Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 8

Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 8
8 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓfBER, 1935. Úr borg og bygð Skuldar-fundur í kvöld (fimtu dag) Mr. Guðmundur Grímsson, hér- aðsdómari frá Rugby, N. Dak., kom til borgarinnar á föstudaginn var, ásamt frú sinni og Mr. J. Snowfield, ríkislögmanni frá Langdon, N. Dak. Ferðafólk þetta hélt heimleiðis sam- dægurs. Mr. John Valdimarsson frá Langruth, var staddur í borginni í vikunni sem leið. Frú Vildora Austmann frá Los Angeles, Cal., dvelur í borginni um þessar mundir, ásamt syni sínum. Kom hún hingað í heimsókn til ætt- ingja sinna og dvelur hjá systur sinni og tengdabróður, Mr. og Mrs. Eiríkur A. ísfeld, 668 Alverstone Street. Mrs. Benedikt Freeman frá Struthers, Ohio, er nýkomin til borgarinnar í heimsókn til frænda og vina. Dr. Tweed verður staddur i Ár- borg á föstudaginn þann 25. þ. m. Skemtisamkomu þeirri, sem aug- lýst var í síðasta blaði að haldin yrði á Gimli þann 18. þ. m., að tilstuðl- an frú Guðrúnar S. Helgason piano- kennara, verður frestað sökum ó- hjákvæmilegra forfalla. Mr. Jakob Helgason frá Dafoe, Sask., er nýkominn til borgarinnar og dvelur hér um hríð. Séra K. K. Ólafson flytur fyrir- lestur í lútersku kirkjunni að Lund- ar, Man., mánudaginn 21. okt., kl. 8 að kvöídinu. Frjáls samskot. Afhjúpun Landnema minnisvarðans fer fram sunnudaginn 20 október á Gimli kl. 2.30. Hefir nefndin vandað til þessarar athafnar eftir föngum og er vonast til að fólk fjölmenni á staðinn. Laugardagsskóli. þjóðræknisfélagsins hefst á laugar- daginn kemur þann 19. október í Jóns Bjarnasonar skóla kl. 9.30. Búist er við að blaðið Baldursbrá verði til útbýtingar til þeirra, sem óska að gerst áskrifendur fyrir þetta ár. Til kristindómsvina í Winnipeg ! Fyrir nokkru mvikum var mér fal- ið á hendur að mynda biblíu klassa í sunnudagsskóla Fyrsta lúterska safnaðar. Hefir þessi klassi nú þeg- ar hafið göngu sína og öllum hlut- aðeigendum er mjög ant um að hann vaxi á hverri viku, ekki aðeins and- lega, heldur einnig hvað höfðatölu áhrærir. Allir eru boðnir og vel- komnir sem ekki eru innritaðir í öðrum bekkjum skólans. Gleymið ekki að þessi bekkur er fyrir alla, sem komnir eru yíir fermingaraldur og ekki eru yfir hundrað ára. Kom- ið, kæru vinir, í stórum hópum. Vinsamlegast, Carl J. Olson. í Wynyard, Sask., hefir verið á- kveðið að minnast landnámsins í Nýja íslandi með samkomu í Brick- kirkjunni mánudaginn 21. þ. m. kl. 8.30 stundvislega.—Verða þá um leið tekin samskot til minnisvarð- ang á Gimli. — Skemtiskráin verður svo fjölbreytt sem föng eru á. Ræð- ur halda Jón Jóhannsson, séra Jakob Jónsson og Dr. Kr. Austmann. Auk þess skemta þeir Jakob J. Norman og Árni Sigurðss^n með upplestri, Axdalssysturnar þrjár syngja o. s. frv.