Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 19. SHPTEMBER, 1935 Ur borg og bygð Skuldar-fundur dag) kvöld (fimtu Séra Bjarni A. Bjarnason er staddur i borginni um þessar mund- Messuboð Mr. Elías Elíasson frá Árborg, dvaldi í borginni megin part vikunn. ar sem leið. Dr. S. Thompson frá Riverton, kom til borgarinnar snöggva fer'ð í fyrri viku. Miss Sigríður Howardson frá Grafton, N. Dak., kom til borgar- innar seinni part vikunnar sem leið í heimsókn til ættingja og vina. Mr. Guðmundur Sigurðsson frá Ashern, dvaldi í borginni fyrir sið- ustu helgi. Mr. August Johnson frá Winni pegosis, kom til borgarinnar í fyrri viku og dvaldi hér nokkra daga. Lét hann fremur vel af afkomu og líð- an íslendinga í bygðarlagi sínu. Mrs. ísberg frá Baldur, Man. kom til borgarinnar í vikusni, sem leið til þess að finna systur sina, Miss Guðbjörgu Goodman, sem liggur um þessar mundir á Almenna sjúkrahúsinu hér í borginni. Mrs. Jón Sigurðsson frá Viðir, Man., kom til borgarinnar í fyrri viku, með Guðrúnu dóttur sína til lækninga. HLUTAVELTA OG DANS St. Hekla I.O.G.T. heldur sína árlegu hlutveltu mánudaginn 23. þ. m. í G. T. húsinu (efri sal). Öllum arði verður varið til sjúkrastyrks, eins og að undanförnu. Margt þarflegt verður á boðstól- um, svo sem hveitisekkir gefnir af T. Eaton Co., eldiviður gefinn af Bergvinsons Bros., og fleira.—Lát. ið ekki hjá liða að styðja þetta fyr- irtæki. Inngangur með einum drætti 25C.—Byrjar kl. 8, dansinn kl. 10 e. m. SILVER TEA OG HOME- COOKING undir umsjón kvenfélags Sambands- safnaðar, verður haldið í samkomu- sal The T. Eaton Co., á sjöundu hæð, laugardaginn 21. sept. kl. 2.30 til 5.30. " Konurnar vænta þess að allir, sem því við koma, konur og karlar, heim_ sæki þær þennan dag. Alls konar heimatilbúið kaffibrauð verður til sölu, og ágætt kaffi, fyrir þá sem þess óska. Lesið verður í bolla og skemt með söng. Allir velkomnir. Forstöðunefndin. MINNISV ARDI LANDNEMANNA Það er sannarlega hvetjandi að fá eftirfylgjandi bréf með rausnarlegri gjöf í minnisvarðasjóð landnemanna og áleit nefndin sjálfsagt að birta þetta bréf: Til minnisvarðanefndarinnar— Þegar eg las í síðustu Heims- kringlu tilmæli ykkar, er standið fyrir minnisvarða landnemanna, er reistur hefir verið á Gimli, þá flaug mér í hug hið forna spakmæli: “Það sem þú getur gert í dag það dragðu ei til morguns.” Svo eg ætla ekki að draga að senda ykkur mitt “iitla tillag, sem er aðeins fimm dalir. Engum Vestur-íslending getur minjnisvarðinn verið óviðkomandi, fremur en okkar fyrstu landnáms- menn og konur, er brúuðu ófærur allar gegnum eldraunir lífsins og reistu vörðurnar við veginn,—vörð- urnar, sem yngri kynslóðinni hefir komið að góðu liði að líta til. Nú blasir við sálarsjón okkar grunnurinn á Gimli. Eg lít hann með tilfinningu og þakklæti til þeirra, er í trausti til fjöldans vilja beita sér fyrir að halda þessu heið- arlega verki áfram. Með óskum beztu, Ingibjörg Guðmundson. 