Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 19.09.1935, Blaðsíða 3
3 LÖŒBERG, FIMTUDAGINN 19. SEIPTEMBER, 1935 Vestan hafs og austan —1— • Framh. Sný eg mér þá aÖ spurningunni: Hvernig líst þér nú á þig hér heima? Þessi spurning felur í sér margar spurningar, svo sem: Hvernig lízt þér á landið, fólkið, athafnalífiÖ, menninguna o. s. frv. Þessu verð- ur auðvitað ekki gerð nein skil á ör- fáum mínútum og verð eg því að láta mér nægja að tæpa á einhverju af þvi, sem í hugann kemur og verður þá fyrst fyrir landið sjálft. Okkur, sem fluttumst vestur börn að aldri, og sem ekki höfum landið augum litið síðan, máske í 40—50 ár, er ísland nokkurs konar drauma. og töfraland. Þetta virðist mér margir hér skilja, og eru svo hálf- hræddir um, að við verðum fyrir vonbrigðum, þegar við komum til að svala margra ára þrá, að sjá það aftur. Mér er kunnugt um nokkur slík vonbrigði. Þau eru máske eðli. leg, því “sínum augum lítur hver á silfrið.” Þessu reyndi eg að gera mér sem ljósasta grein fyrir, áður en eg fór að vestan. Hn það gera ekki allir, og suma skortir, ef til vill, skilyrði til þess að geta það. Ýmsir drættir í mynd þess lands, sem þeir hafa lengi búið í, eru þeim bugstæðir og kærir. Þeir sakna þeirra hér og þeim þykir því landið ljótt. Til dæmis eru skógarnir. í náttúrunnar ríki er máske ekkert, sem tekur hug og hjarta fastari tök- um en tré og skógar, ef maður kynn- ist því til lengda"r. Og hér eru eng- ir skógar. Þetta verður maður að hafa hugfast, þegar maður kemur. Það skal játa, að við fyrstu sýn er landið kalt og bert, þó svipurinn sé mikilúðugur og tignarlegur, og manni dettur ósjálfrátt í hug: “Sjá hversu eg er beinaber” o. s. frv. En þegar maður fer að kynnast betur, mætir manni, næstum því við hvert fótmál, ný opinberun fjölbreytts og ilmríks jurta- og blómlífs. Grænir hvammar og blómabrekkur heilla hugann og seyða mann í faðm sinn. Svipur móðurjarðarinnar mýkist og hýrnar og fyllist ástúð og yndi. Móðirin breiðir út faðminn móti barni sínu, og Steingrímur svarar fyrir mann: “Ó, tak mig í faðm þér.” Nú fær móðirin mál og talar til manns í orðum skálda sinna og maður skilur þau betur en áður. ■“Fjalladrotning móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Sæll eg bý við brjóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Hér á andinn óðul sín, öll sem verða á jörðu fundin.” Nú er þetta ekki lengur aðeins djúpur grunnur, heldur óhagganleg vissa; sannindi, sem ekki verða framar rengd. Eg veit að hér talar hjartað; en enginn getur að ósekju neitað því um sitt. Eg liefi líka reynt að lita á landið með augum hins óviðkomandi ferða. manns, og það er enn heillandi. Ekki af því, að það sé í sjálfu sér öllum löndum fegra, heldur af því, að feg- urð þess er með öðru móti. Hún er sérstæð. “Það líkist engum lönd- um,” segir Þorsteinn Erlingsson, og það er rétt. Hér verður auga ferða- mannsins aldrei þreytt, því að hvar- vetna ber fyrir það eitthvað nýtt og óvænt. Eilífar andstæður búa hér hlið við hlið: grænar grundir og gróðurlausir sandar; grónar hlíðar og grýtt hraun; sjóðandi hverir og snækrýnd fjöll — 0g svona mætti lengi telja. Því er ísland sjálfkjör- ið ferðamannaland,, ef það er nægi- lega kynt út á við og rétt með ferða- manninn farið meðan hann dvelur hér. Nei, eg hefi ekkf orðið fyrir vonbrigðum, og þegar aftur “íslands tindar sökkva í sjá,” heldur landið áfram að vera mér “Töframynd í Atlants