Lögberg - 28.02.1935, Blaðsíða 7
LÖGBEfíG, FIMTUDAGINIs' 28. FEBKÚAR, 1935.
»
7
Mrs. Sigríður Goodman
Ein meÖal eldri íbúa Gimlibæjar er farsællega og lengi hafÖi
barist lífsbaráttu sinni þar, og fallið í val eftir velunniÖ dags-
verk, var konan, sem aÖ ofan er nefnd. Hún var fædd á
Tungubakka í Laxárdal í Húnavatnssýslu 24. sept. 1858; for-
eldrar hennar voru Erlendur Erlendsson og Ingibjörg SigurÖar-
dóttir; dó Erlendur 1916, en Ingibjörg 9. marz 1934, þá 99 ára
að aldri.
Sigríður dó 12. febrúar s. 1., að heimili dóttur sinnar og
tengdasonar, Mr. og Mrs. Dennis Lee, á Gimli; hafði hún þjáðst
hina síðustu mánuði, mun hjartasjúkdómur hafa verið bana-
mein hennar.
Hin látna kom til Kanada 1888, fór hún eftir stutta dvöl í
Winnipeg til Norður-Dakota, átti hún þar heima um hríð. Árið
1892 giftist hún Guðmundi Guðmundssyni frá Kjólsvík í Norð.
ur-Múlasýslu; þau eignuðust 3 börn: Sesselja Ingibjörg, gift
Mr. Dennis Lee, búsett á Gimli, Man.; Scheving, til heimilis í
West-Kildonan, Winnipeg, um 18 ár starfsmaður á skrifstofu
í þjónustu Winnipegborgar, kvæntur Robina Pearl Thompson
frá Portage La Prairie, og Guðný Margrét, er druknaði sumarið
1916, ásamt hóp af mannvænlegu ungu fólki frá Gimli; mtm
það áfall seint líða úr minni Gimli-fólks;—var hún nýgift Jósep
Péturssyni, er druknaði ásamt henni.
Þau Guðmundur og Sigríður áttu heima í Winnipeg um
nokkra hrið, unz þau árið 1902 fluttu til Pine Valley bygðar;
þau námu þar land og bjuggu þar í 8 ár, en fluttu aftur til Win-
nipeg haustið 1910; orsakaðist för þeirra til Winnipeg aðallega
af því að Mr. Guðmundsson var, sökum heilsubilunar, ekki fær
að gegna hinum erfiðu störfum, sem landnámsbóndanum jafnan
falla í skaut. Haustið hið sama dó hann eftir stutta legu, batta-
mein hans var lungnabólga. Stuttu eftir lát hans, flutti Sig-
ríður með börnht sín, þá í bernsku, til Girnli og átti bún har
heima jafnan síðan. Barðist hún góðri baráttu með börnin sín,
er þá voru enn ung; kom hún þeim fram, unz þau gátu smám
saman bvrjaÖ að styrkja hana, mun baráttan stundum nærri
ofurefli verið hafa, en ein bg óstudd gat hún lokið þessu verki
og börnin hennar voru henni mikil hjálþ og lærðu snemma að
beita kröftum sinum henni til hjálpar, var jafnan innileg samúð
með benni og þeim og sömuleiðis með henni og tengdabörnum
hennar og barnabörnum, er voru henni óþrotleg gleði.
Á dvalarárum mínum á Gimli kyntist eg Sigríði heitinni;
þá var hún allmjög tekin að þreytast, og bar þess glögg merki,
að hafa unnið lengi og vel; var hún ótvírætt mikil þrekkona,
sem hún átti kyn til, staðföst og trygg og börnum sínum sönn og
mikil móðir, tengd þeim enn traustari böndum, sökum þess að
frá bernskuárum þeirra gekk hún þeim af fremsta megni i móð.
ur og föðurstað.—
Ókunnugleika vegna, er þeim, sem þessar línur ritar ekki
unt að telja nöfn systkina hinnar látnu, er því slept að minnast
á þau hér, en hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á.—
Jarðarför Sigríðar heitinnar fór fram frá lútersku kirkj-
unni á Gimli þann 15. febr., að viðstöddu mörgu fólki, börnin
hennar ,skyldmenni, kunningjar og vinir og Sambæjarfólk minn.
ast liennar með virðingu og þakklæti. — Séra Jóhann Bjarna-
son, sóknarprestur á Gimli, jarðsöng.
