Lögberg - 04.07.1935, Side 2

Lögberg - 04.07.1935, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JÚLI, 1935. WHERE 40,000 DTED IN THE INDIAN EARTHQUAKE Here is a picture received from India showiní? the devastatíon in Quetta following earthquakes that destroyed the gateway to mountain provinces and killed 40,000 of the city’s inhabitants. Survivors pitched camp on the outskirts of Quetta with the few possessions they were able to save from the ruins. British medical officials ordered the destroyed city evacuated to prevent an outbreak of plaprue. Copyright, Hearst Metrotone N,ews. o Skáldið N. F. G. Grundtvig 150 ára minning. Eftir prófcssor dr. pliil. Richard Beck. Fáir greppar fyr og síSar fundið hafa dýpri tcik, fáir betur tákniS tíðar túlkað gegnum kristin rök ; fáir hafa hugarsjónum hærra lyft við tímans sjá, fáir náð svo tali og tónum tungurótum þjóðar frá. Enginn fram í fornöld rýndi fræðiþulur lengra en hann; enginn hug til hreysti brýndi hvassara, þegar loginn brann. Engin snót með ástarþýðu innilegar faðmar jóð, heldr en hann í böli’ og blíðu bar í hjarta sínu þjóð. Þannig ávarpaði séra Matthias Jochumsson hinn stórfelda, danska skáldbróður sinn í reginsnjöllu minningarkvæði; og hér er brugðið upp glöggri mynd og sannri af Grundtvig, þessum marghæfa og orkuríka víking andans: — skáld- inu, trúarhetjunni, hugsjóna- og þjóðvakningarmanninum og fræði- þulinum. Hann var þetta alt í senn, og með þeirri staðhæfing er jafn- framt gefið í skyn, hversu djúp spor hann markaði í menningarsögu þjóðar sinnar á öldinni sem leið. Hann var faðir víðtækrar trúar- legrar vakningfar í dönsku þjóðlífi og utan Danmerkur og annar höfuð- brautryðjandi nýrrar stefnu — rómantikurinnar—i dönskum bók- mentum. Hann vann stórvirki í fræðimensku, einkum í sagn- og goðafræði, og kom þar fram með nýjar og sérkennilegar skoðanir. Allmikinn og góðan þátt tók hann í dönskum stjórnmálum og reyndist þar, sem víðar, málsvari frelsis og framfara. Samt mun það margra mál, að hvað stærst afreksverk hafi hann unnið með hugsjóninni djörfu um stofnun lýðháskólanna, sem síð- ar komst í framkvæmd, fyrir atbeina Kristen Kolds og annara áhuga- samra umbótamanna. Er það al- kunna, hve frjósöm uppeklisstofnun skólar þessir hafa reynst hinni dönsku þjóð, og frá Danmörku hefir þessi merkilega nýjung í fræðslu- málum breiðst út annarstaðar um Norðurlönd, og miklu víðar um heim, alla leið austur i Japan. Þarf varla að mínna á það, að boðaföllin af þessari öldu hafa borist til Is- landsstranda og flutt þangað fræ lífs og þroska. Samhliða allri þess- ari víðtæku menhingarstarfsemi í orði og verki um sextiu ára skeið, var Gundtvig sérkennilegt og and- ríkt skáld, eitt af höfuðskáldum hinnar dönsku þjóðar, og er þó bekkur hennar i Bragahöll ekki set. inn neinum hálfdrættingum. Gáfur þessa hamramma jötuns á sviði andlegra afreka, hafa því ber- sýnilega verið fjölþættar með af- brigðum. Skapgerð hans var margs konar andstæðum ofin, en samein- uðust, líkt og kvíslir í meginfljót, í tröllauknum persónuleik