Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 16.05.1935, Blaðsíða 2
o LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 16. MAÍ, i935. Ávextirnir “Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá. Hvort geta menn lesið vínber af þyrnum eða fíkjur af þistluni? Þannig ber sérhvert gott tré góðan ávöxt. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur skemt tré borið góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ekki ber góSan ávöxt, er upphöggviS og því í eld kastaS. Af ávöxtum þeirra skuluS þér því þekkja þá.” (Matt. 7:16-20). ViS trúum vegna áhrifa þeirra, sem trúin hefir á okkur sjálf og aSra. Áhrifin eru ávexrtirnir af trú vorri. Og af því aS áhrifin eru betrandi viljum viS trúa. Romanes skrifaSi einu sinni Gulick fylgjandi línur: “Mig hefir lengi langaS til aS spyrja þig aS, hvernig þú getur trú aS því aS Jesús Kristur sé frelsari heimsins ?” Gulick svaraði á þessa leiS: “Eg bið þig aS ihuga svar mitt frá vísindalegu sjónarmiSi. Jesús Krist- ur hefir haft þau áhrif á tnannlífiS, sem ekkert annaS lif hefir haft. Líf- fræSin (Biology) verSur aS taka alt líf til íhugunar og (vísindin) viSur- kenna líf Jesú Krists alveg einstætt. Stúderum mannkynssöguna, og viS getum ei komist hjá aS viSurkenna aS Jesú hefir opinberaS nýtt líf, ein- stætt og óviSjafnanlegt. Eg er hræddur um aS þér hafi skjátlast, eins og mörgum öSrum, aS álíta skynsemina eina andlega skilningar- vitiS, (sense of evidence to the soul) en viljinn og tilfinningin eru þaS einnig, og skynseminni aldrei andstæS. Viljliún og tilfinningar vorar opinbera oft sálarlifi voru sannleika sem skynsemin faSmar * ekki.” “ÞaS var mér dýrmætt aS koma auga á þetta,” sagSi Romanes, og einnig: “Eg trúi stjörnufræSi Copernices vegna þess aS eg get sannaS gildi hennar meS stærSfræSi. Eg trúi einnig aS móSir mín elski mig, þrátt fyrir þaS aS eg geti ekki vísindalega fært rök fyrir því. Eg hefi ekki íhugaS, eins og skyldi, orS Jesú Krists er hann sagSi: “Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja hans, hann skal komast aS raun um hvort kenningin er frá GuSi, eSa eg tala af sjálfum mér.” Frá vísindalegu sjónarmiSi hvatti Jesús alla til aS reyna orSiS, og sanna sjálfum sér gildi þess. Eng- inn hefir prófaS ritninguna, sem ekki hefir sannfærst um aS hún er GuSs orS. ViS reynsluna hlýtur orSiS aS sýna gildi sitt og áhrif á lifiS. Einn hef ir sagt: “ÞaS er ekki f é- lagslíf, auSæfi eSa mikill lærdómur sem myndar manneskjuna (char- acter), þótt þetta hafi mikil áhrif, heldur trúin.” Vort daglegt framferSi er ávöxt. ur trúarlifs okkar. ViS lesum Confúsíus og lærum meira um þjóSlíf Kína en af nokkru öSru. Lesum sögu Indlands og við sannfærust um aS Hindúisminn hefir skapaS þjóSarandann. ÞaS sama má segja um Búdda trúna í Burma og Síam, MúhameSstrúna í Tyrkjaveldi og kristna trú í þeim löndum, þar sem hún ríkir. ÞaS er trú vor, sem skapar hug- arfar vort og breytni. ÞaS er trú vor sem stjórnar lífi okkar. Til aS grenslast eftir áhrifum kristindómsins, leitum viS auSvitaS til þeirra þjóSa og einstaklinga, sem gefiS hafa kristindóminum mestan gaum. HvaSa áhrif hefir kristin- dómurinn haft á líf þeirra, sem lagt hafa sig eftir honum? ViS höfum ekki tíma til aS fara ítarlega út í trúarsögu kristinna þjóSa. En viS vitum hvernig Ev- rópa var kristnuð í heild sinni. VíSa var trúnni þrengt inn meS vopnum og þúsundir létu skírast á einum degi. Oft voru heilir hópar skírS- ir af því fyrirliSar þeirra tóku trú. Best þekkjum við hvernig öll ís- lenzka