Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 4

Lögberg - 17.10.1935, Blaðsíða 4
4 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 17. OKTÓBER, 1935. Högfterg GefiB út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 IAMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 605 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba. PHONE 86 327 Léttara um andardrátt i. Hollvættir canadiskrar þjóðar voru auð- sjáanlega vel að verki síðastliðinn mánudag; það var ekki einasta að þjóðin hristi af sér hlekki fimm ára áþjánar, heldur gerði liún það svo eftirminnilega, að einstætt er í sögu landsins. Frá því er skýrt á öðrum stað hér í 'blað- inu, livernig háttað verði þingstyrk hinna ýmsu flokka, er næsta þing kemur saman, og skal því ekki frekar út í þá sálma farið. Hugsjónir þær, sem alt lvðræði og öll sönn fólksstjórn grundvallast á, hafa gengið sigrandi af hólmi í þessari nýafstöðnu kosn- iijgahríð og skýrst við eldraunina; hollusta þjóðarinnar við málstað mannréttinda og mannúðar, hefir aldrei komið ákveðnar í ljós en einmitt nú, og þar af leiðandi er henni nú léttara um andardrátt en áður; þjóð, sem fundið hefir sjálfa sig getur horfst ókvíðin í augu við framtíðina. n. Canadiska þjóðin hefir svarað því skýrt og afdráttarlaust, að hún sé með öllu ófáan- leg til þess að taka sér til fyrirmyndar í stjórnarfarslegum skilningi, þá Mussolini, Hitler og Stalin; einræði Mr. Bennetts hefir vitanlega átt sinn drjúga þátt í hinum átakan- lega ósigri hans; ]>að var Mr. Bennett einn, sem öllu réði í Ottawa, þó svo ætti að heita að þar sæti ráðuneyti að völdum. Enskurinn talar um “Shadow Government,” eða skugga- stjórn; og það var einmitt sú tegund af stjórn, er canadicka þjóðin átti við að húa seinustu fimm árin. Ihaldsflokkurinn lét Mr. Ben- nett kúga sig til hlýðni og kysti auðsveipur á vöndinn; gekk þetta svo langt, að um flokk- inn var sjaldan talað nema sem Bennett- flokk; og nú er svo komið, að á næsta þingi hefir Mr. Bennett ekki nema eitthvað um fjörutíu húskarla sér við hlið. Fólkið í þessu landi sættir sig ekki lengur við steina fyrir brauð, eða loforð í efnda og athafna stað; það krefst drengskapar í með- ferð opinherra mála og fullrar hreinskilni af þeirra hálfu, er með völdin fara. Loforða- syrpa Mr. Bennetts 1930, beinlínis kostaði hann lífið, stjórnmálalega talað, á mánudag- inn var. Þjóðin hefir kosið á milli þeirra Bennetts og Kings; liún hefir hafnað stefnu Bennetts, en veitt King og stefnu hans þá mestu trausts- yfirlýsingu, er nokkrum flokksforingja eða nokkurri stjómmálastefnu hefir áður hlotn- ast í sögu landsins. Innan tiltölulega skamms tíma tekur Mr. King við völdum í Jiriðja sinn; um einlæga umbóta viðleitni af hálfu hans verður ekki efast; enda er skjótra umbóta þörf á mörgum sviðum; hann hefir úr miklu að velja, er til þess kemur, að mynda hið næsta ráðuneyti sitt; að honum takist valið vel, þarf heldur ekki að efa. Með jafn skýlausan þjóðarvilja að baki og annað eins þingfylgi og Mr. King styðst við, má þjóðin með fullum rétti gera sér von um giftusamlega úrlausn vandamála sinna. III. Þeir sem ant láta sér um metnað og vel- farnan Islendinga vestan hafs, og það eru vonandi flestir, hafa gilda ástæðu til þess að fagna yfir kosningaúrslitunum í Selkirk. Kosning Mr. J. T. Thorsons, með slíku afli atkvæða sem raun varð á, ber vakandi vitni um það, að