Sigurðnr Ólafsson.
Hapurtask
Framh.
Tókst þetta furðuvel, þó dálítið ei
iði hafi eg haft við sýslumannsso
inn, sem var auðvitað no. 1 á meí
krakkanna. En með hjálp föður ha
varð drengurinn að láta undan, 1
fékk eg þakklæti sýslumanns fyi
vikið.
En þegar að því kom að útrýr
Þessum ósið hjá hinum fullorðnu,
^ór málið að flækjast. Þessi sið
náði ekki einungis til krakkanr
Eddur stóðu verkamenn í búðin
aI,an liðlangan daginn frá því
nPnað var og xangað til að þeir fó
le,ni að hvíla sín lúnu bein, þeg
‘Aað var á kvöldin. Auðvitað ver;
v U Þe,r við okkur; stundum geri
)e,r súning fyrir mig, og gaman v
s undum að koma í krók við þá. I
i>es?1 slæpingsháttur fór þó smáft <
sniatt svo iiiiigga un(i;r skinnið
mer a<5 ekki var um annað að ge
en að fjnna upp einhverja aðferð ;
rjota leggina Undan þssum van
afði eg org ^ þessu stundum, <
við lítinn árangur. Eitt kvöld da
mer það snjallræði i hug að set
^rein í Austra um þetta. Með hjá
’róÖur míns, kom “Hugvekja”
, Ustra einn grenjandi hriðarda
l1egar búðin var full af “slæpingun
feni allir Voru vjnir mínir. Eg haf
1 mörgu ag snuast rett þá, og tc
c i eftir þvj ag ^vei- einasti maði
var nieð Austra, og talað var ;
nnklu kappi og hávaga Alt í eir
emur Haraldur frændi mð Austi
endinni, og rauk hann upp á m
mei5 skanimir, enda mátti hann v
vi því, þvi hann var einn af þei
au, sem aldrei sást í búðinni nen
Pegar hann átti erindi. Hafði eg a
veg steingleymt -því að gera nokkr;
nndantekningar, og ekki heldi
þorði eg að setja nafn mitt und
greinma! Samt virtust “evrr
standa út úr gærunni”, en þó kann-
aðist eg ekki við gyeinina fyr en ná-
ungi einn hafði gefið mér hrottalega
á ’ann, sem eg þó bætti upp með því
að henda fullri ausu af hveiti fram-
an í hann—og um alla búðina. Von-
aði eg þá að þurfa aldrei aftur að
verja líf mitt fyrir ritgerðir mínar! í
Greinin hafði samt áhrif; um j
slæpingsskap i (Stefáns-búð var‘ekki
að ræða eftir þetta, enda voru þess- I
ir menn svo skynsamir og almenni-
legir og góðir náungar, að þeir sáu
að þetta væri ósiður sem leggjast
ætti niður. Benti eg líka á það að
þeir nudduðu málið af veggjunum I
og spýttu á gólfið, þegar bakkinn
var of langt í burtu. En, eins og
við vitum, var sami siður hér í smá-
bæjunum, nema að Amerikumenn
spýta á ofninn!
Á SeyðisfirSi var allskonar fólk,
þó næstum undantekningarlaust á-
gætis fólk. Fjörugt var þar oft, og
tiltölulega lítil deyfð á þeim árum.
Flestum leið furðu vel; atvinna all-
góð, nema um háveturinn, og Seyð-
firðingar voru hjálpsamir, og út-
lendingarnir engir eftirbátar, enda
töldu flestir þeirra sig sem góða,
gamla Seyðfirðinga.