712 Myrtle Ave. % Inglewood, Calif. Árni Eggertson, Winnipeg, $5.00; Ólafur Pétursson, Wpeg., $5.00; Ingibjörg Guðmundson, Inglewood, Calif., $5.00; G. S. Thorvaldson, Wpeg., $5.00; H. Halldórsson, Wpeg., $5.00; Valgerður Thordar- son, Wpeg. $1.00; Guðbjörg Good- man, Glenboro, $1.00; Guðm. Jóns- son, Gimli, $2.00; Guðm. Bergmann, Wpeg Beach, $1.00; J. T. Thorson, K.C., $5.00. Kærar þakkir, Dr. A. Blöndal, J. J. Bildfell, B. E. Johnson. Leiðrétting.—Upphæðin frá Mrs. A. Solmundson, Gimli, átti að vera $5.00, en ekki $25.00, eins og aug- lýst var í síðustu blöðum. -------------------f---,------- Minniál BETEL 1 erfðaskrám yðar ! “SUCCES5 TRAINING” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1935.. SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., WINMIPEG (Inquire about our Courses by Mail) FYRSTA LÚTERSKA KIRKJA Guðsþjónustur í Fyrstu lútersku kirkju næsta sunnudag 22. sept., verða með venjulegum hætti: Ensk messa kl. n að mofgni og íslenzk messa kl. 7 að kvöldi. Sunnudagsskóli kl. 12.15. Messu auglýsing um næstu sunnu. daga: 22. sept., Víðir, kl. 2 e. h.; 22. sept., Árborg, kl. 8 e. h. (ensk messa;; 29. sept., Geysir, kl. 2 e. h.; 29. sept., Árborg, kl. 8 e. h. Stofnfundur unglingaíélagsskap- ar í Árborg. Ungt fólk beðið að fjölmenna. — Allir boðnir og vel- komnir.—Sigurður Ólafsson. Sunnudaginn 22. sept. messar séra H. Sigrnar í Vídalínskirkju kl. 11 f. h., í Fjallakirkju kl. 2 e. h„ í Garðarkirkju kl. 8 að kvöldi. Sunnudaginn 22. september mess. ar séra Guðm. P. Johnson í Krist- nesskóla kl. 11 f. h. (seini tíminn) og í Hólarbygðinni kl. 1 e. h. (seini tíminn). Einnig verður ungmenna. félags fundur kl. 8 að kvöldinu í Hólar.—Allir velkomnir. Séra K. K. Ólafsson flytur guðs- þjónustur í Vatnabygðunum í Sas- katchewan sunnudaginn 22. septem- ber sem fylgir: í Wynyard kl. 11 f. h. í Elfros kl. 2 e. h. í Mozart kl. 8 e. h. í Elfros verður guðsþjónustan á ensku, hinar á íslenzku. Séra Jóhann Fredriksson messar á eftirfylgjandi stöðum: í Upham, N. Dak. sunnudaginn þ. 22 sept. kl. 2 e. h.; í Piney, Man., sunnudaginn þ. 29. sept. kl. 2 e. h.; í Lúter söfnuði sunnudaginn þ. 6. október kl. n f. h. Safnaðarfund- ur í Lundar-söfnuði sunnudaginn þ. 6. október kl. 2.30 e. h. Áríðandi að allir safnaðarmeðlimir mæti. Jóhann Eredriksson. Messur fyrirhugaðar í Gimli prestakalli næstkomandi sunnudag, þ. 22. sept., eru þannig, að morgun- messa verður i Betel á venjulegum tíma, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafnaðar. Þess er óskað, að fólk fjölmenni við kirkju.— Séra Jakob Jónsson messar í Wynyard næstkomandi sunnudag, kl. 2 e. h. Mannalát Látinn er í Minneota, Minn., Mr. jóhn H. Frost, 84 ára að aldri, gáf- aður maður og stórmerkur, er um langt skeið tók mikilvægan þátt í félagslífi íslendinga í umhverfi sínu þar syðra. Mr. Frost var fæddur á Geitafelli i Suðurþingeyjarsýslu þann 9. september 1851. Jarðarförin fór fram frá kirkju St. Paul safn- aðar á laugadaginn þann 14. þ. m. Mr. Árni Ernest Magnússon, lézt 1 Minneota, Minn. á þriðjudaginn þann 10. þ. m. Var hann fæddur í Vopnafirði í Norður-Múlasýslu þann 7. maí 1883. Hann lætur eftir sig konu og sex börn. Mr. Magnús. son var vinsæll maður og vel met- inn. Sigurlína Guðmundsdóttir