Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 6
6 LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 17. OKTÓfBER, 1935. Týnda brúðurin Eftir MRS. E. D. E. N. SOUTHWORTH Marian var hljóð og svaraði þessu engu. “ Og nú vil eg spyrja þig hvernig þú ætlir að koma í veg fyrir að eg giftist Miss LeRoy, ef mér svo sýnist!” “Það þarf ekki mig til að koma í veg fyrir slíkt, Thurston, því það kemur aldrei til þeirra mála. Þú ert sjáanlega að reyna mig og prófa stillingu mína og traust mitt á þér. Það er hvorttveggja nógu traust til að stand- ast svona leikaraskap, ætla eg að vona. Eg ímynda mér að hingað til hafir þú verið að gefa Miss LeRoy undir fótinn í algerðu mein- ingaijleysi og hugsunarleysi; en nú þegar þær óhella afleiðingar, sem af því geta hlotist, eru settar þér fyrir sjónir, munir þú sjá að slíkt er ekki samboðið þínu göfuglyndi og eg treysti því að þú hættir að leita þér afþrey- ingar í því að vekja vonir hjá Miss LeRoy, sem aldrei geta ræst, og þannig gera hana ó- hamingjusama. Þú segist vera á förum til Frakklands. Það gefur þér gott tækifæri til að slíta kunningsskap þínum við hana. ” “ Já, og kannske gera hana örvinglaða af sorg—hver veit f EJn revndu bara að ímvnda þér að eg giftist henni og tæki hana með mér ? ’ ’ “Nei, slíkt get eg ekki látið mér til hug- ar koma.” “En ef nú þrátt fyrir allar aðvaranir þínar, að slíkt va>ri áformið!” “Undir slíkum kringumstæðum, skal eg opinbera giftingu okkar. ” “Ó-já. það ætlaðirðu að gera!” “Areiðanlega! Hvernig getur þér dott- ið annað í hug? Slíkt tækifæri leysti mig frá þagnarloforði mínu, en legði mér á herðar hina sjálfsögðu skvldu mína, að gera giftingu okkar öllum kunna.” “Egi býst við að þú munir líta svo á,” sagði hann gremjulega. “E'n kæri Thurston, um hvað ertu eigin- lega að tala! Erfu að tala um að þér sé í hug að framkvæma svo samvizkulaust níð- ingsverk. Það er ómögulegt, kæri Thurs- ton! Um alla eilífð ómögulegt!” ‘ ‘ Það er eins óhugsandi að þú, eins heilög og þú ert, skulir láta þér detta í hug að opin- bera giftingu okkar, með nokkurri von um að þú getir sannað hana. Marian,—prestur- inn, sem gifti okkur er farinn til Indlands sem trúboði, og eg er sá eini, sem hefi gift- ingarvottorð okkar. Svo þú sérð þú hefir ekkert í höndum til að sanna með að við séum gift.” “Eg þarf ekki að sanna það, Thurston. Eg veit að eftir að athvgli þín liefir verið vakin á því, að þú vilt ekki hafa það lengur á samvizkunni að þú sért í algerðu meiningar- leysi að leika með tilfinningar þessarar stúlku, og spilla sálarró hennar. Komdu nú! Taktu hönd mína og við skulum fara heim. Við verðum að flýta okkur, því það er að ganga í vont þrumuveður.” Tliurston, sem hafði óljósa tilfinningu fyrir ]>ví að hann hefði móðgað ]\rarian fram xxr liófi, sá þó ekki og gerði sér ekki grein fyrir því, hversu mærri sér hún hafði tekið þetta samtal þeirra, hann sá ekki hið biæðandi hjarta rennar og liinar særðu tilfinningar, sem duldust bak við hið stilta og rólega yfir- borðs látbragð hennar. Hann stóð loksins á fætur, tók hendi hennar og leiddi hana heim á leið. Ulviðrið færðist brátt nær, svartir ský- flókamir þyrluðust um loftið með feikna hraða og breyttust í allra handa ægilegar myndir og eldingarnar mynduðu næstum því eitt óslitið ljóshaf alt um kring. Marian beiddi hann að ganga hratt, til þess, ef hægt væri, að komast heim áður en illviðrið skylli yfir; hún hélt að Edith og Miriam mundu verða svo hræddar um sig. Þau flýttu sér sem þau gátu, en rétt er þau voru komin heim undir Old