Að minnast á Seyðisfjörð, án
þess að geta nokkurra manna, er I
ekki auðvelt, en ekkert tiltökumál
að geta allra. Þarna var Kobbi
skalli, eini íslendingurinn, sdm eg
veit að bafi gert sér mat úr viður-
nefni sínu. I þessu var Kobbi skalli
tlíkur Amerikutnánni, encta vitum
við hér hvað mikils virði viðurnefni
oft geta verið, og aldrei eða sjaldan
niðrun, enda eru flest nöfn hér ujip.
haflega ekkert annað en viðurnefni.
En Kobbi skalli auglýsti vöru sína j
undir því nafni, þó að flestir aðrir [
hefðu skoðað þetta sem uppnefni,
og kunnað þvi illa. En svo er nú
íslenzkt hár fastara í rótinni en hið ^
ameríska, og hefðum við of marga
“skalla” hér, ef allir hinir sköllóttu
tækju upp slíkt nafn.
Haraldur i Firði var einkennileg-
ur afkasta dugnaðarmaður, svo dug-
legur, að hann hefði verið virði tvö-
faldra launa, þó ekki fengi hann
þau. Sá timi kemur þó kannske að
verkamönnum verði borgað eftir
þeirri vinnu, sem þeir afkasta, sem
eru kannske réttlátustu launin, og
þau sem við hinir fáum, sem erum
okkar eigin þrælar! Sem ferðamað.
ur átti Haraldur engan sinn líka.
Einu sinni lenti Akureyrarpóstur i
skip, sem var á leið til Reykjavíkur,
suður um land, og ekki í annan stað
að venda en til Haraldar. Lagði
hann á stað samstundis með póstinn
á bakinu, í mesta illviðri, upp Grá-
kamb, sem þeir einir skilja, sem
kunnugir eru á Seyðisfirði, og skip-
inu náði hann á Eskifirði. Karl-
mannlega gert!
Jóhann Sigurðsson var einn af
þeim mönnum, sem alt af gat kom-
ið öðrum í gott skap, undir öllum
kringumstæðum; alt af kátur og
fjörugur; fór á fætur fyrstur allra
manna — þegar haninn gól: átti
beztu mjólkurkýrnar og vanalega
beztu hestana, enda mesti hestamað-
ur, og hafði líklega betra vit á að
kaupa sauðfé en nokkur annar. Það
hefir aldrei verið nema einn “Jó-
hann Sigurðsson” á Seyðisfirði.
Eyjólfur Jónsson var annar mað-
ur, sem setti líf og fjör í bæinn.
Hann hafði það sem við Ameríku-
menn köllum “pep.” í hvert skifti
sem Eyjólfur bætti við sig nýrri iðn,
bætti hann líka við húsið, sem var
orðið hálf-rangalalegt á endanum.
Kallaði Eyjólfur það “Lönguvit-
leysu.” Hann rak myndasmíði og
klæðaskurð á stórú stigi, og varð svo
seinna bankastjóri. Þegar íslands-
banki var gerður að Útvegsbanda
íslands, með stjórnarskiftin og all-
mikilli pólitík, varð Eyjólfur að
víkja úr sessi, enda mun það vera
eitthvað það vandasamasta verk,
sem til er, að vera bankastjóri svo
öllum liki! En eg veit að Eyjólfur
skildi bankamál nokkurnveginn nið-
ur í kjölinn, sem aðeins gáfuðustu
menn geta,. því flóknari eru slik mál
en margur heldur, þá allir þykjumst*
við kunna að höndla peninga. En
svo eru nú bankarnir ekki lengur
heifög stofnun á íslandi fremur en
annarsstaðar.
Ingimundur Ingimundarson, bróð-
ir Guðjóns Thomas og Teits, var
mesti fyrirmyndar reglu- og spar-
semdarmaður, enda talinn efnaður
vel, þá aldrei tæki hann annað fyrir
en algenga vinnu, og hvaða vinnu
sem var. Minni hávaða hafði eng-
inn maður, og má verkamannastétt-
in vel stæra sig af slíkum mönnum.
Og á Seyðisfirði var Gísli Jóns-
son, hálfbróðir séra Jóns P.jarnason.
ar, mesti dugnaðar- og heiðursmað-
ur. Sonuni hans, Friðriki og Þor-
steini var vel í ætt skotið — mestu
snillingar. \ ar dauði Friðriks eitt-
hvert það mesta sorgartilfelli í minni
tíö á Seyðisfirði. Þorsteinn er gift-
ur Margréti dóttur Friðriks Krist-
jánssonar í Wynyard.
