Lögberg - 05.09.1935, Side 2

Lögberg - 05.09.1935, Side 2
2 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 5. SEPTEMBER, 1935. Bráðabyrgðar öryggi. —Sunimers in the Cleveland News. Hallig Suderoog (Framh.) Eg hafði venjulega ánægju af þessum gestum, því eg sá hér hræri- graut af öllum mögulegum mann- tegundum. Öðru hvoru hitti eg ís- landsvini og íslandsfara, þ. á. m. aldraðan, þektan listmálara, sem sagðist hafa komið til íslands og dvalið þar stutta stund, en það væri samt fegursti hluti æfi sinnar. Hann dvaldi hjá Nielsen á Eyrarbakka, mintist hans með sérstakri hlýju og sagðist sjaldan eða aldrei hafa not- ið annarar eins gestrisni og hjá hon. J um. En þrátt fyrir þetta var það samt oftar, sem gestir skoðuðu mig sem náttúruundur ef þeir vissu það, að eg var íslendingur. Eitt sinn um_ kringdu mig tuttugu kerlingar, fyrst fórnuðu þær höndum af undrun yfir því að sjá mann norðan frá fslandi, síðan skeltu þær á lærin af hrifni yfir að geta sagt vinkonum sínum eitthvað nýstárlegt og tóku svo upp stækkunargler og settu á sig gler- augu til að rannsaka á vísindaleg- an hátt hvað augun lægju mikið skökk í hausnum á mér. og í hverju að aðalmunurinn á mér og hvítuin manni væri falinn. Þær skrifuðu athuganir sínar niður í vasabækur til að gleyma engu og síðast var eg ljósmyndaður, bæði að aftan og framan og á háðum hliðum. Áður en mér var leyft að fara, köstuðu nokkrar þeirfa í mig tieyringum, aðrar gáfu mér brjóstsykursmola eða myndir innan úr súkkulaði- pökkum. “Greyið, skelfing verður hann feginn!” heyrði eg eina kerl- inguna segja og hún virti mig með djúpri meðaumkvun fyrir sér eins og brjóstgóð kerling úr dýravernd- unarfélagi virðir fyrir sér vingjarn- legan hund. Auk þessa eru mér tvö önnur at- vik frá gestakomu á Súderoog sér- staklega minnisstæð. Annað gerð- ist daginn sem eg fór þaðan alfar- inn, það var um miðjan september 1920. Strákarnir voru þá allir farn- ir fyrir nokkrum dögum og lifið á eyjunni var einmanalegt og dauft. En þá skaut skyndilega upp sjötíu stúdentum og háskólakennurum frá |HaIle, sem komu i kynnisför til eynna að skoða leifar af sokknum eyjum og upphækkunum, sem enn- þá mótaði fyrir í sandinum. Þegar þeir sneru aftur til meginlandsins varð eg þeim samferða, eg fékk ó- keypis far með skipinu til Husum, en á leiðinni þurftu þeir öðru hvoru að lenda og athuga gamlar minjar í sandinum. Á leiðinni tók eg sérstaklega eftir kvenstúdent nokkrum með heljar- stórt rautt nef, blásvartar bólgnar kinnar og augu, sem ranghvolfdust og hringsnerust í stórum augnatóft- unum. Hún bar á sér whisky-pela og saup á öðru hvoru. Þegar hún var orðin svo drukkin, að hún bæði riðaði og drafaði, byrjaði hún að gefa mér hýrt auga, sjálfri sér auð- sjáanlega til dægrastyttingar, en mér til ólýsanlegrar andstygðar og angistar. Einu sinni þegar við gengum eftir fjörusandinum kom hún til mín og spurði mig, hvort eg vildi whisky. “Nei!” sagði eg önugur. “Viltu leiða mig?” spurði hún. “Nei!” sagði eg með áherzlu. “Kystu mig!” Eg glápti orðlaus á hana; eg gat ekkert sagt, aðeinst hrist höfuðið. Eg var fyrir alvöru farinn að halda, að hún ætlaði að tæla mig til óskír- lífis, en hún freistaði mín ekki “Þú er óuppdreginn helvítis dóni,” hvæsti hún, þegar bænir hennar voru allar árangurslausar, og augun ranghvolfdust meir en áður. Eg ætlaði að svara henni einhverju, en þá varð henni skyndilega fótaskort- ur og hún stakst á bólakaf ofan í leðjusíki, sem sennilega hefir áður verið gamall brunnur. Eg dró hana upp úr, andlitið var kolsvart eins og á negra og þegar eg loks gat bælt niður í mér hláturinn stilti eg mig ekki um að svara henni: “Og þú ert uppdreginn helvítis dóni! Dreginn upp úr drullupytti,” bætti eg við til að útiloka allan mis- skilning. Þar með var samtali okk- ar lokið. Hitt atriðið, sem mér er minnis- stætt skeði um mitt sumarið á Hallig Súderoog, í glaða