Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 6
LÖGBBRG, FIMTUDAGINN 23. MAI, 1935. 6 Grímur hinn sterki Eftir Joham Skjoldborg. I. Einu sinni var drengur, sem hét Knútur. Hann var stór eftir aldri og sterkari en flest- ir jafnaldrar hans, bjartur á hár og ljós yfir- litum. P1aðir hans bjó á afskektum stað í Ryde, þar sem landinu hallar að Limafirði. Niðri á flatlendinu voru fjölbygð þorp, en uppi í brekkunum kot á strjálingi. Skamt frá bænum var fornmannahaugur með lítt haggaðri grafþró, og eignaði Knútur sér liauginn. Þegar hann stóð þarna uppi, sá hann vítt yfir landið, margar mílur til allra hliða. Yfir marga aðra hauga eygði hann haf- ið í norðri, er virtlst sameinað bláleitum skýjunum. Og skamt til suðurs teygði blíð- legur fjörðurinn arma sína inn í hæðótt land- ið. Uppi á þessum haugi lá Knútur oft mar- flatur á grúfu, studdi höndum undir þrýstnar kinnarnar, horfði dreymandi í fjarskann og lék ,sér í huganum um landið, hvort heldur það brosti við honum baðað í sólskini eða var þokuhjúpi vafiS. Afi lians var dáinn, en Knútur hafði þó áður heyrt hannn segja frá orustunni við Kaupmannahöfn og ýmsum fleiri vopnaskift- um við Englendinga. I huga Knúts var minn- ingin um gamla manninn þrungin orustugný og vopnabraki. Amma hans var í horninu hjá syni sínum og var annáluð fyrir sögur sínar, æfintýri og söngva. Rún sat í tágastól við ofninn og muðlaði brauðbita meðan hún þeytti rokkinn. Andlit hennar var gulnað af elli og hrukkótt, og um höfuð sér hafði hún bnndinn strút. I rökkrinu var Knútur oftast hjá ömmu sinni. Hún raulaði þá við hann og sagði hon- um sögur. Á meðan mvrkrið læddist út lír hornunum og breiddist um stofuna, seiddi gamla konan fram riddara og álfa, konungs- svni og konungsdætur, hetjur og sjóræningja, er síðan brugðu á tryllingslegum leik og döns- uðu í tjöldum rökkursins. Oft svaf hann hjá henni um nætur í lok- rekkjunni hennar. II. Knútur bjó sér í húsi í grafþrónni. Fyrir dyrnar setti hann hlera. Þetta var vopna- búr hans. Stóran hlemm hafði hann fyrir skjöld. Trésverð hafði hann smíðað sér og ekki vantaði hann heldur boga. Steinöxi, er fundist hafði í hauginum, batt hann á tré- skaft. Vopn hans héngu á veggjunum, en sjálfur sat hann á steini. Oft bjóst hann her- tygjum sínum og kallaðist þá Gramur hinn sterki. Fólki þótti hann undarlegur, en börnin frá kotunum í kring komu oft að sjá hann og heyra. Þá hallaðist hann fram á sverð sitt og sagði sögur ömmu sinnar. Og börnin stóðu með galopin augun af undrun og hlustuðu á sögumar um afreks- verk Grams hins sterka. Þegar sag.an var búin snéri hann sér snögt við og skelti hleranum fyrir dyrnar. Börnin horfðu hvert á annað; ekkert þeirra þorði að trufla hann. Þau gengu hljóðlega spölkorn frá og fóru að leika sér. Dag nokkur kom Ellen Östergaard þarna upp eftir. Hún var grannvaxin og fíngerð, barn ríkra foreldra. Og augu hennar voru dimmblá og djúp. Þegar Krnítur hafði lokað sig inni stundarkorn klappaði hún á dyrnar. —Ilver er sá, er ber að dyrum mínum? sagði Knútur rámri röddu. Með beyg í barnslegri rödd sinni svaraði hún: Gramur sterki, má eg koma inn til þín? Knútur opnaði dyrnar og lokaði þeim aftur á eftir Ellen. Hún laumaði litlu hendinni í lófa hans: Má eg eiga heima hjá þér, Gramur sterki? —Þú ert kóngsdóttir og eg er kóngsson. Seztu hérna hjá mér og svo skal eg segja þér frá afreksverkum mínum. 