Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines « {ov <*** #%•**> ,0W For Servicc and Satisfaction PHONE 86 311 Seven Lines 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 19. SEPTEMBER, 1935 NÚMER 38 Frú Sigríður Thorson látin Á fimtudaginn þann 12. yfirstandandi mánaðar, lézt hér i borginni frú Sigríður Thorson, ekkja merkismannsins Stefáns Thorson, sem látinn er fyrir skömmu. Frú Sigriður Þórarinsdóttir Thorson, var fœdd í Ásakoti í Bræðratungusókn i Biskupstungum i Árnessýslu þann 29. dag aprílmánaðar árið 1852. Þeim hjónum, Stefáni og Sigríði varð sjö barna auðið; þrjú þeirra dóu á íslandi, einn sonur og tvær dætur. Sonur þeirra, Stefán Helgi, féll í heimsstyrjöldinni miklu, en þrir synir eru á lífi, þeir Jón, Joseph og Charles. Eru hinir tveir fyrnefndu búsettir í Winnipeg, en sá síðast- nefndi að Ilollywood í Californíuríki. Þau Thorsons-hjón komu hingað til lands árið 1887 og dvöldu ýmist á Gimli, Blaine, Wash., eða í Winnipeg. Allir eru synir þeirra þjóð- kunnir hæfileikamenn. Frú Sigríður Thorson var hin mesta atgerfiskona og bar sinn háa aldur eins og hetja fram til þess síðasta; hún átti yfir að ráða heilsteyptum persónuleik, er vitnaði um þreklund og viljafestu; hún var djúpgáfuð kona með næma fegurðar- tilfinningu, og naut ósegjanlegs yndis af ljóðum. Jarðarför frú Sigríðar fór fram frá kirkju lúterska safn- aðarins í Selkirk á laugardaginn var að viðstöddu miklu fjöl- menni ýmsra þjóðflokka. Séra Theodore B. SigurÖsson jarð- söng. Var kveðjuathöfnin að öllu hin virðulegasta og í fullu samræmi við litbrigðaríkan æfiferil hinnar látnu ágætiskonu. TUTTUGU OG FIMM ARA AFMÆLI Síðastliðinn laugardag voru liðin tuttugu og fimm ár frá stofnun berklaveikishælisins að Ninette hér í fylkinu. Var þessa merka atburð- ar minst með virðulegu hátiðarhaldi um daginn, er fjöldi manns tók þátt í, þar á meðal Bracken forsætisráð- gjafi. Þó saga þessarar stofnunar sé ekki löng, er hún engu að síður óslitin þroska og sigurvinninga saga i baráttunnj gegn "hvíta dauða." Fyrir tuttugu og fimm árum nam . tala þess fólks í Manitobafylki, er úr berklaveiki lézt, nálægt þúsundi á ári; nú er svo komið, að eigi deyja hér árlega af völdum þessa ægilega sjúkdóms yfir tvö hundruð manns. Ibúar þessa fylkis atanda í djúpri þakkarskuld við þá, er að stofnun þessari standa og fórnað hafa henni lífi sinu og kröftum. Ber þar fyrst- an og fremstan að telja yfirlækni sto'fnunarinnar, Dr. D. A. Stewart, er vakað hefir yfir velferð hennar eins og sendiboði mannúðarinnar allan þennan tíma. Á FERÐ VESTANLANDS Rt. Hon. R. B. Bennett, forsætis. ráðgjafi, kom til borgarinnar á mánudagsmorguninn til þess að hefja kosningaleiðangur sinn um Ycsturlandið. Stóð hann hér við aðeins stutta stund. Allstór hópur af stuðningsmönnum forsætisráð- gjafans tók á móti honum á járn- brautarstöðinni. Mr. Bennett flutti sína fyrstu kosningaræðu vestan- lands í yfirstandandi kosningahríð í Regina sama kvöldið. . í 77/YGLISVERÐ UMMÆLI I háskólaritinu "Canadian Eco- íiinnic Service," er MacMaster há- skólinn gefur út, birtist nýverið rit- gerð eftir prófessor H. Michel, iiag. fræðing; er þar meðal annars kom- ist þannig að orði: "Til þess að verða þess megnug- ir, að borga fyrir hinar fyrirhuguðu eða umræddu breytingar Mr. Ben- netts á hinu kapítalistiska fyrir- komulagi, þá ber okkur brýn nauð- syn til þess að