Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1935. I 7 Vopnlaus gegn villidýri Sögukorn þetta er þýtt úr bókinni “African Parade,, eftir William J. Makin. Eg sat, ásamt gömlum Búa, á þrepi fyrir framan hús hans, og viÖ horfðum á hátt fjall, sem sólin var að setjast á bak viÖ. “Það ’er kallað Spook Kopje,’ sagði Búinn. Eg var nú staddur í Transvaal og var dauðþreyttur eftir langa göngu. Búgarður sá, sem eg var kominn til, var einn af mörgum, sem bygðir höfðu verið þarna undir fjallinu. Eg kom þangað rykugur, þyrstur og svangur og bað um vatn og eitthvað að borða, en það var ekki við annað komandi en að eg yrði að gista þar um nóttina. Fyrst fékk eg ágætan mat og mjólk á eftir, og svo sett- umst við húsbóndinn út á húsþrepið, drukkum þar kaffi og horfðum á sólarlagið. “Spook Kopjes eems heitir það réttu nafni, mynheer,” sagði eg. Flest afríkönsk “Kopjes” eru draugaleg á kvöldin. Þau rísa upp af jafnsléttu og lita út eins og geisi- stórar líkkistur. Þeim svipar hverju til annars — fyrst er fótur undir þeim og svo koma tveir stallar, alveg eins og þau sé þrjár hæðir. “Það er draugur á þessu Kapjes,” mælti Búinn gamli og barði ösku úr hinnj miklu tóbakspípu sinni. “Svartur draugur stendur uppi á f jallinu og sumar nætur, þegar mán. inn skín hátt á himni, hlær hann trylliingslega svo það heyrist inn í hvert hús. Þegar kvenfólkið heyrir þennan hlátur flýtir það sér að loka dyrum og gluggum, fer í bælin og breiðir upp yfir höfuð. Þær vita alt of vel hvað þessi hryllilegi hlátur þýðir.” “Svartur draugur,” sagði eg. “Hver er hann?” Mér datt ekki í hug að rengja gamla Búann. Líf þeirra manna, sem búa þarna á yztu takmörkum menningar, er oft þannig að hinar ótrúlegustu sögur verða hræðilega sannar. Og svo var um söguna um drauginn á Spook Kopje. “Svarti draugurinn á fjallinu er andi Fushon, Zúlúa, sem gortaði af þvi, að hann skyldi kyrkja hlébarða í greip sinni,” svaraði Búinn. “Hann kleif upp fjallið til þess að heim- sækja hlébarðann í hiði sínu, og hann kyrkti hlébarðann. En á eftir uppgötvaði hann það, að hann gat ekki klifrað niður fjallið-----” Eg rétti Biúanum tóbakspunginn minn og það örfaði hann til þess að halda áfrm sögunni. “Það var áreiðanlega djöfull í þessum hlébarða. Nótt eftir nótt skreiddist hann úr híði sínu uppi á fjallsegginni, réðist á fénað vorn og brytjaði hann miskunnarlaust niður. Eg og hinir bændurnir hérna í ná- grenninu sátum um hann nótt eftir nótt, en oss tókst ekki að veiða hann. Hann sá við oss. Hann drap fén- aðinn hringinn í kringum oss, drakk blóð og át fylli sína og hljóp svo heim til sín. Það var engu líkara en að hann fyndi lykt af gildrunum, sem vér settum fyrir hann, og forð- aðist þær.” “Já eg kannast við marga hlé- barða, sem voru þeirri gáfu gædd- ir,” mælti eg. “Svo var það þegar vér vorum orðnir vonlausir um það að vinna illvættina, að ungur Zúlúi, Fushon að nafni, stórorður strákur, sagði við oss, að hann skyldi klifra vopn- laus upp í hiði hlébarðans og kyrkja hann í greip sinni. Eg man enn hvemig hann glenti greiparnar á meðan hann var að segja oss þetta. Það voru líka meiri hrammarnir, alveg eins og á gorilla. Og svo hló hann breitt með hinum þykku vör- um, því að hann var viss um að sér myndi takast þetta. Honum var boðinn gamall riffill, en hann vildi ekki einu sinni hafa hníf með sér. Og þegar hann heyrði það að engum hvítum manni hefði