0g hin dimma grafþró varð að hárri, bjartri höll, er ljómaði af gulli og dýrum steinum. En Gramur hinn sterki sat í hásæti með kóngsdótturina við hlið sér. III. A sumrin var Knútur í Östergaard. Hann gætti kipma á enginu niðri við sjóinn. Þegar hann, með uppbrettar buxnaskálmarnar, var að vaða í flæðarmálinu, furðaði hann sig á þvf, hve brimsorfnir smásteinarnir voru margvíslegir að lit og lögun. Með priki sínu teiknaði hann stafi og mvndir í hálfþurran sandinn, eða hann fór upp í gamla, gisna fleytu, er þarna var á þurru, og starði þaðan stundum saman til hafs á öll skipin, er fram- lijá fóru. Skamt vestan við lá nes út í fjörðinn. Ef hann væri víkingur, þá myndi dreki hans koma þarna fyrir nesið með þanið þversegl og bár- ur fyrir 'bógi. Hann myndi standa hátt í stafni og hugleiða, hvort hér skyldi land taka eður eigi. Hið fullsetna skip myndi á meðan bruna fram, en skéggjaðir rekkamlir ekki liafa augun af foringja sínum, til þess að vera viðbúnir, að hlýða hverri bendingu hans. --------Kvöld eitt varð honum gengið hjá trágarðinum. Út yfir skurðinn héngu blóm og runnar. Súran ilminn lagði fyrir, af votu trjálaufinu. Alt í einu féll epli í gras- ið fyrir fætur honum. Hann tók það upp, en í gegnum grænt net greinarinnar sá hann fölt stúlkuandlit, augun voru dimmblá og djúp og hún kinkaði til hans kolli. Hann velti eplinu í hendi sér og sá, hve hyítt og rautt og gult J>að var. Þegar hann um kvöldið lagðist til svefns í vinnumannaherberginu, við rúmföt, er voru stöm af svita og óhreinindum, hafði hann eplið hjá sér. Hann ýmist gældi við það, eða bar það að tönnunum, en gat þó ekki fengið sig til að bíta í það. Og svo hugsaði liann um fölleitt stúlkuandlit. Augun voru dimmblá og djúp og.brostu við honum. Eftir þetta kom það oft fyrir, að epli féll í grasið fyrir fætur honum, er hann gekk framhjá trjágarðinum. VI. Knútur óx mikið. Hann fann hve vöðv- arnir stæltust og kraftarnir ukust. Það var sem hann fyndi strauma lífsaflsins þjóta um æðarnar. Þannig er hin þögla þróun ungs líkama. Á sumrin var hann hversdagslega ekki klæddur öðru en buxum og léreftsskyrtu og með húfu á höfði. Hörund hans varð dökt sem á villimanni. Varirnar voru rauðar og þykkar. Augun blá og skær, en í þeim logaði enginn eldur. Bf til vill hefir hann þó verið falinn bak við hið daufa og reikula tillit. Knútur rækti ekki störf sín jafntrúlega og áður. Stundum stóð hann sem í leiðslu með strá í munni sér í stað þess að stýra plógnum. Þegar hann rankaði við sér, hrökk hann við og gekk þá að vinnunni á ný með æðisgengnum ákafa. Nú fékk enginn hann til að segja sögur og fáorður var hann í meira lagi. —Bara hann verði ekki að viðundri, sögðu sumir. Honum var nær að hanga ekki öllum stundum í hauginum. Og svo hristu menn höfuðið. Sunnudag einn skrifaði Knútur erindi á bréf utan af reyktóbaki. Hann hafði fundið þau í blaði og þau hrifu hann einkennilega. Hann sat í vinnumannaherberginu og urgaði blýantinum þunglega eftir ójöfnu undirlag- inu: Eg þrái — en með köldum kvíða er kætinni frá mér bægt. Hver dagur er lengi að líða, sem líkfylgd ’ann mjakast hægt. Það svíður í hreldu hjarta.