auka tekjurnar; slíkt má þó því aðeins verða, að innan- lands og utanlands viðskiftin aukist til muna, þó fátt bendi í þá átt sem stendur. Slík endurvakning á sviði alþjóða viðskiftanna er óhúgsanleg fyr en jafnaðir hafa verið við jörðu þeir tollmúrar, sem slikt útiloka. Engin þjóð, að Bandaríkjunum undanteknum, hefir verið sárara leikin en canadiska þjóðin í þessu tiL liti; þarafleiðandi ætti hún a'ð ganga á undan í því að ryðja öllum við- skiftahömlum úr vegi. Kostir frjálsrar verzlunar eða tollverndar, koma á þessu stigi málsins ekki til greina, heldur snýst alt um það, að liðka tafarlaust svo til, að vér fáum endurheimt það, sem vér þegar höf. um tapað á sviði innanlands og er- lendra viðskifta. Mr. Bennett tal- ar um þessar mundir margt og mik. ið um nýja markaði, eða ný sölu- sambönd fyrir afurðir vorar. Toll- stefnu hans verður um kent, að vér nokkru sinni töpuðum haldi á utan- lands markaði vorum eða sölusam- böndum." FRÁ ÞJÖDBANDALAGINU Símað er frá Geneva þann 17. þ. m., að fimm stórveldi séu þvi með- mælt, að Þjóðbandalagið beiti sér fyrir það að halda uppi fullkom- inni löggæzlu í Ethiopíu, með það fyrir augum, að tryggja í orði og anda framkvæmd núgildandi sátt- mála og samninga þjóðarinnar við önnur ríki. Hefir nefnd manna komist að þeirri niðurstöðu, að stjórn Ethiopíu sé í ýmsum atriðum brotleg um rof samninga og hafi ekki fullnægt öllum sínum skyldum í bandalaginu. Ekki eru þó brot þessi talin það stórvægileg, að þau geti á nokkurn hátt réttlætt stríð. I því falli að Mussolini þverskallist við sáttatilraunum Þjóðbandalagsins, er fullyrt, að þeim ákvæðum sáttmála þess, er heimilar viðskiftabann, verði tafarlaust beitt. KREFST ÞJÓÐNÝTINGAR ÁBÖNKUM Ársþing Trades and Labor Coun- cil, var sett í Halifax þann 16. þ. m.; meðal margra mála, er á dag- skrá voru, komu bankamálin þar öðrum fremur til ítarlegrar umræðu. Afgreiddi þingið að lokum í einu hljóði ályktan þess efnis, að undinn skuli að því bráður bugur, að allir bankar hér í landi verði þjóðnýttir. ÞINGMENSKU FRAMBOÐ Á fundi, sem haldinn var á MarL borough hótelinu hér í borginni síð- astliðið þriðjudagskvöld, var W. W. Kennedy, K. C, útnefndur á.ný sem þingmannsefni afturhaldsflokksins í Mið-Winnipeg kjördæminu hinu svðra. GULLRRÚÐKAUP Þau Mr. og Mrs. J. H. Paulson frá Rivers, Man., hafa dvalið um hríð í Flin Flon i heimsókn til dótt- ur sinnar. Mrs. Jack Johnson, að 78 Jlill Street þar í bænum. Þann 10. þ. m., áttu þau Mr. og Mrs. Paul- son gullbrúðkaup, og var þess minsl með samsæti á heimili áðurgreindr- ar dóttur þeirra. Meðal gesta voru Mn. og Mrs. Len Bárnes, Mr. og Mrs. B. Grimmelt og Mr. og Mrs. (). Smith. Voru gullbrúðhjónin sæmd peninga og blómagjöfum frá börnum þeirra. Mr. og Mrs. J. H. Paulson voru gefifi saman í hjónaband í Winni- þann 10. séptémber árið 1885 af dr. Jóni Bjarnasyni. Mr. Paul- son kom til þessa lands 1874, en kona hans tveimur árum síðar. Þau Mr. og Mrs. Paulson áttu heima í \\ innipeg fram að árinu r<>r4, er þau fluttust til Lampman, Sask. Síðan hafa ]>au dvalið hjá dóttur sinni að Rivers, Man. Starfaði Mr. Paulson um langt áraskeið hjá C.N.R. járnbrautarfélaginu. Börn þeirra Paulson hjóna eru W. J. Paulson að Moosehorn, S. S. Paul- son í Calgary, Mrs. P. J. Sproule að Rivers og Mrs. Jack Johnson í Flin Flon, Barnabörn þeirra eru tiu að tölu. FRIÐARHUGSJÓN Eftir frú Kristínu