Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 4
4 GefiS út hvern fimtudag af THE COLUMBJA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjörans: KDITOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Terð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published j>v The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Tryggvi Þórhallsson Við andlátsfregR vinar og samferða- manns, þyrpast að manni eins og skæðadrífa endurminningar, sem langtímum saman hafa legið í þagnargildi. Það er eins og svift sé til hliðar tjaldi og fram á sjónarsviðið komi lif- andi keðja atburðanna, lið fyrir lið. 1 huga mínum rifjast úpp margf, sem sennilega hefði enn ekki lengi verið hróflað við, er eg á föstudagskvöldið, var að fletta í sundur nv- komnum fslandsblöðum og rak mig á andláts- fregn Tryggva Þórhallssonar. Mér varð starsýnt á mynd hans í einu blaðanna; mvnd- in var auðsjáanlega af honum sem fullþroska manni, er lífsreynslan liafði sett innsigli sitt á; en út frá augum og andlitsdráttum stafaði sama barnslega mildin, er mér frá samverutíð okkar verður lang minnisstæðust. Við Tryggvi áttum samleið um hríð sem bekkjarbræður í latínuskólanum, og okkur var vel til vina. Eg kom á þeim árum oft á heimili foreldra hans, þeirra Þórhalls biskups og frú Valgerðar, þetta hlýleg’a höfðingja- setur, er nótt og nýtan dag umvafði alúð sinni hvern, er að garði bar. Tryggvi átti ekki langt að sækja þá mannkosti, er runnu honum í merg og bein.— Tryggvi Þórhallsson var fríðleiksmað- ur og mikill að vallarsýn; prúður í fasi og viðmótshýr. Hann var námsmaður góður, mælskur vel og röskur í rithætti. Prestskap- artíð hans var ekki löng; en á því sviði sem annarsstaðar gat hann sér góðan orðstír og aflaði sér fjölda vina. Á stjómmálasviðinu náði hann því hámarki, að verða æðsti for- ráðamaður þjóðar sinnar; lét hann sér einkar ant nm búnaðarmál íslands og hag bænda. Þó mun fræðimenska jafnan hafa staðið hug hans næst; einkum ættvísi og sagnaritun. Engu skal um það spáð, hver verða kunni dómur sggunnar um afskifti Tryggva af for- ustumálum hinnar íslenzku þjóðar. Hitt við- urkenna vafalaust allir, að með honum sé til moldar genginn góðviljaður mannkosta mað- ur, er unni hugástum landi sínu og þjóð. E. P. J. Ritsjá i. Sameiningin — 50 ára minningar- rit Hins Ev. Lút. Kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, eftir Dr. Richard Beck.— Þessa merka og fræðimannlega rits hefði að réttu lagi átt að hafa verið minst fyr; það verðskuldar í fullum mæli athygli almennings. Marg'víslegar annir hafa valdið þeim drætti, sem orðið hefir á umgetningu ritsins; úr þessu skal nú samt sem áður með línum þess- um stuttlega bætt. Þetta áminsta minningarrit, er stutt, en allskilmerkilegt yfirlit yfir hálfrar aldar feril Kirkjufélagsins; stutt hlaut það að verða sökum þess hve tími sá var takmarkað- ur, er Dr. Beck átti yfir að ráða við söfnun heimilda og samningu þess; en skilmerkilegt verður það að teljast, sökum auðsærrar og ávaxtaríkrar viðleitni í þá átt að raska hvergi viðburðakeðjunni, heldur bregða upp lið fyr- ir lið í sögníegu svipum þeirra sérkenna, ér öðrum fremur hafa mótað fimtíu ára starf- semi þessa víðtækasta félagsskapar Islend- inga í Vesturheimi. Að öllu athuguðu, verður, að vorri hyggju, ekki annað en gott eitt um þetta minningarrit sagt; það er samið hlutdrægnis- laust, eins og sérhvert sögurit á að vera, og framsetning yfir höfuð skipuleg og glögg. Islendingar vestan hafs standa í drjúgri þakkarskuld við Dr. Beck fyrir mikið verk og þarft í sambandi við þessa eigulegu og vönd- uðu minningarútgáfu Sameiningarinnar. 