Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGUST, 1935. Á myndinni sést hertogafrúin af York, þar sem hún heimsótti búgarð einh er stofna?5ur var fyrir atvinnuleysingja i Lancashire. Hallig Suderoog (Framh.) Fyrir ókunnuga væri sennilega illmögulegt aÖ ímynda sér, að flat- lend eyja úti í miðju hafi og ekki stærrí en 90 ha. geti verið skemti- staður fyrir unga tápmikla stráka, sem vilja lifa og leLka sér. En á Hallig Súderoog er petta hið gagn- stæða. Þar eru óþrjótandi mögu- leikar til starfs og leikja, en það sem laðar strákana mest og sem kemur flestum þeirra til að sakna þessa sumarheimilis síns, er frelsið. Hér eru þeir frjálsir án nokkurra veru- ; legra takmarka, þeir mega lifa og leika sér eins og þá lystir og það eru hvorki foreldrar né kennarar til að bjóða þeim eða banna. Hér er bernskan ekki deydd í bundnum sið kerfum og í fjötrapressum, heldur er alt gert til þess að unglingarnir fái að njóta sin, óháðir, óþvingaðir og sem eðlilegastir. Að vísu'eru hér fullorðnir fyrir- liðar eða stjórnendur sem gæta allr. ar reglu og að strákarnir fari sér ekkj á neinn hátt að voða. Hver fyrirliði hefir flokk stráka 15—20 talsins og hver flokkur hefir ein- hvern ákveðinn starfa á hendi, t. d. hafði minn flokkur þann starfa, að gæta alls hreinlætis utan húss. Varð eg að sjá um að allar gangstéttir væru sópaðar, að alt rusl væri tint burt af hlaðinu, að þvottavatn yrði sótt og að strákarnir þvoðu sér og burstúðu tennurnan. Urðu þeir að afklæða sig ofan að niitti og ef ein- hverjum þótti kalt í veðri og ætlaði að þvo sér i skyrtunni, var honum hegnt með því að demba yfir hann fullri fötu af köldu vatni. Sá, sem einu sinni hafði orðið fyrir slíku steypubaði, hugsaði sig tvisvar um í næsta skifti, áður en hann gerði til- raun að þvo sér í skyrtunni aftur. Aðrir flokkar höfðu önnur störf, sumir hreinsuðu svefnsalinn og gættu þess að strákar byggju um rúmin sín, aðrir söfnuðu rekavið og hjuggu í eldinn, þriðji flokkuririn starfaði í eldhúsi við uppþvotta og þurkaði af. Þannig hafði hver flokkur einhvern ákveðinn starfa, en sem alla jafna var svo hverfandi litill samanborið við fjöldann, sem að honum vann, að honum var venjulega lokið á fáum mínútum. Flokkarnir skiftust á að vinna i heyi, þá sjaldan að í því var unnið, og þá einkum að snúa múgunum og hjálpa til að taka saman, sömuleiðis skiftust þeir á að veiða kola, ef far- ið var í veiðiferðir. Yfirstjórnandi og stofnandi þessa sumarheimilis er eigandi eyjarinnar Hermann N. Paulsen að nafni. Píann er fæddur og uppalinn á Hallig Suderoog, gekk í mentaskóla, en var kallaður í herinn áður en hann lyki námi. Þegar hann kom til baka fanst honum lífið eyðilegt og tómt og hann sá ekki lengur þann tilgang í tilverunni, sem hann hafði séð og æskt á meðan hann var ung- ur. Þessvegna fann hann enga til- hneiging hjá sér til að setjast aftur á skólabekkinn og læra þar grísku, latínu og stærðfræði, sem honum fanst vera meir til þess að þurka upp þessa litlu sálarleifar, sem her- maðurinn átti eftir, heldur en að auka þær. Hann kom eins og svo margur annar, brotinn á sál úr stríð. inu og vissi ekki meir hvað af sér átti að verða. Eirðarlaus og hug- sjónalaus fór hann af landi burt norður til Danmerkur og Svíþjóðar. Þar kyntist hann sumarleyfisheim- ilum, sá um leið nýjan tilgang rísa framundan, kemur eftir þriggja ára fjarveru aftur heim til Þýzkalands, og þá fullur