Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines Aoto a uaS* For Better Dry Cleaning and Laundry 48. ÁRGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 29. ÁGUST, 1935. NÚMER 35 Utvarpið frá Islandi Eftirfarandi símskeyti barst Lög- bergi frá útvarpsráði íslands síðast- liðinn laugardag: "Columbia Press, Sargent Ave., Winnipeg, Man. National Broad- casting endurvarpar íslands pró- gram Bandaríki Kanada fyrsta september 1501 New York tími."— Samkvœmt þessu skeyti ætti skemtiskráin að heyrast kl. 2 síÖ- degis á sunnudaginn þann 1. sept- ember, og mun hún standa yfir í hálftíma, eins og getið hefir verið. Samkvæmt bréfi frá Valdimar ritstjóra Björnssyni meðteknu á þriðjudaginn, verður þessari ís- lenzku skemtiskrá endurvarpað frá KSTP útvarpsstöðinni í St. Paul, Minn., á hinum tiltekna tíma. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir af hálfu Þjóðræknisfélagsins í þá átt, og einstakra manna, að fá Canadian Radio Commission til þess að annast um endurvarp þessarar skemtiskrár í Vestur-Canada, horfist enn dauf- lega á um árangur. Æskilegt væri a?S almenningur athugaði vandlega radio-skemtiskrárnar í ensku blöðun- um í lok vikunnar, ef vera kynni að frekari upplýsingar þessu viðvíkj- andi yrði þar að finna. Auk þess ætti fólk að veita nána athygli aug- lýsingum þeim um skemtiskrár yfir leitt, er útvarpið flytur frá degi til dags. I'egar byrjað var að prenta blaðið, barst Þjóðrœknisfélag- iu 1/ eftirfarandi simskeyti: "Arrangement not yet com- plete. Will wire when informa- tion definite."— Canadian Radio Commission. Fólk er ámint um að veita þessu athygli. Munu líkur til að átvarpsnefndin beiti sér fyrir endurvarpið. R. W. EMMOND LATINN Síðastliðinn mánudag lézt að heimili sínu við Benito hér í fylk- inu, R. W. Emmond, fyrrum fylk- isþingmaður fyrir Swan River kjör. dæmið. Fylgdi hann Bracken-stjórn- inni að málum og stóð að jafnaði framarlega í félagsskap hinna sam- einuðu bænda í Manitoba. Mr. Em- mond var fæddur í Bruce héraði í Ontario fylki, en fluttist hingað vestur með foreldrum sínum fyrir fimtíu og átta árum. FER HÖRÐUM ORÐUM UM RENNETT Blaðið Ottawa Journal, sem jafn. aðarlegast hefir fylgt afturhalds- flokknum skilyrðislaust að málum, veitist allmjög að Bennett forsætis- ráðgjafa fyrir að hafa veitt tveimur fyrverandi þingmönnum æðstu full- trúastöðu í stjórnarráðinu og geng- ið fram hjá þaulreyndum ágætis- tnönnum, er beint tilkall hefðu átt til embættanna, sakir langrar og dyggilegrar þjónustu. SÍÐUSTU FRÉTTIR Karþegaskipið "Keenora," sem flytur fólk milli hafna á Winnipeg- vatni, tók niðri á þriðjudagsmorg- uninn á grynningum skamt frá Hnausa. Brátt bar flutningaskipið Montgomery þar að, og auðnaðist að koma "Keenora" aftur á flot, eftir f jóra klukkutíma eða svo. Um hádegisbil síðastliðinn þriðju- dag brann til kaldra kola Empress liótclið á Winnipeg Beach. Einn gestanna, Morris Abramovitch, sætti nokkrum meiðslum. Erindi fjallkonunnar (Miss Margrétar Olson) flutt á afmælishátið Lögbergs og Þingvalla bygða 26. júli, 1935. Heiðraða samkoma, konur og menn, eldri sem yngri, af islenzkum ættstofni, sem hér eru stödd í dag. Eg var fyrir fáum dögum beðin að koma fram hér sem fjallkona þessa dags og þakka eg þeim, sem sýndu' mér þann