Lögberg - 27.06.1935, Síða 7
LÖGrBEftG, FIMTUDAGINN 27. JÚNÍ, 1935.
7
Skógræktarmál Islands
(Framh.)
i. Sitka-ffreni.
Norðurtakmörk þess eru nálægt
Ó2° n. br. og 148° v. 1. í Alaska.
En vesturtakmörk þess munu vera
nálægt 57°30' n. br. ogiS5° v. 1.
Norðmenn hafa fundr'ð öruggasta
tilraunafræskamta af sitka-greni frá
nágrenni Sitka, Hoonich og Juneau
í Alaska, milli 570 og 58° n. br.
Meðalhiti sumarsins er í Sitka 12. i°
í Juneau 12.30 á C. Vér íslendingar
þurfum því að leita upp til f jallanna
á þessum stöðvum í 400500 metra
hæð, til þess að finna staði með
sumarhita, er svarar til meðalhita
smarsins hér á landi 8.7°—io° á C.
Ef vér finnum ekki nálægt strönd-
ir.ni það er oss hentar, sem verður
að teljást ólíklegt, þá er að leita
norður á bóginn til 610—62° n. br.
Úrkomumagn á Kyrrahafsströnd í
Alaska er yfirleitt meira en hér á
landi, eða 1320—2250 m.m. móts
við 800—1900 m.m. við strendur
íslands. Hvort þessi mismunur úr-
komumagns komi að sök við rækt-
un Sitka-grenisins hér hjá oss,
verða tilraunir að skera úr. Um
suðlægari fræsöfnunarstaði, en þá
er nefndir voru, er vart að ræða,
sumarhitinn er þar of mikill, einnig
hátt til fjalla.
2. Hemlock-greni.
Þetta nægjusama tré er útbreitt
á Kyrrahafsströndinni svipað því er
sagt var um Sitka-greni, en það nær
lengra inn til landsins. Það er
einnig í austanverðum Klettaf jöll-
um, í Idaho og Montana ríkjunum.
Við ströndina vex það hærra upp til
f jalla en Sitka-greni. Fræsöfnunar-
staðir verða á sömu slóðum og
Sitka-grenis, en ef með þarf, getum'
vér aflað fræsins hærra upp til
f jalla.
3. Strandfuran.
Útbreiðsla þessarar furutegundar
er svipuð Hemlockgrenis. Hún er
strandartré, eins og nafnið bendir
til. Hún er ekki stórvaxin og því
lítils metin hjá þeim, er eiga gnægð
skóga. Vér íslendingar verðum að
reyna hana, af því hún er nægjusöm
og þolir ágætlegú úthafsveðráttu.
Fræsöfnunarstaðir verða hinir sömu
og fyrsttaldra tegunda. Hana er
að finna á sömu stöðvum og Hem-
lock-greni, hlið við hlið, einkum á
veðurnæmum stöðum.
4. Gulur Cendrusviður.
Hann gerir litlar kröfur til jarð-
vegsins, en þarf, hinsvegar mikinn
loftraka. Útbreiðsla hans er svip-
uð hinna þriggja teg., að öðru en
því, að hann vex ekki eins langt
niður á bóginn. í Alaska er hann
að finna upp að 950 metra hæð frá
sjó. Fræöflunarstaðir verða á
sömu slóðum og hinna fyrtöldu
þriggja tegunda.
5. Fjallagreni.
Þetta háf jallatré er mjög útbreitt.
Norðurtakmörk þess eru við 64°20'
n. br., en suðurtakmörkin við 320
20'. Útbreiðsla þess í suður til
norðurs er því sem næst sama tala
(32°20')- Hæðatakmörk þess nyrst
eru 1,000 metra yfir sjó, en vex þar
hvergi lægra en 600 metra yfir sjáv-
armál. Syðst eru hæðatakmörkin
3,000 metrar og lágmarkshæð yfir
sjó 1,000 m. Útbreiðsla Fjallagren-
isins er mest í British Columbia og
Yukon. Yfirlitið sýnir þá staði er
fræsis væri að leita.
6. Murrayana-fura.
Hún er háf jallatré eins og Fjalla-
grenið, og ein hin líklegasta furu-
tegund til að þrífast í íslenzku lofts-
lagi, eiríkum inn til dala norðan og
austanlands. Hún vex alstaðar hátt
frá sjó og aðallega inn til megin-
landsins í 600—3,400 metra hæð.
