Lögberg - 27.06.1935, Síða 3

Lögberg - 27.06.1935, Síða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1935. 3 hvergi, þótt leitaÖ væri. —Jæja, þá förum viÖ, sagÖi hún og vék sér aÖ Guðmundi. Hann stóð á fætur og horfði á hana með velþóknun þess manns, sem kann að meta kvenlegan yndis- þokka. Olga Olgeirs var há og grönn— mátulega grönn. Andlitsfall hennar var grískt að heildarsvip, en ekki að hlutföllum, til þess var það ekki nógu reglulegt. Stranglega dæmt var andlitið ekki beinlinis fallegt, en það hafði eitthvað það við sig, að öllum sýndist það fallegt. Ef til vill hafa augun átt mestan þátt í því, þessi gráu, skörpu augu, sem báru vott um meiri persónuleika en samkvæmisstjörnur hafa venju- lega. Hár hennar var ljóst og óað- finnanlega liðað. Hún var í dökk- bláu pilsi, gulrauðri peysu og hafði slegið hvitum trefli um háls sér. Þessi smekklegi búningur fór ein- staklega vel við ljósa hárið—og hreyfingar hennar, unglegar og fjaðurmagnaðar, gáfu fötunum lif, svo að þau virtust renna saman við vöxt hennar og verða óaðskiljan- legur hluti af henni sjálfri. Þau höfðu verið úti að aka, farið langt út úr bænum, en voru nú á heimleið.Guðmundu^ sat við stýrið og Olga við hlið hans. Hann ók hægt. Allan veturinn hafði hann verið að eltast við Olgu. Hann hafði ausið í hana gjöfum og peningum. Hún hafði tekið á móti hvoru- tveggja, en einhvernveginn haft lag á þvi, að snúa hann út af laginu, þegar hann ætlaði að njóta ávaxt- anna af erfiði sínu. En nú var Guðmundur búinn að komast að þeirri niðurstöðu, að hann þyrfti að gifta sig og eignast fyrir- myndar heimili, þar sem eftirsóknar. verðasta samkvæmisfólk borgarinn- ar kæmi saman. Og í allri Reykjavík hafði hann ekki fundið neina konu, sem væri þess verð að verða þeirrar náðar að- njótandi, nema Olgu Olgeirs. Hún ein hafði þá kosti til að bera, sem nauðsynlegir voru húsmóður á hans heimili. Þetta var hann að hugsa um, á meðan hann talaði við Olgu, um eitt og annað. Og hann ásetti sér að ljúka þessu af. Hann var nýbúinn að horfa á bíómynd, þar sem þetta gekk alt saman með amerískum flugvélahraða. —Ivonan var skÖpuð til þess að auka fegurðina í heiminum, sagði hann. —Þess vegna leita eg fyrst og fremst að fegurð hjá kvenfólkinu. —Aðeins fegurð? spurði hún. —Einungis fegurð, staðfesti hann.—Fegurðin er aðalatriðið, þá kemur alt hitt af sjálfu sér. —Af sjálfu sér, endurtók hún og tók vindling úr veski sínu.—Hugs- um okkur fallega vinnukonu, sem Læknar verki, bólgu og blóðrás af PILES (HÆMORRHOIDS) læknast með Zam-Buk Ointment 5Uc. Medicinal 8oap 25c kemur út úr éinhverju húsi, með skólpfötu i hendinni. Segjum að hún sé í rifnum og óhreinum morg- unkjól, með úfið og ógreitt hár, kolahrím á nefinu og svart undir nöglunum,—hvað þá? Guðmundur Guðmundsson setti upp móðgunarsvip. —Eg var að tala um kvenfólk af okkar tagi, sagð'i hann,—mentað, fagurt og samkvæmishæft kvenfólk. —Vinnukonur tilheyra ekki okkar heimi, þær eiga sér aðra veröld og annað umhverfi, ófínna og grófara. Og þar eru líka karlmenn við þeirra hæfi. Þar er ástin ekkert annað en hinn ófagri, ótamdi leikur kynjanna í samræmi við hið lága menningarstig, sem það fólk stend- ur á, en í algerðu ósamræmi við okkar menningu. —En heyrið þér, sagði Olga með hæðnisvott' í röddinni,—voruð það ekki þér, sem buðuð yður fram til þings fyrir hinar vinnandi stéttir og útmáluðuð það á umræðufundun- um, að þær væru allra stétta ágæt- astar að menningu, siðum og háttum öllum ? —Jú, en það sýnir bara það, að eg skil hið rétta samhengi hlutanna. Lægri stéttirnar eru margmennar og þessvegna voldugar. Þær vilja láta smjaðra fyrir sér. Þess vegna smjaðrar maður fyrir þeim og not- ar þær til þess að lyfta sér til vegs og virðingar. —Eg skil, svaraði Olga. —Já, þér skiljið, því að þér eruð fulltréji hámenningarinhar. Þess- vegna hafi eg reynt að vinna yður ------vinna ást yðar, sem eg vona að mér hafi tekist. —Ekki tekist, svaraði Olga snögglega. Guðmundur Guðmundsson stöðv- aði bilinn. —Yður hefir misheyrst. Eg sagðist vonast til að eg hefði unnið ást yðar, og eg ætla að bæta því við, að eg vonast til að þér giftist mér. Við getum ekið til lögmannsins beina leið.