Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 5

Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. MAÍ, 1935. 5 Jakobína Johnson, skáldkona Eins og kunnugt er, hefir frú Jakobínu Johnson skáldkonu nú verið boðið heim til Islands til sumardvalar. Hefir sérstök heimboðsnefnd, sem frú Guðrún J. Erlings (ekkja porsteins skálds Erlingssonar) er formaður fyrir, gengist fyrir því. að greinar hafa verið ritaðar um skáldkonuna í islenzk blöð. Einnig gekst nefndin fyrir þvf, að Sigurður Skúlason magister las nyiega upp nokkur af kvæðum frú Jako,bínu I íslenzka ríkisútvarpið, og flutti hann við það tækifærl stutt erindi, sem birtist hér á prenti með örlitlum breytingum, sem höf. hefir siðan gert við það. En kvæðin, sem hann las, voru þessi: 1. Islenzk örnefni, 2. Vitinn, 3. Vor, 4. Spörfuglinn, 5. Hugsað til St. G. St., 6. Hugsaö á heimleiö, 7. fslendingur sögufróöi. Kapprœða! Spennandi Kapprœða! Á fimtudagskvöldiS >ánn 30. þ. m., kl. 8.30, fer fram kappræfia í lútersku kirkjunni á Gimli, til arÖs fyrir söfnu'Öinn. Kappræðumenn: SÉRA JÓHANN BJARNASON og DR. SIG. JÚL. JÓHANNESSON Á þessari skemtisamkomu flytur J. T. THORSON, K.C. einnig stutta tölu. Sitthvað fleira til skemtunar. Samkomu þessa sœkja vafalaust allir, sem vetlingi geta valdið! Háttvirtu áheyrendur! Þann 24. október 1933 varð ís- lenzka skáldkonan Jakobina John- son, sem búsett er í Vesturheimi, fimtug, og var þess atburðar minst með virÖingu bæÖi vestan hafs og austan. Nú hefir veriS hafist handa um það, að bjóða hinni merku skáld- konu heim til íslands á vori kom- anda, oghefir verið kosin sjö manna nefnd til að annast þetta heimboð að öllu leyti. Hefir formaður nefnd- arinnar, frú Guðrún J. Erlings, beðið mig að lesa hér nokkur kvæði eftir frú Jakobínu að fengnu leyfi útvarpsráðsins, sem þegar var góð- fúslega veitt. Þar sem nú er séð svo til, að hin merka skáldkona fær tækifæri til þess að vitja ættjarðar sinnar sem gestur íslendinga hérna megin hafs. ins og á vegum þeirra, er vel við- eigandi að skáldkotían sé kynt sem ■ bezt fyrir þjóð vorri með nægum fyrirvara. Veit eg, að heimboðs- nefndin mun sjá fyrir því, og að þessi upplestur minn hér í útvarp- inu verður aðeins lítilvægur þáttur í þeirri kynningu. Því mun eg ekki leitast við að rekja hér æfiatriði frú Jakobínu til neinnar hlítar, enda skortir mig til þess bæði tíma og næga þekkingu. En það vill svo vel til, að hér heima er völ á ýmsum ágætum mönnum, sem eru skáld- konunni nákunnugir eða hafa að minsta kosti notið ógleymanlegrar gestyisni á heimili hennar. Eg hefi aldrei getað felt mig við heitið Vestur-íslendingar, sem oft er viðhaft um landa okkar þá, er búa vestan Atlantshafs. Ekki stafar þetta þó af því, að eg sé hræddur um, að r-ið í fyrra orðinu hverfi i framburði, eins og stundum vill verða um framburð sumra sam- hljóðenda í inálinu, og að úr nafn- inu verði vestu! íslendingar. Það er sjálfsagt engin hætta á slíku. En mér finst orðið spegla einhvern ill- an grun um það, að hér sé að ræða um einhverja aðra manntegund en okkur, sem forlögin hafa leyft að byggja þetta land, og naumast hefi eg heyrt nokkurn mann tala um