heio'ur. En þegar eg fór að athuga hvað eg ætti að segja, fann eg að eg var óhæfileg til að leysa það verk af hendi, sérstaklega í þeim stil, sem vanalegt er, nefni- lega sem persóna send frá íslandi sem heillavættur, með ávarp til íslands barn hér vestra. Imyndun- arafl mitt er ekki svo sterkt að mér sé þetta mögulegt eins ófullkomin og eg er í íslenzku máli og þekkingu. Eins og ykkur er flestum kunn- ugt hefi eg ekki ísland séð, en þar sem foreldrar mínir eru af íslenzk- um ættstofni (þó fædd séu í Can- ada) og eg hefi dvalið ýmist hjá þeim eða íslenzkum frumbyggjum mestan hluta æfinnar, hefi eg haft tækifæri og að nokkru kynst ís- lenzkum Háttum og hugsun. Það lítið, sem eg hefi heyrt eða lesið um minningarmót lík því sem hér fer fram í dag er þungamiðja umræð- anna um erfiðleika landnámsins og sigur á þrautunum. Lítið hefi eg heyrt talað um það í þessari bygð, enda má vera að f ólk i öðrum bygð- um hafi mætt meiri erfiðleikum en hér. En það segir sig sjálft að fólk sem kann hvorki mál eða vinnuað- ferð, verður að beita einstakri at- orku til brautargengis í nýju landi. Því er haldið fram að landnáms- baráttan framleiði þann sterkasta á_ huga, sem til er. Það er því min heitasta ósk á þessari stundu og æfinlega, að þessi landnámsáhugi haldi áfram og eflist í íslenzkum kynstofni hér og að við eigum það enn framundan að vera taldir af þeim nýtasta þjóðflokki, andlega og verklega, sem hingað hefir flutt. I sambandi við þessa ósk mína vildi eg áminna unglinga á álíka aldri og undir álíka kringumstæðum sem eg er, að einn bezti vegurinn til að beita áhuga og atorku-arfi Iandnemanna, er í því að nota hvert tækifæri til að kynna sér íslenzka tungu og fræði, svo að ef ykkur eintt sinni á æfinni (eða einu sinni á 50 árum) gefst tækifæri til að koma fram fyrir Is- lendinga, að þig getið það óhikandi og aðstoðarlaust. Eins og eg gat um áður er eg ekki kunnug á íslandi, en eg veit að mér er óhætt að taka það upp á mig að flytja ykkur innilegar hamingju- óskir þaðan á þessum merkisdegi. TTinu er eg kunnug að héðan streym- ir stöðugt hlýtt hugarþel, sem sam- hryggist og gleðst með þeim í öflu. /Ettu því bræðraböndin, sem hingaíS til hafa haldist við, ekki að mást, heldur miklu fremur að styrkjast. Margarct Olson. FUNDUR ÞJÓÐRANDA- LAGSINS. Þann 4. september næstkomandi heldur Þjóðbandal|gið fund í I ieneva til þess að ráðgast um deilu- málin milli ítala og Ethiopiumanna. Horfist fremur þunglega á um sam. komulag. Siðustu fregnir láta þess getið, að Mussolini hafi lýst yfir því, að í því falli að ítalir slaki til viövíkjandi hernámi Ethiopiu, verSi ]>eir knúðir til að fá sér nýlendur annarsstaðar. Ur borg og bygð Mr. Guðmundur Jónsson frá Húsey og frú hans komu norðan frá Flin Flon á þriðjudaginn þar sem þau hafa dvalið síðan í byrjun júní hjá tengdasyni sínum og dótt- ur, Mr. og Mrs. Stefán Hólm. Þau héldu af stað til heimilis síns við Vogar á miðvikudagsmorguninn. Frú Tngibjörg Johnson frá Húsa- wick, Man., er dvalið hefir hér í borginni um hríð, fór heim á sunnu. daginn ásamt börnum sínum tveim- ur. Með henni skruppu norour systur hennar þær frú Anna Olson og frú Ólöf Hermannson. Mr. John Reykjalín frá Selkirk. var staddur í borginni fyrri part yfirstandandi viku. Dr. Ó. Björnsson, Margrét