Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 02.08.1935, Blaðsíða 8
í , ‘ '■ir’l ’v ; >11, . 8 AA 4 M ! t- P C ; Úr borg og bygð Mr. B. J. Lifman, sveitaroddviti frá Bifröst, var í borginni síðast- liðinn laugardag ásamt tveim dætr- um sínum. Mr. John Freeman skrapp norð- ur til Lundar á laugardaginn var til fárra daga dvalar. Mr. Sigfús Pálsson lagði af stað norður að Manitobavatni í lok fyrri viku. Mrs. Margrét J. Sigurðsson, skáldkona frá Selkirk, var stödd í borginni síðastliðinn laugardag. Mr. J. Walter Jóhannsson, starfs- maður New York lífsábyrgðarfé- lagsins, hefir rutt sér J>á braut i starfi sínu í sumar, að hann hefir komist í hinn svonefnda $100,000 klúbb, og veitti félag þetta honum í virðingarskyrii ókeypis ferð og dval- arkostnað í tveggja vikna tíma i frægum sumarstað við Delavan Lake í Wisconsinríki. Walter lagði upp í ferð þessa á föstudaginn var, en kemur til baka þann 2. septem- ber næstkomandi Mr. Thorsteinn Thorsteinsson, Simcoe Street, er nýkominn heim úr ferðalagi norður um Nýja ís- land. Fór hann meðal annars norð- ur til Mikleýjar. Lét Mr. Thor- steinsson hið bezta yfir för sinni. SKOLABŒKUR! Við kaupum og seljum brúkaðar skólabækur, sem viðhafðar eru í öllum bekkjum ailþýðuskólanna, gegn verði við allra hæfi. Einnig höfum við á boðstólum bæk- ur og tímarit í fjölbreyttu úrvali gegn afar lágu verði. THE BETTER OLE 548 ELLICE AVE. INGIBJÖRG SHEPLEY Þau systkinin, Varði, Kristín, Anna og Pálína frá Akra, N. Dak. voru hér nýlega á ferð. Brugðu þau sér norður í Nýja ísland í heim- sókrt til ættingja og vina. Þau héldu heimleiðis fyrir síðustu helgi og létu hið bezta af förinni yfirleitt. Mr. Guðmundur Sigurðsson Snæ- dal frá Caspaco, B.C., dvelur í borginni um þetta leyti. Kom hann hingað til þess að leita sér lækninga við augunum. Dr. Jón Stefánsson skar hann upp og eru góðar horfur á að Guðmundur fái 'sjón sína að fullu bætta. — Guðmundur er ætt- aður úr Axarfirði og dvaldi um síðustu aldamót í Möðrudal.á Fjöll- um. Er hann bróðir Vigfúsar Grænlandsfara. Hefir Guðmundur með höndum forustu verzlunar í sambandi við niðursuðuverksmiðju í Caspaco. Mr. G. F. Jónasson fiskikaup- maður og frút Mr. T. E. Thorstein- son bankastjóri og frú, lögðu af stað suður til Minneapolis, Minn., og ýmissa annara staða sunnan landamæranna, um síðustu helgi. Bjóst ferðafólk þetta við að verða að heiman fram til 2. september næstkomandi. Mr. Hjörtur Hjaltalín, bróðir þeirra Aðalsteins Kristjánssonar rit- höfundar og Friðriks stórhýsa eig- anda, kom úr íslandsför þann 16. þ. m. Mr. Hjaltalin dvaldi eitt- hvað um tíu mánuði á íslandi og naut þar ósegjanlegrar ánægju. Fór hann vítt um og bar landi og þjóð söguna hið bezta. Mr. Hjaltalín er búsettur að Mountain, N. Dak. Kom hann hingað norður snöggva ferð síðastliðinn mánudag.* John J. Arklie, gleraugnafræð- ingur, verður staddur á eftirgreind- um stöðum og tíma: Como Hotel, Gimli, þriðjudaginn 3. sept.; River- ton Hotel, miðvikudaginn 4. sept.; Árborg Hotel, fimtudaginn 5. sept. VEITIÐ ATHYGLI Mynd af kirk.iuþingserindrekum þeim og prest- um, er sátul nýafstaðið júbílþting kirkjufélagsúns, fæst nú keypt tvennskonar verði. önnur myndin er prentuð á þykkan gljápappír og er 15x5 á stærð og kostar 25c. Hin er ljósmynd, I8V2X8. Verð 75c. Mrs. B. S. Renson, 695 Sargent, eða S. O- Bjerring, 550 Banning St., veita pöntunum viðtöku. “SUCCESS TRAINING ” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1934 and 1935. SELECTIYE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., Winnipeg W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. AGÚST, 1935. • i’.i . • ,)> V! • ;• j ‘ • J ri, I , r Messuboð FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Messað verður að vanda í Fyrstu lútersku kirkju á sunnudagskvöldið kemur kl. 7. Sunnudaginn 1. sept. messar séra H. Sigmar í Brown, Man. kl. 11 f. h. SamaMag messar hann í kirkjunni að Mountain kl. 8 að kvöldi. Sunnudaginn 1. sept. n. k., verða rnessur í Argyle sem hér segir: Glenboro kl. 11 f. h.; Grund kl. 3 e. h.; Baldur kl. 7 e. h.; Brú kl. 9 e h. Áætlaðar messur næstu sunnu- daga: 1. sept., Riverton, kl. 11 árd.; 8. sept., Hnausa, kl. 11 árd.; 8. sept., Framnes, kl. 2 siðd.; 8. sept., Geysir, kl. 2.30 síðd.