Austur-Islendinga, sem væri þó varla fráleitara nafn á okkur, fjöl- mennara þjóðarbrotinu, sem býr austan hafsins, Mér finst útflutningur Islendinga til Kanada og Bandarikjanna á öld- inni, sem leið, vera ein af slysaleg- ustu blóðtökunum, sem þjóðin okkar hefir orðið fyrir. Og ekki verður því neitað, að heldur er það nötur- leg tilhugsun að vita nálega 30 þús- undir manna, sem eru af íslenzku bergi brotnir, eiga ;fyrir sér “að verða úti” vestur i tröllauknum arm- lögum hinnar “bresku” menningar í Vesturheimi. Góðir Islendingar! Verum jafn- an minnugir þessa fólks, fólksins, sem hinn kuldalegi straumur örlag- anna skolaði héðan af Iandi burt á ofanverðri 19. öld, áður en Reykja- vík og önnur kauptún hér á landi urðu þess megnug að stöðva flóðið. Látum það aldrei henda okkur að sýna tómlæti gagnvart þessu fólki og afkomendum þess. Það hefir gert miklu meira en rétt að tóra eins og við heimalningarnir, því að það hefir varðveitt íslenzka menningu i harðri baráttu við miklu voldugri menningarelfi. Það hefir verið eins og dropi í hafinu, en íslenzku heim. ilin vestan hafs eru mörg hver að sögn ramíslenzk, því að þar er ekki daðrað við bókmentir okkar og tungu, heldur haldið dauðahaldi tröllatrygð við hvorttveggja. Islenzka þjóðarbrotið í Vestur- heimi hefir lagt geysimikinn skerf til nútíma bókmenningar okkar og þarf í því efni ekki annað en minna á nöfn eins og Jakobínu Johnson, Stephan G. Stephansson, Sigurbjörn Jóhannsson, Kristinn Stefánsson, Þorskabít, Jóhann Magnús Bjarna- son, Einar P. Jónsson, Kristján N. Július, Guttorm J. Guttormsson og Þorstein Þ. Þorsteinsson, svo að nefnd séu nokkur skáldanöfn af handahófi. En íslendingar í Vesturheimi hafa í menningarbaráttu sinni átt því láni að fagna sumir hverjir, að þeir hafa megnað að vera útverðir íslenzkrar menningar. Þeir hafa auk móðurmáls síns kunnað til hlít- ar enska tungu og hafa þannig átt sér tæki til þess að kynna hinum brezka heimi bókmentir þjóðar sinnar. I þvi merka starfi hefir frú Jakobína Johnson átt mjög mikil- vægan þátt. Leikur það ekki á tveim tungum, að frúin er svo mikið skáld á enska tungu, að fiún er í fremstu röð þeirra manna, sem þýtt hafa íslenzk ljóð á erlend mál og færst þannig út landmörk íslenzkra bókmenta. Er þess ekki að dyljást, að Ijóðaþýðingar frú Jakobinu á enska tungu munu lengst varðveita nafn hennar og frægð setn skálds, því að þær eru að því leyti annað og meira en kveðskapur hennar á íslenzku, að þær eru landnámsstarf, glæsilegt útbreiðslustarf í þágu ís- lenzkrar mennningar. I þessu sambandi má geta þess, að í safni því af íslenzkum ljóðum, er prófessor Richard Beck sá um útgáfu á árið 1930, og Þórhallur prentari Bjarnason kostaði, eru 79 íslenzk kvæði birt á frummálinu og jafnframt í enskri þýðingu, og hefir frú Jakobina Johnson þýtt ekki færri en 23 þessara ljóða eða meira en fjórða hluta þeirra að tölunni til. Eru sum veigamestu kvæðin í þessu prýðilega safni einmitt þýdd af frú Jakobínu, svo sem: Ó, guð vors lands, Norðurljós eftir Einar Bene- diktsson, Kvöld eftir Stephan G. Stephansson og Kanada eftir Gutt- orm J. Guttormsson. En fleiri eru þó hugljúfu smákvæðin, sem