Jóhannes sýálumaður setti mikinn
svip á Seyðisf jörð; höfðingi í sjón
og höfðingi í lund; réttlátur dómari
og yfirvald, með afbrigðum kurteis
maður, og kom sú kurteisi fram við
alla. Auðvitað bar hann á sér jiá
tign, sem við hér erum óvön, en sem
var algeng hjá mönnum i meiri stöð.
um á íslandi, og hihni gömlu veröld
yfirleitt. En laus var hann við all-
an þótta og þykkju, og þó að ein-
kennisbúningurinn hafi gert Jó-
hannes prýðilegri í sjón, þá var
hann svo fallegur maður, að hann
hefði sæmt sér vel í ullarballa.
Þegar við strákarnir höfðum lært
að taka ofan eins og sýslumaðurinn,
þá vorum við komnir spöl lengra í
menningunni, og má eg nú oft gá
að mér að taka ekki ofan eins tign-
arlega, þó eg finni það á mér að
fólk hér sér oft á mér eitthvert
Evrópusnið ! Én svo er það nú ekki
siður okkar að saga loftið með hatt-
inutn, daginn út og daginn inn, sem
þo mun kannske eiga sér stað í hin-
um smærri bæjum, þó við séum eins
kurteisir og aðrir—upp á okkar eig-
in vísu.
Jón Stefánsson, pöntunarstjóri,
var einhver alþýðlegasti maðurinn á
Seyðisfirði, og skildi eg það betur
þegar eg kom vestur. Jón var Vest-
ur-íslendingur, Amerikumaður!
Kappi á velli og kappi í lund; reikn.
ingsmaður með afbrigðum, þaulles-
inn og vel mentaður, og bar óvana-
lega góðan skilning á flesta hluti,
sem við héldum að væri af því að
hann hefði verið í Ameríku, en sem
stafaði af miklum gáfum, og líklega
einnig af þvi að hann átti aðgang að
bókmentum, sem við hinir höfðum
ekki. Kann eg margar sögur af
Jóni síðan hann var hér í St. Paul
á sínum yngri árum, og hefi eg grætt
á því að Jón var Islendingur.
Kristján Kristjánsson læknir gat
\ arla verið eins góður læknir og
hann var góður maður, fjörugur,
kátur, fyndinn; frönskumaður, á-
gætur og söngmaður; alþýðlegur í
allri framkomu. Alt af hafði Krist-
ján læknir fulla vasana af góðgæti
handa fuglunum, sem urðu á vegi
hans, og mikla læknishjálp gaf hann
hinum fátækari.
Þorsteinn Jónssón frá Borgarfirði
var einhver mesta hetjan á Austur-
landi. Ekki svo að skilja að alt hafi
gengið eins og í sögu fyrir Þorsteini.
f þau sjö ár, sem eg var á Seyðis-
firði mun hann hafa gert einar sjö
tilraunir að krafsa sig áfram. Nýtt
fyrirtæki á vorin—alt út um þúfur
á haustin; en sem ekki vár alt af
Þorsteini að kenna. Að tala um
bugrekki, áræði og þrautseigju!
