Lögberg - 28.02.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.02.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines m^ it&isSf* ited ¦**&•&** For Service and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines K^ i:«>^* .««£»>v Better Dry Cleaning 3nd Laundq 48. ^RGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMfTUDAGINN 28. FEBRÚAR 1935 NÚMER 9 ÁRSÞING ÞJÓÐRÆKNIS- FÉLAGSINS Á þriðjudagsmorguninn síðast- liðinn, var ársþing Þjóðræknisfé- lagsins sett í Goodtemplarahúsinu hér í borginni að viðstöddu fjöl- menni. Var margt fulltrúa og gesta komiS til þings víðsvegar að úr hin- um dreifðu bygðum Vestur-íslend- inga. Forseti félagsins, hr. Jón J. Bíld- fell setti þingið og las upp yfirlit yfir starfsemina á liðnu starfsári. Bar forsetaskýrslan það með sér að hagur félagsins væri í góðu lagi. Á- hugi fyrir starfsemi félagsins virð- ist jafnt og þétt vera að fara i vöxt. HON. ALBERT PREFONTAINE ' LATINN Síðastliðinn fimtudag, þann 21. yfirstandandi mánaðar, lézt á Misericordia sjúkrahúsinu hér í borginni, einn af ráðgjöfum Brack- en- stjórnarinnar í Manitoba, Hon. Albert A. Prefontaine, um eitt skeiö fylkisritari og landbúnaðarráðgjafi, á f jórða ári hins áttunda tugar. Mr. Prefontaine hafði átt sæti á fylkis- þingi í frekan fjórðung aldar og naut almennra vinsælda jafnt utan þings sem innan. Hann var af fransk-canadiskum stofni, fæddur í Quebec-fylki, en fluttist á ungum aldri til Vesturlandsins, og bjó stór- búi við St. Pierre hér í fylkinu, auk þess sem hann gaf sig og nokkuð við verzlun. Mr. Prefontaine fylgdi lengi vel ihaldsflnkknum að málum, og var f raman af kosinn á þing sem stuðn- ingsmaður Roblin-stjórnarinnar. En er á leið æf ina hneigðist hugur hans meir og meir í sjáTfstæðisáttina unz þar kom aS hann gekk inn í fram- sóknarflokkinn, eða flokk hinna sameinuðu bænda og var kosinn á þing sem merkisberi þess flokks í fyliskosningum 1922. Árið eftir var Mr. Prefontaine hafinn til ráð- gjafatignar. Jarðarförin fór fram í St. Pierre á laugardaginn var, að viðstöddum flestum ráðgjöfum fylkisstjórnarinnar og fjölda þing- nianna. RÝMKUN KOSNINGA. RÉTTAR{ Nefnd sú í bæjarstjórninni í Winnipeg, er með höndum hefir "ndirbúning löggjafar nýmæla, eSa rettara sagt meiri hluti hennar, hef ir ra.llist á að rýmka svo til um kosn- J%irrétt til bæjarstjórnar, að þeir 't>uar borgarinnar, er náð hafa 21 ars aldri og brezkra þegnréttinda "jóta, fái greitt atkvæði, án tillits til eigna 0g annarar afstöðu. Þá er °S fram á það farið að girt verði vrir að kjósandi greiði nema einu sinni atkvæði. þó hann eigi eignir viðar en í einni kjördeild. \vmaeli þau, sem hér um ræðir, e'ga rót sína aS rekja til stefnu- skrar hins óháða verkamannaflokks. T'] v, _ " pess að breytingar þessar komist 1 framkvæmd þarf samþykki fylkis- þmgs. Gert er ráð fyrir að núgildandi .