Lögberg - 01.08.1935, Síða 1

Lögberg - 01.08.1935, Síða 1
48. ÁRGANGUK WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 1. AGUST, 1935. NÚMER 31 CAPT. SIGTRYGGUR JÓNASSON fyrrum þingmaÖur Gimli kjördæmis, og sá maðurinn, er einna mestan þátt átti í vali íslenzku nýlendunnar viÖ Winnipegvatn. Dómkirkjan í Uppsölum 5 hundruð ára Eftir Sigurbjörn Einarsson, stud. theol. AfmælisfagnaÖur sænska þingsins í Arboga og Stokkhólmi var naum- ast áfstaÖinn, þegar augu sænsku þjóÖarinnar beindust aÖ enn öörum stað, hinum fornu og minningaríku Uppsölum: Dómkirkjan sjálf átti 500 ára afmæli. Hún er helgasta musteri Svíaveldis, tengd og sam- ðfin mörgum dýrustu minningum þjóðarinnar. Hér voru konungar krýndir, hér voru biskupar vígðir. Hér hvíla ýmsir ágætustu menn þjóðarinnar, Eiríkur helgi, verndar- dýrlingur kirkjunnar, í sínu gylta skríni bak við háaltarið, Gustaf Vasa, frelsishetjan, þar innar af í hinni fornu Maríu-kapellu, Linne, hinn ágæti grasafræðingur, erki- biskuparnir Jakob Úlfsson og Nath- an Söderblom o. fl. o. fl. Þessi kirkja er tengd sænskri hámenningu með óteljandi böndum. Hér hefir kjarninn úr mentalýð landsins hlýtt á Guðs orð um margar aldir og orðið fyrir varanlegum áhrifum. Og hér er háborg og miðstöð sænskrar kristni. Hér sátu á erkstóli Olavus Petri og Wallin. Hér vígðist Tegnér til biskups, og héðan flutti Söder- blom boðskap sinn til gjörvallrar kristninnar árið 1925. Þessi kirkja er því helgidómur allrar þjóðarinnar á alveg sérstak- an hátt. Og nú er hún 500 ára. Eldur og vindur hafa ásótt hana og eytt. Umrót siðskiftanna og ising “rationalismans” hafa kramið hana og kælt. En samt stendur hún þarna í sinni tildurslausu tign, með sínum gotnesku töfrum. Fingraför kyn- slóðanna dyljast í línum hennar og bogum. Hún sameinar á undursam- legan hátt hið himinskæra og hljóm. sterka Te Deum laudamus og hið djúpa og bjargfasta Credo, eg trúi. Hvorttveggja lofgjörðin og trúar- vissan, hefir, þrátt fyrir alt, haldist og farið vaxandi í svip þessarar hyggingar í 500 ár fyrir átök kyn- slóðanna, sem játað hafa og prísað hinn eina sanna Guð. Fyrir tæpum 700 árum var grunn- urinn lagður að þessari kirkju og stærð hennar ákveðin. Þá var Sví- þjóð fátækt land að fé og mönnum og þurfti mikla trú og bjartsýni til þess að hefja slíkt verk á þessum stað í þá daga. Það var trú og bjartsýni hinnar ungu, sigursælu kirkju, sem trúði á sjálfa sig og framtíðina. — Þetta varð stærsta Guðshús á Norðurlöndum og er svo enn í dag. Ilún er 118.7 m- a lengd og hinir gotnesku turnar hennar jafnmargir metrar á.hæð. Þess má geta til samanburðar að turnar Dóm- kirkjunnar í Köln, eru 156 m. á hæð og hæstu kirkjuturnar í Evrópu á Munsterkirkjunni í Ulm, 161 m. Áður en kirkja var reist á þéssum stað hafði dómkirkja stiftsins stað- ið á tveim stöðum öðrum. Fyrst var hiskupsstóllinn settur í Sigtún- um, litlum bæ við Löginn, en þar var blómlegur kaupstaður til forna, þar sem kristnin festi rætur fyr en annarsstaðar. Þar eru nú rústir einar eftir af hinni fornu, róm- versku grásteinskirkju, sem helguð var heilögum Pétri postula.— Á síðustu árum hefir hinn forni staður orðið miðstöð kristilegs lífs á ný fyrir hina merkilegu starfsemi dr. Fanfred Björkquists þar.