þegar mikið liggur við finna ís- lendingar ávalt sjálfa sig. Hið stórkostlega fylgi Mr. Thorsons, er eigi aðeins verðskuld- uð og mikilsvarðandi traustsyfirlýsing til hans sjálfs, heldur og engu síður við hinn ís- lenzka málstað. Um það verður ekki deilt að Mr. Thorson sé fyrir lærdóms sakir, mælsku og mannkosta, flestum stjórnmála- mönnum Vesturlandsins betur til þess fallinn, að taka sæti í næstu stjóm Maekenzie King; og að svo verði ætti ekki að þurfa að draga í efa. Það verður íslendingum til ógleyman- legrar sæmdar, hve mannlega þeir fylktu liði um Mr. Thorson og trygðu honum kosningu, þrátt fyrir nokkrar hjáróma raddir, er lítið kvað að. Höfuðskáld Norðmanna veátan hafs Eftir Richard Beck. I. Eins og nú mun alment viðurkent, hafa Islendingar í Vesturheimi lagt næsta mynd- arlegan og margbreyttan skerf til íslenzkra bókmenta; einkanlega er sú hlutdeild þeirra í bókmentum vorum merkileg og aðdáunar- verð, þegar til greina eru teknar andvígar aðstæður þeirra. En þó óhætt muni mega segja, að hókmentaiðja íslendinga vestan hafs sé drýgst að vöxtum, miðað við höfðatölu, og I að ýmsu leyti sérkennilegust norrænna bók- menta í Vesturheimi, fer fjarri, að aðrir Norðurlandabúar þarlendis hafi glatað áhug- anum á bókmentalegri starfsemi eða skáld- hneigðinni við flutninginn vestur í “fyrir- heitna landið” Danir, Svíar og Norðmenn vestan hafs hafa átt og eiga enn eftirtektar- verð ljóða- og sagnaskáld. Þó fróðlegt og skemtlegt væri, verður ekki að þessu sinni sagt gjörr frá skáldum þessum eða verkum þeirra, enda yrði það langt mál, ef lýsa ætti, svo verðugt væri, fjölskrúðugum bókmentum frændþjóða vorra í Vesturálfu. Hér verður aðeins sögð saga þess manns. ins, sem tvímælalaust skipar öndvegið meðal norskra skálda vestan liafs, og skýrt frá bók- mentalegum afrekum hans; og það einkum af þeim ástæðum, að skáldsögur hans um norska innflytjendur og landnemalíf þeirra í Vestur- heimi eiga erindi til íslenzkra eigi síður en norskra lesenda. Rithöfundur þessi er 0. E. Rölvaag, sem lézt fyrir nokkrum árum. Saga íslenzkra landnema vestan hafs var hvorttveggja í senn, glæsileg og örlagaþrung- in; einnig var hún æfintýrarík sagan sú, þó að hún sé jafnframt rituð letri tára og hjarta- sorga. Menn rífa sig ekki upp með rótum úr aldagömlu umhverfi sínu sársaukalaust. Enn sem komið er, hefir saga þessi samt eigi verið í letur færð nema að litlu leyti; einna helzt í kvaöðum sumra vas t.ur-íþ 1 enzkra skálda, á- hrifamest og snjallast í myndauðugum land- nemaljóðum Guttorms skálds Guttormssonar í Nýja Islandi, svo sem í hinu stórfelda og hreimmikla kvæði hans “Sandy Bar.” í söguformi veit eg, á hinn bóginn, djúp- sæasta og máttugasta lýsingu á baráttu og sigrum norrænna frumbyggja í Vesturheimi í skáldsögum Rölvaags. ATeð regindjúpum skilningi og máttarvaldi afburða ritsnillings, sem sjálfur hafði verið hluthafi í kjörum inn- flytjendanna, er þar lýst þáttamörgum gleði- og harmleik landnemalífsins, örðugleikum og sigurvinningum frumbýlingsáranna, glím- unni harðsnúnu við ræktun fangvíðrar slétt- unnar; en sögur þessar gerast í Suður- Dakótaríkinu. Harmsefni er það, að enginn íslendingur hefir enn sem komið er, int af hendi, með sambærilegri ritnsild, samskonar hlutverk í þágu þjóðsystkina sinna vestan hafs, eins og Rölvaag vann frændum okkar Norðmönnum í hag með nefndum afbragðs- ritum sínum. Þess