Lögberg - 31.10.1935, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 31. OKTÓBER, 1935.
7
Islenzk fræði í Englandi
Samtnl við Turvillc-Petre Lcktor
i Leeds
Hér hefir dvalið i sumar ungur
enskur mentamaður, Mr. Tur-
ville-Petre, sem er lektor í nútíma
íslenzku við háskólann i Leeds.
Mr. Petre er nýfarinn til Eng-
lands, en áður en hann fór átti
Morgunblaðið tal við hann.
—Hvenær fenguð þér fyrst á-
huga á íslenzkum fræðum, spyrj-
um vér Mr. Petre.
-—Það var strax á öðru stúd-
entsári mínu í Oxford, að eg
kyntist fornbókmentunum í fyr-
irlestrum hjá próf. Tollkien og
næsta sumar, 1928, kom eg hing-
að til lands til að kynnast landi
og þjóð af eigin reynd. Dvaldi
eg þá í sex mánuði hér, mest í
Reykjavík. Siðan hefi eg komið
þrisvar til landsins og ferðast um
það þvert og endilangt. Til dæm-
is dvaldi eg í Jökuldal og P'ljóts-
dalshéraði mestan hluta sumars-
ins 1934 til að kynna mér sögú-
staði á Austurlandi.
—Hvernig hefir yður svo.litist
á land og þjóð?
—Mjög vel, eins og sjá má af
því, að eg kem hingað hvert sum-
arið á fadur öðru og vonast til að
koma hingað oft aftur.
—Er mikill áhugi fyrir íslenzk-
um bókmentum og isjenzku við
enska háskóla?
—Áhuginn fyrir íslenzku eykst
ár frá ári, sérstaklega fyrir forn-
islenzkunni, en þó hafa nokkrir
stúdentar lagt stund á nútima
málið og þá einkum í Leeds, þar
sem skilyrðin eru bezt, því eins
og kunnugt er, er þar stórt safn
af íslenzkum bókum, sem háskól-
inn keypti fyrir sex árum, af
Boga Th. Melsted.
íslenzka Bókasafnið i Leeds
—Er bókasafnið islenzka i
*Leeds mikið notað?
—Já, töluvert mikið og það
ekki eingöngu í Leeds, heldur eru
og bækur lánaðar til annara há-
skólasafna i Englandi. En eins
og þér getið skilið, vantar mikið
á að safnið sé fullkonlið, því að
árlega kemur út svo mikið af
bókum og blöðum á íslandi, að
safnið á.erfitt með að afla sér
þess, vegna fjárskorts.
En það er eftirtektarvert, að
margir íslendingar, bæði bókaút-
gefendur og aðrir, hafa stutt safn-
ið drengilega með gjöfum.
ístcnzkar Bókmentir i Englandi
—-Hvert er álit yðar á hinni
fyrirhuguðu útgáfu Ejnar
Munksgaard á íslenzkum fornrit-
um fyrir Englendinga?
—Eg efast ekki um að útgáfan
myndi hafa hina mestu þýðingu
til eflingar áhuga manna í Pmg-
landi á íslenzkum fræðum. En
geta má þess, að i sumar kom út
í Leeds ný útgáfa á Gunnlögs
sögu með enskum skýringum og
i ráði er að gefa út fleiri sögur
þar.
Aðalhvatamaður þessarar út-
gáfu er prófessor Bruce Dickins,
sem er mjög áhugasamur um is-
lenzk fr.æði, eins og sjá má af því,
að hann hefir áður gefið út ís-
lenzk rúnakvæði og er aðal
ritstjóri tímaritsins “Leeds
Studies,” þar sem hirst hafa
greinar um íslenzkar bókmentir.
j—Hafið þér fengist mikið við
að þýða af islenzku á ensku?
—Eg hefi þýtt dálítið en ekki
látið prenta neitt ennþá. En nú
er í ráði að þýða nokkrar af sög-
um Guðmundar G. Hagalíns á
ensku. Höfum við frú M. Bene-
dikz unnið að því í sumar, með
aðstoð manns hennar, Eiríks
i Benedikz að snúa á ensku nokkr-
um smásögum Hagalíns. Við
gerum ráð fyrir að leggja síðustu
hönd á verkið í vetur og munu
þær geta komið út í Englandi á
næsta hausti.