— En þegar kristnin loks sigraðist á hinu sterkasta og fornhelgasta vígi heiðninnar á Norðurlöndum, blót- unum frægu i Uppsölum, þar sem dýrkaðir höfðu verið Óðinn og aðrir Æsir um langan aldur af mikilli trú og staðfestu þá var þangað fluttur biskupsstóllinn og reist dómkirkja úr rústum hofsins. Það var hin endanlega staðfesting á sigri kristn. innar í þessu landi. En þá var þessi staður kominn úr þjóðbraut og orð- inn þýðingarlítill. Blóthelgin og erfðavenjur hins forna siðar höfðu verið hans eina gildi. En samtímis var kaupstaðurinn Eystri-Árósar við þáverandi mynni Fýrisár, skamt fyrir sunnan Uppsali, allmjög tek- inn að eflast. Farið var fram á að flytja stólinn þangað og gaf páfinn, Alexander IV., leyfi sitt til þess. Árið 1273 var svo loks helgur dóm- ur heilags Eiríks, verndardýrlings Dómkirkjunnar—upptekinn og bor- inn í skrúðgöngu með yfirsöng til Eystri-Árósa og settur í kór hinnar nýju kirkju, sem þá var að einhverj- um litlum hluta komin undir þak, á svonefndu Drottins-f jalli, þar í bæn- um, vestan Fýriár. Síðan var farið að kalla Eystri-Árósa Uppsali, og hefir staðurinn heitið svo síðan. Hinn forni blót- og helgistaður með gömlu dómkirkjunni var upp frá því nefndur Gamla Uppsala, eða Uppsalir hinir fornU. Síðan var byggingunni haldið á- fram og gekk það með ýmsum skryggjum og skakkaföllum. — Fyrst voru fengnir til franskir meistarar frá höfuðlandi hins gotn- eska stíls. En siðar meir varð að grípa til ódýrari starfskrafta og beið samræmi stílsins við það nokkurn hnekki. Árið 1435 var byggingu kirkjunnar fyrst lokið að mestu, og var hún þá vígð að viðstöddu fjöl- menni. Þeirri mynd, sem hún þá hafði, hélt hún nokkurn veginn ó- breyttri til ársins 1702. En þá brann bærinn að mestu í rústir og kirkjan eyðilagðist stórkostlega. Það af- hroð sem hún þá galt, var ekki bætt til neinnar hlítar fyr en á árunum 1880—90. Ennþá stendur þó margt til bóta ef færa á bygginguna til þess ástands, sem bezt má verða, enda er nú ýmislegt um það rætt. Á þriðja dag hvítasunnu árið 1435, var kirkjan sem sagt vigð og framdi þá athöfn erkibiskupinn Ólafur Larsson, með aðstoð Tóásar biskups í Strengnesi. Hefir sú at- höfn verið mjög með sama hætti og vígsla Kristskirkju í Landakoti, hér um árið. Dómkirkjan var helguð dýrlingunum, heil. Eiríki, heil. Lars og heil. Ólafi. Enn í dag standa líkneski þessara dýrlinga yfir dyr- um kirkjunnar til þriggja átta: Ei- ríkur yfir vestur-,'Lars yfir suður- og Ólafur yfir norðurdyrum. Á þriðja í hvítasunnu, 11. júni þ. á., fór fram aðalminningarathöfn í tilefni afmælisins hér í dómkirkj- unni undir forustu Erlings Eidems erkibiskups. Gústaf konungur var viðstaddur og mikill fjöldi annara manna víðsvegar að. Til aðstoðar erkibiskupi vað athöfnina voru hin- ir sænsku biskuparnir, fyrst og fremst Gústaf Aulén, biskup i Strengnesi, en hann situr á stóli Tómasar biskups, þess er aðstoðaði við vígsluna árið 1435, og bar Aulén hina fornu og fögru biskupskápu herra Tómásar. Ennfremur aðstoð- uðu erkibiskuparnir af Finnlandi og Eistlandi og Lunde biskup í ósló. Öll fór athöfnin fram með hljóð- látri tign. Þar fór saman djúp og auðug tilbeiðsla á föður aldanna og innileg rækt við börn aldanna, sem áður hafa dýrkað Guð á þessu stað. Þar hljómaði Kyrie eleison, — mál frumkristninnar og Nýjatestament- isins — í allri sinni einföldu tign. Þar hljómaði Sanctus og Te Deum undir sinum fornu gregoriönsku lög_ um.—Þar hljómaði með sameinuð- um hljómmætti hins mikla orgels, allstórrar lúðrasveitar og þúsund- anna, sem viðstaddar voru, lofgerð- arsálmurinn: Nu tacken Gut allt folk (Nú gjaldi Guði þökk, nr. 5 i íslenzku sálmabókinni). í sambandi við sjálfa minningar- athöfnina fór fram vígsla hinna ný- kjörnu biskupa, Bohlins og Ljun- grens. Um kvöldið kl. 8 var svo loks guðsþjónusta, þar sem flutt var m. a. minningarræða og að lokum prédikun, sem hafði að texta orðin: En er þeir hófu upp augu sin, sáu þeir engan nema Jesú einan. Matt. 17» 9- Uppsölum í júní 1935. —Lesb. Mbl. Dánsmaðurinn og demanturinn