Björn. son dó á heimili fósturdóttur sinnar og manns hennar, Mr. og Mrs. S. J. Sigurdson á Mountain, laugardags- kveldið 7. sept. Hafði hún þjáðst æði lengi undanfarið, einkum þó síð. asta mánuðinn. Sigurlína kom til Ameríku frá Akureyri árið 1897. Giftist ári síðar Páli F. Björnson frá Akureyri en misti hann 1914. Hefir dvalið í Mountain mest af tíma þeim, er hún var í Ameríku. Hún var dul í lund og fáskiftin, en trygglynd og auðsýndi trúmensku í sínu dagfari. Börn átti hún engin, aðeins fósturdóttur þá, er nefnd var. Hún varð jarðsungin frá heimilinu og Vikurkirkju af séra H. Sigmar. þriðjudaginn 10. sept. Hjónavígslui Gefin voru saman í hjónaband laugardaginn 31. ágúst á heimili Dr. og Mrs. F. C. Plummer (föðursyst- ur brúðarinnar) í Oakland, Cali- forniu, þau Ingólfur Bergsteinsson, Ph.D., sonur Mr. og Mrs. Hjörtur Bergsteinsson, Alameda, Sask. og Kristiana Hallson, dóttir Mr. og Mrs. Ólafur Hallson, Eriksdale, Man. Rev. Edgar Gee framkvæmdi vígsluna. Framtíðarheimili brúð- hjónanna verður í Oakland, Cali- forníu. Hinn 16. september voru gefin saman í hjónaband þau Herbert Christopherson og Emily ísberg, bæði frá Baldur. Brúðguminn er sonur Bjargar Christopherson ekkju Hernits Christophersonar, eins af frumbyggjum Argyle; en brúðurin er dóttir Björgvins Isbergs, er um langt skeið hefir verið starfsmaður C.N.R. félagsins í Baldur. Báðar eru ættirnar vel þektar og mikils- virtar í sveitinni. Ungu hjónin tóku sér skemtiferð til Winnipeg og fleiri staða; en að henni lokinni verður heimili þeirra í Baldur. Séra E. H. Fáfnis framkvæmdi hjónavígsluna i Glenborokirkjunni íslerffiku. Jónína, ekkja Eggerts sál. Thor- lacius, lézt á heimili dóttur sinnar og tengdasonar, nálægt Argyle, Minn., 10. ágúst síðastl. Var hún mjög heilsubiluð nokkur síðustu árin og dvaldi síðasta áfangann í skjóli dóttur sinnar og tengdasonar. Ann- ars hafði heimili þeirra hjóna staðið i Sandhæðabygðinni nálægt Akra, N. D., allan þeirra búskap. Hin látna var 70 ára að aldri og þing- 1 eysk að ætt, dóttir Jónasar Korts- ! sonar og konu hans. Góð kona og j ' vel metin, ekki sízt annáluð fyrir j gestrisni og hjálpfýsi. Hún var jarðsungin frá heimili sinu og Vídalins kirkju 15. ágúst, af séra H. Sigmar. Hansína Aðalbjörg Helgason Þann 30. ágúst s.l., andaðist að heimili sínu á Gimli, Man., Mrs. Hansína Aðalbjörg Helgason, kona Jósefs útvegsmanns Helgasonar á Gimli. Dauða hennar bar brátt að, en fyrir nokkrum mánuðum síðan hafði hún fengið aðkenningu af slagi og mun endurtekning þess hafa valdið skyndilegum dauða hennar. Hansina var fædd 6. ágúst, 1883, í Selkirk, Man., foreldrar hennar voru Albert Hanson, nú látinn fyrir 8 árum síðan, og eftirlifandi ekkja hans, Sigrfóur Sigurðardóttir Er- lendssonar, sem er enn álífi og til heimilis hjá börnum sínum á Moun- tain. N. Dak. Af börnum þeirra Al- berts og Sigríðar eru nú á lífi: Sigrún Hanson, símamær í Ár- borg, Man.; Mrs. Hólmfríður Ein- arsson, Mountain, N. Dak.; Jón Aðalsteinn Hanson og Stefán Jó- hannes Hanson, einnig til heimilis á Mountain. Auk Hansínu heitinnar dóu úr systkinahópnum Jóheiður, fyrir 