—Hvernig haldið þér að mark-
aður sé í Englandi fyrir þýðingar
lir islenzkum bókinentum?
—Um það er ekki hægt að segja
fyrir víst ennþá, en eg býst við,
að Englendingum muni líka þær
vel og ef þessi tilraun hepnast,
höfum við fullan hug á að þýða
fleiri sögur eftir fleiri höfunda.
Islenzk Sýning í Leeds
—Það hefir heyrst, að i ráði sé
að halda islenzka sýningu í Leeds
í haust.
—Já, mér er ekki kunnugt um,
hvernig því verður háttað, en eg
veit að ungum íslenzkum listmál-
ara hefir verið boðið að sýna mál-
verk eftir sig i Leeds, en annars
get eg ekki sagt meira um það,
nema að eg á að halda inngangs-
fyriríestur minn við háskólann
um það leyti, sem ráðgert að sýn-
ingin byrji.—Mbl. 28. sept.
ISLENZK VIÐSKIFTI OG
VESTUR-ISLENDINGAR
Frá högum landa vorra vestra.
Asmundur P. Jóhannsson segir frá.
Ásmundur P. Jóhannsson fast-
eignasali frá Winnipeg hefir verið
hér á landi síðan í vor. Hann fór
heimleiðis í gær með Goðafoss.
í gær hitti tíðindamaður blaðsins
hann að máli á hótel Skjaldbreið,
þar sem hann var týgja sig til ferðar.
—Mér er ekki mikið um það gef-
ið, segir Ásmundur, að skrifað sé
um mig í blöð, en úr þvi við hitt-
umst vil eg nota tækifærið til þess að
biðja Morgunblaðið að flytja mínar
alúðarfylstu þakkir til allra þeirra
mörgu, sem sýnt hafa mér frábæra
gestrisni á þessu sumri. Oft hefi eg
haft ánægju af heimsóknum mín-
utn til gamla landsins, en mér er
nær að halda, að eg hafi aldrei mætt
annari eins gestrisni og i þetta skifti.
Síðan barst talið að starfsemi
Þjóðræknisfélagsins, en Ásmundur
er, seml kunnugt er, meðal helztu
forgöngumanna þessa stórmerka fé-
lagsskapar.
Bókakostur Vestur-Islendinga.
Þjóðræknisfélagið á jslenzkt
bókasafn, og eru bækur þess lánaðar
félagsdeildunum.
—En við fáum of lítið af þeim
bókum, sem koma út hér heima, seg.
ir Ásmundur. Á þessu þarf að ráða
bót. Hefi eg hreyft þvi máli, og
vona að leiðir verði fundnar til þess
að þvi verði kipt í lag. Bókasafn
Þjóðræknisfélagsins þarf að geta
eignast allar þær bækur, sem koma
hér út, og nokkuð er vafið i.
Hvert eintak, sem safnið fær af
nýtum bókum, fær marga lesendur.
Og með því móti kynnast Vestur-ís-
léndingar íslenzkum bókakosti. Gæti
þetta orðið til þess að auka sölu ís-
lenzkra bóká vestra.
Félagið hefir lítið Hfé til bóka-
kaupa. Stafar þetta m. a. af því, að
við höfum á síðustu árum lagt
megináherslu á, að auka kenslu
barna og unglinga í íslenzku.
Við höfum t. d. sett upp náms-
skeið í íslenzku í Winnipeg, og feng-
ið beztu kennara til kenslunnar.
Kensla þessi fer fram á laugardög-
um í Jóns Bjarnasonar skóla. Hefir
aðsókn að námsskeiði þessu verið
mjög mikil.
■Órannsakaðir markaðsmóguleikar.
—Mér finst stundum, heldur Ás-
mundur áfram, að þið hér heima
gefið því ekki nægilega mikinn
gaurrt, hve mikils virði það er, eða
getur verið fyrir ykkur, að svo
margir Islendingar eru vestanhafs,
sem hafa hinn mesta áhuga á þvi, að
greiða götu allra þeirra málefna, sem
islenzku þjóðinni mætti að gagni
verða.
