Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 1
PHONE 86 311 Seven Lines lot' u?r rsrf>**o** Dry Cleaning and Laundry 48. ARGANGUR WINNIPEG, MAN, FIMTUDAGINN 17. OKTÓRER, 1935. \\ NÚMER 42 CANADA HEFIR HRIST AF SÉR FIMM ARA KÚGUNAR HLEKKI Orslit kosninga í Manitoba Brandon— 1). W. Beaubier, íhalds. maður, endurkosinn Churchill—Hon. I. A. Crerar, lib. J )auphin—W. J. Ward, liberal Lisgar—Howard Winkler, liberal Macdonald—W. G. Weir, liberal Marquette—J. Allison Glen, liberal Neepawa—T. D. McKenzie, liberal Portage—Harry Leader, liberal Provencher—A. L. Beaubien, liberal St. Boniface—Dr. J. P. Howden, liberal Selkirk—J. T. Thorson, liberal Souris—Errick W. Wilis, íhalds- maður«(með eins atkvæðis meiri hluta) Springfield—John M. Turner, lib. Winnipeg South—Leslie A. Mutch, liberal Winnipeg South Centre — Ralph Maybank, liberal Winnipeg North Centre—J. S. Woodsworth, C.C.F. Winnipeg North—A. A. Heaps, C.C.F. SASKATCHEWAN sendir 15 liberal þingmenn til Ot- tawa; þar á meðal Rt. Hon. W. L. Mackenzie King, Mr. Motherwell í Melville, Dr. Fleming í Humboldt og McMillan í Mackenzie kjördæmi. FRA ALBERTA Úrslit kosninga í Alberta fylki urðu þau, að Social Credit vann öll þingsætin að undanteknum tveim- ur, Calgary West og West Edmon- ton. STRANDFYLKIN EINHUGA Nova Scotia og Prince Edward Island senda einungis liberala á þing og New Brunswick alla nema einn. . C.C.F. FLOKKURINN vinnur 8 þingsæti í nýafstöðnum kosningum til sambandsþings. FRA BRITISH COLUMBIA Kosningaúrslit í British Colum- bia fylki urðu þau að frjálslyndi flokkurinn vann 4 þingsæti, íhalds- ffokkurinn 5, C.C.F. 4 og Mr. Stevens 1, eða með öðrum orðum sjálfan sig. FRAONTARIO OG QUEBEC í Quebec fylki vann frjálslyndi flokkurinn 60 þingsæti og 55 í Ontario. Þau tíðindi gerðust í Quebec, að Henri Bourassa, gtjórn. málamaðurinn og rithöfundurinn nafnkunni, er setið hefir á sam- bandsþingi síðan 1895, tapaði kosn- ingu. NORBGUR ÆTLAR AÐ GBPA ISLANDI minnismcrki af Snorra Sturlusyni. Snorranefndin svonefnda í Nor- egi hefir ákveðið að hefja fjársöfn- un um allan Noreg í þvi skyni að gefa íslandi minnismerki um Snorra Sturluson. Minnismerkið á að vera þakk- lætisvottur hinnar norsku þjóðar fyrir þann skerf, sem Snorri lagði til norrænnar söguritunar. Nefndin hefir ákveðið að bjóða út til samkepni meðal myndhöggv- ara um snríði þessa minnismerkis. Nefndin gerir sér von um að unt verði að reisa minnismerkið í Reyk- holti 23. sept. 1941. —Mbl. 24. sept. LESLIE A. MUTCH, þingmaður fyrir Suður-Winnipeg. /. T. THORSON, K.C. þingmaður Selkirk-kjördæmis. RALPH MAYBANK, þingmaður Mið-Winnipeg kjör- dæmisins syðra. Rt. Hon. W. L. MACKENZIE KING, leiðtogi frjálslynda flokksins og næstii forsætisráðgjaf.i McKenzie King hefir leitt þjóðina út úr eyðimörkinni Siguxför ír.jálslyndu stefnunnar! Frjálslyndi flokkurinn vinnur 170 þingsæti, auk f jögra óháðra liberala og tveggrja Liberal-Progressives. Tólf ráðgjafar Mr. Bennetts falla í val, þó sjálfur sé hann kosinn í Calgary West. Prince Albert kýs Mackenzie King með miklu afli atkvaeða. Thorson vinnur svo eftirminnilegan sigur í Selkirk, að allir keppinautar hans tapa tryggingarfé sínu. Hin nýja stjórn Mackenzie King tekur sennilega við völdum innan tíu daga. Foringi Stevens-flokksins fær aðeins komið sjálfum sér á þing. Jakobína Johnson skáldkona. Upplestur og kveðjusamsceti. Frú Jakobína Johnson las upp í Iðnó s.l. fimtudag. Húsið var troð- fult áheyrenda og var skáldkonunni tekið með miklum fögnuði. A laugardaginn var skáldkonunni haldið fjölment kveðjusamsæti í Oddfellow-húsinu. Vilhjálmur Þ. Gíslason skólastjóri stýrði hófinu og bauð gesti vel- komna. AÖalræðuna flutti Guðmundur Finnbogason landsbókavörður. Auk hans töluðu Benedikt Sveinsson, índriði Einarsson, séra Friðrik Friðriksson, Húsavík, frú Ragn- hildr Pétursdóttir, frú Briet Bjarn- héðinsdóttir, frú Laufey Vilhjálms- dóttir, Pétur Halldórsson borgar- stjóri o. fl. Jón