sólskini og steikj _ andi hita. Strákarnir hlupu um eyna í mittisskýlum eða böðuðu sig í sól. skininu og skiftu sér ekkert af hin- m mörgu gestum, sem komnir voru frá meginlandinu. Það hefir senni- lega verið eitthvað á fjórða hundr- að gesta, sem komu þennan dag og við vorum önnum kafnir að af- greiða allskonar nærgöngular spurn- ingar. “Heyrið þér ungi maður,” sagði kerlingarhlussa og sneri sér að mér, “hver stjórnar þes*su drengjaheim- ili?” Eg sagði henni það. Hvort hún gæti ekki fengið að tala við stjórnandann? Eg fór til Paulsen’s og sagði hon. um að það væri kona úti, sem lang- aði að tala við hann. Þegar Paulsen kom, byrjaði kerl- ing óðara á því að ausa yfir hann óbótaskömmum. Hún sagðist hafa komið hingað eins og siðleg mann- eskja með saklausa dóttur sína og sagðist hafa búist við að koma á prúðan stað, þar sem alt færi siðlega fram, en í þess stað væru hér tugir og aftur tugir stráka, sem hlypu um í mittisskýlunum . Hún sagði enn- fremur að sér hefði aldrei verið boðið annað eins um dagana, sagði að þetta gæti gjörsamlega spilt sál- arlífi dóttur sinnar og spurði hvort það væri virkilega með leyfi Paul- sen’s að strákarnir sýndu sig al menningi svona í mittisskýlum. Paulsen brosti. 1 stað þess að svara henni nokkru, benti hann strák að koma til sin, einum af þessum strákum i mittisskýlunni, hann stóð álengdar og hlustaði á orðstraum kerlingarinnar. Annars var kerling svo hávær og gustmikil, að fólk streymdi að og umkringdi bæði hana og Paulsen til að vita hvað um væri að vera. “Fritz!” sagði Paulsen þegar stráksi kom, “þessi kona þolir ekki að sjá þig í mittisskýlunni. Gerðu svo vel og farðu úr henni!” Stráksi, sem var vanur að hlýða, stóð á næsta augnabliki allsnakinn fyrir framan hópinn. “Helvítis þrælmenni eruð þér! Og dóttir mín! Guð hjálpi mér!” stundi feita konan, þegar hún sá að rjótt andlit dótturinnar gægðist yfir öxl hennar og horfði með eftirtekt á hinn allsnakta líkama. Hún greip báðum höndum fyrir andlitið, gaf dóttur sinni merki um að koma, og labbaði burt. Eg hefi sjaldan heyrt slíkan glymjanda hlátur og þá. IV. Það var eina yndislega kvöld- stund síðla sumars. Úti var logn og hiti, en byrjaði að húma. Alt var svo hljótt, svo kyrt og meira að segja mávarnir og kríurnar, sem vön voru að garga þarna í þúsunda. tali, héldu kyrru fyrir. Ekkert rask. aði samræminu t kyrð náttúrunnar. Vitaljósin í Ording og á Pellworm voru kveikt og glampinn frá ljós- kastaranum á Helgolandi sázt greini- lega í hálfrökkrinu. En himininn var þrunginn dimmum, óveðurboð- andi skýjabólstrum, sem hrönnuðust hingað og þangað um loftið, en milli þeirra eygðust heiðbláar himinvakir. Það dimdi æ meir, var næstum fulldimt; tunglið kom frant, það óð í skýjum. Fölur bjarmi þess sendi daufa, bleika birtu niður til jarðar. Söngvar og fiðluómar bárust inn- an úr dagstofunni; þar voru strák- arnir að syngja kvöldljóðin sin' áður en þeir gengju til hvílu. Eg kærði mig ekki um að fara inn, vildi heldur njóta kyrðarinnar úti. Eg settist á grasbakka sunnan undir hú%nu og horfði á skýin og. skin mánans. Ský heilla mig, þau koma mér í gott skap og stemning og því betur sem andstæðurnar í þeim eru meiri. Þetta kvöld voru andstæð urnar sérstaklega sterkar : koldimm ir skýjabakkar, heiðbláar himin- rendur og bleikur máninn. Eg elska ský og eg elskaði þau sérstaklega þetta kvöld. Skin mánans á létt- gáruðu hafinu kom mér til að risa á fætur og ganga niður á ströndina. Á ströndinni sá eg það, sem eg hafði aldrei séð áður, það voru sæ- ljós. Mér þótti þau svo töfrandi fögur að eg gat ekki haft augun af þeim í heila klukkustund. Þegar hægar og léttar öldugárurnar bárust upp að ströndinni voru faldar þeirra eins og af gulli gerðir eða logandi eldi. Þannig varð öll strandlengj- an eitt logandi eldhaf, ein gullin rönd, og öðru hvoru, þegar máninn sendi sitt föla skin niður á hafið, þá