—Bæði kvenfélögin annast i sameiningu kaffiveitingarnar, og fer ágóðinn af kaffisölunni einnig til minnisvarðans. Búist er við, að samkoma þessi verði mjög fjöisótt úr Wynyard og næstu bygðarlögum. Miss Guðbjörg Goodman frá Glenboro, 52 ára að aldri, lézt á AL menna sjúkrahúsinu hqr í borginni síðastliðinn laugardag, eftir all-lang- varandi vanheilsu, hin mesta ágætis- stúlka. Stutt kveðjuathtöfn var haldin í útfararstofu A. S. Bardals, en likið síðar sent vestur til Glen- boro og jarðsett þar á þriðjudaginn. Félagsskapur sá, er Ladies Guild of the Jón Bjarnason Academy nefnist, heldur spilafund í skólanum á fimtudagskvöldið þann 17. þ. m. kl. 8.30. Arður samkomunnar gengur til skólans. ! ■ Mr. J. G. Stephanson frá Kanda- har var staddur í borginni fyrri part yfirstandandi viku. Mr. Sveinn Magnússon frá Hnausa, var staddur í borginni á þriðjudaginn. Mr. Jón Benediktsson frá Lundar, kom til borgarinnar síðastliðinn þriðjudag. Messuboð FIRST LUTHERAN CHURCH Series of sermons sunday mornings at 11 o’clock The Social Crisis Sundag, Oct. 20—Christ and Com- petition. Sunday, Oct. 27—Christ and Co- operation. Sunday, Nov. 3—Christ and Christ. ianity. For this cause came I into the world John 18:37. íslenzk messa að kveldi, kl. 7- Guðsþjónusta í Lundar söfnuði sunnudaginn þann 20. okt., kl. 2:30 e. h. — Guðsþjónusta í Langruth sunnudagana 27. okt. og 3. nóv. kl. 2 e. h.—Jóhann Fredriksson. Séra N. S. Thorláksson messar í kirkjunni á Mountain kl. 2 e. h.; og séra H. Sigmar messar á Garðar (í eldri kirkjunni) kl. 2 e. h. sunnu- daginn 20. okt. Séra K. K. Ólafson flytur guðs- þjónustur í bygðunum austan við Manitobavatn sunnudaginn 20. okt. sem fylgir: í Hayland Hall kl. 11 f. h.; í kirkjunni að Silver Bay kl. 3 e. h.; í Ashern kl. 7 e. h. Guðs- þjónustan í Ashern verður á ensku, hinar á íslenzku. Sunnudaginn þann 20. október messar séra Guðm. P. Johnson í Edfield skóla kl. 11 f. h. í Leslie United Church kl. 2 e. h. Messa og altarisganga. Einnig verður Ung- mennafélgsfundur í Hólar sfnaðar- húsinu kl. 8 að kvöldinu. Séra Jakob Jónsson frá Wynyard talar á þeim fundi.—Allir velkomnir. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega í kirkju Mikleyjarsafn- aðar næsta sunnudag, þ. 20. okt., kl. 2 e. h.—Fólk er beðið að gera sitt bezta í því efni, að fjölmenna við kirkju.— Áætlaðar messur í Gimli presta- kalli næsta sunnudag, þ. 20. okt., eru þannig, að síðdegismessa verður í kirkju Árnessafnaðar kl. 2, en kvöldmessa kl. 7 í kirkju Gimlisafn- aðar, ensk messa. Séra B. A. Bjarnason prédikar væntanlega á báðum stöðum. Til þess er mælst, að fólk fjölmenni. Messa í Wynyard næsta sunnudag klukkan 2 síðdegis.—Jakob Jónsson. “SUCCESS TRAINING” Has a Market Value University and matriculation students are securing definite employment results through taking a “Success Course”, as evidenced by our long list of young men and women placed in Winnipeg offices in 1935. SELECTIVE COURSES Shorthand, Stenographic, Secretarial, Accounting, Complete Office Training, or Comptometer. SELECTIVE SUBJECTS Shorthand, Typewriting, Accounting, Business Correspondence, Commercial Law, Penmanship, Arithmetic, Spelling, Economics, Business Organization, M o n e y and Banking, Secretarial Science, Library Science, Comptometer, Elliott-Fisher, Burroughs. CALL FOR AN INTERVIEW, WRITE US, OR PHONE 25 843 BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St., W I N N I P E G (Inquire about our Courses by Mail) Hjónavígslur I Fyrstu lútersku kirkju voru gef- in sarnan í hjónaband laugardags. kvöldið 12. okt., Ralph Rennie og Iona Kathleen Robinson. Dr. Björn B. Jónsson framkvæmdi hjóna- vígsluna. Að lokinni athöfninni í kirkjunni var fjölment og rausnar- legt samsæti að heimili foreldra