áhuga að koma þessari nýju hugsjón sinni i framkvæmd. Hann vissi að starfsemi í þágu æskulýðsins var ekki unnin fyrir gíg, því þaðan var framtíðarinnar að vænta. Árið 1924 stofnaði hann fyrsta sumarheimili sitt á eynni Hooge og hafði þar 15—20 stráka frá Svíþjóð og Þýzkalandi. Tvö næstu árin á eftir var hann kyr á Hooge, strákunum fjölgaði, þeir komust upp í 60 og þar af fáeinir frá Danmörku. Árið 1927 fluttist hann til heimaeyju sinnar, Hallig Slderoog, og hefir dvalið þar síðan. Ár frá ári hefir strákunum fjölgað, sem farið hafa í sumarleyfinu til Hallig Súderoog og síðast þegar eg vissi, voru þar á 4. hundrað strákar. Að vísu eru þeir þar ekki allir í einu, þeir fyrstu koma í maí-byrjun og hinir síðustu fara í september, en flestir eru þeir í júli og ágúst, þá eru þar um tvö hundruð strákar b einu. Strákarnir eru ekki aðfeins frá öllum hlutum Þýzkalands, held- ur og frá Danmörku, Svíþjóð, Sviss og Ungverjalandi. Þeir koma þang- að hver með sinn þjóðarfána og meira að segja islenzki fáninn blakti þar við hún, tíu vikna tíma sumarið 1929. Strákarnir kynnast ekki aðeins hverir öðrum, heldur kynnast þeir þjóðum hver annars, þeir kynnast siðum og háttum, lyndiseinkunn, leikjum og söngvum hinna ýmsu þjóða. Hallig Súderoog er orðinn að nokkurs konar miðdepli fyrjr æsku líkra sem ólíkra, skyldra sem óskyldra þjóða, þar sem hún mætist og kynnist, þar sem unglingarnir læra að skilja og þekkja hvorir aðra og þegar þeir hverfa aftur til heim- kynna sinna, er sjóndeildarhringur þeirra margfalt víðfeðmari. Þeim hefir skilist þar svo margt, sem þeir skildu ekki áður, þeir hafa hrifist og glaðst í djúpri og innilegri vin- áttu, sem þeir hafa bundist ein- hverjum “útlendingi,” þeir hugsa með vinarþeli og hlýju til félaga sinna og lifa aftur og aftur upp í endurminningunni ýms atvik frá dvöl sinni á þessari fögru, einstæðu eyju. Á Hallig Súderoog hvorki rífast þeir né hatast, berjast eðá myrða hvorir aðra, eins og þjóðirn- ar gera svo oft, þegar þeim er stjórnað af hinum “vitru” stjórn- málaskörungum sínum. Klukkan sex á morgnana er fóta- ferðatími. Allir gluggar eru opn- aðir, strákarnir þvo sér, búa um rúmin sín og borða morgunverðinn. Að því loknu er hreinsað og sópað bæði utan húss og innan og á eftir fara allir, svo framarlega sem veðr- ið er þolanlegt, í sjóinn að baða sig. Á hverjum degi fara strákarnir í allskonar leiki, handknattleiki og knattspyrnu, pokahlaup, naglahlaup eggjahlaup, eða þeir reyna sig í glimu og frjálsum íþróttum. Stund- um eru kappleikir, og þeim beztu veitt verðlaun. Strákarnir eru að mestu leyti látnir sjálfráðir. Hinir draumlyndu þeirra geta farið ein- förum og gleymt sér einhversstaðar, þar sem enginn truflar þá, nema ef vera skyldi kríurnar og máfarnir. Aðrir skrifa sendibréf og dagbækur og enn aðrir fara í knattleiki eða byggja sér strandborgir úr fjöru- sandi niðri við ströndina. Stundum eru háðar þar sjóræningjaorustur með sandkúlur að vopni ojf ógurleg áhlaup gerð; endar orustan venju- lega með veizlu, þar sem strákarnir hluta út sælgæti, er þeir hafa fengið sent frá foreldrum eða ættingjum. Oft liggja þeir hálfnaktir eða al- naktir, baða sig í sólinni og teikna eða lesa bækur, stundum hjálpa þeir eitthvað til í matjurta- eða blóma- garðinum og stundum setjast þeir undir skugga trjánna og syngja eða leika á hljóðfæri. Hallig Súderoog verður þannig að sannkallaðri strákaparadís, þar