tekist að komast hærra en upp á fyrsta hjallann, þá varð hann enn ákveðnari í fyrirætlan sinni, að sýna það að hann væri hraustari og á- ræðnari en nokkur hvítur maður. Og vér vorum nógu vitlausir að láta hann fara. Engum kom víst til hug_ ar að hann myndi einu sinni komast upp á neðsta hjallann. Og þetta, að hóta því að kyrkja hlébarða í greip sinni, fanst oss eins og hvert annað Zúlúa mont. Hann lagði á stað snemma morg- uns. Hræ þriggja kinda, sem urðu fyrst á vegij hans, voru órækur vott- ur um það að hlébarðinn var enn i fjallinu, Hérna á stéttinni hafði eg langan sjónauka og setti hann á trönur. Bændurnir söfnuðust hér saman. Vér reyktum og horfðum i sjónaukann á ferðalag Zúlúans. Jú, hann kunni að klifra. Um miðjan dag var hann kominn upp á neðsta hjallann. Vér sáifm að hann tók lendaskýluna af sér og veifaði henni stærilætislega til vor. Og svo fór hann að leita fyrir sér um uppgöngu í þverhnýptu berginu. Ekkert sá- um vér til hlébarðans. Og þegar á daginn leiði hvarf Zúlúinn oss sýn- um og þá fóru bændurnir heim til FIRE PREVENTION WEEK Oct. 6th to 12th, 1935 Bureau of Labor Fire Prevention Braneh FIRE CAUSES UNTOLD SUFFERINO Manitoba’s Fire Loss íor 1934 Human Lives Property Destroyed Twenty-four (24) $1,195,160 EVERYONE CAN IIELP MAKE MANITOBA FIREPROOF BY GUARDINfí AGAINST FIRE A Good Servant — A Bad Master Issued by authority of HON. W. R. CLUBB, E. McGRATH, Minister of Public Works & Labor Fro.yincíal Fire Commissioner, and Fire Prevention Branch Winnipeg. Oct. 6th to 12th, 1935 sin. Þegar eg kom út morguninn eftir, varð mér auðvitað fyrst litið upp til fjallsins og uppi á fjallsegginni eygði eg mann. Það var Fushon og hann veifaði lendaklæði sínu og sýndist mér á því hvernig hann veifaði því, að hann mundi vera þreyttur. Hann hafði þá komist alla leið upp á f jallið. En hvar var hlé- barðinn? Stundu síðar fékk eg þau skila- boð frá hinum bændunum, að engin kind hefði verið drepin þá um nótt_ ina. Og svo biðum vér þess með óþreyju að Zúlúinn kæmi. Allan daginn og fram á nótt bið- um vér, en ekki kom Fushon. Morg- uninn eftir varð mér aftur litið upp til fjallsins. Þarna var þá Zúlúinn enn, og þegar eg horfði á hann í gegn um sjónaukann sýndist mér ekki betur en að hann riðaði eins og drukkinn maður. Þá sáum vér hvernig komið var. Hann var kom- inn í sjálfheldu. Hann komst ekki niður fjallið. Þessa nótt hafði engin kind held- ur verið drepin. Og vér fórum að hugsa sem svo: Hver veit nema Eushon hafi kyrkt hlébarðann í hin- um miklu greipum sínum? Þrir bændur lögðu á stað upp fjallið til þess að hjálpa Fúshon niður. Þeir komust upp á neðsta hjallann, en þá var þeim öllum lokið. Þeir komust ekki fetinu hærra. Og Zúlúinn komst ekki fetinu neðar. Bændurn- ir komu aftur heim, og hristu höfuð- in dapurlega. En eina furðulega frétt sögðu þeir oss. Þeir höfðu rekist á hlébarða, sem lá í klessu við f jallsræturnar. Honum hafði verið sent af hendi ofan af f jallsegg. Fushon hafði staðið við orð sín. Hann hafði farið upp í bæli hlébarð- ans, kyrkt hann í greip sinni og fleygt skrokknum fram af hengi- fluginu. En nú var Zúlúinn sjálfur geng- inn í gildru — hann komst ekki niður fjallið. Á f jórða degi gerðist hann vitskertur. Vér heyrðum til hans; hann var að syngja í óráði, fyrst var aðeins ómur, en svo lenti það í tryllingi og endaði með öskur. hlátri. Svo hætti söngurinn og alt varð