Lögberg - 28.02.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 28.02.1935, Blaðsíða 4
4 LöGBBRG, FIMTUDAGINN 28. FBBRÚAR, 1935. Hógberg 0«fl8 út hvern fimtudag af I B e O O L. O U B 1 A P R E 8 S L I M I T M D 895 Sargent Avenue Winnipeg, Majiitoba. Utanáskrift ritstjórans. BDITOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. YerB SS.00 um árið—Borgist fyrirýram , The "Liögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 S27 Myrkur yfir djúpinu Það er lakur kaupmaður, sem lastar sína vöru, segir gamla máltækið. Um kosningaleytið 1930 gekk Mr. Ben- nett greiðleg’a að losast við varning sinn. Ekki stafaði það þó af því, að hann hefði á boðstólum hetri vöru en aðrir, eða líklegri til þjóðþrifa; því var vitanlega ekki að heilsa. Þær voru ekki margar, vörutegundirnar, er Mr. Bennett hafði til framboðs 1930; hann hafði í rauninni ekki nema eina vörutegund að selja, þó skifta mætti henni í flokka; hann hélt að almenningi fögrum fvrirheitum um gull og græna skóga; frelsun frá atvinnuleysi og áþ ján; ekki á morgun, heldur undir eins í dag; haliir hans voru háar; þó voru þær stoppaðar óþrjótandi loforðabirgðum upp í rjáfur. Að þjóðin sé búin að gleyma þessu öllu .saman og minnist einkis af því við kosning- ar þær, er senn fara í hönd, kemur vitanlega ekki til nokkurra mála. Bólu-Hjálmar kom einhverju sinni úr kaupstað með berklakkaða bykkju; honum hafði verið synjað um vörur í kaupstaðnum. Á leiðinni heim rekst Hjálmar á mann, er á- varpar hann eitthvað á þessa leið: “Það er ekki þungt á klárnum þínum í dag, Hjálmar minn.” Skáldið svaraði þannig: “Það eru drápsklyfjar. Loforð öðru megin, en .svik hinum megin.,’ Mr. Bennett var ekki alls fyrir löngu í New York og flutti þar ræðu í félagi cana- diskra manna. Fréttasambandið Canadian Press, hefir það eftir honum þar, að svo væri hagur canadisku þjóðarinnar breyttur til hins betra, að stjórnin væri í þann veginn að kistu- leggja flestar þær bráðabirgðareglur og ráð- stafanir, er settar hefðu verið kreppunnar vegna, og gefa sig nú af kappi við nýjum um- bótum á skipulagi þjóðfélagsins. Með þessu er engu líkara en hef ja eigi á ný þann -skrípa- leik, að draga athygli fólks frá málskjarnan- um sjálfum, eða ástandinu, eins og það í raun- inni er, fá það til þess að gleyma því, sem á dagana hefir drifið síðustu fimm árin, og steypa svo yfir það Nóaflóði nýrra loforða. Trúaðir mega þeir vera umfram þáð, sem alment gerist, er trúa því að kreppan sé að mestu leyti um garð gengin. Það er óþarft að leita langt til þess að ganga úr skugga um að svo sé ekki, hversu heitt sem menn hefðu þráð það gagnstæða. Tala þess fólks, er enn nýtur atvinnu- leysisstyrks hér í landi, og getur undir eng- um kringumstæðum án hans verið, nemur alt að miljón; viðskiftum þjóðarinnar út á við hefir hrakað til stórra vandræða, auk þess sem jámbrautafélög og aðrar innanlands stofnanir berjast í bökkum. Borgir Vestur- landsins, flestar hverjar, sjá ekki út úr því hvernig mætt skuli auknum útgjöldum, er frá atvinnuleysi stafa. Exi, hamar og sög eru að verða svo sjaldséðir hlutir, að nærri ligg- ur að nöfn þeirra séu fallin í gleymsku. Ætli trésmiðirnir greiði samt sem áður atkvæði með Mr. Bennett við næstu kosningar? Æskumenn þessarar þjóðar, ekki í hundr. aða tali, heldur svo tugum þúsunda skiftir, er komist hafa á manndómsaldur síðustu fimm árin, vita ekki einu sinni hvað ærlegt dagsverk er, sökum þess að atvinnuskilvrðin voru ekki við hendina. Hvað verður um þessa menn, er lengra sækir