Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 3
LÖŒBERGr, FIMTUDAGINN 17. OKTÖBER, 1935. O að sjálfsögðu herma um alla þá, er þjónað hafa söfnuðinum. Ekki mörgum árum eftir að þessi söfnuður hafði myndaður verið, reisti hann sér kirkju. Gerði hann það, eins og kunnugt er, í félagi við Fríkirkjusöfnuð í austurhluta bygð. arinnar. Það var eins og átti að vera. Og að þeir bygðu þá kirkju í félagi er söfnuðunum til mikillar sæmdar, þegar þess er minst að áð- ur hafði verið þykkja nokkur milli safnaðanna, sem meir og meir mun hafa eyðst og horfið með árunum, eins og átti að vera. Er það í mín- um huga ágætur þáttur og ljúfur i sögu þessarar bygðar,—og sá, sem mér er persónulega kunnastur, þeg- ar tveir söfnuðir í sveitinni og Is- lendingarnir í bæjunum umhverfis, sem flestir voru meðlimir í öðrum hvorum safnaðanna, áttu allir sam- an þessa einu kirkju, og sóttu hana ágætlega og ræktu hana samvizku- samlega. Safnaðarstarf, sunnu- dagaskólastarf og jafnvel ung- mennastarf stóð þá stundum með miklum og fögrum blóma. Engan dóm er eg þó með þessum orðum að fella um það fyrirkomulag, sem hér á sér nú stað. En svona var það “í mínu ungdæmi.” Og er mér ljúft um það að hugsa. Þegar eg svo tala um söfnuðinn eða um kirkjuna, þýðir það nærri því eitt og hið sama, því kirkja og söfnuður er ávalt nærri því að vera eitt og hið sama. Frelsissöfnuður er nú 50 ára að aldri. Ekki verður annað sagt en að rnargt hafi gjörst eftirminnilegt á þeim tima. Mörg heillaspor hafa verið stígin; þó að við vitum auð- vitað að sakir okkar mannlega breiskleika, hafa og líka á stundum verið stígin ýms óheillaspor og ýmsar yfirsjónir átt sér stað. Hér hefir margt hjarta á sínum tíma ver. ið snortið af anda Guðs, af kærleik hans og náð, og þessvegna hefir þá líka margt hjartað verið helgað Guði og hans þjónustu. Ekki ætla eg mér að telja fram afreksverk þessa safn. aðar, þó það hefði gjarna mátt gera. En á trúmensku safnaðarins má eg til að minnast. Hann hefir sýnt trúmensku við játningar sínar og við þau störf, sem honum hafa ver. ið falin. Hann hefir sýnt trú- mensku við guðsríkismálefnið og fagnaðarboðskapinn um hinn kross. festa og upprisna mannkynsfrelsara. Og hann hefir einnig auðsýnt trú- mensku Kirkjufélaginu, sem hann hefir ávalt tilheyrt, og öllu fólki sinnar bygðar hvort sem það hefir dvalið heimafyrir eða að leiðir þess hafa legið til fjarlægra staða. Við hin ýmsu kirkjulegu málefni sinnar bygðar hefir hann einnig ávalt sýnt trúmensku og ræktarsemi. Mér finst því að trúmenskan hafi verið gimsteinn sem ávalt hafi glitrað með verulegri birtu í kórónu þessa safnaðar. ’ Eftir mínum skilningi er því saga safnaðarins góð saga. Mér virðist réttmætt að segja að það sé ekki ein- asta saga trúmensku, heldur og líka saga sigurvinninga á sviði starfs- málanna og saga vakandi og §tarf- andi kristindóms. Þetta alt segi eg þó í allri auðmýkt og minnugur þess að ekkert er fullkomið hjá okkur, og að bæði í félagslífinu og trúar- lífinu vill það reynast svo hjá okkur mönnunum að öldurnar ýmist rísa eða falla. En svo vil eg loks ávarpa þig þú hin unga en þó fulltíða knyslóð, sem nú veitir forustu í hinum kirkju- legu störfum, og þig einnig hin þriðja kynslóð þessa landnáms og þessa safnaðar, sem ert í þann veg- inn að taka að þér störfin, fyrst með annari kynslóðinni, og svo smátt og smátt að öllu leyti, þegar hin kynslóðin þreytist og leggur niður störfin. “Viljið þið halda á- fram að hafa hér söfnuð og kirkju? Eða finst ykkur að nú sé kominn til þess tími að leggja störfin niður og hætta? Feðurnir og mæðurnar vildu hafa söfnuð og kirkju. Að þeim var full alvara með það sézt vel á því hvað afar mikið þau lögðu á sig fyrir