dóttir hans og systir hans Mrs. P. S. Bar- <lal, fóru suður til Grand Forks og íslenzku bygðanna í Pembinahéraði um síðustu helgi. Mr. og Mrs. Friðjón Gunnlaugs- son, er heima eiga í grend við Van- couver, B. C, komu til borgarinnar á mánudaginn í heimsókn til móður og tengdamóður, Mrs. Agnesar Gunnlaugsson. Ráðgerðu þau að bregða sér öll til Brandon og ef til vill eitthvað víðar. Þau Gunnlaugs- son hjón verða um hálfsmánaðar- tima í ferðalaginu. Séra Egill H. Fáfnis frá Glen- boro, kom til borgarinnar síðastlið- ið sunnudagskvöld, ásamt frú sinni og tveimur sonum. Þess var getið í seinasta blaði, að séra Rúnólfur Marteinsson hefði brugðið sér í skemtiferð norðtir til Churchill. Ferð sú stóð yfir í 6 sóL arhringa, eða frá 16. til 22. þ. m. Veður var hið yndislegasta allan tímann, að því er séra Rúnólfi sagð- ist jirá, og f erðin að öllu leyti óvið- jafnanlega hressandi og endurvekj- andi. FREI) II. DAYIDSON fyrrum borgarstjóri og bæjarráðs- maður í Winnipeg, lézt á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni, síðast- liðinn þriÖjudag, eftir stutta legtt. í síðustu bæjarstjórnarkosningum hlaut hann kosningu sem fulltrúi í 2. kjördeild. TTann var fyrst kos- inn í bæjarstjórn árið 1912. Engrrín sérlegur atkvæðamaður þótti hann i bæjarstjórn, en vinsæll var hann af almenningi. Mrs. Halldór Thorolfsson, 728 Viðbót rið nýútkomnar Betel- fréttir. Heimsóknir heldi manna að Betel eru þessar: Séra Valdimar J. Eylands, sem heilsaði upp á heimili og vistfólk þ. 2J. júní s. 1. Séra G. Guttormsson, frú hans og sumt af börnum þeirra, heimsóttu oss ]'. 6. ágúst síðastliðinn. Þann 8. ágúst komu þau dr. Ófeigsson og frú hans. Hafði lækn_ irinn verið einn af ræðumönnum Is- lertdingadagsins á Hnausum þá skömmu áður, og las hann fyrir gamla fólkið talsverðan slurk af ræðunni, auk þess sem hann hafði yfir flokk af íslenzkum þulum. Þótti það hvorttveggja góð skemtan. Nú á sunnudaginn var, þ. 25. ágúst, kom séra Carl J. Olson, fyrrum prestur á Gimli, og áður i stjórnarnefnd Betel. Prédikaði hann bæði að Betel og í kirkjunni, auk þess sem hann heilsaði upp á marga forna vini hér á heimilinu og eftir messuna í kirkjunni. (Fréttaritari Lögb.) Mr. Ragnar H. Ragnar, piano- kennari, sem dvalið hefir í Árborg i sumar. kom til borgarinnar á mið- vikudaginn og byrjar kenslu á ný um mánaðamótin. Mr. og Mrs. Sigurbjörn Sigur. jónsson komu til borgarinnar á mið- vikudagsmorguninn frá Brandon, þar sem þau hafa átt heima undan- farandi. Hafa þau ákveðið að setj- ast að í Winnipeg á ný. Staddir voru í borginni í lok fyrri viku, þeir F. O. Lyngdal kaupmað Beverley St. hér í borginni fór vest- ur á Gimli, John Thorsteinsson ur til Moose Jaw, Sask., á sunnu daginn í heimsókn til systur sinnar. er þar á heima. hótelstjóri og Thor Ellison fiski veiðastjóri hjá Armstrong-Gimli Fisheries. Úrslit fylkiskosninganna í Alberta Hinu nýi Social CredU flokkur undir forustu Williams Aberharts, vinnur glcesilegan sigur. Við hinar almennu fylkiskosning. ar í Alberta, sem fram fórtt þann 22. þ. m., urðu úrslitin þau, að hinn nýi Social Credit flokkur, er William Aberhart skólakennari i Calgary stofnaði fyrir nokkru, vann glæsi- legan sigur. Sextíu og þrír þing- menn eiga s*æti á fylkisþingi. Af