er þó að minnast, að frú Laura Goodman Salverson steig spor í þá átt með skáldsögunni The Viking Heart (Vík- ingslundin(. Engu að síður, híður íslenzkt landnemalíf í Vesturheimi enn, í álögum, síns konungssonar, sagnaskáldsins, sem hefji það í æðra veldi ódauðlegrar snildar máls og mynda. Fyrst svo horfir við, vil eg eindregið hvetja íslenzka lesendur til að lesa gaumgæfi- lega hinn fræga skáldsagnabálk Rölvaags um norska innflytjendur vestan hafs, sem lýst verður nánar síðar, einkum fyrsta hindi hans. Bæði er það, að margt er líkt með skvldum, Norðmönnum og Islendingum; og annað hitt, að líf frumbyggja í Vesturheimi var mikið til samskonar stríðs- og sigursaga, hvort sem var á sléttunum í Dakóta-ríkjunum eða í Mani- toba og Saskatchewan-fylkjum, og hver þjóð- stofn, sem í hlut átti. Ilér við bætist, að Röl- vaag lýsti eigi aðeins í ofannefndum skáld- sögum sínum norsku frumbyggjalífi vestan hafs, heldur einnig menningarlegum aðstæð- um og baráttu þeirrar kynslóðar, norskrar ættar, sem tók við af landnemunum, og á- rekstrinum milli eldri og yngri kynslóðar landa hans vestur þar. Sú saga endurtekur sig einnig meðal íslendinga og annara inn- fluttra þjóðflokka þeim megin hafsins. Vand- legur lestur þessara djúpstæðu og tímabæru skáldsagna Rölvaags ætti því að glæða hjá íslendingum heima fyrir skilning á lífskjör- um og menningarbaráttu landa þeirra vestan hafs. En ekki er það einskis vert fámennri þjóð, að ættarböndin séu sem traustust, sam- vinnan sem greiðust og fjölþættust, milli sona hennar og dætra heima og erlendis. II. Það var hreint engin tilviljun, að Röl- vaag varð um aðra rithöfunda fram skáld landnemalífsins vestan hafs. Líf sjálfs hans gerði honum létt fyrir, að skilja og túlka að- stæður og. hugsunarhátt norskra frumbyggja þar í landi. Hann var sem þeir innflytjandi, í stórsjó og lognsævi Öryggi gegn misvindi breyting- anna, er að finna í sparisjóðs- deild Royal bankans. Þar þýðst yður örugg höfn þangað til veðrinu slotar. R O Y A L BANK O F CANADA þó hann flyttist vestur um haf seint á árum, og hafði háð svipaða bar- áttu og þeir i nýja heimkynninu. Hann var fæddur 22. apríl 1876, á eyjunni Dönna (Dyney) norður í Helgeland (Hálogalandi), rétt sunn- an við heimskautabauginn. Að skírnarnafni hét hann Ole Edvart Pedersen, en tók sér, er til Vestur- heims kom, ættarnafnið Rölvaag, eftir vog einum á fæðingarey hans. Hrjóstrugt er landið norður þar, en svipmikið; andstæðnanna land bæði að ásýndum og veðurfari. Vet- urinn situr þar lengi að völdum ár hvert, hamþungur og stormasamur, en ekki á hann síðasta orðið; Norð. urland Noregs er einnig dýrðar- heimur miðnætursólarinnar, og um sólbjört sumardægrin klæðast haf og hauður einstæðri fegurð og ó- gleymanlegri. Hrikaleikur slíks umhverfis og andstæður þess hafa, að vonum, djúp og varanleg áhrif á skapgerð og lífshorf þeirra, sem þar alast upp og eiga dvöl. Rölvaag bar þess einnig alla æfi mörg merki í lífsskoðunum, að hann var borinn og barnfæddur Norðlendingur (Há- logalendingur), og kennir þess víða i ritum hans. Seiðandi fegurð átt- haga hans heillaði hann til daganna enda. Þar sem landkostir eru jafn rýrir á æskustöðvum hans og að ofan greinir, eru fiskiveiðar aðalatvinnu. vegurinn. Kynslóð' eftir kynslóð höfðu forfeður hans verið sjómenn, og sama máli gegndi um aðra bygð- arbúa. Þarf ekki að lýsa fiski- mannalífinu þar