—Allir boðnir og vel- komriir.—Sigurður Ólafsson. Sunnudaginn þann 1. september messar séra Guðm. P. Johnson í Ed_ field skóla kl. 11 f. h.; í Bræðraborg 1 kl. 2 e. h. Einnig verður ungmenna- félagsfundur kl. 8 að kvöldinu í W/estside skóla. Allir velkomnir. >4 . 1 u: 1 Mannalát Hinn 13. ágúst andaðist að Betel, elliheimilinu, ekkjan Lilja J. Einars- son (Norðman). Hún var ekkja Einars Einarssonar er fyrrum bjó i Argyle í Manitoba. Jarðarför henn- ar fór fram frá kirkjunni að Brú í Argyle 17. ágúst s. 1. að viðstödd- um nokkrum ættingjum og vinum. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Þann 23. ágúst andaðist bænda- öldungurinn Jóhann Edwald Sig- tryggssson, að búgarði sínum í Ar- gyle í Manitoba, eftir alllanga legu. Hann var fæddur að Húsavík í S. Þingeyjarsýslu 30. júni 1858. sonur Sigtryggs Sigurðssonar og Sigríðar Sigurðardóttur. Föður sinn misti hann ungur og varð að vera aðalstyrkur móður og systkyna unz þau komust á legg. Hann kom til Ameríku 1889. Vann í Winnipeg þar til 1906, að hann keypti jörð þá í Argyle, er hann bjó á til æfiloka. Hann lætur eftir sig ekkju.—Jarðarför hans fór fram frá heimilinu og Grundar- kirkju þ. 25. þ. m. að viðstöddu fjölmenni ættingja og vina. Séra E. H. Fáfnis jarðsöng. Messur i Gimli prestakalli næst- korpandi sunnudag, þ. 1. sept., eru fyrirhugaðar þannig, að morgun- messa verður á venjulegum tíma að Betel, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. * Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustur í Vatnabygðunum í Sas- katchewan sunnudaginn 1. sept. sem fylgir: í Kandahar kl. 11 f. h. í Wynyard kl. 2 e. h. í Elfros kl. 7:3o e. h. Á öllum stöðunum verða guðsþjón. usturnar á ensku. í Wynyard er fermingarguðsþjónusta með altaris. göngu. Mr. Norquay Oliver frá Saska- toon, dvelur í borginni þessa dag- ana ásamt fjölskyldu sinni. Kom hann í heimsókn til móður sinnar, Mrs. Eggert Oliver. Að 637 Alverstone St. eru þrjú herbergi til leigu á öðru gólfi, með gas-eldavél, góð fyrir tvær persónur, sem lítið hafa með sér; $12 á mán- uði, eða þrjú herbergi á fyrsta gólfi eldastó og gas-stó. GJAFIR TIL BETEL Kvenfélag lútersku kirkjunnar í Árborg, 20 pör “bath tjowels”; Vin- ur á Gimli, $2.00; Vinur í Winni- peg, $2.00; Mr. J. H. Johnson, Win- nipeg, 28 pund af ull; Mr. G. W. Árnason, Gimli, 24 kassar af “strawberries”; Mr. Sveinn Sveins. son, Gimli, $5.00; Vinur á Gimli, $110.00 (notað til að reisa og mála “Suri Porch”) ; Sigurður Gíslason, Gimli, Y* tonn af heyi; J. Johnson, 716—7th St. Brandon, Man. $10.00; Kvenfélag Herðubreiðar safnaðar að Langruth, Man., $25.00; P. V. Peterson, George Peterson 0g Lilly Peterson $5.00 og Arngrímur John- son $10.00, öll að Minneota, Minn., í minningu um Mrs. Arngrímur Johnson. Innilega þakkað, /. 1. Swanson, féhirðir. , 601 Paris Bldg. Winnipeg. Mrs. Guðrún Helgason piano- kennari og nemandi hennar Valdina Nordal Condie, komu til borgar- innar frá New York á laugardaginn eftir tveggja mánaða dvöl þar. Valdina litla spilaði yfir útvarp frá National Broadcasting Company í Rockefeller Centre, New York, á sunnudaginn þann 18. þ. m., kl. 9 (New York tíminn). Einnig var hún Valin til að spila á síðustu sam- komu, sem var haldin í samkomu- sal Juilliard hljóntlistarskólans. — Mrs. Helgason stundaði nám í j piano kenslu og hljómfræði, einnig | orpelspili, við þennan fræga skóla, ■ Juilliard Institute of Musicál Aft, sem var stofnaður af hinum fræga mentamanni Damrosch, og er í sani- bandi við Columbia University. BALDURSBRA Nú þegar líður að hausti