Það mun t. d. mega rekja til starf-
semi Vestur-íslendinga, að nú skuli
vera haldið uppi kenslu i íslenzkum
fræðum i 31 háskóla vestra.
En svo vikið sé að öðru efni.
Það er, að því er eg bezt veit mjög
órannsakað mál ennþá, hvern mark.
að er hægt að fá í Ameríku fyrir ís-
lenzkar afurðir.
Meðan heimsstyrjöldin stóð yfir,
komust allmikil verzlunarsambönd á
mili Islands og Ameríku. En því
miður lögðust þau viðskifti niður
er styrjöldinni lauk.
Til þess að rannsaka þetta mál að
nýju, þarf ísland aðHá sinn verzl-
unarerindreka í Vesturheimi. Hann
þarf að vera starfhæfur rtiaður i
bezta lagi, með mikla og góða sér-
þekkingu í viðskiftamálum þjóðar-
innar.
Það yrði ekki heppilegt að fela
þetta starf Vestur-íslendingi, því
hann yrði þar vestra ekki skoðaður
að öllu leyti sem erindreki íslands,
þar eð hann yrði amerískur ríkis-
borgari.
En það megið þið vera vissir um,
að íslendingar búsettir vestra,
myndu styðja mjög starfsemi þessa
manns og greiða götu hans.
—Hvaða vörur íslenzkar \nyndi
helzt vera hægt að selja vestra ?
—Um það er ekki mikið hægt að
segja í fljótu bragði. Á síðustu ár-
um hafið þið fengið góðan markað
fyrir lýsi ykkar þar. Hver veit hve
mikið væri t. d. hægt að selja þar af
síld, þegar þið næst hafið síld af-
lögu. Og jafnvel saltfisk.—Norð-
menn selja bæði “lút”-fisk og harð-
fisk til Ameríku.
Ef um framtíðarviðskifti yrði að
ræða í stórum stíl, þá er og þess að
gæta, að í Ameriku er hægt að
kaupa á móti, þær vörutegundir, sem
fsland þarj, og þjóðinni eru hent-
ugar.
Og þegar markaður á annað borð
er fenginn fyrir einhverja vöruteg-
und í Ameriku, þá er sá markaður
tryggur.
Hvað uni Roosevelt?
Talið barst siðan að núverandi
stjórn í Bandaríkjunum og stjórnar.
háttum Roosevelts.
—Hvað haldið þér um stjórnar-
stefnu hans, verður hún framtíðar-
stefna Bandaríkjanna?
—Það er víst enginn spámaður
fæddur enn, sem getur um það sagt,
hvort Roosevelt forseti er maður,
sem er að koma eða fara; segir Ás-
mundur.
Hann er maður vandaður og
drenglyndur og öllum velviljaður.
En það er þungt bákn að stjórna
/
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiraiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiiimi.
-:iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim
I THOSE WHOM WE SERVE I
115 miljóna þjóð, á þessum tímum,
með þeim miljónum atvinnuleys-
ingja, sem nú eru í Bandaríkjunum.
Er íslenzkan að hverfa?
—Þér vikuð áðan að íslenzku
kenslunni vestra. Á íslenzkan erfitt
uppdráttar nieðal ungu kynslóðar-
innar ?
—Það vil eg ekki segja, enda er
það mjög mismunandi eftir því hvar
fólkið elzt upp. 1 borgunum er
henni meiri hætta búin en úti um
sveitir. Enn eru íslenzku landnáms-
sveitirnar alíslenzkar. Eins og t. d.
í Norður Dakota.
Þar var eg í vor á einhverri þeirri
skemtilegustu íslendingasamkomu,
sem eg hefi þekt.
Það var 75 ára afmæli hins víð-
fræga og góðkunna kímniskálds
okkar, sem allir þekkja undir nafn-
inu Káinn.
Samkoman var haldin í samkomu.
húsi á Mountain. Þar var á sjötta
hundrað imíanns.
