Lögberg - 21.02.1935, Blaðsíða 4
4
LÖGBFiRG, FIMTUDAGINN 21. FEBRtJAR 1935.
Högtierg
Ocf) 6 tSt hvern flmtudag af
TH * COLVMBIA PREB8 L I M I TM D
696 Sargent Avenue
Wlnnipeg, Manitoba.
Utan&skrlít rltstjórans:
BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE
WINNIPEG, MAN.
VerB $S.OO um árið—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is prir.ted and published by The Colum-
bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba
PTIONE 8« 327
Nefndarátörfum lokíð
Konunglega rannsóknarnefndin í Ot-
tawa, er haft hefir það hlutverk með höndum,
að kalla má í ár, að rannsaka verzlunarvenjur
hinnar canadisku þjóðar, hefir nú lokið störf-
um og fengið stjórninni álitsskjal sitt í hend-
ur; er það sagt að vera í mörgum liðum og
koma víða við; um flest af því, er við rann-
sókn þessa kom í Íjós, er almenningi að meiru
og minna leyti kunnugt, með því að vitna-
leiðsla fór jafnan fram í heyranda hljóði og
flest það, er helzt þótti máli skifta birt jafn-
óðum frá degi til dags. A þessu stigi málsins
verða það því tillögur nefndarinnar, þær, er
til umbóta horfa, er hugur þjóðarinnar aðal-
lega beinist að.
Margt af því, er rannsóknarnefnd þessi
afhjúpaði viðvíkjandi atvinnukjörum þús-
unda manna og kvenna í þessu landi, er svo
andstyggilegt og óskvnsamlegt, að ætla mætti
að einungis gæti átt heima í illkynjuðum reif-
ara-rómönum, þar sem blind græðgin snýst
upp í 'hreina og beina vitfirring. Því hvað
er það í rauninni annað er svo er gengið
langt ágóðahvatarinnar vegna, að kúgaður
vinnulýður fyrirgerir manngildi sínu og gríp-
ur til hvaða örþrifaráðs sem er, til þess að
draga fram lífið ? Stúlkurnar, sem ekki
fengu nema fimtán cent fyrir að sauma kven-
kjól, hafa sína sögu að segja; hún er engin
léttavara ábyrgðin, er á herðum þeirra hvílir,
sem þannig hafa til fjörráða stofnað við
canadiskt persónufrelsi. Þær eru margar og
mislitar syndirnar, sem drýgðar hafa verið í
skálkaskjóli kreppunnar. Uppástungur nefnd-
arinnar, þær, er að umbótum á atvinnu og
launakjörum lúta, hafa enn eigi birtar verið í
heilu lagi; þó liafa dagblöðin flutt nokkurt
yfirlit, er ætla má að innibindi meginkjarn-
ann, og skal nú það helzta hér dregið fram:
Nefndin leggur til að það skuli varða fang-
elsisvist, ef ítrekuð séu brot á verndarlöggjöf
verkalýðs um lágmarkslaun og hámarks
■vinnutíma; að stuðla skuli að eflingu verka-
mannasamtaka (Trade Unions); að réttur
þeirra til samninga verði skýlaust viðurkend-
ur; að samin skuli og afgreidd lög til umbóta
á launa- og vinnukjörum þess fólks, er starf-
ar í þjónustu keðjubúðanna (Chain Stores);
að samræma betur verkamannalöggjöfina, en
fram að þessu hefir gengist við, og hlutast til
um að anda hennar og ákvæðum verði strang-
lega framfylgt í öllum atriðum og undir öll-
um kringumstæðum; að numin skuli tafar-
laust úr gildi úr lágmarks launalöggjöfinni,
þau ákvæði, er heimila að þrjátíu og einum af
hundraði þeirra, er vinna, megi greiða lægra
kaup en þar er gert ráð fvrir, og að breyta
sfeuli grundvallarlögum þjóðarinnar (British
North America Act) ef þurfa þyki, til þess
að óhjákvæmilegustu samfélagsumbótum
verði lögum samkvæmt hrundið í framkvæmd.
