Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 3

Lögberg - 24.10.1935, Blaðsíða 3
LÖGrBERG, FIMTUDAGINN 24. OKTÓBER, 1935. 3 Sigurður Einarsson “Stríð er starf vort í stundar-heimi, berjumst því og búumst við betri dögum; SigurÖur Einarsson, bóndi í Mín. erva-bygð í grend við Gimli, Man., andaðist að heimili sínu þann 29. marz, síðastl. Getið var láts hans með nokkrum orðum í vikublöðun- um íslenzku < Winnipeg, stuttu eftir útför hans, en hér verður nokkru nánar getið helztu æfiatriða hans. Sigurður var fæddur í Hrauni í Aðaldal í Suður-Þingéyjarsýslu 8. marz 1872. Foreldrar hans voru Einar Einarsson frá Auðnum í sömu sýslu, síðar landnámsmaður í Nýja íslandi og um langt skeið bóndi á Auðnum í Mínerva-bygð, nú látinn fyrir mörgum árum, og eftirlifandi ekkja hans Guðbjörg Grímsdóttir, sem nú er háöldruð og er á Auðn- um hjá Einari syni isínum og Sig- ríði konu hans Jónsdóttur Péturs- sonar. Þau hjón fluttust frá Islandi 1879, dvöldu þau um 5 ára bil i Sand River, austan Winnipegvatns, en settust síðar að á Auðnum, og bjuggu þar ávalt síðan. Sigurður ólst upp hjá ]?eim og kvæntist ungur Maríu Jóhanns- dóttur Jónssonar frá Bólstað og konu hans Sigríðar Ólafsdóttur. Giftust þau Sigurður og María á gamlársdag 1897. Á' heimilisréttarland sitt fluttust þau 1902 og bjuggu þar ávalt síð- an. Þeim Sigurði og Maríu varð 16 barna auðið, 15 af þeim eru á lífi, og eru hér talin eftir aldursröð: Stefán Vilhjálmur; Einar Alex; Haraldur, Bergþóra (Mrs. Tait i Vancouver), Þóroddur Skafti, Pálmi, Sigurður Stanley, Guðrún Nanna (Mrs. Ingimundsson i Win- nipeg), Guðbjörð Florence (Mrs. Hölm, Gimli), Sigríður Constance (Mrs. Benediktsson, Gimli), Ingvar Kristján, Oíavía Svanhvít, Aðal- heiður María, Karl Walter. Systkini Sigurðar heitins eru: Kristján, bóndi á Auðnum; Frið. finnur, bóndi á Keldulandi í Mín- erva-bygð; Ásmundur,- til heimilis á Birkinesi við Gimli; Jakobína, kona Guðmundar Fjeldsted, fyrrum þing_ manns, og Einar bóndi á Auðnum. Afi Sigurðar heitins var Einar sonur Jóns í Reykjahlíð og Anna Friðfinna Kristjánsdóttir, systir Jó- hannesar á Eaxamýri. Móður-afi var Grimur Grímsson og móður- amma Helga Bergsdóttir, bæði ætt- uð úr Eyjafirði. á það. Honum er ráðlegra að taka yfir yfirsjónirnar á sinar eigin herðar. Jogmaya greip fram í fyrir honum: “Mætti eg spyrja, hvernig?” Srípatí svaraði: “Konan, sem þú hefir tekið á heimilið, er ekki sú Kadambíni, sem þú þekkir.” Jogmaya varð æf, er hún heyrði þetta, ekki sízt, að maðurinn henn- ar skyldi láta annað eins út úr sér. “Heyr á firn,” æpti hún. “Eg þekki sjálfsagt ekki hana vinkonu mína! Eg þarf líklega að spyrja þig, hvort það sé hún! Þú ert svei mér gáfaður!” Srípatí sýndi henni fram á, að það væri alveg ástæðulaust að senna um þetta. Hann gæti ^annað sitt sefur ei og sefur ei í sorta grafar sálin — í scelu sézt hún enn að morgni.” (Jónas Hallgrímsson.) Þrátt fyrir þunga heimilisábyrgð, tók Sigurður heitinn þátt í ýmsum félagsstörfum og fórst það vel úr hendi, enda var hann bæði sam- vinnuþýður og félagslyndur maður. í sveitarstjórn var hann í 3 ár, i stjórn skólahéraðs síns var hann um 20 ár, og lengst af skrifari og féhirðir héraðsins. Sigurður heitinn var prúður mað. ur, fínger að hæfilegleikum, einkar skemtilegur er kynning jókst og stiltur vel. Greind hafði hann góða, og bókhneigður var hann og átti samúð í huga með fróðleik og ment- un. Sem meðlimur bygðar sinnar og héarðs síns gegndi hann með fús- leik og af fremsta megni, hverri skylduhvöð hins opinbera. Bón- góður með afbrigðum, þó oft væri af litlu að miðla. Ágætur nágranni var hann, og mun ekki hafa gert á hluta nokkurs manns. Hann var söngelskur og sönghneigður og naut sín vel á gleðimótum. Átti hann því að eðlilegleikum mikinn hlýhug í hjörtum samferðamanna sinna. Heimilislif þeimma hjóna var hið ástúðlegasta; studdu þau hvort ann- að í hinni þungu lífsbaráttu. Nutu þau einnig ágætrar aðstoðar barna sinna er þau komust á legg. Mun umhyggjusemi sona þeirra fágæt verið hafa og böndin, sem tengdu börn og foreldra djúp og traust.