fram í lífið? Ein- hverjir hljóta að bera á því þunga ábyrgð, ef þeir daga uppi á miðjum aldri. Að stjórn Mr. Bennetts væri fyrir löngu dauðadæmd, hefir víst fáum heilskvgnum mönnum blandast hugur um; að hún hafi með öllu fyrirgert trausti sínu hjá þjóðinni, er auðsætt af öllum eyktamörkum; nægir í því efni að vitna til útreiðar þeirrar, sem hún hefir fengið í aukakosningum til sambands- |)ings hvar sem niður hefir verið borið. Hún hitti því óneitanlega naglann á höfuðið lýs- ingin, er Mr. Mackenzie frá Vancouver ekki alls fyrir löngu hafði við, er hann lét svo um mælt, að Mr. Bennett og umbótafálm hans upp á síðkastið, minti átakanlega á iðrandi syndara á banasænginni. Ránshrammar kreppunnar þjaka enn þúsundum og tungum þúsunda manna og kvenna í þessu landi, þrátt fyrir staðhæfing- ar Mr. Bennetts um hið gagnstæða, og enn hvílir, því miður, myrkur yfir framtíðardjúpi þessarar ungu þjóðar, þó Mr. Bennett stað- liæfi að dagbjart sé orðið um alt loft. Glæsileg framtíð fyrir ísland (Eftirfarandi grein birtist í tímaritinu “Magazine Digest” fyrir febrúarmánuð; er það niðursoðin eða stytt ritgerð, sem kom út í þýzku riti 19. nóvember 1934. Það rit heit- ir “Die Koralle” og er gefið út í Berlín.). —Þýðamdinn. Þegar maður hefir verið nokkurn tíma á eyjunni Island, þá gerir maður sér smátt og smátt grein fyrir því að yfirstandandi tími hefir þar mjög litla þýðingu út af fyrir sig. Island er land hinnar miklu fortíðar og eftir öllurn líkum að dæma land hinnar miklu framtíðar. Auðæfi Islands eru ekki á yfirboði jarð- arinnar. Þau eru undir jörðinni, í sjónum og loftinu. Þar eru heitar uppsprettur, sem orð- ið geta tii óútreiknanlegra hagsmuna; þar eru biljónir fiska og síðast en ekki sízt, beinar ioftferðir milli Evrópu og Vesturheims. Hin mikla framtíð Islands er í loftinu. Það er loftið, sem gerir landið svo aðlaðandi fyrir Hvrópu þjóðirnar —- sérstaklega Bng- lendinga. Island er í persónusambandi við Dana- konung, en þeir samningar vara aðeins þang- að til 1942, og það er vafasamt hvort þeir verða endurnýjaðir; því algert sjálfstæði er iiugsjón allra Islendinga. 1 raun réttri er Is- land algerlega sjálfu sér ráðandi í öllu því, sem að innanlands málum lýtur; en Danmörk fer með utanríkismál þess, sem eru margvafin hinum flóknu fjármálum þess. Ilvort Islandi er hægt að vera með öllu fjárhagslega óháð, er vafasamt. Fjármálin geta enn orðið þyngri á voginni en liin sögu- legu og andlegu málin. Um nokkurn tíma að undanförnu hefir England veitt Islandi óvenjulega mikla at- hygli. Englendingar eru líklegri en nokkur önnur þjóð til þess að leita samninga við Is- land þegar samningunum milli Islendinga og Dana er lokið. Athygli Englendinga á Islandi stjórnast aðallega af hagnaðarvon skozkra fiskifélaga, og það er víst að Islendingar mundu finna meira til yfirráða Englendinga en Dana; því Danir láta þá að mestu afskiftalausa. ísland er svo strjálbygt, að þjóðin má ekki við því að skiftast í stéttir, sem mikill mismunur sé á og standi í vegi fyrir sátt og samvinnu. Þar er þörf á miklu fleira fólki, því nú sem §tendur eru þar aðeins tveir íbúar um hverja ferhyrningsmílu. Af þessum ástæðum er þar mjög lítið um persónulega sundrung eða baráttu; félags- lífið er svo að segja hið sama, hver sem í hlut á. Allir Islendingar mynda sameiginlegan lýðstjórnaraðal, og þeir eru allir sérlega “stoltir af forfeðrum sínum og fortíðarsögu sinni. Ef til vill er engin þjóð til á bygðu bóli, sem rakið geti eins nákvæmlega ættir sínar, lið fyrir lið, án þess að nokkursstaðar geti á tvennu leikið. Þjóðin er blöndun af ger- mönskum, norskum og írskum ættum. Islend- ingar tala enn mál forfeðra sinna, eins og það var fyrir meira en þúsund árum og börn þeirra læra stafrofið í myndabókum, sem skýra fornsögur þeirra. Þannig verða börn- in aðnjótandi þeirrar þekkingar, sem heldur við í minni þjóðarinnar hinum fornu, sögu- legu sannindum.