var það því líkast sem það væri af gulli Og silfri gert með dökkblárri umgerð í kring. Sjórinn lokkaði mig, dró mig til sin. í einni svipan var eg kominn úr fötunum og stóð nakinn á sand- inum. Eg óð út í gullbárurnar og lét þær leika um fætur mína. Sjór- inn var svalur, en samt fanst mér hann volgur. Eg synti út á djúp- ið, sem dökknaði hvert sinn, sem ský dró fyrir tunglið, en sem glitr- aði þess á milli eins og ólgusjór lif andi gimsteina. Mér fanst það svo hressandi og svalandi að synda, fanst eg teyga í mig alt það, sem gott var og fagurt, fanst hvert sund- tak auka mér þrótt og vilja og gefa mér æsku og yndisleik. Þá stund ina óskaði eg einskis annars fremur en að mega synda—synda eilíflega. Eg sneri við og synti til lands. Eg átti ekki nema örfáa faðma eftir, þegar eg sá mann á sundi fyrir framan mig. Það hlaut að vera ein. hver fyrirliðanna, því strákarnir voru allir gengir til hvílu. Mig greip löngun til að gera honum bylt við, stakk mér og synti til hans í kafi. Mér skaut upp rétt fyrir aftan hann °g eg gre'P utan um öklaliðinn á honum. En fóturinn var kaldur og það var köld slepja utan á honum, sem var næstum búin að koma blóð. inu til að storkna í æðum mér. Eg reisti mig við í ofboði, sjórinn náði mér tæplega í mitti. Framundan mér morraði lík af karlmanni og út- limirnir slettust til og frá undan andvaranum og léttum bárunum. Það var orðið gulflekkótt og byrjað að rotna. Það morraði á bakinu á gyltum haffletinum, maðurinn hafði bundið sig við fleka og flekinn lyfti höfði líksins upp úr sjónum. Og nú sló fölri tunglsbirtu framan í þetta dauða andlit. Brostin, galopin augu hins dauða störðu á mig með slikju- kendu, hryllilegu augnaráði, en út úr hálfopnum munninum lafði dökt slý. Voðalegur hryllingur greip mig við að horfa á þetta viðbjóðslega andlit með brostin augu og hálfop- inn munn. Mér sýndist andlitið ein- blína á mig með storkandi hatri, og áður en eg vissi af hljóðaði.eg af öllum lifs og sálar kröftum. Ó- stjórnleg hræðsla læsti sig gegnum mig, eg stóð eins og lamaður í sömu sporum, kalt vatn rann milli skinns og hörunds og mér fanst mátturinn þverra með hverju augtiabliki. Það hvíldi á mér hryllileg martröð, sem hélt mér kyrrum í sömu sporum og batt augu mín við hatursfull augu Hksins. Dimman skýjabakka dró fyrir tunglið og umhverfis mig varð myrkt. Eg heyrði létt skvamp bár- anna í f jörusandinum, og mér fanst slikjað og rotnað líkið strjúkast við mig um leið og það morraði áfram í söltum sænum. Það er hræðilegasta stund, sem eg hefi lifað. Zúrich 1933. —Lögrétta. Jónas Lie sliáld heimilis- og hversdagslífsins. Eftir próf. dr. phil. Richard Beck. Nítjánda öldin var vorleysingatími i þjóðlífi Norðmanna. Einkum var gróandinn í norskum bókmentum með afbrigðum, bæði að frjósemi og fjölbreytni. Noregi fæddist hvert af burðaskáldið á fætur öðru: — Ibsen, Björnson, Lie, Kielland og Garborg, að taldir séu þeir einir, sem sérstaklega settu svip sinn á seinni helming aldarinnar. Þegar i íhinni er borið, að þrjú fyrstnefndu öndvegisskáld frændþjóðar vorrar voru fædd innan fimm ára (1828 —33), verður enn þá auðsærra, og aðdáunarverðara, hver gróska var á þessum tíma í andlegum lífi hennar. Þjóðin norska, sem þessi hug- sjón^ríku^og máttugu skáld vöktu og víðfrægðu, hefir, eins og vænta mátti, haldið hátíðleg aldarafmæli þeirra allra svo sem sæmdi minn- ingu slikra sona. Lie var yngstur þeirra þremenninganna, og mintust Norðmenn hundrað ára afmælis hans 6. nóvember 1933 með hátíða- höldum um land alt. Var hann vel að þeim heiðri kominn, því að hann var um skeið ástsælasta skáld þjóð- ar sinnar, rit hans “kærkominn gestur” á heimilum ríkismanna og fátæklinga, lærðra og leikra. Með samúðar- og skilningsríkum lífs- myndum sínum og mannlýsingum hefir hann lagt drjúgan skerf til aukins andlegs þroska landa sinna. Aldarafmæli Lies var einnig minst utan