— Nægjusemi og friður einkendi heimilislifið og gerði lífsbaráttuna affarasæla. Sigurðar er sárt saknað af eigin. konu og börnum og stórum hópi ættingja hans og vina. Börn hans 511 sem á lífi eru, voru viðstödd, nema Mrs. Tait, sem fjarlægðar vegna gat ekki verið viðstödd. Fólk fjölmenti mjög við útför Sigurðar heitins, er fór fram 2. apr. síðastliðinn, frá heimilinu; var jarð- sett í Kjarna grafreit í Víðinesbygð, hvíla þár margir landnemar úr bygð- inni sunnanvert við Gimli og úr Viðinesbygðinni.— Útfarardagurinn var sólríkur og bjartur vordagur, heiður, svalur og hreinn, er minti á ljúfan samferða- mann er margir kvöddu með sökn- uði og sárum trega; mann, sem að átti mörg einkenni vormannsins sér í sál. Blessuð sé minning hans! mál. Það léki enginn vafi á því, að sú Kadambíni, sem hún hefði þekt, væri dáin. Jogmaya svaraði: “En sú f jar- stæða! Það er áreiðanlega þér, sem hefir skjátlast. Þú hefir farið á rangan stað eða misskilið það, sem þú heyrðir. Hver bað þig Hka að fara? Skrifaðu bréf, þá fáum við botn í alt þetta.” Srípatí móðgaðist, af því að hann fann, að konan hans trúði honum ekki. Hann kom með alls konar sannanir, en árangurslaust. Um miðnætti voru þau enn þá að kýta um þetta. Bæði voru sammála um, Kadambíni yrði að hypja sig burt. Srípti hélt, að hún hefði allan tím- ann verið að leika á konuna sína með uppgerðar kunningsskap, en Jogmaya hélt að hún hefði strokið að heiman, svo að þau greindi í rauninni lítið á, en samt vildi hvor- ugt láta undan. Loks urðu þau svo hávær, að þau gleymdu, að Kadam- bíni svaf í herberginu við hliðina á þeim. Annað þeirra sagði: “Þetta er dálaglegt! Eg segi þér, að eg heyrði það með mínum eigin eyrum!” Og hitt svaraði önugt: “Hvað kemur það mér við! Eg, sem sé það með mínum eigin augum.” Loks sagði Jogmaya: “Nú jæja, segðu mér þá, hvenær Kadambíni dó?” Hún hugsaði sem svo, að ef ósamræmi væri milli dánardægurs hennar og dagsetningar á einhverju bréfi frá henni.i þá væri sönnun fengin fyrir því, að Srípatí hefði skjátlast. Hann skýrði nú frá, hvenær Kad- ambini heíði dáið, og bæði sáu, að það var einmitt daginn áður en hún hafði komið til þeirra. Geigur fór um Togmayu, og Srípatí varð held- ur ekki um sel. Þá var hurðinni hrundið upp. Hráslagagustur blés inn og slökti á lampanum. Með vindstrokunni skall myrkrið inn og fylti alt húsið. Kadambíni stóð á gólfinu. Klukkan var um eitt-—og regnið dundi úti. Kadambíni sagði: “Vina mín, eg er Kadambíni þín. En eg er ekki framar lifandi. Eg er dáin.” Jogmaya æpti af skelfingu, og Sripatí gat ekki komið upp nokkru orði. “Eg hefi ekki gert þér neitt rangt til, nema það að eg er dáin. Ef eg á ekkert athvarf meðal lifandi manna, þá á eg heldur ekki neitt meðal hinna dauðu. Ó, hvert á eg að halda?” Og hún ætpi aftur, eins og hún ætl- aði að vekja sofandi skapara á þess- ari óveðursnótt: “Ó, hvert á eg að halda?” Því næst yfirgaf Kadam- bíni vinkonu sína í myrkrinu, yfir- komna af skelfingu, og hélt út i heiminn til þess að leita sér hælis. V. Það er ekki gott að segja, hvernig Kadambíni komst til Raníhat. I fyrstu lét hún engan sjá sig. Allan daginn hafðist hún við matarlaus í gömlum musterisrústum. Það varð koldimt snemma á kvöldin í þessari rigningartíð, og allir flýttu sér í húsaskjól, því að þeir bjugust við, að hann mundi hvessa. Þá fór Kadambíni á stjá. Henni var órótt innanbrjósts, er hún