Samkoman stóð yfir í jy2 klst.
frá kl. jy2 um kvöldið til kl. 3 um
nóttina. — Svo þröngt var í húsinu
að 80—90 manns gátu ekki fengið
sæti. Alt þetta fólk varð að standa
allan þenna tíma, nema hvað setið
var udir borðum i eina klukkustund.
'Allan tímann fóru fram ræðuhöld
og kvæðaflutningur. Enginn hreyfði
sig til brottferðar fyr en að sam-
komunni var lokið.
Hið aldraða skáld var vitanlega
I hrókur alls fagnaðar þarna og lék
við hvern sinn fingur.
Á þessum slóðum tala ungir og
gamlir ekki annað en íslenzku.
Islenzk tunga breiðist út!
í sambandi við íslenzkuna get eg
sagt yður skritna sögu, heldur Ás-
mundur áfram.
Eins og kunnugt er, eru miklar
fiskiveiðar í Winnipegvatni. Þar
sein þær eru stundaðar af mestu
kappi hafa íslendingar alveg yfir-
höndina. ,
—Greinargóður íslenzkur Winni-
pegbúi fór nýlega norður í þessar
verstöðvar. Hann sagði mér, að
ekki einasta íslendingar töluðu þar
íslenzku, heldur og Galiziumenn,
Pólverjar og Indíána-kynblending.
ar, er vinna þarna með íslendingum.
Menn af þessum þjóðflokkum hefðu
lært íslenzku í samverunni við hina
islenzku fiskimenn þarna.
Nú er óldin önnur.
Nú er líka öðru máli að gegna, en
á fyrstu árum íslendinga vestra. Þá
þótti engin upphefð að því að vera
íslendingur.
íslendingar kornu þangað flestir
fátækir ,og umkomulausir. Þeir
byrjuðu oftast sem erfiðismenn. En
brátt reyndist sá töggur í þeim, að
þeir urðu margir verkstjórar. Jafn-
framt jukust þeir að áliti og mann-
virðingum. Margir klifu þritugan
hamarinn til þess að koma börnum
sínum til menta. Enda sýnir það sig,
að framsækni landa- vestra, hefir
komið því til leiðar, að tiltölulega
tnargir menn af íslenzku bergi brotn.
ir, hafa fengið virðulegar og vanda-
miklar stöður í þjóðfélaginu.
Enda er það nú orðið svo vestra,
að íslendingar eru taldir meðal
beztu innflytjenda i Canada; talið
að þeir standi þar jafnfætis Bretum.
Lengra verður ekki komist.
—Mbl. 4. okt.
Sumarheimili
íslenzkra barna á Gimli.
IN THE FIELD OF COMMERCIAL PRINTING
AND PUBLISHING BECOME LASTING FRIENDS
BECAUSE-
OVER THIRTY YEARS EXPERIENCE IN ENGRAV-
ING, PRINTING AND PUBLISHING IS PART OF
THE SERVICE WE SELL WITH EVERY ORDER
WE DELIVER. V
COLUMBIA PRESS LIMITED |
695 SARGENT AVENUE - WINNIPEG - PHONE 86 327 ==
Eins og áður hefir verið getið í
islenzku blöðunum þá stóð samband
frjálslyndra kvenfélaga fyrir því að
hafa sumarheimili fyrir börn á
Gimli síðastliðið sumar. Og vegna
þess að þetta mál er þess vert að því
sé frekari gaumur gefinn langar mig
til að biðja blöðin um að birta þessa
umgetningu.