það málefni meðan þau enn stríddu í sinni frumbýlisfátækt. Og okkur virðist að sagan vitna kröftuglega um það að þær fórnir feðranna og mæðranna voru ekki til einskis frambornar, heldur voru á- vaxtaríkar í lífi nýlendunnar og i lífi þeirra sjálfra og eftirkomend- anna. En hvað sýnist ykkur ? Er sá dagur liðinn hjá að þess gerist þörf að halda við söfnuðinum og kirkj- unni ? Reyndar þarf eg ekki að spyrja svona, því eg veit að þið vilj- ið halda söfnuðinum og kirkjunni við með sæmd, og að þið viljið að söfnuðurinn lifi góðu lífi og starfi vel að málefnum guðsríkisins.” En til þess að kirkja og söfnuður geti náð sínum fylsta tilgangi, og geti orðið til sem allra mestrar nyt- semdar, þurfa einstaklingarnir, sem í söfnuðinum starfa að öðlast anda Guðs í ríkum mæli og svo að vinna verkið í krafti þess anda. Þetta leiðir huga minn að einni af hinum frábærlega dýrmætu frá- sögum nýja testamentisins, — frá- sögu, sem með hverju líðandi ári hef ir verið að verða mér dýrmætari; það er frásagan í öðrum kapítula Postulasögunnar, um komu andans yfir postula Krists á hvítasunnunni fyrstu. Eg veit að sá skilningur hefir ríkt, og það sjálfsagt réttilega, að vissu leyti, að starfið, sem beið þessara lærisveina í fyrstu kristni, hafi verið svo þýðingarmikið, svo stórt, svo örðugt og vandasamt, að þeim hafi verið brýn þörf á þeirri sérstöku gjöf andans, sem Drottinn á þenna undursamlega hátt veitti þeim til þessa hins mikla starfs. En eg skil það þó svo að Drottinn Jesús Kristur hafi heitið öllum lærisvein- um sínum á öllum tímum þeirri sömu gjöf, þó kannske ekki væri í sama mæli, ef þeim tækist að upp- fylla skilyrðin fyrir því að vera meðtækilegir fyrir gjöfina. Og þegar eg svo hugsa með hrærðum huga um hvítasunnu viðburðinn fyrsta, andvarpar sála min og segir: “Við þörfnumst nýrrar hvítasunnu. Vð þörfnumst endurtekningar þeirr. ar blessunar og þeirrar guðlegu orku, sem hvítasunnustundin fyrsta færðí þessum lærisveinum þar í Jerúsalem. En þegar eg þrái nýja hvitasunnu er eg þó ekki fyrst og fremst að hugsa um eldlegu tung- urnar, eða þytinn eins og aðdynj- anda sterkviðris, eða neitt annað i þeim ytri viðburðum, sem bentu á hið innra sem var að ske. Þrá mín kallar eftir þvi sem var hinn insti, dýpsti og andlegasti veruleiki þessa viðburðar. Eg þrái ríkulegan mæli heilags anda, fyrir hjörtu okkar ^ mannanna í nútið. Eg þrái þann mikla guðlega kraft, sem þar var á ferðinni; því eg trúi fastlega að við lika eigum hlutdeild í loforði Drott. ins er hann segir: Þér munuð öðl- ast kraft er heilagur andi kemur yfir yður! Eg trúi því að Guð vilji gefa okkur sinn anda og vilji enda gefa okkur sjálfan sig, á eins fullkominn hátt og við erum frekast meðtækileg fyrir þá gjöf, ekk,ert síður en að hann vildii gefa þá gjöf á fyrstu öldinni. Og hæfileiki okkar að veita þeim krafti móttöku í okkar lífi og að láta hann svo frá okkur streyma til annara, þeim til heilla og bless- unar, vex með aukinni lifandi trú, aukinni ræktarsemi við guðsdýrkun safnaðarins, aukinni ræktarsemi við kærleiksþjónustuna og öll störf safnaðarins, og með vaxandi lifandi bænarlifi.” Eg er mintur hér á sögu eina af William Booth, hinum ástsæla látna foringja sáluhjálparhersins, þegar hann kom út í litla kirkju i Notting- ham, skamt frá Lundúnaborg. Hann var beygður, lamaður hálf-hikandi maður þá. Hann stóð þar \áð eins konar vegamót á lífsleið sinni. Hann var í vanda staddur út af miklum áhugaefnum, er voru í huga hans. Hann kastaði sér á kné í kirkjunni litlu þar sem andi Guðs virtist svífa umhverfis mann. Hann baðst fyr- ir af djúpum krafti og glímdi við Drottinn í bæninnii. Er hann stóð upp aftur var hann orðinn nýr mað- ur, með nýja trú, nýjan