hans, sem setti svip sinn og aðalsmark á verk hans og anda. Var því full ástæða fyrir Dani, að halda nýlega hátið- legt 150 ára afmæli þessa þjóðskör- ungs síns, en hann var fæddur 1783, og lézt í hárri elli 1872. Fyrir mörgum árum (“Eimreið- in,” VIII, 1002) skrifaði Jón sagn. fræðingur Jónsson (Aðils) ítarlega og prýðilega ritgerð um Grundtvig og lýðskóla hans, er hefst á þessari kjarnorðu og kröftugu lýsingu: “Gamli Grundtvig,—svo var hann venjulega kallaður,—er einn af þeim fáu mönnum, sem hefir auðnast að njóta sín til fulls i lífinu, að láta alla þá margföldu hæfileika, sem í þeim hafa búið, ná fullum þroska. Hann var hátt á níræðisaldri þegar hann andaðist, hægt og rólega, “eins og sól hnigur til viðar á hausti.” Engar þjáningar, engin banalega var á undan gengið. Herðabreiður og þrekvaxinn, “þéttur á velli og þéttur í lund,” fjörlegur og garpslegur var hann jafnt í elli sem æsku. Hann var stæltur og stinnur til likams- burða og hafði lítt verið kvellisjúk- ur um dagana. 1 eðli sínu samein- aði hann tvo gagnstæða eiginleika, sem sjaldan fara saman: risaorku til allra starfa og því nær óskiljanlega litlar likamskröfur. Þetta óvenju- lega likamsþrek og langa aldurs- skeið studdu hins vegar að því, að allar hans eðlisgáfur, öll frækorn hans andlegu hæfileika, fengu náð fullum þroska. Hann var einn af þeim örfáu mönnum, sem aldrei nema staðar á þroskabrautinni, aldrei þverr uppsprettumagnið inni fyrir, heldur eru stöðugt viðbúnir að grípa við nýjum hugsjónum, sökkva sér niður i þær og berjast fyrir þeim fram í andlátið með æsk- unnar ofsa og eldfjöri. En það er ólíkur blær, sem hvílir yfir æsku- árum hans og miðaldursskeiði og svo elliárum. Á hinum fyrri árum sín- um, baráttu- og hernaðarárunum, stendur hann uppi einn síns liðs, eins og veðurbarinn eikarstofn, einn á móti þéttskipuðum og harðsnúnum fjandaflokki með ýms af stórmenn- um þjóðarinnar í broddi fylkingar. Hann gnæfir þar upp þungbúinn og alvarlegur eins og klettur úr hafinu, eins og tröllaukinn berserkur, við- búinn að tvíhenda sverðið á móti ofureflinu, á móti öllum heiminum, ef vera skyldi. Á efri árum sínum aftur á móti situr hann hvítur fyrir hærum í öndvegi eins og kjörinn þjóðhöfðingi, með spámannsins þrumandi sannleiksorð á vörunum, átrúnaðargoð þúsunda, tíu þús- unda, heillar kynslóðar. Þegar hann var á miðaldursskeiði sínu stóð einn uppi fjötraður og vopnlaus, sakfeldur af dómstólunum, bann- færður af kirkjunni, bláfátækur og Iitilsvirtur, mælti hann þessi karl- mannlegu djörfungarorð: “Maður er orðinn úr mér, vesæll að vísu og litilmótlegur í heimsins augum, en þó maður, sem ekki vill skifta kjör- um við konunga.” Þegar hann and- aðist, sat að fótum hans heil þjóð, seni hann hafði vakið af dvala, kveikt líf í með orðum sinum og haft dýpri og sterkari áhrif á en nokkur annar maður á þessari öld.” Langt út fyrir landamæri Dan- merkur náði áhrifavald Grundtvigs. Björnstjerne Björnson hylti þennan skáldklerk frændþjóðar sinnar, í merkiskvæði, sem mesta andans mann á Norðurlöndum. Sjálfur er Grundtvig