seiji þeir lifa frjálsir og óháðir öðru en matnum, svefninum og hrein- lætinu. Skyldurnar, sem hvíla á þeim eru fáar en strangar: kl. 9 að kvöldi er hringt til svefns og kl. 10 verður fullkomin kyrð að vera komin á í svefnskálunum; fyrirlið- arnir sjá um það til skiftis. Á kvöldin er dimma tekur og áður en gengið er til hvílu, fer stundum allur hópurinn niður á ströndina, kyndir þar elda, sezt í hring utan um bálköstinn og segja þá sögur og æfintýri frá heimkynnum sínum, eða þeir leika fjörug lög á marg- faldar harmoníkur, syngja þjóðlög frá ýmsum löndum eða leika á fiðl- ur. Stundum fá strákarnir að vera úti til kl. 10, en þá gengur hópurinn heitn, heillaður af fegurð kvöldsins og yndisleik þessarar verðandi æsku. En stundum finst manni Hallig Súderoog liggja hér svo einmana i þessum eyjaklasa í Norðursjónum og þá langar mann eitthvað burt ekki til meira lífs, því það er ekki annars. staðar meir en á Súderoog og ekki heldur til meiri vináttu eða samræm- is, heldur langar mann að sjá eitt- hvað meira, meira land, fleiri eyjar. Og þá fer maður með stórum mótor- bátum til næstu eyja: Hooge, Norderoog, Pellworm, Föhr og Amrum. Stundum er hópurinn nokkra daga í burtu, sefur í hlöð- um á næturnar, en gengur í fylkingu undir fánum og hljóðfæraslætti eftir eyjunum á daginn. Á Föhr og Am. rum eru frægir baðstaðir með fleiri þúsund íbúa, og þegar strákarnir gengu með öllum fánunum syngj- andi og leikandi eftir götunum, stöðvaðist umferðin oft af því að horfa á þessa léttlyndu, djarflegu og stoltu stráka, sem buðu heiminum byrginn með söng sínum og svell- andi fjöri. En þótt Súderoog sé afskekt og einsömul og syðst allra eynna, er hún samt oft í góðu veðri næstum þakin gestum, sem koma á smáum vélbátum og stórum hjólskipum hingað til eyjarinnar og dvelja þar í fáeinar stundir. Það eru mest bað. gestir frá meginlandinu, sem koma til að skoða þennan sökkvandi eyja- heim, eða líka til að kynnast þessu einkennilega sumardvalarheimili, sem einn efnalaus einstaklingur hefir hafið til vegs og sæmdar og sem fórnað hefir æskunni æfi sinni. (Framh.) Skemtiferðir skólabarna. í síð- ustu viku fóru 39 skólabörn og 2 kennarar frá Seyðisfirði á bifreið- um til Akureyrar. Á leiðinni var komið að Dettifossi, Ásbyrgi og í Mývatnssveit. Úrkomur spiltu nokkuð vegum og útsýni, en að öðru Ieyti var þetta ferðalag hið ánægju- legasta.—N. dagbl. 1. ágúst. Erindi /lutt • að ■ Betel við heimsókn íslenzka lúterska kvenfélagsins frá Winnipeg, 10 júlí, 1935. Heiðruðu gestir og samferðafólk I Það má ekki minna vera en að eg verði við bón forstöðukonunnar, og segi nokkur orð, sérstaklega vegna þess að hún er slíkt afbragð sem forstöðukona og líka vegna þess að mér er svo vel við kvenfélagið, sem er hér á ferð í dag. Annars er mér vel við öll kvenfélög. Vegna hvers? Vegna þess að eg veit að þau eru laus við f járhagslega eigingirni; en fjárhagsleg eigingirni á ýmsum sviðum, er sterkasti þátturinn i kreppunni miklu, sem nú ríkir um heim allan. Kvenfélögin hugsa að- eins um að láta gott af sér leiða,— gera öðrum gott. Heimsóknir til Betel eru nú orðn- ar alltíðar og sAiir það hlýhug þann, sem menn yfirleitt bera til stofnun- arinnar og líka til vistmanna þeirra, er á Betel búa. Sjálfur er eg und- antekning í því efni. Eg er frernur óvinsæll, eg held nálega, alstaðar. Það er aðeins á Betel að vikið er úr vegi fyrir mér. Fólkið er hrætt