æíi í sambandi við atkvæða- Rreiðsh, um f járveitingar eða láns- le'niildir haldist óbreytt, eða að þar p skattgreiðendur einir atkvæðis- rett. FYIJÍISÞINGI SLITIÐ A f'mtudaginn þann 21. þ. m., Var fvlkl'sþinginu í Saskatchewan ,.'t,ð: eftir 46 daga setu í alt. Var P'ngmu stefnt saman til hálfsmán- aöarfundar í desembermánuði síð- asthíShum og frestað því næst til , / J'anuar. Því nær hundraS 'agafrumvörp náðu fram að ganga -a frngi þessu. GENGUR í ÞJÓNUSTU NEW YORK LIFE ¦Rfll- iii&i";&::: •&*>,- *****L2 J. IV. JOHANNSON Jónas W'alter Jóhannson er sonur þeirra merkishjónanna Ásmundar Pt Jóhannssonar byggingameistara og frú Sigríðar Jóhannsson, sem fyrir skömmu er látin. W'alter, eins og vinir hans alment kalla hann, er fæddur í Winnipeg þann 26. dag júnímánaðar áriS 1901. Að loknu barnaskólanámi innritað- ist W'alter við Jóns Bjarnasonar skóla og útskrifaðist þaðan vorið [920 með góðum vitnisburði. Gekk hatui því næst á Success verzlunar- skólann og lauk þar próf i 1922. Lit'lu síðar tók hann að gefa sig við korn- verzlun á kornmiðlarahöllinni í Wrinnipeg, og rak þann starfa fram til skamms tíma. Hann er kvæntur Kristínu Thorvardson og eiga þau eina dóttur barna. Nú alveg nýverrð hefir Walter gengið í þjónustu New York lífsá- byrgðarfélagsins, sem íslendingum er að góðu kunnugt í háa herrans tíð. Gera má ráð fyrir að starf hans þar verði þannig vaxið, að hann eigi allmikil mök við Islend- inga, og er'það vel. Hann er góður og trúr íslendingur og hefir tekið drjúgan þátt í íslenzkum mannfé- lagsnicálum. Walter er vinsæll maS- ur og ábyggilegur sem hann á kyn til. KOMST TIL ARA SINNA Kona ein, Angelica F. Gooslaw að nafni, fædd og uppalin í Rauð- árdalnum, lézt í bænum St. Vincent, Minn., þann 20. þessa mánaðar, no ára að aldri. Ur borg og bygð Mr. Oli Anderson frá Baldur var staddur í borginni í fyrri viku. Mr. Sigurour Sigurðsson frá Ilccla P.O. var gestkomandi í bæn- um í vikunni sem leið. Mr. F. O. Lyngdal, kaupmaður á (iimli, kom til borgarinnar um miðja fvrri viku. Frú ValgerSur Sigurðsson frá Riverton dvelur í borginni þessa dagana í gistivináttu tengdasystur sinnar, Mrs. J. Sigurðsson að 492 Dominion Street. Mrs. S. V. Sigurðsson fiskikaup- niaour frá Riverton leit inn á skrif- stofu Lögbergs á mánudaginn. Fremur lét hann dauft yfir fiski- veiðum á Winnipegvatni á yfir- standandi vetrarvertíð. Mrs. Ásmundur Lqptsson frá Hredenbury, Sask., dvelur í borg- inni um þessar mundir. Mr. Magnús Hinriksson frá Churchbridge, Sas'k., dvaldi í borg- inni nokkra undanfarna daga. Mr. Thorsteinn Sveinsson frá Churchbridge, Sask., dvaldi í borg- inni um síðustu helgi. Jóns Sigurðssonar félagið stofn- ar til skemtifundar í tilefni af 19. afmæli sínu að kveldi þess 18. marz næstkomandi í fundarsal Sambands- kirkjunnar kl. 8. Nánar getið r*"*. ATHUGIЗí erfiljóðunum eft- ir Jón sál. Júlíus, sem birtust í Lög- bergi þann 21. þ. m. varð þessi prentvilla í 4 línu 3 versi (um lúða æfistund), á að lesast samkvæmt handritinu (Um léSa æfistund). Þetta eru lesendur blaðsins vinsam- lega beðnir að taka til greina. M. Mar'kússon. Dr. Richard Beck, prófessor við ríkisháskólann í North Dakota, kom til borgarinnar á mánudagskvöldið til þess að sitja þing Þjóðræknisfé- lagsins. Jón Sigurðssonar félagið heldur fund á þriðjudagskvöldið þann 5. marz næstkomandi að heimili Mrs. S. Jakobsson, 676 Agnes St., kl. 8. TEKIÐ MEÐ KOSTUM OG KYNJUM Síðastliðinn fimtudag kom hing- aS til borgarinnar ritari commúnista flokksins í Canada, Tim Buck, í þeim tilgangi að flytja hér pólitíska i ræðu. Létu dagblöðin þess getið, að um hálft þriðja þúsund manns hefði fagnað honum á C.P.R. járn- brautarstöðinni. Þess var jafnframt getiS að Mr. Buck yrði boðið, af hálfu flokks síns, að leita kosning- ar til samhandsþings í NorSur- Winnipeg kjördæminu, og nú hefir hann hlotið útnef ningu þar. Mrs. O. S. Arason frá Glenboro, kom til borgarinnar i vikunni sem leið. Mr. Jón Benediktsson frá Lund- ar, var í borginni fyrir siðustu helgi. Mr. John Ualldórsson frá Lundar var staddur í borginni ^um miðja fyrri viku. R.