Þorsteinn var sá maður, sem hefði
átt að vera í Ameríku! ísland var
helzt til lítið fyrir þann stórhuga
mann. Eitt vorið kom Þorsteinn
með 400 hæsni frá Noregi. Nýmóð-
ins hænsnahús var bygt meðan hann
var utanlands, þó enginn vissi til
hvers þetta hús væri, þarna upp við
f jallsræthrnar. Hænurnar kunnu þó
ekki við sig — skildu líklega ekki
gömlu konuna sem passaði þær, og
eggin urðu fá og lítil! Það fyrsta,
sem við vissum var að Þorsteinn át
hænsnasteik á hverjum degi! En
næsta vor kom Þorsteinn með 400
Norðmenn—eg sagði Norðmenn—
og 70 stóra báta. Var það vatn á
mylnu okkar strákanna að flytja
þessa menn í land, þó hjá sumum
fengju við ekki annað en þökk fyrir
ferðina. Vorum við þó Þor-
steini þakklátir fyrir þessa at-
vinnu. Dreifði hann bátunum
um Austfirði, og hafði það
tekið mikið erfiði að tala svo fyrir
möguleikunum á íslandi að fá alla
þessa menn til þess að koma þangað,
og hafa líklega fáir Ameríku-agent-
ar gert betur. Átti Þorsteinn svo að
fá einhvern ágóða af fiskinum —
einhverjar prósentur^ en þetta sum-
ar var dauðalogn á hverjum degi,
bátarnir of þungir til að róa þeim,
og öll aðstaða öðruvísi en við Lo-
foten. og úrslitin urðu þau að ekk-
ert hafðist upp úr krafsinu, og Þor-
steinn var um haustið þar sem hann
hafði verið um vorið—blanlcur pen-
ingalega, en ekki alveg dottinn af
baki aftur hvað áræði snerti. Hafði
þetta þó betri árangur en útlit var
fyrir í fyrstu, þvf margir þessir
menn komu aftur og aftur, og sum-
ir settust að á Seyðisfirði og öðrum
Austf jörðum.
Næsta vor fór Þorsteinn til út-
landa með þrjá smiði frá Seyðis-
firði, og vissi enginn fyr en nokkr-
um dögum seinna að þessir menn
befðu horfið úr bænum. Var mikið
spekúlerað hvað Þorsteinn mundi
gera nú, en eina bjarta nött vakti
Þorsteinn upp allan bæinn. Var
hann þarna kominn með heilt gufu-
skip, sem var innréttað til þess að
flytja nýtt kjöt og fisk til útlanda.
Einhvernveginn tókst þetta þó ekki
og skipið var notað til strandferða
um Austurland þetta sumar.
Það næsta var að Þorsteinn var
farinn að gera út róðrarbáta frá
Gunnólfsvík á Langanesi, og seinna
heyrðist að hann hefði lifrarbræðslu
stöð um Austfirði, seinna um alt
land, og eftir nokkur ár rak Þor-
steinn þó stórkostlegustu verzlun,
sem þá var þekt á öllu landinu, þó
seinna hafi þetta farið eitthvað út
af leið. En þessi ódrepandi, alþýð-
legi, káti og fjörugi dugnaðarmað-
ur átti fáa sína líka. Segi eg þessar
sögur af Þorsteini svo að fólk sjái
að allir dugnaðarmennirnir eru ekki
hér í Ameríku. Slikir menn finn-
ast á gamla landinu.
Jón bóndi Jónsson í Firði kom til
Seyðisfjarðar frá kennaraembætti
sínu á Eiðum. Fylgdi það orð Jóni
að hann væri maður glíminn og
rannnur að afli, og var hvorutveggja
satt. Samt fótbrutum við nú fljót-
lega þennan “héraðsmann’’ svo að
við Seyðfirðingar veltumst ekki
léngur fyrir honum í glímunni. En
brátt komumst við að því að bezti
parturinn á Jóni væri fyrir ofan
augun. Eins og nafni hans, Jón
pöntunarstjóri, var Jón i Firði ein-
hver sá mesti reikningsmaður, sem
eg hefi þekt. Og var hann fljótur
að reikna ? Við gláptum á hann!
Ójá, Jón var fljótur að öllu, en þó
helzt til fljótur að skrifa, því meira
hrafnaspark höfðum við ekki séð á
Seyðisfirði, og. í því var hann líkur
Dr. Sig. Júl. Jóhannessyni. Einu
sinni var Sigurður að þýða leikrit
fyrir okkur í Winnipeg. Fór eg að
sjá hvernig verkinu héldi áfram, og
sagði Sigurður að hann væri rétt að
enda við það. Beið eg í nokkrar
minútur og sá eg þarna dálitla ný-
ung. Sigurður las bókina eins og
væri það saga, en skrifaði á blaðið
án þess að líta á það, og með þeim
hraða að það var mér alveg óskilj-
anlegt að hann gæti verið að snara
bókinni á annað mál. Atti eg svo
að vélrita leikritið, og eyddi eg hálf-
um sunnudegi í það að komast fram
úr fyrstu siðunni. Eftir það var alt
eins og væri það prentað mál. Sig-
urður hefir sitt eigið lag á hverjum
staf, en það bezta er, að hver stafur
er nákvæmlega eins, hvar sem hann
er, þó sumir stafirnir séu ekkert
annað en lárétt eða lóðrétt stryk.