1 niðurlagsorðum sínum hagar Dr. Beck meðal annars máli sínu á þessa leið: “Mörgum mun þó þykja það hvað merki- legast til frásagnar af kirkjufélaginu, að það hefir frá byrjun, þrátt fyrir tiltölulega smæð sína og tíðan mótbyr, verið frjáls kirkjulegur félagsskapur og staðið,iVe%in fótuna,. að frá- töldum þeim styrk, sem skóla þess var veittur úm ftokkur ár frá öðrum kirkjudeildum. Mun LÖGBERG, FIMTUÐAGINN 29. AGÚST, 1935. það_]>vf eígi ofmælt, að þar hafi “verið gefið af þvf'örlæti af frjálsúm vilja til kristilegra mála, sem áður ekki var þekt í kristnihaldi þjóðar vorrar, og lagt út í stórræði af ein- stökum söfnuðum og félagsheildum. ” ’(Séra K. K. Ólafson, í forsetaskýrslu sinni, 1929. Sjá G(jörðabók fyrir það ár, bls. 7). Þrátt fyrir annmarka þá, sem verið hafa á starfi þess, hefir kirkjufélaginu þess vegna mikið áunnist í þágu aðalmálefnis síns—viðhaldi og eflingu kristnihalds og k,írkjuKegs starfs í bygðum Islendinga vestan hafs. Jafnframt hefir félagið á margan hátt, eins og fram hefir verið tekið í sambandi við starfsmál þess og stofnanir, verið máttarstoð í varðveizlu íslenzkrar tungu og menningar- I erfða í Vesturheimi, og hefir í því starfi reynzt trútt hugsjónum stofnenda þess og orðið endurspeglun af lífi höfuðleiðtoga þess, séra Jóns Bjarnasonar, sem helgust voru tvö málefni: kristin trú og íslenzkt þjóðerni. Þórhallur biskup Bjarnarson fór því eigi vill- ur vegar, er hann sag'ði, að kirkjufélagsskap- urinn hefði reynst mestur og beztur vörður íslenzkrar tungu og íslenzks þjóðernis vestan hafs. Mun félagið með framhaldandi starf- semi sinni halda áfram að vinna þjóðernis- málunum gagn, þó örðugri gerist nú afstaðan en áður var, og nokkur skoðanamunur á þeim málum kunni að eiga sér stað innan félags- ins.” Rit þetta kostar 75 og fæst hjá Mns. B. S. Benson, Columbia Press, Ltd., Toronto og Sargent. II. The Icelandic Luthercm Synod, by Rev. K. K. Ólafson. Eins og fyrirsögnin byendir til, er yfirlit þetta samið á enska. tungu; það er eins og rit Dr. Becks, helgað fimtíu ára starfsafmæli Kirkjufélagsins. Frásöguin er skipuleg og athuganir höfundar sanngjarnar, að því er frekast verður séð. Þeim, sem ekki eru sterk- ir á svellinu í íslenzku, er holt að kynna sér rit þetta; það hefir margt það til brunns að bera, er opnað getur á þeim augun fyrir mik- ilvægi þess starfis og þeirrar viðleitni, er Kirkjufélagið hefir beitt sér fyrir á síðast- liðinni hálfri öld. Höfundur þessa bæklings lýkur máli sínu með svofeldum orðum: “We should face the future with courage and faith. There is much in our history to make us humble and mucíh to inspire to emu- lation. Our weakness in the present is over- whelming, but the strength of God can be made perfect in weakness. The younger generation is our greatest human asset. May the present increased activity among the young people of the Synod be the beginning of a powerful Christian yout'h movement in our midst. Under God that would give the surest promise of a bright future.” - Þetta sögulega yfirlit séra Kristins kost- ar 40c og fæst eins og rit Dr. Becks hjá Mts. B. S. Benson, Columbia press Ltd., Toronto og Sargent. III. Jón Bjarnason Academy Year Book, 1935. Árbækur Jóns Bjamasonar skóla hafa jafnaðarlegast verið harla vel úr garði gerð- ar og haft margt nytsamt til brunns að bera; að öllu athuguðu mun þó rit þetta veigamest. Má með sanni segja að hér reki ein ritgerðin aðra annari betri. Skarplega hugsuð og glæsilega ritin er grein séra B. Theodore Sig- urðssonar, Christian Bducation and Modern Life,” og fróðleg og ljós ritgerð J. T. Thor- son’s “The First Seven Years of the Ice- landic Settlement in North America.” Jafnvel þessar tvær ritgerðir, út af fyrir sig, nægja til þess að skipa riti þessu í flokk á- gætra nytsemdarbóka. En nú vill svo til, að hér kennir margra annara grasa, er gefa Ár- bók þessari raunverulegt gildi. Til íhyglisverðrar þjóðræknis þungavöru má meðal annars