ál,” og “Nóttlaus voraldar veröld, þar sem viðsýnið skín.” En hvað um blessað fólkið? Hvernig lízt mér á það ? Hér lend_ ir maður út á þann hála is, af tveim- ur ástæðum. Fyrst er það nú æfin. lega vandi að svara svona spurningu, hver sem í hlut á, og vernda hvort- tveggja í senn; hreinskilnina og vináttuna. Og svo er hitt, að hvað sem eg segði um íslendinga, segði eg líka um sjálfan mig, því “skylt er skeggið hökunni.” En á það verður nú þó að hætta. íslendingar eru dulir og tómlátir. Þeir eru seinteknir og fyrsta viðkynning við þá verður gjarnan dálítið þur og strembin. Þessa urðum við bræður varir, þegar við fyrst komum í hóp þeirra um borð í Brúarfossi í Leith. Við settumst þar inn í reykingar- sslinn, þar sem margt fólk var í samræðum hvað við annað; en eng- inn yrti á okkur, né leit til okkar öðruvísi en hálf forvitnislegum, en þó tómlátum hornaugum. Þögnin og viðkynningarleysið var að leggj- ast á okkur eins og farg, þegar ein- hver hending varð þess valdandi, að tilefni gafst til kynningar. En úr því gekk alt ágætlega, og getum við nú, eftir tveggja mánaða kynningu, sagt að við förum héðan með ljúf- ar minningar um samveruna. Þess- ari hlið skapgerðarinnar, sem eg hefi nú lýst, verður sennilega ekki breytt og ber þess ekki að óska, en hitt mætti að ósekju gera, að slípa og fága ögn yfirborðið á henni. Fyrir sjónum gestsins er margt af fólkinu seint og silalegt í hreyfing- um og ekki eins fallegt að vallarsýn eins og það gæti verið, því í sjálfu sér er það myndarlegt og fallegt. Þetta hafið þið sjálf séð og er nú margt gert til að laga þetta, enda er árangurinn mjög áberandi, en þó má enn betur vera. Alt þetta gleymist gjarnan við nánari viðkynningu, því fólkið er yfirleitt vel skapað, bæði líkamlega og andlega. Á Stú- dentagarðinum hér í Reykjavík sá- um við, þegar við komum, hóp af skólapiltum, sem þá voru enn ófarn- ir í sumarleyfi sitt. Eg minnist ekki að hafa nokkursstaðar séð eins ásjá. legan hóp ungra manna saman kom- inn og spáir það góðu um framtíð- ina. En nú sér á að eg gerist gaml- aður, því náttúrlega áttu stúlkurnar rétt á því, samkvæmt öllum viðtekn. um reglum siðaðra manna, að þeirra væri getið fyrst. Skal nú fúslega játað, að eg fer héðan, ekki með öllu ósnortinn af fegurð þeirra, þó gamall sé. Og það get eg sagt þeim til huggunar, að það á fyrir þeim að liggja, að eignast alla þessa myndarlegu pilta. Þetta er eins víst eins og það, að sólin kemur upp i austri. Og það hlæir huga minn, að sjá í anda þá kynslóð, sem landið á að erfa. Af öllum stéttum lands- ins lizt mér bezt á tvær: prestana og sjómennina. Prestarnir—eða þeir sem eg hefi kynst—eru víðsýnustu, sannfrjálslyndustu og velviljuðustu menn landsins. Þess má geta, í þessu sambandi, að' það eru alt yngri menn þessarar stéttar, sem eg hefi kynst Eg vil kannast við, að eg hefi oft verið með í því, sem er almenn dægrastytting í öllum lönd- um nú á tímum, að henda gaman að prestunum og finna þeim margt til foráttu. En þó eg sé einn þeirra, sé eg ekkert á móti því að láta þá njóta sannmælis, þegar þeir eiga hrós skilið. Þjóðinni hefir aldrei verið meiri þörf á slíkum mönnum en einmitt nú. Um sjómennina er það að segja, að þeir eru, eins og þeir hafa alt af verið, sú stétt, sem öllum öðrum fremur, bera uppi bar- áttuna fyrir lífinu. Þeir skipa fylk- ingarbrjóstið. Þar er enn hættan og mannfallið mest, og enn er þvi mætt, eins og til forna, með þreki og