Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 2

Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. SEÍPTEMBER, 1935 Ferð til Churchill liftir scra Rúnólf Marteinsson. Ekki dettur mér í hug aS segja, að eg hafi verið mikill ferðamaður, sízt að eg hafi nokkurntíma farið þær ferðir, sem útheimtu mikið hug- rekki eða táp. Að vísu var eg all- mikið á ferðinni þau io ár, sem eg átti heima í Nýja íslandi, og ekki voru þær ferðir með öllu lausar við erfiðleika, eins og vegum var þá háttað í því bygðarlagi. Stundum var kalt á vetrum á ísnum frá Sandy Bar til Borðeyrar í Mikley. En þetta er nú öllum gleymt og þvi ó- hugsandi að eg geti sannfært nokk- urn um, að þau ferðalög hafi verið mér nokkur frægðarauki. Samt verður ekki með sanni sagt að eg hafi alt af setið á sömu þúfunni, því eg hefi nú séð Ameriku frá Panama til Hudson-flóa og frá At- lantshafi til Kyrrahafs. En þær ferðir hafa allar verið með beztu tækjum nútíðarferðalaga, og þvi lausar við öll óþægindi. Þær hafa fært mér það sem eg þráði: unað og fræðslu. Mig hefir alt af langað til að kynnast fjarlægum stöðvum fyrir eigin sjón. Myndirnar á eg svo ógleymanlegar og óskemdar í sálarlífi mínu. Vorið 1927 var eg á förum frá Seattle til Winnipeg. Með því að leggja nokkurn krók á leið mína fanst mér eg eiga kost á því að sjá löndin langt í suðri með þvi að fara til New York í gegnum Panama- skurð. Reyndar hafði eg enn þá stærra í huga þá, að fara til Islands frá New York, áður en eg kæmi heim. Af þessu varð ekki, en með engu móti vildi eg hætta við að sjá löndin i suðri. Þegar þeirri þrá var svalað, hefir löngunin snúist að því að sjá meira af löndunum í norður- átt. sérstaklega Hudson-flóa og Churchill. Óvist er samt, að af þessu hefði nokkurntíma orðið, ef sonur minn, sem er læknir í bæn- um The Pas í þessu fylki, hefði ekki gefið mér ferðina og alt sem til hennar þurfti. Ekki er það nein furða að mig iangaði til Churchill. Það eru nú full 52 ár síðan eg kom til Canada frá íslandi. Allan þennan tíma hef- ir fátt verið meir talað um hér í Vestur-Canada, en járnbraut til Hudson-flóa. Fyrir því var barist ár eftir ár. Tiltölulega fáum árum eftir að kom til þessa lands var jafn- vel byrjað á lagning slíkrar járn- brautar norðvestur frá Winnipeg. Við það var samt fljótt hætt. Þegar járnbrautin á endanum kom, var hún ekki hafin frá Winnipeg, held- ur frá bænum The Pas, sem er nærri 500 mílur í norðvestur frá þessari borg. Þarafleiðandi er járnbrautarleiðin eins og hún nú liggur til Hudson-flóa alls ekki bein. asta leið þangað frá Winnipeg. En brautin liggur framúrskarandi vel fyrir Saskatchewan-fylki og vest- asta hlutanum af Manitoba-fylki. Enn er mikið rætt um Hudson- flóa brautina og alt af kveður við sama tóninn, að hún sé hið mesta dýrmæti fyrir Sléttufylkin, én að “óhræsis” Austur-fylkin, þar sem peningavaldið hefir hásæti sitt, hafi alt af verið og sé enn að spilla þessu velferðar fyrirtæki Vesturlandsins. Já, það var ekki ástæðulaust að mig langaði til að sjá Churchill. Fagnandi lagði eg af stað frá Winnipeg föstudaginn 16. ágúst, og þakklátur kom eg heim fimtudaginn 22. s. m. Ferðin stóð yfir nákvæm- lega 6 sólarhringa, að viðbættum hálfum klukkutíma. Nú í ein þrjú ár hefir verið stofn. að til sérstakrar skemtiferðar með Hudsonflóabrautinni fil Churchill. Fyrir þessari síðustu skemtiför stóð félag hér í borg, sem nefnist Paulin-Chambers. Hefir það verið staffandi hér síðan 1876, og býr til kökur og ýms sætindi, sem nemur að verðlagi miljón dollurum á ári. Jámbrautarlestin var löng; um 250 farþegar voru í förinni. Margt var þar stórmenna, meðal annars Mr. Bracken, forsætisráðherra Manitobafylkis. Lestin var heimili farþeganna allan tímann. Þar sváfu og þar höfðu þeir máltíðir sínar. Allur viðurgerningur Var hinn á- kjósanlegasti. Þeir, sem önnuðust