— Eg horfi’ um ófarinn stig: Eignast eg æfi bjarta? Eða — er nokkur von fyrir mig? Stundum mig grípur gleði með gjallandi fagnaðs-óm, en samt grúfir sorg í geði, Elg sé aðeins myrkra-tóm. Eg skil ei minn hug, né heldur hvernig eg lifa má þeim örlögum ofurseldur, að aldrei mín rætist iþrá. Ellen Östergaard varð há, fögur og bein- vaxin eins og lilja. Það vottaði fyrir dauf- bláu neti æðanna undir Ijósu hörundinu. Þegar Knútur leit stór, dimmblá augu henn- ar, var eins og hann drægist niður í eitthvert djúp, og hann sundlaði. En þau hittust sjaldan. Leiðir þeirra lágu heldur ekki saman. Oft komu gestir til hinna ríku Östergaards-hjóna. Ellen var oft að heiman og væri hún það ekki, lágu leiðir hennar um stórar og skrautlegar stofurnar eða trjágarðinn, — en hann vann sér brauð við allskonar erfiðisvinnu í þjónustu föður hennar. V. Ellen Östergaard var sú bleikasta brúð- ur, er sézt hafði þar um slóðir. Rjpð og sælleg hafði hún raunar aldrei verið, en nú var hún enn fölari en áður og með dökka bauga kringum augun. Brúðkaupið kom öllum á óvart. Brúð- guminn, Jens Bisgaard, og foreldrar beggja, óskuðu að koma þessu í kring sem fyrst, og það var svo sem ekki eftir neinu áð bíða. Hann var einkaerfingi að frjósömum ökrum, fríðum búpeningi og dýrmætum, gömlum silfurborðbúnaði. Þar að auki var hann myndarmaður, vammlaus og vitiborinn, og hafði fyrstu æskuárin að baki sér. Lengi hafði verið vinátta með þessum t\reim ættum, östergaard og Bisgaard. Um marga ættliðu höfðu stærstu búgarðarnir þar um slóðir verið í eigu þeirra og ættatengslin voru sterk. Norðan Limafjarðar var ekki völ á öðru eins mannsefni og Jens Bisgaard. Engin skynsamleg ástæða var fyrir hendi til þess að neita lionum. Þannig giftist Ellen. Hún var sjálf af- skiftalaus og tók þessu öllu eins og þungum en óhjákvæmilegum örlögum. Svona tilkomumikið brúðkaup var eng- inn hversdagsviðburður þama í sveitinni. Fjölda vel efnaðra óðalsbænda, og fólki þeirra var boðið. Stofurnar voru þéttskip- aðar fólki, húsagarðurinn vögnum og hag- arnir hestum. Hér var samankomið flest J)að, er var í góðum holdum þama í grend- inni, bæði menn og hestar. Skrautlegur klæðnaður, dýr aktygi og bar þó alt hinn ein- falda l>ændasvip. Hraustlegir óðalsbændur, óbeygðir af þreytu og striti. Þreklegar bændakonur með sælleg andlit, laus við hrukkur þær, er áhyggjurnar skrifa á andlit hinna snauðu kvenna og hið hræðslulega auð- mýktaraugnaráð. Þetta var fólk, sem var að- sjált í búrekstri sínum, f járhagslega trygt og örugt í dómum sínum. Það vissi vel hvers •virði það var og þó sérstaklega er það var samansafnað í einn hóp. Ölið, púnsið og kaffið rann í straumum, kökurnar og góðgætið var í hrúgum og alls konar steikur ilmuðu. Og meðan karlarnir smástríddu hverir öðrum og röbbuðu yfir púnsinu og konurnar töluðu um tóskap og bresti náungans, steig unga fólkið dansinn í stórstofunni og hvað sem um hann mátti segja, var þó eitt víst að hann reyndi á kraft- ana. Og þannig stóð veizlan í þrjá daga og þrjár nætur, með þeim hætti, er aðeins bænda- melting, bændataugar og bændaskap er fært um að leysa af hendi. Bn brúðurin var hin bleikasta, er sézt hafði þar um slóðir. VI. Knútur hafði mikið að gera veizludag- ana. Störfin voru alstaðar aðkallandi og hann lauk þeim í hálfgerðri leiðslu. En það varð honum ljóst, að hann átti- ekki heima meðal þeirra, er veizluna