Field, skall á þau óstætt ofsaveð- ur með hagli og snjó, og veðurhæðin var svo mikil að þau gátu varla á fótunum staðið. Þannig börðust þau áfram um stund á móti ofviðrinu. Hvinurinn í storminum, brakið í trjánum, sem vom að brotna í skóginum. og óslitið þrumuhljóðið og allar ógnir náttúru- aflanna runnu saman í eitt skerandi hávaða- org, og gerði þeim ómögulegt að heyra nokk- urt orð hvort til annars. Alt í einu berst að eyrum þeirra skerandi kall eða óp, gegnum ofviðrið. Marian varð afarhrædd; þau hlustuðu og heyrði rétt hjá sér kallað með harmþrunginni barnsrödd: “Marian, Marian, h\rar ertu, Marian!” Það var Miriam, sem var að kalla. Jú, það var hún; í þessu óskapa veðri, um miðja nótt, að leita að sinni elskuðu Marian, sem hafði verið henni sem önnur móðir, frá því hún fyrst mundi eftir sér. Marian slepti hendi Thurstons og æddi í ofboði í áttina þangað sem hún heyrði að hljóðið kom, kallandi eins hátt og henni var mögulegt: ‘ ‘ Eg er hérna, elsku barnið mitt, eg er hérna. Hvernig stendur á því að þú ert úti í þessu vonda veðri, góða barn!” spurði hún, er hún fann Miriam hálfdauða úr kulda og bleytu, og vafði hana að sér. “Ó, haglið buldi svo óttalega á hxxsinu og vindurinn hristi það svo hræðilega, að eg gat ekki sofið; þegar eg vissi af þér úti í þessu óskapa veðri. Svo eg fór á fætur og læddist út til að leita að þér. Góða Marian, farðu ekki aftur ein að heiman, eg verð alt af svo hrædd um þig; mér þkir svo vænt um þig!” 1 þessu verður Miriam litið á Thurston, sem' stóð hjá þeim, andlit hans var að mestu hulið bak við breiðan stormkraga ó vfirhöfn hans, og sást lítið á andlitið. Hver er þessi maður ?” spurði Miriam óttaslegin. “Það er vinur okkar, góða mín, sem fylgdi mér heim,” sagði Marian. “Góða nótt,” sagði Thurston og hélt án tafar út í myrkrið og illviðrið, en þær fóru heim að húsinu. 21. Kapítuli. Jarqueline stóð fyrir framan stóra speg- ilinn í setustofunni, og var að virða fyrir sér útlit sitt með mestu gaumgæfni; það var eins og hún væri að lesa sína ólifuðu æfi í töfra- gleri, sem sýndi alt í hyllingum, en þó hvergi svo skýrt að hægt væri að henda reiðu á neinu; aðeins ímyndun og draumur. Það var eins og hún væri að velta fyrir sér þeiiri spurningu, hvort þetta væri hún sjálf eða ekki. Dr. Grimshaw sat í leðurstól í öðrum enda stofunnar; hann hélt á bók, og þóttist vera að lesa, en hafði þó aldrei augun af Jacqueline. Alt í einu stóð hann á fætur, gekk til hennar og sagði: ‘ ‘ Mér þætti gaman að vita hvað þú ert að gera, og hversu lengi að þú ætlar að standa frammi fyrir speglinum!” “Nei, þætti þér gaman að vita það?” sagði hún ertnislega. ‘ ‘ Hvað varstu að gera og— ’ ’ ‘ ‘ Hvað svo sem heldur þú að eg hafi ver- ið að gera, nema skoða mig í speglinum.” “Mætti þér þóknast að svara spurningu minni vöflulaust; eg vil fá að vita hvað þú varst svo niðursokkin í að hugsa um. Og nú, maddama eða ungfrúj—” “Maddama, ef þú vilt gera svo vel! Sá góði veit að eg borgaði nægilega fyrir þenn- an nýja heiðurstitil; og reyndu ekki til að draga neitt af honum. Ef þú kallar mig ung- frú aftur, þá bara fæ eg einhvern, sem elskar mig, til þess að skora þig á hólm; eg þoli ekki slíka móðgun. Þú mátt vera viss um að eg er meira en lítið upp með mér af maddömu- titlinum; eg býst við að þú sért það líka. Heyrðu Grim., ert þvi ekki ósköp ánægður og upp með þér af því að vera giftur?” sagði Jacqueline háðslega. “Hæðist að mér! Eg veit í hvaða til- gangi þú gerir það. Etn það skal ekki verða þér að miklu liði. Eg krefst að fá að vita hvað )>ú varst að hugsa um, þegar þú stóðst fyrir framan spegilinn.” Engum, nema hálfvitlausum manni eins og Grimshaw var, mundi hafa komi til hugar að gera aðra eins kröfu, eða opinbera af- brýðisemi sína eins átakanlega. Jacqueline liorfði á liann með háðslegri fyrirlitningu. “He-hem!” sagði hún, og lézt vera mjög alvörugefin. “Eg er svo skelkuð, yðar há- æruverðugheit, að eg get varla fengið tung- una til að bærast, til þess að hlýða yðar náð- ugu fyrirskipun. Eg vona að vðar hágöfgi láti þér J)á ekki mislíka við mig. Eg var svona í hálfgerðu hugsunarleysi að velta þeirri spurningu fyrir mér, hvort guð mundi liafa skapað allar manneskjurnar á jörðinni, og J)á sérstaþlega hvort hann mundi hafa skapað þig, og ef svo væri, hvað honum hefði getað gengið til þess.” “Þú ert óforskömmuð skepna. En eg sver það við alla heilaga, að eg skal neyða Jxig til að svara spurningu minni, um hvað þú varst að hugsa, Jxegar þú stóðst fyrir framan spegilinn.” “ Það hryggir mig að skýringin, sem eg gaf á því, hefir ekki geðjast yðar hágöfgi eins vel og til var ætlast. En svo það valdi engum misskilningi, skal eg segja þér í einlægni hvað eg var að hugsa um. Eg var að hugsa um, hversu undur fríð og falleg eg er. Vertu nú hreinskilinn og segðu mér, gamli skrópurinn, hefir þú nokkurn tíma á allri þinni æfi séð eins frítt, aðlaðandi, töfrandi og tælandi kvenmannsandlit sem mitt?” “Eg held eg hafi aldrei séð annað eins flón og þig!” “Virkilega? Þá háfa yðar heilögheit aldrei skoðað sjálfan yður í spegli. Ekki einu sinni vðar náttúrlega andlitsskapnað, hvað J)á að þér hafið reynt að gera yður grein fyrir hverslags tegund af manni að þér eruð.” “Hvílík endemis ósvífni! Eg svar það að eg skal komast að því hvað þú varst að hugsa frammi fyrir speglinum, þó eg þurfi að slíta það út úr hjarta þínu.” “ Já, já! Þér er meira en lítið ant um að vita það. Eg hélt að manni væri frjálst að hugsa. Ef eg til dæmis væri að hugsa um hvort eg væri ekki álitleg, ung ekkja, og gæti náð í Thurston Wilcoxen. ” “Þú ósvína, óskammfeilna, óbetran- lega—” “Tra-la-la, tra-Ia-la, ” söng Jacqueline og dansaði um gólfið í ofsakæti. “Hættu þessu, kvenflagðið þitt. Hættu þessu strax, vitfirringurinn þinn, eða eg læt setja þig í poka!” hrópaði Dr. Grimshaw, viti sínu fjær af reiði. “Vesalingurinn!” sagði Jaoqueline og rendi sér fóaskriða á gólfinu rétt að honum, og sagði svo í háðslegum meðaumkunartón: “Ó, auminginn, vertu ekki svona óstiltur, Jxað getur haft svo vond áhrif á heilann í þér. Þú getur ekki gert við því, þó þii sért ófríður og leiðinlegur ásýndum, fremur en Thurston Wilcoxen getur gert við því að hann er lag- legur og aðlaðandi eins og Apollo.” “Nú er eg búinn að komast fyrir leynd- armálið; það var um hann sem þú varst að hugsa, þokkakvendið þitt! Já, eg veit það! Eg er viss um það!” hrópaði hann og æddi fram og aftur um gólfið í ofsabræði. “Reyndu að taka því karlmannlega!” sagði Jacqueline. “Þú viðurkennir það þá. Þú — þú—” “ ‘Dækjan þín.’ Þarna hefirðu það! Eg hefi loksins orðið að hjálpa þér með J)að, sem þú ætlaðir að segja. En gættu nú að, ef Júg langar til að vera skáldlegur, þá ættir þxx að rífa með báðum höndum í hárið á þér, aöða í ofboði um gólfið og hrópa í sífellu: ‘Ring'lað- ur! brjálaður! eilíflega glataður!’ eða ein- hver önnur hræðileg orð, sem þér gæti dottið í hxxg. Það er sem þeir gera í sjonleikjun- um.” “Maddama, ósvífni þín gengur svo úr öllu hófi, að eg ætla ekki að þola þér slíkt lengur. ’ ’ “Þú verður þá að fara úr landi.” “Eg fyrirfer mér.” ‘ ‘ Það er sem þú ætlar að gera! Mér mundi ekki vera neitt ógeðfelt að bera sorgar- merki á erminni í vetur. Eg vona að þú gerir það sem fyrst, ef þú hefir það á annað borð í liyggju, J)ví þá yrði eg komin yfir sorgar- mánuðina með vorinu! ’ ’ “Það sver eg, að þetta skal þér verða grimmilega goldið.” “Hvenær sem þér er hagkvæmast, Dr. Grimshaw; og eg skal vera við því búin að gefa þér fullnaðar viðurkenningxi fyrir greiðslunni samstundis! ” sagði Jacqueline og stóð upp. “Er það nokkuð annað, sem þú vildir tala við mig núna, Dr. Grimshaw? Þú lætur mig heyra til þín, þegar þú átt erindi hérna inn í stofuna! Eg ætti að vera svo innilega þakklát fyrir velvildina,” sagði híxn í dillandi-mjúkum róm og hoppaði af kæti til dyranna. “Bn eftir á að hyggja, herra minn, hr. Thurston flytur fyrirlestur í kvöld í skóla- liúsinu; ætlarðu að fara að hlusta á hann? Eg fer. Vertu sæll'!” sagði hún, kysti á hönd sér og hvarf xít xxr dyrunum. Grimshaw var að verða vitlaus, eða að minsta kosti var það að verða almannarómur, og almannarómur er vanalega tekinn fyrir ó. mótmælanlegan sannleika. Margir héldu því fram að hann hefði aldrei verið með fullum sönsum eða að minsta kosti hefði alt af verið undarlegur og, þeim mun meir borið á því síðan hann neyddi Jacqueline til að giftast sér. Dr. Grimshaw hefði feginn viljað geta komið í veg fyrir það að Jacqueline sækti þenna umtalaða fyrirlestur, en hann gat ekki fundið neina ástæðu, sem hann mátti láta uppi til Jxess að banna henni það. Allir úr ná- grenninu sóttu fyrirlestra Thurstons, sem þóttu bæði fræðandi qg Isklemtilegir. Frú Waugh sótti þó reglulega, og lét sig aldrei vanta. Hún tók Jacqueline með sér í hvert skifti þegar lxxxn vildi fara, sem var mest megnis til að stríða Dr. Grimshaw, því Jacqueline veitti því litla eftirtekt hvað fyr- irlesarinn sagði; hún var vanalega að geispa allan tímann meðan fyrirlesturinn var flutt- ur. Þetta kvöld var eins og vanalega vel sótt- ur fyrirlestur hr. Thurstons; þau sátu 'í fremstu röð, Dr. Grimshaw og frix Waugh og Jacqueline milli þeirra. Þetta kvöld var Jacqueline ekki að geispa hún sýndist blátt áfram að vera hrifin af Jxví að hlusta á fyrirlesarann, og hafði aldrei áugun af honum. Frxí Waugh veitti því sem fyrirlesarinn sagði, góða eftirtekt, og gætti einkis annars. Grimshaw leið mjög illa, og það svo að hann gat ekki dulið það. Því J>cgar liann kom heim, lagði hann'blátt bann við því að Jxxcqueline sækti nokkurn tíma framar fyrirlestra Thurstons. Hvort Jacque- line hefði tekið þetta bann til greina, er ekki gott að segja um, ef ekki hefði annað komið í veginn, sem var uppihaldslausir byljir og fannfergi, sem stóð í hálfan mánuð og gerði alla vegi ófæra í aðrar tvær vikur; og rétt þegar vegirni fóru að verða færir aftur þurfti Thurston Wilcoxen að fara aftur til Baltimore, í erindagerðum fyrir afa sinn, og var hann tvær vikur í þeirri ferð. Þannig liðu sex vikur, svo Jacqueline gafst ekkert tækifæri til þess að sýna hvort hún mundi lúta banni Dr. Grimshaw, eða ekki. Næsta sunnudagsmorgun eftir að Thurston kom heim frá Baltimore, var J)að auglýst í kirkj- xxnni, að hann héldi áfram fyrirlestrxxm sín- um, eins og að undanfönxu, og að næsti fyrir- lestur yrði fluttur næstkomandi miðvikudags- kvöld, í samkomusal skólans. Dr. Grimsliaw leit til Jacqueline, til þess að sjá hvernig hún tæki þessum böðskap. Vesalings Jacqueline hafði um undanfamar vikur verið undir handleiðslu Marian, sem hafði bæði friðandi og betrandi áhrif á hana, enda reyndi hún að vera eins stilt