16 árum síðan; og Sigurbjörn, látinn fyrir 3 árum. Hansína ólst upp með foreldrum sínum; hún giftist 21. nóv. 1908, Guðmundi Erlendssyni verzlunar- manni, ættuðum frá Ilálandi í Geysisbygð. Var hann sonur Er- lendar Erlendssonar, sem nú er lát- inn og Ólínu konu hans Guðmunds- dóttur, sem enn er á lífi. Þeim Hansínu og Guðmundi varð þriggja barna auðið: Ólína Theodóra, starfandi í Win. nipeg; Sigríður, gift Walter John- son, einnig til heimilis í Winnipeg; Guðmundur, búsettur í Árborg, kvæntur Pálínu Sölvason.— Hansína misti mann sinn frá ungum börnum þeirra; dó hann á Gimli 19. des. 1913. Eftir lát hans barðist hún sigr- andi baráttu með litlu börnin sín, KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 enda naut hún fágætrar hjálpar systkina sinna og foreldra; átti hún svo árum skifti heimili hjá þeim, með börnin, eftir lát mannsins síns. í síðara sinni giftist hún Jósef Andreas Helgasyni, sem áður er frá greint; er hann sonur Jóhannesar heitins skipstjóra Helgasonar og Jakobínu konu hans, Sigurðardóttur Erlendssonar. Hansína heitin var mikilhæf og góð kona. Stilling var eitt af áber- andi einkennum hennar. Börnum sínum og heimili helgaði hún krafta sína, en tók einnig allmikinn þátt i félagslífi Gimli-bæjar, sér í lagi starfaði hún í Kvenfélagi Gimli- safnaðar og var forseti þess félags- skapar. Hún stóð jafnan í nánu sambandi við tengdafólk sitt og frændalið alt. Útför hennar fór fram á Gimli 2. sept., að viðstöddum öllum hennar nánustu, utan aldurhniginni móður, er ekki gat viðstödd verið. Fólk fjölmenti á heimili hinnar látnu og einnig í lútersku kirkjunni. Þátt í athöfninni tóku sóknarprestur Gimli safnaðar og séra Sigurður Ólafsson ; mælti hann kveðjuorð í kirkju og jós moldu. Með Hansinu Helgason er góð kona gengin grafarveg; er hennar sárt saknað af öllum hennar nánustu og þeim er til hennar þektu. Minning hennar verður lengi björt og lifandi. Sigurður Ólafsson. Óskast umboðssali—varanleg atvinna, að- stoð veitt Ssamt æfingn. Simið 41 454 til viðtals. The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 69 9 SARGENT AVE, WPG. Sendið áskriftargjald yðar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar stefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annawt greiðlega um alt, eetn a8 nutningmm lýtur, nrnlurn lUhr- um. Hvergri a&nnalamara verfl Heimili: 591 SHERBURN ST. Sími: 35 909 Björg Frederickson Teacher of Piano Studio: 824 PRESTON AVE. Telephone 30 806 Monthly Studio Club Meetings and Rhythmic Orchestra. At 1935 M. M. Festival pupils won first place in three competi- tions and second and third place in a fourth class. Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunir. Qiftingaleyfis bréf 447 PORTAGE AVE. Sími 26 224 Good Buslness ENROLL THIS COMING MONDAY for the New Term at Western Canada’s Largest Business School Reviscd Gourses Latest Instruction Methods Individual Teaching Efíective Employment Service The DOMINION BUSINESS GOLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s AN ACCREDITED SCHOOL

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.