við mig. Eg fer svo hratt niður stig- ana sem skriða falli úr f jalli, og færa menn sig til hliðar eins fljótt og þeir geta. Þeir, sem hingað fara, eru í raun og veru álitnir aflóga,—vist- menn meina eg; en eg er undantekn- inig í því efni sem fleiru,—taugar járnsterkar og fætur sem stálfjaðr- ir. Þetta var auðvitað útúrdúr. Fólk í öllum áttum og ekki sizt í umhverfinu finnur til þess hvað það var vel hugsað af stofnendum þessa heimilis, að safna þessu fólki saman á einn stað og ala önn fyrir því, hjúkra, sem bezt má verða, þessu fólki, sem tímans tönn hefir núið og nagað þar til sjón, heyrn, taugar og tilfinning virðist alt allmjög að þrot. um' komið. Menn finna til þess hvað fulltrúum og forstöðufólki hefir farist vel á liðinni tið, fjár- hagslega og allavega, svo á neyðar- timum er stofnunin í bólma og ekki á neinu nástrái f járhagslega. Þeir, sem lifa í einhverri fjarlægð og þykir vel að verið, hugsa sem svo, að ekki megi minna vera en að þeir heimsæki Betel einu sinni á ári, geri sér glaðan dag með þeim, sem þar búa, heilsi og kveðji vistmenn, máske í hinsta sinni, fólk sem þeir álíta að sjálfsögðu á takmörkum jarðneskrar baráttu og sællra sól- heima. Þegar þetta yngra fólk kem- ur að heimsækja vistmenn, þá er því líkast sem hinir eldri yngist upp og njóti að einhverju leyti þess lífs og fjörs, sem yngra fólkið ætíð flyt- ur með sér. Það er ánægjulegt mjög. Kvenfólkið er ætíð fjölmennara i þessum heimsóknum. Orsökin til þess er auðvitað sú, að þetta er líkn- arstofnun. Kvenfólkinu hefir löng- um verið líkt við englana, þessar vængjalausu verur, sem menn hugsa sér sífelt á flökti fram og aftur að hjálpa, hjúkra og hugga og að lok- um flytji sálir manna til sælubú- staða. Karlmennirnir eru samt fylli- lega með, þó þeir ekki fjölmenni í þessar skemtiferðir. Það er á allra vitorði, að karlmennirnir hafa lagt sinn skerf til stofnunarinnar og við- haLds hennar. Samt beitir kvenfólk sér löngum fyrir líknarstarfi af hvaða tegund sem er og hvar i heimi er. «* Ekkert er slíkt sem heimilið, segja menn jafnvel þar sem um fá- tækt er að ræða; en góðu heimilin, eru vermireitir og blómabeð i mann- félags gróðrarstöðinni. Betel er eitt af góðu heimilunum og ekki það sizta. Nei, eg vil segja eitt hið allra bezta. Eden “er ekki í því,” borin saman við Bletel. Hugsið ykkur. Engin spjör að klæða sig í þar, og ekkert nema hráæti á borðum. En á Betel eru allsnægtir af öllu, sem til hamingju heyrir fyrir vistmenn, föt fææði og atlætii af ágætustu tegund,—allar óskir uppfyltar, sem nokkurt vit er í. Eg talaði um hlýhug manna til Betel og það ekki að orsakalausu. Betel er framúrskarandi vinsæl síofnun. Nálega allir Ieggja gott til Betel. íslendingum kemur nokk- urnveginn saman um Betel. Það virðist nýtt að öllum Islendingum komi saman um nokkurn skapaðan hlut; en svona er það. Það hefir verið af sumum álitið eitt af aðal- einkennum íslendinga að þeir gætu aldrei setið á sáttshöfði, hver við annan, að þeim kæmi aldrei öllum saman um neitt. Skyldi Betel ætla að verða til þess að sameina þá? Ágætt, ef svo væri;—mega ekki við neinni sundrung, sárlega dreifðir í framandi landi, Að endingu þakka eg konunum kærlega fyrir komuna, fyrir veit- (tigarnar vænu og skemtunina góðu, og óska þeim allra heilla. Eitt enn! Eg held að vistmenn óski og voni að sjá ykkur aftur hér á þessari Betel, þar sem þeir eru ekkert að flýta sér til