—Þessi kensla byrjar þegar bömin eru á unga aldri. Islenzk þjóðrækni er svo róttæk að hún gengur næst ofsa dýrkun. Islenzkur vísindamaður, sem vann við Þjóðbandalagið í Geneva var spurður þegar hann kom heim hvernig honum líkaði Sviss- land: “Það er ljómandi fallegt land,” svar- aði hann: “en þar er svo mikið af trjám, að þau óprýða.” Þeir, sem þekkja Island; þeir, sem hafa séð hina dýrðlegu litbreytingu á hinum gróð- urlausu eldfjöllum; þeir, sem hafa íhugað hina frumlegu fegurð þess, þeir skilja þetta svar íslendingsins. Þetta skóglausa eyland, með öllum sín- um dásamlegu litbreytingum; með öllum sín- um hverum og jöklum og hinum víðáttumiklu hraunum, — já, þetta einkennilega eyland heldur huga manns föstum með tökum undr- unar og aðdáunar. Hinar einkennilegu mótsagnir í eðli landsins endurspeglast í lyndiseinkunnum þjóðarinnar sjálfrar. íslendingurinn er sam- tímis glaðlyndur og þunglyndur; opinskár og dulur—já, alt þetta í senn. 1 melr en þriCjun? aldar hafa Dodd's Kidney Pills veriC viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Fólkið er vant einvefunni; því bæir, þorp og bændabýli eru í mik- illi fjarlægð hvert frá öðru. Maður getur ferðast svo klukkustundum : skifti án þess að mæta nokkurri lif- ! andi sál—manni eða skepnu. . F.yrað heyrir ekkert; engar bý- ! flugur, engin fiðrildi. Loftið er þunt og hreint og styrkir taugamar, ! eins og fjallaloftið gerir. Allir íslendingar trúa að til séu I svipir og andar—alls konar andar. ' Þessi trú er ekki hjátrú; hún er í | raun réttri einhvern veginn eðlileg á þessu dularfulla eylendi, þar sem I fólkið er svo einkennilega nátengt j landinu sjálfu. Steinar, hraundrangar, eldgígar— alt virðist vafið einhverjum dular- 1 og dáleiðslublæ; ekkert virðist vera | fullkomlega raunverulegt í því ein- kennilega loftslagi. Maður hlýtur að sjá þar svipi og anda jafnvel um hábjartan daginn. Höfuðbærinn Reykjavík er mið- depill allra fjármála og andlegrar menningar. Þegar maður sér þennan bæ í fyrsta skifti verður manni það að veita honum fremur lauslega at- hygli. Þar er hvorttveggja samblandað, amerískt og mið-evrópiskt snið og áhrif. Það er eins og stór húsa- þyrping á bersvæði og skógleysi. Mikið er aðhafst einmitt nú til þess að skapa upp úr Reykjavík ný- tízku alþjóðlegan höfuðstað. Þarf- ir, sem þjóðin hefir aldrei áður fundið til, eru vaktar upp og gerð- J ar tilfinnanlegar. Örskamt er síðan að í Reykjavík voru ekki nema tvö kvikmyndahús. Nú er verið að reisa þar stórt og vandað leikhús að öllu leyti full- komið. Landsbókasafnið er ágætt; eru | þar margar fágætar bækur Sérstak- lega er þar rnikið dáðst að “tafl- bókasafni” með 1800 bókum, sem Ameríkumaður gaf íslandi. AlþingishúsiS er gullfalleg ný- tízkubygging, eru þar vönduð mál- verk og myndastyttur eftir lista- menn þjóðarinnarsjálfrar. Mál- verkalistin á Islandi er mjög ung; en hvernig sú list er dýrkuð og hvernig henni er gefinn byr undir báða vængi, er i raun og Sannleika aðdáunarvert; sérstaklega þegar til- lit er tekið til þess hversu þjóðin er fámenn—aðeins 120,000 manns. Langfremsti myndhöggvari ís- lands er