Frú Manúella Garrett hafði verið tyrirmyndar húsmóðir og eiginkona mannsins síns í tíu ár og aldrei dott- ið í hug, að hún mundi nokkurn- tíma eignast stærsta demantinn, sem nokkur kona i Bandarikjunum hefir getað kallað sinn. Hún hugsaði um heimilið og börnin sín tvö og lifði brotalaust eins og fólk flest. En svo var það einu sinni að maðurinn hennar græddi stórfé á kauphöll- inni—hann var miðlari—-og síðan rak hvert happið annað. Meðan auðkýfingarnir mistu eigur sínar græddu Garrett miljónir dollara og eignaðist fjölda af verzlunum. En auðkýfingsfrú verður að stássa sig og nú breyttist frú Gar- rett. Hún sagði upp fjögra her- bergja íbúðinni og keypti skrauthýsi í staðinn og hélt veizlur á hverjum degi fyrir fólk, sem var svo vinsam- legt að gleyma því, að frúin hafði verið þvottakona í æsku og átt barn í lausaleik. Hún gerði sér far um að skara fram úr miljónafrúnum frægu, Astor, Vanderbilt og Rocke- feller. Hún fór til París og jós pöntunum í tizkuverzlanirnar þar. Fatareikningarnir hennar urðu gíf- urlegir og þegar Garrett tókst að ná í 90 karata demant fyrir offjár, rættist leyndasta ósk hennar. Þetta var steinn, sem Rússakeisari hæfði átt á sínum tíma. Hvort þetta verð- ur sannað skal ósagt látið, en svo niikið er víst að frú Garrett var “frúin með stærsta demantinn.” Hún varð methafi en áður hafði Peggy Joyce haft þetta veglega met. Frú Garrett langaði vitanlega til að láta það sjást úti í heimi, hver ætti þennan demant, henni nægði ekki að þeir fáu útvöldu, sem heim. sóttu hana, vissu það. Hún fór til París með demantinn. Garrett fór varlega og keypti vátryggingu á gripnum. Hann sendi lika einka- spæjara með frúnni, til þess að sjá um að steininum yrði ekki stolið. í MISS SNJÓLAUG SIGURDSON Þessar tvær ungu og efnilegu stúlkur, eru komnar á það þroska- stig í hljómlist hvor í sinni grein, Miss Pálmason sem fiðluleikari og Miss Sigurdson sem pianisti, að segja má, með fullum rétti að þær standi í allra fremstu röð meðal hljómlistarfólks í Winnipeg og þó víðar sé leitað, á þvi aldurs og náms- stigi, sem þær eru. Hafa þær þeg- París heimsótti frú Garrett vitan- lega ekki eingöngu tízkuverzlan- irnar heldur líka allskonar skemti- staði. Hún jós út peningum á báða bóga, sérstaklega eftir að hún hafði kynst 29 ára gömlum Spánverja í kveldboði einu. Maðurinn var á- gætur dansari, enda var það þess- vegna sem hann hafði verið boðinn. Garrett varð mjög hissa er hann fékk bréf frá spæjaranum, þess efn. is, að nú hefði Pedro Cantera — Spánverjinn—stolið ekki demantin. um heldur hjarta frú Garrett. Hann sendi reikninga frúarinnar með bréf- inu og voru þar taldir peningar fyr- ir ýmsar gjafir og þær ekki smáar, sem hún hafði gefið elskhuga sín- um. Og Garrett áleit réttast að sækja konuna þegar í stað. Þegar frúin neitaði símleiðis að fara aftur til New York tygjaði Garr?tt sig og sigldi til Evrópu. Þar tók frúin á móti honum ,með rog- bullandi skömmum, og Garrett fanst alt framferði hennar svo grunsam- legt, að hann taldi réttast að ná í geðveikralækni. Komu tveir af frægustu vitfirringalæknum Parisar og skoðuðu frúna liátt og lágt og töklu njuðsynlegt að hún hefði bú- staðaskifti. Hún var flutt af gisti- húsinu og í ofurlitla kytru á geð- veikrahæli. Frúin hafði með sér 32 kjóla á þennan Parísar-Klepp og svo stóra demantinn. En Garrett fór heim aftur og taldi öllu óhætt meðan frúin væri á Kleppi, og að spanski dansarinn .mundi ekki komast í tæri við hana þar. En Pedro Cantera var sniðugur. Hann mútaði varð- manninum og fékk að fara til frú- arinnar. Viðstaðan var aðeins stutt þvi að hann kvaðst hræddur um, að hann fyndist