En einu sinni fékk þó vinur minn
Sigurður að kenna á skrift sinni, þó
ekki viti hann neitt um það. Lang-
ar mig þó að skjóta því hér inn, þó
annarsstaðar eigi það heima. Má
eg segja söguna?
Einu sinni í Winnipeg komu þrír
unguir menn inn í búð á Sargent
avenue, j>ar sem eg var staddur.
Vatt einn þeirra sér að mér og hvísl-
aði því að tnér að hann hefði pela.
“Pela, laxmaður, pela,” sagði eg og
rétti úr mér. “Já, en við getum
ekki fundið neinn lækni til þess að
fá áskrift á lyfjabúðina, og okkur
vantar dálítið meira.” Vissu þessir
kunningjar mínir að eg hafði verið
við lyfjabúð vestur í Saskatchewan,
og þóttist eg vita hvað þeir vildu.
‘Say, strákar, eg skal gefa ykkur á-
skrift,, þó ekki verði hún vkkur til
mikils gagns.” Hripaði eg eins illa
og eg gat “Sprt. Frumenti” og smelti
einhverju afskapa hrafnasparki
undir, eitthvað sem líktist helzt rúss-
nesku eða grísku, alveg ólæsilegt.
Frainh.
•• 1932 ......... 7 • •
^ • • 1933 •• •• 5 • •
Stærð aflvélar er að meðaltali um
11 hö. í hverri stöð, en samtalið rúm
1800 hö. í þeim öllum. Hin minsta
er í kringum /2 ha., hin stærsta 50
hestöfl.
Verð stöðvanna að meðtöldum
öllum raftaugum og nauðsynlegustu
rafmagnsáhöldum til ljósa, suðu og
hitunar, er að meðaltali um kr.
8,500.00 á hverja, en samantalið
rúml. kr. 1,400.000.00—ein miljón,
og f jögur hundruð þúsund krónur.
Um 2Ó0 býli fá raforku frá þess.
um stöðvum, en auk þess alþýðu-
skólarnir að Reykholti, Núpi, Laug-
um, Laugarvatni og húsmæðraskól-
inn að Laugum. Tala heimilismanna
á öllum þessum bæjum og nemenda
i skólunum á vetrum, er í kringum
2,000 alls.
Reykjavík 16. jan. 1935.
Jakob Gíslason. N. dagbl.
Rafstöðvar í sveitum
Fram að árslokum 1933 höfðu,
samkv. þeim skýrslum, sem raf-
magnseftirlit ríkisins hefir safnað
um slikar stöðvar, verið gerðar 165
litlar vatnsstöðvar (innan við 50
hestöfl) til sveita hér á landi til raf- j
orkuvinslu handa einstökum bæjum j
og eða nokkrum bæjum saman.
Rafstöðvarnar skiftast þannig á I
sýslurnar:
Gullbr,- og Kjósarsýslum ...... 51
Mýrer og Borgarfj.sýslum ....10
Snæf- og Hnappadalssýslum engin
Barðarstrandasýslu ............. 6
Isajfarðarsýslum ............... 6
Strandasýslu ................... 3
Húriavatnssíýslum .............. 7
Skagarfjarðarsýslu.............. 5
Eyjafjarðarsýslu................ 9
Suður-Þingeyjarsýslu ...........25
Norður-Þingeyjarsýslu .......... 6
Norður-Múlasýslu ............. 8
Suður-Múlasýslu ................ 9
Austur-Skaftafellssýslu.........20
Vestur-Skaftafellssýslu ........20
Rangárvallasýslu................13 j
Árnessýslu.....................„13
Alls.......................165
Aldur stöðvanna er sem hér segir:
Árið 1906 var bygð 1 stöð
1912
l9lA
1920
1921
1922
1924
1925
1926
1927
1929
1930
1931
1
1
2
1
2
2
7
12
18
32
28
20
KristínHelga Hávarðson
Þann 8. marz i<£$4, andaðist
Kristin Helga Hávarðson að heimili
Núpdal fjölskyldunnar sunnan við
Mountain, N. D., þar sem hún hafði
verið til heimilis þrjá seinustu mán-
uðina, sem hún var á lífi. Hún var
jarðsungin 13. marz frá Hallson
kirkju af presti bygðarinnar, séra
Haraldi Sigmar, og lögð til hvíldar
i Hallson grafreitnum, þar sem tvö
af hennar systkinum einnig hvíla.
