Lögberg


Lögberg - 27.06.1935, Qupperneq 5

Lögberg - 27.06.1935, Qupperneq 5
—— LÖGBBKG, FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1935. 5 Opið bref til kjósenda t Winnipeg South Centre frá Ralph Maybank Kosningar þær, sem fara i hönd, eru þær mikilvægustu í sögu Canada; þær hafa djúp áhrif á tilveru vor allra. MikiÖ veltur á, að frjálslyndir kjósendur í Wlinnipeg South Centre sameinist um frjálslyndan fulltrúa. Klukkan 8 í kvöld, þann 27. júní, verður útnefndur í Winnipeg Auditorium á útnefningarfundi, frambjóðandi, er síðar fer með umboð yðar á þingi. Stór hópur borgara hefir farið þess á leit við mig, að eg leyfði að nafn mitt kæmi fyrir fundinn sem þingmannsefnis. Á það hefi eg fallist, og verður það þarafleiðandi á valdi þeirra manna og kvenna, er fundinn sækja, að kveða á um úrslit. Farið er fram á það við kjósendur, að þeir styðji ýmsa frambjóðendur. Slík tilraun getur þó undir engum kringum- stæðum, jafnvel þegar bezt lætur, náð til nema lítils hluta kjós. enda i þessu stóra kjördæmi. Raunverulegur fulltrúi frjáls- lyndu stefnunnar verður því aðeins útnefndur, að frjálslynd- um kjósendum kjördæmisins sé persónulega kunnugt' um af- stöðu hans til hinna ýmsu mannfélagsmála. Þessvegna er það, að eg ávarpa með þessari yfirlýsingu kjósendúr í Winnipeg * South Centre. I fyrsta lagi:—Eg er afdráttarlaust í kjöri sem þingmanns. efni frjálslynda flokksins í Winnipeg South Centre og leita hreinskilnislega stuðnings þeirra manna og kvenna í kjördæm- inu, er frjálslynda málstaðnum fylgja, er á útnefningarfundinn kemur. í öðru lagi:—Eg skuldbind mig til þess að gera alt, sem í valdi mínu stendur til þess að tryggja kosningu þess liberal frambjóðanda, er fyrir vali verður á útnefningarfundinum. Slík kepni, sem þessi, á að vera vingjarnleg í alla staði. Og jafnvel þó eg hafi heyrt mönnum stundum falla orð af vörum, er á einhvern hátt lúta að því að kasta skugga á frambjóðanda, þá hefi eg gott eitt um þá frambjóðendur að segja, er mér er kunnugt um, að fram að þessu verði i kjöri. 1 þriðja lagi:—Mér skilst, að megin viðfangsefnin, er úr- lausnar bíða, séu atvinnumálin, endurvakning viðskifta, járn- brautarmálin og hveitisalan. Vér getum endurvakið verzlunina og viðskiftin. Stefnur stjórnarinnar hafa dregið úr viðskiftum vorum síðustu fimm árin, sem nemur 1,000 miljónum. Til þess að endurvekja við- skiftin, verðum vér að hafa endaskifti á þessum stefnum; koma á gagnskiftasamningum við aðrar þjóðir og knýja fram skjótar umbætur með starfrænum athafna stefnum. Athafnamálin eru óaðskiljanleg verzlunar og viðskifta- málunum. Djarfhuga viðskiftastefna skapar óhjákvæmilega atvinnu. Vér þörfnumst umsvifalauát margháttaðra, arðber- andi mannvirkja. Og að lokum, þörfnumst vér viturlegra ráð- stafana sveitamálum og landþúnað; til viðreisnar. Víðtæk þekking á atvinnuleysinu, þessu dapurlegasta viðfangsefni allra viðfangsefna, hefir sannfært mig um það, að við verðum að skapa fólki voru atvinnu—eða þjóðin farist að öðrum kosti. Þjóðbrautakerfið verður að haldast framvegis í eigú hinnar canadisku þjóðar; að það sé flegið lifandi, má ekki viðgangast; það á heimtingu á því að hagnast á starfrækslu sinni og verð- skuldar stuðning til þess. Eg mun af öllum kröftum berjast gegn