þjóSin tók kristna trú á ein um degi. AuSvitaS skilja allar hugsandi manneskjur aS í heild sinni var þetta aSeins nafn-kristni, og aS daginn eftir kristnitökuna var þjóSin litiS eSa ekkert nær GuSi en deginum áSur, undir heiSnu ! nafni. En þaS er óneitanlegt, aS strax var fariS aS hreinsa til fyrir I dyrum. HingaS og þangaS spruttu ! upp frjóangar og sem seinna báru góSan ávöxt. Vor íslenzka þjóS hef- ! ír átt margar sannar trúarhetjur. I Þótt kristnu þjóSunum sé mikiS j áhótavant höfum viS þó ekki í önn- 1 ur'horn aS líta eftir áhrifum og á I vöxtum af kristinni trú. ViS vænt- ; um ávaxta þar sem mest rækt hefir veriS lögS viS trúna, þar sem ein- staklingar eSa heilar þjóSir, hafa lagt sig mest eftir aS fylgja Kristi. Til dæmis hvar væntum viS eftir mestum áhrifum og framförum í íhljómlist? Hjá þeim, sem ekkert j hafa gefiS sig aS listinni, eSa eitt , hvað litilsháttar? Nei, alls ekki; heldur hjá þeim, sem mest hafa lagt sig eftir listinni, hjá þeim, sem hafa lært og æft sig af öllum sálar og lífs kröftum. ViS dæmutn hljómlistina eftir á- vöxtum þeim, sem hún gefur af sér í lífi þeirra, sem fórnaS hafa sjálf- um sér listinni. ViS dæmum ekki í hljómlistina meS minni mælikvarða en þeim, sem komist hafa lengst, meS einhverjum Ole Bull, Grieg, Beethoven, Mozart eða Schubert, 0. s. frv. Hjá þeim verðum viS vör við sannan ávöxt hljómlistarinnar. Á sama hátt eigum viS að leita að gildi kristinnar trúar, í lífi þeirra sem fórnað hafa sjálfum sér Kristi —sem hafa lagt sig eftir lífi Krists af huga, sálu og öllum kröftum. Hjá þeim verSum viS vör viS sann- an ávöxt kristinnar trúar. ViS höfum viðurkent að kristn- um þjóðum í heild sinni sé mikiS á- bótavant. Það er af því aS ein- staklingnum er ábótavant, og þess vegna er ávöxturinn oft svo sára- lítill og stundum enginn. ASeins meS því aS gefa Jesú lausan taum- inn í lífi okkar, getum við orSiS fyr- ir fullum áhrifum af hans hálfu, og boriS góðan ávöxt. í náttúrunni vex illgresið fljótar en góða sæðið. UlgresiS tefur fyrir vexti góSa sæðisins og útrýmir því stundum alveg. Líkt er þaS einnig í sálarlífi voru. Þar er eitthvaS sem tefur vöxt hins góSa. Eins og garðyrkjumaSurinn verS- ur að þekkja illgresiS til aS geta reytt það burt, verðum viS einnig aS þekkja hiS illa í lífi okkar, til að sigra það. ÞaS fyrsta, sem Jesús bendir þeim á, sem til hans koma, er þaS í fari þeirra, sem tefur andlegan þroska— góðan ávöxt. Við getum kallaS þaS illgresi. En ritningin kallar þaS einu nafni synd. OrðtakiS synd er okkur mjög ó- geðfelt og við fyrtumst oft aS heyra þaS nefnt. Kanske af því, aS þaS birtir þaS í sálarlífi okkar, sem við viljum sfSur opinberaS—eitthvaS, sem viS fyrirverSum okkur fyrir og reynum aS dylja. Ef svo, erum viS sannleikanum mótstæð. Eh orS- tækiS fyrtir okkur einnig vegna þess, hvaS misnotaS þaS er. í því formi hefir þaS fyrirdæmt þaS helg- asta í hugskoti okkar, og oftar gert litiS úr, eSa réttlætt, þaS_ sem vor betri vitund dæmir brotlegt, órétt- látt og stundum glæp. "Synd” táknar stundum alt og ekkert, lítilsverS atriði eru fordæmd en skýlihjálmi haldið yfir hrySju- verkum. Er þaS synd aS dansa, spila, reykja, sæja leikhús, knattstofur, fyrir kvenfólk aS klippa hár sitt, skreyta sig, klæðast nýtizu búningi, o. s. frv. ? Oft heyrum viS þessu haldiS á lofti eins og stærsta broti gegn lögmáli Drottins og mæli. kvarða réttlætis og sanns kristin- dóms. Höfum viS ekki einnig veriS fordæmd fyrir aS leita sannleikans á annan hátt en sumir aðrir. \ ar það ekki til