hún hefir þýtt þarna, m. a.: Eg bið að heilsa eftir Jónas Hallgrímsson, Svanasöngur á heiði eftir Steingrím Thorsteinsson, Sönglistin eftir sama höfund, Tárið eftir Kristján Jóns- son o. fl. I Tímariti Þjóðræknisfélags ís- lendinga hinu myndarlega ársriti, sem gefið er út vestan haft, hafa birst mörg kvæði eftir frú Jakobínu Johnson og í ritinu Vestan um haf, sem Menningarsjóður gaf út árið 1930, og þeir, dr. Guðmundur Finn- bogason og Einar H. Kvaran skáld, sáu um, eru tekin upp 13 kvæði eftir hana. Dr. Guðm. Finnbogason kemst þannig að orði um skáldkon- una í inngangi bókarinnar, Vestan um haf: “íslenzkar konur eiga góðan full- trúa í skáldahópnum, þar sem frú Jakobína Johnson er. Virðist hún hafa þroskast jafnt við að hlusta á raddir náttúrunnar, sem á frásögn íslendings sögufróða. I kvæðum hennar er mildi og aiúð göfugrar konu, sem lætur ekki blekkjast af fánýtu glysi, né bugast af önnum og áhyggjum, heldur leitar hinna andlegu gæða, andar að sér styrk og heilbrigði með þvi að líta á blómguð trén út um gluggann sinn og finnur “æðstu laun, sem’guð á til” í ástinni til barnsins síns. Þessi fögru ummæli eru að minu áliti bæði sönn og glögg eins og vænta mátti frá hendi jafnfrábærs ljóðkannaðar og dr. Guðmundur er, og er því ekki ástæða til að bæta neinu verulegu við þau hér. — sér langflest, að hún hefir ort þau sér til skemtunar og dægradvalar, eins og frú Aðalbjörg Johnson hefir tekið fram í fróðlegu útvarpserindi um skáklkonuna, sem hún hefir góð- fúslega léð mér til yfirlestrar. Kvæð_ in Iýsa áhuga fyrir sögufróðleik, og jafnframt vitna þau um mannkosti trúaðrar konu, sem ann fegurð í stóru og smáu. Þú gullna blóm, þú græna blað, þú gjöf frá lífsins hjartastað, er lít eg inn í auga þitt, mér opnar drottinn veldi sitt, . / segir hún í smákvæðinu, Þú gullna blóm. Henni virðist létt um að yrkja, enda yrkir hún einatt um dag- inn og veginn. Hún hefir vald á allf jölbreyttum háttum, ef því er að skifta, og stendur þekking hennar í þeim efnum langt aftur í öld eins og sumir þeir atburðir, sem hún hefir valið sér að yrkisefni. Þannig yrkir hún kvæði sitt um Roald Amundsen undir fornyrðislagi, og það er danskvæðakeimur að að einu kvæði hennar, sem eg hefi lesið, og hún nefnir Illagil. Frú Jakobína Johnson er fædd að Hólmavaði í Aðalreykjadal i Suður- Þingeyjarsýslu 24. október 1883, og voru foreldrar hennar þau, María Jónsdóttir frá Höskuldsstöðum i Reykjadal og maður hennar, Sigur- björn Jóhannsson skáld frá Fóta- skinni. Fluttust foreldrar Jakobínu vestur um haf, þegar hún var 5 ára gömul, og hefir hún ekki séð ætt- jörð sína síðan. Þau María og Sigurbjörn, for- eldrar Jakobínu settust að i hinni frjósömu og vinalegu Argylebygð i Manitobafylki. Þar varð hið nýja heimkynni Jakobínu, og er enginn vafi á því, að sú bygð hefir átt all- mikinn þátt í því að móta skáldeðli hennar. Á fögrum júnídegi, þú friða, kæra sveit, eg fagna því að minnast þín í ljóði, segir skáldkonan í kvæði því, er hún hefir ort fyrir minni Argylebygðar. Og víðar í því kvæði má sjá þess vott, að hún er heilluð af þessu vina- lega bygðarlagi. Snemma þótti Jakobína gáfuð, og fékk hún að ganga