svefnvagna létu ekkert ógjört til að auka þægindi og vellíðan farþeg- anna. Máltiðirnar voru svo góðar að þær geta vart hugsast betri. Sömuleiðis var þjónað að borðum með allri snild. Menn höfðu líka nógan tíma til að njóta máltíðanna, enda virtist matarlystin aukast eftir því sem norðar dró. Má vera að loftið hafi þar verið hreinna. Um það staðhæfi eg ekkert, en hitt er víst, að eg naut lífsins þessa ferða- daga i fylsta mæli. Auk alls þessa var margt annað gert til þess að gera lifið ánægju- legra meðan á ferðalaginu stóð. Meðal annars var gefið út daglega dálítið fréttablað, vélritað í svo mörgum eintökum, að sérhver sem með lestinni var gat fengið eitt ein- tak. Voru þar fréttir utan úr heimi og margvísleg umsögn um það, sem gerðist á ferðinni. Stundum söfn- uðust allmargir saman til að syngja. Dálítill strengjahljóðfæraflokkur var með til að auka ánægju söngs- ins. Síðasta kvöldið fór fram skop- gifting, með ýmsum þar að lútandi leikaraskap,—en þar var enginn vígður maður viðstaddur. Eg tjáði formanni nefndarinnar vanþóknun mina á því að mér hefði ekki verið boðið að vera þar viðstaddur. Má vera, að eg hefði eitthvað getað lært af þessari athöfn. Það var í það heila meira félagslíf á þessari lest en eg hefi nokkurntima áður orðið var við á ferðalagi með járnbraut. Mikið var t. d. um hlýjar kveðjur að skilnaði. Bæði Paulin-Chambers félagið og járnbrautarstarfsmenn. irnir eiga alúðarþakkir skilið fyrir framúrskarandi meðferð á ferða- fólkinu. Hið sama má segja um fólkið á öllum dvalarstöðum. Alt ætta var samtaka um að gera ferð- ina sem allra skemtilegasta og sem allra nytsamasta. • Það var enn eitt, sem var sterkur þáttur í ferðagleðinni. Það var veðrið. Stundum var það drunga- legt, þegar við vorum á ferðinni. Þá gerði það lítið til. En á öllum dval- arstöðum, þegar veðrið hefði getað orðið ánægjuþröskuldur, var það á. kjósanlegt, aldrei mikill hiti, en al- staðar glaðaskólskin. í Curchill var dálítið svalur vindur, en sólskin var allan daginn. Um morguninn, sér- staklega þegar við fórum yfir höfn. ina, fann eg það betra að vera í léttri yfirhöfn, en þegar við vorum kom- in á land aftur var hún aðeins til erfiðleika. í bænum Dauphin var fyrsta við- dvölin. Bæjarbúar voru var til taks með bíla til að flytja fólk til ýmissa skemtana. Sumir léku “golf,” aðrir “bowling,” aðrir óku um bæinn eða út í Riding fjöllin, eða til Dauphin- vatns. Eg fór þannig um allan bæ- inn og töluvert út í Riding-f jöllin. Dauphin er að öllu leyti snotur og þúifalegur bær. Tvo klukkutíma stóðum við þar við og höfðum mikla ■skemtun af. Rétt áður en lestin fór af stað kom maður til mín og sagði á islenzku, að hann þekti mig. Eg horfði beint framan í hann og sagði, “Hans.” Þetta var Hans Gillies, sem einu sinni var í Vatnabygðinni i Saskatchewan. Hann var lítill drengur á sama bæ og eg áður en eg fór frá Islandi. Mér þótti undur vænt um að sjá hann, og við áttum þarna dálitla skemtistund rétt áður en lestin fór að hreyfast. Næsta morgun var komið til The Pas. Sá bær stendur á suðurbakka Saskatchewanfljótsins. Er fljótið breitt vatnsfall. Kemur það vestan úr Klettafjöllum, og rennur í Win- nipegvatn norðvestanvert. The Pas er gamall bær eftir því sem gerist í Manitoba. Þó er Fort Cumberland, um 40 mílur lengra vestur með fljótinu, eldra. Það var stofnað af hinum fræga landkönn- unarmanni Hudson Bay félagsins, Samuel Hearne árið 1770. Um mið. bik 19. aldar voru nokkrir Eng- lendingar þar vetrarlangt. Voru þeir að leita að Sir John Franklin, ^em var frægur ferðamaður um ís- hafslönd. Seinna fengu menn að vita að hann hafði dáið í norður- höfuin árið 1847. Eitt af því, sem þessir leitarmenn gerðu, var það að smiða kirkjubekki. Þeir eru enn notaðir í “Anglican” kirkjunni í The Pas. Þeir eru stæðilegir og vel gerðir. Bærinn þessi telur nú