norður frá fyrir íslenzkum lesendum, sem gagnkunn- ugir eru, hve'rjum örðugleikum og hættum það er bundið, að sækja gull í greipar ægis, ekki sízt á vetrarver- tíðum. Ólst Rölvaag þvi upp við ærið harðrétti, og kemur það glögt fram í eftirfarandi frásögn frá bernsku- árum hans, sem jafnframt lýsir því, hvert hugur hans stefndi þegar*á unga aldri Ilann var einhverju sinni á gangi með móður sinni, er degi var tekið að halla; höf ðu þau verið niður við sjó að safna þangi til skepnufóðurs, og voru nú á heim- ieið. Tók móðir hans hann þá við hönd sér og spurði, hvað hann ætl- aði að verða, þegar hann kæmist til manns. “Eg ætla að verða skáld,” svaraði hann. Var þetta í eina skift- ið, sem hann sagði nokkrum ætt- menna sinna hug sinn í því efni. Brosti móðir hans góðlátlega að svarinu, en setti alls ekki ofan í við hann, og varð honum það bros henn_ ar minnisstætt. Veturinn þann, sem þetta gerðist, var svo þröngt í búi hjá foreldrum Rölvaags, að kartöfl- ur og söltuð síld voru á borðum i allar máltíðir, og varð að halda spar. lega á, svo að allir á heimilinu fengju sinn skerf. Skólaganga Rölvaags á æskuárum nam aðeins nokkrum vikum vetur hvern; eigi var hann heldur neinn garpur við námið. En hann bætti upp takmarkaða skólafræðslu sína með miklum og næsta víðtækum bóklestri, því að í fæðingarhéraði hans var gott ríkisbókasafn. Eftir- tektarvert er það, að fyrsta skáld- sagan, sem hann las, var norsk þýð. ing á hinni víðkunnu frumhyggja- lífslýsingu, Tlie Last of the Mo- hicans, eftir ameríska sagnaskáldið James Fenimore Cooper; er lýsing þessi .hárómantísk, en það átti ein- mitt fyrir 'Rölvaag að Hggja, að verða meistarinn í raunsæum lýs- ingum á landnema- og innflytjenda. lifi vestan hafs. Annars er svo að sjá sem sögulegar skáldsögur hafi verið honum sérstaklega kær lestur á þessum árum; en af norskum rit- höfundum las hann mest Björn- stjerne Björnson og Jónas Lie. Það er ennfremur til marks um bók- heigð Rölvaags í æsku, að hann frétti einu sinni til eintaks af skáld- sögunni Ivanhoe eftir Walter Scott í þorpi nokkru i tveggja mílna fjar. lægð; lagði hann þá af stað fót- gangandi til að fá hana að láni, og var tvo daga í þeirri ferð. Snemma vaknaði einnig skáldið í honum; innan við fermingaraldur settist hann dag einn við að semja skáld- sögu og lauk við nokkrar blaðsiður hennar ; en ekki var það fyr en löngu síðar, á síðustu mentaskólaárum hans í Vesturheimi, að hann snéri sér aftur að skáldsagnagerð, enda átti hann öðrum störfum og fjar- skyldum að sinna næstu árin. Framh. Karfaveiðar geta a/ukið útflutnings lands- manna um 10 milj. k'róna á ári. Hafsteinn Bergþórsson er ný- kominn norðan úr landi, en þar hef- ir hann verið vegna hinna nýbyrj- uðu karfaveiða. Morgunblaðið hitti Hafstein að máli í gær og bað hann að segja frá þvi hvernig tilraunirnar hefðu gef- ist og hvaða úrangurs mætti vænta a£. þessari nýju atvinnugrein. Honum segist svo frá: Það var Þormóður Þorbjarnar- son fiskifræðingur, sem fyrstur vakti máls á því að það myndi borga sig að gera út skip á karfaveiðar, og hafði hann aðalega í huga hina verðmætu og bætiefnaauðugu karfa- lifur, sem hann hefir rannsakað ítarlega. Eg fékk strax áhuga fyrir þessu máli og bauðst til að lána síldar- verksmiðjum rikisins togarann Sindra til karfaveiða. Vegna síldarleysis í sumar höfðu verksmiðjurnar lítið að gera, en höfðu hinsvegar