Eins og kunnugt er þá var þetta
sumarheimili á Gimli í sumar fyrsta
tilraun okkar í þá átt, og má segja
áð hún tækist ágætlega, þegar allir
erfiðleikar á slíku fyrirtæki eru
teknir til greina. Eiga ýmsir, sem
aðstoðuðu við starfið mikið þakk-
læti skilið fyrir alla fyrirhöfnina og
hversu alt var vel af hendi leyst. Á
eg þar fyrst og fremst við þær kon-
ur og ungar stúlkur, sem skiftust á
að veita heimilinu forstöðu og þá
einnig, sem aðstoðuðu við flutning
barnanna til og frá, sem hafði óum-
flýjanlegan kostnað og tímaeyðslu i
för með sér. En. þetta var alt gert
með svo góðu geði og viljuglega af
hlutaðeigendum, að ekki var hægt
að óska þess betra. Einnig ber að
þakka öllu því fólki á Gimli, sem
var á ýmsan hátt hjálplegt og vildi
alt gera til þess að létta undir. Eg
gat þess að þessi fyrsta tilraun hefði
hepnast vel, og voru um 75 börn á
heimilinu í alt þann tíma, sem við
höfðum bústaðinn, og held eg að
rhér sé óhætt að fullyrða að allir
hafi verið ánægðir með aðbúnað og
bústjórn. Það eina, sem vakti dálitla
óánægju hjá börnunum var, að þau
fengu ekki að vera nógu. lengi, og
úr því þyrftiað bæta í framtíðinni,
ef mögulegt er. Einns og okkur var
ljóst í byrjun þá hefir fyrirtæki
eins og þetta æði mikinn kostnað í
för með sér, og ef það á að vera
framitíðar fyrirtæki er nauðsynlegt
að hafa vakandi auga á þvi atriði. í
sumar höfðum við samkomu í Wyn.
yard til arðs fyrir þetta og höfðum
þar ofurlitla upphæð til að byrja
með. Drýgði svo Sveinn Thorvalds-
son þann sjóð með sinni alkunnu
rausn og varð þetta til þess að við
gátum byrjað á fyrirtækinu þegar í
stað. Eg er persónulega öllum þakk-
lát, sem hafa lagt þessu máli liðsyrði
og liðsinni í einhverri mynd og eg vil
geta þess, að við árangur þessarar
fyrstu tilraunar hefir okkur aukist
talsverður áhugi fyrir því að láta
þetta ekki falla niður.
Kvœði
wn landnám íslendinga á Gimli
fyrir 60 árum, flutt á samkomu
á Lundar 22. okt. s.l., í minn-
ingu um atburðinn.
Gimli sézt á vatnsins vestur strönd,
við hans sögu tengjast önnur lönd,
löngu frægur fyrir vestan haf,
flestum landnámsstöðum ber hann
af.
Nú ber fyrir andans augu mín
atburð sem í gegnum þoku skín;
síðan liðin eru sextíu ár,
samt hann virðist nýr og gildisliár.
Þá var haust og hríðarveður kalt,
horfinn gróður, dautt og visið alt;
þungann stundi aldan upp við sand,
íslendingar þegar stigu á land.
Komnir voru yfir langa leið;
'landnámið þeim geymdi sorg og neyð
hvergi að finna björg né vetrarvörn
var þar fyrir konur, menn og börn.
Mæður vöfðu börn að brjóstum þá,
■brennheit tárin streyma Drottinn sá;
þeirra líf að vernda umfram alt,
úti á snjónum gat þeim orðið kalt.
Bygt með flýti bjálka hreysi var,
börn og konur hýrast urðu þar,
þröngt og loftilt, dimt og dauðans
kalt,
dapurt var að líða þetta alt.
Dauðans engill beið með bitran þjör,
bauð þar mörgum langtum sælli kjör,
kvöl og hungur, konu, barns og
manns
knúði fast að taka boði hans.
Hverjar ráðstafanir Verða gerðar
viðvíkjandi framtíðinni er mér ekki
ljóst; en eg er þess fullviss að allir
þeir, sem höfðu not af þessu í sum-
ar, verða fúsir til að leggja því lið
á allan hátt. Þetta er sérstætt fyrir-
tæki að því leyti að það tók til starfa
án þess að hafa nokkurt stofnfé
annað en þörfina fyrir það og ör-
ugga tj-ú á þann velvilja, sem öll góð
viðleitni nýtur yfirleitt meðal okkar
fólks. En þetta tvent er nóg, ef vel
er með það farið, og við sem eldri
erum skuldum í raun og veru æsk-
unni fyrir allar ánægjustundir okkar
eigin lífs. Ef við gengjum ekki með
henni hlið við hlið yrði líf okkar
eintrjáningslegt og ánægjusnautt.