því, að aðrir ráði yfir þessari stofnun, en þjóðin sjálf, eða fólkið sjálft. Samsteypa járnbrautanna hlyti að auka á at- vinnuleysið og vandræðin. Að því er hveitiverzlunina áhrærir, þá er eg ákveðinn andstæðingur þvingunar löggjafar í því efni, launungarbrasks og taumlausrar bruðlunar á almenningsfé. Tilraunir Bennett- stjórnarinnar í þá átt að losna við hveitibirgðirnar og stuðla til verðfestu með hömlum og fjárhættuspili af hálfu stjórnar- innar, hafa aukið óseldar birgðir, kostað stórfé og orsakað úti- lokun markaða. Og nú er farið fram á nýjar hömlur, er nálg- ast pólitíska einokun á hveitiverzluninni. Þessi stefna leiðir til stórvandræða fyrir Winnipegbúa, fólkið í Vesturlandinu og canadisku þjóðina í heild; þessu verður að snúa við. Vér verðum að selja hveitibirgðir vorar; endurnema markaði, er vér höfum mist; vernda framleiðand- ann og opna þeim arðvænlegar leiðir, sem við kornframleiðslu og sölu hennar fást. Þessar skoðanir eru grundvallaðar á alvarlegri íhugun og látlausri starfsemi; þær falla í einn og sama farveg og hin sannfrjálslynda stjórnmálastefna. Með því að eg hefi gengist undir það, að verða í vali sem þingmannsefni á útnefningarfundi þeim, sem fram fer á fimtu- d^igskvöldið þann 27. þ. m., þá fer eg þess á leit við alla frjáls- hugsandi kjósendur í Winnipeg South Centre, að þeir styðji mig með atkvæði sínu. Yðar einlægur, RALPH MAYBANK. Þó við berumst hjalla af hjalla, ei hugans minning dvín. Aldir renna, árin falla inn í gljúfur sín. Á morgun, fyrir okkur alla, eilif sólin skín! 5\ E. Björnsson. Þjóðarbúskapurinn árið sem leið Úr skýrslu Landsbankans Reikningur Landsbanka fs- lands fyrir árið sem leið er kom- inn út. Eins og venja er til, birtist framan við reikninginn yfirlit yfir þjóðarbúskapinn á árinu. f yfirliti þessu er samanþjapp- að feikna fróðleik um afkonni þjóðarinnar og fara hcr á eftir kaflar úr þessari yfirlitsskýrslu Landsbankans. Síðastliðið ár var sæmilegt afla- ár, en tlðarfar örðugt. Það hefir ekki dregið úr örðugleikum at- vinnuveganna og vonir þær, sem menn höfðu gert sér um að kreppunni Iétti, hafa ekki rætzt. Landbúnaður Frá áramótum til vors var mildur vetur, hiti yfir meðallag og snjóþyngsli lítil. Um sauðburð gerði erfitt tíðarfar og vorgróður byrjaði því seint. Spretta var þó ör, þegar hún bvrjaði, og hélt lengi áfram, svo grasvöxtur var óhemju mikill. Heyskapartíðin var þó slæm, sérstaklega um norðurhluta Vesturlands og alt Norður- og Austurland, svo að hey hröktust eða ónýttust með öllu og var því heyskapur í þess- um landshlutum lítill og rýr að kostum. Neyddust menn þvi til óvenju mikilla fóðurbætiskaupa og voru því lagðar hömlur á út- flutning síldarmjöls. Ræktun garðávaxta fór enn vaxandi, en uppskera varð heldur rýr. Við kartöflusýkina varð þó litið vart. Vegna vorhretanna gekk fé ekki alstaðar vel undan vetri, og sólarleysi og rigningar sumarsins háðu því og varð féð i rýrara lagi til frálags og heimtist illa af fjalli. Slátrað var með meira móti. Til útflutnings var slátrað um 190,000 fjár og þar af frystir um 120,000 skrokkar. Saltkjötsverð var heldur lægra en árið áður. Fyrst um haustið var það um 80 n. kr. tunnan, en fór lækkandi í lok ársins. jVerðið á freðkjöti lækkaði og allmikið. Var það 80—85 au. kg. fob. fyrir