þarna. Hann kysti frúna innilega og laumaðist á burt. En stóri demanturinn hvarf um leið og dansarinn. Þá ofbauð frúnni og hún lét síma Gafrett sínum hvernig komið væri. Garrett skellihló þegar hann fékk símskeytið. Þetta var notalegasta augnablikið, sem hann hafði lifað á æfi sinni. Daginn eftir sigldi hann til Evrópu og i vasa hans var leður- hylki með demantinum—þeim rétta. Sá, sem Pedro Cantera hafði stolið var aðeins eftirlíking. Þegar Gar- rett kom til Parísar hafði frú Gar- rett fengið lækningu ástarmeina sinna, en hrygg var hún—þangað til hún hafði fengið demantinn. —Fálkinn. / MISS PEARL PALMASON ar vakið á sér víðtæka athygli fyrir listræna hæfileika, og eru báðar á hraðri þroskabraut. Þessar ungu stúlkur hafa«ákveð- ið að efna til hljómleika í Árborg þann 9. ágúst, en í Riverton þann 12. Leika þær þar meðal annars ýms íslenzk uppáhaldslög. Má ætla að húsfyllir verði á báðum stöðum. HÓLMGÖNGU NEITAÐ ítalskur blaðamaður hefir skorað Major Attlee á hólm, en Major Attlee er einn af fremstu þingmönn. um enska jafnaðarmannaflokksins. Tilefnið eru ummæli, sem Major Attlee viðhafði í ræðu í brezka þing- inu fyrir skömmu, um ítali, út af deilumálinu milli þeirra og Abys- siníumanna. Major Attlee hefir svarað þvi til, að sér detti ekki í hug að berjast við blaðamanninn. Fyrst og fremst séu einvígi ólögleg, þar næst séu þau villimannleg, og loks, úrelt. En hann segir, að þær hömlur, sem lagðar séu á frjálsar umræður í ítalíu, verði að vera manninum til afsökunar, þótt hann beri ekki skyn- bragð á, hvað brezkum þingmanni sé leyfilegt að segja í umræðum á þingi. Kveðju-minning eftir frú Guðrúnu Jóhannsson frá stúkunni “Skuld” 25. júlí 1935. í húsinu heima og þessu er hljóðlega gengið um sali, því Guðrún er gengin til hvilu, svo göfug og háttprúð í tali. En minningin sorg vorri svali við síðustu útfararmessu. Það var sólskin og ró í þeim ranni, og ráðsnild, sem henni var lagin; hún var einlæg og glaðvær við gesti, og glöggskygn um vorlangan daginn, við hússtörf sín bjó alt í haginn sú hugljúfi, islenzki svanni. Við þökkum nú einróma allir hvern unað á samleið með henni, og óskum um eilífð hjá drottni að ástljósin hjá henni brenni, og aldrei í fótspor þau fenni, sem fór hún um jarðlífsins hallir. Við söknum þín, systkini “Skuldar” en samgleðjumst þó þú sért dáin, því nú ertu’ í guðshús þitt gengin, þó grafmoldin varðveiti náinn. Hjá öllum er eilífðar þráin það æðsta,—en sannanir huldar. Þú ert horfin, en hjá oss i anda, eins hjartkær og mynd þína sæum. f sálardjúp systkina þinna liér sáðir þú ógleymis fræum; gef, drottinn, eins glöð að við dæum í guðsfriði eilífra landa. Þórður Kr. Kristjánsson. Garðurinn við Kirkjuálrœti Þú litli blómagarður, með fagran rósareit og runna smá, er skýla lundi grænum, svo oft þú glatt mig liefir er sólin sumarlieit frá sínum himni skín með geislablænum. Þinn lireini fagri blómi á götuliorni grær, þar glitrar döggin silfurtær á runnum,' í þéttu viðarlaufi oft þröstur liörpu slær með þýðum liljóm, sem börn við lengi unnum. Og undir þínum greinum er sofið, sofið rótt, og sumarblómi engu drottinn gleymir; þar skýlir moldarfaðmi svo milt og draumahljótt vor móðurjörð, og horfna kynslóð geymir. En blómin daginn kveðja við kvöldsins glöðu ljós, og kyrðin vefur mjúkum faðmi stráin, þar situr lítill engill og hjalar hljótt við rós, þá hlustar mær, sem nú er löngu dáin. Þú litli blómagarður með fagran friðarreit, þér falinn máttur tímans eyðing varni, og vermdu þá, senpunnast, við sól og söngvaleit, og sendu bros þín þreyttu strætabarni. Kjartan ólafsson. —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.