1 sambandi vin atvinnu og launakjör
saumastúlkna hefir nefndarálitið meðal ann-
ars þetta að segja, eftir að leidd hafði verið
athygli að því, hve kaupgjald sé óhæfilega
lágt við það starf, en vinnutími oft og þrá-
sinnis óverjanlega langur:
“Með fullu tilliti til þess hvernig til hag-
ar við klæðagerð hér í landi og hversu sá
iðnaður hefir ár frá ári átt örðugra upp-
dráttar vegna stórkaupa samtaka annars veg-
ar og kreppunnar hins vegar, þá getur nefnd-
in ekki, án þess þó að allir eigi óskilið mál,
fram hjá því gengið, að lýsa vfir því í fullri
hreinskilni, að svo sé ástandið í þessari grein
canadisks iðnaðar hvað atvinnu og launakjör
áhrærir ömurlegt, að slíkt verðskuldi þjmgstu
fordæming; ástand sem þetta verður ekki rétt-
lætt með neinni þeirri þjóð, er telja vill sig
siðmannaða.”
Ekki er glæsilegri lýsingin, er nefndin
dregur fram í sambandi við húsgagnaiðnað-
inn, og kjör þau, er verkalýðurinn í þeirri
framleiðslugrein 'hefir átt við að búa. Svo
má segja að einu gildi hvar gripið sé ofan í
ummæli og álit nefndariunar; það er ekki ein-
asta að potturinn sé tíða brotinn viðvíkjandi
ástandi verkalýðs í verksmiðjum, keðjubúð-
um og annarsstaðar, heldur er hann blátt á-
fram kvarnaður til agna. x
Vinnutíminn í þeim keðjubúðum, er mat-
vælasölu höfðu með höndum, nam um 60
klukkustundum á viku, og þó nokkru meiru í
Quebec, að því er nefndinni segist frá. 1
búðabáknunum, er við margþættari verzlun
fengust, var ástandið síður en svo betra, og
þó að jafnaði einna átakanlegast hvað launa-
kjör stúlkna áhrærði. Væri framkvæmdar-
stjórinn við eitt slíkt fyrirtæki spurður að
hverju þetta sætti, svaraði hann á jiessa leið:
“Stúlkurnar eru ánægðar.” Níutíu og fimm
af hundraði þeirra fengu innan við tíu dali á
viku í kaup, þó félagið greiddi hluthöfum sín-
um í gróðahlutdeild 80 af hundraði.
Með tilliti til löggjafar þeirrar um lág-
markslaun, sem í gildi er í hinum ýmsu fylkj-
um, leggur nefndin til að þær undanþágur,
sem þar eru veitfar, einkum í sambandi við
byrjunarlaun, 'séu með 'öllu útilokaðar, og
mjög hert á eftirliti frá því, sem nú er.
Eins og nú hagar til, eru undanþágu á-
kvæði í gildandi lágmarkslauna löggjöf, sem
heimila að stúlkur vinni frá 55 til 60 klukku-
stundir á viku, og í einstökum tilfellum 72
klukkustundir. Þetta telur nefndin með öllu
óhæfilegt og krefst á því skjótra breytinga.
Komi það upp úr kafinu að sambands-
þing skorti valdsvið til þess að hrinda í fram-
kvæmd hinum óumflýjanlégustu umbótum í
mannfélagsmálum, leggur nefndin til að
grundvallarlögum þjóðarinnar verði um-
svifalaust breytt þannig, að slíkt verði fram-
kvæmanlegt. Meðan á undirbúningi slíkra
breytinga stæði, mælir nefndin með því að
sambands- og fylkjastjórnir hefjist handa
með það fyrir augum, að ráða að minsta kosti
bráðabirgða bót á allra tilfinnanlegustu mis-
fellunum.