brúðarinnar, Mr. og Mrs. Jd. A. Robinson, 571 Banning St. Jón Finnbogason og Kristlaug Valdimarson, bæði frá Langruth, voru gefin saman í hjónaband af dr. Bimi B. Jónssyni, laugardags- kvöldið 12. þ. m. Fór athöfnin fram að heimili Mr. og Mrs. Frank Dalman, 745 Toronto St., og var þar gestaboð ánægjulegt og rausnar- legt. Fimtudaginn 10. okt. voru þau Thorarinn Thorarinson frá River- ton, Man. og Gertrude Bigourdan frá Winnipeg gefin saman í hjóna- band af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Riverton. Samkoma í tilefni af 60 ára minn_ ingu um landnám íslendinga í Mani- | toba verður haldin á Lundar þriðju- 1 dagskvöldið þann 22. þ. m. Til skemtunar verða ræðuhöld og söng. ur. Allir velkomnir. Inngangur ó- keypis. Samskot tekin. Mannalát Síðastliðið laugardagskvöld, lézt hér í borginni Stefán Anderson, skrifstofumaður, sonur þeirra Pét- urs Andersonar kornkaupmanns og frú Vilborgar Anderson að 808 Wolseley Avenue, á 23. aldufsári, fæddur þann 3. nóvember 1912. Stefán lætur eftir sig, auk foreldra og systkina, ekkju, Muriel, dóttur þeirra Helga Ilelgasonar og frú Guðrúnar S. Helgason píanókenn- ara að 540 Agnes Street. Stefán var góðhjartaður maður, er aflað hafði sér, þó ungur væri, fjölda vina. Hið sviplega fráfall hans skilur eftir djúpa und í hjört- um ástvina hans og þeirra annara, er einhver kynni höfðu af honum haft. Jarðarför Stefáns heitins fór fram frá heimilinu og Sambands- kirkjunni í gær. Dr. Rögnvaldur Pétursson jarðsöng. Lögberg vottar syrgjendunum hina innilegustu samúð. Ágæt kona, gáfuð og mikilsvirt, Margrét Sveinsson, ekkja Gísla Sveinssonar, er lengi bjó að Loni Beach norðan við Gimli, lézt á Al- menna sjúkrahúsinu hér í borginni á fimtudaginn þann 10. þ. m., 77 ára að aldri, fædd í Skagafirði þann 27. maí árið 1858. Hún fluttist til Vesturheims ásamt manni sínum 1888. Hún lætur eftir sig eina dóttur, Sigríði Dagmar. Önnur dóttir, Ólöf Sveinfríður, gift séra Carl J. Olson, lézt 31. des. 1925. Bíörn þqirra: Katharine Margrét, Ingibjörg Lillian og Gísli Robert, dvelja með föður sínum að 246 Alverstone Street hér í borg. Jarð- arför Margrétar fór fram á Gimli síðastliðinn laugardag að viðstöddu miklu fjölmenni. Við jarðarförina töluðu tveir prestar, þeir séra Jó- hann Bjarnason og séra Sigurður Ólafsson. Junior Ladies’ Aid Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar, efnir til Thanksgiving Concert í kirkjunni á fimtudagskveldið þann 24. þ. m., eins og getið hefir áður verið um hér í blaðinu. Það mun ekki ofmælt, að til sam_ komu þessarar hafi vandað verið hið bezta, sem glegst má af því marka, að á skemtiskránni birtast nöfn þeirra listamanna og kvenna, er hæzt standa á sviði andlegrar menningar innan vébanda Winni- pegborgar. Má þar tilnefna Floru Mattison-Goulden, Gertrude New- ton, soprano, W. Davidson-Thomp- son, baritone, Rev. P. T. Pilkey, prest St. Paul Sameinuðu kirkjunn- ar og Snjólaugu Sigurðson, pianista, og meðspilara. Það er ekki oft að íslendingum veitist þess kostur, að hlusta á ann- að eins úrvalsfólk sama kvöldið. Þess vegna ætti í raun og veru að vera óþarft að brýna fyrir þeim að f jölmenna á samkomuna. Frú Sigríður Olson, söngkonan víðkunna, hefir annast um allan undirbúning þessarar samkomu, og ber þar raun vitni um, hvernig henni hefir