Magnússon flutti kvæði Matt- híasar Jochumssonar til Vestur-ís- lendinga, er hann orti í Ameríkuf ör- inni 1895. Ennfremur flutti Kjart- an Ólaf sson kvæði er hann haf ði ort til skáldkonunnar. Klukkan 12:30 risu menn frá borðum og skemtu sér síðan við dans. Hófið fór hið bezta fram. í kvöld heldur félag Vestur-ís- lendinga kveðju fyrir skáldkonuna í Stúdentagarðinum. — Mbl. 24. sept. TV2ER KONUR KOSNAR A SAMBANDSÞING 1 nýafstöðnum kosningum til sambandsþings gengu tvær konur sigrandi af hólmi. Miss Agnes Mac. Phail var endurkosin í South East Gray kjördæminu, en Mrs. George Black, kona BÍack, fyrverandi for- seta neðri málstofunnar, náði kosn. ingu í Yukon af hálfu íhaldsflokks- ins. W. G. WEIR, þingmaður Macdonald kjördæmis. HOWARD WINKLER, >ingmaour Lisgar kjördæmisins. A. L. BEAUBIEN, þingmaður Provencher kjördæmis. AFRIKUSTRÍÐIÐ Styrjöldin milli ítala og Ethiópíu- manna færist í aukana með hverjum deginum sem líður, með miklu mannfalli á báðar hliðar. Sam- kvæmt síðustu fregnum hafa ítalir náð hinni helgu borg, Askum á vald sitt, eftir harða og mannskæða orustu. Hefir konungur Ethiópíu lýst yfir þvi, að þjóð sín eigi í heil- ögu stríði, og skorar jafnframt á þjóðina, að ganga eigi til hvíldar fyr en hin helgu vé hafi verið endur- numin. Mussolini býður öllum byrginn, og tjáist hvorki munu blikna né blána þó til allsherjar stríðs kæmi í Evrópu. Kveðst hann hafa slíkan málstað að verja, að ósigur komi ekki til mála. ÞjóMiandalagið situr sýknt og heilagt á rökstóluni, og nú hafa 50 þjóðir fallist á að slíta öllum verzl- unar og fjármálasamböndum við ítaliu. Frá Islandi Síldvciðar Lcttlcndinga við Island. Samkvæmt símskeyti frá Riga, sem birt er í Morning Post London, hafa sildveiðar Lettlendinga við Is- land gersamlega brugðist í sumar. Segir, að þeir hafi aflað aðeins 99 tn., en sildarafli þeirra við Island undanfarin ár hafi numið 4,000 tn. á ári. í skeytinu, sem er dags. 9. sept., segir ennfremur: "Lettlenskir fiskimenn segja, að sænskir eist- lenzkir og finskir síldveiðimenn hafi af svipuðum árangri að segja, og segja að óhagstæðir straumar og ná- lægð hafíss hafi bakað þeim erfið- leika. Eistlendingar höfðu 8 skip og nam afli þeirra aðeins 8,000 tn., en þeir höíöu ráðgert að fá að minsta kosti 15,000. — Af þessum 8,000 tn. hafa 2.000 þegar verið seldar i Svíþjóð. Af þessu mun leiða, að horfurnar batna fyrir Yar- mouthsíld og skozka síld í Eystra- saltshöfnum. Síldarinnflytjendur í Riga segja að Lettlendingar geti án efa tekið við 63,000 tn. af skozkri síld í ár, og mun iettienska stjórnin veita innflutningsleyfi til þess. Mbl. 25. sept. Góð síldveiði í Keflavík. Eftir langa óveðurstíð lögðu margir reknetabátar af stað á veið- ar í gærkvöldi.ó Þessir bátar hafa í dg komið með síld til Keflavíkur: Bragi með 53 tunnur, Öðlingur með 43, Kári með 22, Huginn fyrsti með 73, Huginn annar með 62, Stakkur með 38, Fylkir með 68, Fram með 14, Arinbjörn með 51, Bjarni Ól- afsson með 56, Freyja með J2, og Jón Þorláksson með 74 tunnur. Þegar fréttaritari talaði við Frétta- stofuna kl. 17.00 var vélbáturinn Arni Arnason að koma að hafskipa. Dryggjunni með 220 tunnur síldar. Skipstjórinn Kristinn Árnason segir svo fár að hann hafi lagt net sín í gærkvöldi, 20 sjómílur í vestur af Sandgerði og hafi verið þar mikil síldaráta og mikið af fugli, og sú mikla smokkganga, sem verið hafi fyrir nokkrum dögum muni vera gengin hjá. I dag er bezta veður og allmargir reknetabátar farnir út til veiða. —Mbl. 22. sept. Frá Akranesi. I gær komu þessir bátar með síld til Akraness: Vík- ingur með 60 tn., Ver með 36 tn., Valur með 48 tn., Egill með 20 tn., Skírnir með 12 tn., Höfrungur með 9 tn., Ármann með 14 tn., Hrefna með 35 tn., Rjúpa með 30 tn. og Alda með 48 tn.—Kl. 18.30 var ver. ið að losa línuveiðarann Jarlinn f rá Akureyri. Aætlað var að aflinn væri 180—200 tunnur. — N. dagbl. 26. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.