á siðustu árum, og þar með óbeinlinis atburðarikum æfi- ferli hans og áhrifum, lýst eftir- minnilega í þessum orðum séra Matthíasar Jochumssonar: “Þar sá eg hinn lærða ritsnilling Martensen biskup og Grundtvig hinn gamla: varð mér starsýnt á hann og þótti hann hafa Hrafnistumanna svip; var hann þá hálf-níræður og mjög saman dreginn, og þó á sinn hátt stórmannlegur. Tók hann fyrstur til máls; og er þessi “Nornagestur Norðurlanda” var studdur upp í ræðustólinn, viknaði eg og var stím mér fyndist hann rogast með heila öld og heillar þjóðar sorg og gleði, vizku og heimsku á baki.” (“Iðunn” I. 3 janúar, 1916, bls. 259-69). Sjón- hvöss augu þjóðskálds vors sáu rétt. Á breiðum herðum þessa silfur- hærða öldungs höfðu straumköst dansks þjóðlífs skollið um meir en hálfrar aldar skeið, og upp úr því ölduróti hafði hann lyft þjóð sinni á hærra menningarstig. En slíkum Grettistökum lyfta stórmenni ein í ríki andans; hinir mega ærið ham- ingjusamir teljast, auðnist þeim að leggja eina steinvölu í musterisvegg- inn. Margþættri menningarstarfsemi Grundtvigs verða engin veruleg skil gert í stuttri tímaritsgrein : hér verð- ur því einungis snúið upp einum fletinum á lífsstarfi hans, lýst að nokkru skáldskap hans. En hann beitti skáldskapargáfu sinni freinst og lielzt í þágu kristilegra og þjóð- menninga'rlegra hugsjóna, tók sér hörpu í hönd til þess að glæða líf og gefa vængi hugsunum þeim og kenn- ingum, sem honum lá þyngst á hjarta /að gera eign almennings. Fór þvi fjarri, að hann fylgdi reglunni víð- kunnu: “list listarinnar vegna,” sem Ieitt hefir margt! Ijóskáldið út á hálan is fagurs, en eigi sjaldan inn- antóms forms, hljómandi málms og hvellandi bjöllu. í skáldskap Grundt- vigs, eins og í öðrum höfuðritum hans, var það megintilgangur hans, að vekja þjóð sína til nýs lífs i kristilegum og þjóðlegum anda. Kristindómur og norræn lífsskoðun eru höfuðþættirnir í boðskap hans. Eins og Jón sagnfræðingur tekur réttilega fram i fyrnefndri ritgerð sinni, stefndi alt hið margþætta starf Grundtvigs að því marki: “að beina huga þjóðarinnar upp á við og vekja hjá henni meðvitund um þann sérstaka þjóðernisanda, sem hún verði að halda fast við og þjóna dyggitega, eigi hún að ná því tak- marki, sem henni er sett frá upp- hafi vega sinna. Hún verður að sameina hin norrænu þjóðareinkenni sín við kristilega lífsskoðun, byggja líf sitt hvort tveggja í senn á fom- norrænum eðliseinkennum og kristi. legum skoðanagrundvelli, svo fram- arlega sem hún vilji ekki eiga það á hættu að líða undir lok sem sér- stök þjóð og hverfa með öllu undan merki sinu á vígvelli sögunnar.” Megum vér íslendingar, engu síður en danskir frændur vorir, leggja eyrun við þessari kenningu skálds- ins þann dag í dag. Voru mér því góður galdur niðurlagsorðin í hinni timabæru og prýðisgóðu ritgerð míns gamla skólabróður, séra Páls Þorleifssonar, “íslenzk kirkja:” “Takmark kristinnar trúar er að kalla fram til starfs það bezta og stærsta, sem leynist í sál og sam- vizku hverrar þjóðar, einmitt þá fegurð, þá göfgi, þann andlega kraft, sem hver kynflokkur og hver kynslóð á falið eins og glóð í djúp- um lífs síns. Kirkja landsins þarf að skapa sér starfsaðferðir við hæfi þójðarinnar. Helgisiðir hennar þurfa að eiga sér rætur í þjóðar- sálinni, boðskapur hennar að vera fluttur á máli, sem hver getur skil- ið, og þannig að bergmál veki i vit- und og sál.