nálgaðist heim- ili tengdaföður síns. Hún sveipaði þykkri blæju yfir andlit sér og gekk inn, án þess að nokkrir af dyravörð. unim hindruðu hana, því að þeir béldu, að hún væri ein af þernunum. Og regnið streymdi niður, og það hvein i vindinum. Húsfreyjan, kona Saradasankars, var að spila við systur sína, sem var ekkja. Ein þernan var frammi í eldhúsi og veika barnið svaf í svefn. herberginu. Kadambíni, sem forð- aðist að vekja eftirtekt á sér, fór inn í svefnherbergið. Eg veit ekki, hvers vegna hún vitjaði húsa tengda- föður síns; hún vissi það ekki sjálf. Hún fann aðeins, að hún þráði að sjá barnið sitt aftur. Hún hugsaði ekkert um, Lvert hún ætti siðan að halda, eða hvað hún tæki sér þá fyr. ir hendur. Bjart var í herberginu, svo að hún kom þegar auga á barnið, sem svaf. Það lá með krepta fingur, og líkami þess var tærður af hitasótt. Þegar hún sá þetta, örmagnaðist sál henn ar af þorsta. Ó, að hún hefði getað þrýst þessu þjáða barnii að brjósti sér! Samstundis datt henni þetta í hug: “Eg er ekki til. Hver ætti að geta séð það ? Mömmu hans þykir gaman að spila og skrafla við kunn_ ingjana. Á meðan eg annaðist hann, var hún laus við allar áhyggjur, og var heldur ekki vitund hrædd um hann. Hver ætli að annist hann nú í minn stað?” Barnið snéri sér í rúminu og sagði hálfsofandi: “Elsku frænka, gef mér að drekka!” Uppáhaldið hennar hafði ekki enn þá gleymt henni “frænku” sinni. Frá sér num. in helti hún vatni i bolla, tók dreng- Sigurður Ólafsson. inn í faðm sinn og gaf honum að . drekka. Meðan drengurinn var sofandi, , varð hann þess ekki var, að hann væri aS drekka hjá annari konu en venja var til. En þegar Kadambíni lét undn tilfinningum sínum, kysti hann og tók að vagga honum aftur i svefn, þá vaknaði hann til fulls og faðmaði hana að sér. “Dóst þú, elsku frænka?” spurði hann. “Já, ástin mín.” “Og nú ertu komin aftur? Nú máttu ekki deyja oftar, elsku frænka!” Áður en henni gafst tími til að svara, skall ógæfan yfir. Þerna, sem kom inn með skál, fulla af sagó- súpu, misti skálina og féll í yfirlið. Þegar húsfreyjan heyrði hávaðann, hætti hún að spila og kom inn í her- bergið. Hún stóð sem steini lostin, og gat ekki komið upp nokkru orði. Þegar barnið sá þetta, varð það líka hrætt, fór að gráta og sagði: “Farðu nú, elsku frænka mín, farÖu!” Nú loks skildi Kdambíni, að hún var ekki dáin. Sama herbergið, sömu munirnir, sama barnið og sama ástin, alt fékk það aftur líf; það var enginn munur á því og áður, engin breyting hafði átt sér stað á sambandi hennar þið Það. Inni hjá drengnum sínum varð henni ljóst, að hún “elsku frænka” hans var alls ekki dáin. Klökkum rómi sagði hún: Systir, hví óttast þú mig? Eg er sú sama, sem eg hefi alt af ver- ið!” Mágkona hennar þoldi ekki meira. Hún hné í ómegin. Saradasankar kom sjálfur inn í dyngjuna. Með spentum greipum og klökkum rómi sagði hann: “Er þetta rétt gert? Satis er einkasonur minn. Hvers- vegna birtist þú honum? Erum við ekki einmitt fjölskylda þín? Síðan þú hvarfst á braut, hefir hann vesl- ast upp dag frá degi. Hann hefir stöðugt haft hita, og nótt og nýtan dag er hann að kalla á hana “elsku frænku.” Þú hefir yfirgefið þenna heim. Slíttu nú af þér þessa hlekki, sem f jötra sál þína við jarÖlífið. Við skulum heiðra útför þína á allan viðeigandi hátt.” Kadambíni gat ekki hlustað á meira, en sagði: “Ó, eg er ekki dáin, eg er ekki dáin! Æ, hvernig á eg að geta 9annfært þig um, að eg er ekki dáin? Eg lifi—eglifil!” Hún tók látúnsskál upp af gólfinu og sló henni í enni sér. Blóðið fossaði úr augabrúnunum. “Sjáðu!” æpti hún, “eg er lifandi!” Saradasankar stóð grafkyr eins og maramaramynd, barnið grét af hræðslu, húsfreyjan og þernan lágu meðvitundarlausar á gólfinu. Kadambini