um 4,500 ibúa og nefnir sig “The Gateway of the North,” (hlið norðuríandsins), og má það vel til sanns vegar færa. Hann hefir lengi verið verzlunar miðpunktur fyrir afarstórt land- svæði. Þangað hefir safnast fjöldi veiðimanna og námumanna. Þar hefst hin eiginlega Hudsonflóa járnhraut. Þar er feikna mikil sög. unarmylna, sagt að sé mesta “spruce” mylna í Canada. Allra mesti fjöldi fólks hefir þar atvínnu. Mikið af timbri fæst upp með Car- rot-ánni, sem rennur í Saskatche- wan-fljótið örskamt fyrir ofan The Pas. Gufuskip sáum við flytja timbrið að mylnunni. Bærinn er snyrtilegur, með öll menningartæki nútímans. Þar eru ágæt gistihús, þar eru nokkrar kirkjur og þar er sjúkrahús, er mun hafa kostað um $400,000, yndislegf í alla staði með hinum fullkomnustu tækjum til að fást við allskonar lækningar. Það er eign katólsku kirkjunnar og nunnur sjá um hjúkr- unina. Við stönzuðum i alt þrisvar sinn- um í The Pas^ meiri hluta dags—í síðasta sinn, þegar komið var til baka frá Churchill. Þann dag var ýmislegt gert til að skemta ferða mönnum. Meðal annars var þar sýning á blómum, garðaávöxtum, korni, málmum og loðfeldum. Þar var mikið fallegt og athugunarvert að sjá. Þann dag fór eg 17 mílur út á land að fallegu stöðuvatni. Fyrst var farið um Indíána-sveit, sem er beint ámóti The Pas, hinu megin fljótsins. Leiðin lá líka þannig, að við sáum allmikið meira af Saskatchewan-fljótinu. Miðdag höfðum við þann dag hjá góðu vina- fólki, sem við kyntumst í Winni- peg, en kvöldverð höfðum við á is- Ienzku heimili, þeirra Mr. og Mrs. Jón Thorleifssons. Eg þekti þau fyrir mörgum árum, áður en þau giftust, þegar þau voru í Þingvalla- nýlendunni í Saskatchewan. Nú eiga þau uppkomin börn. Því miður var Mr. Thorleifson ekki heima, var að smiða austur við God’s Lake. En eg átti engu síður indæla stund í þessu boði. Allan timann, sem eg var í The Pas, var eg með syni mínum, og þarf eg ekki að taka það fram, að það var bezta skemtunin. Á öðrum degi eftir að við lögðum á stað frá Winnipeg, var farið frá The Pas til bæjarins Flin Flon. Hann er'um 90 mílur norðvestur af The Pas, rétt á takmörkum Mani- toba og Saskatchewan. Sá bær er ekki meir en svo sem 5 ára gamall, en telur þó milli 5 og 6 þúsund íbúa, að sögn þriðji stærsti bærinn í Mani. toba-fylki. Það er eingöngu námu. bær. Náman er í Saskatchewan, en bærinn í Manitoba og er þó náman áföst við bæinn. Námufélagið heitir HudSon Bay Mining and Smelting Co. Ógrynni fjár hefir verið lagt í þetta fyrirtæki, og er sagt að það sé að mestu Bandarikja. fé. Farið var með ferðafólkið á dá- lítilli járnbraut út að námunni. Við sáum þar tröllaukið skarð, sem höggvið hafði verið í mikla hæð. Þaðan hafði málmurinn verið tek- inn. Er hann allur í grjóti. Þetta var nú ofanjarðar, en sagt er að hann nái langt niður í jörð. Hvert stórhýsið er við annað nálægt nám- unni, alt fult af vélum til að vinna málm úr grjótinu. Það sem mætir auganu er margt svo stórkostlegt og hrikalegt, að manni finst að hér hafi verið jötnar að verki, en ekki menskir menn. Auðvald og hugvit hafa hér sameinað krafta sína og afleiðingin er töfrakraftur, sem heillar hugann og yfirbugar. Fyrst er grjótið mulið. Á endanum verð- ur það að mjöli. Að lýsa því sem svo gerist þangað til þetta er orðið bræddur málmur, er á engan hátt meðfæri mitt. í grjótinu er málmurinn blandað- ur: eir, sink, gull og silfur. Þetta er að nokkru leyti aðskilið í Flin Flon, en gullið er látið vera í eirn- um þangað til það er aðskilið í Mon- treal. Sagt var mér að nóg gull væri í grjótinu til að borga alla starfræksl- una. Þegar þetta starf var hafið var eirinn í háu verði, en svo féll hann svo lágt að það hefði líklega mátt til að hætta við verkið, ef ekki hefði verið fyrir gullið. Þarna er stærsta málmvirkjun i Vestur-Canada, þangað til komið er í British