flutninga, en biða fleiri heimsókna úr heimi utan þar sem fjör og lif og framsókn þróast, ástir eflast og óskir rætast, hönd tengist hönd og hugir ýmsra stefna að kærleiksmerki miklu, því að gleðja gamalmenni og þau fela föður alvöldum hann, sem engum út mun hýsa, né neinum gleyma á neyðartímum. J. E. Fréttabréf frá Islandi Eftir Pétur Sigurðsson. Það er víðar en i dæmisögunni um ríka manninn og Lazarus, sem mikið djúp skilur þá að, er vilja fara frá einum stað til annars. Þeir eru vafalaust margir fyrir vestan haf, sem gjarnan vildu hafa farið þar um á íslandi, sem eg hefi farið síðastliðna n mánuði. Eg hefði heldur ekkert á móti því, nú eftir fimm ára dvöl á íslandi, að mega ferðast um bygðir íslendinga í Vesturheimi og yngja upp góðar endurminningar. En þótt djúpið, sem á milli er, sé ekki óyfirstígan- jegt, þá reynist það samt mörgum svo, er fara vilja. Eg hefi svo góðar endurminning- ar um sólskinsbjarta og víðfeðma landið fyrir vestan haf, að eg mun jafnan þrá það að einhverju leyti, en hitt er líka satt, að eg uni mér mjög vel á íslandi. Eg hefi heldur enga ástæðu til annars. því hér hefi eg átt góðu að fagna á ferðum mín_ um. Frá því í fyrrahaust hefi eg farið hringferð um landið, og nokkuð meira. Þó enganveginn hraðferð. Eg hefi kornið víða og staldrað nokkuð við, flutt fyrirlestra í flest- um sýslum landsins—alls hátt á ann- að hundrað erindi. Á þessum ferð- um kemst maður í náið samband við almenning og kjör hans, atvinnu- lif og líðan. Af þessum fimm árum, sem eg hefi verið heima frá því eg kom frá Canada, mundi eg telja síðastliðið ár einna erfiðast fyrir land og lýð. í fyrra sumar var heyksapartíð mjög slæm um alt Austur- og Norðurland, og tæpast í meðallagi í hinum f jórð- ungum landsins. Landskjálftar gerðu mikið tjón við Eyjafjörð, og svo kom haustið með vonsku veður og hriðarbylji, svo að hey urðu sumstaðar úti og fé fenti. Ofviðri og flóð gerði stórtjón, og svo kom veturinn með aflaleysi og litla at- vinnu og víða enga. Vertíð brást alveg hér og þar; en tíminn græðir öll sár, og það er helzt útlit fyrir, að þetta sumar muni bæta mönnum skaðann að nokkru. Síldarafli er nú mikill og mjög sæmileg áran til landsins. En þrátt fyrir erfitt ár, halda framfarir á íslandi áfram. Hafn- argerðir, byggingar á nýjum síldar- bræðslu-verksmiðjum, allmiklar vegagerðir og samgöngubætur, en mest áberandi er þó nýrækt víða á landinu. Þar með vil eg þó ekki segja, að hún jafnist á við ýmislegt annað, sem að framkt'æmdum lýt- ur, en framfarirnar í ræktun hafa verið miklar og vekja einna helzt eftirtekt ferðamannsins. Eg skoðaði alveg nýlega umhverfi Akureyrar, og hefir þar orðið gleðileg breyting á síðari árum. Það er uppörfandi að líta yfir iðgrænu og víðáttumiklu túnin í kringum þennan snotra og friðsæla bæ. Eftir því sem sam- göngur á landinu batna, vaxa tæki- færi manna til sveita að ýmsu leyti. Alt af eru að koma nýir bílvegir. í fyrsta sinni fór eg í sumar í bíl ntilli Önundarf jarðar og Dýraf jarð- ar, og bráðum kemur bílvegur alla leið milli ísafjarðar og Önundar- f jarðar, og byrjað er á að leggja veg milli Patreksfjarðar og Bíldudals. Það verður þó miklum erfiðleikum bundið, að fá góðan bílveg um alla Vestfirði og þaðan í samband við aðal vegakerfi landsins. Verið er að gera bilveg yfir einn erfiðasta fjall- veg landsins — Siglufjarðarskarð, setn þá tengir Siglufjörð við hinar góðu sveitir Skagaf