Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 23.05.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines í» fof «¦ _ tk.1 j&*s£°«° itíS iteíl For Service and Satisfaction 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 23. MAÍ 1935 NUMER 21 PRÓFESSOR SVEINBJÖRN JOHNSON Hinn mikilsvirti og ágæti Islendingur, Sveinbjörn Jolinson, prófessor í lögum við rikisháskólann í Illinois, og fyrrum dómari i hæztarétti North Dakota ríkis, hefir orðið fyrir þeirri miklu sæmd, að vera til þess valinn af Roosevelt forseta, að takast á hendur yfirumsjón með úthlutan alls þess fjár, er Illinois-ríki fellur í skaut í hlutfalli viÖ" önnur ríki af þeirri $4,800,000,000 fjár. hæð er þjóðþingið í Washington hefir afgreitt, samkvæmt kröf- um forseta, atvinnulífi þjóðarinnar til viðreisnar. sem Director of the National Emergency Council for the State of Illinois. Verð- ur prófessor Sveinbjörn milligöngumaSur milli stjórnar Illinois- ríkis og sambandsstjórnarinnar í Washington. Líklegt þykir aS fé þaS, er Washingtonstjórn leggur Illinois-ríki til með þessum hætti, nemi alt að þrjú hundruð miljónum dala. Allar uppástung- ur um fjárframlög úr þessum alþjóðar viSreisnarsjooi Illinois- ríki til handa, verða að öðlast fullkomin meðmæli prófessor Svein- björns, áður þau verða tekin til íhugunar og afgreiðslu af sam- bandsstjórn.— Ofanskráðar upplýsingar bárust Dr. Birni l'». Jónssyni bréf- lega í hendur, og sýndi hann Lögbergi þann góðvilja að leyfa þvi að verða þeirra aðnjótandi. Nýkomin I5andaríkjablöð flytja einn. ig þessa frétt. Prófessor Sveinbjörn Johnson er með allra ágætustu Vestur- fslendingum, og maklegur í hvivetna þeirrar stórsæmdar, er hon- utn hefir með þessu í skaut fallið. Hann var, seni kunnugt er, einn þeirra, er fyrir hönd Bandaríkjastjórnar, heimsótti ísland i tilefni af Alþingishátíðinni 1930. Virðulegt samsæti í heiðursskyni við Jónas Krist- jánsson lækni frá Sauðárkrók, er hingað kom snöggva ferð fyrir síð- ustu helgi, stofnuðu þau Guðmund- ur leikhússtjóri Christie bróðir hans og frú Christie til veglegs kveðju- samsætis á Marlborough hótelinu siðastliðið þriðjudagskvöld og buðu l'angað þrjátíu og tveim gestum. Var þetta stórveizla og hin ánægju- legasta i alla staði. Dr. Rögnvaldur Pétursson stjórn- aði samkvæminu og flutti allítar- lega ræðu. Þeir aðrir gestir, er til máls tóku, voru Gísli Johnson, Dr. B. I. Iirandson, frú Guðrún John- son, Dr. M. B. Halldórsson, Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, Friðrik Sveinsson, Einar P. Jónsson. Sof- fonías Thorkelsson, Árni Eggerts- son og frú Sigríður Sveinsson. Sungið var mikið af íslenzkum þjóðsöngvum undir stjórn frú GuíS- rúnar Helgason. Heiðursgesturinn þakkaði samsætið með fögrum og hlýjum orðum, auk þess sem bróðir hans og tengdasystir þökkuðu gest- unum fyrir komuna og sagðist ágæt- lega. Jónas læknir Kristjánsson er einn af ágætustu og fjölhæfustu mönn- um hinnar íslenzku þjóðar; eigi að- eins á sviði læknavísindanna, heldur og á öðrum sviðum mannlegra at- hafna. Hann lagði af stað heim á leið á miðvikudagsmorguninn, og fylgdi Guðmundur bróðir hans hon- um til Minneapolis. Þetta var í þriðja sinn, sem Jónas læknir kom til Winnipeg, og verður vonandi ekki í síðasta skiftið. SKIPAÐUR ÚPERUSTJÓRI Tenórsöngvarinn canadiski, Ed- ward Johnson, hefir verið skipaSur framkvæmdarstjóri Metropolitan óperunnar í New York, sem eftir- maður Herberts Witherspoon, er lézt þann 10. þessa mánaðar. Ed- ward Johnson er fæddur í bænum (Kielph í Ontario fylki, hefir lengi dvalið í Bandaríkjunum, og er tal- inn með beztu tenórsöngvum á meginlandi Norður-Ameríku. SÆMD DOKTORS- NAFNRÓT Miss E. Cora Hind, sú er um langt skeið hefir annast um búnað- armála ritstjórn blaðsins Winnipeg Free Press, hefir verið sæmd doktorsnafnbót í lögum af háskóla Manitobafylkis. Hefir Miss Hind aflað sér frábærra vinsælda í stöðu sinm. ------------------------ FJÖLSÓTTUR LIRERAL FUNDUR Á fÖstudagskvöldiS var, kom saman margt manna, þeirra, er frjálslynda flokknum fylgja að inálum á Royal Alexandra hótelinu, til þess að hlusta á f jóra þingmenn flokksins í Sambandsþinginu, er voru á leið til Ottawa. Yoru það þeir Hon. Charles Stewart, fyrrum innanríkisráðgjaf i; John Vallance, Onward, Eask.; G. W. McPhce. Yorktoft, og Dr. J. P. Howden, St. Bbniface, All-hvasyrtir voru ræðu. mcnn í garð Bennett-stjórnarinnar; einkum þó og sérílagi í sambandi við tollmálin og úrræðaleysi hennar gagnvart atvinnuleysinu. Spáðu þeir því, að þunnskipaðar yrði fylkingar Mr. Bennetts að afstöðnum kosn- ingum. STJÓRNARLAN HEIMA FYRIli Á viðvikudaginn þann 15. þ. m., lágu frammi listar til áskriftar fyrir $60,000,000 láni, er sambands- stjórn hafði ákveðið að taka til end- urgreiðslu á gömlum lánum. sem voru í þann veginn að falla í gjald- daga. Utn kvöldið höfðu f jármála- ráðuneytinu borist fleiri umsóknir, en hægt var að fullnægja. Tuttugu miljónir láns þessa eru í átta ára ríkisskulda bréfum, en fjórutíu miljónir i tuttugu ára samskonar tryggingum. HARLA SKIFTAR SKOÐANIR Kvrir skömmu fór Roosevelt for- seti fram á það við þjóðþingið í Washington, að starfstímabil hinnar svonefndu viðreisnar löggjafar, National Recovery Act, yrði fram- lengt til tveggja ára. Efri málstof- an var með öllu ófáanleg til þess að vertSa við þessari kröfu forseta, en ákvað í þess stað að framlengja líf téðrar löggjafar um tíu mánaða skeið. Nú hafa málsvarar stjórn- arinnar í neðri málstofunni lýst yfir því, að annaðhvort skuli forseti fá að öllu framgengt vilja sínum, eða ]>á að löggjafarbákn þetta fái að deyja "náttúrlegum dauða," þann 16. júní næstkomandi, með því að fyrsta reynslustig þess er runnið út. SENATOR JOIIN LEWIS ÆATINN Síðastliðinn laugardagsmorgun lézt að heimili sinu í Toronto, Senator John Lewis, yj ára að aldri. Stundaði hann um langt skeið blaðamensku og þótti einn hinna á- hrifamestu blaðamanna hinnar canadisku þjóðar, bæði sem ritstjóri við Toronto Globe og Toronto Star. Stóð hann framarla í fylkingu frjálslynda flokksins og var skip- aður Senator árið 1925. FJÓRIR NAZISTAR NAÐAÐIR Forsetinn í Lithaugalandi, An- tanae Smetona, hefir náðað fjóra Nazista, sem dæmdir höfðu verið til dauða fyrir samsæri, er að því laut, að koma Kemel landsvæðunum undir Þýzkaland á ný. ÞJÓÐVERJAR IIERVÆÐ- AST FYRIR RREZKA PENINGA BlaSiS Financial Times, sem gefið er út i Lundúnum, kemst þannig að orði þann 20. þ. m.: "Sé yður ant um að fá vitneskju um það, hvernig því er háttað, að gjaldþrota þjóð, eins og Þýzkaland sé í óða önn að hervæðast, þá verð- ur sá gáta ekki leyst í Berlín, heldur hér á staðnum. Englands banki er nú að undirbúa lán handa Þjóðverj- um. sambærilegt við 750,000 sterl- ingspunda lánið, sem Montague Norman afhenti Dr. Schacht í síð- astliSnum desember. Fyrir þá upp- hæð keypti þýzka stjórnin nikkel, járn, aluminum, olíu og togleður. Sé Hitlerisminn háskalegur, þá er hinn brezki kapítalismi það ekki síður, eða brezkir peningar, er til þess er varið að hervæSi Þjóð- verja." HVAÐ ELSKAR SÉR LlKT Heimskingjar margir hópast saman, hefir þar hver af öðrum gaman. Eftir því sem þeir eru fleiri, eftir því verður heimskan meiri. K.N. Frá íslandi Stórgjöf til björgunarskútu við Kaxaflóa. í dag afhenti hr. borgar- ritari Tómas Jónsson Slysavarna- félagi Islands kr. 500.00 — fimm hundruð krónur — að gjöf til björg- unarskútunnar við Faxaflóa. Gjöf- in er gefin af borgarritaranum og systur hans Ragnheiði, í minningu um foreldrar þeirra Jón Tómasson og Kristínu Magnúsdóttur, er bjuggu hér í svokölluðu Jónshúsi á GrímsstaSaholti síðan nokkru fyrir aldamót. Gjöfin er afhent á 78. afmælisdegi föður systkinanna. — Jón Tómasson var hinn mesti öðl- ingsmaður vel þektur af öllum Reykvíkingum allan þann tíma er hann bjó hér i bænum, hann stund- aði sjóróðra og var formaður í tugi ára. en það eru þcssir menn, sem bezt hafa skilið aðbúnað sjómanna yfir höfuð. Þeir menn, er hafa stundað sjó við Faxaflóa árum sam. an á opnum bátum hafa margir komist í hann krappan, sem kallað er.—Það er vel, þegar maður eins og Tómas borgarritari, ungur mentamaður. sem aldrei hefir stundað sjó, setur sig svo inn í kjör sjómanna, að hann og þau systkin- in heiðra minningu foreldra sinna á ]>ann hátt, sem miðar að því að bæta aðbúnað, og draga úr hættum sjó- manna. — Um leið og eg kvitta hér með fyrir þessa göfugu og eft- irbreytnisverðu gjöf, færi eg gef- endunum hjartans þakkir félags vors. F. h. Slysavarnarfélags íslands, Þorst. Þorsteinsson. Jón Bjarnason Acadcmy—Gjafir: Kristján Einarsson, Gimli . .$10.00 Mrs. Helga Sumarliðason, Seattle, Wash........... 5.00 Kvenfél. Herðubreiðarsafn., (pr. Mrs. L. Thorleifson) Langruth, Man......... 5.00 John Gíslason, Gimli ...... 2.00 Mrs. Guðrún Helgason, Langruth, Man......... 1.00 í umboði skólaráðsins votta cg hér með vinsamlegt þakklæti fyrir þessar gjafir. 5". W. M'elsted, 673 Bannatyne Ave. Winnipeg, Man. FRÚ JAKORINA JOHNSON SKALDKONA Eins og Vestur-íslendingum er kunnugt, hefir islenzka" þjóðin boð- ið frú Jakobinu heim til sumardval- ar. Er hún þessarar viðurkenningar fyrir löngu makleg, sakir nytsams og fjölþætts bókmentastarfs. Fagna hinir mörgu vinir hennar yfir heim- boðinu og áma henni f ararheilla: er f rú Jakobínu von hingað á sunnu- dagskvöldiÖ kemur. Frú Jakobína er fædd þann 24. dag nóvembermán. 1883, að Hólma- vaði í Aðalreykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu. Voru foreldrar hennar þau Sigurbjörn Jóhannsson skáld frá Fótaskinni og María Jónsdóttir. Kluttist Jakobína hingað til lands árið 1889 með foreldrum sínum og ólst upp í Argylebygð Hún giftist um haustið 1903 ísaki Jónssyni húsagerðarmeistara frá Háreksstöð- um í Jökuldalshreppi og eiga þau sjö börn. Eftir Jakobínu liggur mikio bókmentastarf, sem hún von- andi á þó eftir að auka allmikið við. Eru frumsamin kvæði hennar mörg hver ágæt og þýðingar hennar af íslenzkum ljóðum á enska tungu þær langvönduðustu, er þjóð vor enn hefir eignast. MISS JANE ADDAMS LATIN Á þriðjudaginn var, lézt í Chi- cagoborg, Miss Jane Addams, fræg um víða veröld fyrir starfsemi sína í þágu friðar. og mannúðarmálanrja. Hafði hún verið sæmd friðarverð- launum Nóbels. Miss Addams var því nær hálf-áttræð aS aldri. Ingólfur Guðmundsson (Dáinn 19. janúar 1935) Hin hógværa gleði þér hugþekkust var, en hvumleiðast ofmælgis-raus. Og gött hugðu snauðir til gistingar þar sem greiðinn var formálalaus, og viðmótið einlægt og handtakið hlýtt, og hispurs- og uppgerðarlaust. Þú unnir því forna, varst næmur á nýtt, ef