þann hluta sem seldist á árinu. L'm áramót var meira en helm- ingur óseldur af freðkjötinu, en % hluti af saltkjötinu. Heims- markaðsverð á ull var lægra heldur en árið áður, en vegna sölu til Þýzkalands fékst svipað verð, en það var, norðlenzk ull 1.40—1.50 kr. kg. og sunnlenzk ull 1.25—1.35 kr. kg. Gæruverð lækkaði nokkuð og var 70—80 au. kg. Ull og gærur má heita að hafi selzt alveg upp. Styrkur til jarðabóta þeirra er mældar voru á þessu ári og gerð- ar 1933, nam 519,000 kr„ en jarðabótadagsverk voru 524,000. Kreppulánasjóður hóf starf- semi sína á árinu. Á skuldaskila- fundum þeim, sem haldnir voru á árinu, var samið um 10,071,000 krónur óveðtrygðar skuldir og skyldu þar af greiddar 4,809,000 kr„ eða 47.7%, en 5,262,000 kr. feldar niður. Raunverulega voru veitt fyrir áramót 1286 lán, að upph,æð 4,- 358,000 kr. Sjávarútvegur Aflabrögð voru yfirleitt góð á árinu. Á land bárust 61,880 tonn. Er það 6,750 tonnum eoa hér um bil 10% minna en árið áður. Geta má þó þess, að framan af árinu veiddu óvenjulega margir bátar af ís og seldu togurum og öðrum, en sá afli er ekki talinn með hér. Afli keyptur af erlend- um skipum er talinn með, en hann var hverfandi lítill bæði ár- in. Minkun aflamagnsins stafar að nokkru leyti af lökum gæftum fyrst á árinu, og að nokkru leyti af rýrari afla þegar á sjó var farið, sérstaklega fvrir Norður- landi. Tala togaranna var 37 í árs- bvrjun og sama i árslok. Strandaði einn togari á árinu, en einn (gamall) keyptur í staðinn. Tala úthaldsdaga togaranna á saltfiskveiðum var mjög lik og árið áður, eða 3,362 dagar móti 3,421, en tala veiðiferða nokkru minni, 340 móti 361. Að öðru leyti var og þátttakan í fiskiveiðunum heldur minni en árið áður, sérstaklega af hálfu smærri vélbáta og trillubáta. Ann- ars hefir stefnan verið sú undan- farið, að aukist hefir útgerð stærri vélbáta og sumstaðar trillu- báta en togara- og línuveiðara- flotinn hefir gengið úr sér. Afli togarapna á togdag var heldur minni en undanfarið, 6.1 tonn, en 6.6 tonn árið áður, enda var það hámarksár. Fyrir önnur skip var vertíðin ágæt á Suðurlandi. f Vestmannaeyjum var ó- hemjuafli, og miklu meiri en ár- ið áður, þó skipin væru færri. Á Akranesi aflaðist og rneð mesta móti og i Grindavík og verstððunum austanfjalls var góður afli, en ( Keflavík og Njarðvikum aflaðist lakar en ár- ið áður. Á Vestfjörðum var lak- ari afli en árið áður, þar sem vor- vertíðin brást, og á Norðurlandi aflaðist með allra minsta móti, hér um bil helmingi minna en árið áður. Á Austurlandi var og heldur rýr afli. Á þessu ári hefir verið unnið töluvert viða um land að ýms- um mannvirkjum, er standa i sambandi við sjávarútveginn, sér- staklega hafnar - mannvirkjum. Fiskurinn var vfirleitt mjög stór og heldur feitur. Fiskþurkurinn gekk yfirleitt heldur illa á árinu og þó með allra versta móti á Norðurlandi. Fiskútflutningur- inn var nokkuð jafn, en heldur tregur, og verðið var stöðugt, að undanskilinni einni hækkun. Verðið á Spánarverkuðum stór- fiski var í árshyrjun 80 kr. skpd„ á Portúgalsverkuðum 74 kr. skpd .og á Labradorfiski 57 kr. skpd. Frá maímánuði hækkaði fiskverðið á erlendum markaði um nál. 5 kr. skpd., svo að út- borgunarverð til seljenda, þegar frá var dregið verðjöfnunargjald, hélst við sama