telja ritgerðina “If I Were of Icelandic Blood,” eftir Chester Nathan Gould, prófessor við háskólann í Chicago. Margir íslendingar vestra hafa farið gálaus- lega með feðra arf sinn og helgaðar venjur íslenzkrar tungu og breytt þrásinnis nöfnum sínum að óþörfu. Eftirgreind ummæli pró- fessor Goulds víkja ábærilega að þessu at- riði: “I should be proud of the Icelandic language, not only for its content, but for its form, remembering that it is today in many respects a more venerable form of Germanic speech than the language of the Gothic bible of the fourth Century. And if it were possible (I know it would be hard for all the forces of society are arrayed against it) I should retain my Icelandic name. If my fathers name 'were Gísli-and mine Páll or Hólmfríður, I should wish to be calíed Páll. Gíslason or HólmfríÖur Gísladóttir, and then to enable me to get along better in this non-Icelandic world I should add a permanent family name that was as Icelandic as possible and still could be pronounced by the English organs of speech, never forgetting that Icelanders and Kings are the only persons in the western world whose first names are their only real names.” % Séra Rúnólfur Marteinsson minn- ist stuttlegaí riti þessif hálfrar ald- ar afmælis Kirkjufélagsins og til- högun þar að lútandi hátiðarhalds. Tvö kveðju erindi frá nemendum skólans hefir Árbók þessi að geyma, er bæði sóma sér vel, þó hið síðara taki hinu að innviðum til, ærið mik_ ið fram; er höfundur þess Hugh Macfarlane. Erindi flutt af séra S. S. Christopherson, á fimtíu ára afmæli Þingvalla og L 'ógbergs bygða þ. 26. júlí. Textinn, Sálm. 90; 1 og 150; 1-6. Augnablik það, sem vér nú lifum j á er stórkostlega þýSingarmikiÖ. I Margir af oss, sem nú lifum munu j ekki sjá aðra fimtíu ára afmælishá- ! tíð þessara bygða. Bein margra vorra, sem nú lifum verða moldu orpin þegar sú hátiðlega stund renn- ur á ný. Hin liðnu fimtíu ár í sögu bygð- anna eiga það sammerkt við tíð frá upphafi vega, að þau liðu fram hjá þögult og viðnámslaust. En svipur þeirra var mjög á ýms. an hátt. Öll fluttu þau mörg um- fangsefni; ýmist gleði eða sorg, blítt ' eða strítt og örðugleika meiri eða minni, og öllum höfðu þau eitthvað að flytja. Líka rifjast upp fyrir oss í dag svipir þeirra, sem eitt sinn áttu leiÖ með oss á þessum slóðum, sem vér iðulega umgengumst og voru oss handgengnir. Allir eru þeir gengnir til hvíldar í Guði og i hið framliðna hold þeirra nýtur þægrar hvíldar í hinni mjúku sæng jarðarimiar. En minning þessara burtsvifnu og horfnu vina og ást- menna gera oss stund þessa alvarlega og yfrið hátíðlega. Þegar vér nú lítum yfir liðin ár, verður fyrir spurning skáldsins: “Hvers er að rt;innast, og hvað er það þá, sem helzt skal í minningu geyma ?” Til þess að fá svar við þeirri spurningu mun heppilegast að gera stutt yfirlit yfir viðburði liðinna ára. Maður er mintur á atriði, sem gerðist fyrir rúmum fjögur þúsund árum, þegar forfaðirinn Abraham er leiddur norðan úr hinu fjarlæga Kaldealandi til Kanaanslands, eins og lesa má í tólfta kapítula í fyrstu bók Móse: “Og Drottinn sagði við Abraham: Far þú burt úr landi þínu og frá ættfólki þínu og úr húsi föður þins, til landsins, sem eg mun vísa þér á.” Enginn mun efast um það, sem á annað borð trúir á guðlega hand- leiðslu, að af handleiðslu Guðs er það orðið, að brot af þjóðflokki vor- um er komið hingað. En ekki reyndist leiðin greið í þessu fyrirheitna landi. Ótal hleypi- dómar mættu hinum íslenzku land- nemum svo að segja í flæðarmálinu og uppihaldslaus stritvinna hjá fólki, sem þeir ekki skildu. Þeir þóttu fremur luralegir, þessir dularfullu, ókunnu menn, frá yzta skauti heims. En unnið gátu þeir og ólatir voru þeir, og trúir til orða og verka. Komust því í álit meðal þeirra, sem