sátu. Hans hlutverk var það eitt, að þjóna þeim og vera einn þeirra, er mynduðu grundvöllinn að valdi þeirra og velsæld. Það var þetta fólk, sem tekið hafði frá honum stúlhuna, sem hann elskaði. Inn í þennan 'hóp var hún horfin honum fyrir fult og alt. Ýmsar vondar og viltar hugsanir bloss- uðu upp í sál hans þessa daga. Honum varð eitt sinn gengið yfir stofu- ganginn og kom þá brúðurin um leið út um hliðardyr einar. Þau horfðust í augu. Það var eins og heitir geislar tengdu þau saman, eins og sálir þeirra mættust í innilegum faðm- lögum og vefðu sig hvor að annari með blíð- um atlotum og ástarjátningum, titrandi af sælu og sorg,—alt sem falist getur í augna- ráðinun, er sálirnar loga hvor á móti annari. Ef þau hefðu ekki verið trufluð í sömu svifum, þá hefði hann ef til vill tekið hana í faðm sér, þrátt fyrir það, þótt hún væri öðr- um föstnuð, og þá er ekki gott að vita, hvað síðar hefði skeð. Bn þetta var aðeins augnablik. Fólkið var stöðugt á þönum fram og aftur. Óskaplegt var um það að hugsa, hversu dauðir hlutirnir gátu hrúgast upp og aðskil- ið J)á, er saman vildu vera. Hvernig þeir gátu hyrgt úti alt sólskin lífsins. Hann varð að hafast eitthvað að. Hann fann til óstjórn- legrar löngunar til að drýgja dáð, fremja af- reksverk—eða brjóta—brjóta svo brothljóðið gæti borið hann sjálfan upp yfir það, er kraftar hans lögðu í rústir. A Östergaard gat hann ekki lengur verið. VII. Knútur var stutt í hverjum stað og festi hvergi yndi. Helzt vildi hann dvelja á herra- görðunum því hjá óbreyttum bændum varð lionum vistin of daufleg. .Ekki leið á löngu þar til Knútur varð frægur af framkomu sinni á mörkuðum og danzsamkomum. Það var á Lendum-markaði. Menn söfn- uðust saman, mynduðu hring og horfðu á eitt- hvað. Það var Knútur að slást við heilan lióp. Hann var á skyrtunni, sveiflaði handleggjunum og sló mótstöðumenn sína niður hvern af öðrum, þar á meðal syni ýmsra velmetinna óðalsbænda þar úr sveitinni. Ekki leið á löngu þar til hann stóð einn inni í hringnum, því jafn- skjótt sem einhver andstæðinganna kendi á hnefum hans, laumaðist sá hinn sami á braut. Föt Knúts voru öll úr lagi og hatturinn hékk aftur á hnakka. Hann var rjóður og sveittur af púnsdrykkju og áflogum og augun skutu gneistum, er hann leit í kringum sig eftir fleiri andstæðingum. Hann sveigði sig í mjöðmunum, spýtti mórauðu, lvfti höfðinu og dró djúpt andann um flentar nasirnar. Síðan leit hann út yfir mannfjöldann með augnaráði, er greinilega gaf í skvn, að ekkert. það væri til í veröldinni, er hann ekki þvrði að gera. Þá kom hann alt í einu auga áfölt stúlku- andlit í mannþrönginni. Augun voru dimm- blá og djúp og horfðu á hann blíðleg og raunamædd. Burt! öskraði liann og ruddist eins og mannýgt naut á mannhringinn, þar sem hann var þóttastur, smeygði sér síðan út milli vagna og hesta—og hvarf. En úti á heiðinni lagðist hann niður í laut og grét með þungum ekka. Ellen Östergaard dó úr tæringu tveim ár- um eftir brúðkaupið. Knútur var nú ekki lengur í vinnu- mensku, heldur fluttist stað úr stað, í vega- vinnu, við tígulsteinabrenslu, framræslu o. s. frv. Helzt vildi liann vera þar, sem margt var um manninn og mikill hávaðinn. Ætíð var hann fremstur í flokki, liafði liæst kaup, drakk flest glösin og sló þvngstu höggin. Sögur um hann voru