fastan á- setning, nýjan kraft andans til að gefa honum orku til að-halda áfram orku til að'halda áfram hiklaust með áformið stóra, góða, er hafði verið að bæra sér í huga hans, og sem hann áður hikaði við. Þessi litla kirkja hefir orðið að eins konar hofi (shrine) fyrir meðlimi sáluhjálpar- hersins í öllum heimi. Þeir streyma þangað hópum saman úr öllum átt- um sem leitandi pilagrímar. Þeir biðjast þar fyrir og glíma við Guð sinn í bæn, eins og leiðtogarnir gerðu áður fyr. Inni í kirkjunni er minnismerki um bænar-sigur Booths á þessum stað. Hugfangnir horfa menn á það minnismerki. Menn hugsa um það vonglaðir að þar hafi Booth tekist að opna svo glugga og dyr sinnar sálar, að kraftur heilags anda hafi fengið að streyma þar inn óhindraður. Og þeir vænta þess, að þetta geti aftur skeð þar inni. Einhverju sinni sá presturinn er þjónaði kirkjunni, mann þar inni, er virtist eiga í einhverri baráttu.rllann leit til hans bróðurlega og vingjarn. lega. Þá spurði maðurinn hálf hik- andi: “Má biðjast hér fyrir?” ‘Já, vissulega má mér biðjast fyrir,” svaraði presturinn. Þá féll hinn ó- kunni maður á kné, hóf augu sín til himins en benti með hægri hendi á minnismerkið, bað til Guðs og sagði: “Ó, Drottinn minn, veit þú að það, sem áður skeði hér inni, er Booth háði hér sína bænar-glímu, megi aftur fá að ske. Ó, Drottinn, veit að það megi aftur og aftur og aftur fá að ske.” Eins gætum við nú, vinir mínir, frá þeirri sjónarhæð tímamótanna er við stöndum á, horft til baka til upp- hafsára þessa safnaðar og til þess sjálfsfórnaranda starfs feðranna, er hratt söfnuðinum af stað með svo furðulegum krafti; við gætum þá líka horft miklu lengra til baka,— alla leið að hvítasunnu undrinu sjálfu. Við gætum horft á þá geð- þekku viðburði, frá okkar syndum spiltu nútíð, frá því umhverfi grip- deilda og glæpa, sem svo mikið ber á nú, frá því umhverfi þar sem kirkjunnar starf er of máttlaust og kirkjunnar menn of aðgerðalitlir ; og er vér horfum á þá helgu og kæru viðburði, gætum við líka í anda fall- ið á kné fyrir Guði og beðið hann á þessa leið: “Gef þú að þetta megi aftur fá að ske. Gef, Drottinn, að kraftur þíns heilaga anda megi streyma inn í líf okkar til að gera alt nýtt, til að gefa okkur nýja orku, nýja trú, nýjan kærleiksanda, nýja bænrækni, nýjan sigur í þér.” Ef þið, kynslóðir þessa safnaðar, sem nú eruð á starfsskeiði, eða að því komnar að taka til starfa, lærið nú betur en nokkuru sinni fyr, i trú og trúmensku og einlægri bæn, að opna dyr og glugga sálna ykkar svo að andi Guðs og sá himneski kraft- ur, sem honum er samfara, fái að streyma þar inn, og fái að starfa í ykkur guðsríkis málefninu til efl- ingar bæði heima fyrir og út á við, þá er eg sannfærður um að þó saga þessara fyrstu 50 ára í hinum kæra söfnuði sé glæsileg og góð, þá gæti saga hinna næstu 50 ára orðið enn glæsilegri og betri. Þá gætu ávextir starfsins ekki einasta orðið eins góðir og Verið hefir, heldur miklu dýrðlegri og meiri. Guð blessi Erelsissöfnuð á 50 ára afmæli hans! Guð láti frið sinn og birtu skína yfir minning þeirra, sem liðnir eru. Guð blessi safnaðarfólk. ið, bæði það sem að mestu hvílist eftir mörg og góð störf, það sem stendur nú uppi í starfinu, og það sem býr sig nú beinlínis og óbein- línis undir að taka að sér aðal starf- ið á næstu tímum. Guði gefi þessum söfnuði og þessari kirkju náð til þess að vera salt jarðarinnar, og endurskin af heilögn ljósi Guðs. Guð gefi söfnuðinum náð til þess að leiða enn margar sálir inn í guðs. ríki, til þess starfs, sem er dýrðlegt og ávaxtaríkt: KÝMNISÖGUR Bergdal læknir hefir mikið að starfa. Hann er bæjarlæknir, sjúkra- samlagslæknir, spítalalæknir o. fl. o. fl. Dag nokkurn