æpti stöðugt: “Eg er ekki dáin, eg er ekki dáin!” skund- aði síðan niður tröppurnar til brunnsins og steypti sér í vatnið. Saradasankar heyrði skvampið upp til sín. Regnið streymdi úr loftinu alla nóttina. Urn morguninn var ennþá steypiregn og um miðjan dag var engin uppstytta. Með þvi að deyja hafði Kadam- bíni sannað, að hún var ekki dáin. Svb. Sigurjónsson þýddi. Skólum í Hafnarfirði, á ísafirði og Akureyri hefir verið frestað til 15. okt. Hefir nlænuveikin gert meira og minna vart við sig á þess- um stöðum. í Hafnarfirði sýktist einn maður af mænuveiki alveg ný- lega. Véstur-Eyféllingar bygðu i fyrra- sumar á vegum hreppsins almenn- ingsréttir úr járnhentri steinsteypu hjá Seljalandi. Verkstjóri var Auð- unn Jónsson bóndi á yztaskála. Réttirnar voru vígðar í fyrrakvöld. Veðurblíða var og f jölmenni og góð_ ur fagnaður. Ræðumenn voru séra Jón Guðjónsson, Holti og Sigurður Vigfússon, Brúnum. Slcvtti er nú lokið i Rangárvalla- sýslu og er heyfengur síðast með minna móti vegna grasbrests, en nýting var góð. Uppskera matjurta var góð. Sauðfé er vænt. —N. dagbl. 28. sept. j Business and Professional Cards PHYSICIANS <md SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office timar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834--Office tlmar 4.30-í Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er a6 hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMIULAN AVE. Talsimi 42 691 Dr. P. H. T- Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone* 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON Nuddlœknlr Viötalstími 3—5 e. h. 218 Sherburn St.--Sími 30 877 41 FURBY STREET Phone 36 137 Slmið og semjið um samtalstlma • DR. E. JOHNSON 116 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St. Talslmi 23 739 Viðtalstlmar 2-4 Heimili: 776 VICTOR ST. Winnipeg Sími 22 168 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrœSlngur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Islenzkur lögfrœSlngur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 J. T. THORSON, K.C. lslenzkur löfffrœSingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœSingar 325 MAIN ST. (á öðru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. I hverjum mánuðl, og að Lundar fyrsta föstudag DRUGGISTS DENTISTS DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúsinu Sfmi 96 210 Heimilis 33 321 406 TORONTO GENERAL TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEG DR. T. GREENBERG Dentlst Hours 10 a. m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg BUSINESS CARDS A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talslmi: 501 562 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öliu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur aö sér aö ávaxta sparlfé fólks. Selur eldsábyrgð og bif. reiða ábyrgöir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraö samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE Real Estate — Rentals Phone Office 96 411 806 McArthur Bldg. HÓTEL 1 WINNIPEG ST. REGIS HOTEL 285 SMITH ST„ WINNIPEG pœgilegur og rólegur bústaSur i miSbiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; meö baðklefa $3.00 og þar yfir. Agætar máltlöir 40c—60c Free Parking for Ouests THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Dovm Toum HoteP 220 Rooms wlth Bath Banquets, Dances, Conventions, Jinners and Functions of all kinda Ooffee Shoppe F. J. FÆ IjIj, Manager CorntoaU ^otel SEYMOUR HOTEL Sérstakt verð á viku fyrir námu- og fiskimenn. Komið eins og þér éruð klæddir. J. F. MAHONEY, f ramkvæmdarstj. MAIN & RUPERT WINNIFEG 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PfiONB 28 411

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.