alt árið. Meðal- verð á óverkuðum saltfiski var á árinu um 27Q. kr. á tonn. Að meðaltali mun fiskverðið hafa verið heldur hærra en árið áður °g m.jög álika útborgunarverð. Afkoma togaraútgerðarinnar mun hafa verið heldur skárrí en árið áður, og annarar útgerðar á Suðurlandi lik, en verri í öðrum landsfjórðungum. Samþykt var eftir nokkurn drátt, að halda áfram starfsemi Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda á árinu, en vegna þess að hömlur voru setlar snemma á árinu á innflutning á íslenzkum saltfiski til Spánar, gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög þ. 26. maí um fisksöluna. Sam- kvæmt þeim þurfti levfi ráðherra til að flytja út verkaðan og ó- verkaðan fisk. Ennfremur skvldi taka gjald af öllum útfluttum saltfiski og átti að verja því til að auka og tryggja fiskimarkaði og til verð- jöfnunar. Gjald þetta var á- kveðið 5 kr. á skpd. af ölhim verkuðum fiski, nema upsa, keilu og úrgangsfiski 2 kr. á skpd. Af óverkuðum og þvegnum og press- uðum fiski var gjaldið 20 kr. á íonnið, nema af upsa, keilu og úrgangsfiski 5 kr. á tonnið. Útflutningurinn var töluvert minni en árið áður. Var hann miðaður við verkaðan fisk 58,562 *4onn, en , 71,646 tonn 1933 og minkaði því rúmlega um 18%. Mest hefir minkað útflutningur- inn til Spánar og stafar það af innflutningshömlunum. Aftur á móti jókst útflutning- urinn til Portugál nokkuð, þrátt fyrir innflutningshömlur þar. Til ítalíu minkaði útflutningur held- ur, sökum þess að þetta ár var óvenjulega lítið framleitt af fiski fyrir ftalíumarkaðinn. Til Danmerkur varð töluverð- ur útflutningur, sem stafar af því, að Danir áttu heimild til (fiskinnflutnings til Spánar, sem ella hefði ekki notast. Mestur var útflutningurinn i júní og júlí. Fiskbirgðirnar í landinu voru um áramót 17,788 tonn, en voru 13,485 tonn árið áður, og hafa þvi aukist um nál. 4,300 tonn, þrátt fyrir minni fram- leiðslu en árið áður. Stafar birgðaaukningin frá fiski þeim, sem ætlaður er Spánar- og Portu- galsmarkaðinum. f Noregi hafa og fiskbirgðirnar aukist heldur, RALPH MAYBANK LátiÖ ekki hjá líða að fjölmenna á útnefningarfund frjálslynda flokksins í Winnipeg Auditorium í kvöld, þann 27., og greiðið atkvæði með Mr. Maybank, sem þingmanns- efni fyrir Winnipeg South Centre. en minltað lítið eitt í Færeyjum. fsfiskferðir togaranna voru á árinu 204, en 180 árið áður. Með- alsala var 1,309 sterlingspund, og er það miklu hærra en árið áður, og það hæzta, sem verið hefir í mörg ár. Árið á undan var með- alsala 934 sterlingspund. Svo sem áður er nefnt, var þó óvenju- mikið af þessum afla fiskur keyptur af bátum. Af ferðunum voru 31 til Þýzkalands, með því að það tókst að fá sérstakar tolli- vilnanir fyrir ísfisk fyrir alt að 800,000 Rm. Varð þó að stöðva isfisksöluna til Bretlands að mestu i nóvember, þar eð inn- flutningsheimild vor var þá þrot- in. Gufubrætt meðalalýsi var í góðu verði og hærra en árið áður. Var það fyrst á árinu í 75 ou. kg„ en hækkaði síðan upp í 82 au. kg. í apríl. Siðan lækkaði það heldur, en var síðari hluta úrsins um 80 au. kg. Mestar sölur fóru fram í apríl, og mun meðalverð ársins hafa verið um 80 au. kg. Síldveiðin gekk sæmilega á ár- inu. Síldveiðin byrjaði snemma, en notaðist ekki fult eins vel og árið áður, sökum