þögulli ró. Þessir menn eiga, máske öðrum fremur, heimting á um- hyggjusemi þjóðarinnar fyrir kjór- um þeirra. Nú var það ekki tilgang- ur minn að gera upp á milli manna og stétta, þó á þessar tvær hafi verið sérstaklega minst. Meðal allra stétta hefi eg fundið prýðilegt fólk. Og ekki get eg annað sagt en mér virðist þjóðin yfirleitt, enn bera “ættarbrag frá fyrri tíðum,” og að þrátt fyrir nokkrar sýnilegar leifar frá niðurlægingartímabili hennar, í háttum og hugsun, er hún enn í raun og veru glæsileg þjóð. Mun þetta verða öllum ljóst þegar hún hefir að fullu kastað álagahamnum. En hvernig lízt þér á athafnalífið og allar framfarirnar ? Framfarirn- ar á þessu sviði eru næstum ótrúlega miklar, þegar á það er litið, að hér eru að verki aðeins liðug 100,000 manna í erfiðu landi, þar sem bygð„ in er dreifð og strjál. Á fáum árum hefir verið komið upp vegakerfi, símakerfi og skipastól. Nýjar og betrj byggingar hafa verið reistar, bæði í sveitum og bæjum. Töluvert hefir verið gjört að nýrækt og bú- skaparlag gjörbreyzt. Rafvirkjun og innlendur iðnaður er komið á góðan rekspöl, og margt fleira mætti telja. Þetta lízt mér alt vel á i sjálfu sér og dáist að því hve mikið hefir unnist undir kringumstæðunum, sem fyrir hendi eru. Ýmislegt hefi eg þó séð í þessu sambandi, sem mér finst að betur mætti fara. Er hér enginn tími til að taka það til íhug- unar. Eg get samt ekki varist því, að benda á vist viðhorf, sem getur orðjið dálítið kátbroslegt fyrir ó- kunnan ferðamann. Menn eru hér yfirleitt upp með sér af öllum þess- um framförum, og þeir mega vera það. En þá skortir samanburð og rétt hlutföll. Þeir ætlast til að ferðamaðurinn falli í stafi af undr- un yfir stórum mannvirkjum. Eg hefi átt íhálfgerðum vanda með þetta. Til dæmis var mér bent á brúna yfir Hvítá í Borgarfirði, sem “afskaplegt mannvirki,” og þegár mér gekk illa að sýna nokkurn undrunarsvip, varð fólkið óánægt við mig. En þegar eg svo bætti gráu ofan á svart með því að gefa i skyn, að eg hefði séð eins mikla eða jafn- vel meiri brú, snéru menn alveg baki við mér og vildu ekki hlusta á mig. Nú var minn eini tilgangur sá, að veita þessu fólki þann samanburð, sem það skorti, svo það yrði ekki fyrir kýmni annara ferðamanna. Ferðamenn frá öðrum löndum koma ekki hingað til að sjá stór mann- virki. Þeir koma til að sjá sérkenni_ legt land og sögufræga þjóð. Þar eigið þið að vera sem bezt við því búnir að svara spurningum þeirra og sýna þeim landið og þjóðina í sem beztu ljósi. Og svo er annað, sem eg tel mikils um vert. Fyrir- myndir ykkar i verklegum fram- kvæmdum hafið þið að mestu sótt til Evrópulandanna. Eg er sannfærð- ur um, að þetta veldur ykkur tafar og skaða. Eg hefi séð hér mörg sýnishorn af úreltuin vinnubrögð- unþ sem menn mundu vera hæddir fyrir í Ameríku, en sem við könn umst þar við hjá nýjum innflytj- endum frá Evróþu. Hvað sem þið annars kunnið að hugsa um ame ríska menningu (og hér hefi eg orð_ ið var við hinar fáránlegustu hug- myndir um það, þó út í það sé ekki timi til að fara), þá er það að minsta kostí víst, að tækni og vinnubrögð er ykkur hagur í að sækja þangað fremur en til nokkurs annars lands í heiminum. Þetta skildi Soviet- Rússland, og hvers vegna ekki ís land. Mér er þetta áhugamál, því þið megið ekki við því að eyða kröft- um yk^ar til ónýtis í hinu mikla starfi, sem fyrir ykkur liggur, með an þið eruð að nema þetta land á ný. En hvað er þá að