ÍÐA SÉR BANA MEÐ EINKENNILEGUM HÆTTI Tvær ungar systur, dætur alræð- ismanns Bandarikjanna í borginni Neapel á ítalíu, réðu sér bana í vik. unni sem leið, með þeim hætti a$ kasta sér út úr flugbát í 1500 feta hæð, á flugi yfir Essex-héraði á Englandi. Af bréf i til f öður þeirra. er systur þessar létu eftir sig, má ráða að þær hafi í ofboði gripið til þessa örþrifaráðs út af flugslysi, er fyrir skömmu varð í Messina á Sikiley, þar sem tveir flugkappar, ekki ósennilega elskhugar þeirra, lettt lífið. Stúlkur þessar voru um tvítugs aldur. Mr. Árni G. Eggertsson, lögf ræð- ingur frá Wynyard, Sask., var staddur í borginni í vikunni sem leið. ' Mr, Ragnar' Kggertsson frá Sas- katoon, Sask., var staddur í borg- inni í fyrri viku. Mr. B. G. Thorvaldson frá Piney, kom til borgarinnar um miðja fyrri viku. Mrs. S. S. Anderson frá Piney, var stödd T~borginni í vikunni sem leið. Mr. Friðlundur Johnson frá Oak View, Man., er dvalið hefir hér í borginni um hríð, hélt heimleiðis á föstudaginn var. Mr. og Mrs. Hallgrímur G. Sig- urðsson frá Foam Lake, Sask., voru stödd í borginni um helgina. Mrs. Björgvin Jóhannesson frá Stlkirk, var stödd í borginni í fyrri viku. Mr. G. J. Oleson frá Glenboro. var i borginni í fyrri viku. Mr. G. Lambertsen frá Glenboro var í borginni um miðja fyrri viku. Mrs. S. Johnson frá Glenboro, var stödd í borginni í vikunni sem leiS. Miss Margrét Johnson frá Glen- boro, kom snöggva ferð til borgar- innar i fyrri viku. Mrs. Guðrún H. Fredrickson frá Winnipegosis. Man, er stödd í borginni um þessar mundir, sem erindreki bygðarlags síns á á Þjóð- ræknisþinginu. HeimboÖ Ungmennafélag íslands, Landssamband kvenna og Félag Vestur-íslendinga gangast fyrir því, að frú Jahobinu Johnson verði boðið í heimsóhn til íslands næsta sumar. Fyrir nokkrum árum var St. G. St., höfuðskáldi íslendinga fyrir vestan haf, boðið hingað heim til íslands í kynnisför. Öllum þeim, er nutu heimsóknar hans, er óblandin ánægja að minnast hennar, ekki vegna þess fyrst og fremst, að' það var skáld, sem kom i bæinn, heldur vegna hins, að það var maður, sem kom. Gestinum var förin líka til ánægju og örfunar. Um það vitn- ar kvæSaflokkurinn' Heimleiðis, og þó enn meir Jökulgöngurnar, sem eru með því bezta, sem ritað hefir verií5 á óbundnu islenzku máli á síð- in arum. Mr. Rósmundur Árnason frá Leslie, Sask., er einn þeirra fulltrúa. .... I er um þessar mundir sitja ársþing [ Þjóðræknisfélagsins. Mr. Backman frá Clarkleigh, ATan., var staddur í borginni í fyrri viku. Mr. K. Valdimar Bj<)rnsson, rit- stjóri frá Minneota, Minn., kom til borgarinnar á sunnudagsmorguninn til þess að flytja fyrirlestur á Þjóð- i'æknisþinginu. ^ír. Sturlaugur Guðbrandsson frá Minneota, Minn., kom til borgar- innar á sunnudaginn var. Til sölu nú þegar nýr íslenzkur fáni, úr haldgóðum og fögrum dúk. Stærð 4x63/2 f et. Upplýsingar