slíkra, sem Jesús talaði þessi orS: “Vei yður fræði- menn og farísear, þér hræsnarar, KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENIJE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 vegu. Eg giska á aS niðurstaðan verði ætíS hin sama. Stærsta og hræSilegasta syndin, sem viS drýgjum er aS breyta gegrf betri vitund. “Hver sem því hefir vit á gott aS gera gott og geri þaS ekki, honum er þaS synd.” Þeir, sem hafa litla meSvitund um synd hjá sér, hafa aS sama skapi mjög litla meSvitund um GuS. Þeir, sem næst hafa kornist GuSi hafa ætíS veriS mjög næmir fyrir sinni eigin synd, sérstaklega, og allri synd gegn GuSi. Og þaS er ætíS í fari hinna sömu aS finna sárt til aS sjá brotiS gegn GuSs vilja, hver sem í hluta á. ViS lesum: “En sé svo aS fagn- þér gjaldiS tíund af mintu, anís og aðarerindi vort sé hjúpaS skýlu, þá kúmeni og skeytiS eigi um þaS sem 1 er þag skýlu hjúpað þeim, sem mikilvægara er í lögmálinu: réttvísi glatast (eru 4 glötunar vegi) þar og miskunnsemi og trúmensku." ' sem Gug þessarar aldar hefir blind- Er það -ei nær réttu og kenningu ! ag) hugsanir hinna vantrúuSu, til Krists aS kalla til dæmis, leik sem I þess ag ekki skuli skína birta af getur veriS skaSlegur eSa skaðlaus fagnaðarerindinu um dýrS Krists, eftir því hvernig dansað er. Ef skemtanir, eða hvaS sem er, hindrar okkur aS öðlast Krist, þá er þaS hiS sama okkur synd. En ef þær auka bróSurþeliS, glæSa kristilegan félagsskap, hressa likam- ann og sálina, eru þær vissulega ekki skaSlegar. Margar þær skemt- anir, sem markaðar eru syndsam- legar, gætu verið öllum til kristi- legrar uppbygingar, ef aðeins viS hefSum meir af Krists anda. Þetta er ei talaS til aS hvetja þátt- töku í vafasömum athöfnum, held- ur til aS aftra misskilningi og koma i veg fyrir aS lítiS sé gert úr synd- inni meS því aS kalla oft í sjálfu' hans, sem er ímynd GuSs.” Þessvegna, þaS getur ei veriS um sannkristið líf aS ræða, þar sem ekki er meðvitund um synd. Þar sem synd er hulin, þar er GuS einnig hulinn. Þekkingu á röngu og réttu og meðvitund um eigin synd verSur hver og einn aS eiga til aS geta sigr- aS ill áhrif. Við verðum aS sigra allar freistingar, bæði utan aS og innan aS frá, til aS öðlast betri mann—til aS íklæðast Kristi. Kristur auðsýnir oss kærleika sinn meS því að benda okkur á það í fari okkar, sem hindrar andlegan þroska. Ef viS skeytum ekki hand- sér saklausar athafnir, hræðilegustu' leiðslu hans geta ávextir lífs okkar syndir eða glæpi. ÞaS er oft að þröngsýnir, þekk- ingarlitlir, skilningssljóir ofstækis- menn og hræsnarar kenna saklausa athdfnina syndsamlega, en skeyta ekki um þaS, sem meira varSar, rétt- vísi, miskunnsemi og trúmensku. Á þennan hátt hefir orðtakiS “synd” oft veriS misnotað, og lítiS gert úr því hræðilegasta í mannlíf- inu—synd gegn GuSi. Synd er að óhlýðnast GuSs kalli; synd er aS brjóta gegn GuSs lög- máli; synd er aS setja sig af ásettu ráði gegn GuSs vilja. Stærsta syndin, sem viS drýgjum er að breyta gegn betri vitund. Veltum þessu fyrir okkur á ýmsa ekki orðið góðir. Ávextir óhlýSn- innar eru ætíS eins og ritningin segir: “frillulífi, óhreinleiki, saur- lífi, skurSgoðadýrkun, fjölkyngi, fjandskapur, deilur, metingur, flokkadráttur, öfund, svall og ann- aS þessu likt.” Jesús kennir okkur aS til séu vondir andar og vondar manneskj- ur, sem hafa vond áhrif. Þessar verur sá illgresi í sálarakur vorn. Ekkert þóknast freistaranum betur en aS viS neitum tilveru hans og þjónustuskara hans, og þar meS auSvitaS öllum áhrifum af hans