mentaveginn sem svo er nefnt. En innan við tvítugt gerðist hún kenslukona og giftist skömmu siðar Isaki Jónssyni, bróð- ur þeirra skáldanna Einars Páls Jónssonar og Gísla Jónssonar, frá Háreksstöðum í Norður-Múlasýslu. Hafa þau hjónin síðan lengst af bú- ið vestur á Kyrrahafsströnd, og er heimili þeirra mjög rómað fyrir gestrisni. Er orð á því gert, að það hafi jafnan staðið öllum þeim opið, er þangað hafa viljað koma, og hafa þeir verið ærið margir. Á þessu heimili hefir skáldkonan alið upp sjö börn, sint margvíslegum félagsstörfum, fagnað ótal gestum og ort og þýtt fjölda ljóða. Þar hefir hið tvíþætta nám hennar, kennaramentunin enska og íslenzku- námið í foreldrahúsum og í bóka- söfnunum vestan hafs, borið mikinn og merkilegan ávöxt. En auk þessa heimilis hefir sál skáldkonunnar löngum dreymt um að fá að vitja heimkynnisins forna, þar sem vagga hennar stóð fyrir hálfri öld. Og nú er vonandi, að sá draumur muni brátt rætast, og að skáldkonan megi á komanda vori líta með eigin aug- um það land, sem hún kveður þann- ig um: Þú ástkæra land minna áa, unlgirt af hafinu bláa með kórótju jökla, sem byrgja’ inni bál. Eg vildi mega óska þess, að heim- boðsnefndinni mætti takast að gera skáldkonunni förina til íslands ó- gleymanlega, og að ekkert verði til þess að vekja vonbrigði hennar, er hún sér landið sitt aftur í sumar- dýrðinni, eftir að hafa orðið að laða það fram úr blámóðu endurminn- inga og fjarlægðar frá því er hún sá það síðast, 5 ára gömul árið 1889. Við bjóðum hana innilega vel- komna heim til gamla Fróns, lands veruleikans og allra þeirra margvis- legu athafna, sem hér eru að gerast á 20. öldinni. Sigurður Skúlason. Ritgerð þessi var Lögbergi send í handriti og þakkar það hér með alúðlega fyrir.—Ritstj. Borgið^Lögberg! Kaffið fanst fyrst í Arabíu Eftir Joan Lee. Þýtt af Mrs. Jakobinu J. Stefánsson. Á æðislegum flótta undan ofsókn. um, útlægur orðinn frá heimkynn- um sínum i Mocha, hafði dervishinn Hadji Omar, sem liklegast hefir framið eitthvert afbrot, leitað sér hælis lengst uppi í fjallendi Arabiu. Hann var bæði hungraður og þyrst- ur; þá vildi svo til, einn dag, að hann kom auga á litinn hnöttóttan ávöxt, sem leit út nokkuð líkt berj- um. Hann át af honum, en þótti þessi “ber” alt annað en góð. En hungrið kendi honum að leita ráða, svo hann steikti nokkuð af þeim. Þá fanst honum þau vera betri. Hann bleytti svo nokkuð af þess- um steiktu “berjum” sínum i lækj- arvatni, og þá urðu þau eins góð og hver annar átmatur. Þetta skeði á þrettándu öld. Upp> frá þessum degi hafa allir Arabar neytt kaffis, meira og minna—þvi þetta var kaffi-ávöxt- urinn sem dervishinn fann. Píla- grímar Múhameðs átrúnaðar, sem flyktust til Mecca árlega, komust þegar upp á að neyta þessa nýstár- lega drykkjar, og ekki einasta það, þeir fluttu kaffið með sér í hnakk- töskum sinum til allra staða heims- ins þar sem Múhademstrúarménn voru. Smátt og smátt tóku frétt- irnar um Arabíska kaffið og gæði þess að breiðast út, unz fregnin var komin alla leið að hinum gömlu múrum Medína-borgar, Damaskus og Aleppó. Voru nú opinberlega kaffihús sett á stofn um alla Arabíu, Egipta- land og