Columbia. Málmgrjótið sem unnið er úr hvern sólarhring er 4,400 tonn. Um 1400 manns hefir þar atvinnu. Fyrir nokkru siðan var kaup verkamanna lækkað, en nú er það orðið eins hátt og áður. Þreyttur og óhreinn kom eg til baka að lestinni nokkru fyrir kvöld- verð. Eg var samt ekki óánægður, því þó eg skildi lítið í aðferðum málmfræðinganna, hafði eg fengið að líta það, sem greip hugann sterk. um tökum. Eg hefi áður getið þess að Mr. Bracken, forsætisráðherra í Mani- toba, hafi verið í förinni. Eg vissi það alls ekki fyr en eg kom til Flin Flon. Þar bar það við eitt sinn, að við stóðum saman tveir einir. “Hvað heitir þú?” spyr hann. Eg nefndi nafn mitt. “Eg heiti Bracken,” segir hann. Já, eg þóttist kannast við hann. Eg sá hann oft eftir þetta. Hann var ætíð glaður og f jörugur, stimamjúkur við kvenfólk, Indíána og alla aðra, sem á vegi hans voru. Eftir kvöldverð var stofnað til dans-skemtunar, en sökum þess að eg hefi aldrei lært þá list sneri eg mér fremur a$ því, að Ieita uppi landa mína, sem heima eiga i Flin Flon. Einn þeirra hafði eg hitt fyrir hendingu á lestinni út í nám- una, Mr. Otto Bergmann, banka- starfsmann. Fyrstan allra leitaði eg uppi Dr. Pétur Guttormsson. Það var auðgert, því allir þektu hann, og ekki var heldur langt að fara; en ekki var mjúkt undir fæti nokkurs- staðar á strætum Flin Flon bæjar. Þar eru miklar hæðir og djúpar dældir. Nærri alstaðar er grjót. Mikið hefir verið gert til að laga strætin, en siðar er mulið grjót til að stíga á. Dr. Guttormsson býr í fallegu húsi uppi á hárri hæð. Eg hitti þau hjónin bæði og átti þar indæla komu. Dr. Guttormsson hefir verið þar hér um bil frá því bærinn varð til, og hefir honum hepnast starf sitt frábærlega vel. I byggingu næst við heimili sitt hefir hann skrifstofu sína. Hann hefir tvo lækna sér til aðstoðar. Meðan eg stóð við hjá Dr. Gutt- ormsson, bar þar að garði kimningja minn, Guðmund Jónsson frá Vogar. Var hann þar ásamt konu sinni, í heimsókn hjá dóttur þeirra. Það varð að ráði að hann skyldi fylgja mér til þeirra íslendinga, sem hann þekti i bænum. Úr þessu verð dá- lítið ferðalag en þó komum við að- eins á tvö heimili. Fyrst komum við til Mr. og Mrs. Magnússon. Eg þekti bæði hann og konu hans Helgu frá Piney. Okkur þótti held eg öllum vænt um að endurnýja kunn- ingsskapinn. Einnig komum við Mr. og Mrs. J. Bergmann, sem eg ekki þekti áður. Fleiri hús hefðum við komið í, en þar var fólkið ekki heima. Þá lá leiðin aftur til Dr. Guttormsons, og sat eg þar í kaffi- veizlu með nokkrum fleiri kunn- ingjum. Þar var Mundi Goodman, er var nemandi minn á Wesley CoL lege þegar eg kendi þar, ennfremur Thorst«inn O. S. Thorsteinsson á- samt frú sinni. Hann var áður nemandi á Jóns Bjarnasonar skóla. Hin síðari ár hefir rann gefið sig við blaðamensku. Hann er nú með_ STYRKIR TAUGAR OG VEITIK NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar. skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna á meðal í 45 ár, og 'hefir reynst konum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst f öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, þvl fá meðöl bera slíkan Srang- ur. Við hægðaleysi notið UGA-SOL — bezta lyfið, 50c. ritstjóri við blaðið Flin Flon Miner. Ennfremur var þar bróðursonur hans Kristján, einnig fyrverandi nemandi Jóns Bjarnasonar skóla, nú starfsmaður á skrifstofu námufé- lagsins. Við áttum þarna verulega skemtistund, enda gerði húsmóðir ásamt húsbónda alt sitt til að auka ánægjuna. Dr. Guttormsson og Mr. Goodmanson fylgdu mér að vagn- stöðinni. Þegar þangað kom, var þar að leita að mér gamall vinur, Sigurður Einarsson. Þau hjónin höfðu verið að leita að mér og voru því ekki heima þegar eg ætlaði að heimsækja þau. Það var gaman að hitta hann. Við ræddum saman allir góða stund. Komið var fram yfir miðnætti þegar eg fór inn