að hlátri, tryllingshlátri. Og þegar nótt féll að, bergmálaði þessi djöfulshlátur um alla bygðina, og konurnar skulfu af ótta. Eftir viku var hann enn á lífi og hló þennah tröllahlátur. Það hlýtur að hafa verið vatn uppi á fjallinu, einhvern regnvatnspollur, sem hann hefir nærst á. En matur var þar enginn. Hann var orðinn band-sjóð. andi-vitlaus, og hláturinn og öskrin i honum voru að gera oss öll vitlaus lika. Svertingjarnir voru jafnvel orðnir hræddir við hann. Þá kom- um vér hvítu mennirnlr saman á ráðl stefnu. Og vér deildum í heila klukkustund. En svo lögðum vér f jórir á stáð og klifum upp á neðsta hjallann. Þrír höfðu byssur og eg----------” Hann hikaði við. ‘Með hvað varstu?” spurði eg. “Biblíu,” sagði hann, “gömlu ættarbiblíuna.” Eg kannaðist við hana. Eg hafði séð hana á mörgum bóndabæjum, þykka biblíu prentaða á hollensku. “Vér komumst upp á neðsta hjall- ann um nón. Og svo reyndum vér að finna einhverja leið, sem komast mætti hærra. En hamrarnir virtust óklífanlegir. Og meðan vér vorum að leita fyrir oss um einhvern stað, þar sem hægt væri að komast upp, sáum vér Zúlúann, allsnakinn, dans. andi og syngjandi uppi á efstu brún. Að lokum gáfumst vér upp við að klífa hamrabjörgin. Hinir kinkuðu þegjandi kolli til mín, eg settist nið. ur í brekku og byrjaði að lesa upp- hátt úr biblíunni.” “Hvað lastu þá?” spurði eg. “Eg las um greftrunarsiðina,” svaraði Búinn. “Og á meðan eg las lögðust hinir á hnén og miðuðu byss- um sínum. Þeir miðuðu allir grand- gæfilega á vitstola Svertingjann uppi á brúninni—og byrjuðu svo að skjóta. Tíu skotum skutu þeir áður en hann féll. En þá lokaði eg bibli. unni minni og svo fórum við heim. Béinagrindin af Zúlúanum liggur þarna enn uppi á háfjalli. En þann ! hróður á hann, að hann var frækn- astur manna, því að hann hafði kyrkt hlébrða í greip sinni.” “En heyrist hlátur hans enn?” spurði eg. Búinn kinkaði kolli. “í tunglsskini,” sagði hann. “Og það er mælt að það viti á, að ein- hver eigi að deyja hér í grendinni þegar hláturinn heyrist. En enginn hlébarði hefir angrað oss siðan. Sem betur fer erum vér lausir við þá hættu.” —Lesb. Mbl. Enn er íslenzkum skógum misþyrmt Enn í dag er íslenzkum skógum stórspilt, með því að rjóðurhöggva þá i staðinn fyrir að grisja, segir Hákon Bjarnason skógræktarstjóri, er tíðindamaður blaðsins hitti hann að máli í gær. —Er það viða, sem slíkt á sér stað ? —Já, því miður, segir Hákon. Eg geri ráð fyrir því, að 50% þeirra bænda, sem eiga skóglendi, hafi enn þann sið að höggva rjóður i skóg- ana, og spilla þeim þannig. Sumir gera þetta af hugsunar- leysi. Þeir vita ekki, að með þvi að eyða skóginum þannig á pörtum, er hætt við, að nýgræðingur vaxi þar ekki upp. Og svo getur uppblást- urinn tekið við. Bændur hafa ekki komið auga á það, að grisjun skóganna er þeim beinlinis til þrifa, skógurinn vex betur á eftir og not hans verða meiri. En svo eru þeir bændur til, sem alt fram á þenna dag hafa upprætt skóginn á heilum spildum, beinlínis með það fyrir augum að losna við hann svo féð rífi ekki af sér ullina í skóginum. Ef þessu heldur áfram, verður ekki hjá því komist að beita beinlínis refsiákvæðum sem lög heimila, gagnvart þeim mönnum, sem þannig fara með skóglendi sitt. Tveggja mánaða ferðalag Hákon skógræktarstjóri er ný- kominn heim úr tveggja mánaða ferðalagi um landið. Hefir hann i þeirrj ferð komið í allar sýslur