--------Markmiðið hér er íslenzk kirkja.” (“Eimreiðin,” IV. 1933, bls. 385). Þar sem Grundtvig notaði skáld- skapinn að vopni i baráttunni fyrir áhugamálum sínum, er auðsætt, að honum sem skáldi verður eigi lýst til hlítar, svo að umbótamaðurinn og þjóðvakningainaðurinn komi ekki næsta mikið til sögunnar. Norrænn andi og kristin trú eru undirstraumarnir þegar í fyrsta skáldverki Grundtvigs, ádeilukvæð- inu Grímudansleikurinn í Danmörku (Maskeradeballet í Danmark, 1808), þar sem hann ræðst óvægilega á al- vöruleysi samtíðarmanna sinna og lætur forna frægðartíð þjóðar þeirra, í öldungsliki, eggja þá lög- eggjan til framsóknar. En þetta ein. kennilega og að mörgu leyti skáld- lega kvæði féll í grýtta jörð, og þótti höfundinum það, að vonum, talandi vottur um réttmæti ádeilu hans. Meira kveður þó að skáldverkinu sögulega: “Þættir úr hnignunarsögu hetjualdar Norðurlanda” (Optrin af Kæmpelivets Undergang i Nord), sem út kom 1809 og segir, í drama- tisku formi, frá árekstrinum milli heiðni og kristni, en höfuðpersón- urnar eru þeir Gormur gamli, Pálna- tóki og Vagn Ákason. Áfátt er verki þessu frá sjónarmiði skáld- listar, á köflum þokukent, þungt í vöfunum, og laust í reipunum; en mörg eru hér einnig leiftur sannra tilþrifa, myndauðgi, málsnild og undiralda ríkrar tilfinningar. Tveim árum síðar sendi Grundtvig frá sér fyrri hluta þessa skáldrits, sem nefnist “Þættir úr stríði norna og ása” (Optrin af Norners og Asers Kamp), um Völsunga og Gjúkunga; en nú kveður nokkuð við annan tón. Hér sjást mörg merki þess, að trú- arskoðun skáldsins hefir gerbreyzt; kristilegs viðhorfs gætir nú stórum meir, en verið hafði. Bar það til þess, að áður en Grundtvig ritaði umræddan hluta skáldverksins hafði hann háð sitt beiska sálarstríð (r8io) og gengið sigrandi af þeim hólmi, fullur trúarlegrar vakningar og eldmóðs. Hvað ritlist snertir, má annars svipað segja um þennan kafla skáldverksins sem hinn fyrri. Merkur danskur bókmentafræðing- ur (P. Hansen) hefir komist svo að orði, að Oehlenschláger, sem einnig, eins og kunnugt er, sótti yrkisefni i norrænar bókmentir, hafi meitlað fornhetjurnar í marmara, en Grundtvig höggvið þær í granít; sé hið síðara efnið hæfara fyrirmynd- unum, en sem listaverk—að fegurð —standi granitsteinninn langt að baki marmaramyndinni. Eins og að ofan var getið, ætlaðist Grundtvig ■ -------- eigi heldur til, að þessi skáldverk hans væru helzt og fremst metin á vog listarinnar; þau voru einkum samin með fræðslugildi fyrir aug- um, til þess að opna mönnum furðu. og fegurðarheima norrænnar for- tiðar. En ekki reynist það affara- sælt, frá ritlistar sjónarmiði, að ætla að þjóna tveimur herrum í ríki list- arinnar, fremur en á öðrum sviðum. Hvað