Noregs. Þó þjóðrækninn væri, líktist hann Ibsen og Björnson í því, áð vera jafnframt alþjóðlegur að hugsunarhætti, enda dvaldi hann erlendis mikinn hluta æfinnar. En það er til marks um vinsældir hans og heilnæm áhrif út um lönd, að sumar bækur hans voru þýddar á ensku, þýzku, frönsku, hollensku, ítölsku, rússnesku, bæheimsku og tékknesku. Hreint ekkj fá rit hans eru meira að segja til í fleiri en einni þýðingu á sama tungumáli. Einnig er það eftirtektarvert, að margar þessar þýðingar voru prent- aðar í hinum víðlesnustu blöðum og tímaritum. Áhrifin af skáldverkum I,ies hafa einnig náð til íslands, fyrst og fremst í frumritunum sjálfum, og eins í þýðingum. Den Fremsynte (Davíð skygni) kom út neðanmáls i “ísafold” árið 1909, sem þá mun hafa verið eitthvert útbreiddasta blað landsins, og var síðar sérprent uð. Hefir þessi skáldsaga og fagra saga hrifið íslenzka lesendur eins og eftirfarandi dæmi sýna. í bréfi til mín telur Kristmann rithöfundur Guðmundsson Davíð skygna meðal þeirra bóka, sem mest áhrif hafi haft á hann á bernskuárum; má einnig sjá merki þeirra áhrifa í skáldsögu Kristmanns Brúðarkjóll- inn. í tímaritinu “Jörð” (Rökkur- skraf, I. árg., 2.—3. hefti, 1931, bls. 276) skrifar ritstjórinn, séra Björn O. Björnsson á þessa leið: "Davíð skygni—hjártfólgnasta saga æsku minnar. Hversu oft hefi eg ekki vakað á nóttunni yfir þér og teigað fagnaðarerindi lífsins, ljóssins er skín í myrkri, af bikarnum fagra og einkennilega, sem þú réttir mér. Trúin á lífið stafar af þér inn að hjartarótum lesandans og styrkir hans eigin trú. Þú upplýsir hinn unga um fegurð og þrótt æskuástar á þann hátt, sem hann gleymir aldrei; hann er ekki samur maður eftir. Eg spurði eitt sinn skólabróður minn nokkurn í Mentaskólanum, hvaða skáldsögu honum þætti vænst um. Davtð skygna, svaraði hann. Nú er maður þessi einn viðurkend- asti rithöfundur þjóðar vorrar fyrir ritgerðir um mentamál. Sömu spurninguna spurði eg gáfaðan kennara fyrir fáum árum. Davíð skygna, svaraði hann.” Nokkrar hinar merkari styttri sögur Lies hafa einnig verið þýdd- ar á íslenzku—“Tobías slátrari,” “Súsamel” og “Norðf jarðarhestur- inn,” og að auk fáein hinna ágætu æfintýra hans. Margir íslenzkir lesendur munu því minnast hans með þakklátum hug, og auðsætt, að hann á fram á þennan dag aðdáend- ur á voru landi, sem meta kunna list hans og spaklega hugsun. Vér íslendingar megum einnig nmna Jónas Lie fyrir það, að hann lagði málstað vorum drengilega lið, í norskum blöðum, þegar vér áttum við hvað rammastan reip að draga í stjórnmálabaráttu vorri, kringum 1870. (Smbr. Þorleifur H. Bjarna- son: “Jónas Lie,” Skírnir, lxxxii, 1908, bls. 261). Mikill að vöxtum var því lesenda- hópur Lies víðsvegar um lönd, og ekki eru þau mörg Norðurlanda- skáldin, sem átt hafa að fagna jafn. mildum vinsældum. Af norskum samtíðarrithöfundum hans voru Ibsen og Björnson þeir einu, sem meiri heimsfrægð hlutu. Á Parísarárum sínum, en hann dvaldi langvistum þar í borg, kom Lie fram sem fulltrúi þjóðar sinnar við ýms opinber tækifæri. Þó fram_ koma hans þegar svo stóð á væri landi hans jafnan til sæmdar og nyt- semdar, var hún lítilræði eitt saman- borið við afrek hans Noregi í hag með víðlesnum og snildarlegum skáldsögum hans. Með þeim ber hann eigi aðeins hróður ættjarðar sinnar út um heim, heldur glæddi hann jafnframt að miklum mun sannari skilning erlendis á þjóðinni norsku og menningu hennar. Jónas Lie var auðugri skáldgáfu gæddur, en fann ekki sjálfan sig fyr en hann var kominn á fullorðins- ár, freklega hálf fertugur. Hann hafði að sönnu fengist við ljóðagerð frá því á skólaárum sínum, en svip- lítill var kveðskapur hans og spáði engu um þá djúpstæðu og miklu skáldgáfu sem með honum bjó. Einnig hafði hann unnið talsvert að blaðamensku; en þó blaðagreinar hans væru um ýmislegt frábrugðnar öðrum slíkum skrifum, hefðu 9um þau einkenni, sem síðar