Útbreiðsla frá suðri til norðurs er
370—64° n. br. Hún er eitt hið
nægjusamasta tré, sem til er i veð-
urfarslegu tilliti og gerir einnig
litlar kröfur til jarðvegsins. Fræ-
söfnunarstaðir verða hinir sömu og
Fjallagrenisins að undanskildum
Skogway í Alaska.
7. Engehnanns-greni.
Eins og hinar tvær síðasttöldu
tegundir eru það harðgerð megin-
lands- og fjallatré, en ekki eins út-
breidd. Finst milli 1,000—2200
metra hæð yfir sjó í British Colum-
bia, Idaho og Montana. Fræsöfnun-
arstáðir hinir sömu og Murrayana-
furu og Fjallagrenis.
8. Blágreni.
Heimkynni þessarar ágætu teg-
undar er Colorado og Wyoming
ríki. Það vex þar í Klettafjöllun-
um i 1,000—2,000 metra hæð. Þessi
tegund hefir gefist prýðilega hér á
landi og það mun verða uppáhalds
tré í þurviðraplássum landsins. Fræs
þyrfti að afla í 1,600—1,800 metra
hæð yfir sjó.
t
9. Hvitgreni.
Það er eitt hið norðlægasta tré í
Ameríku og mjög útbreitt um
Canada og Alaska. Það hefir ýmsa
kosti er koma sér vel hér á landi,
en vöxtur þess er fremur hægfara
og viðurinn ekki góður.
10. Douglas-greni.
Af þvi eru tvö afbrigði, sem rétt
er þó að hafa innan gæsalappa.
Annað afbrigðið vex fram með
Kyrrahafsströnd og í fjöllunum þar
i nánd, milli 370 og 540 n. br. Hitt
afbrigðið i Klettaf jöllunum og á há-
lendinu vestan við þau, milli 270
og 550 n. br. Tré þetta er því mjög
útbreitt. Þetta ágæta tré nær eins
hátt til fjalla og Murayana-furan
og Fjallagrenið, en ekki eins langt
norður á bóginn. Það er margra
hluta vegna sjálfsagt að reyna að fá
örugt fræ af þessu tré og gera til-
raunir með það. Koma sér þá vel
þessi tvö afbrigði, er vaxa við ólík
skilyrði. Úthafsveðurlag og megin-
lands.
YFIRLIT
yfir frœsöfnunarstaði á Kyrrahafsströnd og t Norðvesturlandirm, knattstaða, úrkomumagn og
hceð yfir sjó. Aætluð hæð þar sem fræinu þarf að safna, miðað við að meðalhiti hækki eða lækki
um 0.6° á C. við hverja 100 metra.
Hnattstaða, hœð Vfir sjó og úrlcomumapn. Nöfn trjátegunda. Hœð yfir sjó í metrum, þar sem frœs þarf gf safna.
Meðalhiti Árs 1. 2. 3. 4.
Nöfn frœsöfnunarstaöa: Hwð yfir sjó. Brcidd Lengd júní, júlí úrkoma Sitka-greni Hemlook- greni Strandfura Gulur
Metrar. N. V. dgúst sept. Cedrusviður
C. 0 m.m.
m. m. m. m.
Waldex í Alaska 6 61° 7' 146°16' 10.3 1327 150—200 150—200
Juneau I Alaska 27 58°18' 134°28' 12.3 2020 300—500 300—500 400—500
Killisnoo I Alaska 10 57° 134°21' 10.9 200—300 200—300 200—300 400—600
Sitka I Alaska 19 57° 3' 135°19' 11.8 2252 300—500 300—500 400—500
Skogway f Alaska ca. 20 59°23' 138° 13 * 500—700 500—700 600—800 600—800
Fort Wrangel, Brit. Col 9 56°30' 132°25' 13.2 1804
Hálendis- og me ginlandstrré. •
Meðalhiti Árs 1. 2. 3. 4. 5. 6.
Nöfn frœsöfnunarstaða: Hœð yfir sjó. Breidd Lengd júni, júlí, úrkoma Fjallagreni Murrayana- Engelmanns Biágreni Hvítgreni Douglas
Metrar. N. V. ágúst, sept. fu ra greni greni
c. ° m.m.
White Horse, Yukon 61° 136° 12 300—400 300—400 300—400
Skogway, Alaska 20 59°20' 138° 13 600—700 600—700
Banft, Brit. Col 1,384 51°10' 115°30' 12.2 1600—1700 1600—1700 1600—1700 1500—1600
Revelstoke, Brit. Col 450 61° 118° 6' 15.4 1031 1500—1600 1500—1600 1500—1600 1500—1600
Colorado 1600—1800
Port Simpson, Brit. Col 7 51°14' 12.5 2332 600—600
‘Sumarhitinn I Skogway ogr White Hcyse eru áætlatiar tölur. Skýrslur um úrkomumagn vantar frá sumum stöðvunum.