hálfu. En aS neita tilveru hins illa og áhrifum þess væri hiS sama og aS neita orSum ritningarinnar: “Til þess birtist GuSs sonur, aS hann skyldi brjóta niSur verk djöfulsins. Hann hefir brotiS þau niður meS því aS gefa kraft gegn áhrifum þess illa. “Yfir ySur hefir ekki komiS nema mannleg freisting, en GuS er trúr, sem ekki mun leyfa aS þér freistist yfir megn fram. Hann mun ásamt freistingunni einnig sjá um að þér komist úr henni og fáiS staðist.” Viljum viS samlikjast GuSi verS- um viS aS heyja baráttu gegn sjálf. um okkur, illu öndum og öllum freistingum alt lífiS út. Þeir, sem vilja ekki leggja þaS á sig að yfirvinna freistingar lífsins, í hvaða mynd sem þær koma, geta ekki öðlast líkingu GuSs, andlegan þroska, eSa boriS góSan ávöxt. Vor sanni maSur þroskast eftir því sem viS stöndum gegn því illa. AnnaS hvort berum viS sigur úr býtum og góðan ávöxt, ellegar vor góðu áform kafna i illgresi vondra áhrifa. Byrjum smátt, en höldum i rétta átt. Byrjum meS eitthvað þaS í fari okkar, sem viS vitum aS er rangt. ÞaS stendur á sama hvaS þaS er. BiSjum GuS aS gefa okkur kraft til aS útrýma því úr lifi okkar. Þeg ar þeim sigri er náS þá höldum sömu leiS áfram. Ef viS erum einlæg og sannleik- anum trú, verSum viS brátt vör viS áhrif Krists og ávöxt hins góSa í vorri eigin sál. Og þá getum viS fyrst kallaS okkur kristin. Ekki vegna þess aS viS séum fullkomin, heldur af því viS erum stöSugt aS vaxa í náð og vizku — aS líkjast honum—íklæSast Jesús Kristi—aS bera góSan ávöxt. Köllum þetta hvaS viS viljum, endufæSingu, afturhvarf frá myrkr. inu til ljóssins, frá dauðanum til lífsins, frá heiminum til GuSs. Öll hugtökin meina eitt og hiS sama, hvarf frá hinu illa til hins góða, frá óhlýðni til hlýSni viS GuS. Og ávöxtur af slíku líferni er ætíS góS- ur. Munum eftir aS þaS er trú vor sem skapar hugarfar vort og hjarta- lag; þaS er trú vor, sem stjórnar lífi voru og gerir okkur annaShvort lik eða ólík GuSi. ÞaS er trú vor, sem orsakar vonda eða góða ávexti, því við látum aS trú vorri. HvaSa ávexti gefur svo trúarlíf vort af sér? Erum við ánægS meS ávextina? Erum viS fullviss um aS þeir séu GuSi til dýrðar ? Svo sann- arlega sem viS getum þekt aðra af ávöxtum lífs þeirra, svo getum viS einnig þekt okkur sjálf. Leggjum rækt viS trúarlíf vort, svo þaS beri góðan ávöxt. Jóhann Fredriksson. pessar myndir voru teknar í Fredericton, höfuðborg New Brunswick fylkis, þá er haldið var hátíðlegt fjðrðungsaldar ríkisstjðrnarafmæli Bretakcn ungs. Á efri myndinni sést fylkisstjðrinn, Col. Murray MacLaren, þar sem hann er að flytja ræðu frá þinghúsinu. Neðri myndin sýnir skrúðgöngu, sem fram fór við þetta tækifæri. Vélamenning Á mörgum næstliðnum árum hafa komið af og til í íslenzku blöSunum okkar greinar með þessu nafni. Greinarnar eru tvorttveggja, samd- ar hér, eða þýddar úr ensku máli, og líka teknar upp úr íslenzku blöðun- um heima. Sumar þessar greinar hafa veriS ritaSar, eins og yfirveg- un þeirra vandræða, sem á kreppu- tíðinni, hefir legiS eins og martröS á öllum þjóðum. Höfundarnir skilja og vilja kannast við, aS vél- arnar séu framför, en afleiðingin atvinnuleysi fjölda manna. Þessir menn sjá aS meira er framleitt, en aS framleiSslan kemur ekki til f jöld- ans, heldur til einstakra manna, og þeir óttast að fljótlega sé þaS orS- ið ofurefli aS sjá öllum verklausum fyrir lifsviðurværi, og óttast þó má- ske ennþá meira aðrar illar afleiS- ingar, svo sem rán, þjófnaS, mann- dráp og allavega útreiknaðan yfir- gang þeirra manna, sem ólániS eltir