hefur unglingablað Þjóðræknisfélagsins, Baldursbrá, göngu sína eftir sum- arhvíldina. Eru allir áskrifendur beðnir að senda gjöld sin í tæka tíð, áður en fyrsta blaðið kemur út, sem væntanlega verður um líkt leyti eins og í fyrra. Fyrirkomulagið verður með dálít_ ið öðrum hætti en síðastliðið ár, að þvi leyti að blaðið kemur út tvisvar í mánuði í stað vikulega, og verður því haldið áfram alt árið. Gjaldið verður sama og áður 50C póstfrítt. Þessi tilraun að fullnægja þörf hinnar uppvaxandi knyslóðar okkar Llendinga hepnaðist svo vel, að sjálfsagt var að halda áfram og út- gáfunefndin vonast fastlega til að allir, sem keyptu blaðið síðastliðið ár skrífi sig fyrir því aftur, og margir nýir bætist við. Það má geta þess að þeir, sem óska geta fengið siðasta árgang fyrir 50C á meðan upplagið endist. Öll ásrkiftargjöld sendist til undir- ritaðs. Bergthor Emil lohnson, 1016 Dominion St. JÓNS BJARNASONAR SKÓLI Þess hefir áður verið getið að skólinn haldi áfram. Eiga þar hlut að máli drenglyndir mgnn, er ekki vildu sjá skipið sökkva. Má vera, að þetta sé gleðiefni miklu fleiri mönnum, en sumir höfðu ætlað. Útlit með aðsókn nemenda á þessu næstkomandi skólaári, sérstak. lega í 12. bekk, er fremur gott. Einna öflugastan stuðning í því efni fáum vér frá fyrverandi nemend- um. Fleira styður að því sama. Nemandi var skrásettur í 12. bekk á mánudaginn i þessari viku. Það var kennari hans, einn ágætasti kennar- inn í stórum miðskóla hér í borg- inni, sem vísaði honum leið til Jóns Bjarnasonar skóla. Fyrir nokkru síðan átti eg tal við væntanlegan nemanda á ensku heimili í Winnipeg. Móðir nemandans sagðist hafa trú á því, að skólinn væri góður, því, eftir sinni þekkingu, hefði það gef- The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Fulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE, WPG. Sig’s Barber Shop Og Ideal Beauty Parlor Sími—808 59 í Columbia Priess byggingunni, C93 SARGENT AVENUE KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN, PHONE 95 551 ist vel, sem íslendingar hefðu stofn. að til. Aðrir hafa trú á íslendingum. íslendingar ættu að hafa trú á sjálfum sér. Sendið oss íslenzka nemendur. Gefið oss kost á því að kenna ís- lenzku. Munið eftir skrásetningardegin- um, 16. september. Rúnólfur Marteinsson, skólastjóri. Talsími 33 923 493 Lipton St. Fermingar framkvæmdar af séra Jóhanni Bjarnasyni í kirkjq Árnes- safnaðar, þ. 18. ágúst síðastliðinn: Sigurlína Kristín Sigurðsson, Jónína Gladys O’Hare, Guðrún Kristrún Thorkelson, Stefanía Bjarnfríður Jónasina Thorkelson, Guðmundur Angantýr Goodman. FALCON TAXI Arni Dalman, eigandi Sími 73 230 Fólksflutningsbílar ávalt til taks jafnt á nóttu sem degi við afar sanngjörnu verði. Félag þetta gekk áður undir nafninu Sargent Taxi. Óskað eftir viðskiftum Islendinga. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federaticn í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Mr. Methusalem Thorarinsson byggingarmeistari fór suður til Dakota seinni part fyrri viku og kom heim aftur á mánudaginn. DR. E. JOHNSON 116 Mc(*cal Arts Bldg. Cor. Graham og Kenneáy St. Talsími 23 739 Viðtalstfmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Minniát BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! 1 2Te'w;e'Pii?e"rsí' . SL?tv»N\IPÚL^' Úr, klukkur. gimsteinar og aðrir skrautmunir. Giftingaleyfisbréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annwt greiSlega um alt, imn flutningum lýtur, amáum e8a (tór- um. Hvergi nanngjaman verS Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office Good Business ENROLL THIS COMING MONDAY for the New Term at Western Canada’s Largest Business Soliool Revised Gourses Latest Instruction Methods Individual Teaching Effective Employment Service The DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s AN ACCREDITED SCIIOOL s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.