landsins, nema Snæfellsness- og í saf jarðarsýslur. Hann fór i ferð þessa til þess að afla sér frekari kunnleika á skógar- gróðri og skógræktarmálum lands- ins. —Og hvað er helzt áð frétta úr þessari ferð, fyrir utan hinar sorg- legu fréttir um hina slæmu meðferð sem íslenzkir skógar enn verða fyr. ir ? —Erá sumrinu í sumar er það að segja, að það hefir verið óhagstætt skógargróðri um alt land, segir hann. Alt leit vel út í vor. En svo kom hið mikla hvítasunnuhret, og kipti úr öllum gróðri. Harðgerð barrtré, með bjarkar- gróðri sem skjól, —Annars, heldur hann áfram, er margt hægt að segja um möguleika islenzkrar skógræktar. Eitt af þeim viðfangsefnum, sem næst eru, er að fá hingað til lands- ins harÖgerð barrtré og gróðursetja þau í grisjuðum birkiskógum. Með því móti að nota birkigróð- urinn til skjóls, eru skilyrðin fyrir hin uppvaxandi barrtré svipuð því sem þau eru í heimkynnum þeirra. Með þessu móti getum við fljótlega fengið upp góða barskóga. Kolai’insla í Vaglaskógi Þá eru viðarkolin, segir Hákon. Nú höfum við fengið viðarkolaofn að Vöglum í Fnjóskadal. Hann kostaði um 1000 knónur. Er nú byrjuð þar viðarkola- brensla. Nóg er þar af skógviði, sem fæst við grisjun skóganna þar. Markaður er talsverður fyir við- arkolin hér innanlands. Hafa viðar- kol verið flutt til landsins, m. a. til að hafa þau í fóðurblöndu sína og hænsna. En svo er hægt að nota viðarkolin í staðinn fyrir bensin í bíla, einkum í flutningabíla. Er mikið að því unnið í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi og ítaliu, að geta notað viðarkol til að spara bensin. Sérstakan útbúnað þarf á bílana til þess að þeir geti riotað viðarkol, kostar sá útbúnaður 1400 krónur. En fyrir hvert kg. af viðarkolum er hægt að spara lítra af bensíni. —Hve mikið er hægt að framleiða af viðarkolum á Vöglum? —\rið gerum ráð fyrir að þar verði hægt að fá um 200 tonn af skógviði á ári. Þegar frá er tekinn sá gagnviður, sem hægt er að nota i girðingarstaura og þessháttar, verður hægt að framleiða þar viðar- kol sem sainsvari 25—30,000 lítrum af bensíni. Og annað eins er hægt að fram- leiða af viðarkolum á Hallormsstað. Við þurfum sem fyrst að fá slík tæki hingað til lands til að reyna notkun viðarkola í flutningabíla. Gleymdar skógarleifar vakna til lífs á Þelamörk Af nýjungum á sviði skógræktar. innar tel eg það einna merkilegast, að á Þelamörk í Hörgárdal hefir hríslendi verið friðað fyrir 2 árum, og nú eru þar vaxnar upp hnéháar birkiplöntur. Enginn vissi það, að þarna leynd. ust nokkrar skógarleifar, var álitið að hinn forni birkiskógur hafi ger- eyðst þar snemma á öldinni sem leið. En hér um árið fann fólk, sem var að tína ber í landi Vagla á Þela- mörk, örsmáar birkiplöntur innan um fjalldrapann og lyngið. Félag á Akureyri, sem hefir tekið að sér að vinna að skógrækt, fékk nú þarna 5 hektara land til friðun- ar. Og á tveim árum hafa plönturn. ar vaxið þarna úr grasi, og orðið hinar efnilegustu. Er þetta stór- merkilegt fyrirbrigði í íslenzkri skógrækt. Forgöngumenn félags þessa eru þeir Jónas Þór og Ólafúr Thoraren. sen. Öspin cr orðin 3 — 4 metra há norðanlands. —En hvað getið þér sagt mér um öspina, hinn nýja “horgara” í gróð- urriki íslands. —Öspin fanst við Garð i Fnjóska- dal, sem kunnugt er, fyrir rúmlega 20 árum. Nokkru síðar voru nokkrar aspar- plöntur gróðursettar að Hofi í Vatnsdal. Aspir þessar eru nú orðnar 