Betur má ef duga skal
Það er vitaskuld ekki ávalt geðfelt verk
að liamra sýknt og heilagt á því sama; þó er
það sígilt hið fornkveðna að dropinn holi
steininn, sem og það að þrálætið sé seigast
allra óla, þó slíkt verði auðvitað ekki fekið
bókstaflega. Sé eggjárn ekki nógu skarpt,
er það brýnt; ekki einu sinni eða tvisvar, held-
ur þráfaldlega unz tilganginum er náð.
Það hefir oftar en einu sinni og oftar en
tvisvar verið brýnt fyrir almenningi, og verð-
ur oftar gert enn, hver nauðsyn beri til að
fslenzku blöðin séu skilvíslega borguð; ekki
aðeins af hendingu á löngum fresti, heldur
að þau verði greidd árlega fyrirfram; ekki
af nokkrum kaupendum, heldur hverjum ein-
asta og eina.
Tekjustofnar blaðanna hafa verið, og
geta aðeins verið tveir; sem sé auglýsingar
og áskriftargjöld. Meðan gott var í ári og
landið flaut í mjólk og hunangi og auglýs-
ingar fengust greiðlega, slampaðist alt sam-
an nokkurn veginn af, þó hinu og þessu væri
nokkuð ábótavant um innheimtu áskriftar-
gjalda. En eftir því sem harðara varð í ári,
rénuðu auglýsingatekjur blaðanna af eðlileg-
um ástæðum; og til þess að þau þá ekki logn-
uðust út af, var auðsætt að meiri áherzlu varð
að leggja við innheimtu áskriftargjalda, en
gert hafði áður verið að jafnaði.
Áskoranir til kaupenda um kð greiða á-
skriftargjöld sín í gjalddaga, sem er það sama
og borga fvrirfram, hafa verið sendar þeim
hvað eftir annað, ár eftir ár; ávalt hafa þær
borið einhvern árangur; stundum allmikinn,
en á hinn bóginn líka oft lítinn.
Lögberg á fjölmennan hóp trúrra vina
víðsvegar um íslenzkar nýbygðir hér vestra;
vina og velunnara, er ekkert ómak hafa spar-
að til þess að verða því að liði og greiða fjrrir
gengi þess; er blaðið þeim öllum þakklátt og
langminnugt. Þó verður ekki fram hjá því
gengið, að Lögberg á enn útistandandi stór-
fé, sem það getur ekki undir nokkrum kring-
umstæðum verið án, eigi framtíð þess að
verða trygg. Til þess er því vinsamlegast
mælst einu sinni enn, að þeir, sem blaðinu
skulda, bregðist nú við og geri þau skil, er
ástæður allra frekast leyfa. Margt smátt
gerir eitt stórt; það safnast þegar saman
kemur, jafnvel þó hver upphæð um sig sé ekki
j'kja stór. .
1 fyrri viku voru birt kostaboð, er ná til
allra, sem frá þeim tíma greiða andvirði
blaðsins fyrir fram, sem og til nýrra kaup-
enda; er hér átt við auglýsingu frá McFayden
fræverzluninni ,og þar að lútandi kofltaboði.
Ætti þessu að verða alment sint, og það hið
bráðasta.
Þjóðernis síns vegna og sóma síns vegna,
geta Vestur-lslendingar ekki undir neinum
kringumstæðum veríð án íslenzku blaðanna.
Sartarbrandshellurnar í
Grákollugiljum
Oft hafa tilmæli komið fram á
prenti frá merkum Vestur-Islend-
ingum — hugs&ndi mönnum, — aS
margvíslegur fróðleikur, er geym-
ist hér á meðal vor vestra sé skráð-
ur og gerður að almennings eign.