D. Johnson, Blaine, Wash. Guð, vor Guð, vér biðjum : Gef oss miskunn þína, Lát þú lífs í húmi Ljós þitt öllum skína, Fagran snert að fáum Faldinn klæða þinna, Syndar eðli að sigra, Sundrung yfir vinna. Guð, vor Guð, vér biðjum: Gef oss friðaranda, Lát þú aldna og unga Orð og hugsun vanda; Lát þú ódygð alla Eyðilegging hljóta; Leið þú lýð og þjóðir Lífs til yfirbóta. Lát þú ávöxt andans I allra sálum dafna, Friðarhugsjón fagra Friðarrofi hafna; Hreinu lífi að lifa Lýðir iðka megi, Þinni forsjá fylgja Framtiðar á vegi. Lát þú ljós þins anda Lýsa og fræða alla, Einn að annan styðji Enginn þurfi að falla; Lát þú kærleikskraftinn Konungdóm hér vinna; \llir minni máttar Megi viðreisn finna. Ríki þíns friðar fái Fullkomin stjórnarvöld, Áhrif þess að svo nái . Ct yfir tímans kvöld. Réttlætið vcrnd hér vinni, Vísdóms og kærleikssól, Allir menn að svo finni I hennar geislum skjól. MR. KING HEFÍR ORDII) Síðasthðið þriðjudagskröld flutti Rt. Hon. W. L. Mackenzie King útvarpsræðu, sem vakið hefir mikla athygli; var hún þrungin af eldmóði og hetjublæ. Kvað Mr. King síð- ustu aðfarir Mr. Bennetts bera á sér öll rherki ósigurs og örvænting- ar; vígamóðurinn væri farinn að renna af honum; nú héldi hann þvi ekki lengur fram að núverandi kröggur væri aðeins stundar truflun á viðskiftasviðinu, heldur væri alt að lcnda í grænan sjó, og það til frambúðar: i stað þess að binda cnda á atvinnuleysið, cins og hann hátíðlega hefði lofað að gera, virt- ist hann nú ætla a'Ö binda enda á vinmma. Lagði Mr. King itrekaða áherzlu á það, að hin hagsmunalega innilokunarstefna Mr. Bennetts, hefði komið hundruðum þúsunda kanadiskra borgara á vonarvöl, og myndi fleiri á eftir fara nema því aðeins, að kjósendur tæki alvarlega í taumana þann 14. október og sýndo afturhaldinu í tvo heimana. FRA FUNDUM MR. THORSONS Á miðvikudaginn þann ir. þ. m.. hélt Joseph T. Thorson, K.C., fram- bjóðandi frjálslynda flokksins i Sel. kirk kjördæminu, stjórnmálafund að Lundar, við ágæta aðsókn, að því er blaðinu Winnipeg Free Press segist frá. Rakti Mr. Thorson all- ítarlega gang þeirra megin mála, er einkum og sérilagi yrði barist um i kosuingunum, og leiddi að því gild rök, hver nauðsyn bæri til, vegna vclferðar hinnar canadisku þjóðar, að kjósendur skipuðu sér undir merki frjálslynda flokksins. Þjóðin væri fyrir löngu orðin sárþreytt á innantómum loforðum, en krefðist i þeirra stað athafna, sem leitt gæti til úrlausnar á hinum helztu vanda- málum. Kjósendum stæði vafa- laust í fersku minni hvað orðið hefði um efndimar á loforðum Mr. Bennetts viðvíkjandi þvi, að binda enda á atvinnuleysið og þar fram , eftir götunum; ítrekuð loforð hans í sömu átt, yrði undir engum kring. umstæðum tekin alvarlega, og hið sama mætti yfirleitt um allar hans | umbótaprédikanir segja. Stevens | væri aðeins grimuklæddur aftur- haldsmaður, er fram til skamms tíma hefði ávalt dansað eftir pipu Mr. Bennetts. Auk Mr. Thorsons tók til máls á fundi þessum Mr. Harry Leader, frambjóðandi frjálslynda flokksins í Portage kjördæminu. Mr. Skúli Sigfússon, þingmaður St. George kjördæmis í fylkisþing- inu, hafði fundarstjórn með hönd- um. Síðastliðið laugardagskvöld, var samkvæmt fundarboði, haldinn stjórnmálafundur í íslenzka sam- komuhúsinu í Selkirk. Voru þeir auglýstir sem ræðumenn, frambjóð- andj frjálslynda flokksins í Selkirk kjördæmi, J. T. Thorson, K.C., og