En með henni getum við verið ör-
u§Tg> því hún er sjálf framtíðin, sem
við erum að leitast við að gera vel
úr garði. Og með það fyrir augum
var þessi starfsemi hafin, að leitast
við að leggja eitthvað til í þann
framtíðarsjóð með því að hlú að
okkar efnilega, íslenzka stofni á
þenna hátt. Hversu sú viðleitni tekst
er auðvitað undir atvikum komið,
en málefnið er áreiðanlega þess
virði að því sé gaumur gefinn.
Þar við bættist böl, sem kvaldi mest:
bóluvgikin, þessi skæða pest,
dimman mökkva dró þá fyrir sól;
dauðinn hafði fundið þeirra ból.
i
Ógnar skelfing yfir fólkið gekk,
allra líf á veikum þræði hékk;
þennan vetur margur lífið lét,
landnámsfólkið yfir missi grét. N
I
Vetur leið, en blessað líknar vor
landnemunum færði kraft og þor;
blessuð sólin bræddi fönn og ís
björg og ylur þá var öllum vís.
I
Sólin skein á grænan skógargeim,
glæsilegan, ungan Vesturheim;
; sætum rómi sumarlangan dag
sungu fuglar miljón radda brag.
( Líkt og elding leiftri um dimma nótt
lífið streymdi gegnum æðar fljótt;
( norrænn andi upp til himins leit
endurvakinn lofsverð strengdi heit.
Þetta land að leggja undir fót,
landið rækta og gjöra vegabót,
' sýna í verki þjóðarrausn og ráð,
réttum málstað fylgja í lengd og
! bráð.
Marja Bjórnson.
Haustslátrun er nú byrjuð af full-
um krafti hjá Sláturfélagi Suður-
lands. Er búist við, að slátrað verði
í haust miklu fleira fé en i fyrra,
en þá var slátrað með minsta móti
hjá félaginu. Samkvæmt áætlun
deildarstjóra Sf. SI. er ráðgert, að
Út frá Gimli færðist bygðin fljótt,
fólkið vann og stríddi dag og nótt;
norrænn hugur hálfa bar það leið,
hetjuandinn rikti í lífi og deyð.
1 Verða hér til sóma sinni þjóð,
sigri ná, þó tæki líf og blóð,
læra alt, var hjartans heita þrá,
hæsta manndóms takmarkinu ná.
slátrað verði nú í Reykjavík og leiddi hann i gegnum böl og stríð;
Hafnarfirði um 6,000 fjár fleira en þjóðin fræg nú syngur sigurbrag,
í fyrra. Féð er yfirleitt með vænna sorgarnóttin varð að gleðidag.
móti nú.
—Mbl. 1. okt.
Fyrsta Eimskipafélagsskipið, sem
legst við bryggju á Húsavik.
I gærkvöldi kom Brúarfoss til
Húsavíkur til þess að taka 4,000
skrokka freðkjöts hjá Kaupfélagi
Faðmi Gimli framtið björt og góð,
fylgi lán og blessun vorri þjóð;
Nýja ísland, fræga feðra bygð,
fram til dauðajis við þig höldum
trygð.
Fyrsta landnám feðra og mæðra hér
framar öllu, kært og dýrmætt er,
fagurt dæmi fengum vér að gjöf,
frægðarstjarnan skin á þeirra gröf.
Þingeyinga.
Skipið lagðist viðstöðulaust við
hafnarbryggjuna þótt dimt væri
orðið, og var kjötinu ekið til skips í
bifreiðum.
Heill sá Gimli, goðum vígðri lóð
gefinn fyrir löngu vorri þjóð,
þar er veglegt minnismerki reist
manndóms þjóð, sem alheimur gat
treyst.
Brúarfoss er fyrsta skip Eitm
skipafélagsins sent legst við þessa
óryggju.
Bátar voru á sjó í gær og öfluðu
fremur vel. — Mbl. 5. okt.
Þó að líði miljón alda ár,
ávalt stendur varðinn tignar hár,
Grettistak á Gimli ætið sézt,
gjörir ísland víðfrægt, lengst og
mest.
Vigfús J. Guttormsson.