segja um menn- ingu þjóðarinnar yfirleitt? Þessi spurning felur einnig margt í sér, svo sem: uppeldis- og fræðslumál, stjórnmál, kirkjumál, almenna sið- fágun o. fl. Sú skoðun er ríkjandi hjá þeim útlendingum, sem til ís- lands þekkja, að alþýðan þar sé bet. ur mentuð en alþýða nokkurs ann ars lands. Benda þeir á ýmislegt í því sambandi, svo sem það, að hér sá enginn, sem ekki er læs og skrif- andi, meiri og minni bókakostur á svo að segja hverju heimili, merki- leg bókasöfn á heimilum bænda og annara alþýðumanna, bóka- og blaðaútgáfur langt fram yfir vonir, l’egar gætt er fólksfæðarinnar, o. s. frv. Nú eru vitanlega nýjar og meiri kröfur gerðar í þessu efni. En mér sýnist að íslendingar séu vel vakandi á þessu sviði. Um það ber \ vott: barnaskólar, lýðskólar, gagn- fræðaskólar, mentaskólar og háskóli. Sjálfsagt eru þessar stofnanir ekki fullkomnar, en eg hefi Iika orðið var við vakandi áhuga í því að bæta þær. Einstöku menn hefi eg heyrt fást um það, að skólarnir væru orðnir of margir, en þeir eru, sem betur fer, undantekningar. Annars lízt mér yfirleitt vel á, í þessu efni. En ein mitt á þessu sviði liggur framtíðar frami íslendinga, eins og líka þéirra fortíðar frægð. Þessu má aldrei gleyma og þetta verður ætið að ♦ Borgið LÖGBERG! skipa öndvegissessinn, þegar um hag þjóðarinnar er hugsað, rætt eða ritað. í stjórnmálum er alt í öng- þveiti eins og víðar, á þessum síð- ustu og verstu tímum. Þetta kemur öllum saman um, sem eg hefi heyrt á það minnast, en þar endar líka samkomlagið. Ekkert er nú við það að athuga, þó menn greini á um þessi mál og þó þeir skiftist i flokka um þau. Það er eðlilegt. En það er ekki eðlilegt að finaa hjá jafn lítilli þjóð, sem þar að auki er mynduð af einum þjóðstofni, og þar sem allir menn i landinu eru liklega meir og minna skyldir hver öðrum, jafn illvíga flokkapólitík, eins og hér á sér stað. Það er freistandi að fara frekar út í þetta, en það á ekkj hér við. Enda hefi eg þá trú, að þetta fyrirbrigði vari ekki lengi, en að það sé eðlileg afleiðing af nýlega fengnu frelsi og því róti, sem nú er á þessum málum í öllum löndum. Eg ætla því aðeins að biðja ykkur að vernda þrent í lengstu lög: fengið frelsi, lýðræðið og samvinnuna. En alt þetta verður nú að heyja baráttu fyrir tilveru sinni um gjörvallan heim. IAtið það aldrei bíða ósigur á íslandi. Því eftir þessum vitum einum verðitr að lokum stýrt fram hjá þeim skerjum og boðum, sem mannkynið nú siglir um. Hvernig lizt þér svo á kirkjumál. in? Ýmsir vestra, sem hingað hafa ferðast, virðast vera áhyggjufullir út af hnignun trúarlífsins hér á landi. Engum svefni tapa eg fyrir slíkar áhyggjur. Eg veit að íslend- ingar hafa verið, eru og verða trú- menn—á sina vísu. En þeim er ekki eðlilegt að v^ra eldheitir ofsa- trúarmenn, eða láta ýmsum fárán- legum látum í sambandi við trúrækni sína. Þeir bera rneiri virðingu fyr. ir sjálfum sér og helgidómi sínum en svo. Og þeir heimta yfirleitt að trúarkend þeirra sé upplýst og leidd af heilhrigðu viti. Það er kvartað um, að þeir sæki ekki kirkjurnar nógu vel. Sé það rétt, þá er að finna orsakirnar til þéss. Hverjar senr þær kunna að vera, þá er þeirra ekki að leita í verulegu trúleysi. Mér finst að það, sem hér er að gjörast sé eðlileg og yfirleitt æskileg þrosk- un trúarlifsins, og mér lízt vel á það. Eg hefi nú tæpt á ýmsu, en engu gjört nein veruleg skil. og vil eg nú enda með því að flytja einlæga þökk