óstiltrar veðr- áttu. Saltaðar (og sérverkaðar) voru 217,000 tn„ i bræðslu fóru 458,000 máL Er það álíka söltun og árið áður, en í bræðslu foru þá 501,000 mál. Var þetta ár heldur minna matjesverkað en árið áður, en önnur verkun tókst að sama skapi. Til þess að bæta úr misfellum þeim, er orðið höfðu á sölu matjessildar, var stofnað á árinu Félag ísl. matjessíldarframleið- enda, og fékk það lögvernd með bráðabirgðalögum.. Verðið á bræðslusíld var eins og árið áður, 3 kr. málið, nema 50 aurum ha>rra í Sólbakkaverksmiðjunni, sem þó aðeins starfaði hluta af veiðitímanum. Verðið á síld til söltunar var i byrjun veiðitimans 5 kr. á saltsíldartunnu, en hækk- aði undir lok veiðitímans. Á sölt- uðu sildinni var verðið i byrjun veiðitímans 15—16 kr. tunnan, en hækkaði svo nokkuð, aðallega þó í lok veiðitímans. Verðið á matjessíld mun hafa verið 28 til 40 kr. fob„ en nokkuð lá þó óselt hér heima um áramót. Iðnaður Húsbyggingar jukust allmikið á árinu. Á Reykjavík voru bygð 128 ibúðarhús, 25 vinnustofu- og verksmiðjuhús, 48 gripa- og geymsluhús, 1 sjúkrahús, 1 skóli og stúdentagarður, fyrir als um 6% milj. kr„ eða % milj. kr. meira en 1933. 1 húsum þessum voru 305 íbúðir (204).*) Á Akur- evði voru bvgð 23 (38) hús fyrir saintals 500 þúsund kr. (540,000 kr.). f ísafirði voru bygð 18 (10) hús, fyrir um 176,000 kr. (170,000 kr.). Á árinu hafa smjörlíkisverksmiðjurúar 7 (7) framleitt 1,358 (1266) tonn af smjörlíki. Ullar verksmiðjurnar 3 (3) unnu úr 172 (195) tonnum af ull. Mjólkurbúin 4 (4) unnu als úr 3,449 (4,490) tonnum af mjólk. Niðursuðuverksmið j urn- ar 2 suðu niður 32 (28) tonn af kiöti. 35 (22) tonn af fiski, 41 (35) tunnur af sild og 454 (460) tonn af mjólk. Á garnastöð sam- bands islenzkra samvinnufélaga voru hreinsaðar 300 (180) þús. garnir. Gæruverksmiðjan afull- aði um 95 (87) þús. gærur. Ölgerðin Egill Skallagrimsson framleiddi 3,761 (4,117) hl. af öli. Gosdrykkjaverksmiðjurnar 3 (3) framleiddu 1,709 (1,696) hl. af gosdrykkjum, og i 6 (5) verksmiðjum voru framleiddir 549 (406) hl. af saft. Sjóklæðagerð íslands fram- leiddi 18,820 (21,400) stk. sjó- klæði, og i tveimur fatagerðum voru framleiddar 63,000 (56,500) flíkur. Kaffibætis-verksmiðjurnar 4 (4 framleiddu 243 (262) tonn af kaffibæti. i 5 (4)' verksmiðjum voru framleidd 386 (270) tonn af sápu, og í 2 (2) verksmiðjum 17 (23) tonn af kertum. Á 4 verksmiðjum voru fram- leidd 135 tonn af skóáburði, fægi- áburði og fægilegi, og í 4 verk- smiðjum 23 tonn af bökunarefni. f tveimur verksmiðjum voru *) Svigatölurnar eru frá árinu áður (1933). Framh. á bls. 8 NIGHT-time is BARGAIN-time For Telephone Talks Out-of-Town REDUCTION in Long Diátance Night Rates Effeölive June lst: The following advantageous changes to subscribers have been made in Long Distance station to station services: The old “Evening” service from 7 A.M. to 8:30 P.M. is discontinued. The lower rated “Night” service will now start at 7 P.M. and continue until 4:30 A.M., thus making two time divisions instead of three as formerly. DAY Rate from 4.30 A.M. to 7 P.M. NIGHT Rate from 7 P.M.to 4.30 A.M. Just one more of the many advantages there are in having your Own Home Telephone MANITOBA TELEPHONE SYSTEM

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.