nytsaml þaSS virtist og traust. Og ferð þín var hiklaus á framfara braut, en falslaust var stigið livert spor, og magngjafi þar þér í mótlæti og þraut það mannvit og rólega þor, sem brosir að óbænum ofstæpis-glóps, sem ærzlast með skrum-mæli ný, sem skeytir ei ¦egg.junum ofdirfsku-hróps, né æðrast við huglausra gný. Og almennings vinsæld og hylli þá hlaust, og lmming.jan studdi þitt bú. Svo fáxnast þeiru öllum, sem festa sitt traust við feðranua drengskap og trú, en liafna þeim glitrandi hjáguða sæg, sem hégóminn reisti á stall, —og þeim verður kvöldvakan hugljúf og hæg, og heimboð: ið síðasta kall. Kristján S. Pálsson. ATHS.—Ingólfur heitinn kom hingaS vestur 1920, og dvaldi hér vetrarlangt. EignaSist hann hér marga vini sakir góSvildar og ljúfmannlegrar framgöngu. —Ritstj. Ur borg og bygð Frá Gimdi, 20. »iaí 1935 1 lerra ritstjóri: í gærkveldi vorum viS um tólf manns samankomiS á indælu heim- ili ágætra hjóna hér í bænum. til aS hlusta á útvarpið frá Kyrstu is- lenzku lútersku kirkjunni í Winni- peg. Ræðan fanst oss meistaralega samin og söngurinn ljómandi. Sér- staklega varð sá er þessar línur skrifar hrifinn af sönglagi Mr. Hall; þar er manni gefið tækifæri að heyra hina fögru millirödd (contralto), sem oftast verður út undan í kórsöng. Svo eftir að hafa nært sálu og líkama, þá fór hver heim til sín, ánægðari eftir en áður. Með auknum bróðurkærleika og þakklæti fyrir útvarpið, með góðri von um að heyra annað í nálægri framtíð, G. B. Ingimundsson. Mr. Ármann Björnsson skáld frá Winnipegosis, Man., dvaldi í borg- inni nokkra daga í vikunni sem leiS. Hann hélt heim á föstudaginn. Mr. H. C. J. Brand. sonur Mr. og Mrs. Thor Brand, Ste. 5 Camelot Apts., hér í borginni og Mr. J. A. Blöndal, sonur Mr. og Mrs. Ásgeir P>löndal, lögðu af stað áleiðis til ís- lands á mánudaginn í vikunni sem leið. Gerðu þeir ráS fyrir aS fara til London og dvelja þar nokkra daga áSur en þeir sigldu frá Leith. Ekki mun þaS ákveSiS hvaS lengi þeir dveljast heima. Halli Gunnsteinn Björnsson frá Riverton og Anna Eluke frá Árborg voru gefin saman í hjónaband hér i borginni af dr. Birni B. Jónssyni, þann 16. þ. m. Ritarar hinna ýmsu safnaSa hins Ev. lút. kirkjufélags eru alvarlega ámintir um aS tilkynna herra J. J. Vopni, 597 Bannatyne Ave., Win- nipeg, hvaS marga erindreka hver söfnuSur býst við að senda á kirkju- þing, sem haldið verður í Winnipeg í júní næstkomandi Áríðandi er að þessar upplýsingar komi sem fyrst því margra gesta er von í tilefni af jubilee hátíð kirkjufélagsins. The Young People's Convention of the Evangelical Lutheran Synod vvill be held in the First Lutheran Church, Victor St., on May 24, 25, and 26. Special Young People's Service at 11 a.m. Sunday, May 26. ist Session, 2 o'clock Friday— Registration of delegates and reports. 2nd Session, 8 p.m. Friday— Guest speaker Rec. Jakob Jónsson —Miscellaneous program. 3rd Session, 2 p.m. Saturday— Current business. Dinner at 6.30 Saturday, First Lutheran Church— Guest Speaker Rev. Peter Pilkie. Dance, 8.30, at Picardy Salon — Tickets for dinner and dance 50C per person. Everybody welcome to attend any or all sessions. • Ragnar H. Hagnar heldur Piano Recital í Music and Arts Bldg., þann 7. júní næstkomandi. Victor B. Anderson bæjarfulltrúi kom úr för sinni vestan frá Van- couver á þriðjudagskvöldið ásamt föruneyti sínu. Hafði ferðafólk þetta notið hinnar yndislegustu ferðar bæði hvað veður og viðtökur áhrærði.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.