bar mest á í skáldskap hans, eins og óvenjuleg- an samruna hugarflugs og raunsæis, mun fæsta hafa grunað, að í höf- undinum byggi eitt af höfuðskáld- um samtíðarinnar. Einn maður sá þó betur og dýpra, enda var hann framúrskarandi fundvís á skáld- gáfu hjá ungum mönnum. Það var Björnstjerne Björnson. Megum vér íslendingar muna honum það, auk margs annars, að hann sá einna fyrstur manna, hve ríku skáldaeðli og miklum rtthöfundarhæf ileikum Jóhann Sigurjónsson var gæddur. “Hafðu nákvæmar gætur á þessum unga manni,” skrifaði Björnson Pétri Nansen, forstjóra Gyldendals bókaútgáfu, um Jóhann, “í honum býr mikið skáld.” Telur Jóhann sjálfur þau ummæli verið hafa fyrsta sigur sinn á rithöfundarbraut- inni. En hverfum aftur að Jónasi Lie. I ræðu, sem Björnson hélt í Tromsö INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man......................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man..........................E. Finnbogason Baldur, Man.............................O. Anderson Bantry, N. Dakota.............. .Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man............................O. Anderson Blaine, Wash.................. Thorgeir Símonarson Bredenbury, Sask........................S. Loptson Brown. Man..............................J. S. Gillis Caválier, N. Dak@ta...............B. S. Thorvardson Churchbridge, Sask.......................S. Loptson Cypress River, Man......................O. Anderson Dafoe, Sask........................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota...............Jónas £. Bergmann Elfros, Sask..............Goodmundson, Mrs. J. H: Foam Lake, Sask .............. J. J. Sveinbjörnsson Garðar, N. Dakota.................Jónas S. Bergmann Gerald, Sask.............................C. Paulson Geysir, Man.....................Tryggvi Ingjaldsson Gimli, Man............................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...........................O. Anderson Hallson, N. Dakota................S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man...................J. K. Jonasson Hecla, Man........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota..............................John Norman Hnausa, Man......................................B. Marteinsson Tvanhoe, Minn.............................B. Jones Kandahar, Sask.................. J. G. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask....................................Jón ólafson Lundar, Man.....................................Jón Halldórsson Markerville, Alta......................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. Tones Mountain, N. Dak..................S. J. Hallgrimson Mozart, Sask...................J. J. Sveinbjörnsson Oak Point, Man........................A. J. Skagfeld Oakview, Man..........................Búi Thorlacius Otto, Man.......................... Jón Halldórsson Pembina, N. Dak...............................Guðjón Bjarnason Point Roberts, Wash....................S. J. Mýrdal Red Deer, Alta........................O. Sigurdson Revkjavík, Man........................Árni Paulson Riverton, Man..................................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man.................................... W. Nordal Siglunes, P.O., Man..................J. K. Jonasson Silver Bay, Man.......................Búi Thorlacius Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..................... J. Kr. Johnson Upham. N. Dakota................Einar J. Breiðf jörð Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man........................... J. K. Jonasson Westbourne, Man.................................Tón Valdimarsson Winnipegosis, Man..........................Finnbogi Hiálmarsson Wynyard, Sask.......................J. G. Stephanson

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.