eru honum send boð um að koma í sjúkravitjun á Grett- isgötu 128. Þar býr Eyholt bakari, og kona hans er veik. En þegar til kemur hefir Bergdal ekki tíma til að fara þangað vegna þess að hann þarf að kryfja lík. Þremur dögum síðar fær hann aftur tilmæli um að koma á Grettis- götu 128. En fyrst þarf hann að sitja fund heilbrigðisnefndar, og síðan að framkvæma bólusetningu sem auglýst hafði verið að færi fram á þeim tíma. Hálfum mánuði síðar ætlar hann að skreppa til bakarans, en þá hittist svo á, að hann þarf að skoða börnin, sem hnn bólusetti um daginn og ganga úr skugga um, hvort komið hafi út á þeim bólan. Loks sjö vik- um síðar leggur hann á stað til bak- arans. Hann ber þar að dyrum og segir við konu þá, er opnar fyrir honum, að hann sé þar kominn i sjúkravitjun til konu bakarans. Það er alls ekki nauðsynlegt, svar_ ar konan, eg er alveg frisk. Eg er nefnilega síðari konan hans. Við erum nýgift. I THOSE WHOM WE SERVE IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS BECA USE— OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV- ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER WE DELIVER. | COLUMBIA PRESS LIMITED G95 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 Hansen þjáðist af meltingar- tregðu og fór til Karlsbad að leita sér heilsubótar. Læknirinn, sem hann fór til ráðlagði honum að drekka daglega sjö glös af ölkeldu- vatninu. Þegar Hansen var að fara út frá lækninum, tók hann eftir að hann hafði gleyrnt regnhlífinni sinni og snéri því við aftur inn til læknisins að sækja hana. —Hvað. er eitthvað fleira að yður ? —Tá, eg—það er re......... —Jæja. þá skuluð þér drekka sjö glös i viðbót. —Dvöl. + Borgið LÖGBERG! Business and Professional Cards PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office timar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 ) Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phonee 21 21í—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson ViCtalstíml 3—5 e. h. 218 Sherburn St.~Sími 30877 G. W. MAGNUSSON Nuddlœknlr 41 FURBY STREET Phone 36 137 SimiS og semjiS um samtalstima - DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talsimi 23 739 Viðtalstimar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Simi 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœöingur Skrlfstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Islenzkur lögfrœBlnffur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. Islenzkur lögfrœSingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON fslenzkir lögfrœöingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON Isienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúslnu Sími 96 210 Heimllis 33 328 4 06 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfrsmur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslini: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tœgi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFK BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. UÓTEL I WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaöur i miObiki borgarinnar. Herbergi í.2.00 og þar yflr; með baðklefa $3.00 og þar yflr, Agætar máltlðir 40c—60c Free Parking for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEO "Winnipeg's Down Totcm Hotet“ 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventlons, Jinners and Functlons of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALIj, Manager CorntDaU Jitottl Sfrstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér eruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIPEO SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without \ bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.