Hún var fædd 4. marz 1866 á Gauk-
stöðum á Jökuldal, N.-Múlasýslu á
íslandi. Foreldrar hennar ' voru
þau heiðurshjón Hávarður Magnús-
son og Hallfríður Pétursdóttir, sem
bjuggu sinn búskap á Gaukstöðum,
og var Kristín Helga þeirra yngsta
barn af þeim fjórum, sem lifðu til
fullorðins ára. Foreldrar Hávarð-
ar heitins bjuggu í Hnefilsdal, en
foreldrar HallfriSar heitinnar á Há-
konarstöðum í ömu sveit. (Jökul-
dal í N.-Múlasýslu.). Systkini Helgu
voru þessi: Elst Sigríður Ingibjörg,
gift Guðbrandi Erlendssyni; fluttu
þau hjón til Ameríku á sínum fyrstu
búskaparárum, og bjuggu síðan mest
af sínum húkap í grend við Hallson,
N. Dakota. Þar dó Sigríður fyrir
ellefu eða tólf árum, en Guðbrandur
maður hennar dó seint í janúar
1934, á heimili elstu dóttur sinnar
og tengdasonar, Mr. og \^Irs. T.
Dinussonar, Svold, N. Dakota.
Svo var Pétur Magnús Hávarð-
son. Hann var giftur Björgu Sig-
urðardóttur ættaðri úr Vopnafirði.
Hann bjó nokkur ár á Gaukstöð-
um og þar dó Björg kona hans.
Hann flutti siðar til Ameríku með
tvær ungar dætur og skömmu siðar
settist hann að í Grafton, N. Dak.,
þar sem hann og dætur hans áttu
heima upp frá því. Hann dó þar
5. janúar 1925. Þar næst var Guð-
mundur. Hann á heima í Lundar
Man., giftur Maríu Jónsdóttur frá
Brú á Jökuldal; hann flutti frá Is-
landi 1905, og þá kom Helga heitin
með þeirri f jölskyldu, til þessa lands.
Hún fór fyrst til Sigríðar systur
innar og var upp frá þeim tíma
mest af á ýmsum íslenzkum heimil-
um í grend við Hallson og Akra,
var að vinna fyrir sér á meðan kraft-
ar leyfðu. Seinustu árin var hún
nokkuð hjá bróður-dætrum sinum í
Grafton, og svo á heimili Mr. og
Mrs. S. T. Ólafssonar á Akra, þar
til hún fór til Núpdal f jölskyldunn.
ar, þar sem hún var þegar hún dó.
Hún var búin að vera rúmföst frá
því í ágúst að hún hafði fengið slag,
em ekki virtist í bráðina vera nema
snertur, en það smá-dvínuðu kraft-
arnir upp frá því, þar til hún skildi
við.
Hún var vel gefin, góð og göfug-
lynd manneskja, sem ætíð vildi
gleðja og greiða vegi þeirra, sem
erfitt áttu. Helga var í veruleik
mjög glaðlynd og hafði tnikla á-
nægju af bókum, sérstaklega ljóða-
bókum og var hún sjálf hagmælt.
Það eru óefað margir vinir og
vandamenn, sem hana þektu frá
fyrri tímum, sem geyma um hana
góðar og glaSar endurminningar.
Drottinn blessi minningu hinnar
látnu. O. P.