Einar Jónsson; hann er launaður æfilangt af þjóðinni og þjóðin á öll verk hans. Ljómandi fallegt safnhús hefir verið bygt fyrir listaverk hans og bústaSur handa sjálfum honum. Skólar, barnaheimili, spítalar, sjúkrahæli, o. s. frv. eru góð, bygð með fullkomnasta nýtízku sniði og þeim er ágætlega stjórnað. Elliheimili er í Reykjavík handa fátæku, gömlu fólki, svo vandað, að höfuðborgir stórþjóðanna mættu vera stoltar af. Það kostaði 300,- 000 dali (1,200,000 kr.) og var öllu því fé safnað í frjálsum framlögum og kostnaðurinn er lagður fram á sama hátt —1 er þaS annað atriði stórmerkilegt hjá svo fámennri þjóð. 1 Reykjavík er háskóli kostaður með því fá, sem kemur inn fyrir happadrætti þjóðarinnar. Ileitar laugar, sem mikið er af í útjaðri borgarinnar eru hagnýttar á ýmsan hátt; þar á meðal eru hítuð með þeim hús og verksmiðjur. Von. ast menn eftir að innan fárra ára verði bærinn allur hitaður á þann hátt og þarf þar þá framar engan eldivið um aldur og æfi í höfuð- staðnum. Nálægt Reykjavík er stóreflis sundlaug af náttúrunni gerð; synd- ir fólk þar allar ársins tíðir. Elest kvenfólk þvær einnig þvotta sína í laugunum og það er ekki óvanalegt að sjá þær baka brauð í logandi heitum laugaveggjunum. Hinn óþrjótandi auður íslands er fiskurinn. Út úr landinu er flutt hér um bil 24 miljónir dala (100,- 000,000 kr.) virði á ári hverju, og af því eru um 20 miljón dala (800,- 000,000 kr.) virði úr sjónum. Akuryrkjuafurðir eru miklu minna virði en fiskurinn; þess vegna er það hversu mjög fólkið sækir af landinu inn í bæina og sjávarþorpin. England er bezta viðskiftaland íslands, að því er frosinn fisk snertir. En einnig er talsvert flutt út af söltuðum og hertum fiski. íslendingar hafa komið sér upp afarmiklum íshúsum, þar sem fisk- I inn má geyma án þess að hann 1 skemmist. í kringum 6,300 bændabýli eru alls á íslandi. Eru sum þeirra full- komin nýtízkubú. Stærsta bújörðin heitir Korpólfsstaðir. Er það einn hinna merkari staða landsins og á sér eftirtektarverða sögu. Maður- inn, sem þar bygði fyrst bókstaflega reif í burt hvern urmul af grasrót og mold af kfettunum. Með hand- afli einu saman hreinsaði hann hrauniS og grjótið og breytti eyði- bljetti í blómlegasta og stærsta býlið, sem landið á. Síðar hætti hann að búa og fékk jörðina í hendur syni sínum, en gerðist sjálfur fiskiút- gerðarmaður. Islendingar eiga ágæta hesta. En hestasala hefir minkað tilfinnanlega síðan farið var að nota bifreiðarnar. Áður en þær komu voru hinir litlu en þrautseigu hestar einu samgöngíi- færin í landinu. Nú úir og grúir um land alt af bifreiöum—smærri og stærri. | Hið einkennilega aðdráttarafl og yndi íslands stafar af því hvernig þar blandast saman fornaldar sögu- frægð og nútíðar menning. Fólkið Elliheimilið Betel var stofnað 1. marz 1915, og er því að verða tutt- ugu ára. í öll þessi ár hefir Kven- félag Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, minst ársafmælis stofn- unarinnar, með almennri samkomu í kirkjunni. Verður þetta enn gert og samkoma haldin í Fyrstu lút- ersku kirkju föstudagskveldið hinn 1. marz n. k. og hefst kl. 8.15. Þessar árlegu afmælissamkomur j hafa ávalt verið vel sóttar. En hér I er um nokkuð meira að gera heldur en vanalega, þar sem elliheimilið hefir nú starfað í fulla tvo áratugi. Til samkomu þessarar hefir því verið sérstaklega vel vandað og það er búist við, að hún verði afar f jöl- menn. Inngangur verður ekki seld- ur, en samskota verður leitað og treystir kvenfélagið þar á örlæti Is- lendin^a í