veitt- ar að 706 Home Strdet hér í borg- ínni. 1 grein, sem birtist í Iijgbergi þann 31. janúar siðastliðinn eftir A. T. Friðgeirsson, komst sú skekkja, að sagt var að faðir Finns á Sævarenda í Loðmundarfirði hefði heitið Eiríkur, en hann hét Einar. Miss RÓSA HERMANNSSON Að því var vikið í siðusta blaSi, að Miss Rósa Hermansson hefði á- ætlað að syngja í Fyrstu lútersku kirkju á fimtudagskveldið þann 14. marz næstkomandi, og heíir nú ver- ið afráðið að svo verí5i. Mun söng- skrain verða birt i næsta blaði, á- samt tilhögun allri söngskemtan þessari viðvíkjandi. Rósa Her- mannsson er ágætum sönghæfileik- um gædd, hefir lagt mikla rækt við rödd sína undanfarin ár og notið kenslu ágætra kennara. Ef tirgreind ummæli blaða og list- dómenda varpa nokkru ljósi á það góða álit, er Rósa hefir unniö sér, og hefir Mr. Augustus Brindle söngdómari stórblaðsins "The To- ronto Star" meðal annars þetta að segja: "Miss Rósa Hermansson, ung, íslenzk söngkona, hefir vakið á sér áberandi athygli með raddfegurð sinni og persónuleik á söngsviði." Þetta sama blað kemst á öðrum stað og tíma, þannig að oríi: "Söngur Rósu Hermansson bar djarflegan vitnisburð um raddfeg- urð hennar, hrifnæmi og óútmálan- legan, lýriskan tónblæ, ásamt list- rænni einlægni." Vitna mætti í margt fleira, er vel hefir verið sagt í garð þessarar söngkonu, list hennar viðvíkjandi, þó þetta verði að nægja að sinni. Xú hefir U.M.F.Í., Landssan> band kvenna og Félag Vestur-ls- lendinga stofnað til þess, að frú Jakobinu Johnson verði boðið heim á sama hátt. Það er vel farið. Frú Jakobína er ágætt skáld. Þó er ef til vill mest um það vert, hvað skáld- sksrpur hennar er ríkur af bjart- sýni og hetjulund gagnvart við- fangsefnum hversdagslífsins. Okk- ur hér heima hlýtur aS verða mikil cánægja að heimsókn hennar. Og vonandi erum við menn til að taka svo á móti henni, að hún þurfi ekki að sjá eftir einu sumri okkar á meðal. Að minsta kosti á landið okkar til þau hlýindi vordaganna og þá fegurð haustsins, sem vermir hvern gest um hjartað' og gefur honum sýn. Eins er að minnast með söknuði um heimsókn St. G. St. Því hefir ekki fleirum verið boðiS heim vest- an, eftir að það heimboð hafði svo vel tekist? Við hér heima eigum að rétta löndum okkar vestra bróð- urhönd yfir hafið, þó ekki sé til annars en aukinnar kynningar og okkur sjálfum til ávinnings. Fimtungur islenzku þjóðarinnar býr fyrir vestan haf. Það var yfir. leitt áræðnara og umbrotameira fólkið, sem vestur fór, og það er úrvaliS úr því, sem fastast heldur trygð við íslenzkt þjóðerni. Þetta fólk er okkur allra manna skyldast. Það talar um sína reynslu á sama máli og við, en er þroskað við önn- ur kjör, meiri auðlegð og meiri erfiðleika. Af því getum við lært fjölmargt það, sem okkur ríður mest á einmitt nú, þegar viðfangs- efnin, erfiðleikarnir og auSlegðin fer vaxandi. Það, sem við lærum, getum við launað með því sem okk- ur á að vera ljúft, en löndum okkar vestra er fyrir miklu: angan af ís- lenzkum gróðri, blámóðu íslenzkra f jalla, heiðríkju íslenzks himins. Sumir bjartsýnir menn vilja bjóða löndum okkar vestra heim til land- náms á íslandi. Kreppan er harðari vestra. Því eiga margir þar erfið- an kost nú. Nóg er landrýmið hér heima á íslandi. Og vist er