veiklað og hraust—^eins og eg. I'ví hrópa eg aldrei bæðnisorð og hvergi um sakir spyr. en eg vil hjá brautinni byggja hús og bjóða |iar opnar dyr. Sig. Júl. Jóhannesson. Giftingaraldurimi. Á -árunum 1926—30 hefir meSalaldur brúS- guma viS giftingu veriS 30.0 ár og brúSa 26.4 ár hér á landi. Dánardœgur. Nýlátinn er ÞórSur ÞórSarson bóndi aS Fossi í Vopna- firöi, á sjötugsaldri. — 1. þ. m. lézt Stefán Stefánsson bóndi og útgerS- armaSur, MiSgörSum í Grenivík á sjúkrahúsi á Akureyri, aS loknum uppskurSi. Sigurður Sigurðsson hefir sagt búnaðarmálastjórastarfinu lausu frá áramótum. Seinasta Alþingi sam- þykti aS veita honum 4.500 kr. eftir- laun, ef hann léti af störfum. Fleirburaj'œðingar: Arin 192(5— 30 voru hér á landi 215 tvíburafæS- ingar og 1 þríburafæSing. Næstu fimm árin á undan (1921—25) voru tvíburafæSingarnar 181 og þríbura- fæSingarnar 4. Tíminn 7. janúar. Gjaldeyris og innflutuingsncfnd, samkv. hinum nýju lögum, var skip- uS af fjármálaráSherra 11.'þ. m. Skúli GuSmundsson kaupfélags- stjóri er formaSur og f ramkvæmda- stjóri nefndarinnar, en auk hans eru útnefndir af ráSherra Kjartan Ól- afsson bæjarfulltrúi í HafnarfirSi og Björn Ólafsson stórkaupmaSur. Landsbankinn hefir tilnefnt L. Kaaber bankastjóra og Útvegsbank- inn Jón Baldvinsson bankastjóra.—*- ReglugerS smakv. hinum nýju lög- um hefir einnig verið gefin út af fjármálaráSherra. Iþróttafélag Rcykjavikur hefir ráSist í þaS. aS gefa út bók til leiS- beiningar í úti-íþróttum, og er hún þegar komin á bókamarkaSinn. Bókin er þýSing á bók eftir tvo þekta íþróttametin—þjálfara—Carl Silverstrand og Moritz Rasmusen, og hefir um nokkur undanfarin ár veriS mjög mikiS notuS sem kenslu- bók í úti-íþróttum, bæSi af íþrótta- félögum, skólum og einstaklingum um öll NorSurlönd. Auk þess hef ir hún veriS þýdd á þýzku og ensku, og er í ráSi að gefa hana út aS nýju á ensku. Má, sem dæmi um þaS, hversu mikils álits hún nýtur, nefna, að í síSasta blaSi (des.) af Super- man, sem er málgagn brezka íþrótta- Einar Helgason garSyrkjustjóra og grein um garSrækt og áburS eftir Arna G. Eylands ráSunaut. Úrkomon í nóvembermánuSi s.l. var í meira lagi, eSa 29% umfram meSallag á öllu landinu. Mest mánaSarúrkoma 367.1 mm., mældist í Vík í Mýrdal og þar mældist líka mest sólarhringsúrkoma 13. dag mánaSarins, eSa 79.0 mm. t Sólskin í nóvember. 1 Reykjavík var sólskin í 22.5 klst. eSa 13.2% af þeim tíma, sem sól er á lofti. MeSaltal 11 undanfarinna ára er 32.6 klst. A* Akureyri var sólskin- iS 9.2 klst. eSa 5.1% af þeim tíma, sem sól er á lofti. Kaupfclag er nýstofnaS á Eski- firSi í staS hins sem var þar fyrir en hætt er störf um. Stof nendur eru 21. — Nýja kaupfélagiS hefir keypt verzlunarhús og vörubirgSir M. Jensens, aSalkaupmannsins á staSn. um og ráSiS Jensen framkvæmda- stjóra. Stjórn félagsins skipa: Hall- dór Jónsson bóndi aS Innstekk, Gunnar Grímsson, bankar. og sr. S'tefán Björnsson. Úr Loðmundarfirði. I bréfi dags. 27. des. s. 1. úr LoSmundarfirSi seg- ir m. a. sem dæmi um veSurblíSuna þa^: "t blómagarSinum lifna bel- lísar, kongaljós, gUllfíflar og sól- eyjar. Ein sóley hefir sprungiS út bar og önnur í túninu." N. dagbl. 23. jan. Frá Laugavatni. A Laugavatni hefir tjald veriS notaS til gufubaSa þangaS til í haust, aS reistur var timburskúr yfir hverinn og hefir þaS reynst til mikilla bóta. Hafa nemendur aS jafnaSi í vetur fengiS sér gufubaS eftir leikfimisæfingar. Líkar þeim þaS svo vel, aS þeir myndu fyrir enga muni vilja missa af þeim þægindum. Má geta þess í sambandi viS þetta, aS Asgeir Ás- geirsson fræSslumálastjóri fékk því komiS til leiSar á seinasta þingi, aS nokkur f járhæð var veitt á þessa árs fjárlög til aS koma upp gufubaS- stofu í finnskum stíl viS alþýSuskól- ann á Núpi. Bendir reynslan af gufubaSinu á Laugarvatni til þess, aS góíSs árangurs megi vænta af þeirri framkvæmd. N. dagbl. 23. jan. Embœttisstörf presta 1934. Sam- kvæmt nýkomnu Kirkjuriti voru sambandsins (A.A.A.) er bent á bók haldnar um 4 þús. messur hér á landi þessa sérstaklega, um leiS og stjórn j á s;öastHDnu ári, eSa aS meSaftali iþróttasambandsins hvetur alla í-jtæpl. 40 á hvernr prest. Fermd þróttamenn til þess aS æfa sig af kappi undir næsta ár og næstu Olympiuleiki 1936. I bókinni er nákvæmlega lýst beztu þjálfunar- aSferSum i hlaupum, stökkum og köstum og fylgja um 120 myndir til skýringar, svo aS öllum verSur mjög létt aS sjá, hvaS varast ber og aS hverju beri aS keppa. — VerS bók- arinnar, sem er 232 bls. aS stærS, innbundin í sterkt og gott band, er aSeins kr. 4.50. Arsrit hins ísl. garSyrkjufélags 1934, er nýlega komifi út. Flytur þaS m. a. greih um trjárækt eftir hafa veriS 1800 — 1900 ungmenni, skírS meira en hálft þriSja þúsund börn, gift um 600 pör og jarSsungn- ir um 1200 manns. — N. dagbl. MEI3NER FUNDINN SEKUR MaSur sá, er tekinn var fastur snemma í vetur, Meisner aS nafni, og sakaður um rániS á ölkónginum í Torontoborg, John Labatt, hefir veriS fundinn sekur og dæmdur í fimtán ára fangelsi. RéttarhaldiS stóð ekki yfir nema örstuttan tíma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.