Veðurathuganir frá rfkinu Colorado hafði eg ekki við hendina, en gera má ráð fyrir að fara verði I 1600—1800 metra
hæð þar yfirleitt, til þess að finna sumarhita er svari til sumarhita hér á landi.
Islendingar vestan hafs og
fræöflunin:
Áhugi íslendinga vestanhafs á
skógræktarmálunum hér heima á
Fróni hefir undanfarið komið fram
í verkinu. Þeir hafa sent hingað
ýmsar tegundir trjáfræs. Má þar
nefna ýmsar barrviðartegundir, svo
sem: Blágreni, Hvítgreni, Hvítfuru,
Gulfuru Banksfuru, o. fl. Einnig
fræ af lauítrjám, t. d. Hlyn, Aski,
Álmi o. fl.
I fremstu röð þeirra manna, er
gengist hafa fyrir þessari þátttöku í
skógræktarmálunum hér heima vil
eg nefna vin minn J. J. Myres,
stórbónda á Mæri í N. Dakota og
Björn Magnússon, veiðikappa mik-
inn í St. James í Manitoba. Þessir
menn og allir aðrir, er stutt hafa
skógræktarmálefni íslands, meðal
landa vestra, eiga lof og þakkir
allra þeirra, er telja innflutning er-
lends trjágróðurs mikils virði fyrir
land vort.
“Mjór er mikils vísir.’’ Þessi
byrjunarstarfsemi landa vorra vest-
an hafs, hefir orðið til þess að vekja
oss hér heitna til umhugsunar og
viðleitni Hér er um byrjun að
ræða, er ætti að verða og getur orðið
mikilsvert byrjunarstig, ef rétt er
á haldið.
En fræöflunin er vandamál, eins
og fyr er drepið á, einkum sökum
þess að Island cr ólíkt nágranna-
löndunum í veðurfarslegu tilliti, en
fjarlægð mikil til þeirra héraða í
hættir eru miklu líkari því sem hér
cr. Aðstaðan er því erfið. Erfið-
ari en flesta grunar, að eg hygg.
í fræverzlunum á Norðurlöndum
og í Ameríku er allskonar trjáfræ á
boðstólum, en það er tilviljun ein,
ef það er frá stöðum er svipar til
íslands að veðurfari. Til þess að
afla fræs af öruggutn afbrigðum
barrviða þarf að gera sérstaka fyrir-
höfn og ráðstafanir af mönnum,
sem bera skyn á þessa hluti og eru
kunnugir staðháttum bæði awstan
liafs og vestan.
Með þetta fyrir augum er það
sannfæring mín, að örugg fræöfl-
un verði ekki framkvæmd til neinn-
ar hlýtar, nema með fulltingi landa
vorra vestan hafs. Stjórn skóg-
ræktarmálanna bæði í Bandaríkjun-
um og Canada kann að hafa og hef-
ir vafalaust góðum mönnum á að
skipa, ef þangað er leitað, en eg
verð að draga í efa að amerískir
skógræktarmenn hafi þann áhuga er
fræöflun krefur, ef hún á að koma
að haldi, þannig að ræktun öruggra
barrviða til þrifa, verði grundvölluð
á henni.
Búast má við að hörgull sé á fag-
mönnum i skógrækt meðal Vestur-
fslendinga, er sint gætu þessu máli,
eða framkvæmt fræöflun, en þó svo
sé, geta þeir gefið bendingar, sem
að gagni kæmu, af því þeir þekkja
betur staðhætti landsins en aðrar
þjóðir gera. Hvað sem öllu
öðru liður þá treysti eg engum bet-
ur en Vestur-íslendingum til að
leysa þennan vanda.
Vér getum sjálfir gert mikið, ef
skilningur ráðandi manna hér heima
væri nægilegur til að koma í fram-
kvæmd því, sem með þarf til að
afla fræsins og leggja grimdvöllinn.
Það hefir verið stungið upp á að
senda menn eða mann vestur. Til
þess þarf fé. Fé til skógræktar er
skamtað úr hnefa, einkum á kreppu-
tímum. Sendiför manns eða manna
gæti vissulega orðið til þess að
tyrggja framkvæmd í þessu máli.
En leiðin er löng og buddan er tóm,
góðir Vestur-íslendingar. Hvað
skal segja og gera?