Dr. Sig. Júl. Jóhannesson. Fundur þessi var eingöngu ætlaður fyrir ís. lendinga og var vel sóttur. Stjórn fundarins hafði með höndum. Kristján S. Pálsson skáld. Skýrði forseti frá forföllum Mr. Thorsons, er stöfuðu frá því, að hann væri ný- búinn að missa móður sina, og að útför hennar hefði farið fram þá um daginn. Dr. Jóhannesson flutti eitthvað um hálftíma ræðu., er fundarmenn virtust hafa hina mestu ánægju af. Dr. Jóhannesson cr sjaldan myrkur í máli. og það var hann heldur ekki í þetta sinn ; fletti hann óþyrmilega ofan af Mr. Bennett og fylgifisk- um hans. og spáði frjálslynda flokknum eftirminnilegum sigri frá hafi til hafs. Ritstjóri þessa blaðs var mættur á fundi þessum, og las upp erindi það um stjórnmál, sem prentað er á öðrum stað hér í blaðinu, cn Mr. Thorson hafði sjálfur upprunalega ætlað sér að flytja við þetta tæki- færi. í fundarlok ávarpaði Hillhouse lögmaður, sem jafnframt er forscti félagsskapar frj.álslyndra manna í kjördæminu, íundarmenn nokkrum velvöldum orðúm, og brýndi fyrir þeim nauðsynina á því, að fylkja sér sem einn maður um Mr. Thor Sön í kosningunum. Úr borg og bygð Þeir séra E. H. Fáfnis og Mr. (1. J. Oleson frá Glenboro, voru staddir í borginni á fimtudaginn i fyrri viku. Nýkomnir eru úr íslandsför þeir bræður, séra Albert E. Kristjáns- son og Hannes kaupmaður Krist- jánsson. Mrs. A. Brydges frá Selkirk var stödd í borginni á mánudaginn. FBAMROÐ TIL HERÞJÓNUSTU Símað er frá Addis Ababa þann 16. ]). m.. að yfir 8,000 manns hafi boðið sig fram til herþjónustu á hlið Ethiópíumanna. Að framboði þessu eru sagðir að standa 5,000 írar og 3,000 Frakkar, auk nokk- urra Breta, þjóðverja, Braziliu- manna og Rússa. Junior Ladies Aid Fyrsta lúterska safnaðar, heldur spilafund (bridge) i Goodtemplarahúsinu á miðviku- dagskvöldið þann 2. október næst- komandi. Mr. Sigurður Björnsson, skrif- stofumaður í þjónustu Winnipeg- borgar, kom á miðvikudaginn var vestan frá Moose Jaw, Sask., þar scm hann hafði dvalið á aðra viku í gistivináttu sonar síns og tengda- dóttur, Mr. og Mrs. B. A. Björn- son. Mr. Arni G. Eggertson lögmaður frá W'ynyard, Sask., var staddur í borginni í fyrri viku. Mrs. Ovida Swainson og dóttir hennar, Miss Ida Swainson, eru ný- komnar til borgarinnar vestan frá Calgary, þar sem þær haf a átt heima um hrið. Starfaði Miss Swainson þar vestra hjá Hudsons Bay verzl- unarfélaginu; hefir hún verið all- lengi i þjónustu^ess félags, en sezt nú að hér í borg á ný samkvæmt ráðstöfunum þess. Eru þær mæðg- ur vinsælar, og fagna þessvegna margir komu þeirra hingað. Mr. og Mrs. Fred Bjarnason komu heim seinni part fyrri viku úr h.álfsmánaðar ferðalagi vestur til Jasper og annara skemtistaða. Mrs. Laura Goodman-Salverson, skáldkona, dvelur í borginni um þessar mundir. Heimilisfang séra Carls J. Olson er að 246 Arlington Street. Sími 27 327. Dr. A. B. Ingimundson tannlækn. ir, verður staddur i Riverton þriðju- daginn þann 24. þ. m. Séra Jóhann Fredericksson frá Lundar, kom til borgarinnar á mánudaginn á leið til Upham, N.D. Séra Bjarni A. Bjarnason fermdi eftirfylgjandi ungmenni þ. 8 sept. s.l., i kirkju Melanktons safnaðar, Upham, N. Dak.