beim fylgja 56 Mr. Aberhart að málum. Fimm liberalar, undir for. tistu Mr. Hawson náðu kosningu. og tveir ihaldsmenn. Hver einasti og einn frambjóðandi U. F. A. flokksins tapaði kosningu. Reid forsætisráðgjafi hefir beiðst lausn- ar fyrir ráðuneyti sitt, og hin nýja Aberhart-stjórn tekur við völdum þann 3. september næstkomandi. Tryggvi Þórhallsson látinn llann andaðist kl. 9J/2 í gærmorgun. Nokkur síðustu ár æfi' sinnar, eða síðan 1927, hatoi hann verið halflinn af hættulegum innvortis sjúkleika, er öðru hverju magnaðist svo, að hann )'á var rúmfastur um lengri eða skemri tíma. í síðustu viku hafði hann tekið sér ferð á hendur austur í Árness- og Rangárvallasýslur í erindum Búnaðarfélags íslands. I þeirri för kendi hann óvenjumikillar þreytu. Hann kom heim úr förinni á fimtu- dagsnótt. Næstu daga var hann á fótum og sinti störfum. En um kl. 4 síðdegis á sunnudag ágerðist lasleiki hans og fór hann þá í rúmið. A mánudag var hann rúmfastur en leið eftir atvikum vel. En síðari hluta þriðjudags versnaði honum mjög. Bjarni Bjarnason læknir, sem áður hafði stundað hann í þessari legu, var skyndilega tilkvaddur, en hann lét þegar senda boð eftir Halldóri Hansen lækni. Var Tryggvi síðan um kvöldið fluttur á sjúkrahús Hvítabandsins við Skólavörðustíg. CJm nóttina var gerð tilraun til að bjarga lífi hans með uppskurði. Auk hinna áðurtöldu lækna, voru læknarnir (juðmundur Gíslason og Þórður Þórðarson viðstaddir. I ..iknisaðgerðinni var lokið kl. 4 um nóttina. Leiddi hún í ljós, að sjúkdómurinn hafði aukist meir en ætlað hafði verið. Tryggvi vaknaði eftir læknisaðgerðina og þá við bærilega líðan. En þegar kom fram á morguninn, tók að draga af honum og mun hjartabilun hafa orsakað andlátið. Hann hafði fulla rænu til síðustu stundar. . Tryggvi Þórhallsson var fæddur 1 standa, höfðu af honum alveg sér- í Reykjavík 9. íebrúar 1888. — Foreldrar hans voru, svo sem kunn. ugt er, frú Yalgerður Jónsdóttir bónda Iialldórssonar á Bjarnastöðr um í Bárðardal, fósturdóttir Tryggva Gunnarssonar, og ÞórhalL ur Bjarnarson biskup. Tryggvi lauk stúdentsprófi tví- tugur að aldri vorið 1908, heim- s]K-kisprófi við Hafnarháskóla 1909 og embættisprófi í guðfræði í Reykjavík vorið 1912 á fyrsta starfsári hins íslenzka háskóla. .\rio eftir fluttist hann að Hesti í P.orgarfirði og var prestur þar til 1917. \'ar hann þá um hríð settur kennari í guðfræði við háskólann. I laustið 1917 tók hann við rit- stjórn Tímans og var ritstjóri í 10 ár samfleytt eða fram í ágústmánuð 1927. I stjórn Búnaðarfélags Is- lands var hann kosinn árið 1924, en varð formaður félagsins 1925 og jafnan siðan. .\rið 1923 var hann kosinn á þing í Strandasýslu og endurkosinn þrisvar sinnum. Alls sat hann 10 ár á þingi. Þegar fyrstu þingár sín og raunar fyr var hann kosinn til margra ábyrgðarmikilla starfa. Var t. d. í milliþinganefndinni í kæli- skipsmálinu, gengisnefnd, endur. skoðandi Landsbankans o. fl. I fimm ár samfleytt var hann for- sætisráðherra íslands, eða frá því í ágústmánttði 1927 og þangað til í júnímánuði 1932. Var hann lengst af jafnframt atvinnumálaráðherra. l'ó var hann einnig við fráfall Magnúsar Kristjánssonar síðara hluta árs 1928 um hríð settur f jár- málaráðherra og gegndi því starfi fram á þingtímann næsta ár, er Finar Arnason tók við. Vorið 1931, er hreyting varð á ráðuneyti hans, var hann um skeið dóms- kirkju- og f jármálaráðherra en Sigurður Krist- insson var þá atvinnumálaráðherra. Þegar Tr. Þ., vorið 1932, lét af starfi sem forsætisráðherra, var hann skipaður aðalbankastjóri við i Búnaðarbankann, og þvi starfi gegndi hann til dauðadags. Tvö síð- ustu árin var hann einnig formaður nefndar þeirrar, er annaðist kreppu. l.