Ritað i febrúarmánuði, 1935.
Guttormur Pálsson.
Orustan hjá Mukden
30 ár síðan Japanar unnu sigur
á Rússum.
Það var í febrúar 1905. Eftir
eins árs bardaga og sigra voru Jap.
anar komnir í námunda við Mukden,
hina gömlu keisaraborg. Þar gerðu
þeir sér herbúðir gegnt meginher
Rússa, sem var undir stjórn Kuro-
patkin hershöfðingja, sem hafði
mikið álit á sér í Evrópu.
Undanfarna mánuði hafði Kuro-
patkin fengið mikinn liðsauka. Hann
hafði sérstaklega góða aðstöðu,
sterk vígi og nægar birgðir af mat
og hergögnum.
En Japanar voru ekki iðjulausir
þótt þeir hefðu slegið vetrarherbúð-
um. Rússar bjuggust ekki við
neinni sókn af þeirra hendi fyr en
með vorinu. En Japanar vissu, að
í febrúar og marz var veðrátta og
færð þannig að hægt var að beita
miklum liðsafla. Og þeir ákváðu
að hefja sókn þá, þótt það væri
ekki árennilegt.
ú m þetta leyti hafði Kuropatkin
um 500,000 manna her. Sennilega
hafa Japanar haft litlu minni her,
en Rússar vissu aldrei hvað liðsafli
þeirra var mikill, né hvað þeir ætl-
uðust fyrir. Það var Oyama hers-
höfðingi, sem lagði ráðin um það
hvernig sókninni skyldi haga.
Eftir að Port Arthur var unnin,
fór Nogi hershöfðingi, dagfari og
náttfari með her sinn norður á bóg-
inn og myndaði sé her vinstra fylk-
ingararm Japana. Hann ætlaði sér
að komast að baki Rússum og ná
samgönguleiðunum að baki þeirra.
Og svo snildarlega stjórnaði hann
her sínum, að Rússar urðu ekki var-
ir við þetta fyr en það var um sein-
an.
Um sama leyti settu Japanar her
á land í Korea og fór hann hratt yfir
HOW CALIFORNIA NOSED OUT CORNELL AT POUGHKEEPSIE
Ten feet and only three-fifths of a second separated the University of California’s crew (see arrow)
and Cornell’s eig-ht as the sl^ells crossed the finish line at Poughkeepsie, N. Y., and the Golden Bears won
the intercollegiate regetta for the third consecutive time. Many spectators first thought Cornell was the
winner of the four-mile grind, and it took the judges ten minutes to announce the victorious crew.
á móts við vinjstra , fylkingararm
Rússa, án þess að þeir vissu um
það.
I fylkingarbrjósti Japana voru
þeir hershöfðingjarnir Oku, Nodzu
og Kuroki, allir þrautreyndir hers-
höfðingjar. Gegnt þeim voru rúss-
nesku hershöfðingjarnir Kaulbar,
Bilderling og Linewitsch.
Kuropatkin varð mjög undrandi
er Japanar gerðu áhlaup á her hans
hinn 19. febr., og hann áttaði sig
vist alls ekki á því, að þetta var
upphafið að þeirri mestu orustu,
sem.nokkru sinni hafði verið háð í
heiminum.
En það var ekki fyr en fjórum
dögum seinna að Japanar hófu sókn
fyrir alvöru, og enn vissi Kuropat-
kin ekki hvað þeir ætluðust fyrir.
Hann bjóst við því að sóknin
mundi hefjast að vestan, en 23.
febrúar hófu japönsku hershöfð-
ingjafnir Kuroki og Kovamara á-
kafa sókn að austan. Varð Kuro-
patkin að senda þangað mikinn liðs-
auka, því að hann óttaðist að Jap-
anar ætluðu að reyna að komast að
baki her sínum þeim megin.
En nú hóf Nodzu hershöfðingi
harða sókn í fylkingarbrjósti og rétt
á eftir hók Oku hershöfðingi sókn
STYRKIR TAUGAR OG VEITIK
NYJA HEILSU
N U G A-T O N E styrkir taugarnar,
skerpir matarlyst, hressir upp & melt-
ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og
bætir heílsuna yfirleitt.
NUGA-TONE hefir gengið manna &
meðal t 45 &r, og hefir reynst konum
sem körlum sönn hjálparhella. Notið
NUGA-TONE. pað fæst f öllum iyfja-
búðum. Kaupið hið hreina NUGA-
TONE, þvt fá meðöl bera slíkan árang-
ur.