— Kristinn Allan Ólafsson, Law- rence Sigþór Ólafsson, Anna Guð- riður Swearson. Gunnar Howard Swearson, William Clarence Swear. son, Frederick Westford, Gordon Francis Westford, Jón Arason Westford. Dr. Tweed verður í Árborg á fimtudaginn þann 26. þ. m. Mr. Eiríkur Halldórsson frá Dauphin og Mr. Erlendur Johnson frá l!ay End, komu til borgarinnar í byrjun vikunnar. Mr. Johnson hef. ir unnið að plastringu í Dauphin í sumar. Ybung Pcople's Club Fyrsta lút- erska safnaðar, heldur fund á föstu. dagskvöldið kemur, kl. 8.15. I'rá Jóns Djarnasonar skóla Skrásetning nemenda fór fram í Jóns lijarnasonar skóla á mánudag. inn í þessari viku, en skólinn var settur á þriðjudagsmorgun. Byrjað var með stuttri guðsþjónustu, sem skólastjóri, séra Rúnólfur Marteins- son, stýrði. Svo kynti hann hinum nýju nemendum kennarana. Einn kennarinn er nýr, Mr. Roy H. Ruth frá Cypress River. Er hann fyr- verandi nemandi skólans, en hefir síðan útskrifast bæði af Manitoba- háskóla og kennaraskóla fylkisins. Ræður fluttu séra Philip Pétursson, Arinbjörn Bardal, Dr. Jón Stefáns- son og Mrs. Marteinsson. Aðsókn cr með allra bezta móti í 12. bekk, cn 'ekki eins góð í hinum bekkjun- uiii, Alls hafa nú innritast 60 nem- endur. Ivárus Arnason, blindur vistmað- ur á elliheimilinu Betel, átti 80 ára afmæli sunnudaginn þann r5. þ. m. Blaðið Winnipeg Free Press flutti mynd af Lárusi daginn áður, í til- efni af afmæli hans. Lárus er mesti skýrleiksmaður og nýtur enn beztu heilsu. Mr. Árni Brandson frá TTnausa. Man., kom til borgarinnar á mánu- daginn með konu sina til lækninga. Miss Stefanía Björnson, dóttir Mr. og Mrs. Gunnar B. Björnson, Minncapolis, Minn., dvelur í borg- inni um þessar mundir í heimsókn til ættingja og vina. Er hún nem- andi við háskóla Minnesotaríkis. Heimkomuhátíð sú, sem kvenfé- lög fyrsta lúterska safnaðar efndu til í kirkjunni á þriðjudagskvöldið, var ágætlega sótt. Dr. B. J. Brand- son stýrði samkomunni. Þau Páll bæjarfulltrýi Bardal og frú Sigríður Olson, stjórnuðu söng og hljóðfæra. slætti, cn cinu rreðuna, sem haldin var, flutti -prestur safnaðarins, Dr. B. B. Jónsson. Veitingar voru hin- ar beztu og skemti f ólk sér við rabb meðan þeirra var neytt. Þann 22. júli s.l. var þeim sæmd- achjónum, capt. Asvalda Sigurðssyni og önnu Friðbjörnsdóttur, haldið veglegt samsæti i tilefni af guilbrúð. kaupi þeirra, að Warrenton i ()rcgon-riki. Var þar um mikinn mannfagnað að ræða, er bar marg- þættan vott um virðing þá pg vin- sældir, er þessi öldnu og ágætu hjón hvarvetna njóta. Bárust þeim árn- aðarskeyti viðsvcgar að. Voru þau hjón í frumbyggjahópi islcnzku ný- Iendunnar í North Dakota, og voru með þeim fyrstu, er gefin voru saman i hjónaband i kirkju \'íkur- safnaðar. Frú Margrét Sveinsson frá Gimli var skorin upp á Almenna sjúkra- húsinu hér í borginni síðastliðinn laugardag. Dóttir hennar, Sigríður, kom með henni upp eftir. GJAFIR TIL BETEL Soffonias Thorkelson, Winnipeg, "Wood-Wool" (efni í fóður undir þak hússins) virt á $225.00. Fyrir þessa höfðinglegu gjöf þakkar stjórnarnefndin hjartanlcga. /. /. Stvanson, féhirðir. Mr. Gunnlaugur Thorvarðson, verzlunarmaður frá Akra, N. Dak., kom til borgarinnar á sunnudaginn, og dvaldi hér fram á mánudag. Með honum fór suður til vetrar- dvalar föðurbróðir hans, Mr. J. J. Thorvarðson. Mr. B. J. Lifman, sveitaroddviti í Bifröst, leit inn á skrifstofu blaðs- ins á mánudaginn. VTarðist hann allra tiðinda að öðru kyti en því, að svo miklar rigningar hefðu dunið yfir Arborgarhérað um siðustu helgi, að bilvegir væri illfærir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.