öllum þeim, sem hjálpað hafa til að gera þessa ferð okkar bræðranna skemtilega og eftirminnil.ega. Við komum hingað í þeim einfalda til- gangi, að sjá aftur æskustöðvarnar. Erindinu er lokið. Það hefir tekist miklu betur en við þorðum að vona. Við höfum verið velkomnir gestir á fæðingarstað okkar, Ytri-Tungu á Tjörnesi, og séð þaðan miðnætur- sólina og Jónsmessudýrðina. Við vonum, að engir af vinum okkar taki sér það tfl, þó við nefnum, í þessu sambandi, sérstaklega Tjörnesinga og Húsvíkinga, því að það var á þeirra valdi að gera ferð okkar góða. Meðal annars, sem sagt var í sam- sæti, er Tjörnesingar héldu okkur i Ytri-Tungu, var ljóðlínan: “Hér búa hjörtu, hér lifir sál.” Ástúð okkar gömlu sveitunga, sem ekki höfðu gleymt okkur eftir 47 ára fjarveru, lét okkur finna til sann- indanna i þessum orðum. Hjartans þökk Tjörnesingar og Húsvíkingar. Þið hafið gert heimkomu okkar til æskustöðvanna ógleymanlega. En svo vona eg að mál mitt heyrist einnig út í Vattarnes, til Akureyrar og Mývatns, og allra þeirra staða, þar sem vinsamlega og höfðinglega var móti okkur tekið. Ef íslend- ingar gætu orðið hver öðrum eins góðir og ástúðlegir, eins og þeir hafa verið okkur, sem gestum þeirra; þá yrði sálum þeirra borgið. Kæra þökk Islendingar í landi Ingólfs. Við förum héðan með ljúfar minn- ingar um land og þjóð og síðasta kveðjan til ættjarðarinnar, sem geymir lika þjóðina, verður ekki betur flutt, en í orðunum, sem við öll syngjum austan hafs og vestan: “Drjúpi’ ’ana blassun Drottins á, um daga heimsins alla.” En nú kallar land Leifs, “Vínjand hið góða.” Hjartans þakkir. Góða nótt! —Nýja Dagbl. Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipég, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmaj- 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-22 0 Medical Arts Bldg. Talslmi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdöma.—Er aö hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 J Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Bt». Phonee 21 21*—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir Viötalstlmi 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 41 FURBY STREET Phone 36 127 Slmlð og semjið um samtalstlma w DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 Viðtalsttmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Simi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœöingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St„ gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfraeðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthúsinu Slmi 96 210 Heimilis 33 32g Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG * DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFB BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Ilcal Estate — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HÖTEL / WINNIPEG , ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaóur i miöbiki borgarinnar. Herbergi 3.2.00 og þax yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltíðir 40c—60c Free Parking for Guests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG “Winnipeg's Doton Town HoteV' 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all klnds Coffee Shoppe F. J. FALL, Managgr CorntoaU ^otel Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, framkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEO SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.