Og vafalítið er það, að sökum van-
rækslu í þeim efnum, hefir æðimargt
glatast, sem vel hefði verið þess
virði að komast fyrir almennings-
sjónir. Er frásögn sú er mig fýsir
að færa í letur með þessum linum
þess eðlis, að vel gæti það orðið
skaði frá hagfræðilegu ^jónarmiði
að láta hana með öllu hverfa i haf
gleymsku og glötunar.
Þetta 6o ára gamla leyndarmál
um Surtarbrandshellurnar í Grá-
kollugiljum, mun nú vera að mestu
eða öllu gleymsku undirorpið. Eru
nú að líkum fáir orðnir eftir á lífi,
fyrir utan þann er þetta ritar, sem
um þessar hellur.vissi eða getur gef-
ið um þær nákvæmar upplýsingar,
sem að haldi gæti komið, ef ein-
hvern fýsti að færa sér þær til nota.
Það er sem kunnugt er álit margra
manna þeirra, er vel þykjast vita
að þar sem surtabrandur finst til
j muna eða nærri yfirborði, séu lík-
! indi mjög mikil til að kol séu fólgin
I í jörðu, að meira eða minna leyti.
Og ef svo skyldi til takast að þetta
meinlausa leyndarmál mitt gæti
orðið öldnum og þá einkum óborn-
um til arðs eða blessunar, vildi eg
siður'taka það með mér í gröfina.
Vildi eg því biðja Wlinnipegblöðin
að gera það heyrum kunnugt, og
flytja austur um ál, til móður vorr-
ar og hennar blessuðu barna, ef
verða mætti til einhvers góðs, og
að einhver Borgfirðingur nýju kyn-
slóðarinnar vildi leita fyrir sér und-
ir surtarbrandslögunum.
Það var á árunum 1874-76 að í
Fornahvammi í Norðurárdal bjó
bóndinn Einar Sigurðsson. Þá bjó
í Hlið (sem nú er og hefir verið
æði lengi í eyði) Ingimar Marísson,
og voru bæirnir svo nærri hvor öðr-
um, að kallast mátti á úr einu hlað-
inu í hitt, þegar logn var. Þó rann
(á sú, er Hvassá heitir, milli tún-
anna. Eram undir botni Norðurár-
dalsins að sunnanverðu, ekki all-
langt frá svo kölluðum Holtavörðu-
heiðarsporði, og rétt á móti Sælu-
húsinu, sem þá var, (1870) eru tvö
gil ekki mjög stór, sem þá voru köll.
uð Grákollugil, og er skamt á milli
þeirra. Gil þessi falla í Norðurá
framan til á svonefndum Hellistung.
um. Bæði falla gilin í mjóum frem-
ur grunnum gljúfrum og ekki mjög
löngum, enda eru þau ekki vatns-
mikil nema í vorleysingum, þegar
hver smáspræna þykir voða-vatns-
fall og veltur fram kolmórauð á
meðan nógur snjór er á fjöllurrf
uppi. Það sem eg vildi sérstaklega
leggja áherzlu á er að frá þessum
tveimur bæjúm, Hlíð og Eorna-
hvammi, var tekið talsvert af* surt-
arhrandshellum úr áminstum Grá-
kollugiljum á árunum 1874-76 og
þá einnig nokkuð síðar. Man eg
sérstaklega eftir einni hellu ; var hún
notuð fyrir árefti yfir fjósdyr.
Hún var um 4—5 fet á lengd og
1/—2 að breidd og var ósködduð
með öllu er eg síðast man eftir.