sem þvi líður, kom fram í þessum skáldritum Grundtvigs um norræn efni rík aðdáun hans á trú- ar- og lífsskoðunum Norðurlanda- búa hinna fornu. Rætur hans stóðu alla daga djúpt i norrænni mold; viðurkennir hann náinn skyldleika sinn við förtiðina i eftirfarandi orð_ um úr inngangskvæðinu að fyr- nefndum skáldritum: “Þvi lengst í norðri aðeins á eg heima.” Þó Grundtvig hefði mörg önnur járnin í eldinum, gaf hann út árið eftir (1812) kvæðasafnið Saga, lít- ið rit að vöxtum, en þar er að finna all-mörg framúrskarandi fögur lyr- isk kvæði, á borð við hið bezta í Ijóðagerð skáldsins, ekki sízt glæsi- legar sveita- og náttúrulýsingar. í safni þessu er einnig Gunnlaugs saga ormstungu, endursögð á danska tungu. Sama árið orti skáldið kvæðaflokkinn Hróarskeldu-rtm (Roskilde-Rim), sögulegs og trú- arlegs efnis, sem prentaður var, auk- inn og breyttur, tveim árum siðar (1814) ; mestur snildarbragur er hér á sumum ljóðunum í þjóðkvæðastíl, einkum kvæðinu, hreimfagra og þýða, um þá Vilhelm biskup og Svein konung. Frjósemi skáklsins^ um þessar mundir, í bundnu máli og óbundnu, var slik að firnum sætti, enda var starfsorka hans og athafnasemi að sama skapi. Árið 1815 komu út kvæðasöfnin Kveðlingar (Kvæd- linger) og Hejmdal; fyrra ritið, stærðarbók, er að miklu leyti safn eldri kvæða skáldsins með skýring- um, og eru þar ýms merkustu kvæði hans; eftirtektarverð eru einnig sum kvæðin i Heimdalli, sér í lagi Jót- landslýsingarnar. Næstu árin (1816- 19) gaf Grundtvig út tímaritið Dane-Virke, sem, eins og nafnið lætur ótvírætt i Ijósi, var ramm- þjóðlegt að stefnu og anda, en að öðrum þræði trúarlegs efnis, í fullu samræmi við þá kristilegu norrænu lífsskoðun, sem nú var orðin ríkj- andi hjá skáldinu. Margra grasa kennir annars í timariti þessu; auk fjölda ritgerða eru þar frumsamin kvæði og fornkvæði í þýðingum. Upp úr jarðvegi þjóðlegs áhuga skáldsins eru einnig sprottnar þýð- ingar hans af hinni latnesku Dan- merkursögu Saxa, Heimskringlu Snorra Sturlusonar og Bjólfskviðu hinni forn-ensku, sem allar komu út á árunum 1818-22. Þó fjarri fari, að Þýðandinn þræði frumritin ná- kvæmlega, og sitthvað megi finna að máli þýðiganna og stíl, var hér um stórvirki að ræða, sem heiðurssess skipa í dönskum bókmentum. Þýð- ingar þessar eru sniðnar við hæfi danskrar alþýðu og hafa stórum aukið þekkingu hennar á norrænum fræðum og fornri sögu hennar og jafnframt glætt þjóðernistilfinn- ingu hennar og sjálfsvirðingu. Hef. ir það eigi gert mönnum lesturinn óljúfari, að þær bera víða ósvikinn blæ sérkennileiks og stílþróttar. ( Franih.) I gullbrúðkaupi Mr. and Mrs. Klemcns Jónas- sonar i Selkirk Frændi fræða og ljóða, fósturbróðir sögu, vanur mál að vanda vel í orði högu; það skal þér til sæmdar, þínu gullbrúðkaupi, Bragafull þér berum boðnarvíns í staupi. Þú í feðra fræðum fanst þitt yndi bezta, sem í sögu og kvæðum sýndu snilli mezta. Aldrei þeirra arfi undir bekk þú stingur; ert í máli og muna mætur íslendingur. ENDURVEKIÐ ÆSKUFJÖRIÐ NUGA-TONE er dásamlegt meíSal fyrir sjúkt og lasburða fðlk. Eftir