sagðar víðs- vegar. VIII. Það var stríð milli Dana og Þjóðverja. Knútur gekk þegar í herinn sem sjálf- boðaliði. Hann var hermaður af lífi og sál. Einu sinni kom það fyrir í snarpri orustu, að fána- sveinninn féll. Greip Knútur þá fánann og bar hann eftir það. Þetta voru þeir mestu gleðidagar, er liann lengi hafði átt. Ljóminn af afreksverk- um feðranna, sem hafði birst honum í sög- um og' söngvum ömmu hans, lýsti nú skært í gegnum aldirnar og varpaði gullnum geisluih yfir stríðið. Knútur fvltist gleðivímu af æs- ingunni, er því var samfara að vera stöðugt á takmörkum lífs og dauða. Horn hljóma. Fram! Danir fara á harðahlaupum upp brekku. Á brúninni er girðing og óvinirnir á bak við. Fallbyssu- Jirumur! Skothvlkjadynkir! Hús að brenna til beggja hliða. Dönsk stórskotaliðsdeild æðir fram og hleypir af. Mannlaus hestur þýtur fram hjá. Á hæð skamt í burtu sveiflar vindmyllna vængjum sínum, sveipuðum loga. Alt er á fleygiferð og jörðin er J>akin mönn- um, hestum og hergögnum. Sendiboðar þeysa fram og aftur. Vorhlýjan hefir þýtt' ofan frosinn jarðveginn. Snjódílar eru hér og þar í skugga. Danir málgast brekkubrúnina. Knútur heldur fánanum hátt. Skothylki springur rétt hjá honum. Yfir hann rignir mold og blóðugum líkamsleifum. Fram! Hjarta Knúts berst af voldugri lífsgleði. Hann stíg- ur fast til jarðar. Fram! Andlit lians er hul- ið ryki og leðju, einkennishúfan hangir aftur á hnakka, svo skygnið veit beint upp. Svit- inn rennur af honum og myndar Ijósar rákir í óhreinu andlitinu.i Augu hans ljóma. Dannebrog blaktir yfir höfði hans. Óvinirnir bak við girðinguna hleypa af. Kúlurnar dynja á Dönum eins og haglél. Þær hvína um höfuð þeirra og þjóta framhjá, moldinni framan í Knút og félaga lians. .skutlast eftir jarðveginum og þeyta votri Hann fær skot í vinstri hlið. Um leið og hann hnígur niður, finst honum lítilli, mjúkri liönd smeygt í lófa sér, og veik barnsrödd segir: Má eg eiga heima hjá þér, Gramur sterki? •> I —Þú ert kóngsdóttir — byrjar hann, en deyr í sömu svifum. Og fáninn breiðist vfir hann. B. J. þýddi. —Dvöl, fvlgirit N. Dagbl. SVERÐFISKAR OG HÁKARLAR VEIDDIR A STÖNG Fjöldi Englendinga og Ameríkumanna fer árlega til eyjanna austan við Ástralíu og til Nýja Sjálands til þess að veiða þar á stöng. En ])að er ekki lax, sem þeir veiða þar, heldur beinhákarlar og sverðfiskar. Mr. H. Withe-Wickham sem á heima í London, fer þangað svo að segja á hverju ári. Fyrir 5 árum veiddi hann hákarl, sem vóg 798 ensk pund, og er það stærsti hákarl, sem enn hefir veiðst á stöng. Mr. White-Wich- ham var í fullar tvær stundir að fást við há- karlinn. Annar enskur maður, Mitchell kafteinn, hefir veitt þann stærsta sverðfisk, sem veiðst hefir á stöng. Sá fiskur vóg 976 ensk pund. Fyrir sverðfisk er beitt söltum laxi. Það ]>arf bæði sterkar taugar og- þolinmæði til þess að fást við sverðfiskana, að sitja í völt- um bát og þurfa að hafa sig allan við að draga, eða gefa eftir á línunni, eftir því hvern- ig sverðfiskurinn tekur sprettinn. Oft ráðast sverðfiskar á bátana og þrátt fyrir það þótt bátarnir séu hraðskreiðir og þeim vel stjórn- að, kemur J>að oft fyrir að þessar ægilegu sjó- skepnur, reka trjónuna, sem kallast sverð, í gegnum véll>átana og mölbrjóta þá. —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.