ánaveitingar til bænda. . Hann kvæntist árið 1913 Önnu Klemenzdóttur Jónssonar landritara, sem nú lifir hann ásamt sjö börn- um þeirra. Elzti sonurinn, Klem- enz, stundar nú hagfræðinám við Kaupmannahafnarháskóla, og i Kaupmannahöf n er nú einnig yngsti sonurinn, Björn. Hin fimm, Val- gerður, Þórhallur, Agnar, Þorbjörg og Anna Guðrún dvelja á heimili foreldra sinna. staka persónulega kynningu í löngu samstarfi að opinberum málum. En Tíminn, elzta blað FramsóknarfL, blaðið, sem naut starfskrafta hans í heilan áratug, mun innan skamms minnast hans itarlega. En ekki mun það ofmælt, að nafn Tr. Þ. sé nú i dag, eftir fráfall hans, á hvers manns vörum í landinu. Hann varð þjóðkunnur maður þegar af ritstjórn sinni. Og víða heyrð- ist þess vottur um bygðir landsins, hversu mælska hins unga flokks- foringja hefir hrifið hugi manna á fundum. Glæsilegt yfirbragð hans, rödd hans mikil og djarfmannleg, viðmót hans alúðlegt og hlýtt, vann honum hvarvetna aðdáendur. Mynd hans frá Þingvöllum 1930, er hann sem æðsti maður þjóðarinnar á- varpaði fyrstur þann stærsta mann- söfnuð, sem sézt hefir á íslandi, mun mörgum lengi minnisstæð. Tr. Þ. hafði góða hæfileika til fræðimensku. Hann fékkst mikið við ættvísi, er honttm vanst tími til. 1 Tann unni sögu þjóðarinnar og máli. Sem skólamaður og vísinda- maður myndi hann vafalaust hafa skipað sess eigi síður en í stjórn- málunum. En lífið skar svo úr, að þau urðu höfuðviðfangsefni hans. Og af vandalausu fólki eru það vafalaust samstarfsmenn hans að þeim viðfangsefnum, sem eiga um hann gleggstar og kærastar minn- ingar. Um hríð hafði að visu nokk urn skugga á það samstarf dregið. Slíkt tjáir eigi að harma fremur en annað það, er verða skal. En öll- um þeim, sem með honum unnu, finst nú tómlegt eftir hann látinn. —N. dagbl. 1 ágúst. LÖGFRÆÐINGAÞING I gær hófst hér í borginni árs- þing hins canadiska lögfræðingafé- lags við mikla aðsókn. Var þar saman komið margt víðfrægra lög- fræðinga úr öllum fylkjum þessa lands, sem og fulltrúar lögfræðinga- félags Bandaríkjanna. Forseti hins canadiska lögfræðingafélags er Isaac Pitblado, K.C. Um Tryggva Þórhallsson mun ekki verða ritað langt mál hér, og cru þó rík tilefni til, því að flestir þeirra manna", er að þessu blaði lími. MITCHELL HEPRURN KEMUR TIL WINNIPEG llinn harðsnúni og framtakssami forsætisráðgjafi Ontariofylkis, Hon. Mitchell Hepburn. kemur hingað til borgarinnar tim mánaðamótin og flvtur ræðtt í samkomuhöllinni, Winnipeg Auditorium, á þriðju- dagskvöldið ]iann 3. september næst. komandi kl. 8. Mr. Hepburn er einn af allra áhrifamestu forustumönn- ttm frjálslyndaflokksins, og um þess- ar mundir stendur um hann meiri styr en jafnvel nokkurn annan nú- lifandi stjórnmálamann í landinu. Mr. Hepburn er einungis 38 ára að aldri.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.