tekist. Mr. Louis Hillman frá Mountain, N. Dak., er staddur í borginni þessa dagana; hafði hann brugðið sér norður til Eriksdale í heimsókn til ættingja og vina. Mr. Ingólfur Bjarnason frá Les- lie, Sask., kom til borgarinnar á miðvikudagsmorguninn. Mr. Guðmundur Fieldsted, fyrr- um þingmaður Gimli kjördæmis, kom til borgarinnar á miðvikudags- morguninn. Senn fer að liða að áramótunum. Þeir, sem hafa enn ekki greitt and- virði sitt fvrir Lögberg, eru vinsam- legast ámintir um að gera það nú þegar. KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET I WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 AUGNASKOÐUN og gleraugu löguð við hæfi J. F. HISCOX Optometrist Formerly of Hudson’s Bay Co. Successor to Maitland Tinlin 209 Curry Bldg. Ph. 93 960 Opposite Post Office J. Walter Johannson Umboðsmaður i NEW YORK LIFE INSURANCE COMPANY 219 Curry Bldg. Winnipeg Einkennilegt bréf. Fyrir tólf árum var fjármálaá- standið á Þýzkalandi þannig að al- vanalegt var að menn yrði að hafa á sér miljónir og biljónir marka, ef þeir þurftu að kaupa eitthvað. Hinn 29. ágúst 1923 ætlaði em- bættismaður nokkur að senda bréf í póst, og burðargjaldið undir það var 20,000 marka. Hann hafði aðeins á sér 200 marka frímerki, og hefði því orðið að lima hundrað af þeim á bréfið, en þau komust þar auð- vitað ekki fyrir. Þessvegna var eftirfarandi yfirlýsing skráð á bréf- ið, og undirrituð af tveimur em- bættismönnum: “20,000 marka í frímerkjum brendar.” Já, það var ástand í Þýzkalandi á þeim árum.—Lesb. Mbl. “Irish Sweepstake” í seinasta Irish Sweepstake komu þrír háir vinningar á Norðmenn. Ungur piltur frá Norðurlandi, nú búsettur í oLs Angeles vann 454 sterlingspund, stúlka í Ósló vann jafnháa upphæð, og maður í Mjön. dalen vann 100 sterlingspund. Lesb. Mbl. Minniál BETEL * 1 erfðaskrám yðar ! Sendið áskriftargjald yöar fyrir “The New World,” mán- aðarrit til eflingar atefnu Co-operative Commonwealth Federation í Canada. Aðeins EINN dollar á ári sent póstfrítt Útgefendur The New World 1452 ROSS AVE. Winipeg, Manitoba Jakob F. Bjarnason TRAN8FKR Annajrt greíölega um *Jt, nd aö flutnlngum lýtur, smtum efla tUr- um. Hvergi sanngjstmam verfl Heimili: 591 SHERBURN ST. Síml: 35 909 Björg Frederickson Teacher of Piano Studio: 824 PRESTON AVE. Telephone 30 806 Monthly Studio Club Meetings and Rhythmic Orchestra. At 1935 M. M. Festival pupils won first place in three competi- tions and second and third place in a fourth class. Úr, klukkur, gimsteinar og aðrir skrautmunir. Giftingalegfishréf 447 PORTAGE AVE. Slmi 26 224 The Watch Shop Diamonds - Watches - Jewelry Agents for Bulova Watches Marriage Licenses Issued THORLAKSON & BALDWIN Watchmakers & Jewellers 699 SARGENT AVE., WPG. STUDY BUSINESS At Western Canada’s Largest and Most Modern Commercial School For a thorough training, enroll DAY SCHOOL For added business qualifications, enroll NIGHT SCHOOL The Dominion Business College offers individual instruction in— SECRETARYSHIP STENOGRAPHY CLERICAL EFFICIENCY MERCHANDISING ACCOUNTANCY BOOKKEEPING COMPTOMETRY —and many other profitable lines of work. EMPLOYMENT DEPARTMENT places graduates regularly. DOMINION BUSINESS COLLEGE On The Mall and at Elmwood, St. James, and St. John’s

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.