Það heyrði eg talað að surtarbrand-
urinn væri meiri í fremra gilinu,
nær heiðinni. Einnig heyrði eg að
surtarbrandur hefði fundist á svo
nefndu Hellisárgljúfri á víð og
dreif. En Hellisá kemur úr Gisla-
vatni og takmarkar Hellistungur að
sunnanverðu, en hún fellur í Norð-
urá nokkru neðar en Kattarhryggs-
gil. Einnig heyrði eg það oft rætt
að liklegt væri áð kolaæð eða lag
lægi í gegnum Helþstunguna, úr
Grákollugiljum yfir í Hellisdalinn,
og er það alls ekki ólíklega til get-
ið. Á annað er þó að líta í sam-
bandi við kolafund eða rekstur á
þessu svæði, en það eru flutnings-
möguleikar. Voru þeir torfærir til
forna og æði miklum erfiðleikum
háðir. Nú munu vera komnir bíl-
vegir milli Borgarness í Borgarfirði
og Borðeyrar í Hrútafirði nyrðra,
svo að nú virðist sem flutningur
ætti ekki að vera slíkum annmörk-
um bundinn og áður fyr, og ýms úr-
ræði nú, sem eigi þektust til forna.
ZICZAG
NÝ — þægileg bók
í vasa
SJÁLFVIRK
— EITT BLAÐ 1 EINU —
pægilegri og betri bók í vasann.
Hundraö blöð fyrir fimm cent.
Zig-Zag cigarettu-blöð eru búin
til úr bezta efni. Neitið öllum
eftirlíkingum.
Virðist því nú sem góður búbætir
gæti það orðið héraði og landi, ef
kol fyndust svo að námi nemi í Grá-
kollugiljum, eða annarsstaðar í
Hellistungum.
Fyrst eg á annað borð er farinn
að minnast á kol ög kolanámur,
vildi eg um leið geta lítilsháttar kola-
námunnar gömlu í Hreðavatnsf jalli,
sem talsvert af kolum var tekið úr
árin 1885-87. Skal þess getið, að
hjá svonefndum Þórisengismúla er
ofurlítið gildrag, sem oftast er þurt
um jniðsumarsleytið. Þar var vart
bæði surtarbrands og kola ofan-
jarðar. ( Surtarbrandur mun að vísu
talinn ^ín tegund kola). Það heyrði
eg sagt að kol þau, er vart varð í
nefndu gildragi myndu vera í sam-
bandi við gömlu námuna. En hún
er í svokölluðum Fannárgljúfrum,
þar sem áin (Fanná) fellur úr
mynni Fannárdalsins. Er dalur sá
upp á háf jallinu og náman því ofar-
Iega í Hreðavatnsf jalli. Fannárdal-
urinn er annar efsti og grynsti dal-
urinn á þessum svæðum, en hinn
Sátudalur, þegar eg þekti til fyrir
45 árum síðan.
Ekki get eg sett mig úr færi, fyrst
eg annars er á stað farinn, en að
minnast tveggja munnmælasagna, er
fleygar voru í héraði á mínum ung-
dómsárum. Ekki skal eg dæma gildi
þeirra eða hvort nokkur sannindi
eru í þeim fólgin. Hitt er gaman,
að þær geymist og aðrar kynslóðir
eigi þær á bak við eyrun, ef svo til
tækist að þága væri í. Og hvort
gull er i jörðu, þar sem sögurnar
benda til, ætla eg ekki á að giska.
Það er þá fyrst að eg heyrði talað
um, að presturinn í Hvammi í Norð-
urádal, sem eitthvað var sturlaður
eða geðveikur, ekki man eg nafn
hans fyrir víst (Líklega séra Jón
Benediktsson). En hvað sem hann
hét var oft um það talað, að hann
hafði á blíðviðris sumardegi riðið
inn á Sanddal og ef til villi alla leið
inn í Mjóadalsbotn, -sem er afdal-
ur inn úr Sanddalnum milli Galtar-
höfða og Sanddalstungu. En er
klerkur kom heim aftur hafði hann
haft mikið af gullsandi í vetling sín.
um.