jarðarsýslu. Nú getur tnaður sezt i bíl á Akureyri klukkan 5 eða 6 árdegis og verið kominn í Borgarnes klukkan 7 síð- degis, og til Reyjavíkur með hinu nýja skipi Borgfirðinga, “Laxfoss,” klukkan 11, og enn á leið þessi eftir að styttast, eftir því sem vegurinn batnar, sem víða er enn slæmur og getur varla heitið bilvegur. Á Austfjörðum hefir verið einna daufast yfir atvinnu- og athafnalífi á landi hér, nú upp á síðkastið. Blíðutíð var þar í fyrravetur fram i febrúar, en síðari hluti vetrar var harður og voraði seint. Góðkunningi minn á Fáskrúðsfirði, Einar Sig- urðsson, vann i fyrravetur verk þar, sem vert er að segja frá. Hann tók að sér, ásamt öðrum manni, að öllu leyti smíði á þremur skipum, og veitti þannig töluverðum peningum inn í þorpið. Annars eru slíkir bát- ar flestir bygðir erlendis, sem ís- lendingar kaupa nú. Einar sá um smíði skipanna að öllu leyti og setti vélarnar í þau lika. Þar stóðu þau þrjú, öll í röð með rá og reiða, vél- um og öllu tilheyrandi, tilbúin að fara á flot um það leyti sem eg var staddur á Fáskrúðsfirði í fyrravet- ur (febrúar). Eg dáðist að vinnu og öllum frágangi og gat ekki annað hugsað mér, en að verkið væri 'prýði. lega af hendi leyst og óaðfinnanlegt. Mig minnir að skipin væru milli 20 og 30 tonn. Þessi maður, Einar Sigurðsson, er íæddur smllingur, segist ekki vera mikið lærður. Eftir að eg kom heim frá Aust- fjörðum, fór eg til Norðurlands og ferðaðist þar um nálega tveggja mánaða tírna. Á Húsavík er nú verið að gera höfn, og verður það mikill vinningur fyrir þann stað. Eg kom þar rétt fyrir páska og þá voru snjóveggirnir mannhæðar háir á götunum, þegar búið var að grafa sundur skaflana, en veður breyttist þá skömmu síðar mjög ákveðið til batnaðar. Eg dvaldi nokkra daga á Húsavík og flutti þar erindi við mjög góða aðsókn og prédikaði einu sinni við messu hjá séra Friðriki A. Friðrikssyni, sem Vestur-íslending- um er að góðu kunnur. Húsvíkingar eru ánægðir með prestinn sinn, og hafa þeir góða ástæðu til að vera það, því séra Friðrik er mesta ljúf- menni og lipurmenni og starfsmað- ur góður. Þótt svona mikill snjór væri um þetta leyti norður í Þingeyjarsýsl- um, var þó alveg snjólaust á sama tíma í Skagafirði, og voru það við- brigði mikil að koma frá Sauðár- króki til Húsavíkur. Eg hafði ein- mitt verið staddur á Sauðárkróki dagana áðúr í “Sæluviku Skagfirð- inga.” Þá var þar mikill mann- söfnuður saman kominn. Þar fluttu ýmsir menn erindi og menn ræddu á málfundum trúmál, félagsmál og ýms mismunandi viðfangsefni. Leik- ið var á hverju kvökli á tveimur stöðum, og auðvitað dansað á hverri nóttu, en í dansi er eg óhæfur þátt- takandi og kom þar þvi hvergi nærri. — Á Sauðrákróki er nú haf- inn undirbúningur að hafnargerð og stendur til að vinna að henni næsta ár. Sauðárkrókur hefir lengi beðið með mikilli þolinmæði, en hefir nú knýjandi þörf fyrir einhverjar nýj- ar framkvæmdir. Eg var staddur þar nú aftur fyrir nokkrum dögum, og þá skeði sú nýjung, að bændur fóru í fyrsta sinn með mjólk sína til Sauðárkróks til þess að láta vinna úr henni þar. Mjólkursamsalan hefir nú opnað mjólkurbú á Sauð- árkróki. Á Vestfjörðum hafa ekki gerst neinar sérstakar nýjungar í atvinnu- lífi eða framkvæmdum, nema að ný hvalveiðastöð er að taka til starfa á Tálknafirði, og var verið að endur- reisa hana, er eg fór þar um í vor.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.