3 metra háar. En út frá þeim hefir vaxið aragrúi aspar- plantna, því öspin skýtur rótar- öngum viðsvegar, og vaxa upp af þeim sjálfstæðar plöntur. En í gróðurreitnum á Grund i Eyjafirði voru gróðursettar erlend- ar aspir nokkru eftir aldamót. Þar eru þær orðnar 4 metra háar. Og nýgræðingarnir út frá þeim plöntum, sem eru innan girðingar- innar, eru nú komnir alt að 30 rnetr. um út frá girðingunni. I trjárœktarstöð skógrœktarfélags- ins í Fossvogi. Tíðindamðaur blaðsins fór með Hákoni skógræktarstjóra suður í Fossvog, til þess að skoða trjárækt- arstöð Skógræktarfélagsins þar. En Reykjavíkurbær hefir, sem kunnugt er, gefið félaginu þar 10 hektara land. Er allmikið af þvi landi nú ræktað tún. En í nokkr- um hluta þess eru græðireitir fyrir allskonar trjágróður. Það yrði of langt mál að þessu sinni, að telja upp allar þær trjá- tegundir, sem þar eru gróðursettar, og hvernig þeim reiðir af. Eitt af því eftirtektarverðasta þar er það, hve geisimikill munur er á birkiplöntunum, eftir því hvaðan þær eru ættaðar. Trjáplöntur, sem vaxið hafa upp af fræi frá Bæjar- staðaskógi eru mikið þroskameiri og þroskavænlegri en plöntur sem ætt- aðar eru annarsstaðar að. Einkennilegt er að sjá birkifræ- plönturnar sem þar eru. í fyrravor var sáð birkifræi í smáblett i deiglendi kringum stórt dý. Grassvörðurinn er ristur af, en fræinu síðan þrýst niður í moldina. Mismunandi vel hefir fræið spir- að, þeim mun betur, sem jarðvegur ! er deigari. En sumir af blettum þessum eru nú alsettir smáu birki- laufi. Næsta vor verða plöntur þessar ! teknar upp, þær greiddar hver frá 1 annari og settar í græðireiti með 25 j cm. millibili. Eru þarna tugir þús- unda af birkiplöntum, sem bíða ! þess, að mannshöndin veiti þeim vaxtarskilyrði. Alt fræiði sem notað var þarna er úr Bæjarstaðaskógi. —Mbl. 10. sept. Landnema Minnisvarðinn. H. P. Tergesen, Gimli, $10.00; United Farm Women, Gimli, per Mrs. H. Einarsson, $5.00; Jacob Vopnfjörð, Cloverdale, B.C., $1.00; Dagbjört Vopnfjörð, Cloverdale, B.C., $1.00; Carl Goodman, Wjnni- peg, $5.00; Mrs. Vilborg Thorstein. son, Wpg., $2.00; Kristján Ólafsson, Wpg., 5.00; J. Walter Jóhannsson, Wpg., $2.00; Vinur í Wpeg, $2.00; Guðmundur Magnússon, Gimli, $2.00; Mrs. Anna Jónasson, Gimli, $2.00; Mr. og Mrs. S. Sölvason, Westbourne, $2.00; Mr. og Mrs. G. T. Oddson, Mountain, $5.00. Kærar þakkir. Dr. A. Blöndal J. J. Bíldfell, B. E. Johnson. Maður nokkur lenti í vandræð- um á járnbrautarstöðinni í Belgrad. Vegabréf hans var gengið úr gildí og var þess krafist, að hann léti endurnýja það, áður en hann færi. —Fyrirgefið, en hvernig á eg að fá það gert nú um miðja nótt? En alt í einu datt honum ráð í hug. Hann þekti Petrowitsch dýrá. lækni, sem einmitt þessa nótt hafði vörð á stöðinni. í þeirri von að hann myndi geta greitt úr þessum vanda fór maðurinn og barði að dyr- um hjá honum. Von bráðar opnaðist hleri í hurð- inni og var þar smeygt út seðli sem á var ritað: “Hefir verið rannsakað með smá- sjá. Er laus við graftrarígerðir og tríkínur.—Dvöl. Aflasölur togaranna. Leiknir seldi afla sinn í Hull i fyrradag, 1160 vættir, fyrir 980 stpd. Venus seldi 17. þ. m. í Wesermunde, 96 smá- lestir, fyrir 12.601 rikismörk. í gær seldi Geir í Grimsby 976 vættir fyr- ir 947 stpd. og Baldur í Cuxhaven, 87 smálestir fyrir 18.844 rikismörk. —Mbl. 19. sept.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.