háska- minna fyrir þjóðerni okkar aS fá sem landnámsmenn landa okkar vcstan en erlenda menn með erlent tungutak, erlenda hætti og menning. Þó orkar það heimboð tvímælis. Tímabundið hlýtur það að vera, að efnaleg afkoma sé léttari hér á ís- landi en í Norður-Ameríku. Oft getur farið um landa okkar vestra líkt og um jurtir, sem einu sinni hafa áður verið teknar upp með rótum, að þær þoli illa að vera færS- ar aftur í fyrri mold. En við eig- um sannarlega að finna okkur vandabundna öllum, er vilja koma heim og hætta sér austur yfir hafið. Og heimboð til kynningar orkar ekki tvímælis. Einkum eigum við að bjóða heim þeim, er halda uppi merki íslenzks þjóðernis og ís- lenzkra menta vestra. Aumir erum við, ef þeir geta ekki til okkar sótt nokkurn styrk til sinnar baráttu. En af þeim getum við þegið það, sem okkur ríður mjög á nú, trú á þjóS- erni okkar og mentir, þrautreynda í alvarlegri baráttu. Og svo fylgir þeim jafnan heilsusamlegur súgur þeirrar hreystilundar, sem skapast hef ir við baráttu þeirra vestra, bæði fyrir þeirra eigin þjóðlegu menn- ingu og daglegu brauði við hvers- dagsönn. Megi heimboð frú Jakobínu Johnson vel takast! Og fari fleiri heimboð eftir. Arnór Signrjónsson. —Nýja dagblaðið, 3. febr. LÆTUR TIL SIN TAKA Adolf Hitler, alræðismaður Þjóð- verja, hefir nýverið gefið út laga- boð, er skyldar til þess banka, eigna- menn og auðfélög, að lána ríkis- stjórninni, ef krafist verði, alt það fé, er eigi verði óhjákvæmilegt tal- iS til sómasamlegrar lifsframfærslu. Fyrir þá upphæð, er með þessum hætti kæmi inn, er ákveðið að kaupa hr.áefni víðsvegar að, auk þess sem nokkrum hluta hennar skal varið til greiðslu gamalla skulda. Er mælt að stjórnin muni hafa í hyggju að afla sér biljón marka láns einhvern- tíma á næsta sumri með það fyrir attgtim, að geta haldiS áfram mann- virkjum, sem þegar er byrjað á, og annari viðreisnarstarfsemi. I'YRRUM FYLKISRITARI LATINN Þann 21. þessa mánaðar, lézt að heimili sínu í bænum Emerson hér í fvlkinu, Dr. David Henry McFad- den, fyrrum fylkisritari í stjórnartíð Sir Rodmonds D. Roblin, maður kominn fast að áttræðu. Var hann fæddur að Peterboro í Ontariofylki, og var útskrifaður í dýralækningum af háskólanum í Toronto. Dr. Mc- Fadden var fyrst kosinn á fylgis- þing árið 1893. TEKUR TIL STARFA AF NÝJU Stofnun sú, er Industrial Devel- opment Board of Manitoba nefnist, en legið hefir í dái undanfarna átján mánuði, sakir ónógs rekstursfjár, er nú tekin til starfa með fullu fjöri á ný. Mr. John M. Davidson gegn- ir þar framkvæmdarstjóra starfi, eins og áður var. Félag þetta hefir ]'að hlutverk, einkum og sérílagi með höndum að rySja braut nýjum iðnfyrirtækjum í Manitobafylki. Einn íslendingur, Mr. Soffonías Thorkelsson, verksmiðjueigandi, á sæti í stjórn þessarar stofnunar. NÝR BORGARSKRIFARI Mr. G. F. Bentley hefir verið skipaður borgarskrifari í Winnipeg. Sú staða losnaði við fráfall Magn- úsar Peterson. Mr. Bentley hefir gegnt aðstoðar-skrifara stöðu síðan 1926, en hefir starfað í þjónustu borgarinnar í því nær þrjátíu ár. FÓLKSTALA I WINNIPEG Eftir nýjustu skýrslum að dæma, nam íbúatala Winnipegborgar 223,- 017 við síðustu áramót; hafði ibú- um fjölgað um 1,775 a árinu sem leið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.