í svefn- pláss mitt. Flin Flon er ungur bær og tilheyr- ir unga fólkinu. Það er vist fátt þar af gömlu fólki. Þar er ekki atvinnuleysi. Fjöldi húsa var þar í smíðum. Sem stendur er hann lik- lega eini bærinn í Manitoba, sem er að vaxa. Hinir ungu kraftar örfast við tækifærið og viðfangsefnið að þroska þarna gott mannfélag. Framh. Kenslukona: Hvað er það, sem heldur okkur uppi í lífinu og gerir okkur betri en við erum. Anna litla: Lífstykkið. Hún kemur inn í bókasafn og spyr: Hvað merkja miðarnir sem límdir eru á sumar bækurnar. Bókavörður: í þeim bókum fá þau hvort annað. INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man......................B. G, Kjartanson ! Akra, N. Dakota..................B. S. Thorvardson j Árborg, Man.....................Tryggvi Ingjaldson Árnes, Man...........................F. Finnbogason Baldur, Man............................O. Anderson Bantry, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...........................Thorgeir Símonarson Belmont, Man...........................O. Anderson 1 Blaine, Wash.....................Thorgeir Símonarson ; Bredenbury, Sask........................S. Loptson Brown, Man..............................J. S. Gillis • Cavalier, N. Dakata..............B. S. Thorvardson ] Churchbridge, Sask......................:S. Loptson Cypress River, Man.....................O. Anderson Dafoe, Sask........................J. G. Stephanson Edinburg, N. Dakota...............Jónas S- Bergmann Elfros, Sask.................Goodmundson, Mrs. J. Hi 1 Foam Lake, Sask .............. J. J. Sveinbjörnsson ! Garðar, N. Dakota.................Jónas S. Bergmann Gerald, Sask............................ C. Paulson Geysir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson • Gimli, Man...........................F. O. Lyngdal Glenboro, Man...........................O. Anderson Hallson, N. Dakota...............S. J. Hallgrímsson Hayland, P.O., Man....................J. K. Jonasson Hecla, Man........................Gunnar Tómasson Hensel, N. Dakota..............................John Norman Hnausa, Man...........................B. Marteinsson Ivanhoe, Minn.............................R. Jones Kandahar, Sask.................. j Q. Stephanson Langruth, Man.....................John Valdimarson Leslie, Sask.............................Jón ölafson ] Lundar, Man..........................Jón Halldórsson ; Markerville, Alta.................................O. Sigurdson Minneota, Minn.............................B. Jones Mountain, N. Dak..................S. J. HallgrÍmson Mozart, Sask...................J# J_ Sveinbjörnsson Oak Point, Man........................A. J. Skagfeld ; Oakview, Man.....................................Búi Thorlacius Otto, Man.......................................Jón Halldórsson Pembina, N. Dak...............................Guðjón Bjarnason Point Roberts, Wash.....................S. T. Mýrdal Red Deer, Alta........................O. Sigurdson ; Reykjavík, Man........................Árni Paulson Riverton, Man.................................Björn Hjörleifsson Seattle, Wash..........................J. J. Middal Selkirk, Man.................................... W. Nordal Siglunes, P.O., Man. ...............J. K. Jonasson Silver Bay, Man..................... Biúi Thorlacius Svold, N. Dakota.................B. S. Thorvardson Tantallon, Sask..................... J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota................Einar J. Breiðfjörð 1 Víðir, Man......................Tryggvi Ingjaldsson Vogar, Man............................J. K. Jonasson « Westbourne, Man.....................Jón Valdimarsson Winnipegosis, Man.............Flnnbogi Hjálmarsson Wynyard, Sask.......................J. G. Stephanson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.