og rangindin hafa rúið aS beininu. Hann gat ekki unnið nema með herkjum Alitið ofreynsla, en var nýrna- veiki. Dodd’s Kidney Pills veittu honum skjótan bata. Riverton, Man., 6. maí (einka- skeyti). « “Eg vinn viS gufukatla og er úti í hvaða veðri sem er,” skrifar Mr. W. M. Candline, er þar á heima. “Um veturinn 1932 kendi eg slíkr- ar bakveiki, að eg fékk við illan leik stundaS starf mitt. Eg hélt eg hefSi sætt tognun og notaði ýms smyrsl; þetta bar engan árangur. og afréS eg því aS taka mér hvíld frá störfum. Ættingi minn einn ráSlagSi mér aS fá öskju af Dodd’s Kidney Pills. Eftir að eg hafSi tekið nokkrar töflur var eg miklu betri, og um það er eg hafði tæmt öskjurnar, fann eg ekki vitund til lengur i bakinu. SíSan hefi eg ekki viljaS vera án öskju af Dodd’s Kidney Pills á heimilinu; betra aS hafa þær viS hendina en kveljast. Þúsundir annara 'manna hafa sömu sögu aS se'gja og Mr. Cand- line. Þeir hafa reynt Dood’s Kid- ney Pills og sannfærst um gildi þeirra. ASrar þessar áminstu greinar sýnast vera ritaSar fyrir þóknun, af þeim auSmönnum, sem vélarnar smíSa. En allar þessar greinar hafa þaS sameiginlegt viS sig, aS þær skoSa ekki skóinnn aS innan, sjá ekki odd- ana, sem stinga, ræða ekki máliS á enda. Já. HvaS segja menn þá annað eða meira en tekiS hefir veriS fram. ÞaS vantar að réttlætiS ríki í véla- menningunni, eins og öllum fram- faratilraunum mannlífsins, ef vel á aS fara. ÞaS er engin lýgi, aS bændurnir, sem framleiða af jörð- inni, hafinu og vötnunum, og eru því í stöðugri samvinnu viS náttúr- una til alþjóSa hagsældar. ÞaS gef- ur aS skilja, hversu mikiS velferS- arspursmál þaS er aS bændurnir njóti réttlætis í viSskiftum við mannfélagiS, sem í heild sinni nýt- ur góðs af framkvæmdarsemi þeirra. En nú er því svo variS, aS bændurnir eru stöSugt ranglátlega undirokaðir af hinum svokölluðu iðjuhöldum, þeim sem láta smíSa vélarnar, eiga þær og selja, meS öSr- um orðum, verksmiðjueigendunum. ÞaS er ekki veriS aS sýna mönnum, eða birta skýrslu r yfir þaS, hvaS er hiS réttláta og sanngjarna verS vél- anna til alþýSumanna, en margs verSa hjúin vís þá hjónin deila, og af mörgu má geta því nærri, hverslags voSa rangindi felast í útsölu vél- anna, frá þeirri smæstu til þeirrar stærstu. Margir kunna aS minnast þess þegar á stríðsárunum seinustu, aS þaS strandaSi gufuskip á leiS frá Ameríku til Evrópu. ÞaS hafði meðferSis margar bifreiðar, og var náttúrlega vátrygt. Eigandi bif- reiSanna vildi fá þær útborgaðar, eins og hann seldi þær til alþýðu- manna, eða sínum viðskiftamönnum í Evrópu, og þaS minnir mig aS væri 500 dollarar fyrir hverja bif- réiS. VátryggingarfélagiS ætlaði auðvitaS aS borga, en aðeins réttlátt verS. ÞaS, skipaSi nokkra efna- fræðinga og verkfræðinga í rann- sóknarnefnd, og alt var þaS rann- sakaS og virt réttlátt, en þá var verS bifreiðarinnar aSeins 108 dollarar, eða um einn fimti partur af útsölu- verðinu. Þá er þaS og á allra vitund, aS á stríSsárunum stigu vélarnar geypi- lega í verSi, eins og alt, sem menn höfðu að kaupum og sölum. En svo fóru allar vörur smám saman að falla í verði, en þó einkum og allra fyrst framleiðsla bændanna. Enn- þá í dag hafa vélarnar lítiS lækkaS í verði, þó efni til þeirra og kaup verkamanna sé orðið eins lágt og fyrir stríðiS. Af ýmsu öSru vita menn þaS aS vélarnar eru óhæfilega dýrar. Bændurnir sjálfir kaupa efni í mörg stykki, til aSgerðar og viðhalds vélunum. AuSvitaS verSa þeir aS gefa mikið meira fyrir efn-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.