Tyrkland. Á síðari helmingi sextándu aldar kom kaffi fyrst til Konstantinópel, og stóð af styr mikill meðal fylgj- enda Múhameðs átrúnaðar, i hinni Tyrknesku höfuðborg. Musteri spámannsins urðu nú oft og tíðum fámenn mjög, því borgarbúum þótti kaffið og ikaffiHúsin ánægjulegri Leist nú yfirvöldunum ekki á blik- una. Gáfu þeir nú út valdboð gegn kaffinu, fyrir að það væri tælandi og ginnandi, og þessvegna sintu ekki hinir rétttrúuðu bænahöldum í must. erinu, og bönnuðu kaffidrykkju. En þetta valdboð prestahöfðingjanna varð árangurslaust. Ilmur kaffis- ins komst jafnvel inn í hin luktu kvennabúr Soldánsins sjálfs. Lúðvík 14. reyndi kaffið. dögum Múhameðs 4. kom tyrk-, neskur sendiherra, Salomon Aga að nafni, með kaffi til frönsku hirðar- innar. Það var árið 1669. Lúðvík 14. sat þá að völdum. Kaffidrykkja sú er tyrneska sendisveitin efndi til var í afar stórum stíl, og kaffið var framlborið í samræmi við sið- venjur Austurálfumanna. Dúkar þeirra og handklæði með gullkögr- inun og litfögru, örþunnun postulins bollarnir gengu mjög í augun á hinu glysgjarna, gjálifa hirðfólki, og ekki þótti lítið til kaffisins koma; það var heitt, sterkt og ilmandi. Sjálfur konungurinn, Lúðvíð 14. hefir án efa skoðað kaffið við konunga hæfi, því skömmu seinna var byrjað á kaffirækt í ríki hans. Fáein kaffi- tré, sem gróðursett voru á eynni Martinique (sem er ein af hinum frönsku Vestur-Indíum) 1720, urðu fyrsti vísirinn að hinni miklu kaffitrjárækt í Vestur-Indíum, Mið. og Suður-Ameríku. Árið 1672 hafði Armeníumaður- inn Pascal komið alla leið frá Kon- stantínópel, til að setja á stofn við markaðsh^ldið í St. Germain, hið fyrsta kaffisöluhús i París,—það fyrsta, sem þar var til. Nú á timum eru kaffisöluhús um heim allan. Hið fyrsta almenna kaffihús, sem til varU Lundúnum, var sett á laggirnar árið 1652. Enskur kaupmaður, Edvvards að nafni, hafði komist upp á að drekka kaffi á Tyrklandi, hafði svo búið til kaffi handa vinum sinurn, þegar heim til Englands kom. En þá urðu vinirnir svo margir að kaupmaður- inn varð að láta vinnumann sinn búa til kaffi og hafa til sölu, og stór- græddi þessi þjónn hans á þvi. Eyrsta kaffihús í New York. Hið fyrsta kaffisöluhús í New York var Burns kaffihúsið svo nefnda, norðvestur af Bowling Green, þar héldu frelsis-vinirnir ungu fundi sína, til skrafs og ráða- gerða um að steypa af stóli George Englakonungi þriðja. Arabía, Braziliia, Mið-Ameríka, Venezuela, Columbia, Mexico og Austur- og Vestur-Indlandseyjar eru aðal framleiðslulönd kaffisins. I hlíðum hálendisins í þessum lönd- um eru kaffitré i miljónatali. Upp- skeran byrjar í maí og stendur yfir alt fram i septembermánuð. Þá er svonefnd þurkatið; þá er veðrið hagstæðast bæði til að vinna að upp- skerunni, og eins til að flytja burtu ávöxt trjánna að verkinu loknu. Kaffið, meðan það er ósnert af manna höndum, lítur öðruvísi út en menn alment halda—það er að segja þeir, sem ekki eru nærri framleiðslu stöðvunum, og vinnan við það, áður en það er markaðsfært, er meiri en margir gera sér hugmynd um. Þeg- ar kaffibauna-“berið” á trjánum er móðnað, líkist það blóðrauðu kirsi beri; þetta “ber” eins og sumir