-----Hugsið þér yður bara, hvílík fyrirmyndar hjón við yrðum—og hversu margt og mikið við gætum fegrað og lagað í hinu reykvíska samkvæmislífi. Olga kveikti í vindlingnum. Svo hló hún hátt og hjartanlega. —Nei, mér misheyrðist ekki. Þér hafið ekki unnið ást mina og eigið heldur aldrei eftir að vinna hana. Guðmundur Guðmundsson ókyrð- ist i sætinu. ■—Þetta hlýtur að vera misskiln- ingur. —Yðar megin ef til vill, svaraði hún. —Þér hafið þó tekið við . . . WHAT ONE GIRL WORE BY BETTY BROWNLEE So much has been said about the popularity of prints for summer wear that at first thought it w o u 1 d seem that there could be no more to say on the subject. However, fash- ions in prints change just as they do in the lines of the frocks themselves. It may be a season of large prints or a season of small prints. There are many varieties. This season print fashions have run to polka dots, checks and wildflower patterns and such has been their popularity that no ehange is indicated for the rest of the summer. Dots have been particularly in de- mand and while, as we said before, there is slight 'chanCe of the mode changing in the next few months, the enterprising textile designers have fashioned new versions of the dot prints. Today we illustrate one of the new midsummer frocks in an attractive print which draws upon the dot for its inspiration. It’s in a pink acetate fabric with a thumb-tack print in black. Cut on smiple lines, the skirt is gored, with a slight flare at the hemline achieved through the use of inverted pleats. Being ideal for spec- tator sports wear, this frock features the short skirt. The bodice is smartly tailored, also, wíth a rather deep opening down the front, fastened with bone clasps. In- verted pleats are found in the short sleeves, which fall gracefully from the shoulders in cape fashion, and a simple coilar, of the sports type completes the picture. A Smart Frock for Spectator Sports Wear Is This IjitUe Print in Pink Acc- tate Fabric With an Amusing Thumb- Tack Design in Black. Sirnply Tailor- ed, It Features the Sliglitly Shorter Skirt Now tlie Trend for Sports aiul Daytime Frooks. — ... nokkrum hundruðuð króna af yður, greip hún fram í. — Það hefi eg gert af fleirum yðar likum. Verkamennirnir við höfnina fá meira kaup fyrir kolavinnu en aðra vinnu. Hversvegna skyldi eg þá ekki taka hátt kaup fyrir að vera með yður og öðrum fulltrúum há- menningarinnar ? Eg segi yður það satt, að það er verra en kolavinna. Olga opnaði nú hurðina og stökk út úr bílnum. Strætisvagn stöðvaðist í sama bili rétt þar hjá. Guðmundur Guð- mundsson stökk út úr bílnum á eftir henni, en hann varð of seinn. Hún var komin upp í strætisvagninn, §em samstundis ók afstað í áttina til liorgarinnar. Enginn skyldi ætla að Guðmund- ur Guðmundsson væri öreigi, þótt Olga brygðist. Nei, hann átti marg. ar aðrar vinkonur, ein þeirra var lagleg dökkhærð vinnukona fyrir vestan bæ. Þeirri vinnukonu hafði hann mætt morgun einn, þegar hann kom frá veizlugleði og vín- drykkju. Síðan kom hann þangað við og við, þegar hann mátti vera að, og þegar stúlkan hafði ekki öðru að sinna. Þessi vinnukona var kölluð Magga. Hún hafði víst afarerfiða vist, að minsta kosti fékk hún aldrei frídag. Á sunnudögum sagðist hún verða að vinna eins og aðra daga, og einu sinni kom hann á fimtudegi, sem hann vissi að var frídagur vinnukvenna, en þá var hún að skúra gólf og kvaðst aldrei fá að fara út í miðri viku. Aðeins stöku sinnum á kvöldin fékk hann að koma og heimsækja hana. Daginn eftir að hann hafði beðið ósigur í loka-viðureigninni við Olgu, fór hann að heimsækja vinnukon- una um kvöldið. Hann hafði örvað sig á áfengi og var því i viðkvæmu hrifningarskapi. Hann ók í bílnum, sem hann og nokkrir félagar hans höfðu keypt í sameiningu, en þóttist hver um sig einn eiga, þegar mikið lá við að sýn- ast mikill maður. Guðmundur fór að hugsa um það á leiðinni, að eiginlega hefði þetta ekki gengið neitt með vinnukonuna. Hann hafði ekki svo mikið sem kyst hana. En nú skyldi til skarar skríða. Honum var það bráðnauðsynlegt til að hressa upp á sjálfsvirðinguna, eftir ósigurinn á hinum vigstöðvun- um. Líkast til yrði hún samt erfið viðureignar, þær voru það oft, þess- ar vinnandi stúlkur. Nú, en jæja, þá var bara að segjast elska hana og biðja hennar blátt áfram. Það hlyti að hrífa, ef hún sæi að alvara væri í leiknum. Og Guðmundur Guðmundsson leit á fötin sín með aðdáun, skoðaði sig í bílspeglinum og brosti. Hann gekk upp stigann og barði að dyrum á vinnukonuherberginu. —Kom inn! Hann tók í snerilinn og gekk tígu- legur og hnarreistur inn í herberg- ið. —Góða kvöldið, Magga mín. Nú skulum við . . . Hann gleypti setninguna og stóð eins og negldur við gólfið. Fyrir framan hann stóð Olga Olgeirs, nákvæmlega eins búin og þegar hún fór með honum út að aka daginn áður. —Góða kvöldið herra Guðmund- ur Guðmundsson, sagði hún bros- andi. — Það gleður mig að sjá yður. Svo aðAinnukonurnar tilheyra yðar glæsilega menningarheimi, þrátt fyrir alt! Þær eiga sér raunar ófína og grófa veröld, en eins og þér sögðuð, þó eru þar líka karlmenn við þeirra hæfi. —Já, en — en — en, stamaði hann. —En, greip stúlkan fram í, — þetta er nú til dæmis ljósa hárið hennar Olgu. Svo tók hún af sér parrukið og fleygði því á bortSið.