Við hægðaleysi notið UGA-SOL —
bezta lyflð, 50c.
að vestanverðu. Var nú barist af
grimd á endilöngum herstöðvunum
og nteðan Rússar höfðu nóg að gera
að verjast, hélt Nogi hershöfðingi
áfram með hetjulið sitt frá Port
Arthur, til þess að komast norður
fyrir Rússa. Var það ekki fyr en I.
marz að Kuropatkin sá í hvert áefni
var komið, því að þá tóku Japanar
vígi 40—50 km. vestur af Mukden,
og þar með var slitið samgöngum
Rússa við Kína.
Jafnframt uppgötvaði Kuropat-
kin, með því að gera yfirskins á-
lilaup hingað og þangað á her Jap-
ana, hvað þeir voru sterkir að vest-
an. Þar sótti Oku fram og hrakti
Kaulbar miskunnarlaust aftur á bak
í áttina til Mukden. En Nogi hafði
tekið sér stöðu fyrir norðan og vest-
an Mukden og var þvi orðið ískyggi-
legt útlit um undanhald fyrir Rússa.
Að austanverðu hertu Japanar nú
einnig sóknina og hömluðu Rússum
þannig frá því að senda þaðan lið-
stvrk til vestari fylkingararms, enda
þótt Kuropatkin sæi nú að þeim
megin var aðalsókninni beint gegn
Rússum.
Hinn 7. marz tókst Nogi að kom-
ast yfir járnbrautina norðan við
Mukden og hóf hann nú skothrið á
borgina. Kuropatkin safnaði þá
60—70 “batalionum” og réðist gegn
Nogi. Stjórnaði hann sjálfur því
áhlaupi. Virtist svo í fyrstu sem
Nogi mundi verða að hörfa undan,
en Oku sendi honum þá liðstyrk og
jafnframt gerði hann æðisgengið á-
hlaup á Rússa til þess að létta aðal-
sóknina af Nogi. Þá snerust Rúss-
ar gegn Oku, en það varð til þess,
að Nogi sótti aftur fram austur á
bóginn, og samtímis hóf Nodzu
sókn gegn fylkingarbrjósti Rússa.
Þar voru Rússar nú orðnir svo
veikir fyrir, að vörn þeirra varð öll í
molum. Og þar með voru úrslit
orustunnar afgerð. Með framúr-
skarandi herkænksku og hreysti
höfðu Japanar hrakið Rússa úr
herstöðvum sínum, sem taldar höfðu
verið óvinnandi. Og nú voru Rúss-
ar komnir í Iierkví, sem þrengdist
smám saman og var ekki annað
sýnna en allur her þeirra yrði að
gefast upp.
Kuropatkin skipaði því fyrir um
undanhald, og var það þó miklu lík-
ara flótta en undanhaldi. Hann
skildi eftir allar birgðir sínar og
fallbyssur.
Af Rússum höfðu fallið eða ver-
ið handteknir um 200,000. Auk
þess mistu Rússar 500 fallbyssur og
óhemju ósköp af matvælum og skot-
færum.
Þótt Japanar hefðu barist af
mesta kappi og mist margt manna,
var ekki að sjá að þeir væru vig-
móðir, þvi að þeir ráku flóttann sem
ákafast og náðu hinum öflugu her-
stöðvum Rússa hjá Tieling og síðan
ýmsum vígjum þar fyrir handan.
Orustunni létti ekki fyr en 2.
marz og þá höfðu Rússar verið
hraktir 100 km. frá Múkden og
leifar hers þeirra voru svo illa til
reika, að þær gátu alls ekki gengið
til orustu.
Japanar bjuggust nú til þess að
leggja undir sig héraðið hjá Vladi-
vostock, en til þess kom ekki, þvi i
maílok vann Toge flotaforingi
fullnaðarsigur á Eystrasaltsflota
Rússa, og þá báðu Rússar um frið.
Fyrir milligöngu Bandaríkjanna
og stórveldanna í Evrópu, sem ekki
vildu að farið yrði mjög illa með
Rússa, voru lönd þau, sem Japanar
höfðu unnið, tekin af þeim aftur.
j En þeir fengu þó að hafa fótfestu í
j Korea og Port Arthur.
I En eins og kunnugt er hafa Jap-
anar nú eftir 30 ár, lagt undir sig
þann hluta Mansjúríu, sem þcir
j unnu af Rússutn i hinni miklu
styrjöld 1904—1905 og hefir alt af
fundist að þeir ættu síðan.
—Lesb. Mbl.