kalla það, hefir inni að halda hnatt- myndaðan kjarna, utan um hann er hvít kvoða, innan í hinu rauða hýði. Það þarf að ná kjarnanum innan úr taka hann sundur, og þá er lögunin á baununum eins og allir vita, kúpt öðru megin en flöt hinu megin. Svo er eftir að hreinsa það og þurka. Hreinsunin er all-tafsamt og mikið verk, því þegar kaf fiávöxturinn er tíndur af trjánnum, þá er trjágreinin sveigð niður með vinstri hendinni, en með þeirri hægri er strokið frá trénu, eftir greininni, alt til enda. Þá strýkst ávöxturinn af, og um leið lauf og smástönglar, sem lenda inn. an um kaffið. Við þetta vinna jafnt karlar sem konur og börn. Einn maður getur tínt svo mikið af kaffibaunum á dag, að það verði fimtíu pund þurkað. Svo er ekki allur kaffiávöxtur algerlega sömu tegundar, og^verða þá æfðir menn að blanda saman tegundunum, eftir því sem kaupendum líkar bezt. HVORKI UMBREYTING NÉ UMBREYTINGARSKUGGI Af því get eg enn mig stært að engu breytt er hér. Ekkert hef eg af öðrum lært og enginn neitt af mér. K. N. BAT HVOLEIR Ólafsfirði 27. apríl. Um þrjúleytið í gær var opinn iiárabátur á leið úr fiskiróðri til Ól- afsfjarðar. Á bátnum voru þrír bræður, Ingimarssynir. Um 30— 40 metra frá landi, við svonefndan Hrafnavog, lenti báturinn á blind- skeri, og sökk, en skaut fljótt upp aftur, og hvolfdi. Allir bræðurnir lentu í sjóinn. Sá yngsti, Ragnar Ingimarsson, 17 ára, var einn syndur þeirra bræðra. Tókst honum fljótlega að koma elsta bróðurnum að bátnum, og hélt hann sér þar, á meðan Ragnar synti með hinn bróðurinn til lands. Þá synti Ragnar út aftur og bjargaði í land þeim, sem á bátnum var. Ragnar synti i þriðja sinn til bátsins, og komst að raun um að fangalína hans var föst undir steini, og kafaði Ragnar og losaði hana. Batt hann svo streng við fangalín- una, og synti með hana í land. Drógu svo bræðurnir bátinn að landi. Hyldýpi er við skerið, og tal- ið víst að allir bræðurnir hefðu far. ist, ef Ragnar hefði ekki verið syndur. Þeir bræður komust heim hjálp- arlaust á bát sinum. Veður var gott, enda þótt talsverður stormpr væri af suðri, og alda mikil við skerið, og gerði það Ragnari erfið- ara fyrir með björgunina. Þeir bræður voru allir furðu hressir eftir hrakninginn, og fóru aftur í róður í morgun. Er þetta talið þrekvirki af svo ungum pilti, og dást menn að þreki hans og dugnaði. I Ólafsfirðji eru róðrar alment byrjaðir, bæði á stærri og smærri bátum, en afli er tregur. Hæst hef- ir fengist 2000 kilógrömm í róðri. Mbl. 28. april. FLUGSAMGÖNGUR UM ISLAND Frá London er símað til Ber- lingatíðinda: Xú leikur enginn efi á því Iengur, hverjar fyrirætlanir hollenska flug- félagsins eru viðvíkjandi flugsam- göngum yfir norðanvert Atlantshaf, því frá skrifstofu hins hollenska flugfélags hefir það nú verið tilkynt að félagið ætli að koma á föstum flugferðum milli Evrópu og Ame- riku um ísland og Grænland. Ætlar félagið að efna til fyrstu reynsluferða á þessari leið nú í sumar. Mbl. 2. maí. Myndin sýnir tvo þekta hnefaleikara, til vinstri er negrinn Joe Louis, til hægri Jack Dempsey, sem eitt sinni bar heimsmeistaratitil.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.