samningsbundið fólk, sem greiða þurfti kaup hvort sem nokkuð var unnið eða ekki. Um miðjan ágústmánuð varð það svo úr, að Sindri skyldi gera tilraunir með karfaveiði. Var skipið leigt til þess. ara veiða til 1. september. Einnig var ákveðið að síldarverksmiðjan greiddi 40 krónur fyrir hvert tonn af karfa. Sindri fór svo á veiðar þessar 18. ágúst og gekk veiðin ágætlega, og 1. sept. var ákveðið að Sindri héldi áfram veiðum til 15. september. Jafnframt voru tvö skip í viðbót leigð til karfaveiða, togararnir Gull- toppur og Snorri goði. Um leið var verðið lækkað niður í 5 krónur á mál, eða um 37 krónur fyrir tonn- ið. Fiskimálanefnd hefir greitt verk. smiðjunum 50 aura fyrir hvert mál. Afli skipanna, Afli skipanna hefir verið ágætur. Hver veiðiferð hefir tekið 2—3 sól- arhringa og er afli skipanna til jafn- aðar um 60 tonn á dag, sem lagður hefir verið á land á Sólbakka. Veiðin hefir aðallega verið stund- uð á Halamiðum. Töluvert hafa skipin veitt af þorski og upsa. Þorskurinn er saltaður, en upsinn flakaður, sá stærri, en minni upsi er hertur. Veðrátta hefir verið sér. staklega hagstæð og hefir ekki fallið neinn dagur úr hjá skipunum, má ef til vill þakka því hve aflaárangur hefir verið góður. Afli skipanna er venjulega 140— 150 tonn eftir tveggja sólarhringa veiðiferð. Mesti afli í veiðiferð hingað til er 212 tonn. Aukin atvmna. Fjögur skip stunda nú karfaveið- ar fyrir norðan, því auk þeirra skipa, sem áður eru nefnd, veiðir Skallagrímur fyrir Norðurlandi og leggur upp afla sinn á Siglufirði. Enginn efi er á því að ef verk- smiðjurnar sjá sér fært að greiða sama verð og nú fyrir karfa, eykur þetta mjög atvinnu bæði til sjúvar og lands. Skipshöfn skipanna landar sjálf fiskinn, en síðan tekur við fólk úr landi. Landfólkið “fer innan í” karfann og tekur úr honum lifrina, sem annað hvort er fryst eða söltuð. Um 50—60 manns fá vinnu við að vinna úr afla hvers skips. Allur togaraflotinn getur stundað karfaveiðar. Við höfum nógu margar verk- smiðjur til að vinna úr afla alls togaraflotans, sem eru 37 skip, held- ur Hafsteinn áfram. Veíðina væri hægt að stunda 3—4 mánuði á árinu, á vorin eftir salt- fiskveiðar og á haustin eftir síld- veiðitímann. Má af því sjá hve gífurlegur at- vinnubætir þetta yrði fyrir sjómenn og verkafólk í landi. Verðmœti karfans. Afurðir þær, sem fást úr karf- anum eru, fiskimjöl, lýsi og lifur. Reynslan hefir þegar sýnt að fiskimjölið er mun fallegra heldur en úr síld og rannsóknir hafa og sannað það er bætiefnaauðugra en síldarmjöl. 18% af mjöli fæst úr þunga hrá- vörunnar, 6% af lýsi og lifrin er 1.7% af þunga karfans. Einnig hafa verið gerðar tilraun- ir með að bræða karfann án þess að taka úr honum lifrina og fæst þá meira og betra lýsi. Sýnishorn hafa verið send út af afurðum þessum og hafa mjölkaup- menn mikinn áhuga fyrir að fá þau. Lifrin. Verst hefir gengið með lifrina. Það hefir sýnt sig að hún tapar töluverðu af bætiefnum við að salta hana og frysta, enda eru skilyrði til frystingar léleg á Sólbakka. 1 tonn af saltaðri lifur var sent út með Goðafossi síðast til Englands og með Brúarfossi fara nú 3 tonn af frystri lifur. Fyrsta skilyr^ið til að hagnýta sér lifrina á sem beztan hátt, er að fá tæki til að bræða hana hér á landi, en þau eru ekki fyrir hendi, eins og er. Gert er ráð fyrir að meðalverð á

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.