og hógvær og lienni var fram- ast unt. Hún lét ekki á sér sjá, að það væri henni neitt fagnaðarefni, að Thurston færi aftur að flytja fyrirlestra sína, eins og henni heldur ekki var. “Hún er farin að vera vör um sig,—það er ekki góðs viti. Hún má vera viss um að eg skal gæta að framferði hennar,” muldr- aði Dr. Grimshaw út á milli tannanna. Marg- ir voru að leiða getgátur að því á heimleið- inni frá kirkjunni, hvað því mundi valda, að hið hrukkótta og ófríða andlit Dr. Grimshaw var með lang ljótasta móti sem þeir þóttust nokkurn tíma hafa séð það. Þetta mál lá nú í dái til miðvikudagsins, svo enginn mintist á Thurston eða hinn vænt- anloga fyrirlestur. Dr. Grimshaw hafði þó ekki glevmt því, því á miðvikudagsmorguninn kom hann inn í dagstofuna þar sem Jacque- line var einsömul og stóð út við gluggann og horfði vfir engið, sem var að byrja að grænka. Hann læddist yfir gólfið og fast upp að henni, og gerði hana svo hissa að hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, með því að tala til hennar í liógværum og mildum málróm á þessa leið: “ Jacqueline, þú hefir haft of mikla inixi- veru nú um langt skeið. Þú ert að verða svo niðurdregin og dauf. Þú verðxxr að vera meira úti. Hr. Wilcoxen flytur fvrirlestur í kvöld. Kannske þér þætti gaman að fara og lxlusta á hann. Ef þig langar til að fara, þá þarf það ekki að standa í veginum þó eg bann- aði þér að lilusta á hann; eg tek það bann aftur, það var ef til vill of ósanngjarnt; eg vil að })ú farir eftir því sem þér finst, hvort. þing langar eða ekki.” Jacqueline vissi varla hvað hixn átti að segja. Augun kipruðust saman svo varla sá í þau, en augabrýrnar komust alveg upp í hársrætur. En prófessorinn stóð fvrir fram- an hana, skuggalegur, með hnyklaðar brýr, og starði niður á fætur sér. * ‘ Mér þykir leiðinlegt að eg get ekki far- ið; eg hefi lofað að mæta mönnxxm í kvöld, sem bíða mín í Leonardtown, og eg býst við að vera í burtu í nótt, en frú Waugh ætlar að fara og hún tekur þig að sér. Heldurðu ekki að þig muni langa til að fara?” “Eg hefi þegar ákvarðað að fara,” svaraði Jacqueline, án þess að láta sér bregða. Dr. Grimshaw lineigði sig til samþykkis og fór út. Jacqueline fann frú Waugh skömmu síð- ar að máli: “Heyrðu frænka—,” sagði hún. “Hvað ætlarðu að segja, Jacqueline mín?” “Þegar djöfullinn gerir sig að ljóssins engli, er hann þá ekki hættulegastur?” “Hvað meinar þú, góða mín?” “Veiztu hvað, prófessorinn kom til mín svo kurteis og mjúkur og var að afsaka hvað hann hefði verið óvorkunnsamur við mig, og stakk upp ó því að eg skyldi fara með þér á fvrix-Iestur hr. Wilcoxens í kvöld, meðan hann færi til Leonardtown til þess að mæta þar einhverjum, sem hann ætti brýnt erindi við. Mér finst, frænka, að eg finni lyktina af ein- hverjxx sviksamlegu ráðabruggi, sem hann er að vinna að. Finst þér það ekki líka?” “Eg veit ekki hvað eg á að liugsa um ])að. Ætlar þú að fara?” “Og auðvitað ætla eg; eg hefi alt af ætlað mér að fara. ” Að svo bíxnu féll talið niður að því sinni. Undir eins að loknum miðdagsverði, lét Dr. Grimshaw söla hest sinn og lýsti því yfir að hann færi til Leonardtown og mundi ekki koma heim fyr en daginn eftir. Strax að loknum kvöldverði, lét Mrs. Waugh setja liesta fyrir keyrslusleðann sinn, og settist hún og Jacqueline upp í hann, og keyrðu á stað til skólans; þær komu við á leið- inni í Old Field og tóku Marian með sér. Þær keyrðu hratt yfir snjóinn og hjarnið, og komu rétt í tæka tíð áður en byrjað var.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.