Winnipeg, eins og það hefir svo oft áður gert, og aldrei brugðist. Öllu, sem hm kemur verður varið elliheimilinu til gagns. ' Betel er algerlega vestur-lslenzk stofnun. Hvergi hefir þjóðrækni Vestur-íslendinga komið skýrar fram eða eins skýrt, eins og þar sem Betel er og heldur ekki örlæti þeirra né-liknarlund. Elliheimilið Betel er til þess stofnað, og til þess er því haldið við, að þar geti gamlir og fá- tækir Vestur-íslendingar átt griða- stað síðustu æfiárin, þar sem vel fer um þá og þeir geti lifað áhyggju- Trúið því eða ekki MIKIÐ af vinnu og mikið af í- hugun þarf til þess að búa út verðskrá—og þó þú hafir ekki hu^leitt það, mikið af efni líka. Fyrir tveimur árum eða svo tók sig til maður í félagi voru, er á- huga hafði á hagfræði, og fór að rannsaka þessi atriði, og eru hér nokkur, er komu upp á yfirborðið. Til dæmis voru meira en 900,- 000 pund af pappír, eða 22 vagn- hlöss af 40,000' punda þunga hvert, er breytt var í bækur, og mundi slíkt þekja meira en 10V6 ekru. Yfir 30,000 pund af prent- svertu var notað til þess að segja sögu verðskrárinnar og yfir 13,- 000 yards af bindingardúk til þess að fullkomna verkið. Frá enda til enda mundi verðskráin ná yfir 90 mílna vegalengd, en með því að leggja hverja ofan á aðra næmi þyktin 4 mílum. Leggið hvern blaðsíðu-enda við annan og mundi það mynda 10 þuml- unga borða er næði einu sinni og einum þriðja sinnum umhverfis jörðina. Leggið þá flata á jörð- ina, rönd við rönd, og mundu þeir þekja meira en 23 sections fjórð- unga. Engin furða þó Eaton’s verð- skrá sé “þung í vigtinni” vestan- lands. Hafið þér ekki fengið ein- tak þá skrifið eftir vor-verð- skránni nú þegar. <*T. EATON Cfc*. WINNIPEQ CANADA EATO NS lifir í anda með forfeÖrum sinum og formæðrum þrjátiu og fjörutíu kynslóðir aftur í liðna tímann; en í hinu verulega starfslífi tileinkar það sér alt hið allra nýjasta og full- komnasta. Unga kvenfólkið á íslandi klipp- ir hár sitt og fylgist eins vel með timanum í klæðaburði og leikkon- urnar i Hollywood. I stuttu máli er ísland land for- tíðarinnar og land framtíðarinnar, þar sem þjóðin lifir milli Eddu tím- anna og fullkomleika hugsjónanna. lausu lífi. Þeir, sem þessa hafa notið, á þessum síðastliðnu 20 árum, eru orðnir margir, líklega fleiri en flesta mun gruna. Síðan heimilið var stækkað, eru þar að staðaldri yfir 50 gamalmenni. Æði mörg af þeim hafa engan ellistyrk og engar tekjur, geta því ekkert borgað með sér. Þeir eru æfinlega látnir ganga fyrir að komast á heimilið, þegar pláss losnar þar. Siðustu árin hafa almennar gjaf- ir til Betel verið litlar í samanburði við þaðj sem áður var. Eru þær orsakir til þess, að þörfin hefir ekki verið eins brýn eins og áður, en pen. ingaráð almennings minni. Hitt er ekki, að vinsældir stofnunarinnar séu ekki eins miklar eins og áður, né örlæti Vestur-íslendinga. Kven- félag Fyrsta lúterska safnaðar hef- ir frá því fyrsta styrkt Betel eftir föngum og það ætlar að halda á- fram að gera það. En til þess þarf það á góðvild og gjafmildi íslend- inga í Winnipeg að halda. Með samkomu þeirri, sem hér er um að ræða, gefst þeim ágætt tækifæri til að sýna velvild sína til þessarar þjóðlegu og þörfu líknarstofnunar. Samkoman verður alveg sérstak- lega vel vönduð, bæði hvað skemt- un og veitingar snertir. Kvenfé- lagið vonast eftir að samkomusalur kirkjunnar verði fullur af fólki þetta kvöld—og það veit að það bregst ekki. Sig. Jút. Jóhannesson þýddi. Betel tuttugu ára

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.