fyrir voru. Brátt kom og í ljós and- legt attgerfi þeirra, því hvar sem þeir námu staðar til langframa komu þeir sér upp guðshúsum, þar sem þeir fengu komið saman og rætt við Guð sín helgu hjartans mál. Þeir gerðu heit eins og Jakob forðum, þegar hann fór landflótta frá föð- . urlandi sínu : “Hér er guðshús. Ef Guð er með mér og varðveitir mig. . . . Og gefur mér brauð að eta og föt að klæðast . . . Þá skal Drottinn vera minn Guð.” Feðrum yorum varð og að trú sinni. y’ -n< i bygðir íslendinga, hin arðsömu ak- urlendi og engjalönd og angandi víðir yrkja þögul ljóð um ágæti þessa lands, og um iðjusemi þeirra er unnu. Hin íslenzka bygð hér í grend- inni hefir heldur ekki verið afskift íslenzkum manndómi og þraut- seigju. Þrjú eru guðshúsin hér, sem bera dýrðlegan vott um blessun Guðs og varðveizlu yfir þessu héraði. Sæmileg heimili og margskonar um- bætur blasa við auga. Það hefir verið mikið strítt og margt unnið hér á liðnum fimtiu ár- um. Og þótt, ef til vill, að þessar bygð- ir hafi ekki verið eins hraðskreiðar eða stórstígar eins og sumar aðrar bygðir íslendinga, mun þó láta harla nærri, að hagur manna hér muni þó ekki siðri en víða gerist. Vér minnumst með hlýleik þeirra, sem fallnir eru, sem skildu oss eftir glæsilegan vitnisburð trúar sinnar með þessu guðshúsi og hinum öðr- um guðshúsum innan þessara bygða. A8 vísu eru enn meðal vor fáeinir hinnar hverfandi kynslóðar. En fá- ir eru þeir, og að líkum líður skamt um það, aÖ hinn síðasti meðal hinna fyrstu landnema verði borinn til grafar. En öllum landnemum, lífs og látn- um á þessu svæði, ber hinum yngri að sýna fylstu virðing og þakklæti fyrir trútt og ágætt starf, og fyrir það hve kostuglega þeir bjuggu í veginn fyrir oss, sem tökum við. Vér íhugum í dag stríðið, sem þeir háðu, óþægileg lífskjör, sem þeir áttu við að búa; strit og margar tnannraunir, sem þeir urðu að þola. Vér minnumst hans, sem á örð- ugri ferð í nepjukulda og nátt- myrkrí þreytir leið heim að heimili sínu, þar sem er honum alt helgi- dómur. Vér minnumst hennar, sem með óttablandinni eftirvænting bíður ektamakans, sem er væntanlegur á hverju augnabliki, sem er að há stríð við myrkrið og harðviðrið fyr- ir utan. Hennar einasta ástundun er það, aÖ gera honum heimkomuna hlýja og þægilega og vinna með allri mögulegri iðni alt það, er má verða heimilinu til mestra nota og fram- fara. Frumbýlis konur og frumbýlings. menn; yér þökkum af hjarta á þess- um degi ykkur öllum, bæði lifs og liðnum: Vér leggjum í anda á þessum degi fagra blómsveigi á leiði þeirra, sem eru gengnir til hvíldar og af- hjúpum bautastein, er skal geyma minningu allra landnema héraðsins, karla og kvenna, þeirra, sem nú hvil- ast eftir erfiði sitt, og þeirra, sem biða hvíldarinnar. Guð blessi alla landnema og gefi þeim að síðushi eilífa hvild á sínu dýrðarlandi-—á landinu fyrirheitna. Þegar vér á þessum bjarta hátið- isdegi horfum yfir bygð þessa og litum allar þær dásemdir, sem blasa við augum, getum vér þá virkilega horft á þá sjón án þess að hjörtu vor fyllist þakklátssemi við hann, sem hefir gert alt þetta—við hann, sem hefir blessað þessar bygðir svo ríkulega og haldið sinni dýrðlegu föðurhendi yfir þeim á liðnum fimtiu árum? Er nokkurt hjarta svo kalt, að það ekki finni til þess í dag, hve rnikið er þegið og hve mikið ber að þakka ? Já, góðum Guði sé lof fyrir liðin fimtiu ár þessara bygða og fyrir dá- samlega vernd og varðveislu hans á þeirri tíð.