vikutima, eða svo, verður batans vart, og við stöðuga notkun fæst gðð heilsa. Saga NUGA-TONE er einstæð I sinni röð. Miljónir manna og kvenna hafa fengið af því heilsu þessi 45 ár. sem það hefir verið I notkun. NUGA- TONE fæst I lyfjabúðum. Kaupið að- eins ekta NUGA-TONE, þvf eftirlíking- ar eru árangurslausar. i Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. Láttu enn þá lengi ’ Ljós þitt vinum skína. Margir kunna að meta mennta iðju þína. Innra ekki skyggir, ytra þó að kveldi. Fræðaljósin leggja Jjóma í arinveldi. Heill þér, húsfrú góða; hróður þinn skal róma. Vit og viljastyrkur vekja skýra hljóma, þá se mberast, þýðir, þér að eyra og hjarta. Gæfusólar geislar gylli kvöldið bjarta. Ykkar sæmdar-orðstýr ekki gleyma munum. . Sjáið samfagnaðar- svip á andlitunum. Hvgg eg höldar betur Hafi ei fylgst að máli er til boðs þeir buðu Bergþéæu og Njáli. Liking Hvols með hjónum hér nú glögga sjáum, er til öndvegs rennum órum sjónar-skjáum: Njáll í sæmdarsæti situr spakur, prúður; og til hliðar honum hugstyrk, trygglynd brúður. Óskir allra heilla ykkur vinir senda. Bliki í unaðsbjarma brautin fram til enda. Yfir heiðar hærur helji geislum friðar gæfusólin góða, gangi seint til viðar. B. Thorsteinsson. Frá Edmonton (24. júní, 1935) Herra ritstjóri Lögbergs: Tíðarfarið hefir verið óvanalega kalt og votviðrasamt það sem af er sumrinu. Samt er allur gróðtir á ökrum, görðum og haglendi góður og lítur vel út, en nokkuð seinna a veg kominn, en vanalega á þessum tíma ársins. Bændur hafa góða von um riflega uppskeru í haust. eftir núverandi útliti að dæma. Talsvert var sáð, hér um slóðir, minna hveiti en vanalega, því alt lág- lendi var svo blautt í vor, að bænd- ur gátu ekki sáð í það í tima. t mikið af þessu landi var samt sáS fyrir grænt fóður (green feed), og þó það sé ekki eins arðsöm mark- aðsvara eins og hveiti, þá er það gott búsílag fyrir bændur, sparar þeim annað fóður handa hestum og nautgripum sínum. Þann 5. júni voru gefin saman í hjónaband af Rev. A. G. Stone, Alberta Nichols, af skozkum ættum og Edmund Johnson, yngsti sonur Mr. John Johnsons, sem hefir átt hér heima í fjödamörg ár. Lukku- óskir frá vinum og vandamönnum fylgja ungu hjónunum. Framtíðar- heimili þeirra verður i Edmonton, þar sem Mr. Johnson starfrækir “Hatchery” í stórum stíl. Hér var á ferðinni nýlega íslenzk- ur trúboði frá Philippine evjunum, Rev. A. M. Loptson. Er hann son- ur Ólafs Loptsonar gullsmiðs, sem um eitt skeið var í Selkirk, Man., en fluttist hingað til Edmonton og dó hér fyrir mörgum árum. Rev. Lopt- son á hér móður á lifi og eina syst- ur, Mrs. A. G. Grant; einnig bróð- ur, kennara við tæknisskólann (Technical School) hér í borginni. Rev. Loptson er búinn að gegna trúboðsstarfi fyrir “The Mission Alliance” (Non-Sectarian) í mörg ár. Fyrst í Kína og svo í Philip- pine eyjunum. Hann er ráðinn þangað aftur í fimm ár. Sagðist Rev. Loptson, í samtali við undirrit- aðan, vera að læra mál eyjarskeggja, og bar þeim vel söguna. Aldrei

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.