Hin er sögnin sú, að bóndi á
Hreimsstöðum í Norðurádal, kom
eitt sinn úr f járleit eða smalamensku
með steinvölu í vasa sínum, er hann
hafði fundið norðan í Baulusandin-
um, og átti að hafa verið sem svar-
aði éinum þriðja af gullblendingi í
^teinmolanum. Ekki veit eg um ár-
töl eða hvenær sögur þessar hafa
fyrst til orðið. En alt af finst mér
að vænta megi auðs og allsnægta úr
urðum gamla íslands, þó enn hafi
ekki orðið nein sú leit til láns, er til
þess hefir verið gerð að hefja slíkt
til yfirborðsins.
Að endingu óska eg heimaland-
inu og þjóðinni árs og friðar, við
námagröft, sem á öllum öðrum svið.
um, um æfi og óborna daga.
M. Ingimundarson.
Fjölsótt gleðimót
Síðastliðið föstudagskvöld var
haldið gleðimót í JðYis Bjarnasonar
skólá samkvæmt því sem tilkynt var
í síðasta tbi. Lögbergs. Fyrir þessu
gleðimóti stóð “Jón Bjarnason
Ladies’ Guild,’’ sem er tiltölulega
nýmyndað félag, er samanstendur
af ýmsum konum, sem bera sérstak-
an hlýhug til Jóns Bjarnasonar skóla
og til hans þekkja vel, þar sem börn
þeirra annað hvort eru nú á skólan-
um, eða hafa gengið á hann undan-
farandi, og er tilgangurinn sá að
hlynna að framfara- og velferðar-
málum skólans eftir megni.
Samkvæmi þetta var í orðsins
fylsta skilningi “gleðimót.” Þar
var mesta fjölmenni samankomið—
húsfyllir—fólk á ýmsu aldursstigi,
nemendur og aðstandendur, og
margt annað ágætis- og myndarfólk.
Var setið við “bridge” í tveim
kenslustofunum og dansað i hinni
Jiriðju. Hljómsveitin “The Col-
legians’ Orchestra” lék danslögin,
en unga fólkið steig sporin létt og
lipurlega meðan setið var við
“bridge” í hinum stofunum, en að
því loknu voru bornar fram rausn-
arlegar veitingar og nokkrar minnis-
gjafir afhentar þeim, er há- eða lag-
stigum náðu við spilaborðin. — Að
því öllu um garð gengnu tóku “Col-
legians” aftur að leika fjörug dans.
lög, og dansaði þá margt af eldra
fólkinu ekki síður en hið yngra.
Auk Mrs. A. S. Bardal. sem er
forseti félagsins, studdu félagskon-
ur að því að mótið gæti orðið sem
ánægjulegast, eins og raun varð á.
Umsjón og eftirlit með spilaborð-
unum höfðu þær Mrs. C. J. Weale,
Mrs. D. H. Ross og Mrs. Frank
Vaux. Um kaffiveitingar og alt
meðfylgjandi góðgæti önnuðust þær
Mrs. Peter Myrvold og Mrs. A.
Griffith aðallega, en drjúga aðstoð
veittu þeim félagskonurnar, Mrs. C.
C. Herald, Mrs. J. G. Snidal, Mrs.
M. E. Hornbeck og margar fleiri.
Eiga allar þessar konur þakklæti
skilið fyrir framúrskarandi rausn
og^dugnað við þetta tækifæri.—
Nöfn þeirra er minnisgjafirnar
hlutu, eru þessi: Mrs. G. K. Steph-
enson, Miss Guðrún Johnson, Mr.
S. Sigurdsson og Mr. Stanley Mar-
tin.—
M.
KJÖRIjyN AÐ HEIÐURS-
FÉLAGA
Á fundi, er Karlakór íslendinga
í Winnipeg hélt þann 16. janúar síð.
astliðinn, var hr. Björgvin tónskáld
Guðmundsson, söngkennari á Akur-
eyri, kjörinn heiðursfélagi flokks-
ins. Björgvin átti forgöngu að því
að flokkurinn var stofnaður, og
vann með því mikið þarfaverk, sem
og á öðrum sviðum islenzkrar þjóð-
' rækni meðal Islendinga vestanhafs.