----- “Svo farðu heil hin forna tíð. Og hvílið, daga svipir geymdir.” Vér höfum minst á köllun feðra vorra og mæðra og á hvern hátt þau hafa rækt hana, eftir þau komu hér við land. Þau hafa skilið oss eftir stórmik- inn arf mannvirðingar og mann- dáða. íslenzkt þjóðerni hefir unnið glæsilegan sigur meðal þeirra, sem fyrir voru, fyrir atorku þeirra, sem meðal þjóðar vorrar eru nú velflest. ir gengnir til hvílu. : Vér erum táldif með beztu inn-' flytjendum þessarar álfu. —‘Þennan vér-mætan eigum- arf,— minningu fræga, fegurst dæmi.” Eigum vér að halda við þessum arfi mannkosta og virðingar? eða eigum vér að kasta oss hugsunarlít- ið út í straum með þeim, sem ef til vjll hafa minna til brunns að bera andlega en vér? Hvort eigum vér að halda áfram að vera íslendingar í insta eðli eða ekki ? Eigum vér að leitast viÖ að reyn. ast trúir kristinni trú og öðrum há- leitum hugsjónum, þeim, er feður vorir lifðu og dóu fyrir? Eigum vér að halda áfram að vera atorkumenn og iðjumenn, einlæglega frómir til orða.og verka; menn sem standa við öll loforð sín, hvað mik ið sem það kann að kosta? Án þessa er ekki unt að vera sann- ur íslendingur; án þessa er ekki unt aÖ geyma hins dýrmæta arfs, sem feður vorir og mæður afhentu oss. Eða eigum vér ,að skipa oss í flokk þess andlega flökkulýðs, sem lætur sér sæma að seðjast og klæð-' ast af fé annara, án eigin viðleitni? Það er holt fyrir oss að ákvarða oss nú, meðan vér stöndum á tímamót- um þessum. Það er lífsnauðsyn fyrir oss vegna þess, að vér hljótum að há hólmgöngu viÖ margan örðug. leika áður en sigur’ er fenginn. Það er vanalegast talið svo, að frumbýlingsárin séu örðugust og hættumesti tíminn i lífi manna. En það reynist ekki ætíð svo. Iðulega koma í ljós nýir örðugleikar, nýjar hættur og aðrir óvinir að frumbýl- ingsárunum liðnum. Það hefir ekki neina þýðingu að gera of lítið úr örugleikunum. Það er lang hyggilegast að horfast í augu við hvern óvin og vera sér grein fyr- ir hættunni hver sem hún er. Því verður ekki mótmælt með sanngirni, að margir örðugleikar og óvinir, andlegir og likamlegir, sækja að mönnum í dag, sem ekki þektust á frumbýlingsárunum. Það er oss lífsnauðsyn að gera oss fulla grein fyrir þessum sannleika. Með því einu móti getum vér haslað óvinum vorum völl í tíma og unnið sigur á þeim. Andvaralausir eða sofandi sigr- um vér þá aldrei. Vér stöndum ekki lengur í mann- raunum frumbýlingsáranna, en yfir- standandi byltingaöld boðar margs- konar hættur og sjónhverfingar. Það sem hefir ætíð verið talið trygging fyrir manndómslegu gildi er nú mis- jafnlega metið, og lítið virt af mörg. um; ótryggleiki til orða og verka og skeytingarleysi um loforð og skuld- j liindingar er helzt til alment; glögg hugsun og áhugi fyrir almennum velferðarmálum er ekki nógu al- mennur Andlegt sjálfstæði og skilningur á sönnum virkileika í lífi og hugsun er ekki nærri eins mikið og þarf að vera. Það er svo afar létt að láta berast “sofandi að feigðarósi” með straum tíða og viðburða. Mönnum hættir of mjög við að taka mannlegar raddir fram yfir rödd Guðs, sem sí og æ hljómar í orði hans, í lífi náttúrunnar og í vorum eigin hjörtum. Það er mörgum tilhneiging að hlusta fremur á hina dillandi hljóma danshallanna en á hina blíðu og frið- andi rödd guðshúss. Þessar og ótal aðrar hættur mætti nefna, sem hafa mjög svo færst í aukana að liðnum frumbýlingsárum. Sannleikurinn er, að frumbýlings- árin standa yfir enn; aldrei fremur en nú. Verkefnin eru önnur nú en áður gerðist, en viðfangsefnin i dag eru fyllilega eins vandasöm og fyr á tíð. Óvinir mannsandans í dag eru þeim mun hættulegri að því leyti, að nú birtast þeir margir í skrautgerfi, en áður komu þeir til dyra eins og þeir voru klæddir. Eldri kynslóÖin heimtar af nú- tíma mönnum ósérplægni, ráðdeild °g röggsemi allra framkvæmda. Víst mega þeir eldri djarft úr flokki tala, því verk þeirra bera vitni um mikla ráðdeild og röggsemi. En þess ber að gæta, áð margir nútímans menn hafa lífið enn fyrir framan sig; ef til vill hafa þeir ekki allir enn komið auga á verulegt

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.