— Bíðið eitt augnablik, bætti hún við, og gekk út úrherberginu. Eftir örlitla stund kom hún inn aftur í búningi Möggu, en með föt Olgu á handleggnum. Hún benti á Olgugervið. PROFESSIONAL AND BUSINESS CARDS PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talstmi 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal ArU Bld*. Cor. Graham og Kennedy 8ta. Phonea 21 212—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 l DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Nuddlæknir Cor. Graham og Kennedy Sts. Viðtalsttmi 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Phone 21 834--Office ttmar 4.30-6 Phone 36 137 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.—Sími 30877 Winnipeg, Manitoba Símið og semjið um samtalstfma BA RRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœöingur Skrífstofa: Room 811 McArthur Butlding, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur lögfrœöingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 756 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (S öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag a. G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur löfffrœöingur E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur lögfrœölngur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt Clty Hall Phone 97 024 Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. DRUGGISTS DENTISTS 1 Medical Arts Drug Store R. A. McMillan PRESGRIPTIONS Surgical and Sick Room Supplies Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Winnipeg, Man. DR. A. V. JOHNSON tsienzlcur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Simi 96 210 Heimilis 33 328 Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG Phone Your Orders Roberts Drug Stores Limited Dependable Druggists Prompt Dellvery. Nine Stores DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Wlnnlpeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími: 501 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operatora We specialize in Permanent Waving, Pinger Waving, Brush Curiing and Beauty Culture. 251 NOTRE DAME AVE. Phone 26 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 6iO°RE’S r^A/ ^ Ltd. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE lteal Estate — Rentals Phone Office 9 5 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL I WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Down Trywn SoteJf 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functlons of all kinds Goffee Shoppe F. J. FALD, Manager ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaOur l miöbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltlðlr 40c—60c Free Parking for Ouesta SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 Corntnall Ijotel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið einte og þér eruð kíæddir. J. F. MAHONEY, framk væmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEG It Pays to Advertise in the “Lögberg” —Sjáið þér til. Þetta er hinn glæsilegi kvenmaður, sem þér báðuð að verða eiginkonu yðar í gær, til þess að lyfta samkvæmislifi Reykjavíkur á hærra stig. — Ha, ha, ha, ha! — Og þetta, — hún benti á sjálfa sig—er Magga vinnu- kona, sem þér hringduð til í dag og sögðust ætla að heimsækja í kvöld. En þér hafið sjálfir sagt, að í heimi vinnukvennanna sé alt samband milli karls og konu aðeins ófagur leikur kynjanna—í samræmi við hið lága menningarstig, sem þessháttar fólk standi á.------- —Og það sæmir ekki fyrir yður glæsimennið, kvenna gullið, fulltrúa hámenningarinnar, að eltast við þessa lægstu tegund kvenna.---- Þess vegna þakka eg yður fyrir skemtunina og býð yður góða nótt. Og vinnukonan Magga, fyrver- andi og ef til vill áframhaldandi samkvæmisstjarnan Olga Olgeirs, ýtti Guðmundi Guðmundssyni út úr dyrunum. —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.